Page 12

12

UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

Hvítþvegnir englar

Sveitarfélagið Reykjanesbær hefur á umliðnum árum verið að vinna sig út úr skuldastöðu sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Ekkert sveitarfélag var í viðlíka stöðu og Reykjanesbær þegar skipt var um meirihluta árið 2014 eftir 12 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Á árinu 2013 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram áætlun um fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins til „Eftirlitsnefndar með fjármálum sve i t a r fé l a g a ” vegna þess að þá var ljóst að sveitarfélagið uppfyllti ekki fjármálareglur og –viðmið sveitarstjórnarlaga. Er skemmst frá því að segja að áætlunin stóðst ekki og að loknum sveitarstjórnarkosningum árið 2014 óskaði nefndin eftir nýrri aðlögunaráætlun frá nýjum meirihluta. Það tók síðan tvö ár að koma raunhæfri aðlögunaráætlun saman í samvinnu við kröfuhafa og fá þá til þess að samþykkja hana. Eftir þessari aðlögunaráætlun hefur verið unnið síðan en hún hefur einu sinni verið uppfærð. Það þarf ekki að segja neinum um hvað málið snerist. Það vissu allir að Reykjanesbær var skuldugasta sveitarfélagið á Íslandi og við því varð að bregðast.

Sóknin varð til

Það var því verkefni nýs meirihluta árið 2014 að ákveða á hvaða hátt skyldi bregðast við stöðunni. Það var auðvitað hægt að skattleggja íbúa út úr þessu, eða skera bara niður þjónustu sem ekki taldist lögbundin s.s. leikskóla, tónlistarskóla og íþróttastarf svo eitthvað sé nefnt. Ákveðið var hins vegar að fara blandaða leið, hagræða í rekstri, hækka skatta og endurskipuleggja fjármál með lækkun fjármagnskostnaðar í samráði við kröfuhafa. Lögð var áhersla á að sinna fjöskyldum og

ungmennum sveitarfélagsins eins og kostur var. Auðvitað kostaði það sitt. Hækkun á útsvari ásamt hækkun fasteignaskatta bitnaði auðvitað á íbúum en reynt var að koma til móts við heimilin með ýmsum aðgerðum s.s. hækkun hvatagreiðslna, afsláttar milli skólastiga og mörgu öðru.

Hækkun fasteignamats

Á það hefur verið bent með réttu að fasteignamat, sem var tiltölulega lágt hér í samanburði við höfuðborgarsvæðið, hefur hækkað mikið vegna aukinnar eftirspurnar. Við því hefur verið brugðist eins og efni og aðstæður hafa leyft. Álagningarstuðull fasteignaskatts hefur verið lækkaður til að koma til móts við þessar hækkanir eins og sjá má á meðf. töflu. Rétt er að benda á að fasteignaskattur, sem er bara einn hluti fasteignagjalda, er sá hluti sem kjörnir fulltrúar geta ráðið. Ár Heimili Atvinnuhúsnæði 2014 0,3% 2015 0,5% 2016 0,5% 2017 0,5% 2018 0,46% 2019 0,36%

1,65% 1,65% 1,65% 1,65% 1,65% 1,65%

Nýr meirihluti 2018

Sá meirihluti sem myndaður var eftir kosningar 2018 taldi skynsamlegast að fylgja eftir Sókninni og þeirri áætlun sem samþykkt var af Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í henni er markaður sá tekju- og útgjaldarammi sem sveitarfélaginu ber að fara eftir. Meðal annars hefur sveitarfélagið skuldbundið sig til að afla tekna með fasteignaskatti að upphæð 1800 milljónir árið 2020, 1850 milljónir árið 2021 og 1900 milljónir árið 2022. Staða sveitarfélagsins hefur batnað verulega en við stöndum samt frammi fyrir mörgum árskorunum sem gaman verður að takast á við.

Hættuleg þróun?

Nú bregður svo við að varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar grein um „hættulega þróun“ álaga í Reykjanesbæ sem bregðast verði við og nefnir fasteignagjöld sem dæmi um vilja meirihluta bæjarstjórnar til skattpíningar íbúa. Nefnir hún ýmsar prósentur máli sínu til stuðnings og vissulega er það svo að virði eigna hefur aukist sem hefur leitt til þess að álögur hafa aukist. Hún sleppir því hins vegar að nefna að ekkert sveitarfélag hefur lækkað álagningarstuðulinn meira en Reykjanesbær til að koma til móts við íbúa vegna þessara miklu hækkana. Hún sleppir því líka að nefna að hennar eigin flokkur hefur allan þennan tíma samþykkt fjárhagsáætlanir og þá gjaldskrá sem þessar álögur byggja á. Á árinu 2015, sem var fyrsta heila árið eftir breytingar á stjórnarháttum Reykjanesbæjar, hafði sveitarfélagið 1.278 milljónir í fasteignaskatta. Nú á miðju ári 2019 er gert ráð fyrir að innkoma af fasteignasköttum verði 1.780 milljónir. Það þýðir 39% hækkun tekna af fasteignaskatti frá árinu 2015 - 2019 og sú tala er í raun lægri pr. íbúð þar sem íbúðum hefur fjölgað verulega í sveitarfélaginu.

Brugðist við hækkun fasteignamats

Meirihlutinn lagði það til í bæjarráði nýverið að álagingarstuðull fasteignaskatts verði lækkaður til að bregðast við hækkun fasteignamats fyrir árið 2020. Það hefur aldrei verið ætlun meirihlutans að skattleggja íbúa meira en þörf er til að uppfylla áðurnefndar skuldbindingar um tekjur af fasteignaskatti. Staðan er hins vegar sú að ekkert annað sveitarfélag á Íslandi þarf að takast á við viðlíka skuldavanda og Reykjanesbær ásamt því að mæta þeim áskorunum sem fylgja þeirri miklu íbúafjölgun sem hér hefur orðið. Það er því broslegt eða kannski grátbroslegt, að sjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins koma fram eins og hvít-

þvegna engla og boða fagnaðarerindið um skattalækkanir á sama tíma og við stöndum úti í miðri á í endurreisnarstarfinu. Látum ekki blekkjast af fagurgalanum og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð okkar að gera Reykjanesbæ að því sveitarfélagi sem stenst allan samanburð við það sem best gerist. Það mun taka tíma en okkur mun takast það. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar Leiðar Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar Jóhann Friðrik Friðriksson oddviti Framsóknarflokksins

Hljómar vel að leggja til skattalækkanir

Það hljómar auðvitað vel að leggja til skattalækkanir en við hvaða aðstæður á að gera það? Sú mikla fjölgun íbúa sem hér hefur orðið undanfarin ár hefur að sjálfsögðu haft mikinn tekjuauka í för með sér en að sama skapi aukin útgjöld. Það eru stórar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Hafin er bygging á nýjum grunnskóla sem mun kosta rúma 5 milljarða. Fyrirhuguð er bygging nýs hjúkrunarheimilis sem sveitarfélagið greiðir hluta af. Þá hefur verið unnið að áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja sem mun kosta verulega fjármuni. Fjárfestingarþörfin framundan er mikil og rekstur nýrra bygginga mun að sjálfsögðu kosta sitt.

SIGURGANGA REYKJANESBÆJAR Met í álagningu fasteignagjalda

Reykjanesbær hefur á síðustu árum slegið hvert metið á fætur öðru í álagningu fasteignagjalda ef marka má úttekt verðlagseftirlits ASÍ sem birt var 12. júlí sl. Samkvæmt úttektinni hefur fasteignaskattur í Reykjanesbæ hækkað hvað mest allra sveitarfélaga vegna breytinga á fasteignamati og nemur hækkunin í fjölbýli allt að 136% síðan 2013. Sveitarfélagið skýtur þar öðrum sveitarfélögum ref fyrir rass með vasklegri framgöngu sinni þar sem það sveitarfélaga sem á eftir kemur er Reykjavíkurborg með 65,7% hækkun. Þegar kemur að sérbýlum er svipaða sögu að segja og nemur hækkun fasteignaskatts í Reykjanesbæ allt að 124% og er sigurinn afdráttarlaus þar sem Fjarðarbyggð með 71,7% hækkun kemst ekki með tærnar þar sem Reykjanesbær hefur hælana. Sömu sögu er að segja þegar kemur að lóðaleigu þar sem Reykjanesbæjar ber sigur úr býtum enn og aftur með rúmlega 122% hækkun á innheimta lóðaleigu á fjölbýli og rúmlega 106% í sérbýli.

Þróunin

Fasteignaskattar eru ásamt útsvari og

framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga helstu tekjustofnar sveitarfélaga og um þá gilda ákvæði laga nr. 4/1995 þar sem kveðið er á um að stofn til álagningar fasteignaskatts skuli vera fasteignamat þeirra. Hækkun fasteigna- og lóðamats á síðustu árum hefur haft mikið að segja við hækkun fasteignagjalda en í því sambandi skiptir álagningarhlutfall sveitarfélaganna sköpum til að stemma stigu við þessari hættulegu þróun. Fjölmörg sveitarfélög hafa brugðist við hækkandi fasteignamati og lækkað álagningarprósentu fasteignaskatts umtalsvert, t.a.m. flest

sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Akraneskaupstaður sem og sveitarfélagið Áborg hafa brugðist við breytingum á fasteignamati með umtalsverðri lækkun eða um 7% lækkun á álagningarhlutfalli. Þar gera menn sér grein fyrir mikilvægi þess að halda í samkeppnishæfni vegna nálægðarinnar við höfuðborgina. Það er aðdráttarafl fyrir ungt fjölskyldufólk á höfuðborgarsvæðinu sem vill stærra húsnæði á lægra verði að flytja í sveitarfélög í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þá er ekki í boði að fasteignaskattar séu úr hófi, hvorki fyrir íbúa né fyrirtæki. Hætta er á að íbúar hugsi sig tvisvar

um áður en þeir fjárfesta í húsnæði í Reykjanesbæ og fælingarmátturinn verði það mikill að atvinnulífið hörfi annað.

Viðbrögðin

Við lestur þessarar greinar skyldu menn ekki ætla að höfundur sé ekki meðvitaður um viðbrögð margra lesenda. Einhver þurfi nú að borga fyrir óráðsíu og skuldasöfnun sem varð í tíð Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar skal á það líta að ef borin eru saman síðustu tvö kjörtímabil þá er tekjuaukningin um 18 milljarðar. Eftirköst hrunsins og brotthvarfs varnaliðsins komu harðast niður á íbúum Reykjanesbæjar og var það ekki bara verulegur tekjumissir heldur á sama tíma aukin útgjöld í félagslega kerfið. Á sama tíma var unnið ötullega að lóðarframkvæmdum sem hafa skilað sér í mikilli aukningu íbúa án tilkostnaðar sem skapað hafa mikinn tekjuauka bæði í útsvari og fasteignagjöldum. Þau rök sem helst hafa verið viðhöfð af núverandi meirihluta eru

þau að við gerð aðlögunaráætlunar (sem samþykkt var af Eftirlitsnefnd sveitarfélaga) hafi tekjur af fasteignagjöldum verið meitlaðar í stein og loku fyrir það skotið að lækka álagningarstuðulinn. Þessum rökum hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafnað, enda er ekkert sem segir að Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga geri athugasemdir við hófsamari fasteignagjöld þegar aðrar skatttekjur aukast á móti. Það er hins vegar komið að þolmörkum hjá íbúum Reykjanesbæjar enda eru fasteignagjöldin farin að slaga hátt upp í afborganir af húsnæðislánum. Við þessu verður núverandi meirhluti að bregðast ef sveitarfélagið ætlar að halda í samkeppnishæfni sína og vera aðdráttarafl sem fjölskylduvænt samfélag. Hanna Björg Konráðsdóttir Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi fyrir D-listann í Reykjanesbæ

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Advertisement