Page 16

MUNDI

facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Í mínum síðustu lokaorðum vakti ég athygli á því sem mér finnst vera skortur á sumarstemmningu í miðbæ Keflavíkur í sumar. Nú að lokinni vel heppnaðri Ljósanótt, þar sem bærinn iðaði af lífi og skemmtilegheitum frá morgni til kvölds, er ég enn sannfærðari um að það ætti algjörlega að vera hægt að hafa líf í bænum okkar allt árið. Við viljum held ég flest búa í líflegum, fallegum bæ sem við getum verið stolt af og notið mannlífsins í fallegu og snyrtilegu umhverfi. Lífið er bara skemmtilegra svoleiðis. Það er rétt sem mamma mín sagði alltaf að við göngum betur um þar sem er snyrtilegt. Þess vegna gafst hún ekki upp við það stundum mjög erfiða verkefni að kenna mér að ganga vel um, búa um mig á hverjum degi og láta mig bera ábyrgð á að taka til í herberginu mínu. Það gekk að lokum og þessi elska væri svo stolt af því að heyra mig nota nákvæmlega sömu orðin við syni mína, í þeirri trú að þetta muni síast inn að lokum hjá þeim eins og gerðist með mig. Þegar allt er í rusli verður okkur meira sama. Við berum miklu meiri virðingu fyrir umhverfinu þar sem vel er gengið um. Við hendum ekki rusli í okkar eigin garði og við hvorki skemmum né stelum úr görðum vina okkar. Við kennum börnunum okkar þetta viðhorf og finnst þetta svona frekar beisikk. Þess vegna fer það óendanlega í taugarnar á mér þegar ég les fréttir eins og þá að ljóskösturunum við fallega vatnstankinn hafi verið stolið af

LOKAORÐ

Af hverju má ekkert vera í friði?

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

Það er skítalykt af þessu máli! Nágrannarnir fýla augljóslega ekki gervineglur!

DAGBÓK LÖGREGLU

Ragnheiðar Elínar óprúttnum aðilum. Og þegar ég sé brotin ljós á strandleiðinni sem einhver hálfvitinn þurfti endilega að sparka niður. Að ég minnist nú ekki á þegar búið er að sprengja botninn úr ruslafötunum þannig að ruslið fýkur út um allt og tæma úr öskubökkunum á planinu við gula vitann á Vatnsnesinu. Mér finnst virðingarleysið líka algjört þegar svo illa er gengið frá af hálfu eigenda hússins að skemmdarvörgum sé allt að því boðið í gömlu Sundhöllina til að skemma það sem eftir er af menningarverðmætum þar. Punkturinn er þessi – af hverju ætti það að vera í lagi að brjóta og bramla, skemma og stela út um allan bæ þegar við myndum aldrei gera þetta heima hjá okkur eða vinum okkar? Svarið er auðvitað að það er ekki í lagi og á ekki að líðast. Eignarspjöll kosta okkur skattborgarana stórar fjárhæðir sem hægt væri að nota í mun skemmtilegri hluti. Ég er ekkert sérstaklega refsigjörn manneskja en mér finnst að það ætti að sekta fólk duglega fyrir að henda rusli, hirða ekki upp eftir hundana sína og skemma eigur annara. Og þið sem stáluð ljóskösturunum eruð algjörlega síðasta sort. Skammist ykkar.

Löggan kölluð til vegna ólyktar af gervinöglum

Íbúar í fjölbýli á Suðurnesjum höfðu nýverið samband við lögreglu og kvörtuðu undan mjög sterkri og óþolandi vondri lykt í stigaganginum. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndust íbúarnir síst hafa ýkt ástandið og kom fýlan frá tiltekinni íbúð. Íbúi hennar kom til dyra og kvaðst vera að setja gervineglur á stúlku þar inni og af því stafaði lyktin. Viðkomandi var vinsamlegast bent á að svona gæti þetta ekki gengið því nær ólíft væri í stigaganginum og íbúarnir kvörtuðu sáran. Konunni, sem um var að ræða, var jafnframt tilkynnt að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja yrði gert viðvart og var það síðan gert.

Aðdáandi fornbíla ók á bifreið

Datt úr rólu og rotaðist

Árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður sem var á ferðinni kom auga á mikinn fjölda bifhjóla og fornbíla á bifreiðastæðinu við Olís við Fitjabakka og gleymdi sér við að horfa á flotann. Hann ók þá aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að flytja þurfi ökumann hennar með sjúkrabifreið undir læknis hendur.

Flytja þurfti lítinn dreng með sjúkrabifreið frá Keflavík á Landspítala í Reykjavík eftir að hann hafði dottið úr rólu og rotast í liðinni viku. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér um líðan drengsins nokkru eftir atvikið var hann orðinn hress og kominn heim.

Þá var lögreglu tilkynnt um tólf ára pilt á litlu fjórhjóli í umferðinni. Lögregla hafði tal af pilti og kom þá í ljós að hann hafði stolist á hjólinu og skroppið að skólanum sínum. Honum var tjáð að svona nokkuð mætti hann alls ekki gera og sagðist hann skilja það.

Réttindalausir í umferðinni Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af um helgina reyndust aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Var þetta í annað sinn sem annar þeirra var stöðvaður réttindalaus. Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einn til viðbótar var grunaður um fíkniefnaakstur.

Ráin 30 ára · afmæliskaffi

Hjónin Björn Vífill og Nanna létu drauminn rætast og opnuðu Ránna við Hafnargötu í Keflavík, þann 19. september 1989. Í framhaldinu opnuðu þau Ingimundarbúð. Þá var Brúin, viðbygging við staðinn, opnuð 1999 og er einn fallegasti veitingarstaðurinn á Reykjanesinu.

Ráin festist fljótt í sessi og var á tímabili einn vinsælasti staður landsins þar sem ófáir stigu dansspor eða tvö og sungu af hjartans list. Á Ránni hafa einnig margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins troðið upp með eftirminnilegum hætti í gegnum tíðina. Ráin fagnar því þeim frábæra áfanga að verða 30 ára sunnudag 15. september nk. Af því tilefni langar okkur að bjóða alla hjartanlega velkomna og þiggja veitingar hjá okkur á milli kl. 15 og 17 nk. sunnudag. Í boði verður Egils Gull á krana, kaffi, afmælisterta og safi fyrir yngstu kynslóðina. Allir eru velkomnir! ega bjóða öllum kl ta rs sé m lju vi ið V önnum í gegnum fyrrverandi starfsm msókn. tíðina að kíkja í hei nna. Björn Vífill og Na

Hafnargötu 19 · 230 Keflavík · Sími 421 4601 · rain@rain.is · www.rain.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement