Víkurfréttir 41. tbl. 39. árg.

Page 6

6

BLEIKUR OKTÓBER Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 25. október 2018 // 41. tbl. // 39. árg.

TEXTI

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Yndislegt í kapellunni segir fólkið KYRRÐARSTUND í hádeginu í fallegu kapellu Keflavíkurkirkju laðar til sín margt fólki sem hittist þar ásamt presti og organista alla miðvikudaga frá klukkan 12:00. Að lokinni kyrrðarstund er boðið upp á heimalagaða súpu og brauð. Fólk á öllum aldri er samankomið til að eiga bænastund og njóta þess að vera saman. Allir eru hjartanlega velkomnir í Keflavíkurkirkju í hádeginu á miðvikudögum.

Bænir gefa frið

Séra Fritz Már Jörgensson leiddi bænastundina að þessu sinni ásamt kollega sínum séra Sigurði Grétari Sigurðssyni, presti frá Útskálakirkju, sem er liðtækur á bæði gítar og orgel. Tónlist skipar sess í kyrrðarstundinni og fólk nýtur þess að syngja fallega sálma, allt á rólegum nótum og hver með sínu nefi. Notaleg stemmning svífur yfir vötnum í kapellunni. Presturinn talar um lífið og tilveruna. Náungakærleikur endurspeglast í orðum séra Fritz sem sagði okkur frá Oslóarferð sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni um daginn. „Þar á götum borgarinnar hittum við fimmtán ára stúlku sem var forfallin heróínfíkill. Við gátum ekki gengið framhjá henni þar sem hún sat í götunni og var að betla peninga, tætt og illa útlítandi vegna fíkniefnaneyslu. Við ákváðum að spjalla við hana og hlustuðum á hana segja frá því hvernig hún vildi ekki leyfa neinum að hjálpa sér að losna undan fíkninni. Það væri margreynt en án árangurs. Þessi unga stelpa, sem var jú bara barn, var svo ofurseld fíkninni

sem stjórnaði öllu lífi hennar. Einasta óskin var að eiga fyrir næsta skammti eiturlyfja. Stelpan ræddi við okkur hjónin og sagðist eiga heima á götunni en hún byrjaði að neyta eiturlyfja þrettán ára gömul. Þessi heimur væri harður,“ segir presturinn okkur sem erum viðstödd kyrrðarstundina og bætti við að það hafi verið hjartaskerandi að horfa upp á þessa ungu stúlku svona illa farna af eiturlyfjaneyslu. „Ég spurði hvort við mættum biðja fyrir henni og hún leyfði okkur það og ég signdi hana einnig. Hún sagðist fara stundum sjálf með bænir þegar hana vantaði frið, þær bænir sem hún lærði þegar hún var lítið barn. Á meðan við hjónin stöldruðum við hjá stelpunni kom krakkahópur gangandi til hennar, heilbrigðir unglingar á svipuðum aldri og réttu henni bréfpoka með samlokum og drykk. Þau vildu gefa henni að borða, sjá til þess að hún væri ekki svöng,“ segir séra Fritz alvarlega.

Nýr prestur í Keflavíkurkirkju

Eftir þessa áhrifaríku frásögn

Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma

MATTHILDUR HAFSTEINSDÓTTIR 1324 Amber Ct, Keller Texas 76248, USA (áður til heimilis að Fífumóa 1D, Reykjanesbæ)

lést þann 14. október s.l. Minningarathöfn hefur verið haldin. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja eða heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Heiða Reed Micah Reed Steinunn Kristinsdóttir Samantha María Reed Sóley Mallory Reed Alan Þór

prestsins söng fólkið sem viðstatt var kyrrðarstundina Við freistingum gæt þín sem var mjög viðeigandi og farið var með bæn. Séra Fritz Már Jörgensson tók til starfa fyrir rúmu ári og er með embættispróf í guðfræði en auk þess meistaragráðu í praktískri guðfræði. Hann stundar einnig doktorsnám við HÍ og hefur lokið námi í áfengis- og vímuefnafræðum við félagsráðgjafadeild sama skóla. Fritz Már er félagi í Sátt, félagi sáttamiðlara á Íslandi. Hann hefur m.a. sótt námskeið í Understanding and Treating Self-Injury and Self-Mutilation Behaviors hjá Patric DeChello. Viðstaddir gestir í kyrrðarstund lýstu yfir mikilli ánægju með störf hans við Keflavíkurkirkju. Fólk sagðist koma í hverri viku í kyrrðarstund því það væri svo notalegt að koma, vera saman í kapellunni, hitta prestinn og fá sér svo súpu í skemmtilegu samfélagi við aðra.

Gæðakonur eru bæjarins bestu

Öllum gestum var boðið upp á heima-

gerða, matarmikla, girnilega súpu og brauð sem þær skólasystur fæddar 1947 úr Keflavík reiddu fram af mikilli natni. Þær sögðust vera um tíu talsins, gamlar skólasystur sem allar væru komnar á eftirlaun og vildu gera eitthvað gott fyrir samfélagið sem sjálfboðaliðar kirkjunnar. Þær skipta á milli sín miðvikudögum allan veturinn og hafa gaman af því að hitta allt fólkið sem á samfélag í kirkjunni í hádeginu og ekki síður finnst þeim gaman að hitta hver aðra reglulega. Þær segja það gefandi að þjóna fólkinu. Presturinn kallar þær gæðakonur en kirkjuvörðurinn Hafþór kallar þær bæjarins bestu.

Harpa er súpuþjónn

Það starfa margir sjálfboðaliðar við Keflavíkurkirkju, Guðleif Harpa Jóhannsdóttir er ein af þeim. „Ég kem

yfirleitt alltaf í kyrrðarstund og hef gert undanfarin þrjú ár. Það er svo yndislegt að koma hingað í hádeginu, hlusta á prestinn og eiga þetta samfélag með öðrum. Það er afslappandi og manni líður mjög vel á eftir. Alveg yndislegt. Það er líka mjög gaman að hitta allt fólkið. Svo er ég súpuþjónn á sunnudögum eftir messu en ég hef komið í barnamessuna í mörg ár með barnabörnin mín og það er svo gaman. Börn elska að koma hingað í kirkjuna. Síðustu helgi var svo margt að ég hélt að kirkjan myndi ekki rúma allan fjöldann. Fermingarbörnin koma einnig á sunnudagsmorgnum með foreldrum sínum í fullorðinsmessu og svo borða allir súpu saman á eftir, bæði börnin úr sunnudagaskólanum og allt fullorðna fólkið úr messunni. Ég er súpuþjónn en kirkjan ákvað að virkja foreldra fermingarbarna á sunnudögum með því að skipuleggja samverustund eftir athöfnina þar sem allir hjálpast að við að útbúa súpumáltíð. Ég held utan um það. Foreldrar fermingarbarna eru svo ánægðir með þetta fyrirkomulag og finnst mjög skemmtilegt að taka þátt. Sigurjón bakari er svo góður að gefa okkur allt brauðið á sunnudögum sem er mjög rausnarlegt af honum. Já, það er mjög gaman að koma í kirkju,“ segir Harpa glaðlega að lokum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.