Víkurfréttir 34. tbl. 40. árg.

Page 12

12

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

„Við bjóðum alla vekomna á Max veitingastaðinn okkar, sérstaklega hvetjum við Suðurnesjamenn til að líta til okkar. Við höfum hingað til lagt áherslu á hótelgesti en höfum gert smá áherslubreytingar til að víkka út þjónustuna á veitingastaðnum okkar,“ segir Jóhann Reynisson, matreiðslumeistari sem tók nýlega við starfi yfirmatreiðslumeistara á Northen Light Inn hótelinu í Svartsengi í Grindavík. Hótelinu hefur vaxið fiskur um hrygg frá því það opnaði árið 1983 en á því eru 42 herbergi. Á hótelinu er einnig veglegt Spa þar sem m.a. er hægt að fara á „flot“. Frá KEF til Noregs

Jóhann lærði matreiðslu hjá Axel Jónssyni, veitingamanni og eiganda Skólamatar. Hann hefur m.a. starfað hjá Axel en einnig Menu veitingum í Reykjanesbæ, eftir hrun fór Jóhann í víking til Noregs og starfaði þar í sex ár á stóru ráðstefnuhóteli í bænum Molde. Eldaði þar m.a. ofan í Ole Gunnar Solskjer, þáverandi þjálfara samnefnds knattspyrnuliðs og núverandi þjálfara enska stórliðsins Man. Utd. „Það var góð reynsla og skemmtilegt að flytja til Noregs. Norðmenn eru með aðeins annað tempó en Íslendingar en Ísland togar samt alltaf í mann og ég og fjölskyldan komum aftur heim árið 2015. Þegar ég fékk tækifæri á að koma hingað á þetta flotta hótel í Grindavík sló

fimmtudagur 12. september 2019 // 34. tbl. // 40. árg.

Keflvíkingurinn Jóhann Reynisson er nýr yfirmatreiðslumaður á Max veitinga­staðnum á Northen Light Inn hótelinu í Grindavík. Bjóða Íslendinga velkomna í mat. Sunnudagshlaðborð og Ömmukaffi eru nýjungar.

Ferskt íslenskt hráefni með skandinavísku yfirbragði ég til. Það er gaman að vera komin í ferðaþjónustuna á Íslandi.“

Á fjölbreyttum matseðli má sjá marga spennandi rétti og Jóhann segir að matseðlinum sé breytt á þriggja mánaða fresti. Þá sé veglegur vínseðill, úrval kokteila og einnig er boðið upp á vínpörun með mat.

Spes sunnudagar

Jóhann segir að á Northern Inn hótelinu sé allt í boði fyrir hótelgesti og aðra. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Ein af nýjungum á Max veitingastað hótelsins er að bjóða upp á Ömmukaffihlaðborð á sunnudögum. Á Ömmuhlaðborði eru kökur, tertur

BÍLAÞRIF Í KEFLAVÍK

STARFSMAÐUR ÓSKAST Í BÍLAÞRIF Í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Stutt lýsing á starfi: Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa.

·

og brauðmeti í boði að hætti ömmu. „Við erum með sex, sjö tegundir af tertum, m.a. alvöru rjómatertu. Þá er skinkubrauðterta er alltaf í boði og rækjusalat,“ segir Jóhann. Fleiri hugmyndir matreiðslumeistarans rötuðu inn hjá Northen Light inn en það er Sunnudags-„roast“ eða hlaðborð. Þar er lambakjötið, hryggurinn góði í aðal hlutverki en einnig er alltaf boðið upp á lax og fleiri rétti ásamt viðeigandi meðlæti.

Íslenskt hráefni með alþjóðlegu tvisti

En hvað er á matseðli dagsins á Max veitingastaðnum í Grindavík? „Við leggjum áherslu á ferskt íslenskt hráefni, fisk og kjöt. Það kemur hér daglega nýveiddur ferskur fiskur úr Grindavík og það er því ekkert sem stoppar af að bjóða gott úrval af fiski á matseðlinum. Ég mæli líka sérstaklega með humarsúpunni okkar. Matreiðslan er með skandinavísku yfirbragði með alþjóðlegu tvisti. Hvernig hljómar það?,“ segir Jóhann og hlær.

Jólahlaðborð og hópaþjónusta

Aðstaða fyrir hópa og fyrirtæki er góð á hótelinu, salarkynni eru til staðar og öll þjónusta. Á hótelinu eru tveir barir og annar þeirra heitir hinu skemmtilegu nafni „Honesty bar“. Á Max veitingastaðnum er árlega boðið upp á jólahlaðborð og verður það í boði þrjár helgar í lok nóvember og desember. Að sögn Jóhanns eru komnar þó nokkrar bókanir í jólahlaðborð. Jóhann segir að á veitingastaðnum starfi gott starfsfólk en veitingastjóri er Grindvíkingurinn Sigrún Einarsdóttir. Það er ekki hægt að sleppa honum öðruvísi en að spyrja hvað sé uppáhaldsmatur kappans. Fyrir matreiðslumeistara á hóteli er gott að komast í góðan heimamat en faðir Jóhanns, Reynir Guðjónsson og Guðjón Vilmar annar tveggja bræðra hans, eru einnig matreiðslumeistarar. „Uppáhaldsmaturinn minn er fiskur í Orly að hætti pabba og svo finnst mér æðislegt að fá mér soðnar kjötfarsbollur með hvítkáli og sinnepi. Viltu eitthvað ræða það?,“ sagði Jóhann.

Hæfniskröfur: Að vera laghentur og duglegur Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Framúrskarandi þjónustulund Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði Hreint sakavottorð skilyrði

· · · · · ·

Vinnutími skiptist í vetrartíma og sumartíma: Vetrartími 01.11-30.04 / 07:00-17:00. Sumartími 01.05-31.10 / 06:00-18:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 15. september 2019.

Hér má sjá úrval nokkurra rétta á matseðli MAX veitingastaðarins á Northern Light Inn hótelinu í Svartsengi í Grindavík. Þar er að finna fiskrétti, lamba- og nautakjöt, humarsúpu, salöt, létta rétti og skemmtilega eftirrétti. Eins og sjá má á neðstu myndinni ber hótelið nafn með rentu þar sem norðurljósin eru í stóru hlutverki. Á hótelinu eru 42 herbergi. Á efstu myndinni er Jóhann í aðalveitingasalnum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.