Page 4

4

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Viðbygging mun breyta miklu í starfsemi Asparinnar Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla hefur tekið í notkun nýja viðbyggingu sem breytir mikið starfsemi deildarinnar. Opnunarhátíð var haldin á dögunum. Bæjarstjóri, fulltrúar frá bæjarstjórn, fræðsluskrifstofu og umhverfissviði voru viðstaddir. Auk þess sem velgjörðarmenn, byggingaverktakar og starfsfólk skólans voru á staðnum.

Í maí var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282 m² sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig voru gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð – húsnæðið er því í heild 618 m². Jóhann Friðrik Friðriksson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, hélt stutta

tölu og framhaldi talaði Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, til gesta. Í ræðu sinni sagði Ásgerður að gaman væri að fá að taka við þessari glæsilegu viðbyggingu sem ætti eftir að nýtast vel í því frábæra starfi sem unnið er í sérdeildinni. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.–10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á mjög sértæku námsúrræði að halda. Í Ösp eru skráðir í skólabyrjun 23 nemendur í 1.–10. bekk. Kristín Blöndal er deildarstjóri í Ösp og auk hennar starfa þrír sérkennarar, þrír þroskaþjálfar, tveir leiðbeinendur, tveir félagsliðar og tólf stuðningsfulltrúar. Íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar Njarðvíkurskóla koma einnig að kennslu nemenda í Ösp.

Kristín Blöndal deildarstjóri í Ösp, Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Sprengjusérfræðingar æfa á Keflavíkurflugvelli

Öll aðstaða í viðbyggingunni er rúmgóð og björt. Frístundaheimili er starfrækt eftir skóla frá hálftvö til fjögur þar sem Ólöf Rafnsdóttir er umsjónarmaður. Nýkláruð viðbygging er fjórða stækkunin við sérdeildina, síðast var stækkað við hana árið 2012. Mikil þörf var orðin á að stækka húsnæðið og deildina vegna fjölgunar nemenda í bæjarfélaginu og koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn sem var mjög bágborin í eldra húsnæðinu. Sparri byggingaverktakar sáu um verkið og sagði Ásgerður í sinni ræðu að Njarðvíkurskóli hefði ekki getað verið heppnari með verktaka. Framkvæmdir við húsið hófust í maí og reis það upp á miklum hraða og var mikill metnaður hjá öllum sem komu að byggingaframkvæmdum að þetta gengi hratt og fljótt fyrir sig svo starfsemin gæti byrjað sem næst skólasetningu. Ásgerður sagðist seint

geta fullþakkað Sparramönnum og öðrum undirverktökum sem komu að verkinu hve hratt og vel þetta allt var gert og frágangur væri til fyrirmyndar. Ásgerður sagði húsnæðið glæsilegt sem Reykjanesbær gæti verið stoltur af að hafa í bæjarfélaginu og mun styrkja starfið mikið með það að markmiði að geta komið enn betur til móts við nemendur með sérþarfir. Í Ösp er unnið mjög gott starf og er horft til starfsemi sérdeildarinnar frá öðrum sveitarfélögum. Að lokum nefni Ásgerður hversu mikils virði fyrir sérdeildina sá stuðningur og velvild sem deildin hefur notið innan grenndarsamfélagsins, þar sem meðal annars hafa báðir Lionsklúbbarnir í Njarðvík, Kvenfélagið Njarðvík sem og Ásmundur Friðriksson hafa styrkt deildina mikið.

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Hún fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli en jafnframt á hafnarsvæðum víðs vegar á Suðurnesjum. Þetta er í átjánda sinn sem æfingin er haldin. Markmið æfingarinnar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Verkefni sprengjusérfræðinganna er að leysa slíkan vanda. Samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim er útbúinn og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur er. Æfingin fer fram við fjölbreyttar aðstæður, t.d. á flugvelli, í höfnum, í skipi og við bryggju. Sérhæfð stjórnstöð er jafnframt virkjuð þar sem öll uppsetning og vinnubrögð eru samkvæmt alþjóðlegum ferlum Atlantshafsbandalagsins. Að þessu sinni eru þátttakendurnir frá sautján þjóðum og alls eru 27 lið skráð til leiks. Þeir sem koma lengst að eru frá Nýja-Sjálandi en að æfingunni koma hátt í 300 manns.

HS VEITUR Unnið er að mælaskiptum á veitusvæði HS Veitna og nú erum við að byrja á rafmagnsmælum í Sandgerði. Mælaskipti í öðrum sveitarfélögum halda áfram samkvæmt áætlun. Settir verða upp svokallaðir snjallmælar en þeir eru með fjaraflestrarbúnaði og þegar búið er að setja upp slíka mæla og þeir komnir í samband við upplýsingakerfi HS Veitna hættir reikningagerð að byggja á áætlunum og aflestri, viðskiptavinir greiða fyrir raun notkun hverju sinni. Áætlað er að mælaskiptin og uppsetning upplýsingakerfisins verði gerð á næstu árum og verði að fullu lokið á veitusvæðum í árslok 2022. Bent er á að þó svo að viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að viðskiptavinir fari að greiða strax fyrir raun notkun því mögulegt er að uppsetning upplýsingarkerfis sé ekki tilbúin. Mælaskiptin eru unnin af starfsmönnum fyrirtækisins og eru þeir í merktum vinnufatnaði, koma á merktri bifreið og bera vinnustaðaskírteini. Starfsmenn okkar koma til með að hafa nánar samband áður en kemur að mælaskiptunum sjálfum. Það er von okkar að viðskiptavinir taki vel á móti mælasetjurum og að aðgengi verði gott. Nánari upplýsingar varðandi mælaskiptin eru á heimasíðu fyrirtækisins. Hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hsveitur@hsveitur.is. Einnig eru veittar upplýsingar í afgreiðslu okkar á afgreiðslutíma sem er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:15 – 16:00 í síma 422 5200.

hsveitur.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement