Page 2

2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Kveikt á nýjum ljósum á Keflavíkurflugvelli á Ljósanótt

SPURNING VIKUNNAR

Tekurðu slátur eða ferðu í ber á haustin? Guðborg Kristjánsdóttir: „Ekki lengur, gerði það þegar börnin voru lítil en nú kaupi ég kepp og kepp í búðinni. Rófu­stappa er ómissandi með þessum mat en ég rækta eigin rófur heima í Merkinesi, Höfnum. Ég fer í Heiðmörk í ber og frysti þau svo, vil helst borða bláber en krækiber borða ég beint upp af jörðunni.“

Upplýstur Keflavíkurflugvöllur við upphaf Ljósanætur. Svona blasir flugvöllurinn við frá vestri. VF-myndir: Hilmar Bragi Fimmtudaginn 5. september voru tekin í notkun á Keflavíkurflugvelli ný stöðvunarljós, svonefndar stöðvunarslár (Stop bar). Svo skemmtilega vill til að kveikt var á þessum ljósum um leið og Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í tuttugasta sinn. Isavia er einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar og hefur verið það síðustu ár.

Stöðvunarslárnar eru staðsettar á akbraut við flugbrautir á Keflavíkur­ flugvelli. Auk þeirra hafa einnig verið settar um sérstakar slár sem banna innakstur (No entry bar). Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín. Biðja þarf um leyfi hjá flugturni til að

fá ljós á stöðvunarslá slökkt til að aka yfir og ekki má aka inn á akbraut með slá þar sem innakstur er bannaður. Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja brautarátroðning. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki á flugvallarsvæðinu.

gja brautarátroðning. Ljósin eru mikilvægur þáttur í að fyrirbygá flugvallarsvæðinu. Þau gilda bæði fyrir loftför og ökutæki

Ekki má aka yfir þessar slár þegar rautt ljós skín.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Lífbjörg undir Berginu

Steinn Erlingsson: „Nei, tek ekki slátur en borða það ásamt rófustöppu og kartöflu­ mús. Ég er búinn að fara og tína mikið af berjum, er kominn með 25 flöskur af hreinum krækiberjasafa, hreinni orku sem ég fæ mér eitt staup af á fastandi maga á morgnana með lýsi.“ Viktoría Ása Ólafsdóttir Glaz: „Nei, ég tek ekki slátur en hef smakkað það og rófu­ stöppu, finnst það ekkert sér­ stakt. Mér finnst grjónagrautur góður. Ég fer mjög sjaldan í ber.“

– Réðst á björgunarmann sinn með þungum höggum Björgunarsveitarmaður var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa bjargað lífi drukknandi manns undir Berginu í miðri flugeldasýningu Ljósanætur á laugardagskvöld. Haraldur Haraldsson, formaður hjá Björgunarsveitinni Suðurnes, segir að atvikið hafi verið klár lífbjörgun og sorglegt að maðurinn hafi veitt björgunarsveitarmanninum áverka í andliti, brjósti, kvið og nára. Maður í annarlegu ástandi stakk sér til sunds af grjótgarðinum við smá­ bátahöfnina í Gróf þegar flugelda­ sýningin stóð yfir. Nærstaddir heyrðu manninn lýsa því yfir að hann ætlaði að synda til Hafnarfjarðar. Þegar björgunarbátur kom að mann­ inum var hann að drukkna að sögn Haraldar og var bjargað um borð í bátinn á elleftu stundu. Maðurinn

var ekki sáttur við lífbjörgina og réðst á björgunarsveitarmanninn með þungum höggum. Björgunar­ sveitarmaðurinn lá óvígur eftir, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður­ nesja og þaðan áfram á Landsspítala í Fossvogi í ljósi áverka. Björgunar­ sveitarmaðurinn er kominn heim en er aumur og bólginn. Ekki liggur fyrir hvort atvikið verður kært.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Halldór Jensson: „Já við höfum alltaf tekið slátur á haustin, nema núna. Rófu­stappa og kartöflumús er best með slátri. Ég hef ekki gert mikið af því að fara í ber á haustin, einstaka sinnum farið og þá tínt krækiber.“

Ljósum prýtt Bergið á laugardagskvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi

Kösturum við vatnstankinn við Vatnsholt stolið „Sá leiðindaatburður átti sér stað í síðustu viku að fjórum kösturum sem lýsa upp vatnstankinn við Vatnsholt var stolið. Af ummerkjum má sjá að fagmannlega var að verki staðið. Grindur voru skrúfaðar af og klippt á rafmagnið. Listaverkið, sem vatnstankurinn nú er, er því óupplýstur. Þjófnaðurinn hefur verið tilkynntur til lögreglu og eru þeir sem vita eitthvað um málið eða hafa grunsemdir, beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Vatnstankurinn var afhjúpaður sem listaverk á Ljósanótt árið 2013. To­ yistar höfðu þá farið huldu höfði á bak við ábreiðu um nokkurra vikna skeið. Vatnstankurinn er mikið bæjarprýði og sést langt að. Slæmt er að geta ekki lýst hann upp í skammdeginu sem nú er að bresta á.

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement