Víkurfréttir 44. tbl. 41. árg.

Page 4

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VSB verkfræðistofa opnar útibú í Reykjanesbæ Það féll vel að starfseminni á Suðurnesjum að opna starfsstöð á svæðinu. Við viljum festa okkur í sessi á svæðinu og getum bætt þjónustuna enn frekar með þessum hætti ...

Verksamningur um byggingu Gerðaskóla undirritaður Suðurnesjabær undirritaði nýlega verksamning við Braga Guðmundsson ehf. um stækkun Gerðaskóla að undangengnu opnu útboði þar sem sex aðilar skiluðu inn tilboði.

Alls nemur samningsupphæðin 222,6 milljónum kr. eða 85,5% af kostnaðaráætlun og er fyrirhugað að framkvæmdum við þennan áfanga verksins ljúki fyrir upphaf næsta skólaárs. Framkvæmdir eru þegar hafnar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – Sérkennslustjóri Velferðarsvið – Stuðningsþjónusta Velferðarsvið - Liðveisla Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.

VSB verkfræðistofa opnaði nýlega útibú í Reykjanesbæ að Iðavöllum 12. VSB er rótgróið fyrirtæki og sinnir fjölbreyttum verkefnum í mannvirkjagerð. Verkefni stofunnar hafa verið allnokkur á Suðurnesjum í mörg ár og eru þrír starfsmenn búsettir þar. „Það féll vel að starfseminni á Suðurnesjum að opna starfsstöð á svæðinu. Við viljum festa okkur í sessi á svæðinu og getum bætt þjónustuna enn frekar með þessum hætti,“ segir Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu sem stofnuð var árið 1987 af þeim Stefáni Veturliðasyni og Birni Gústafssyni. VSB býður upp á þjónustu í öllum helstu þáttum sem snúa að mannvirkjagerð eins og hönnun bygginga

og tengdum þáttum, hönnun lagnaog loftræstikerfa, rafkerfa, gatna og veitukerfa sem og framkvæmdaeftirlit og byggingarstjórn að ógleymdri verkefnastjórnun, þróun verkefna og gerð útboðsgagna. VSB hefur verið með stórt verkefni í Reykjanesbæ undanfarin ár en það er byggingastjórnun og eftirlit með framkvæmdum við byggingu Stapaskóla í Innri-Njarðvík. Hjörtur segir að starfsemi VSB hafi gengið ágætlega á árinu þrátt fyrir Covid19. Þó sé ljóst að kreppi að á ýmsum sviðum. Þrjátíu og sex starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Keflvíkingurinn Jón Ólafur Erlendsson stýrir útibúinu í Reykjanesbæ. Hann segir að það hafi verið skemmtilegt að koma að vinnunni við byggingu Stapaskóla sem sé gríðarstórt verkefni. „Þetta hefur gengið vel og margir komið að verkefninu þó vinnunni sé ekki lokið. Fjöldi starfsmanna við byggingu Stapaskóla hefur að meðaltali verið um og yfir eitt hundrað manns,“ segir Jón en faðir hans, Erlendur Jónsson, er kunnur smiður í Keflavík. Aðspurðir um þróun í starfsemi verkfræðistofa segja þeir Hjörtur og Jón að hún sé nokkur, m.a. sé vinna við byggingaeftirlit gerð í snjallsíma og þá hafi þrívíddartæknin rutt sér til rúms í hönnun margra verka. Þeir eru bjartsýnir á framtíðina á Suðurnesjum þó staðan sé erfið um þessar mundir. „Svæðið hefur alla möguleika til að blómstra á næstu árum og mun án efa gera þegar veirutímum lýkur,“ segja þeir Hjörtur og Jón hjá VSB.

Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Byggðasafnið - myndband mánaðarins

Fimmtudaginn 19. nóvember. Innlit í innra starf Byggðasafnsins þar sem geymslur eru skoðaðar og fylgst með uppsetningu og vinnu við sýningagerð.

Bókasafnið - bókabíó

Föstudaginn 20. nóvember. Þriðja föstudag hvers mánaðar er Bókabíó Bókasafnsins þar sem sýnd er kvikmynd sem gerð er eftir bók.

Bókasafnið - bókakonfekt barnanna

Þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 17.00 verður Bókakonfekt barnanna í beinu streymi. Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir og Gerður Kristný lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

„Ræktum“ saman Jólagarðinn Opið fyrir umsóknir um styrki og sölukofa

Reykjanesbær ýtir nú úr vör nýju verkefni sem gefið hefur verið heitið Jólagarðurinn. Segja má að Jólagarðurinn leysi af hólmi tendrun ljósanna á vinabæjartrénu á Tjarnargötutorgi. Hugmyndin er að að skreyta Ráðhústorgið og hluta skrúðgarðs með fallegum ljósum ásamt því að koma fyrir nokkrum jólakofum fyrir íbúa að selja varning tengdan jólum. Þessu til viðbótar er stefnt að því að í garðinum verði boðið upp á dagskrá af einhverjum toga á opnunartíma hans, sem verður alla laugardaga í desember og á Þorláksmessu. Vegna ástandsins er þó ljóst að ekki mun verða um að ræða stóra viðburði sem kalla á samsöfnun margs fólks heldur litlar og óvæntar uppákomur til að gleðja gesti og gangandi.

Hver vegferð hefst á einu skrefi — Fyrst og síðast samvinnuverkefni Jólagarðurinn er fyrst og síðast samvinnuverkefni bæjarins og íbúa. Hvað selt verður í kofunum ræðst af því hverjir óska eftir söluplássi og dagskráin sem boðið verður upp á í garðinum ræðst af því hverjir gefa kost á sér til að standa fyrir viðburðum.

Til að hvetja íbúa til beinnar þátttöku í verkefninu eru sölukofar boðnir endurgjaldslaust auk þess sem styrkir eru í boði fyrir þá sem vilja standa fyrir einhvers konar dagskrá. Hægt er að sækja um styrki og pláss í sölukofum til 22. nóvember og er sótt um á vef Reykjanesbæjar. Í ár búum við við afar sérstakar aðstæður en með bjartsýnina að leiðarljósi er stefnt að góðri og gefandi aðventu. Öll dagskrá tekur þó mið af gildandi reglum um samkomutakmarkanir og sóttvarnir. Það er von þeirra sem að Jólagarðinum standa að vel takist til með þetta fyrsta skref og að við byggjum upp skemmtilegt og lifandi jólaverkefni saman til framtíðar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.