__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

VETUR 2019

12

Börn í sítengdum heimi Borið hefur á auknum kvíða og þunglyndi sem má rekja til þess að ungmenni eru að bera sig saman við óraunverulegar fyrirmyndir á netinu.

16

Klám á netinu Mikilvægt er að tala við börn og unglinga um kynferðislegt efni sem þau sjá, þ.á.m. klám á netinu.

30

Persónuvernd barna Það er nauðsynlegt að við eigum samtal við börnin okkar um hvað persónuvernd er og af hverju hún skiptir í alvöru máli.

STAFRÆNT UPPELDI Töfraheimur Hopster

Ábendingalína

Fólk og fyrirmyndir

Hopster er áskriftarveita í Vodafone

Þegar tilkynning berst um efni sem

Hver er ég? Hver vil ég vera? Hverjar eru

Sjónvarpi sem er sérstaklega sniðin fyrir

inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað

fyrirmyndirnar mínar og af hverju eru þær

börn á aldrinum 2-6 ára.

lögreglurannsókn.

fyrirmyndirnar mínar?


Stafrænt uppeldi

EFNISYFIRLIT 08 16 Segðu þína skoðun

04

Leiðari formanns Heimilis og skóla

05

Leiðari fræðslustjóra Vodafone

06

Ábendingalína og óviðeigandi efni á netinu

08

Töfraheimur Hopster

09

Hvað er UngSaft?

10

Gerum netið betra

12

Börn í sítengdum heimi

14

Fólk og fyrirmyndir

16

Klám á netinu

18

Nei við neteinelti

20

Hefur þú áhyggjur af tölvunotkun barnsins þíns?

21

Fyrstu skref í heimi tækninnar

22

Samvera barna og fullorðinna með hjálp tölvuleikja

24

Á hvaða samfélagsmiðlum eru börnin okkar?

26

Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla

Betra net fyrir ungt fólk 2020 16 markmið í tilefni 16 ára afmælis Alþjóðlega netöryggisdagsins EINKALÍF OG UPPLÝSINGAÖRYGGI

NETEINELTI OG SMÁNUN

SEXTING OG KYNFERÐISLEG ÁREITNI

KYNFERÐISLEGT OFBELDI GEGN BÖRNUM

xxx 1

2

VILLANDI UPPLÝSINGAR OG GERVIFRÉTTIR

5

SAMFÉLAGSMIÐLAR OG AÐ VERA HÁÐUR NETINU

6

EFNI SEM HVETUR TIL SKAÐLEGRAR HEGÐUNAR

9

4

AÐ FÁ HJÁLP OG TILKYNNA EFNI

8

HATURSORÐRÆÐA OG SAMKENND

11

15

VELFERÐ Á NETINU

12

LEIKIR OG FJÁRHÆTTUSPIL

TJÁNINGARFRELSI

14

22

ÖRYGGI OG GLÆPIR Á NETINU

7

SVIK OG ÓSIÐLEG MARKAÐSSETNING

10

NETÖRYGGI

13

3

BLEKKINGAR, GERVIREIKNINGAR OG AUÐKENNISÞJÓFNAÐUR

16

Þátttökulönd: Albanía, Armenía, Ástralía, Brasilía, Búlgaría, Króatía, Kýpur, Danmörk, Færeyjar, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ísland, Indland, Írak, Írland, Ísrael, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Mongólía, Marokkó, Pólland, Rúmenía, Senegal, Slóvakía, Spánn, Sýrland, Holland, Túnis, Tyrkland, Úkraína, Bretland og Bandaríkin.


T

Mun hatrið sigra?

29

Netvörn Vodafone

29

Vodafone Sjónvarp

30

Persónuvernd barna í stafrænum veruleika

32

Rafíþróttir á hraðri uppleið

34

Ekki vera fáviti

36

Tækni í skólastarfi

38

Hjálparsíminn 1717

39

Skjáviðmið fyrir börn og ungmenni

42

Snjallspjall kennsluleiðbeiningar

32 36

ÞETTA TÍMARIT ER UNNIÐ Í SAMVINNU VIÐ: SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um jákvæða og örugga tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af samgönguáætlun ESB, CEF – Connecting European Facility undir formerkjunum Better Internet, eða Betra Internet. SAFT er styrkt af framkvæmdastjórn ESB og þremur ráðuneytum á Íslandi. Samningsaðili við ESB og ráðuneytin er Heimili og skóli – landssamtök foreldra sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins í formlegu samstarfi við Rauða krossinn, Ríkislögreglustjóra og Barnaheill – Save the Children á Íslandi.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla sem og foreldrafélög, skólar og aðrir áhugasamir. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldisog menntunarskilyrðum barna og unglinga.

Stafrænt uppeldi

28


04 – STAFRÆNT UPPELDI

LEIÐARI FORMANNS HEIMILIS OG SKÓLA:

BETRA NET MEÐ SAFT Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa rekið vakningarátak um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október 2004 eða í 15 ár með dyggum stuðningi ríkisins síðastliðin ár auk þess sem verkefnið hefur verið styrkt af Samgönguáætlun ESB. Vakningarátakið hefur frá upphafi gengið undir nafninu Samfélag, fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT, og er hluti af aðgerðaráætlun ESB. Undirritun nýs samnings Þann 3. apríl 2019 skrifuðum við hjá Heimili og skóla undir áframhaldandi samning um SAFT verkefnið til tveggja ára við þrjú ráðuneyti þ.e. mennta- og menningarmálaráðuneyti, félags- og barnamálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Undirritunin fór fram í húsnæði Klettaskóla í Reykjavík og undir samninginn rituðu formaður Heimilis og skóla ásamt þremur ráðherrum við hátíðlega athöfn að nemendum og starfsfólki skólans viðstöddum. Uppeldi á nýjum sviðum Með samningnum gefst okkur tækifæri til að halda áfram okkar góða starfi og huga að forvörnum og fræðslu og gefa út fræðsluefni fyrir börn og ungmenni svo fátt eitt sé nefnt.

Nýlegur bæklingur samtakanna um Ung börn og snjalltæki leggur meðal annars grunn að góðri byrjun og hvernig við foreldrar og forráðamenn getum stuðlað að því að börnin okkar fari vel af stað með notkun snjalltækja. Verkefni SAFT snúa m.a. að vitundarvakningu um örugga og jákvæða notkun netsins og annarra nýmiðla meðal barna og ungmenna og að fræða foreldra, kennara, fjölmiðla og þá sem starfa við upplýsingatækni. Ásamt því að huga að auknu netöryggi og aukinni persónuvernd barna og ungmenna á netinu. Einnig er það hlutverk SAFT að vinna gegn ólöglegu efni á netinu og veita börnum og ungmennum aðstoð í því skyni svo eitthvað sé nefnt. Samstarf er mikilvægt Margir aðilar koma að SAFT verkefninu og mynda stýrihóp þess og bakland. Heimili og skóli er samningsaðili og sér um vakningarhluta SAFT og forvarnir, Rauði krossinn á Íslandi starfrækir hjálparlínu í tengslum við Hjálparsímann 1717 og Barnaheill og embætti Ríkislögreglustjóra sjá um ábendingalínu. Í stýrihópi verkefnisins eru fulltrúar frá Fjölmiðlanefnd, Menntamálastofnun, Háskóla Íslands, Heimili og skóla, Rauða krossinum, Barnaheill, Ríkislögreglustjóra og

Persónuvernd, ásamt fulltrúum þeirra þriggja ráðuneyta sem koma að gerð samningsins auk verkefnastjóra SAFT sem er Guðberg K. Jónsson og veitir stýrihópnum forystu. Fyrir hönd Heimilis og skóla vil ég nota tækifærið og þakka öllum hlutaðeigandi aðilum verkefnisins og þeim sem koma með einum eða öðrum hætti að framkvæmd þess fyrir mikilvægt framlag. Samfélagslegt verkefni Við höfum verk að vinna, síbreytilegur heimur og ör tækniþróun sýnir okkur að við verðum mögulega seint fullnuma í netöryggi þar sem hraðinn og þróunin krefst þess að við séum sífellt vakandi og á verði. Þótt við höfum ekki áhyggjur af tilteknum hlutum í dag gætum við þurft að hafa áhyggjur af þeim á morgun. Höldum því áfram að efla miðlalæsi, vinna gegn hatursorðræðu og falsfréttum, huga að netöryggi og persónuvernd barna og ungmenna og sameinumst um að gera netið betra.

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla.


05 – STAFRÆNT UPPELDI

LEIÐARI FRÆÐSLUSTJÓRA VODAFONE:

VERUM TILBÚIN TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í SPENNANDI FRAMTÍÐ Framtíðin er vissulega spennandi, en erum við virkilega tilbúin að takast á við þær áskoranir sem henni fylgja? Sú kynslóð sem nú slítur barnsskónum er alin upp við tæknina og hún umvefur okkur í daglegu lífi, skóla og vinnu. Það getur reynst mikil áskorun fyrir fjölskyldur að halda í við þá öru tækniþróun sem er að eiga sér stað en ábyrgðin á hinu svokallaða stafræna uppeldi er alfarið á herðum foreldra. Það skiptir miklu máli að foreldrar axli ábyrgð á því að börn þeirra læri á netið, snjalltæki, smáforrit og annað sem fylgir þessari öru þróun. Við sem foreldrar þurfum að kenna börnunum okkar æskilega hegðun á þessum miðlum, hvernig nýta skal tæknina til góðs og hvernig hægt er að lifa farsælu tæknivæddu lífi. Besta leiðin til þess er að eiga opið samtal við börn og ef upp koma atvik þar sem börn eru uppvís af því að skoða skaðlegt efni er ráðlegt að nýta tækifærið til að fræða börnin svo slík atvik komi ekki upp aftur.

Tæknin hefur fært okkur ótal tækifæri en á hinn bóginn eru ógnirnar margvíslegar og listi áskorana fyrir foreldra verður æ lengri eftir því sem tækninni fer fram. Neteinelti, klám, hefndarklám, persónuverndarsjónarmið, skjáfíkn og annað eru ofarlega í hug margra foreldra og að þessu þarf virkilega að huga. Fyrsta og besta ráðið til að sporna gegn öllum þessum ógnum er að virða aldurstakmörk, en á Íslandi er aldurstakmark fyrir þátttöku barna á samfélagsmiðlum og öðrum hliðum upplýsingasamfélagsins 13 ár. Foreldrar geta tekið þá ákvörðun að vera upplýstir, snúa vörn í sókn gagnvart þessum ógnum og nýta tæknina sjálfa til þess. Í allflestum snjalltækjum, vöfrum og öðrum tækjum sem börn hafa aðgang að eru til ýmis tól til þess að verjast ógnunum, og þau skal nýta.

Orðatiltækið um að börnin læra það sem fyrir þeim er haft á vel við þegar kemur að notkun snjalltækja, internetsins og tækninnar yfir höfuð. Ef foreldrar lúta höfði meiri hluta dagsins yfir snjallsímanum er líklegra en ella að börn sækist frekar eftir því að gera slíkt hið sama. Það nægir einfaldlega ekki að festa segul á ísskápshurðina sem mælir fyrir um æskilega skjánotkun barna og láta þar við sitja. Í þessu tímariti er að finna hafsjó fróðleiks um þær ógnir og áskoranir sem foreldrar þurfa að takast á við og vonandi geta sem flestir nýtt þann fróðleik að einhverju marki til góðs, barnsins vegna.

Þórdís Valsdóttir, fræðslustjóri Vodafone.


06 – STAFRÆNT UPPELDI

ÁBENDINGALÍNA

OG ÓVIÐEIGANDI EFNI Á ÞEGAR TILKYNNING BERST UM EFNI Á SEM INNIHELDUR OFBELDI GEGN BÖRNUM FER AF STAÐ LÖGREGLURANNSÓKN.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka Ábendingalínu, sem er hluti af SAFT verkefninu, um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri. Á heimasíðu Barnaheilla er hnappur þar sem hægt er að tilkynna um vefsíður, smáforrit eða aðra miðla þar sem er að finna efni sem varðar kynferðisofbeldi gegn börnum eða annars konar ofbeldi, tælingu, hótanir, hatursáróður, einelti og fleira. Ný tilkynningarsíða var opnuð í júní 2019. Nýja síðan er aldursskipt, fyrir yngri og eldri börn og fullorðna, og miðuð sérstaklega að því að gera börnum auðvelt fyrir að tilkynna sjálf.

Verum dugleg að tilkynna Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, stefnt er að því láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klukkustunda frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Jafnframt er stefnt að því að sækja brotafólk til saka ef mögulegt er.


07 – STAFRÆNT UPPELDI

saman ábendingalínur í 45 löndum...

Öll börn eiga rétt á vernd Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og minna á að öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Almenningur getur lagt sitt af mörkum við að tryggja börnum þau réttindi og að gera börnum kleift að lifa með reisn og þroskast við góðar aðstæður án ofbeldis.

ÞÓRA JÓNSDÓTTIR

Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum hvarvetna í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, þó þau séu frá fjarlægum löndum.

skráningarkerfi sem tengir

Verkefnastjóri innlendra verkefna, Barnaheillum – Save the Children á Íslandi

Alþjóðlegt samstarf Ábendingalína Barnaheilla er félagi í regnhlífasamtökum ábendingalína á heimsvísu, Inhope. Á vegum Inhope er rekinn gagnagrunnur og skráningarkerfi sem tengir saman ábendingalínur í 45 löndum og vinna þær saman og í nánu samstarfi við lögreglu með það að markmiði að útrýma kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu.

rekinn gagnagrunnur og

I Á NETINU

Á vegum Inhope er


08 – STAFRÆNT UPPELDI

TÖFRAHEIMUR HOPSTER ÁSKRIFTARVEITA Í VODAFONE SJÓNVARPI SEM ER SÉRSTAKLEGA SNIÐIN FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 2-6 ÁRA.

ÞÓRA BJÖRG CLAUSEN

Rekstrarstjóri nýmiðla hjá Vodafone

HOPSTER ER

Leiðarljós Hopster er að stuðla að þroska barna á sem flestum sviðum og tryggja þeim öruggt umhverfi í efnisveitu sinni og Hopster appinu. Allt efni Hopster er yfirfarið af teymi sérfræðinga, uppeldisfræðingum og sálfræðingum í Bretlandi og þarf að uppfylla strangar reglur áður en það er vottað „kidSAFE“ eða barnvænt og fer í loftið. Hopster hefur einnig, í samstarfi við Vodafone, lagt mikinn metnað í að íslenska allt efni sitt fyrir íslenska notendur þjónustunnar til að stuðla að góðum málþroska barna en málvitund barna og unglinga er þeim sem bera hag íslenskunnar fyrir brjósti oft áhyggjuefni.

Þar með talið hefur Hopster íslenskað appið sitt sem fylgir með áskriftinni en appið er sannkallaður töfraheimur fyrir börn og sérstaklega sniðið fyrir litla fingur. Í appinu getur barnið horft á þætti, spilað fræðandi leiki, litað, ræktað plöntur, lesið bækur og hlustað á tónlist í öruggu og auglýsingalausu umhverfi. Þess má einnig geta að í appinu er hægt að hala niður efni til að njóta á ferðalaginu.


09 – STAFRÆNT UPPELDI

HVAÐ ER UNGSAFT? Hverjir eru í UngSaft? Í UngSaft eru ungmenni á aldrinum 12-18 ára sem koma víðs vegar af landinu. Við komum til dæmis að hugmyndavinnu og erum ráðgefandi um fræðsluefni fyrir börn og ungmenni og það sem snýr að öruggari netnotkun barna og ungmenna í landinu. Einnig fáum við tækifæri til að taka þátt í viðburðum og málþingum hér heima og taka þátt í ráðstefnum erlendis sem er ekki leiðinlegt.

Ýmsir kostir Mér þykir mjög gaman að vera í þessu ráði en það sem mér þykir skemmtilegast er að kynnast krökkum úr öðrum skólum og fá tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif. Í sumar fékk ég tækifæri ásamt öðrum fulltrúa frá Íslandi að fara til Grikklands á fund um stafræna velferð á vegum Evrópusambandsins. Þar kynntist ég helling af skemmtilegu ungu fólki frá Evrópu og unnum við að gerð námsefnis um stafræna borgaravitund (e. digital citizenship) fyrir unga krakka. Mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni. Stafræn borgaravitund snýst m.a. um að kenna krökkum að nota tækni á ábyrgan hátt og sýna öðrum virðingu á netinu.

VALGERÐUR EYJA EYÞÓRSDÓTTIR

15 ára fulltrúi í UngSaft

UngSaft er ungmennaráð SAFT sem kemur saman nokkrum sinnum á ári og talar saman um m.a. hvernig hægt er að gera netið að betri og öruggari stað. Við hittumst eða tökum skype fund svo það skiptir ekki öllu máli hvar þú býrð á landinu, þú getur alltaf tekið þátt og verið með okkur í starfinu.

Af hverju skiptir máli að við unga fólkið tökum þátt í umræðunni? Eins og við þekkjum, þá er netið stór þáttur í lífi okkar í dag og þekkir mín kynslóð ekkert annað en að hafa góðan aðgang að því, alltaf og alls staðar. Þess vegna er bæði gaman og mikilvægt þegar við unga fólkið fáum tækifæri til að móta þennan heim og láta okkar rödd heyrast um hvað okkur finnst mikilvægt. Við verðum að vera dugleg að fræða og hvetja ungt fólk til að hugsa með gagnrýnu hugarfari og að fara varlega á netinu eins og í umferðinni; þekkja hætturnar, hvað þarf að varast og að hafa í huga þegar við ferðumst um netið. Mér þykir mjög gaman að vera í UngSaft og að fá að vera hluti af þessum hópi svo ef þú hefur áhuga þá vil ég hvetja þig að taka þátt líka. Hægt er að sækja um á heimasíðu SAFT, saft.is.


010 – STAFRÆNT UPPELDI

GERUM NETIÐ B FRÁ 35 LÖNDUM KUSU OG VORU NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Á FUNDI Í

Nú þegar ungmennin hafa sagt sína skoðun um hver þau telja forgangsverkefnin vera til að gera netið að frábærum vettvangi er það okkar von að skilaboð ungmennanna gagnist öllum sem koma að uppeldi barna og þeim sem hafa vald til að hafa áhrif á hvernig vettvangur internetið verður í framtíðinni.

SIGURÐUR SIGURÐSSON

HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

MÍLANÓ Á ÍTALÍU.

Ungmennaráð SAFT, öðru nafni UngSAFT, tók þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands. Kosning fór fram í janúar um hvaða markmið ættu að vera valin en um 2500 ungmenni frá 35 löndum kusu og voru niðurstöðunar kynntar á fundi í Mílanó á Ítalíu. Katrín Lilja Árnadóttir og Hafrún Arna Jóhannsdóttir voru fulltrúar UngSAFT á fundinum og tóku virkan þátt í umræðum og stefnumótun.

Veggspjald gefið út Samhliða fundinum var kynnt veggspjald með niðurstöðunum og var það þýtt yfir á íslensku (sjá hér til hliðar). Markmiðunum á veggspjaldinu er raðað eftir hversu mörg atkvæði þau fengu. Til dæmis fékk markmið númer eitt, einkalíf og upplýsingaöryggi, flest atkvæði í kosningunni. Númer tvö fékk næstflest atkvæði og svo koll af kolli.

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

...2500 UNGMENNI

Í tilefni af 16 ára afmæli Alþjóðlega netöryggisdagsins 5. febrúar 2019 stóð Evrópuráð stafrænnar velferðar (European council for digital good) fyrir því að ungmenni um alla Evrópu segðu sína skoðun á hver væru mikilvægustu atriðin til að gera internetið að betri stað fyrir ungmenni en ungmennin fengu það verkefni að velja 16 markmið sem unnið yrði að til að gera netið að betri stað fyrir ungt fólk.


011 – STAFRÆNT UPPELDI

Ð BETRA!

un

Segðu þína skoð

t fólk 2020

g Betra net fyrir un

gsins ega netöryggisda

Alþjóðl i 16 ára afmælis fn le ti í ið km ar 16 m

SEXTING OG EITNI KYNFERÐISLEG ÁR

NETEINELTI OG SMÁNUN

EINKALÍF OG I UPPLÝSINGAÖRYGG

KYNFERÐISLEGT RNUM BE OF LDI GEGN BÖ

xx x 4 3 2

1

IR ÖRYGGI OG GLÆP NETINU

AR OG SAMFÉL AGSMIÐL TINU NE R ÐU HÁ RA VE AÐ

INGAR VILLANDI UPPLÝS OG GERVIFRÉTTIR

Á

AÐ FÁ HJÁLP OG TILKYNNA EFNI

8 7 6 5

A HATURSORÐRÆÐ OG SAMKENND

SVIK OG ÓSIÐLEG G MARK AÐSSETNIN

TIL EFNI SEM HVETUR UNAR SKAÐLEGRAR HEGÐ

U

VELFERÐ Á NETIN

12 11 10 9

I

TJÁNINGARFRELS

NETÖRYGGI

LEIKIR OG FJÁRHÆTTUSPIL

EIKNINGAR BLEKKINGAR, GERVIR FNAÐUR OG AUÐKENNISÞJÓ

16 15

l, nd, Írak, Írland, Ísrae kland, Ísland, Indla og Bandaríkin. d, Þýskaland, Grik , Úkraína, Bretland k, Færeyjar, Frakklan and, Túnis, Tyrkland Holl tía, Kýpur, Danmör nd, Króa , Sýrla aría n, Búlg alía, Brasilía, gal, Slóvakía, Spán nía, Armenía, Ástr nd, Rúmenía, Sene Þátttökulönd: Alba gólía, Marokkó, Pólla áen, Lúxemborg, Mon Ítalía, Lettland, Lith

14

13

Styrktaraðilar: Samstarfsaðilar:

Markmiðunum á

veggspjaldinu er raðað

leiðir dum. Markmiðin og mennum frá 35 lön . Hjálpaðu in af yfir 2500 ung nnum frá 10 löndum me ung Markmiðin eru val af á ind gre hafa verið skil ginn 2020. Sjá meira til þess að ná þeim lega netöryggisda sínum fyrir Alþjóð m iðu rkm ma ná þeim að net.org. www.smarterinter

eftir hversu mörg atkvæði þau fengu.

l af European counci verkefninu er stýrt borg, með Segðu þína skoðun u Insight í Lúxem yst for ir und d for digital goo stuðningi:


012 – STAFRÆNT UPPELDI

Tæknin er komin til að vera og börn nútímans þurfa að læra á hana og læra að lifa með henni. Snjalltæki og internetið bjóða upp á ótal möguleika til náms og sköpunar og hafa breytt mörgu í okkar lífi til hins betra en hafa líka sínar skuggahliðar. Frá unga aldri eru birtar af börnum myndir og sagðar af þeim sögur á netinu og þau eru ekki alltaf spurð álits. Það er einnig ljóst að börn og ungmenni eru undir töluverðum þrýstingi frá jafningjahópnum þegar kemur að því að miðla upplýsingum um sig og athafnir sínar á samfélagsmiðlum. Foreldrar og aðrir uppalendur þurfa að setja ramma og mörk um tækninotkun barna sem stuðla að jákvæðri byrjun í stafrænni veröld.

Aldursmörk eru sett af ástæðu Internetið, tölvuleikir og samfélagsmiðlar bjóða óneitanlega upp á einstök tækifæri til samskipta, fræðslu og upplýsingamiðlunar sem hægt er að nýta sér í leik og starfi. Foreldrar þurfa þó að huga að aldursmörkum, innihaldi og möguleikum bæði tölvuleikja og samfélagsmiðla enda er auðvelt að lenda í ógöngum í samskiptum og komast í tæri við óæskilegt efni. Mótun sjálfsmyndar hefur færst í miklum mæli á netið og samfélagsmiðla. Að fá „læk“ eða „ekki læk“ getur haft gríðarleg áhrif á líðan og orðið að stjórntæki sem börn og ungmenni nota til að lýsa velþóknun

BÖRN Í SÍTENGD kvíða og þunglyndi barna og ungmenna sem að til þess að þau eru sífellt að bera sig saman við fyrirmyndir á netinu sem raunverulegar.

BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR

eru oft og tíðum ekki

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

einhverju leyti má rekja

Borið hefur á auknum


013 – STAFRÆNT UPPELDI

KENNUM BÖRNUNUM OKKAR AÐ SPYRJA UM LEYFI TIL AÐ DEILA MYNDUM OG UPPLÝSINGUM MEÐ ÞVÍ AÐ SPYRJA ÞAU ÁÐUR EN VIÐ DEILUM EINHVERJU UM ÞAU.

GDUM HEIMI eða hundsa sem getur verið eitt form eineltis. Borið hefur á auknum kvíða og þunglyndi barna og ungmenna sem að einhverju leyti má rekja til þess að þau eru sífellt að bera sig saman við fyrirmyndir á netinu sem eru oft og tíðum ekki raunverulegar. Tölum við börnin okkar Tæknin er frábær, spennandi og skemmtileg og býður upp á ótal tækifæri. Ekkert okkar vill snúa baki við tækninni. En foreldrar þurfa að gefa sér tíma með börnunum sínum til að læra saman á þessa nýju tækni, kenna þeim að nota netið á jákvæðan og skapandi hátt og ræða við þau um samskipti á netinu, persónuvernd og hvað ber að varast. Foreldrar þurfa að vera upplýstir um þjónustu, innihald og notkunarmöguleika. Foreldrar eru fyrirmyndir

Erum við að gefa börnunum okkar nægilegan tíma? Hvernig fyrirmyndir erum við? Er okkar eigin tölvu- og snjalltækjanotkun farin að hafa neikvæð áhrif á samvistir okkar með fjölskyldunni. Kennum börnunum okkar að spyrja um leyfi til að deila myndum og upplýsingum með því að spyrja þau áður en við deilum einhverju um þau. Börn þurfa á athygli okkar að halda og okkar hlutverk er að efla þau til að taka skynsamar ákvarðanir, kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og sjá til þess að þau hafi verkfæri til að takast á við lífið bæði á samfélagsmiðlum og utan þeirra. Daglegar samræður um lífið og tilveruna eru gott veganesti.


014 – STAFRÆNT UPPELDI

FÓLK OG FYRIRMYN HVER ER ÉG? HVER VIL ÉG VERA? HVERJAR ERU FYRIRMYNDIRNAR MÍNAR OG AF HVERJU ERU ÞÆR FYRIRMYNDIRNAR MÍNAR? Á ÉG FYRIRMYNDIR FYRIR ÁSTINA OG SAMBÖND? HVERNIG TALA ÉG UM ÁSTINA? HVAÐA SKILABOÐ HEF ÉG FENGIÐ UM SAMBÖND OG FRÁ HVERJUM? ERU MÍN MÖRK VIRT? VIRÐI ÉG MÖRK ANNARRA? HVAÐ ER SAMÞYKKI?

Frí fræðsla Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í nýrri fyrirlestraröð sem stendur unglingum á grunnskólaaldri til boða, skólum að kostnaðarlausu. Fræðslan er unnin í samstarfi við Heimili og skóla og SAFT sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni. Í fyrirlestrinum birti ég myndir af alls konar þekktum einstaklingum og spyr svo krakkana hverjar þeirra fyrirmyndir séu og hvaða eiginleika viðkomandi hefur sem þau myndu gjarnan vilja hafa og af hverju það sé eftirsóknarvert? Stundum eru

þau óviss af hverju viðkomandi er fyrirmynd. Stundum er það tengt við afrek og stundum persónuleika, jafnvel útlit. En hvað ef fyrirmyndin manns kemur illa fram við aðra? Hvað þýðir það fyrir okkur? Við tölum um að orðum og gjörðum fylgi ábyrgð, hvort sem maður er þekktur eða ekki því að oftar en ekki fáum við brengluð og undarleg skilaboð úr dægurmenningu og frá samfélagsmiðlum. Það getur verið erfitt að reyna staðsetja sig og vera trúr sjálfum sér þegar á manni dynja


SIGRÍÐUR DÖGG ARNARDÓTTIR

NDIR skilaboð um að þetta sé betra en hitt og að ef þú gerir þetta þá færðu ást og aðdáun. En raunveruleikinn er allt annar og töluvert flóknari en svo. Stundum verður maður hrifinn af manneskju sem er ekki hrifin af manni, hvað gerir maður þá? Við tölum af hreinskilni um sambönd, tilfinningar og samskipti. Við leggjum mikla áherslu á að fjölbreytileikinn sé fallegur, að það sé í lagi að vera eins og maður er, sama hvernig maður er. Raddir og skoðanir fá rými Þessi kennslustund sem fer í fræðsluna er mjög gagnvirk og reynir á gagnrýna hugsun nemenda - og sjaldnast stendur á þeim að svara. Enginn tími er eins því krakkarnir hafa töluverða stjórn yfir því hvert umræðan fer, svo lengi sem hún tengist sjálfsmynd, samskiptum og samböndum. Það er mikilvægt að nemendur skynji að raddir þeirra og skoðanir fái rými í tímanum og að þau njóti jafnrar virðingar. Þó við

Kynfræðingur

015 – STAFRÆNT UPPELDI

séum ólík þá höfum við öll tilverurétt sem ber að virða. Það er nefnilega þannig að þegar við ræðum um mörk, samskipti, ástina, virðingu og tilfinningar þá er mikilvægt að byrja á manni sjálfum og að svara þessum spurningum sem ég kastaði fram í byrjun. Heilbrigð sjálfsmynd Markmið fyrirlestrarins er að krakkar rýni í sig sjálf og skilaboðin sem þau fá um hvernig þau eigi að vera og líða, og nái að vera þau sjálf. Þau þurfa að læra inn á hvað þeim þykir gott svo þau geti sett mörk og virt mörk annarra.


016 – STAFRÆNT UPPELDI

KLÁM Á

Tölum um kynlíf Mikilvægt er að tala við börn og unglinga um kynferðislegt efni sem þau sjá, þ.á.m. klám á netinu, til að hjálpa þeim að túlka og gagnrýna þessar upplýsingar og til að hjálpa þeim að þróa heilbrigð og jákvæð viðhorf gagnvart kynlífi, samböndum og sínum eigin líkama. Öryggisforrit og síur geta verið gagnleg til að minnka líkurnar á að börn rekist á klám á netinu en mikilvægast er þó að gefa ungu fólki mikilvægustu síuna af þeim öllum sem er gagnrýn hugsun. Til að skilja heiminn sem þau búa í þurfa þau að nota höfuðið og vera fær um að greina rétt frá röngu.

1)

2)

Kennið börnum leiðir til að takast á við óviðeigandi efni á netinu (t.d. að loka tölvunni, slökkva á símanum, segja frá o.fl.).

5)

Grípið tækifærið til að tala t.d. um hvernig fjölmiðlar, auglýsingar og frægir einstaklingar geta haft áhrif á hvernig við hugsum um okkar eigin líkama. Hjálpið börnum að hugsa á gagnrýninn hátt um það efni og myndir sem þau sjá á netinu.

3)

Gangið úr skugga um að börnin ykkar viti að þau geta leitað til ykkar, jafnvel þótt þau hafi skoðað eitthvað viljandi, og haldið ró ykkar í samtalinu.

4)

Nýtið ykkur þau öryggisforrit sem í boði eru á ykkar tækjum, samskiptavettvangi eða netþjónustuaðila. Hægt er að finna

Mikilvægt er að tala við börn og unglinga um

kynferðislegt efni sem þau sjá, þ.á.m. klám á netinu.

ýmsar upplýsingar um öryggisstillingar á vefsíðum símfyrirtækja og þjónustuaðila en einnig á saft.is og á fésbókarsíðu SAFT og SAFT youtube. Öryggisforrit veita þó aldrei fullkomið öryggi og koma ekki í stað fræðslu en geta verið gagnleg sem hindrun.

HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR

Góðar ábendingar Gætið þess að samtalið samræmist aldri barnsins. Landlæknir hefur gefið út bæklinginn Samskipti foreldra og barna um kynlíf þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig er hægt að eiga þetta samtal og hvað hæfir mismunandi aldri barna. Einnig er að finna ýmsar upplýsingar á heilsuvera.is sem er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar.

Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

Ungmenni geta rekist á kynferðislegar myndir og myndbönd bæði á netinu og utan þess. Þetta getur haft áhrif á hvernig þau hugsa um kynlíf, sambönd og sína eigin líkamsímynd og getur gert börn áttavillt, þau skammast sín eða fara hjá sér og geta haft áhyggjur.


017 – STAFRÆNT UPPELDI

Á NETINU Hvernig er best að tala við börn? Mikilvægt er að tala við börn um hvernig þau geti passað upp á öryggi sitt á netinu um leið og þau fara að nýta sér tæknina. Börn geta óvart rekist á klám þegar þau fylgja tenglum, smella á auglýsingar eða ef þau slá vitlaust inn leitarorð eða vefslóð. Þau gætu líka verið að leita að kynferðislegu efni á netinu þar sem þau eru forvitin og jafnvel óviss um hvað eitthvað er eða hvað það þýðir og vilja vita meira. Hvernig svo sem barnið kemst í snertingu við efnið þá geta afleiðingarnar verið þær að þeim bregður, fyllast viðbjóði og/eða áhyggjum sem geta vakið upp ýmsar spurningar um kynlíf og sambönd.

Góðar ábendingar Hlustið á hvað þeim finnst og munið að ungt fólk notar netið öðruvísi en fullorðnir

1)

2) 3)

Deilið ykkar skoðunum og gildum án fordóma.

Fullvissið unglinginn um að hann geti alltaf leitað til ykkar með allar áhyggjur og spurningar og að eðlilegt sé að laðast að öðrum, vera forvitin um kynlíf og finnast eitthvað kynæsandi.

4)

Spjallið reglulega saman frekar en að reyna að segja allt í einu. Reynið að spjalla t.d. á meðan þið eruð að gera eitthvað saman; t.d. þegar þið eruð að vaska upp eða í bílnum á leið í skóla eða annað. Þetta getur auðveldað barninu samtalið þannig að því finnist það ekki undir þrýstingi að halda augnsambandi eða svara strax.

5)

Verið vakandi fyrir augnablikum þar sem eðlilegt getur verið að tala um tiltekið viðfangsefni, t.d. þegar þið heyrið eitthvað í lagatexta, sjónvarpsþætti eða sjáið frétt sem fjallar um efnið.

6)

Spyrjið spurninga sem hvetja til umræðna en yfirheyrið ekki. Stundum getur hjálpað að spyrja um vini unglingsins frekar en að spyrja beint um þeirra reynslu.

7) 8)

Ekki gera ráð fyrir að einungis strákar hafi séð klám.

Ef ykkur finnst óþægilegt að tala um klám byrjið þá á að tala um kynlífsvæðingu í fjölmiðlum, t.d. fræga einstaklinga, tímarit, sjónvarp og auglýsingar. Þið gætuð byrjað á að spyrja þau um hvernig tiltekinn listamaður er sýndur í vinsælu

Heimild: Childnet International. Online pornography (15. september 2019). Sótt af: www.childnet.com/parents-and-carers/hot-topics/online-pornography/children

tónlistarmyndbandi, t.d. „Hvað finnst þér um hvernig hún/hann er klædd(ur)? Af hverju heldurðu að þau hagi sér svona?“ O.s.frv. Umræður um klám eru tækifæri til að ræða hvað felst í heilbrigðu kynlífssambandi s.s. virðing, samskipti, gagnkvæm ánægja og samþykki.

9)

Ef þið komist að því að barnið ykkar hafi skoðað klám er mikilvægt að bregðast ekki of harkalega við. Ef þið reiðist gæti það komið í veg fyrir að þau leiti til ykkar ef eitthvað kemur fyrir þau á netinu. Betra er að tala saman af yfirvegun um það sem þau voru að skoða, t.d. ef þau snúa skjánum skyndilega undan eða loka tölvunni. Þá er hægt að spyrja hvað þau voru að skoða og af hverju þau halda að þú verðir reið(ur) við þau fyrir að skoða það? Þessar spurningar geta leitt ykkur að umræðum um efni sem hæfir aldri og hvernig klám getur haft neikvæðar afleiðingar á heilbrigð sambönd og að það sé sjaldnast raunsönn lýsing á kynlífi. Hægt er að finna efni um kynfræðslu á Kynfræðslutorginu sem er hluti af vef Menntamálstofnunar: www1.mms.is/kyn_torg og á vef Landlæknisembættisins sem hefur m.a. gefið út bæklinginn Kynlíf og unglingar.


018 – STAFRÆNT UPPELDI

NEI VIÐ NETEINEL Eitt það erfiðasta við neteinelti er hversu auðvelt er að dreifa efni á netinu. Gott er að hafa í huga að það sem fer einu sinni á netið getur mögulega verið þar um ókomna tíð. Þó svo þú eyðir efninu getur einhver annar verið búinn að vista það eða koma því í dreifingu. Neteinelti hefur í för með sér vanlíðan og óöryggi og hefur varanleg áhrif á þann sem fyrir því verður. Einnig eiga þeir sem leggja í einelti oft erfitt uppdráttar síðar meir. Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar og geta haft í för með sér sjálfskaðandi hegðun. Einelti getur verið dauðans alvara og því er mikilvægt að berjast gegn því. Birtingarmyndir neteineltis Þrátt fyrir að neteinelti sé viðtekið hugtak þá er fólk stundum ósammála um hvað það felur í sér. Oft er þó rauði þráðurinn svipaður og í annarri eineltisumræðu, valdaójafnvægi í samskiptum eða að áreitið er endurtekið eða sífellt. Aðrir notast við þá skýringu að tæknin sé notuð til að særa eða koma höggi á annan aðila og telja að þá þurfi ekki að vera um endurtekningu að ræða eins og í alvarlegri tilfellum þar sem birt er t.d. niðurlægjandi myndefni, viðhafðar eru alvarlegar hótanir o.s.frv. Enn aðrir telja að ekki þurfi heldur að vera til staðar valdaójafnvægi, eins og í „hefðbundnu” einelti, þar sem valdið getur færst hratt á milli einstaklinga á netinu.

Gerendur í eineltismálum barna og unglinga eru oftast einhverjir sem barnið þekkir úr skólanum eða vinahópnum en jafnvel bláókunnugt fólk getur hegðað sér með óviðeigandi hætti á netinu. Þá er óþægilegt og ógnvekjandi að vita stundum ekki hver er að áreita eða ógna þegar það er gert í skjóli nafnleyndar. Slíkt getur valdið mikilli vanlíðan. Til dæmis getur einelti falist í að dreifa slúðri eða afskræmdum myndum af þeim einstaklingi sem fyrir eineltinu verður eða að stofnaðir eru falskir prófílar í nafni viðkomandi. Neteinelti getur einnig birst í því að enginn vill vera vinur þolandans á samfélagsmiðlum, slæmt umtal á sér stað í lokuðum hópum og þá geta unglingar upplifað það sem einelti eða útilokun ef það gerist ítrekað að enginn „lækar” eða líkar við færslur þeirra og myndir á samfélagsmiðlum og ef þeir fá ekki að vera hluti af tilteknum hópum eða umræðum. Neteinelti getur einnig komið fram með hótunum. Viðbrögð Netið er þess eðlis að það sem þar birtist getur haft víðtæk áhrif og lifað lengi. Það gerir þolendum neteineltis erfitt fyrir. Stundum getur verið betra að svara ekki skilaboðum geranda og einnig er hægt að „blokka“ eða loka á skilaboð. Neteinelti og áreiti á netinu er hægt að tilkynna til ábyrgðaraðila vefsíðu eða samfélagsmiðla.

Flestir samskiptamiðlar bjóða upp á leiðir til að tilkynna neteinelti, hatursorðræðu, áreiti og ólöglegt efni. Einnig má tilkynna einelti í gegnum ábendingahnapp SAFT á vefsíðu SAFT (saft.is) og Barnaheilla (barnaheill.is). Ef eineltið er alvarlegt ber að tilkynna það til lögreglu. Einelti á netinu skilur alltaf eftir sig netslóð sem hægt er að vista sem sönnunargögn, til dæmis með því að taka skjáskot. Mikilvægt er að barnið upplýsi foreldra eða aðra fullorðna sem það treystir um eineltið svo hægt sé að grípa til aðgerða til að stöðva það. Einnig er hægt að hringja allan sólarhringinn í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, til að fá ráðgjöf og stuðning. Við berum öll ábyrgð Við berum öll ábyrgð á því sem við segjum og gerum á netinu. Myndirðu segja það sama og þú setur á netið augliti til auglitis? Deilir þú ,,fyndnum“ póstum sem aðrir hafa sett á netið, án þess að hugsa þig um? Getur verið að í einhverjum tilfellum sé efninu ætlað að særa eða stríða einhverjum? Þegar þú deilir, áframsendir eða kommentar getur þú verið að taka þátt í einelti. Taktu ábyrgð á því sem þú sendir frá þér og ekki deila hverju sem er. Ef þú verður var eða vör við eitthvað misjafnt á netinu skaltu tilkynna óviðeigandi hegðun eftir þar til gerðum leiðum. Oft á slæmt umtal og einelti sér stað


ELTI

019 – STAFRÆNT UPPELDI

án þess að sá sem fyrir því verður viti af því, t.d. í lokuðum hópum á netinu. Einnig getur þeim sem tekinn er fyrir verið úthýst úr tilteknum hópum og umræðum. Ef þú veist um einhvern sem líður illa vegna eineltis skaltu láta vita og segja frá. Einnig geturðu talað við þann sem fyrir áreitinu verður og aðstoðað. Slæm hegðun á netinu getur verið einn versti vitnisburður sem þú færð og getur haft áhrif á hvort þú landar til að mynda draumastarfinu eða ekki. Einföld leit á Google getur leitt ýmislegt í ljós og fæstir vinnuveitendur hafa áhuga á að ráða einhvern sem leggur í einelti. Mikilvægt er að vega og meta sífellt eigin hegðun á netinu og einnig að bregðast við ef við komum auga á eitthvað misjafnt. Sú hegðun sem líðst viðhelst en ef við í krafti fjöldans tökum afstöðu gegn tiltekinni hegðun eru minni líkur á að hún skjóti rótum.

Við þurfum að hjálpa börnum og unglingum að skilgreina málfrelsi og hvar línan liggur á milli þess að vera dónalegur eða ofbeldisfullur. Þetta þarf að gerast með samtali og samráði og mikilvægt er að vera góð fyrirmynd.

Meira um neteinelti í Handbók um einelti og vináttufærni – Forvarnir og viðbrögð, gefin út af Heimili og skóla árið 2017, skrifuð af Vöndu Sigurgeirsdóttur og Hrefnu Sigurjónsdóttur. Greinin er m.a. unnin upp úr þeirri handbók en texti er eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla og verkefnastjóra vakningarhluta SAFT.


020 – STAFRÆNT UPPELDI

HEFUR ÞÚ ÁHYGGJUR AF TÖLVUNOTKUN BARNSINS ÞÍNS? Margir foreldrar kalla eftir stöðluðum viðmiðum um tímamörk á snjalltækjanotkun út frá aldri barns. Ekki hefur tekist að sýna fram á að ein tímamörk séu réttari en önnur og einnig er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverju barni. Þá þarf að taka inn í myndina hvað börnin eru að gera. Eru þau að gera eitthvað skapandi, fræðast eða eiga uppbyggileg samskipti við vini og ættingja eða eru þau aðeins hlutlausir neytendur afþreyingar? Foreldrar þurfa að horfa á heildarmyndina og gátlistinn hér að neðan er hjálplegur þegar skoða á hvort barnið ver of miklum tíma við skjáinn. Gátlisti fyrir foreldra: √√ Stundar barnið námið vel? √√ Hittir barnið vini utan skóla (ekki á netinu)? √√ Er barnið virkt í íþróttum eða öðrum tómstundum? √√ Fær barnið nægan svefn, næringu og hreyfingu? √√ Er barnið sátt við að því séu settar skorður um tölvunotkun? √√ Hefur barnið í raun ánægju og gagn af tækjanotkuninni eða veldur hún kvíða, depurð eða skapsveiflum? √√ Felur barnið tölvunotkunina? √√ Hefur barnið aðeins aðgang að tölvuleikjum og samfélagsmiðlum sem hæfa aldri þess og þroska? √√ Veist þú hvað barnið er að gera í tölvunni?


021 – STAFRÆNT UPPELDI

FYRSTU SKREF Í HEIMI TÆKNINNAR Hvað er mikilvægast? Að vera með barninu þegar það lærir á miðlana Sýndu áhuga á því sem barnið er að gera eða segja frá og njóttu þess að horfa með því á sjónvarp og kvikmyndir og spila tölvuleiki. Sýndu barninu efni og leiki sem hæfa aldri þess og þroska. Ræddu líka um það sem gæti verið óþægilegt og hvað barnið getur gert ef það lendir í slíku.

Að vera upplýst um þjónustu, innihald, tækni og aldurstakmörk Kynntu þér öryggissíur og þjónustu sem lokar á óæskilegt efni. Athugaðu hvort aldurstakmarkanir séu á því sem barnið er að gera.

Að huga að notkunarreglum á heimilinu Skýrar og skiljanlegar reglur sem hæfa aldri barns gera barninu auðveldara að læra á mismunandi miðla og upplifa þá á jákvæðan hátt. Verið meðvituð um notkun barnsins, bæði hvað varðar innihald og tímalengd. Veljið síður, þjónustu, myndir og fleira sem ykkur finnst hæfa barninu. Prófið allt fyrst sjálf sem þið viljið að barnið hafi aðgang að og verið með því í fyrstu skiptin.

Að kenna barninu góðar netvenjur – þú ert þeirra helsta fyrirmynd Hvaða efni og upplýsingum má barnið deila? Ef þú spyrð um leyfi áður en þú deilir mynd eða myndbandi lærir barnið að gera hið sama. Hefur þín tækjanotkun áhrif á samveru fjölskyldunnar? Hvaða mynd gefur þú af þér á netinu? Börn taka eftir því sem þú segir og gerir, talaðu við barnið þitt um tækninotkunina og hjálpaðu því að velja góðar leiðir.


022 – STAFRÆNT UPPELDI

SAMVERA BARNA O MEÐ HJÁLP TÖLVUL Stundum er talað um tölvuleiki eins og þeir séu eingöngu hannaðir fyrir ákveðna aldurshópa. Það er leikir fyrir krakka og leikir fyrir fullorðna. Tölvuleikir geta hins vegar verið frábær tól fyrir alla aldurshópa til að skemmta sér í sameiningu. Sumir leikir hafa jafnvel uppeldislegt gildi. Við ákváðum því að taka saman nokkra leiki sem geta verið góðir fyrir börn og fullorðna til að spila saman. Sumir foreldrar eru eflaust óöruggir þegar kemur að tölvuleikjaspilun en í þeim tilfellum þá er langbest að fá krakkana til að kenna hinum fullorðnu á leikina eða læra á þá í sameiningu.

Super Mario maker 2 Super Mario maker 2 er leikur sem gengur út á að spilarar búa til sín eigin Mario-borð og spila borð sem aðrir hafa búið til. Foreldrar og börn geta átt saman gæðastundir við að hanna og búa til sín eigin borð. Leikurinn býður einnig upp á fjölspilunarmöguleika svo spilarar geta keppt sín á milli eða unnið saman við að vinna borð. Leikurinn er fáanlegur fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna.

Rocket league Rocket league er stórskemmtilegur leikur sem best er hægt að lýsa sem bílafótbolta. Leikurinn er mjög hraður og skemmtilegur og hægt er að spila í fjölspilun í gegnum netið eða í skiptum skjám á einu tæki. Mikill hraði er aðalsmerki leiksins og getur það tekið þau sem eru óvön að spila tölvuleiki smá tíma til að venjast stjórntækjum leiksins en það er þess virði því Rocket league er fáanlegur fyrir Nintendo Switch, PlayStation 4, Xbox One og PC tölvur.


023 – STAFRÆNT UPPELDI

A OG FULLORÐINNA ULEIKJA

Overcooked Overcooked er samvinnuleikur þar sem spilendur eru kokkar í eldhúsi og eiga að vinna saman að því að undirbúa pantanir svangra viðskiptavina. Fjórir geta spilað leikinn í einu og er hann því upplagður fyrir góða fjölskylduskemmtun. Overcooked er hægt að fá fyrir Nintendo Switch, PlayStation 4, Xbox One og PC tölvur.

Minecraft – creative mode Minecraft er tölvuleikur sem allir ættu að kannast við. Leikurinn kom út fyrst árið 2009 og hefur alla götur síðan notið gríðarlega vinsælda um allan heim. Við mælum sérstaklega með svokölluðu creative mode en þar geta spilendur byggt og skapað hin ótrúlegustu listaverk án þess að eiga í hættu að lenda í klónum á vondu köllunum. Fullorðnir og börn geta skemmt sér saman að búa til sköpunarverk sitt. Minecraft er hægt að fá á öll helstu kerfi sem spila tölvuleiki.


024 – STAFRÆNT UPPELDI

ára

+13

Þ

egar við fullorðna fólkið vorum að taka okkar fyrstu skref í að skrá okkur á samfélagsmiðla var landslagið einfaldara en í dag. Í upphafi var Myspace það heitasta en svo tók Facebook við og enn þann dag í dag er síðan einn vinsælasti samfélagsmiðill í heimi. Í dag eru hins vegar mun fleiri valkostir fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Við hjá SAFT fáum fjölmörg tækifæri til að spjalla við börn og unglinga um tæknina og höfum því ágætis yfirsýn yfir hvaða samfélasmiðlar eru vinsælastir. Við ákváðum því að taka saman það helsta sem unga fólkið hefur sagt okkur um eftirfarandi miðla.

Facebook

Eins og við flest könnumst við nennir ungt fólk ekki endilega að hanga þar sem foreldrar þeirra eru. Það á líka við um samfélagsmiðla. Facebook er miðill „gamla fólksins“ eins og unga fólkið orðar það við okkur. Ef þau eru með reikning á Facebook er hann sjaldan notaður og þá mestmegnis til að eiga í samskiptum við okkur sem eldri erum.

Á Íslandi er 13 ára aldurstakmark til þess að taka þátt í upplýsingasamfélaginu, nema með samþykki foreldra.

Á HVAÐA SAMFÉ ERU BÖRNIN OKK ára

+13 ára

+13 Instagram Miðað við það sem unga fólkið segir okkur þá er Instagram tvímælalaust vinsælasti miðillinn. „Ef þið viljið ná til ungs fólks þá verðið þið að vera á Instagram“ segja unglingar reglulega við okkur.

Snapchat Fyrir ári síðan leit út fyrir að Snapchat væri að detta úr tísku en nú hefur forritið aftur náð fótfestu meðal unglinga. Unglingar nota Snapchat aðallega til að eiga í samskiptum við vini sína og fjölskyldu. Mjög vinsælt er að viðhalda svokölluðum ,,streakum" en það er að fá viðurkenningu á að viðhalda samskiptum við aðra notendur miðilsins.


025 – STAFRÆNT UPPELDI

ára

+13

Twitter

ára

+13

Þegar við spyrjum hvort unglingar séu á Twitter þá er svarið iðulega „nei…. nema þá bara í kaldhæðni,“ þá eiga þau við að það sé gert meira upp á grín. Twitter kemur fast á hæla facebook sem miðill „gamla fólksins.”

TikTok

Mjög misjafnt er milli skóla hvort TikTok (gamli Musical.ly) er í notkun. Miðillinn virðist einna helst vinsæll hjá krökkum á miðstigi en minna á unglingastigi.

Miðað við hvað hlutinir breytast hratt í dag mun þessi grein úreldast á næstu mánuðum og aðrir miðlar, sem við höfum aldrei heyrt um, fanga hug unga fólksins. Við hvetjum foreldra til að ræða reglulega við börn sín um samfélagsmiðlanotkun þeirra og minna þau á að góð hegðun á netinu er jafn mikilvæg og góð hegðun annars staðar.

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

FÉLAGSMIÐLUM KKAR?


026 – STAFRÆNT UPPELDI

FORELDRASÁTTM HEIMILIS OG SKÓ

Markmið með Foreldrasáttmálanum eru:

Uppeldi og tækni Um leið og ný tækni felur í sér fullt af spennandi tækifærum, bæði í námi og einkalífi þá hefur hún líka í för með sér nýjar og/eða breyttar áskoranir fyrir bæði foreldra og börn. Það er mikilvægt fyrir foreldra að geta rætt við aðra foreldra um þau málefni sem helst brenna á þeim og þar er snjalltækjanotkun ekki undanskilin. Á fundi foreldra þar sem Foreldrasáttmálinn er ræddur gefst gott tækifæri fyrir foreldra til að spjalla saman, spegla sig í reynslu og viðhorfum annarra og sammælast um helstu viðmið.

Við erum sterkari saman Samstaða foreldra um helstu uppeldisleg gildi, góð samskipti og að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra er lykilatriði í að skapa góðan bekkjaranda, auka líkur á góðum og jákvæðum samskiptum og efla samstöðu meðal nemenda.

• Að vekja foreldra og forráðamenn til vitundar um mikilvægi þess að sýna börnum og unglingum umhyggju, virkan stuðning og setja þeim skýr mörk.

• Með undirskrift sáttmálans staðfesta foreldrar vilja sinn til að framfylgja þessum viðmiðum eftir því sem kostur er.

BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR

• Að skapa umræðugrundvöll meðal foreldra barna í bekkjardeildum og fá þá til að sameinast um ákveðin viðmið og hegðun, t.d. að virða aldurs-viðmið tölvuleikja, útivistartíma, vinna gegn einelti o.fl.

Verkefnastjóri Heimilis og skóla

Þau eru mörg viðfangsefnin sem foreldrar standa frammi fyrir í uppeldi barna og unglinga. Skólinn er stuðningsaðili foreldra í uppeldinu en samvinna foreldra barna í bekk eða árgangi er ekki síður mikilvæg því við erum jú öll hluti af því þorpi sem þarf til að ala upp barn. Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla er frábært verkfæri fyrir foreldra til þess að koma af stað umræðu um þær áskoranir sem við foreldrar stöndum frammi fyrir og setja heilbrigð mörk í uppeldi.


TMÁLI KÓLA

027 – STAFRÆNT UPPELDI


028 – STAFRÆNT UPPELDI

MUN HATRIÐ SIGRA?

Lýsa - Rokkhátíð samtalsins var haldin á Akureyri dagana 6. og 7. september 2019 sl. Heimili og skóli og SAFT stóðu fyrir málstofunni Mun hatrið sigra? Málstofan var hluti af Ekkert hatur verkefninu (Ekkert hatur - orðum fylgir ábyrgð eða No Hate Speech Movement). Því er beint gegn hatursorðræðu, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal fólks, kynna þau fyrir mikilvægi miðlalæsis, styðja þau í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Ekkert hatur verkefnið er stutt af Evrópuráðinu og mennta- og menningarmálaráðueyti.

Hvað er hatursorðræða? Markmið málstofunnar var að vekja fólk til umhugsunar og ræða saman um hvað hatursorðræða felur í sér, hvort hún sé vandamál og hvernig við vinnum gegn henni. Ekki eru allir alltaf á eitt sáttir um hvað hugtakið hatursorðræða inniber og þá m.a. með tilliti til málfrelsis og því vert að kafa betur í hvað við getum verið sammála um í þessu samhengi. Málstofan var vel sótt og vakti talverða athygli, meðal annars fjallaði fjölmiðillinn N4 um málstofuna og hatursorðræðu í innslagi sem má sjá á heimasíðu þeirra og á vefmiðlum SAFT og Heimilis og skóla.

Næstu skref Málstofan tekur um klukkustund og við teljum hana henta elstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum, til dæmis sem kennslustund eða kvöldfræðsla. Þau sem hafa áhuga á að fá málstofuna til sín geta haft samband við okkur í þjónustumiðstöð Heimilis og skóla í síma 516-0100 eða á netfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is og saft@saft.is


029 – STAFRÆNT UPPELDI

NETVÖRN VODAFONE Við hjá Vodafone bjóðum upp á örugga netvörn sem gerir þér sem foreldri kleift að stjórna og takmarka umferð heimilisins á vafasömum heimasíðum sem innihalda bæði fjárhættuspil og klámfengið efni. Nú vitum við öll að það getur verið erfitt að fylgjast með hvað börn eru að skoða á internetinu og oft og

tíðum vita börnin það ekki sjálf og fara ómeðvituð inn á heimasíðu sem inniheldur efni sem við viljum ekki að börnin okkar séu að skoða, þess vegna er netvörn Vodafone frábær þjónusta sem hvetjum foreldra að nýta sér.

VODAFONE SJÓNVARP Læsingar á myndlykli Í myndlykli Vodafone geta foreldrar sett inn PIN læsingu sem kemur í veg fyrir að hver sem er geti leigt sér efni sem ekki er ætlað yngstu kynslóðinni, einnig er hægt að læsa stöðvum eftir aldursstillingu sem er einstakt í sjónvarpsþjónustu á Íslandi.

Hægt er nýta þennan möguleika á ýmsa vegu: • • • •

Læsingarkóði Aldursstilling PIN áður en efni er spilað Leyfa kaup á áskriftum eða stökum viðburðum • PIN þegar skipt er um stöð • PIN í tímavél

Vodafone Sjónvarp er örugg og fjölskylduvæn þjónusta og við erum stolt af að geta boðið upp á slíkar lausnir sem stuðla að öruggri notkun.


030 – STAFRÆNT UPPELDI

PERSÓNUVERND BARNA Í STAFRÆNUM VER Í síbreytilegum heimi stafræns veruleika þar sem tækninni fleygir fram á ljóshraða verður sífellt flóknara fyrir foreldra að leiðbeina börnum sínum um allar hættur sem geta leynst í hyldýpum netsins. Tæknin færir okkur marga stórkostlega möguleika en á sama tíma verður ekki áréttað nægilega oft hversu mikilvægt er að standa vörð um grundvallarréttindi okkar til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. En af hverju er persónuvernd svona mikilvæg? Jú vegna þess að hún snertir nánast alla þætti dagslegs lífs okkar. Persónuupplýsingar eru orðnar einn helsti gjaldmiðill samfélagsins

og stafræn fótspor barna byrja að myndast jafnvel áður en þau fæðast. Foreldrar, börn og unglingar deila miklu magni persónuupplýsinga um sig sjálf og aðra með alheiminum á hverjum degi, oft án samþykkis. Mun auðveldara er orðið að misnota persónuupplýsingar sem getur haft alvarlegar langvarandi afleiðingar, m.a. í formi eineltis og ofbeldis. Ein ljósmynd send í kæruleysi getur umturnað lífi barns, jafnvel til framtíðar. Dæmi sýna að ungu fólki hefur verið hafnað um atvinnu eða draumaháskólann, allt vegna stafrænna fótspora þeirra, sem oftast verða til án þess að hugsað sé um mögulegar afleiðingar.

„Já, en allir hinir mega það“ Allir foreldrar þekkja áskorunina sem fylgir aldurstakmörkum. Á Íslandi er aldurstakmark fyrir þátttöku barna í upplýsingasamfélaginu 13 ár og þarf því samþykki foreldra fyrir þann tíma, t.d. á samfélagsmiðlum. Tæknifærni barna getur verið mikil og þau hafa hæfileika til að læra fljótt hvernig tækin og leikirnir virka. Þótt börn hafi kunnáttu til að nota hluti þýðir það hins vegar ekki endilega að þau hafi þroskann til að skilja til fulls hvað notkunin getur haft í för með sér. Enda er óraunhæft og ósanngjarnt að ætla þeim það, þau eru jú enn börn. Líklega myndi


031 – STAFRÆNT UPPELDI

D Shutterstock.com

ERULEIKA Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í Það er nauðsynlegt að við eigum samtal við börnin okkar um hvað persónuvernd er og af hverju hún skiptir í alvöru máli. Máltækið segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Foreldrar þurfa að standa saman, m.a. í að virða aldurstakmörk á netinu, því að það sem mitt barn gerir, getur haft áhrif á þitt barn.

Lögfræðingur og verkefnastjóri yfir málefnum barna hjá Persónuvernd

Þegar aldurstakmörk eru virt að vettugi er líklegt að sett sé mun meiri ábyrgð á barnið en það hefur þroska til að bera. Ef foreldri ætlar að veita samþykki sitt er nauðsynlegt að það hugi að því hvaða ábyrgð er verið að leggja á barnið og hvort foreldrið sé tilbúið að axla þá ábyrgð gagnvart barninu ef eitthvað fer úrskeiðis.

STEINUNN BIRNA MAGNÚSDÓTTIR

ekkert foreldri hleypa 14 ára gömlu barni undir stýri á Miklubrautinni bara af því að barnið lærði að keyra bíl í sveitinni hjá afa. Foreldrar vita að það er ekki nóg að kunna að keyra bílinn, það þarft að hafa þroskann til að meta ólíka umhverfisþætti og bregðast við ófyrirséðum hættum. „Já en ég fylgist vel með notkuninni“ og „ég treysti barninu“ heyrist oft í umræðum um leikjaog samfélagsmiðlanotkun barna undir aldri. En myndi sama foreldri beita þessum rökum með 14 ára barnið undir stýri á Miklubrautinni, að öllu væri óhætt því foreldrið sæti í farþegasætinu og fylgdist vel með? – varla. Þó að þú treystir barninu, treystir þú öllum hinum?


032 – STAFRÆNT UPPELDI

RAFÍÞRÓTTIR Á HRAÐRI UPPLEIÐ Á undanförnum misserum hafa rafíþróttir komið eins og stormsveipur inn á sjónarsvið íslensku íþróttahreyfingarinnar með stofnun Rafíþróttasamtakanna og Rafíþróttaskólans. Í kjölfarið hafa hin ýmsu íþróttafélög slegist í lið með hreyfingunni og stofnað rafíþróttadeildir auk þess sem sett hefur verið á laggirnar keppnisdeild undir merkjum Lenovo. Úr sitt hvorri áttinni Við fengum Ólaf Hrafn Steinarsson, formann Rafíþróttasamtakanna og Arnar Hólm Einarsson, yfirþjálfara Rafíþróttaskólans, til að veita okkur innsýn í vaxandi hreyfingu rafíþrótta hér á landi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á tölvuleikjum en segjast koma úr sitthvorri áttinni. „Ég vann í tölvuleikjaiðnaðinum í kringum rafíþróttir og kynntist þar hversu gríðarleg áhrif tölvuleikjaiðkun hefur á fjölda fólks og hversu félagslegt og uppbyggilegt samfélagið í kringum hana getur verið,“ segir Ólafur áhugasamur og Arnar bætir við: „Ég vann með börnum og ungmennum og fann hvernig sameiginlegur áhugi á tölvuleikjum efldi samskipti og félagsfærni hjá krökkunum. Þá stofnaði ég tölvuleikjaklúbb meðal krakkanna og deildi reynslu minni um jákvæðar hliðar tölvuleikjaspilunar í gegnum fyrirtæki mitt, Netveru.“ Þeir Ólafur og Arnar kynntust og í kjölfarið var Rafíþróttaskólinn stofnaður og Rafíþróttasamtökin hófu starfssemi sína.

Umræðan neikvæð Arnar segir að honum hafi leiðst hversu neikvæð umræðan er oft og tíðum um tölvuleiki en þeir leggi áherslu á að rafíþróttir séu byggðar á öðrum forsendum iðkunar. „Í grunninn eru rafíþróttir skipulögð keppni í tölvuleikjum en við tökum þetta skrefinu lengra og tölum um skipulagða iðkun sem hluta af rafíþróttum. Þú ert hluti af liði og ert að gera þetta á skipulagðan og heilbrigðan hátt,“ segir Ólafur ákveðinn. „Hugmyndafræðin snýst um að ná til krakkanna þegar þau eru yngri og ala þau upp í þessu umhverfi á eins heilbrigðan og félagslegan hátt og er í boði miðað við að spila tölvuleiki,“ segir Arnar og heldur áfram: „Það verða alltaf þeir sem ofnota þetta eða festast í þessu eins og hverju öðru en með því að búa til heilbrigðan strúktúr í kringum þetta þá erum við að sporna við þeirri óheilbrigðu notkun á tölvuleikjum.“ Æfingar tvisvar til þrisvar í viku Rafíþróttir snúast mikið um ástundunina en æfingar eru tvisvar til þrisvar í viku og í grunninn er sama umgjörð og í öðrum íþróttum, krakkarnir koma saman, tilheyra liði og hafa þjálfara sem er jákvæð fyrirmynd. „Uppbygging æfinga getur verið breytileg en jafnvægið og miðgildi æfingarinnar er heilbrigð blanda yfir tvo klukkutíma af líkamlegum æfingum, félagseflandi leikjum, markvissum æfingum inn í leiknum og svo spil,“ segir Ólafur og bætir við að kennslan taki einnig á þáttum sem snúa ekki beint að

leiknum sjálfum en skipta miklu máli, s.s. góð samskipti, að halda ró sinni og leysa ágreining á farsælan hátt. „Það öðlast enn meira vægi í þessu félagslega umhverfi þar sem krakkar geta ekki bara skráð sig út úr leiknum ef þeim líkar ekki eitthvað, þeir þurfa að sættast við liðsfélaga sína auk þess sem þjálfari er alltaf á staðnum, tilbúinn að gefa jákvæða endurgjöf,“ segir Ólafur enn fremur og Arnar bætir við að auk þess leggi þeir gríðarlega áherslu á gott netsiðferði: „Það er stórt skref fyrir marga. Að koma fram við fólk á netinu eins og þú kemur fram við fólk í alvörunni.“ Forvarnargildi Arnar og Ólafur eru handvissir um að rafíþróttir hafi forvarnargildi, enda sýni rannsóknir fram á forvarnargildi skipulegs hópastarfs og með því að setja tölvuleikjaspilun í form rafíþrótta hafi þeir enn meiri kraft til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri. „Umræðan um tölvuleikjaspilun hefur oft snúist um ofnotkun en ef barn er að sofa nóg, borða vel, sinna námi, öðrum áhugamálum og vinum er tíminn sem það eyðir í tölvuleiki líklega ekki vandamál,“ segir Arnar sannfærandi og Ólafur kinkar kolli og bætir við: „Of mikil tölvuleikjaspilun á sér stað þegar hún er farin að hafa neikvæð áhrif á líf manns, farin að hafa áhrif á persónuleg sambönd og getu til að sinna öðrum skyldum í lífinu. Það er þó mjög einstaklingsbundið hversu mikill tími er of mikill fyrir hvern og einn.“


033 – STAFRÆNT UPPELDI

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtakanna og Arnar Hólm Einarsson, yfirþjálfari Rafíþróttaskólans.

veiti þeim ánægju þó tölvuleikir hafi ekki verið aðaláhugamál foreldranna á sínum tíma. „Nú er öldin önnur. Einbeitum okkur frekar að því að segja: Ok, hvernig getum við gert þetta á eins góðan og jákvæðan hátt og mögulegt er.“ Nokkur góð ráð um heilbrigða tölvuleikjanotkun barna • Hvettu barnið til að bæta sig í tölvuleikjaspiluninni og hrósaðu fyrir árangur.

• Hvettu barnið til að spila með vinum sínum og vinna saman. Settu ramma utan um leikjaspilunina í samstarfi við foreldra vina barnsins þíns. • Bjóddu krökkum að koma og spila saman, og hvettu til samskipta í kringum leikinn. • Sýndu áhugamáli barnsins áhuga.

HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

Stuðningur foreldra skiptir öllu máli Ólafur og Arnar eru sammála um að mikilvægt sé að foreldrar viðurkenni rafíþróttir sem áhugamál barna sinna og sinni því eins og öðrum áhugamálum barna. „Ef ég fer á völlinn að horfa á stelpuna mína keppa í fótbolta, þá sinni ég líka stráknum mínum sem spilar tölvuleiki og fer á lan-mót og styð hann í því sem hann er að gera,“ segir Arnar og Ólafur bætir við að foreldrar verði að trúa börnunum sínum ef þau segi að tölvuleikir


034 – STAFRÆNT UPPELDI

EKKI VERA F fræðsluerindi hjá félagsmiðstöðum, grunnskólum og framhaldsskólum. Sólborg leggur áherslu á að tala við krakkana á jafningjagrundvelli og hún segir að krakkarnir hafa tekið mjög vel í fræðsluna. Fær fjölmörg skilaboð frá börnum Börn og unglingar eru mikið að senda Sólborgu myndir og skilaboð sem þau hafa fengið send til sín. „Sú yngsta sem hefur sent mér skilaboð er 11 ára en hún hafði fengið sendar óumbeðnar kynfæramyndir frá fullorðnum manni,” segir Sólborg alvarleg og bætir við að langflestar spurningar sem hún fái séu frá börnum á grunnskólaaldri en flestar sögur um ofbeldi komi frá ungu fólki á aldrinum 17–25 ára.

Instagram-síðan Fávitar hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir að draga fram kynferðislegt áreiti sem fólk og jafnvel börn verða fyrir á netinu. Við settumst niður og spjölluðum við umsjónarkonu síðunnar, Sólborgu Guðbrandsdóttur, um hvernig síðan Fávitar varð til og áhrifin sem síðan hefur haft. Kynferðisleg áreitni á netinu Fávitar var búin til að sænskri fyrirmynd en gamall grunnskólakennari Sólborgar benti henni á síðu sem heitir Assholes Online. „Markmið Fávita var að sýna hversu algengt það er að fólk sé að verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu og að vekja athygli að það er alvarlegt mál eins og annað kynferðislegt ofbeldi. Kynferðisleg

áreitni hefur viðgengist lengi á netinu og þau sem urðu fyrir henni þurftu bara að harka af sér, af því svona væri þetta bara. Því vildi ég breyta,” segir Sólborg ákveðin. Fávitasíðan hefur verið í loftinu á Instagram í þrjú ár og í dag fylgja rúmlega 23.000 manns síðunni. Sólborg sá aldrei fyrir sér að verkefnið yrði svona stórt og að hennar sögn lagði hún af stað í þetta ferðalag ekki með nein markmið, önnur en að vekja athygli á þessu stóra vandamáli. „Mér fóru að berast fjölmargar fyrirspurnir um að koma í skóla og halda fræðslu fyrir unglinga og að lokum ákvað ég að slá til,” segir hún hressilega en á undanförnum mánuðum hefur hún haldið um 50

Af hverju er verið að senda svona? Það spyrja sig eflaust margir af hverju menn sendi dónalegar myndir og skilaboð á aðra. Sólborg svarar því að rót sendinganna sé tvenns konar. „Misskilningur og valdabarátta. Annars vegar eru margir sem hafa aldrei verið gagnrýndir fyrir þessa hegðun og halda því að þetta sé í lagi og eðlilegt. Hins vegar eru aðilar þarna úti sem nota þetta sem kúgunartæki til að sýna hver ræður.”


035 – STAFRÆNT UPPELDI

A FÁVITI! Ekki refsa börnum fyrir að verða fyrir áreitni Sólborg segir að það sé allt of algengt að börnum sem verða fyrir áreitni á netinu sé refsað af foreldrum sínum fyrir skilaboðin eða myndinar sem þau hafa fengið send óumbeðin. „Þannig búum við til skömm hjá krökkunum sem á ekki rétt hjá sér þar sem þau eru fórnarlömbin. Það mikilvægasta sem við getum gert er að virkilega hlusta á krakkana okkar og vera tilbúin að ræða þessi mál við þá. Jafnvel að fyrra bragði þar sem mörgum börnum finnst erfitt að byrja þessar samræður við foreldra sína,” segir hún ákveðin og hvetur börn til að segja einhverjum sem þau treysta frá ef þau verða fyrir áreitni eða ofbeldi á netinu.

vondir einstaklingar heldur geta verið börn sem vita ekki betur. Við þurfum að kenna og fræða hvað sé eðlilegt í samskiptum og þar kemur kynfræðslan inn.” Sólborg hvetur stjórnvöld til að auka kynfræðslu í grunnskólum. Börnin séu að kalla

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla/SAFT

Mikilvægt er að foreldrar séu til staðar Aðspurð um hvað foreldrar geta gert ef börn þeirra eru að áreita aðra kynferðislega í gegnum netið svarar Sólborg: „Mikilvægt er að hlusta, spyrja og gagnrýna á uppbyggilegan hátt. Þeir sem áreita aðra kynferðislega eru endilega ekki

eftir því. „Það er okkar að svara eftirspurninni og aukin fræðsla getur komið í veg fyrir ofbeldi,” segir hún að lokum og hvetur foreldra til að kynna sér Fávita á www.instagram. com/favitar.


036 – STAFRÆNT UPPELDI

TÆKNI Í SKÓLASTAR Hefðbundið skólastarf hefur frá árdögum innihaldið mikinn bóklestur, vinnubókavinnu og lærdóm staðreynda. En tímarnir hafa breyst og nemendur okkar tileinka sér lærdóm með öðrum hætti í dag en fyrri kynslóðir. Það gera þeir með auknu aðgengi að upplýsingum með tilkomu tækni. Nám er að breytast frá því að muna allt sem lesið er, yfir í að vera flinkur að afla sér þeirrar þekkingar sem viðkomandi þarf hverju sinni. Endalausir möguleikar En skólarnir hafa breyst heldur hægar en flest annað í kringum okkur. Þar til núna. Tæknin opnar á endalausa möguleika í náminu. Fái nemandi hugmynd veitir eitt snjalltæki honum aðgang að myndavél, alls konar rafbókum tengdum hans áhugasviði, striga til að teikna eða mála á, ásamt eigin bókaútgáfu. Hann hefur aðgang að hljómsveit, upptökustúdíói, kvikmyndaveri og alls kyns heilaleikfimi. Hann getur ferðast um heiminn og út í geiminn. Hann getur hannað hvaðeina sem honum dettur í hug og gert frumgerðir af hönnuninni. Hann hefur aðgang að endalausri þekkingu sé forvitni hans vakin. Og

hann getur á aðgengilegan hátt skapað á fjölbreytta vegu. Tækni og sköpun Það hefur sem betur fer alltaf verið sköpun í námi okkar hérlendis. Við höfum t.d. haldið í verkgreinar eins og smíðar, textílmennt, myndlist og matreiðslu, sem víða var hætt að kenna erlendis en er núna að koma aftur ásamt fleiri verkgreinum undir heitinu „makerspace“ eða hönnunarsmiðjur. En með tækninni má taka sköpunina enn lengra. Annað samhengi með sýndarveruleika Það er frábært að nýta sér sýndarveruleika í kennslu. Sýndarveruleikinn setur námsefnið í allt annað samhengi. Það að vera staddur í flóttamannabúðum með jafnaldra sínum frá Sýrlandi, sem segir frá og sýnir sitt daglega líf í gegnum sýndarveruleika, er mun áhrifaríkara en að lesa tölfræði um flóttamenn af blaðsíðu í bók. Að geta ferðast um blóðrás líkamans eða séð inn í lungu reykingarmanns með sýndarveruleika er virkilega áhugavert.

Tækni getur stuðlað að jöfnuði Nám einstaklinga með námserfiðleika hefur breyst gríðarlega með tilkomu tækni. Bara það að geta nýtt sér talgervil til að hlusta á námsefni og að geta skilað verkefnum munnlega með raddupptökum í stað þess að skrifa á blað, jafnar gríðarlega það bil sem óneitanlega myndast milli einstaklinga með námserfiðleika og þeirra sem ekki kljást við slíkt. Þekking og ímyndunarafl nemenda með námserfiðleika er sannarlega ekki minna en annarra, en þau geta komið hvoru tveggja svo margfalt betur til skila með tækninni. Sjálfstraust nemenda með námserfiðleika eykst hratt og örugglega um leið og vanmáttur


037 – STAFRÆNT UPPELDI

sem einhæf notkun á blýanti og blaði getur valdið, minnkar. Þau standa frekar jafnfætis félögunum sínum og jafnvel framar á sumum sviðum, sem áður fengu ekki að njóta sín.

ÁLFHILDUR LEIFSDÓTTIR

Einstaklingsmiðað nám í raun Þegar þessar leiðir og margar fleiri eru nýttar með tækni erum við farin að tala um raunverulega einstaklingsmiðað nám hjá öllum nemendum. Tæknin er alls ekki í stöðugri notkun heldur eitt af mörgun verkfærum í náminu. Kennarar þurfa ekki að vera sérfræðingar í tækni, hins vegar ættu þeir að veita nemendum frelsi til að nýta hana. Því með tækninni verður námið eftirminnilegra.

Kennari og kennsluráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki

ARFI


038 – STAFRÆNT UPPELDI

HJÁLPARSÍMINN 1717 HÆGT ER AÐ HRINGJA OG TALA VIÐ RÁÐGJAFA HJÁLPARSÍMA RAUÐA KROSSINS Í SÍMA 1717 EÐA Á NETINU, 1717.IS

Hjálparsíminn er landsverkefni allra deilda Rauða krossins og er hluti af SAFT verkefninu. Einkunnarorð 1717 eru: hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem vilja ræða sín hjartans mál í trúnaði og nafnleysi við hlutlausan aðila í gegnum netið eða í síma. Gjaldfrjálst númer Hægt er að hringja og tala við ráðgjafa Hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 eða á netinu, 1717.is. Númerið er gjaldfrjálst úr öllum símum (líka þegar inneign er búin) og það birtist ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í númerið. Um 100 sjálfboðaliðar Rauða krossins starfa við Hjálparsímann. Vandræði á netinu Oft og tíðum getur þótt erfitt að ræða ýmis mál í fyrsta skipti en Hjálparsíminn er mikilvægt verkfæri til að aðstoða börn og foreldra við að takast á við skaðlegt efni og særandi samskipti á netinu. Með Hjálparsímanum gefst fólki kostur á að ræða við hlutlausan aðila og er honum ekkert óviðkomandi. Einnig er hægt að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni.

Vanlíðan er aldrei léttvæg Hjálparsíminn stendur reglulega fyrir átaksvikum þar sem 1717 er auglýst fyrir tiltekna hópa í samfélaginu. Til að mynda stóð Hjálparsíminn fyrir átakinu „Ég er ekki með unglingaveiki – mér líður bara illa“ og í kjölfar þess fjölgaði símtölum frá ungu fólki til muna sem hafa haldist til dagsins í dag. Með átakinu vildi Hjálparsíminn vekja athygli á því að stuðningur í nánasta umhverfi skiptir miklu máli fyrir góða geðheilsu. Vanlíðan er aldrei léttvæg; það að hafa einhvern til að tala við um líðan sína skiptir miklu máli, hvort sem það er einhver í okkar nánasta umhverfi eins og foreldrar, systkini og vinir eða kennarar, skólahjúkrunarfræðingar eða námsráðgjafar. Oft getur þó verið erfitt að ræða sumt við ofantalda aðila. Þá getur verið góð lausn að tala við Hjálparsímann 1717 þar sem hægt er að ræða við hlutlausan í trúnaði.


Skjáviðmið fyrir börn að 5 ára aldri

039 – STAFRÆNT UPPELDI

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.

Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu.

Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og einnig að skipuleggja skjálausar stundir saman.

Félagslegra samskipta Nægilegs svefns Heilbrigðs lífernis Samveru foreldra og barna

Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt að þeir hugi að eigin skjánotkun þegar þeir setja reglur um skjánotkun barna sinna.

Ungabörn (0-18 mánaða) Forðist allan skjátíma hjá börnum yngri en 18 mánaða. Hér er þó ekki átt við samskipti um vefinn við fjarstadda ættingja og vini. Skjárinn á aldrei að vera barnfóstra.

Ung börn (18 mánaða til 5 ára) Takmarka skal skjátíma, sérstaklega hjá yngstu börnunum. Börn þurfa athygli foreldra sinna, hugaðu að þinni eigin skjánotkun sem foreldri og fyrirmynd. Veldu vandað efni á móðurmáli barnsins og horfðu á það með barninu. Kynntu þér leiki og smáforrit sem barnið notar til að fullvissa þig um að þau hæfi aldri og þroska barnsins. Ræddu við barnið um það sem það sér og upplifir, m.a. til að örva málþroska. Gættu þess að hafa sjónvarpið ekki stöðugt í gangi, það grípur athygli og hefur neikvæð áhrif á eðlilega hreyfiþörf barnsins. Skjátæki á ekki að nota til að róa barnið, það þarf að læra að stjórna tilfinningum sínum. Skipuleggðu reglulegar skjálausar stundir með barninu. Skjárinn á aldrei að vera barnfóstra.

Ef þú telur skjánotkun barns vera komna út fyrir eðlileg mörk er hægt að leita til heilsugæslu.

Frekari upplýsingar: heilsuvera.is


Skjáviðmið fyrir börn 6-12 ára

040 – STAFRÆNT UPPELDI

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna. ·         Virtu aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla.

Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu.

síê¬ģß÷ŹíÆ÷ĨƳÆí폯Ĝģ«Âê¬íĶ¸ÂĖ«ƳĶÝĖíøŹ Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og einnig að skipuleggja skjálausar stundir saman.

Félagslegra samskipta Nægilegs svefns Heilbrigðs lífernis Samveru foreldra og barna

Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt að þeir hugi að eigin skjánotkun þegar þeir setja reglur um skjánotkun barna sinna.

Skólabörn (6-12 ára) Tryggja þarf börnum nægan svefn en börn á skólaaldri þurfa almennt um 10 klst. svefn. Góð regla er að hafa engin skjátæki í svefnherbergjum barna. Stuðlaðu að fjölbreyttri skjánotkun og lærdómstækifærum. Foreldrar eru fyrirmyndir og þurfa að huga að sinni eigin skjánotkun. Börnin fylgjast með og læra af þeim. Sýndu skjánotkun barnsins áhuga og ræddu við barnið um hana. Styrktu jákvæða skjánotkun með því að benda barninu á áhugavert og lærdómsríkt skjáefni og hrósaðu því fyrir fyrir uppbyggilega og hófstillta notkun skjátækja. Tryggja þarf skjálausar samverustundir fjölskyldu eins og t.d. við matarborðið. Kenndu barninu að ráðfæra sig við þig áður en það gefur upp persónuupplýsingar eins og nafn, síma, netfang, heimilisfang, lykilorð, skóla eða myndir. Virtu aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla. Gættu þess að hafa sjónvarpið eða önnur tæki ekki stöðugt í gangi, það truflar góð samskipti foreldra og barna. Frekari upplýsingar: heilsuvera.is Ef þú telur skjánotkun barns vera komna út fyrir eðlileg mörk er hægt að leita til heilsugæslu.


Skjáviðmið fyrir ungmenni 13-18 ára

041 – STAFRÆNT UPPELDI

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna. ·         Virtu aldurstakmörk leikja og samfélagsmiðla.

Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu.

síê¬ģß÷ŹíÆ÷ĨƳÆí폯Ĝģ«Âê¬íĶ¸ÂĖ«ƳĶÝĖíøŹ Foreldrar þurfa því að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og einnig að skipuleggja skjálausar stundir saman.

Félagslegra samskipta Nægilegs svefns Heilbrigðs lífernis Samveru foreldra og ungmenna

Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt að þeir hugi að eigin skjánotkun þegar þeir setja reglur um skjánotkun barna sinna.

Ungmenni (13-18 ára)

Umræðupunktar fyrir foreldra og ungmenni til að móta reglur um skjánotkun:

Unglingar þurfa 8-10 klukkustunda svefn á sólarhring og því þarf að tryggja að skjánotkun hafi ekki neikvæð áhrif á svefn eða aðrar grunnþarfir eins og hreyfingu, hreinlæti eða næringu.

Ef þú fengir að stjórna skjánotkun á heimilinu, hvernig væri henni háttað ?

Stillið tækin þannig að stöðugar tilkynningar berist ekki frá smáforritum til að minnka áreiti.

Hvað ertu að skoða í símanum eða tölvunni og hvenær ertu að skoða það? – Ertu að skoða þetta af því að þér leiðist eða ertu að leita að einhverju sérstöku?

Foreldrar eru fyrimyndir barna sinna þegar kemur að skjánotkun og þurfa að setja gott fordæmi. Mikilvægt er að foreldrar og ungmenni eigi samtal um skjánotkun og komi sér saman um reglur. Hver og einn þarf að skoða hjá sjálfum sér eigin skjánotkun og finna jafnvægi. Frekari upplýsingar: heilsuvera.is

Ef þú telur skjánotkun barns vera komna út fyrir eðlileg mörk er hægt að leita til heilsugæslu.

Finnst þér þú, foreldrar þínir eða vinir vera of mikið í símanum, spjaldtölvunni eða horfa mikið á sjónvarp?

Hvernig líður þér eftir að hafa verið lengi við skjáinn? Ertu að skoða símann á þínum forsendum eða vegna tilkynninga eða skilaboða? Hversu mikill tími fer í að skoða efni sem gagnast þér og hversu mikill tími fer í annað? Tekur síminn mikinn tíma frá þér sem þú gætir notað í annað?


042 – STAFRÆNT UPPELDI

HAND = HAVE A NICE DAY EININGAR ULEI DB L S NN KE

YSIC = WHY SHOULD I CARE FYEO = FOR YOUR EYES ONLY

Mörg börn og unglingar nú til dags nota ýmiss konar öpp og samskiptaforrit til að spjalla saman ýmist við vini eða fjölskyldu. Yfirleitt er þessi þjónusta gjaldfrjáls og þægileg í notkun og því vinsæl. Stundum eru bekkir með spjallhópa þar sem allir í bekknum geta lagt orð eða mynd í belg. Það getur verið frábær samskiptaleið en einnig eru hlutirnir stundum fljótir að fara úr böndunum og eitthvað sem átti að vera grín eða kaldhæðni kemst illa til skila auk þess sem sumir setja viljandi inn særandi myndir og skilaboð. Því er kjörið að velta fyrir sér hvers konar samskipti við viljum eiga í svona spjalli og setja niður nokkur viðmið um snjallspjall og netsamskipti í bekknum. Verum snjöll þegar við spjöllum!

Viðfangsefni: Samskipti. Markmið: Gera sáttmála um viðmið og hegðun í netspjalli. Markhópur: Miðstig og efsta stig grunnskóla. Stutt lýsing: Flest börn og unglingar notast við einhvers konar spjallforrit í tölvum og símum til að spjalla við fjölskyldu, vini og kunningja. Þetta kemur að miklu leyti í stað símaskilaboða, sms, sem kosta oftast peninga. Nemendur vinna sáttmála um hvað er gott og ásættanlegt og hvað ekki í svona spjalli þannig að öllum líði vel. Tími: 1-2 kennslustundir. Aðferð: Fyrst skrifa nemendur niður viðmið um snjallspjall upp á eigin spýtur, s.s. hver og einn og vinna síðan í hópum. Efniviður: Pennar, litir og blöð. Miðlalæsi: Finna má frekara efni um miðlalæsi o.fl. í handbókinni Börn og miðlanotkun sem gefin var út af Heimili og skóla og SAFT og unnin í samstarfi við Fjölmiðlanefnd.

Nemendur byrja að vinna hver og einn að því að skrifa niður viðmið um hvernig má eiga gott spjall á netinu. Biðjið nemendur að skrifa niður fimm viðmið um hvað má og má ekki gera þegar spjallað er á netinu. Útskýrið fyrir þeim að þetta snúist ekki um tæknilega eða hagnýta hluti heldur um siðferði og samskipti. Mikilvægt er að þeir vinni fyrst upp á eigin spýtur og ráðfæri sig ekki við hvorn annan. Næst vinna nemendur í hópum. Skiptið bekknum í fjögurra manna hópa. Hver hópur fær tvær stórar arkir og tússpenna. Á eina örk skrifa þeir hvað má ekki (#máekki) og á hina hvað má (#má). Næst eiga allir hóparnir að reyna að sammælast um þrjú viðmið sem nemendur vinna upp úr þeim sem þeir skrifuðu niður áður, hver og einn. Sem sagt þrjú viðmið um hvað má og þrjú viðmið um hvað má ekki. Auðvitað má skrifa niður fjögur eða fimm viðmið, ef nemendur vilja, en gott er ef hægt er að sammælast um alla vega þrjú. Fáið nemendur til að ræða fyrst viðmiðin og skrifa þau svo niður. Gætið þess að þeir skrifi nógu stórt og læsilega þannig að það sjáist vel þegar þeir sýna öðrum nemendum sín viðmið í skólastofunni.


043 – STAFRÆNT UPPELDI

POS = PARENTS ON SHOULDER EININGAR ULEI DB L S NN KE

BEG = BIG EVIL GRIN

S2PD = STUPID

SAFT - SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI

Hengið viðmið allra hópanna upp í skólastofunni. Nemendur ræða viðmiðin og velja þrjú viðmið sem þeim finnst mikilvægust. Einnig má biðja nemendur um að velja þrjú viðmið með því að haka við þau sem þeim finnst mikilvægust á hverju veggspjaldi. Hægt er að leiða umræðuna með því að spyrja spurninga sem geta hjálpað nemendum að gera viðmiðin hnitmiðaðri. Þegar þeir segja t.d. „Eiga gott spjall“, hvað eiga þeir við? Þýðir það að þú átt að segja fullt af bröndurum? Einnig er mikilvægt að láta nemendur koma fram með eigin hugmyndir að eins miklu leyti og hægt er. Viðmiðin eru þeirra, þeim er ekki þröngvað upp á þá. Mikilvægt er að nota stöðugt orðin viðmið, sáttmáli og siðferði. Þar sem nemendur útbúa viðmiðin sjálfir eru þau ekki reglur heldur sáttmáli. Spyrjið nemendur af og til hvort þeir fylgi þeim viðmiðum sem þeir settu sér sjálfir.

THIS

X

T BO

TEX

BEKKUR OG SKÓLI

U

YO ACE

PL

IN FO R IN

#MÁEKKI

1 2

#MÁ

1 2

3 4

5 6

3 4 5 6

Hægt er að fá veggspjöld í Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla og SAFT.

Frá árinu 1999 rak Evrópusambandið aðgerðaáætlun um örugga netnotkun sem kallaðist Safer Internet Action Plan, þeirri áætlun lauk árið 2014. Verkefnin voru færð yfir á nýja samgönguáætlun ESB (CEF – Connecting Europe Facility) sem gildir frá 2014-2020, undir formerkjunum Better Internet. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að öruggri notkun nets og annarra nýmiðla meðal barna og unglinga, m.a. með því að berjast gegn ólöglegu og óæskilegu efni og stuðla að vitundarvakningu um örugga netnotkun í samfélaginu. Áætluninni er skipt í fjórar meginaðgerðir: • • • •

Vernd barna gegn ólöglegu eða meiðandi efni á netinu. Aðgerðir gegn óæskilegu og meiðandi efni á netinu. Hvatningu til öruggara netumhverfis. Vakningarátak um jákvæða og örugga netnotkun.

Innan áætlunarinnar hafa verið sett af stað verkefni í 31 Evrópulandi. Verkefnin eru hluti af evrópsku samstarfsneti sem kallast INSAFE (www.saferinternet.org og www.betterinternetforkids.eu) og er samhæft af evrópska skólanetinu European Schoolnet. Heimili og skóli – landssamtök foreldra, hafa rekið vakningarátak um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október 2004 og eru samningsaðili verkefnisins en samstarfsaðilar eru Barnaheill og Ríkislögreglustjóri sem sjá um ábendingalínu og Rauði krossinn sem starfrækir hjálparsíma. Verkefnið, sem styrkt er af aðgerðaáætlun ESB um örugga netnotkun, og þremur ráðuneytum hefur frá upphafi gengið undir nafninu Samfélag, fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT. Markmið SAFT er að reka vakningarátak um örugga og jákvæða notkun nets og annarra nýmiðla meðal barna og unglinga, foreldra, kennara, upplýsingatækniiðnaðar, fjölmiðla og stjórnvalda. Viðfangsefni verkefnisins snúa að því að fræða og styðja börn og foreldra í að njóta netsins og nýrra miðla á jákvæðan og öruggan hátt. Einnig hafa skólastarfsmenn fengið fræðslu frá SAFT. Sérstök verkefnisstjórn átaksins er skipuð fulltrúum frá: ráðuneytum mennta- og menningarmála, samgöngu- og sveitarstjórna og velferðarráðuneyti, Háskóla Íslands, Barnaheillum, Fjölmiðlanefnd, Ríkislögreglustjóra, Rauða krossi Íslands, Persónuvernd auk verkefnisstjóra SAFT. Í baklandi verkefnisins sitja fulltrúar frá ýmsum hagsmunaaðilum, meðal annars frá: stjórnvöldum, úr viðskiptalífinu, frá rannsóknaraðilum og menntunarog forvarnaraðilum.


044 – STAFRÆNT UPPELDI

Profile for Vodafone Iceland

Stafrænt uppeldi  

Stafrænt uppeldi  

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded