Page 11

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Keflavík. Ég reyndi einnig að safna myndum sem prýða frásögnina. Á þessum tíma fyrir 1960, voru eingöngu karlmenn opinberir í tónlist nema í kirkjum, þar voru einnig konur. Ég byrjaði á að tala við Hrein Óskarsson sem var einn af stofnendum Lúðrasveitar Keflavíkur og síðan Herbert Hriberschek Ágústsson en þeir nefndu fleiri nöfn sem leiddu mig áfram, eins og Guðmund H. Norðdahl tónlistarmann, Jóa Klöru og fleiri. Þessir menn, sem geta sagt okkur frá þessu tímabili í sögunni, eru margir að hverfa af sjónarsviðinu og sum viðtölin máttu ekki dragast mikið lengur, þrír viðmælenda minna eru látnir. Ég náði ekki að ræða við Baldur Júlíusson sem var sjálfmenntaður tónlistarmaður með hljómsveit á snærum sínum en talaði við Þóri son hans. Guðmundur Norðdahl er nýlega látinn hann hafði mest áhrif á tónlistarsögu svæðisins þegar hann flutti frá Reykjavík hingað suður en þá hafði hann verið hátt skrifaður í höfuðborginni. Ég færi fyrir því rök að fyrsti angi rokktónlistar á Suðurnesjum hafi sprottið upp úr Lúðrasveit Keflavíkur sem Guðmundur Norðdahl stofnaði. Þetta voru strákar sem Guðmundur kenndi á hljóðfæri en þetta var fyrir tíma

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

tónlistarskólanna,“ segir Eiríkur og er hvergi nærri búinn að segja blaðamanni frá þessum merkilegu upphafsárum tónlistarsköpunar á Suðurnesjum.

Danshljómsveit í Gaggó

„Svo var það í kringum 1954 sem strákar stofna danshljómsveit sem hét Hljómsveit Gagnfræðaskólans í Keflavík en í henni voru fyrstir, þeir Agnar Sigurvinsson, Magnús Sigtryggsson, Eggert Kristinsson, Hörður Jónasson og Þórir Baldursson

sem þá var 12 ára gamall. Þeir spiluðu á saxófón, harmonikku, klarinett, píanó og trommur. Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, keypti trommusett fyrir skólann. Þessi skólahljómsveit starfaði samfleytt upp frá því í Gaggó með nýjum meðlimum auðvitað eftir því sem árin liðu. Með henni komu fram margir frumkvöðlar sem ruddu brautina. Rafmagnsgítar kom ekki til landsins fyrr en seinna. Jói Klöru var sá fyrsti hér sem spilaði á rafmagnsgítar hér syðra en hann var þó ekki í skólahljómsveit. Áðurnefnt heimildarrit, sem nálgast má í Safnamiðstöð Duushúsa, gefur okkur innsýn inn í tónlistarlíf á Suðurnesjum og fjallar um frumkvöðlana á þessum árum fyrir 1960,“ segir Eiríkur.

Hvers vegna þessi gróska í tónlist á Suðurnesjum? „Það er ekkert einhlítt svar til við því. Skýringuna gæti verið að finna í aðgengi ungs fólks að tónlist á þessum tíma. Varnarliðið hafði sín áhrif með útvarpssendingum en hér var einnig markvisst verið að vinna með tónlist. Ég man þegar ég var tíu ára gamall árið 1961 að þá byrjaði ég í drengjalúðrasveit í Barnaskólanum. Þetta var merkilegt framtak sem faðir minn heitinn, Hermann Eiríksson, sem þá var skólastjóri, og Herbert H. Ágústsson stóðu fyrir. Þeir ræddu sín á milli um tónlistarlífið í bænum og að það vantaði endurnýjun nemenda til þess að fara seinna inn í lúðrasveitina sem var í basli. Pabbi sótti um fjárveitingu hjá bænum og fékk myndarlegan styrk til þess að kaupa hljóðfæri fyrir þrjátíu drengi en auk þess heimild til þess að ráða Herbert sem tónlistarkennara og lúðrarsveitarstjóra skólans. Það mættu 110 strákar í inntökupróf og úr þeim hópi voru valdir þrjátíu drengir í lúðrasveitina. Þeir skuldbundu sig jafnframt um að vera með í fjögur ár en þarna fengu þeir tækifæri til þess að læra á hljóðfæri og nota það án endurgjalds, allt var frítt. Þetta framtak gaf mörgum drengjum tækifæri til þess að læra á hljóðfæri, sem ekki hefðu getað það ella en stúlkur blésu ekki í lúðra á þessum tíma. Það er sterk hefð fyrir lúðrasveit hér á Suðurnesjum og við höfum verið heppin með stjórnendur. Í dag er það Karen Sturlaugsson sem heldur á sprotanum en hún kom inn í þennan frjóa jarðveg á sínum tíma, sem áður hafði verið lagður af frumkvöðlum í lúðrasveit á Suðurnesjum,“ segir Eiríkur og

11

maður veltir því fyrir sér hversu margir tónlistarsnillingar hafi byrjað fyrstu skrefin sín einmitt í lúðrasveit. Hvað gerir húskarlinn annað við tíma sinn? Það er auðheyrt að Eiríkur hefur nóg á könnu sinni en fyrir utan allt þetta grúsk í gamla tímanum, þá sér hann um heimilið á meðan eiginkonan, Oddný Guðbjörg Harðardóttir, er þingkona kjördæmis okkar. „Ég kalla mig nú hreindýr líka en ég reyni að sjá um að taka til heima og hafa hreint. Svo elda ég mat, svona þegar ég á von á Oddnýju í kvöldmat en annars fylgir þessu mikið frelsi. Ég ræð mér sjálfur og tíma mínum en samt finnst mér gott að vakna snemma og byrja að skrifa klukkan átta og er að því til hádegis. Ég vinn best á morgnana. Svo fer ég auðvitað út með hundinn í langan göngutúr en viðra hann fyrst um leið og ég vakna. Eftir hádegi fáum við okkur góðan göngutúr saman. Það er nóg að gera. Samvera með fjölskyldunni eru dýrmætar stundir. Við hjónin eigum tvær uppkomnar dætur og fjögur barnabörn, það er yndislegt, besta hlutverk í heimi. Þá er ég að syngja með félögum mínum í Söngsveitinni Víkingar en við erum yfirleitt með eina til tvenna tónleika á ári í boði styrktaraðila. Við erum hættir að selja miða á tónleikana okkar því við viljum að allir njóti tónlistar. Við erum mjög þakklátir þeim fyrirtækjum sem eru okkur velviljuð og styrkja tónleikahaldið. Framundan er sumarið og þá förum við með hjólhýsið af stað út á land, um leið og færi gefst, það er gaman. Ég hef einnig gaman af því að veiða silung á flugu og hef farið í Veiðivötn frá árinu 1980,“ segir Eiríkur og brosir breitt við tilhugsunina um skemmtilegt sumar framundan.

Viltu gefa okkur að borða? Keilir auglýsir eftir matráði í fullt starf til að byggja upp og halda utan um metnaðarfullt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og reynslu tengt matvælaiðnaði. Þá er gerð krafa um færni í mannelgum samskiptum, jákvæðni og áhugasemi, sem og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi. Umsóknarfrestur um starfið er til 5. ágúst næstkomandi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Starfslýsingu og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Keilis. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Friðrik Friðriksson á jff@keilir.net

KEILIR

// 578 4000

// www.keilir.net

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Advertisement