Page 15

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

15

Ekkert Suðurnesjalið í efstu deild á næsta ári? Allnokkrar líkur eru á því að ekkert knattspyrnulið frá Suðurnesjum verði í efstu deild karla og kvenna á næsta ári. Kvennalið Keflavíkur tapaði fyrir Stjörnunni í þriðju síðustu umferðinni en eiga þó meiri möguleika á að halda sér uppi en karlalið Grindvíkinga í karlaflokki en það er í næst neðsta sæti, sex stigum á eftir þriðja neðsta liðinu, þegar þrjár umferðir eru eftir. Grindvíkingar mæta ÍA á laugardag og Kvennalið Keflavíkur fær HK/Víking í heimsókn. ÍBV á leik meira inni en Keflavík. Í Inkasso-deild karla sigla Keflvíkingar lygnan sjó en þeir töpuðu fyrir Leikni R. í síðustu umferð. Njarðvíkingar eru

þar á botninum og þurfa nauðsynlega að sigra í báðum leikjum sínum til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Inkasso-lið Grindavíkur í kvennaflokki er í næst neðsta sæti deildarinnar en eru í harðri baráttu við þrjú önnur lið um að halda sér uppi. Víðismenn og Þróttur Vogum eru í 4. og 5. sæti 2. deildar. Víðismenn gerðu 1:1 jafntefli við ÍR á útivelli í síðustu umferð en Voga-Þróttarar steinlágu á heimavelli 1:4 fyrir Selfyssingum. Sandgerðingar hafa staðið sig ágætlega í 3. deildinni í sumar og eru í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir töpuðu fyrir Augnabliki 1:3 síðasta laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Uppgangur í júdó á Suðurnesjum Á dögunum tók Guðmundur Stefán Gunnarsson við þjálfun júdódeildar Þróttar og er markmið félagsins að efla starfið til mikilla muna. Samhliða þjálfun sinni í Vogum mun Guðmundur sinna þjálfun hjá UMFN. Vogar hafa getið sér gott orð fyrir sitt júdóstarf, eða frá því er Magnús Hauksson stofnaði júdódeild UMFÞ á sínum tíma. Íslandsmeistaratitlar komu bæjarfélaginu á kortið, oftar en ekki voru Vogarnir kallaður júdóbærinn mikli. Júdódeild Njarðvíkur og Júdódeild Árnason hafa svo tekið við aðstoðarÞróttar hafa verið í þjálfararáðn- þjálfun. Svartbeltingurinn Andrés ingum fyrir komandi vetur. Mikill Nieto Palma sem varð þriðji á opna uppgangur og fjölgun iðkenda hefur Spænska meistaramótinu í júdo mun átt sér stað hjá Njarðvík, félögin hafa sinna meistaraflokksþjálfun Njarðákveðið að samnýta þann mannauð víkur í samstarfi við  Guðmund Stefán sem þær búa yfir með samstarfi í Gunnarsson. vetur.  Í tilkynningu frá félögunum kemur Júdódeild Njarðvíkur hefur gert fram að finna má á heimasíðu UMFÞ samning við Heiðrúnu Fjólu Páls- og UMFN allar þær æfingar sem í dóttur um að taka við þjálfun ungl- boði eru og einnig hvaða þjálfarar ingaflokkana, Kristinu Podolynnu starfa hjá félögunum núna þegar nýtt sem tekur við þjálfun barna, Jóel starfsár er að fara byrja Helgi Reynisson og Daníel Dagur

Sporna gegn áhættuhegðun barna með nýju forvarnarverkefni Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum skrifuðu undir samstarfssamning vegna forvarnarverkefnisins Ábyrg saman í Merkinesi í Hljómahöll. Í verkefninu er lögð áhersla á að efla forvarnir og að beita snemmtækri nálgun til að mæta áhættuhegðun hjá börnum. Velferðarsvið Reykjanesbæjar og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telja mikilvægt að bregðast strax við vandanum þegar afskipti lögreglu verða af barni sem stundar áhættuhegðun og koma þannig frekar í veg fyrir endurtekin afskipti. Um 30 bréf eru að jafnaði send á hverju ári frá barnavernd Reykjanesbæjar til foreldra vegna tilkynninga sem berast frá lögreglu og ekki er talin þörf á að hefja könnun í málinu. Á árinu 2019 hefur hins vegar verið aukning á tilkynningum frá lögreglu vegna áhættuhegðunar barna og því þykir mikilvægt að bregðast við vandanum. Í stað þess að barnavernd sendi foreldrum bréf mun fulltrúi frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Barnavernd Reykjanesbæjar bjóða foreldrum og barni upp á ábyrgt samtal þegar fyrstu afskipti lögreglu verða

af barni vegna áhættuhegðunar og ekki er um að ræða barnaverndarmál. Með þessu verklagi er lögð áhersla á að bregðast strax við vanda barns og sýna sameiginlega ábyrgð til að draga úr áhættuhegðuninni með því að veita foreldrum og barni tækifæri til að eiga samtal um tilkynninguna, veita fræðslu og upplýsingar um úrræði sem stendur þeim til boða. Með verkefninu er unnið út frá heimsmarkmiði 3, Heilsa og vellíðan. „Með þessu nýja verklagi tökum við höndum saman, sýnum ábyrgð og setjum börnin í fyrsta sæti,“ segir í tilkynningu.

Guðmundur Stefán og Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Voga.

Tvíburasysturnar Katla María og Una María Þórðardætur og Sveindís Jane Jónsdóttir úr Keflavík voru í eldlínunni nýlega með U19 landsliði Íslands nýlega. Þær eiga erfiða leiki framundan með Keflavík í tveimur síðustu umferðum í Pepsi Max-deildarinnar. Tekst Keflavík að halda sér uppi?

Brautargengi á Suðurnesjum

Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd ....sem þig langar að þróa áfram? Brautargengi er námskeið, sniðið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd í nýju eða starfandi fyrirtæki.

Markmiðið er að þátttakendur: Útbúi viðskiptaáætlun Kynnist grundvallaratriðum varðandi stofnun fyrirtækja Öðlist hagnýta þekkingu á rekstrartengdum þáttum s.s. stefnumótun, markaðssetningu, ármálum og stjórnun

Upplýsingar og umsóknarform á

www.nmi.is Umsóknarfrestur til og með 23. september Nánari upplýsingar veitir Anna Guðný Guðmundsdóttir í síma 522 9431 | annagudny@nmi.is

ÞEKKING – KRAFTUR – TENGSL Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar, skrifuðu undir samstarfssamninginn í Hljómahöll. VF-myndir: Sólborg

Nýjustu íþróttafréttirnar alltaf á vf.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement