Page 1

1. maĂ­


1. maí, baráttudagur verkalýðsins Blað VG og Vinstri grænna í Reykjavík, 1. maí 2019

3 Skrúðganga? Steinar Harðarsson 5 Aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga verður fylgt grimmt eftir Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur 8 Ísland með framsæknustu löndum varðandi réttindi vinnandi fólks Viðtal við Drífu Snædal 10 Fíllinn í hjúkrunarrýminu Þóra Magnea Magnúsdóttur 11 Atvinnulíf fyrir alla Steinunn Þóra Árnadóttir 12 Að læra íslensku skiptir öllu máli Viðtal við Mörwu Maríu Abuzaid Ritstjóri Björg Eva Erlendsdóttir Hönnun og umbrot Konsept

14 Uppreisn verkalýðsins gegn hinum bandaríska Thatcherisma Magnús Sveinn Helgason

Myndir Árni Torfason Prentun Guðjón Ó – vistvæna prentsmiðjan Útgefandi og ábyrgð Vinstri Græn og VG í Reykjavík Steinar Harðarson

/vinstrigraen

/vinstrigraen

@vinstrigraen


Skrúðganga? Steinar Harðarsson

hér í vinnunni einsog heitt kaffi, mjúka stóla, slysatryggingar og vinnuvernd? Hvaðan heldurðu að það komi? Hélstu að vinnuveitandi þinn hefði af hjartgæsku sinni ákveðið að veita þér öll lífsins gæði? Hélstu að fyrirtækið væri svo snortið af nærveru þinni og persónutöfrum að þeir hefðu séð sig knúna til að gera allt sem í sínu valdi væri til að veita þér allar lífsins unaðssemdir? Nei, löngu fyrir þinn tíma fór vinnandi fólk í kröfugöngur og krafðist og barðist fyrir þeim þægindum sem þú í dag kallar sjálfsögð.”

Í sjónvarpsþáttaseríunni Næturvaktin ber það við einn dag að félagarnir Ólafur Ragnar og Daníel standa einir vaktina. Stöðvarstjórinn, Georg Bjarnfreðarson, er í fríi og tekur þá þátt í kröfugöngunni 1. maí. Þegar hann kemur til baka á vinnustaðinn spyr Ólafur Ragnar hvort „ekki hafi verið gaman í skrúðgöngunni”? Georg bregst ókvæða við svo heimskulegri spurningu um skrúðgöngu. „Kröfuganga er allt annað. Það er þegar öreigar og vinnandi fólk sameinar krafta sína og krefst bættra kjara. Hvaðan heldur þú að þú hafir allt þetta fínerí sem þú hefur

Ekki veit ég hvort höfundur Næturvaktarinnar hefur með ræðu Georgs ætlað að gera lítið úr hugmyndum þeirra sem styðja verklýðsbaráttu dagsins eða sögu baráttunnar á síðustu öld. En ræða Georgs er algjörlega sannleikanum samkvæmt. Flestar félagslegar umbætur síðustu aldar eru skilgetið afkvæmi verkalýðsbaráttunnar. Sú barátta var í byrjun og fram eftir 20. öldinni háð með blóði, svita og tárum. Örsauðir menn lögðu líf sitt að veði við að reyna að halda lífi í fjölskyldum sínum og tryggja framtíð barna sinna. Og það er rétt hjá Georg Bjarnfreðarsyni: Gangan á 1. maí hefur aldrei verið skrúðganga. Í göngunni 1. maí sameinast vinnandi fólk um kröfur sínar, um sanngjörn laun fyrir vinnuframlag, um

3


Hélstu að fyrirtækið væri svo snortið af nærveru þinni og persónutöfrum að þeir hefðu séð sig knúna til að gera allt sem í sínu valdi væri til að veita þér allar lífsins unaðssemdir? Nei, löngu fyrir þinn tíma fór vinnandi fólk í kröfugöngur og krafðist og barðist fyrir þeim þægindum sem þú í dag kallar sjálfsögð.

félagslegt öryggi og réttlæti, um sanngjarnan skerf af þeim verðmætum sem samfélagið skapar. Í upphafi áttu þeir sem gengu kröfugöngu á hættu að verða fyrir árásum andsnúinna hópa, ofbeldi lögreglu eða jafnvel aðgerðum hersins. Mímörg dæmi eru um blóðsúthellingar úr þeirri baráttu og fjölmargir verkamenn hafa fallið í átökum við fjandsamlegt ríkisvald og óbilgjarna atvinnurekendur. Eitt dæmið er frá Svíþjóð, landinu sem var löngum fyrirheitna land þeirra sem þrá félagslegt réttlæti og jöfnuð. Í Ådalen 14. maí 1931 mótmælti vinnandi fólk verkfallsbrotum sem atvinnurekendur stóðu fyrir. Herinn var kallaður til. Fjórir í mótmælagöngunni og einn áhorfandi féllu þegar herinn hóf skothríð. Blóð, sviti og tár. Þeir sem í dag eru að hefja þáttöku sína á vinnumarkaðnum þekkja mögulega ekki þessa sögu, eða fleiri sögur um hatrammra baráttu fyrir eðlilegum og sjálfsögðum réttindum vinnandi fólks um allan heim, sögu um þrautseigju og fórnir þeirra sem lögðu allt undir í þessari baráttu fyrir réttlátara samfélagi, betri heimi. Úr sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar eru mörg dæmi: Nóvudeilan, Borðeyrardeilan, Gúttóslagurinn. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur nýfrjálshyggjan sótt að réttindum vinnandi fólks og reynt markvisst að draga úr samtakamætti og samstöðu þeirra sem lifa á því að selja vinnu sína. Verkalýðsbaráttan hefur því að miklu leiti snúist um að standa vörð um áunnin réttindi. Slík barátta er ekki nærri því eins gefandi og ánægjulega einsog baráttan fyrir betra lífi, betra samfélagi.

4

Á síðustu misserum hefur verið skipt um forystu í stórum, öflugum samtökum vinnandi fólks. Það er nýr forseti hjá ASÍ, nýr formaður VR, nýr formaður Eflingar og nýr formaður BSRB. Í málflutningi þessara foringja hefur kveðið við nýjan tón. Þar er ekki aðeins að finna kröfu um hærri laun til þeirra sem lægst hafa launin heldur líka um aukið félagslegt réttlæti, um húsnæði sem allir geti ráðið við hvort sem er til leigu eða eignar. Einnig kröfu um réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar, um jöfnuð með réttlátara skattkerfi. Kröfu um að þeir sem bera mest úr býtum leggi sanngjarnan skerf til samneyslunnar. Þetta er ánægjuleg breyting á stefnu og áherslum og kveikir von um réttlátara samfélag, samfélag sem hæfir siðuðu fólki. Nýjar áskoranir, sem fylgja sérstakri tengund af atvinnurekendum, eru að taka á félagslegum undirboðum. Félagsleg undirboð, sem helst bitna á erlendum starfsmönnum, eru smánarblettur á Íslensku atvinnulífi. Þann blett mun verkalýðshreyfingin og stjórnvöld í sameiningu hjálpast að við að þvo af samfélagi okkar. Við frágang kjarasamninga á dögunum sem aðilar vinnumarkaðarins kalla Lífskjarasamning birtist yfirlýsing frá ríkistjórninni um skattabreytingar í þágu láglaunafólks, barnabætur, fæðingarorlof, endurbætur í húsnæðismálum og fleiri mikilvæg atriði. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt hreyfingin grænt framboð og verkalýðshreyfingin leggja saman krafta sína þá er von um betra samfélag. Það sýnir reynslan. ◆


Aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga verður fylgt grimmt eftir Viðtal: Björg Eva Erlendsdóttir

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur íslensku verkalýðshreyfinguna hafa styrkt sig í sessi þennan vetur. Hún fagnar kjarasamningunum, þetta séu góðir samningar sem feli í sér allt aðra nálgun en áður hefur sést. Fjölmargar aðgerðir stjórnvalda verði til farsældar fyrir fólkið í landinu, jafnt á almenna markaðnum sem annars staðar. Nú eigi almenningur inni hlut í hagvexti sem kann að verða. Forsætisráðherra telur líka mjög jákvætt að stórir hópar á vinnumarkaði, eins og innflytjendur, sem áður hafi verið lítt sýnilegir, hafi orðið miklu sýnilegri í þjóðfélaginu, til dæmis í kringum baráttu Eflingar. Hvað kjarabætur öryrkja varðar, hafa verið eyrnamerktir fjármunir í umbætur á örorkukerfinu sem mikilvægt er að hægt sé að nýta sem fyrst.

5


En hvað gerðist, af hverju var svo mikil gagnrýni á stjórnvöld fyrst og hvað breytti andrúmsloftinu til betri vegar á lokametrunum? Ég er ekki alveg sammála forsendum spurningarinnar, því fyrsta eiginlega útspil ríkisstjórnarinnar voru tillögur átakshóps í húsnæðismálum, þar komu allir aðilar að borðinu, og var þeim tillögunum mjög vel tekið, enda eitt af því sem verkalýðshreyfingin hafði lagt hvað mesta áherslu á fyrir þessar kjaraviðræður. Áður höfðu fleiri aðgerðir verið kynntar, til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta og greiðslna úr Ábyrgðarsjóði launa og veruleg hækkun barnabóta sem við kynntum í desember. Útspil stjórnvalda í skattamálum, sem ég tel reyndar mjög gott því það felur í sér kerfisbreytingu á skattkerfinu í átt til aukins jöfnuðar, var gagnrýnt, meðal annars vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi sjá aukna lækkun skatta fyrir lægstu hópana. Breytingin sem varð á tillögunum frá því þær voru kynntar og þar til yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var lögð fram og

Forseti ASÍ fagnar samningnum og yfirlýsingu stjórnvalda en boðar mikið aðhald með útfærslunni, það sé ekki í boði að tefja uppfyllingu loforða með litlum skattalækkunum fyrst og svo stærri í lokin og svo vantar frumvörp. Verður erfitt að útfæra samningana og aðgerðir stjórnvalda svo verkalýðshreyfingin telji forsendur uppfylltar? Yfirlýsing ríkisstjórnar stendur eins og hún var gefin út á sínum tíma. Við munum fylgja henni mjög grimmt eftir með ýmsum frumvörpum sem varða réttarstöðu leigjenda, stöðu fólks á vinnumarkaði vegna félagslegra undirboða, sömuleiðis ákveðnum aðgerðum í tengslum við verðtrygginguna. Það verður unnið hratt að þessum málum. Síðan erum við með ákveðnar forsendur fyrir framlögum til húsnæðismála og skattkerfisbreytinga. Við ætlum að vinna hratt að þessu, en við höfum ekki lofað því að aðgerðirnar gangi hraðar en kveðið er á um í yfirlýsingunni. En við skoðum auðvitað leiðir og erum sveigjanleg með þær eftir því sem hægt er. Nú er verið að endurskoða hagspá fyrir fjárlög næsta árs og auðvitað þarf að taka tillit til hennar

Yfirlýsing stjórnvalda skiptir alla máli, líka þá sem eru í öðrum verkalýðsfélögum, á almenna markaðnum, opinbera markaðnum, líka fyrir öryrkja og aldraða, hvort sem litið er til skattamála eða húsnæðismála af því þetta eru almennar tillögur sem gagnast öllum í samfélaginu.

kynnt í ráðherrabústaðnum seint um kvöld, var að þar var búið að stilla tillögurnar af þannig að þær fólu í sér meiri skattalækkun fyrir lægstu hópa, en aðra hópa. Í þriðja lagi þá voru auðvitað ákveðnir þættir sem komu inn í þessi mál. Í fyrsta lagi voru nýjar tillögur um stuðning við fólk til húsnæðiskaupa en átakshópurinn var aðallega að gera tillögur um aukið framboð, ekki síst á leigumarkaði og uppbyggingu á félagslegu kerfi. Og hins vegar ákveðnar tillögur um að stíga skref í átt til afnáms verðtryggingar, sem verkalýðsforystan hafði líka lagt mikla áherslu á. Þannig að það bættust ákveðnir þættir inn eftir því sem þessu vatt fram.

6

í allri þessari áætlanagerð. Og þetta eru auðvitað mjög umfangsmiklar aðgerðir, alls 45 talsins. Fyrsta verk mitt eftir þessa kjarasamninga var að skipta þessum aðgerðum niður á viðkomandi ráðuneyti og tryggja mjög virkt aðhald hérna megin að þessu verði fylgt eftir.

Hvernig stendur verkalýðurinn á þessum degi 1. maí 2019, eftir þessa kjarasamninga og miðað við fyrri ár? Verkalýðsforystan hefur styrkt sig í sessi þennan vetur. Við höfum upplifað að hópar sem voru mjög ósýnilegir, til að mynda innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði, hafa orðið miklu sýnilegri í


þjóðfélaginu, til dæmis í kringum baráttu Eflingar, sem mér finnst mjög gott og jákvætt.

En hvað með öryrkja og aldraðra fá þeir eitthvað meira?

Þessir kjarasamningar fela í sér allt aðra nálgun en við höfum áður séð. Ég vona að þetta verði til farsældar fyrir fólkið í landinu því samningarnir fela í sér þau nýmæli að launafólk mun verða tryggð hlutdeild í hagvexti á mann.Og svo er auðvitað þátttaka stjórnvalda umfangsmeiri en við höfum áður séð og felur í sér mál sem ég myndi segja að skipti almenning máli, alveg sama hvort fólk er í þessum stéttarfélögum eða öðrum. Lenging fæðingarorlofs, breytingar á húsnæðismarkaði, skattkerfisbreytingar, þetta skiptir auðvitað máli fyrir okkur öll.

Það er svo að framfærsla þeirra er alltaf ákvörðuð í fjárlögum hvers árs. Og þar hafa niðurstöður kjarasamninga áhrif. En síðan hefur verið í gangi vinna á vegum félags og barnamálaráðherra. Hún hefur staðið yfir töluvert lengi, eins og kunnugt er, og snýst um tilraun til að breyta örorkukerfinu til hins betra. Það er búið að eyrnamerkja töluverða fjármuni í þetta verkefni, 2,9 milljarða á þessu ári og 4 milljarða á því næsta, sem ætlunin er að nýta í kjarabætur fyrir öryrkja. En það er ekkert launungarmál að ekki hefur náðst saman í þeim starfshópi sem félagsmálaráðherra hefur sett á laggirnar. Svo ég held að það líði að því að ríkisstjórnin þurfi að taka ákvörðun um hvernig eigi að nýta þessa fjármuni sem eru löngu eyrnamerktir í þessar umbætur.

Hvað með aðra samninga sem eftir standa, t.d. við iðnaðarmenn og háskólamenn? Ég fagna því að nú hafa kjarasamningar verið samþykktir. En það að þessir samningar hafi verið gerðir tekur auðvitað ekki samningsumboðið frá neinum öðrum. Það auðvitað blasir við. En yfirlýsing stjórnvalda skiptir alla máli, líka þá sem eru í öðrum verkalýðsfélögum, á almenna markaðnum, opinbera markaðnum, líka fyrir öryrkja og aldraða, hvort sem litið er til skattamála eða húsnæðismála af því þetta eru almennar tillögur sem gagnast öllum í samfélaginu. Lykiláhersla ríkisstjórnarinnar í tillögugerðinni var að aðgerðir stjórnvalda myndu helst gagnast tekjulægri hópum og barnafjölskyldum sem ég tel verulega mikilvægt.

Eitt það allra mikilvægasta er svo að allir taki höndum saman um að forsendur kjarasamninganna standist. Þar hafa ríki og sveitarfélög gefið skýrar yfirlýsingar um að gjaldskrár þeirra muni ekki hækka umfram verðbólgumarkmið, en það er miklvægt að fyrirtæki á markaði taki þátt í því að varðveita verðstöðugleika, því það skiptir allan almenning máli og getur haft mikil áhrif á kjör fólksins í landinu. ◆

7


Ísland með framsæknustu löndum varðandi réttindi vinnandi fólks Viðtal: Björg Eva Erlendsdóttir

Drífa Snædal forseti ASÍ, fagnar samningum en boðar kröftugt aðhald með stjórnvöldum til að tryggja að staðið verði við loforð lífskjarasamninganna. Forsetinn segir erlenda verkalýðsforystu standa á gati af undrun yfir þeim mikla árangri sem náðist í samningum við stjórnvöld hér á landi.

Forseti ASÍ rekur sögu kjarasamninganna sem samþykktir voru fyrir nokkrum dögum. Eitt útspil ríkisstjórnarinnar var um skattamálin, en aðkoma ríkisstjórnar á forsögu frá síðasta hausti. Húsnæðismálahópur hafði verið starfandi og hópur gegn félagslegum undirboðum og báðir hópar höfðu skilað mjög fínum tillögum í samráði við okkur. En svo hékk allt á skattamálunum, því við vildum vinda ofan af stóru skattatilfærslunni, skerðingu á barnabótum, vaxtabótum og skattbreytingum sem hafa aukið skattbyrði á þá tekjulægstu umfram þá tekjuhæstu. Tilboð um flata skattalækkun, og sömu krónutölu á alla, gátum við alls ekki sætt okkur við. Við

8

vildum hátekjuskatt, við vildum sanngirnisskatt, skattkerfi sem þyrfti ekki að vera einfalt, en sanngjarn. Tilboðið var út úr kú og fólk var móðgað.

Hvað sneri stemningunni? VVið höfðum væntingar um 15 þúsund króna skattalækkun til lægstu hópana og svo togast þetta á, samfélagið lýsir reiði, við lýsum reiði og svo verður allt vitlaust. Niðurstaðan verður svo sú að inn í pakka stjórnvalda kemur skattalækkun upp á tíu þúsund til þeirra lægstlaunuðu. En skattamálin eru líka það sem getur farið úrskeiðis í þessu. Nú erum við að þrýsta á útfærslur, því lækkuninni má ekki smyrja á þrenn áramót það er ekki í boði hjá okkur. Við finnum á stórfundum

hjá Eflingu og VR að þetta vill fólk vita. Hvað fæ ég í skattalækkun? Hvernig breytist skattkerfið í pakka stjórnvalda? Fólki hefur sviðið ósanngirnin. Við pressum á að fá að sjá útfærsluna, á því hvernig lægsti hópurinn fær tíu þúsund krónurnar í skattalækkun, annars kemur bakslag. Það er skýrt að við erum að semja um minni krónutöluhækkanir með í huga að skattalækkanir komi á móti. Og alls ekki þúsund núna og þúsund næst og áttaþúsund árið 2021. Þá hafa stjórnvöld ekki staðið við sitt. Það eru forsenduákvæði í hvernig hægt að segja upp samningum. Þá vörn höfum við og almennt verður allt vitlaust. Andi viðræðna var þannig. En aðstæður voru sérstakar. Það lá á að semja vegna


Stéttarfélög á Íslandi hafa meiri slagkraft en í nágrannalöndunum en þar sem er sótt er að þeim. Hér stöndum við sterkari, með almennari aðild að stéttarfélögum og ég tala nú ekki um með reynslumiklu fólki ásamt endunýjaðri forystu sem gerir kröfur og er tilbúin til að láta sverfa til stáls.

gjaldþrots Wow Air. Enginn vildi óvissuna áfram. Þessvegna var ekki pressað meira á endanlega útfærslu strax. Það eru annars rosalega mörg atriði sem þarf að hafa aðhald með, sum eru þó komin, en önnur eru í smíðum þingsins. Við höfum listað þau upp í samtali við stjórnvöld. Skattamál, húsnæðismál, fyrstu kaup, atriði sem varða okkar félagsmenn miklu eins og að auka refsingar fyrir launaþjófnað. Það frumvarp er ekki tilbúið. Breyting á leigulögum, að viðurkennt sé að leigutakar standi hallari fæti en leigusalar. Sett sé á leigubremsa og réttarstaða leigjenda tryggð. Þetta er risastórt mál og líka kennitöluflakk og keðjuábyrgð og önnur atriði sem gera vinnumarkaðinn sanngjarnari.

Bjóstu við því að samningar tækjust? Nei, ég bjóst ekki við að svona mörg félög myndu semja saman og hafði stórar efasemdir um að þetta myndi nást, án mikilla átaka, sem var gleðilegt. Innan ASÍ semja félögin hvert fyrir sig, en verkefni ASÍ voru svo samskipti við stjórnvöld. Og stjórnvaldspakkinn þurfti að vera umtalsverður og því var

alltaf haldið til haga að hann væri um mörg réttlætismál. Ekki bara um krónur og aura. Það tókst vel að fanga. Og það er gaman að segja frá árangrinum. Erlendir kollegar standa alveg á gati yfir því hvað við höfum náð miklum árangri í samningum við stjórnvöld.

veikari en hér. Við gerum meira tilkall og höfum betri slagkraft. Tala nú ekki um eftir ákveðna endurnýjun í verkalýðsforystunni. Hún er áberandi, hún gerir háværari kröfur og er tilbúnari til að sverfa til stáls.

Hvað er ykkur hrósað fyrir. Er þetta grunnur að breyttu samfélagi? Þetta er ágætis byrjun, við fengum ekki allt sem við vildum í skattamálum. Sem er stóra jöfnunartækið. En við fengum mörg góð réttlætismál í gegn og vörn fyrir vinanndi fólk á húsnæðismarkaði.

Nú næst ekki alltaf mikið, jafnvel þótt vinstri stjórnir séu við völd, var til bóta að ríkisstjórnin væri svona breið? Það er aldrei til bóta að vera með kapítalista í fjármálaráðuneytinu. En það er til bóta að vera með fólk með vinstri hugsjónir inn í ríkisstjórn. En þetta er flókið vegna þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Með vinstri stjórn eru gerðar kröfur um meira samstarf við stjórnvöld. En svo er önnur menning í stjórnmálum hér. Verkalýðsfélögin eru allstaðar

Fyrir að hafa þor og dug til að sækja fram gagnvart ríkinu. Það er dapurt í nágrannalöndum að aðild að stéttarfélögum er að hríðlækka og það hefur verið höggvið inn í vinnulöggjöfina hressilega, einkum og sér í lagi á Norðurlöndum. Í Finnlandi hafa verið skertir almennir frídagar og þrisvar verkföll gegn stjórnvöldum á nýafstöðnu kjörtímabili. Nýji stjórnarsáttmálinn í Svíþjóð kveður beinlínis á um skert réttindi vinnandi fólks í uppsagnarfresti. Þannig er því varnarbarátta í Skandinavíu frekar en sókn og þetta gildir líka um Noreg og Danmörku. Við vorum kannski ekki komin jafn langt og þessi lönd, en núna stefnum við í rétta átt ólíkt þeim og mjög mörgum öðrum löndum. Við erum eitt af framsæknu löndunum í réttindum vinnandi fólks. ◆

9


Fíllinn í hjúkrunarrýminu Þóra Magnea Magnúsdóttur

Þegar ég var beðin um að skrifa þessa grein sagði ég já fljótt og örugglega, taldi tímann nægan og viðfangsefnið áhugavert. Það sem ég ekki vissi þá var að ég myndi verja næstu dögum inni á hjúkrunarheimili með ömmu minni sem hafði lærbrotnað. Amma var búin að lifa lengi og gott betur en það. Hún kvaddi svo lífið og okkur þann 18. apríl sl. Ævi ömmu minnar einkenndist af fátækt og mikilli vinnu. Ein hennar fyrsta minning var þegar hún stóð uppi á kassa í Flatey á Breiðafirði – hreppsómaginn – boðin upp lægstbjóðanda. Hún var svo komin í kaupavinnu 15 ára, vann mörg ár í fiski og undir restina þvoði hún m.a. dúkana sem fína fólkið borðaði við á einum aðal veitingastað þess tíma. Líf ömmu var ekkert einsdæmi og enn í dag vinnur fólk langa og stranga vinnudaga til að eiga í sig og á. Réttinn til lífsins eigum við öll að að eiga – skuldlaust. Og innan þess réttar – lífsréttarins – á heilbrigðisþjónusta fyrir okkur öll að rúmast. Engu máli skiptir hvernig og hvar við fæðumst í þennan heim. Slík mannréttindi ætti varla að þurfa ræða svo sjálfsögð eru þau. Amma mín hefði aldrei haft efni á að kaupa sér heilbrigðisþjónustu, launin hennar dugðu rétt til að eiga í sig og á. Síðustu dagana naut hún góðrar umönnunar dásamlegs fólks, fólks sem sinnti henni að slíkri natni að orð fá vart lýst. Ein stór heild fólks; ófaglært starfsfólk, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, prestur og læknir. Þessi heild samanstóð af hópi kvenna fyrir utan einn starfsmann – það var karlmaður sem gaf út dánarvottorðið. Á grunni nýrrar Heilbrigðisstefnu hefur heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir ákveðið að setja tiltekin verkefni í forgang. Eitt þessara verkefna er heilbrigðisþjónusta aldraðra og fjölgun hjúkrunarrýma. Á framkvæmdaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir að hjúkrunarrýmum fjölgi um 790. En hver á að vinna á þessum hjúkrunarheimilum,

10

gæti einhver þá spurt. Slík spurning á fyllilega rétt á sér. Með það í huga er vert að nefna að til stendur að vinna sérstaka mannaflaspá fyrir heilbrigðiskerfið. Í áðurnefndri Heilbrigðisstefnu er einmitt sérstaklega komið inn á verkefni er snúa að mönnun heilbrigðiskerfisins; t.d. hvernig megi fjölga hjúkrunarfræðingum og bæta starfsskilyrði þeirra. Starfsfólk sem vinnur innan heilbrigðiskerfisins er að stærstum hluta konur og þá staðreynd þarf að ávarpa – hvernig bætum við laun og starfsskilyrði kvenna? Þær eru sterkustu stoðir ,,hjúkrunarrýmanna”, án þeirra verður ekkert byggt. Verum óhrædd við að ávarpa þessa staðreynd – sérstaklega í dag, á baráttudegi verkalýðsins. Að tala um jöfnuð innan heilbrigðiskerfisins helst í hendur við þá staðreynd að bæta þarf kjör umönnunarstétta. Þorum að tala um margumræddan fíl, þennan sem stendur inni í miðju hjúkrunarrýminu. Þannig opinberum við virðingu okkar fyrir þeim sem hafa gengið þessi spor, sem við göngum í dag. Berum virðingu fyrir fólki eins og ömmu minni, slitnu verkakonunni sem vann baki brotnu allt frá barnsaldri. En sjáum einnig til þess að konur okkar tíma þurfi ekki að fórna heilsunni til ,,að lifa”. Hugsum vel um fólkið sem hugsar um okkar fólk. Berum virðingu fyrir konunum sem bera virðingu fyrir okkar fólki. Útrýmum fílnum úr hjúkrunarýminu! ◆ Til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarmaður í VG í Reykjavík, kennari og MA í uppeldis- og menntunarfræðum.


Atvinnulíf fyrir alla Steinunn Þóra Árnadóttir

Undanfarin ár hefur mikil umræða farið fram um mikilvægi þess að bæta kjör öryrkja. Margir starfshópar hafa verið skipaðir, ýmsum tillögum verið skilað til ráðherra en fáar breytingar hafa komið til framkvæmdar. Sumir halda því fram að nauðsynlegt sé að taka upp starfsgetumat, aðrir segja að það megi alls ekki gera. Í mínum huga er það aukaatriði hvað breytt almannatryggingakerfi kallast en inntakið það sem öllu máli skiptir. Í löndunum í kring um okkur hafa verið gerðar ýmsar breytingar á velferðarkerfunum. Sumar hafa orðið til þess að skerða réttindi og fjárhagslegt öryggi fólks en aðrar hafa virkað styðjandi fyrir atvinnuþátttöku. Samráðshópur um breytt framfærslukerfi almannatrygginga hefur leitað fyrirmynda í því sem vel hefur tekist. Samfélagsbreytingar, þar sem sálrænir erfiðleikar og kvíði fara vaxandi og framfarir í læknisvísindum þar sem fleiri lifa af en glíma við langvinna sjúkdóma, gera það að verkum að fjöldi fólks hefur skerta starfsgetu. Fyrir vikið er mikilvægt að endurskoða uppbyggingu öryggisnets okkar – ekki til þess að spara fjármuni heldur til þess að styðja fólk í að sjá fyrir sér eftir getu og vera virkt í samfélaginu. Markmiðið er að skapa fólki með skerta starfsgetu skilyrði til að framfleyta sér með tekjum en njóta nauðsynlegra og viðeigandi greiðslna og stuðnings hins opinbera á móti. Að hverfa frá krónu á móti krónu skerðingum er þáttur í því. Efla þarf hvers kyns endurhæfingu, bæði líkamlega og andlega, en ekki síður starfstengda, svo fólk haldist virkt á vinnumarkaði því sjálfu og þar með samfélaginu öllu til hagsbóta. Mikilvægt er að nám geti verið þáttur í endurhæfingu fólks. Breytingar sem þessar munu ekki eiga sér ekki stað á einni nóttu en þegar hafa 4 milljarðar verið teknir frá til að setja inn í bætt almannatryggingakerfi. Að auki tel ég að hækka

þurfi framfærslugrunninn svo þau sem reiða sig alfarið á greiðslur almannatrygginga geti lifað mannsæmandi lífi. Til að svona kerfisbreyting virki þarf viðhorf atvinnurekenda að breytast og vilji að vera til þess að ráða fólk í vinnu þó það geti ekki unnið fullan vinnudag. Án vilja atvinnulífsins til að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu er til lítils að gera breytingar á almannatryggingakerfinu sem styðja við atvinnuþátttöku. Á baráttudegi verkalýðsins er það sjálfsögð krafa að stjórnvöld og atvinnurekendur taki höndum saman um að tryggja hlutastörf, innleiða kerfi sem styður við atvinnuþátttöku og þétta um leið öryggisnetið fyrir þau sem ekki geta unnið. ◆ Höfundur er þingmaður VG.

11


Að læra íslensku skiptir öllu máli Viðtal: Rósa Björg Þorsteinsdóttir.

Marwa María Abuzaid er 32 ára gömul kona frá Gaza í Palestínu. Hún kom til Íslands árið 2014 sem flóttamaður og segist vera ein af þeim heppnu að komast frá Gaza. Marwa sá enga framtíð fyrir sig og drengina sína í Gaza en hún á tvo drengi sem eru níu og ellefu ára gamlir. Hún náði þeim til Íslands hálfu ári eftir að hún kom hingað með dyggri aðstoð Rauða krossins og félagsins Ísland – Palestína. Í dag eru Marwa María og drengirnir hennar orðnir íslenskir ríkisborgarar eftir mikla vinnu og þrautseigju við að komast inn í íslenskt samfélag.

12


Hvernig var að koma til Íslands? Það var mjög erfitt. Allt var svo mikið öðruvísi, maturinn, fólkið, veðurfarið og vatnið það var svo skrýtin lykt af vatninu. Það var erfitt að kynnast fólki. Íslendingar eru frekar lokaðir, einnig var erfitt að fá vinnu og húsnæði. Fyrst þegar ég kom bjó ég á gistiheimili og fékk fjárhagslegan stuðning frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Ég fór strax á námskeið í íslensku, en ég lærði ekkert til að byrja með. Hugur minn var í Palestínu hjá strákunum mínum og andlega var ég algjörlega þar. Það er skrýtið að hugsa tilbaka um þetta núna því ég man ekkert hvað ég var að læra á þessu námskeiði.

til að læra íslensku það hjálpar til við að opna dyr inn í samfélagið. Maður þarf að læra hvernig við getum lifað á Norðurlöndunum til að draga úr menningarárekstrum. Mér finnst gott að taka það góða úr íslenskri menningu og bæta við þá menningu sem ég kem úr, það er nauðsynlegt til að geta öðlast frið og lifað friðsömu og góðu lífi.

Ef þú gætir skipulagt mótttöku útlendinga sem koma hingað, hvað myndir þú leggja áherslu á?

Ég áttaði mig fljótlega á því hvað tengsl á milli fólks skipta miklu máli hér. Ísland er lítið land og maður þekkir mann og þannig komast margir áfram hér. Þessvegna er það mjög erfitt fyrir útlendinga að komast inn í samfélagið, það tekur langan tíma því það er erfitt að kynnast fólki.

Ég myndi leggja áherslu á meiri og betri íslenskukennslu, einnig myndi ég vilja sjá öflugra stuðningskerfi fyrir þá sem koma hingað úr erfiðum aðstæðum. Ég myndi vilja sjá að þessar fjölskyldur eða einstaklingar fái umsjónarmann sem fylgir þeim eftir og styður þau allavega fyrstu tvö árin hér, eitt ár dugar ekki fyrir alla, það þarf að taka tillit til fyrri aðstæðna hjá þessu fólki. Margir koma frá stríðshrjáðum löndum þar sem engin tækifæri hafa verið til að lifa mannsæmandi lífi.

Það skiptir miklu máli að fá vinnu með fólki sem talar íslensku. Þá lærir þú fljótt tungumálið og byrjar smátt og smátt að skilja menninguna. Þegar þú hefur náð tökum á tungumálinu þá ertu orðin færari um að velja það sem hentar þér og þannig kemstu áfram. Arabísk menning er mjög ólík íslenskri menningu og þú getur ekki svo auðveldlega lesið í menninguna þegar þú kemur frá svo ólíkri menningu. Þessvegna er svo mikilvægt að ná tökum á tungumálinu og fá tækifæri til að kynnast Íslendingum. Fólk sem kemur hingað þarf að fá tækifæri

Ég myndi vilja sjá starfskynningar fyrir þá sem koma frá ólíkum menningarheimum þar sem fólk hefur t.d. ekki haft tækifæri á að vinna neitt vegna erfiðra aðstæðna. Þetta fólk þarf að fá tækifæri til að læra að vinna á Íslandi, einnig þarf að styðja það til að taka þátt í félagsstarfi s.s. íþróttafélögum, kvenfélögum og öðru félagsstarfi sem til er. Einnig myndi ég vilja leggja áherslu á að hjálpa fólki til að fá vinnu við það sem það hefur áhuga á og getu til að gera. Það er sorglegt að sjá að jafnvel vel menntað fólk sem kemur hingað fær

ekkert að gera annað en að skúra eða að vinna við önnur láglaunastörf. Þetta finnst mér vera sóun á mannauði. Ég myndi efla íslenskukennslu og annan námsstuðning fyrir nemendur á öllum skólastigum. Það þarf að mennta kennara betur til að þeir viti hvernig best er að kenna tvítyngdum nemendum, mjög oft sitja þessir nemendur í kennslustund og skilja lítið sem ekkert í því sem fram fer.

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Ég myndi óska þess að Íslendingar væru aðeins opnari og gæfu okkur sem komum frá öðrum menningarheimum tækifæri til að kynnast þeim betur. Það myndi auðvelda aðlögun að samfélaginu og gera það að verkum að við myndum vera fljótari að læra íslensku og læra á íslenska menningu og skilja hana betur. Einnig þurfa þeir sem koma að átta sig á því að þeir þurfa að sýna áhuga á að læra tungumálið svo þeir geti orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. ◆

13


Uppreisn verkalýðsins gegn hinum bandaríska Thatcherisma Magnús Sveinn Helgason

Alda verkfalla gengur nú yfir vestan hafs. Síðan í upphafi síðasta árs hafa bandarískir kennarar, þernur á hótelum, stundakennarar í háskólum, hjúkrunarfræðingar og afgreiðslufólk í stórmörkuðum efnt til stærstu og fjölmennustu verkfalla í áratugi í Bandaríkjunum. Nærri hálf milljón launþega lögðu niður störf á síðasta ári. Nánast hvert sem litið er má sjá merki um nýja, róttæka verkalýðsbaráttu. Krafturinn í þessum aðgerðum virðist vera að aukast, frekar en hitt, og hafa nánast allar endað með sigri stéttafélaganna. Í síðustu viku lauk t.d. 11 daga verkfalli 31.000 starfsmanna Stop & Shop, matvöruverslanakeðju á Austurströnd Bandaríkjanna. Auk þess að hnekkja tilraun fyrirtækisins til að skerða launakjör, eftirlaun og heilbrigðistryggingar starfmanna, knúði félagið fram umtalsverðar launahækkanir. Það er ekki aðeins árangur þessara verkfallsaðgerða allra, og sú staðreynd að það þarf að fara aftur til ársins 1986 til að finna jafn fjölmenn verkföll sem gera þessa verkfallsbylgju merkilega. Verkalýðsfélög í Bandaríkjunum hafa skroppið saman og orðið æ máttlausari síðan árásir Ronald Reagan á þau hófust í upphafi níunda áratugarins. Frá 2000 til 2018 töpuðu bandarísk verkalýðsfélög um 1.5 milljón félagsmönnum. Það eru hins vegar sterkar vísbendingar um að þessi þróun sé nú að snúast við. Við eigum þann viðsnúning konum að þakka. Konum sem eru félagar í verkalýðsfélögum hefur fjölgað um 830.000 frá aldamótum, meðan körlum fækkaði. Stórar stéttir láglaunakvenna hafa verið að ganga til liðs við og stofna verkalýðsfélög. Verkföll síðasta árs hafa sömu leiðis verið borin uppi af stórum kvennastéttum. Þetta eru láglaunakonur sem þurfa að vinna kvöld- og helgarvinnu til að ná endum saman, og eru að auki ábyrgar fyrir heimilisstörfum og hafa nú fengið nóg. 19.000 hótelþernur hjá Marriott hótelkeðjunni fóru í verkfall undir lok síðasta árs undir sanngirniskröfunni „One Job Should Be Enough.” Annað sem gerir verkföll síðasta árs athyglisverð er að kröfurnar hafa ekki nema að hluta snúist

14

um „launaliðinn“ og hefðbundin viðfangsefni kjarasamninga, heldur hafa þær verið pólítískar. Kröfur kennara í Oklahoma, þar sem laun þeirra hafa staðið í stað síðustu tíu ár, voru meðal annars að framlög til menntamála yrðu aukin án þess að skorið yrði niður til annarar velferðar eða samfélagsþjónustu. Ein meginkrafa í öllum verkföllum kennara síðasta árið hefur verið að menntakerfið verði endurreist, og að það verði gert með því að vinda ofan af skattalækkunum síðustu ára. Verkfallsölduna verður því að skoða í ljósi vaxandi stuðnings við stefnumál sem einkenndu samfélagssátt eftirstríðsáranna, sátt sem grundvallaðist á mannsæmandi launum fyrir fulla vinnu, skattkerfi sem vann gegn misskiptingu með raunverulegum hátekjusköttum, almannatryggingar og velferðarkerfi sem þjónuðu almenningi og sterku menntakerfi. Um leið eru hún uppreisn gegn frjálshyggjutilrauninni og hinum bandaríska Thatcherisma. Það er engin tilviljun að grunnskólakennarar séu í fararbroddi þessarar uppreisnar. Árásir á stéttafélög kennara og einkavæðing almenningsskóla voru tvær af mikilvægustu birtingarmyndum byltingar frjálshyggjunnar í Bandaríkjanna. Í anda þessa hafa aðhaldsaðgerðir og „ábyrg fjármálastefna” stjórnvalda síðan í fjármálahruninu 2008 birst í linnulitlum niðurskurði til menntamála. Allt það svigrúm sem hefur myndast með batnandi efnahag hefur verið nýtt til þess að lækka skatta á fyrirtæki og hátekjufólk, og enn frekari skattalækkanir hafa svo verið fjármagnaðar með frekari niðurskurði og einkavæðingu. Verkföll kennara beinast gegn þessari hugmyndafræði. Það sem verkfallsbylgjan vestanhafs minnir okkur því á, öðru fremur, er að verkalýðsbarátta er ætíð pólítísk. Hún er hugmyndafræðileg barátta milli tveggja ólíkra grundvallarhugmynda um mannlegt samfélag. ◆


VIÐ ERUM AÐ GERA BETUR                       

      

     ­   €   

 ‚ € ƒ 

 

ƒ  

    

     


Velkomin í

1. maí kaffi Að loknum útifundi á Ingólfstorgi bjóða Vinstri græn í Reykjavík til kaffisamsætis á Vesturgötu 7. Verið öll velkomin!

Vesturgötu 7 kl. 14:30 – 16:30

REYKJAVÍK

Profile for vinstri græn

1. maí blað VG og Vinstri grænna í Reykjavík, 2019  

Veglegt 1. maí blað Vg er fullt af áhugaverðu efni, m.a. viðtal við Katrínu Jakobsdótttur og Drífu Snædal, greinar eftir Steinar Harðarsson,...

1. maí blað VG og Vinstri grænna í Reykjavík, 2019  

Veglegt 1. maí blað Vg er fullt af áhugaverðu efni, m.a. viðtal við Katrínu Jakobsdótttur og Drífu Snædal, greinar eftir Steinar Harðarsson,...

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded