Page 6

6

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Þakkir í lok tuttugustu Ljósanætur Í tuttugu ár hefur Ljósanótt vaxið og dafnað og orðin að einni glæsilegustu bæjarhátíð landsins. Því ber meðal annars að þakka framlagi bæjarbúa í dagskrá hátíðarinnar, stuðningi fjölda fyrirtækja á svæðinu, að ógleymdum þúsundum gesta sem láta sig ekki vanta á yfir 150 viðburði. Á þessum tímamótum var settur í loftið nýr Ljósanæturvefur sem hélt utan um fjölbreytta og metnaðarfulla sex daga dagskrá. Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá eða

fleiri komið að hátíðinni. Markmiðið var að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi og gleði og samhugur réði ríkjum. Nýir viðburðir í bland við aðra sem hafa fest sig í sessi voru vel

sóttir. Lista- og handverksfólk opnaði allt upp á gátt og sýndi í öllum skúmaskotum. Ljósanótt er ekki síður hátíð þessa fólks, sem hefur lagt dag við nótt við að skapa svo gestir fái notið. Húsfyllir var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hljómahöll, ungir sem aldnir mættu á setningarathöfn í Skrúðgarðinum, íbúar af erlendum uppruna tóku ríkari þátt en áður og 5.000 skammtar af kjötsúpu og vegan-súpu runnu út á föstudagskvöldinu. Þeir allra hörðustu létu úrhellisrigningu ekki spilla þátttöku í Árgangagöngunni og náði hátíðin svo hámarki í blíðskaparveðri á laugardagskvöldinu með flugeldasýningu og tendrun á ljósunum á Berginu. Veðrið lék svo við bæjarbúa sem nýttu sunnudaginn til að snúa sér í tívolítækjum, skoða listasýningar og kíkja í búðir. Hátíðin í ár var sérstaklega kynnt sem „Plastlaus Ljósanótt“ sem er liður í umhverfisátaki bæjarins. Fjöldi margnota poka voru saumaðir af bæjarbúum og notaðir í verslunum bæjarins. Á fjölmennum samkomum sem þessum sést vel hve öflug þátttaka og eftirlit lögreglu og björgunarsveitarfólks skiptir sköpum og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra mikilvæga starf. Ykkur bæjarbúum og öðrum velunnurum hátíðarinnar þökkum við sömuleiðis fyrir ykkar aðkomu. Við hlökkum til að halda með ykkur Ljósanótt aftur að ári. Eins og alltaf verður boðað til íbúafundar um framkvæmd og dagskrá Ljósanætur í vetur og eru athugasemdir og hugmyndir vel þegnar til að gera næstu Ljósanótt enn betri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Grindvíkingar orðnir fleiri en 3500 Á dögunum náði íbúafjöldi Grindavíkurbæjar 3500 manns. Fyrir ekki svo löngu síðan, eða í ársbyrjun 2015, náði íbúafjöldinn tölunni 3000 en það var með fæðingu tvíburanna Víkings Inga og Frosta Þórs. Í dag eru íbúar þó orðnir nokkuð fleiri en 3500 en nýjustu tölur voru 3514. Það var hinn tveggja ára gamli Þorleifur Freyr Steinsson sem var þrjúþúsundogfimmhundraðasti íbúi Grindavíkur en hann fluttist til Grindavíkur ásamt foreldrum sínum þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni frá Hafnarfirði. Móðir hans er uppalinn Grindvíkingur og flytur því aftur í heimabæ sinn, segir á grindavik.is. Þorleifur Freyr kom í fylgd foreldra sinni á fund bæjarstjórnar og tók við viðurkenningu í tilefni þess að vera

3500. íbúi bæjarins. Hann fékk viðurkenningaskjal því til staðfestingar auk þess að fá blómvönd, Múmín-bolla, 25.000 króna fjárhæð í Landsbankanum og gjafakort í íþróttaskólann sem hefst í haust. Á myndinni, sem var tekin á bæjarstjórnarfundi Grindavíkurbæjar, má sjá Þorleif Frey ásamt foreldrum sínum, þeim Margréti Albertsdóttur og Steini Frey Þorleifssyni. Með þeim eru Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar.

Íbúar Suðurnesja 27.650 Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 446 manns frá 1. desember 2018. Þetta gerir 2,4% fjölgun íbúa. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um 601 eða 2,2%. Íbúar Suðurnesja voru 27.650 þann 1. september. Íbúum landsins hefur fjölgað um 5.127 manns eða 1,4% á ofangreindu tímabili. Þann 1. septem-

ber voru 361.798 einstaklingar skráðir með búsetu hér á landi samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.

Íbúafjöldi á Suðurnesjum 1. september: Reykjanesbær 19.315 Suðurnesjabær 3.545 Grindavíkurbær 3.500 Sveitarfélagið Vogar 1.290

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Ljósanótt og léleg makrílvertíð á enda

Fræðslusvið – hegðunarráðgjafi Heiðarskóli – umsjón kaffistofu, 75% starfshlutfall Fræðslusvið – sálfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel – starfsmaður í afleysingar Velferðarsvið – starfsmaður á heimili barna, 30% starfshlutfall Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Duus Safnahús - Ljósanætursýningar opnar til 3.11.19 Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi, Óvænt stenumót, sex listakonur úr Reykjanesbæ sýna og Reynir Katrínar, sýning. Duus Safnahús eru opin kl. 12-17.

AFLA

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Uppskeruhátíð sumarlesturs. Miðvikudaginn 11. september kl. 17.00 mætir Gunnar Helgason rithöfundur og les upp úr óútkominni bók sinni Draumaþjófurinn. Að lestri loknum mega öll börn skreyta sína eigin bókapoka! Heimanámsaðstoð. Heilakúnstir hefjast á ný í Bókasafni Reykjanesbæjar og verða kl. 14.30 – 16.00 á þriðjudögum og fimmtudögum í allan vetur. Heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanemendur í 4. – 10. bekk.

Hátíðin var ansi góð en því miður gerðust atburðir um kvöldið þegar flugeldasýninginn átti að byrja sem vekja nokkra athygli. Þegar búið var að telja niður í að sýningin myndi byrja; 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1, búmm ... En það varð ekkert búmm því lítill bátur sigldi út úr Grófinni og beint inn á öryggissvæðið, hluti af sýningunni var að skjóta sprengjum út í sjó og láta þær springa þar. En jæja, sýningin hófst að lokum en stóð aðeins í tæpar tvær mínútur og þá þurfti að stoppa aftur. Í þetta skiptið þá voru það ekki einn, heldur tveir litlir bátar sem fóru út og þar með þurfti að stoppa flugeldasýningina öðru sinni. Maður má víst ekki blóta í þessum pistlum né í skrifum á Aflafrettir. is, en svona hátterni er með öllu óskiljanlegt og á alveg skilið gott $%”$&/... Vonandi kemur svona lagað ekki fyrir aftur. Nóg um Ljósanóttina. Förum aðeins út í bátana og veiðar. Makrílvertíðin er búin en hún var frekar léleg svo ekki sé meira sagt. Meira segja núna eru bátar í Njarðvík sem voru settir

FRÉTTIR

Viðburðir í Reykjanesbæ

Nú má segja að haustið sé komið og veturinn framundan þegar Ljósanæturveislan er búin. Þó svo að þessir pistlar einblíni á útgerð, sjósókn og allt sem tengist bátum og veiðum þá er hægt að tengja þessa hátíð, Ljósanótt, við þessa pistla.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

á flot eða gerðir klárir til veiða, t.d. Stakkavík GK sem var sett á flot en landaði ekki einum fiski af makríl. Sama má segja um bát sem heitir Rokkarinn GK, hann náði aðeins að landa 596 kílóum úr einni sjóferð. Netabátarnir byrjuðu strax veiðar sem hafa gengið mjög vel. Bergvík GK hefur t.d. landað 10,7 tonnum í aðeins tveimur róðrum. Maron GK 14,8 tonnum í fjórum. Halldór Afi GK 10 tonn í fimm og mest 5,7 tonn. Sunna Líf GK 6,1 tonn í þremur, bæði í þorskanet og skötuselsnet. Hraunsvík GK 5,7 tonn í fjórum. Grímsnes GK er áfram að eltast við ufsann og hefur landað 26 tonnum í tveimur róðrum. Hjá dragnótabátunum byrja systurbátarnir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK mjög vel. Siggi Bjarna GK er kominn í 78 tonn í fjórum róðrum og mest 20 tonn og Benni Sæm GK 71 tonn í fjórum og mest 29 tonn. Enn sem komið er er enginn minni línubátur að veiða frá Suðurnesjum

en Margrét GK hefur þó farið einn prufutúr og landaði 1,5 tonn í einni löndun. Af og til í þessum pistlum hefur verið minnst á slippinn í Njarðvík um bátana sem þar voru. Einn af þeim bátum sem þar voru lengst allra var báturinn Sævík GK sem Vísir ehf. í Grindavík á. Sævík GK hét áður Óli Gísla GK og var gerður út frá Sandgerði. Voru nokkuð miklar breytingar gerðar á bátnum, m.a. var hann lengdur um 1,7 metra. Þurrpústinu var breytt á ansi merkilegan hátt, því þurrpústið gekk út úr bátnum á stjórnborða og það þýddi að við löndun var reykurinn frá vélinni á bryggjunni. Var pústinu breytt þannig að langt og mikið rör var leitt yfir bátinn og út bakborðsmeginn. Svolítið sérstakt að sjá þetta. Sömuleiðis var skipt um lit á bátnum og fór hann úr því að vera blár yfir í það að vera grænn. Eitt er nokkuð merkilegt við þessa lengingu á bátnum og sýnir kannski hversu ruglað þetta mælingakerfi er. Skráð lengd á bátnum núna er 11,99 metrar en mesta lengd á bátnum er um 14,8 metrar. Stærðartala bátsins miðast við skráða lengd en ekki mestu lengd. Þetta sést ansi vel þegar að báturinn er skoðaður aftan frá því þá sést gríðarlega stór hluti bátsins sem er útaf stýrinu og skrúfunni.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement