Issuu on Google+

Tengslamarkþjálfun - virkaðu og njóttu lífsins

Þekkingarmiðstöðin Virkaðu - Drekavellir 26, 221 Hafnarfjörður - Sími 5542684 - www.virkadu.is - gudmundur.kristinsson@gmail.com


Tengslamarkþjálfun Tengslamarkþjálfun er sérhæfð markþjálfun til að hjálpa fólki við að upplifa aukin gæði í sínum samböndum. Tengslamarkþjálfun getur til dæmis hjálpað við að: ! setja sameiginleg markmið í sambandi ! skilja betur eðli sambandsins ! hjálpa aðilum að dafna í sambandi ! taka rómantík í sambandi á hærra stig ! vinna úr sorg vegna látins ástvinar Það er ekki nauðsynlegt að báðir aðilar sem eiga í sambandi fari í markþjálfun. Tengslamarkþjálfun aðstoðar fólk við að losa sig við sársaukafullar hugsanir og búa til pesónulega sýn á eigið samband. Allir geta þannig nýtt sér markþjálfun, jafnvel án þátttöku maka. Tengslamarkþjálfarar vinna með: ! ! ! !

fólki sem er ekki komið í samband aðilum sem hafa sögu um slæm sambönd þeim sem vilja læra hvað samband gerti gert þeim sem vilja djúp tengsl við aðila í framtíðinni

Tengslamarkþjálfi vinnur með báðum aðilum í að bæta samskipti, kennir hvernig á koma í veg fyrir átök og fer yfir marga aðra þætti sem geta hjálpað pörum í sambandi. Tengslamarkþjálfi aðstoðar heilbrigt og eðlilegt fólk til að vera virkara. Þeir geta: ! hjálpað þér að vita hvað þú vill fá út úr sambandi ! leitt þig út úr sársaukafullum málefnum ! skapað umhverfi til að þú getir rætt um ótta þinn hjálpað þér að uppgötvað þínar raunverulegu óskir. Ef þú ert með samskiptavandamál, gæti markþjálfari hjálpað þér að: ! hreinsa hugann ! fá annað sjónarhorn á málin ! að setja ný markmið

Er tengslamarkþjálfun meðferð? Tengslamarkþjálfun er ekki paraeða sálfræðimeðferð heldur hefðbundin markþjálfun. Ef sálfræðingar eru meðferðaraðilar, þá mætti segja að markþjálfun sé einkaþjálfun. Ef hins vegar um er að ræða persónuleg vandamál sem tengjast sálfræði eða geðsjúkdómum, er mælt með meðferð hjá fagaðilum. Þetta á einnig við, ef um er að ræða óuppgerð mál úr æsku. Markþjálfari mun þá vísa þér til geðlæknis eða sálfræðings sem sérhæfir sig í meðhöndlun slíkra mála. Ólíkt meðferð, þá er tengslamarkþjálfun sjaldan að fjalla um þína æsku eða uppeldi, en það getur samt hjálpað við að komast þangað sem þú ert á núna.

Getur tengslamarkþjálfun bjargað mínu sambandi? Tengslamarkþjálfun getur hjálpað við að takast á við vandamál í ástarsambandi, en er ekki ætlað að bjarga samböndum. Markþjálfun getur skýrt vandamál í sambandi og aðgreint hverju þú getur stjórnað og hverju þú getur ekki stjórnað. Markþjálfun getur dregið fram bjart ljós sem falið er í gremju og ótta sem þú hefur forðast. Jafnvel þótt bara annar aðilinn í sambandi ákveði að fara í markþjálfara og losni við andlegar þjáningar, gæti það haft góð áhrif á sambandið. Markþjálfun er góð fyrir flest sambönd, en staða í hverju sambandi er ólík, svo það er erfitt að segja hvort eða ekki, samband muni vaxa og dafna í gegnum ferlið við markþjálfun.

Er tengslamarkþjálfun ólík annarri markþjálfun? Sérhver markþjálfi er með sínar áherslur, en flestir markþjálfar geta hjálpað þér á mörgum sviðum. Tengslamarkþjálfi getur aðstoðað við að bæta samskipti í hjónabandi, sambandi, fjölskyldu eða vinasamböndum. Tengslamarkþjálfarar hafa yfirleitt reynslu fjölbreyttum sviðum, allt frá rómantísku sambandi til fjölskyldusamskipta og vináttutengsla. Ef þú ert ekki gift/ur, en langar að vera það, getur þú hringt í tengslamarkþjálfara. Ef þú ert að berjast endalaust við systur þína, getur tengslamarkþjálfi líklega aðstoðað þig. Ef fjöldskylda þín á erfitt með samskipti, getur tengslamarkþjálfi tekist á við það.

Getur markþjálfari hjálpað við að halda fjölskyldunni saman? Tengslamarkþjálfi getur aðstoðað fólk í sambandi við að fara í gegnum sársaukafull mál, en það þýðir ekki loforð um að "halda fjölskyldum saman." Markþjálfun opnar á lausnir á vandamálum í sambandi, ef aðilar eru opnir og tilbúnir að ræða málin. Til dæmis gæti það hjálpað einstaklingum að sjá hvaða hlutverk þeir eru að spila í sambandinu og hvaða málum þeir tengjast og hverjum ekki. Jafnvel þótt bara einn aðili í sambandi ákveði að fara í markþjálfun, þá getur sambandið milli meðlima lagast ef þar er opnað á sársaukafullar tilfinningar. Pör hafa gagn af markþjálfun, en hver fjölskylda er einstakt umhverfi, þar sem hver aðili hefur sína eigin áskoranir. Sumar fjölskyldur geta vaxið mikið í gegnum markþjálfun á sambandi foreldra á meðan aðrar gætu það ekki.


Virkadu - Tengslamarkthjalfun