Page 9

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Kirkjuvogskirkja í Höfnum var full af gestum sem sóttu tónleika Jónasar Sig. Elíza Newman, Hafnabúi, gaf tóninn á undan tónleikum kappans.

20. Ljósanóttinni nettur forsmekkur að pakkaðri Ljósanæturdagskrá sem hófst daginn eftir. Síðan tóku t.d. við tónleikar öll kvöld og oft margir í einu. Veðurguðirnir stríddu Ljósanæturgestum lítillega með mikilli rigningu í Árgangagöngunni en fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti í hana en þurfti svo að fara heim til að hafa fataskipti að henni lokinni. Á heildina gekk allt vel með fáum undantekningum þó því sumir tóku upp á því að skella sér til sunds í

9

miðri flugeldasýningu sem gerði það að verkum að gera þurfti tvisvar stutt hlé á henni. Ljósmyndarar og myndatökufólk Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson, Sólborg Guðbrandsdóttir og Páll Ketilsson voru á ferð og flugi í Reykjanesbæ og mynduðu sem mest þau gátu. Hér í opnunni er lítið sýnishorn af viðburðum en á vefsíðu okkar, vf.is, eru mörg myndasöfn og myndskeið frá hátíðinni.

Víkurfréttir gáfu út veglegt 64 bls. Ljósanætur- og 25 ára afmælisblað Reykjanesbæjar. Dagskráin var á kápu blaðsins sem sumir tóku með sér til að hafa við hendina og rýna í.

Í rigningunni á laugardag fundu hljómsveitir sér skjól við sýningarglugga Sambíóanna. .

Kjötsúpan rann út og fimm þúsund skammtar hurfu ofan í gesti sem fjölmenntu við Hafnargötu 30 á föstudagskvöldi

Á hátíðarsviðinu eftir árgangagöngu þakkaði Kjartan Már, bæjarstjóri, Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa, fyrir framlag sitt til Ljósanætur frá upphafi. Hún hefur verið aðalskipuleggjandi hennar en er nú komin í frí!

Jón Jónsson hélt uppi svaka stuði í gamla bænum en átta heimili buðu upp á hina vinsælu heimatónleika sem er orðinn einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar. Hér er Jón með gítarinn og eins og sjá má var mikið fjör.

Eldri borgarar bæjarins héldu púttmót á Mánaflöt.

Við setningu Ljósanætur 2019 í skrúðgarðinum í Keflavík var Ljósanæturfáninn dreginn að húni í hæstu flaggstöng landsins.

Hvítvínsskvísur úr revíu Leikfélags Keflavíkur gengu um með hvítvínsglös í hönd og sóttu viðburði. Hér hneyklast þær á myndum á aðalsýningunni í Duus Safnahúsum.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement