VEIÐISLÓÐ 5. tbl. 2011

Page 33

Tengdamæðgur á Valdastöðum

Þórdís segir okkur frá því að eitt árið var orðið tvísýnt um að hún gæti tekið þátt í veiðiskapnum þann 9.september. „Ég var ófrísk af Valdísi, yngstu dóttur okkar, og allt útlit fyrir að fæðingin yrði um þetta leyti. Ég sagði Óla það alltaf, það verður 9.september, og viti menn, kvöldið áður virtist allt vera að fara í gang og ég var keyrð til Reykjavíkur. Óli varð eftir og fór auðvitað bara að veiða. Áin var í vexti og takan óvenjugóð miðað við það, hann landaði 19 löxum fyrir hádegið og ætlaði síðan að hringja í mig í hléinu, en þá var gamli sveitasíminn enn við lýði og honum var lokað milli 1 og 4. Hann fékk nú samt þær upplýsingar að hann væri aftur orðinn pabbi og með það fór hann aftur út að veiða. Áin var hins vegar kominn í svoleiðis ham að hann bætti engum fiski við, en þetta var nú orðið heldur

betur flott hjá honum, 19 laxar komnir á land. Þetta hljómar kannski ekki vel í dag, en á þessum tíma var þetta ekkert þannig að karlarnir væru að skipta sér af barnsfæðingum. Það var seinni tíma mál og ég skyldi hann alveg mæta vel. Þegar Valdís var barn, skyldi hún þetta ekki alveg eins vel, hún átti afmæli á lokadeginum og þurfti að kyngja því að það var gleðskapur kvöldið fyrir afmælið hennar og síðan allir úti að veiða þegar hún vildi halda upp á daginn. En svona var þetta, hún lærði að skilja þetta og er forfallin veiðikona í dag.“

Anna Björg búin að landa laxi.

Minning Önnu Bjargar er af öðrum toga. Hún segir frá: „Ég var stödd á lokadegi við Bakkahyl í Bugðu. Það hafði verið flóð og það var enn mikið vatn, en áin að sjatna. Sem sagt kjörskilyrði. Þarna lenti ég í algjöru moki,

33


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.