Víkurfréttir 46. tbl. 39. árg.

Page 17

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 29. nóvember 2018 // 46. tbl. // 39. árg.

17

Fordæmi

Þann 31. mars árið 2007 kusu íbúar Hafnarfjarðar í atkvæðagreiðslu um hvort samþykkja ætti deiliskipulag sem heimilaði stækkun álversins í Straumsvík. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar taldi á þessum tíma, rétt að vísa þessari deiliskipulagsbreytingu til íbúa. Mikill áhugi var á þessari kosningu í Hafnarfirði og var kjörsókn mjög góð eða rúmlega 76%. Mjög tvísýnt var hins vegar um niðurstöðuna, en það fór svo að deiliskipulagsbreytingu var hafnað með 50,3% atkvæða en 49,3% vildu samþykkja. Hér á Suðurnesjum gæti staðan orðið með svipuðum hætti. Félagið Stakksberg hefur nú yfirtekið kísilver United Silicon í Helguvík og ætlar sér stóra hluti. Umhverfisstofnun hefur hins vegar krafist endurbóta á verksmiðjunni, sem gerir það að verkum að breyta þarf deiliskipulagi.

Hér eins og í Hafnarfirði er það í höndum sveitarfélagsins að taka ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi. Þetta er hins vegar orðið það stórt mál að það væri óeðlilegt að leggja það á ellefu bæjarfulltrúa að taka þessa ákvörðun. Það fordæmi sem Hafnfirðingar settu á sínum tíma ætti að geta orðið það leiðarljós sem við hér í Reykjanesbæ eigum að geta nýtt okkur og ættum að nýta okkur, þ. e. að kalla eftir vilja íbúa í þessu stóra máli. Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.

Heilbrigðisstofnunin okkar Íbúafjölgun á Suðurnesjum hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Íbúum hefur fjölgað um 22% á síðustu þremur árum. Um 30% frá árinu 2013. Það er gleðileg þróun sem sýnir að atvinna er hér næg og skilyrði til búsetu aðlaðandi. En skilyrðin verða ekki aðlaðandi til lengdar ef hornsteinar samfélagsins molna.

Viðburðir í Reykjanesbæ

Styrka stoðin

Hvatagreiðslur - fyrsta úthlutun á nýju ári í febrúar Íbúar takið eftir. Hvatagreiðslur verða greiddar út í fyrsta sinn á nýju ári þann 10. febrúar 2019. Ef óskað er nánari upplýsingar má senda á netfangið hvatagreidslur@reykjanesbaer.is Desember í Hljómahöll! 5. des. Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja ásamt Valdimar Guðmundssyni og Jönu Maríu 6. des. Páll Óskar & Monika jólatónleikar 19. des. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga (aukatónleikar) 30. des. Valdimar Miðasala fer fram á hljomaholl.is, tix.is og í móttöku Hljómahallar.

Styrkasta stoðin undir velferðarsamfélög er góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla. Okkar heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er stóra stoðin undir samfélögin á Suðurnesjum. Hana er nú markvisst verið að veikja í góðærinu, vegna þess að ekki er brugðist við fjölgun íbúa á svæðinu og álagi á starfsfólk og búnað sem henni fylgja. Aðstæðurnar kalla á aukið fjármagn úr ríkissjóði. Aðstæðurnar kalla á að ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn bregðist við eins og þeir voru búnir að lofa. Og það er enn mögulegt að gera það. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt og frágengin en það mun væntanlega gerast innan fárra daga.

Bregðast þarf við

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður Fræðslusvið – talmeinafræðingur í tímabundið hlutastarf Reykjaneshöfn – hafnsögumaður Velferðarsvið – gefandi umönnunarstarf á heimili ungs manns Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

Það verður að bregðast við því að þjónustuþörf hefur aukist verulega á undanförnum árum í samræmi við fjölgun íbúa og fordæmalausrar fjölgunar ferðamanna og stóraukinnar starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Heilbrigðisstofnunin hefur reynt eftir fremsta megni að mæta aukinni

þjónustuþörf og það tekist að hluta til að sögn forstöðumanns. Ýmsir flöskuhálsar takmarki það þó, t.d. of mikið álag á starfsfólk, húsnæðið setji starfseminni skorður og fjármagn til rekstrar sé að skornum skammti. Við vitum öll að gott starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja gerir allt sem það getur en álagið getur einfaldlega orðið of mikið.

Óásættanleg staða

Samkvæmt greiningu stofnunarinnar þarf að bæta 281 milljón króna við tillögur ríkisstjórnarinnar og þingmanna sem styðja hana, fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Á fundi með sveitarstjórnarmönnum úti í Garði með þingmönnum kjördæmisins lofuðu stjórnarþingmennirnir öllu fögru. Einn þeirra sagðist ekki ætla að styðja frumvarpið ef ekki fengist fjármagn til að mæta íbúafjölguninni. En loforðin hafa ekki verið efnd og það kom ekki ein króna til viðbótar í tillögum meirihlutans þegar að breytingartillögur voru samþykktar við aðra umræðu fjárlagafrumvarps-

ins. Og það er algjörlega óásættanlegt! Við Suðurnesjamenn getum ekki sætt okkur við að í bullandi góðæri sjái ríkið ekki til þess að við fáum heilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum svæðisins. Ég hvet ykkur öll til að þrýsta á stjórnarþingmenn sem þið þekkið til að efna loforðin með breytingatillögu við fjárlög á næstu dögum um aukið fjármagn til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það er nauðsynlegt og réttlátt og ríkissjóður hefur efni á því. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

AUKAAÐALFUNDUR Aukaaðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn í húsakynnum félagsins Vatnsnesvegi 14, miðvikudaginn 12. desember nk. kl. 19:00. DAGSKRÁ Breyting á lögum félagsins sem myndu heimila að farið verði í allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu við VR. Kjörstjórn

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.