Page 14

14

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Minning

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

Orkan og vatnið

Anna í Koti Elsku besta mamma mín, þú verður alltaf besta mamma, vinkona og sterkasta kona sem ég þekki. Þú varst alltaf góð við alla, bæði menn og málleysinga. Ég vildi segja miklu oftar hvað ég elska þig mikið og ást mín til þín er til eilífðar. Elsku besta vinkona og móðir, allar þær ferðir sem við höfum átt saman í æsku og seinna á lífsleiðinni eru mér ástfólgnar og gáfu mér góðar minningar bæði sem barn og síðust árin okkar saman. Margar gleðistundir og oft hlegið því þú vildir kátínu í lífi þínu. Það verður tómlegt að geta ekki komið til þín og sitja við eldhúsborðið og spjalla um heima og geima og alltaf var nóg af kræsingum. Klattarnir og salötin þín og annað góðgæti. Mamma fuglarnir þínir, fastagestirnir, bíða eftir að fá molana frá þér, fuglarnir sakna þín og skila kveðju. Mamma daginn sem þú kvaddir og við fórum upp á spítala já stað sem þú vildir aldrei fara á en þú fórst þennan dag til að kveðja ástvini þína. Fórst sama dag og þú komst á spítalann, þú ætlaðir ekki að vera lengi á þessum stað. Kvaddir okkur og ert komin til Simba þíns og laus við allar áhyggjur, veikindi og fékkst langþráða hvíld. Það var friður yfir þér þegar þú kvaddir. Mig langar með þessum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir samfylgdina elsku mamma mín og vináttuna sem mun lengi lifa. Elska þig og Guð veri með þér. Þín dóttir, Ósk Sigmundsdóttir.

Mamma

Hver skal hljóta heiðurs stærsta óð Hverjum á að færa besta ljóð Svarið verður, besta móðir blíð, Bið ég Guð, hún verndist alla tíð Það var hún, sem í heiminn fæddi mig. Það var hún sem lagði allt á sig. Til að gera göfgan hvern minn dag. Til að gæfan færðist mér í hag Hún studdi mig er stálpaður ei var, Hún styrkti mig og hlúði allstaðar, Nú skal gjalda er gömul verður hún, Græða sár og sletta hverja rún. Elsku mamma, eigðu þakkarbrag. Undu hjá mér fram á síðasta dag, Ég ætla að borga bernskuárin mín, Borga allt og greiða sporin þín. Ég gef þér allt er get af hendi misst, Og gleðst með þér af innstu hjartans lyst. Gefist þér, svo gleði fram á kvöld, Guð skal biðja, að lifir í heila öld. (Eggert Snorri Ketilbjarnarson)

FJÖ LB R E Y TT O G S KE M M T IL E G ST Ö R F HJÁ S U Ð UR NE SJA BÆ Suðurnesjabær auglýsir eftir tveimur starfsmönnum á stjórnsýslusviði.

ÞJ Ó N U ST U F U L LT RÚI Í 10 0 % ST ÖÐU Við leitum eftir einstaklingi með mikla þjónustulund sem er tilbúinn að vinna með okkur í því að efla áfram þjónustu í ört stækkandi sveitarfélagi. Þjónustufulltrúi er eitt af andlitum Suðurnesjabæjar og annast m.a. afgreiðslu, móttöku erinda, skráningu reikninga og sinnir upplýsingagjöf. Hæfniskröfur: • Reynsla af móttökuritarastarfi eða nám í skrifstofunámi er kostur. • Almenn tölvukunnátta. • Rík þjónustulund, drifkraftur og jákvæðni. • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi. • Góð íslenskukunnátta er skilyrði. • Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur.

Umræðan um stefnumörkun í orkumálum og eignarhald og nýtingu auðlinda hefur verið í brennidepli síðustu misseri. Umræðan er mjög mikilvæg og hefur ýtt við stjórnvöldum í að setja skýrari stefnu varðandi eignarhald og nýtingu á jörðum og um að gerð verði breyting á lögum um vatnsréttindi, sem og að skoða breytingar á dreifingarkostnaði raforku með jafnræðissjónarmið að leiðarljósi.

Sjálfbærari matvælaframleiðsla

Eitt verð fyrir dreifingu raforku, þ.e einn taxti fyrir dreifbýli og þéttbýli, og jafnvel sérstakur taxti fyrir garðyrkjuna, hafa einnig borið hátt í umræðunni. Að mínu mati er það réttlætismál að allir landsmenn greiði sama verð fyrir dreifingu raforku. Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að breyta þessu, sem er vel. Og ef við ætlum raunverulega að verða sjálfbærari hvað matvælaframleiðslu varðar, fækka kolefnisfótsporum og tryggja endurnýjun og vöxt innan garðyrkjunnar, er mál til komið að taka pólitíska ákvörðun og hafa sérstaka taxta fyrir garðyrkjubændur. Það þætti mér vera framfaraskref.

Auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Nú er ekkert ákvæði í stjórnarskrá Íslands um sameign þjóðarinnar á auðlindum þrátt fyrir að 80% þjóðarinnar hafi greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um að þau vildu fá slíkt ákvæði. Auðlindaákvæði er nú loks komið í samráðsgátt Stjórnarráðsins og gerir ráð fyrir því að þessi þjóðareign verði undirstrikuð í stjórnarskrá. Vonandi myndast samstaða hjá þingheimi um að afgreiða ákvæðið þegar það kemur til afgreiðslu í þingsal.

Vatns- og veiðiréttindi seld

Fyrir fáum árum síðan var lítil eftirspurn eftir bújörðum. Framsýnir fjárfestar sáu sér leik á borði og keyptu upp fjölmargar jarðir.

Sumir eiga orðið umtalsverð jarðasöfn. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun. Góðar bújarðir eru ekki endilegar nýttar sem slíkar. Aðgengi almennings hefur í sumum tilfellum verið takmarkað mjög, eitt dæmi um það er Mýrdalurinn. Við erum með hvað frjálslegasta löggjöf innan EES um þessi mál og gætum litið til annarra landa, hvort sem er Danmerkur, Noregs eða Írlands, um skýrari ramma. Það er tími til kominn að löggjafinn setji skýrari ramma um landakaup og ræði jafnframt hvort það sé eðlilegt að vatnsréttindi fylgi landsréttindum. Hér eru erlendir fjárfestar að fjárfesta fyrir á fimmta milljarð í vatnsverksmiðjum. Þeir eru að fjárfesta í vatnsréttindum og vatnsauðlindinni. Ég er ekki viss um að það þjóni hagsmunum Íslands til lengri tíma.

Almannahagsmunir í húfi

Við höfum ekki enn sett regluverk um kaup á landi og endurskoðað þar með þá löggjöf sem sett var fyrir fimmtán árum. Þá voru allar gáttir opnaðar, sem var ekki til bóta. Ríkisstjórnin hefur hins vegar í hyggju að setja aftur á slíkar reglur. Meðferð og notkun alls lands skiptir alla landsmenn máli, bæði nú og til framtíðar. Það felast miklir almannahagsmunir í ráðstöfun og meðferð lands og því geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og á hverri annarri fasteign. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

STA R F S MA Ð UR Í BÓKHAL DI

TÍMABUNDIN RÁÐNING TIL EINS ÁRS Í 50% STARF Við leitum eftir talnaglöggum einstaklingi til að sinna almennu bókhaldi og innheimtu, upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur: • Þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði. • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði. • Þekking á Navision er æskileg. • Góð færni í Excel. • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Nánari upplýsingar veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 423-3000. Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ. *Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um.

FAGME NNS K A – S AM VINNA - VIRÐING

89 ATVINNUFLUGNEMAR HAFA ÚTSKRIFAST HJÁ KEILI Á ÁRINU 2019

Flugakademía Keilis útskrifaði átján atvinnuflugnema laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Með útskriftinni hafa samtals 89 atvinnuflugnemar lokið bóklegu námi í skólanum það sem af er ársins og samtals 307 nemendur frá upphafi skólans árið 2009.

Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp, og Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar stýrði athöfninni. Dúx var Jacob Dahl Lindberg með 9,75 í meðaleinkunn og fékk hann bókagjöf frá Icelandair og flugtíma í ALSIM frá Keili - Flugskóla Íslands.

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Ræðu útskriftarnema flutti Philip Ljungberg frá Svíþjóð og sagði hann tímann á Íslandi hafa verið frábæran. Til dæmis hafi verið sérstakt að fá fjórar gerðir af veðri á einum sólarhring og að hiti hafi verið rétt við frostmark á sumardaginn fyrsta. Áfangaskipt og samtvinnað atvinnuflugnám hefst næst í byrjun september. Námið verður í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Ásbrú, auk þess sem hægt verður að leggja stund á hluta bóklegs náms í fjarnámi. Rétt eins og áður mun verkleg flugkennsla fara fram á bæði alþjóðaflugvellinum í Keflavík og Reykjavíkurflugvelli.

 Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 34. tbl. 2019

Advertisement