Page 10

10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. ágúst 2019 // 29. tbl. // 40. árg.

GRÚSKAR

Í GÖMLUM SKJÖLUM

Hún yrði löng ferilskrá Eiríks Hermannssonar ef hann myndi útbúa eina slíka í dag því maðurinn er reynslubolti. Eirík Hermannsson þekkja margir frá því hann var fræðslustjóri Reykjanesbæjar en hann mótaði það starf í byrjun eða frá árinu 1996 til ársins 2011, þegar hann ákvað, sextugur að aldri, að hætta störfum og fara í sagnfræðinám við Háskóla Íslands. Eiríkur hefur komið víða við á starfsferli sínum og má þar meðal annars nefna kennslu, blaðamennsku, lögreglustörf og skólastjórastöðu svo eitthvað sé nefnt. Í dag segist hann vera húskarl heima hjá sér en lætur það samt ekki nægja, því nýlega var gefið út heimildarrit sem hann skrifaði um tónlistarsögu Suðurnesja fyrir 1960. Ennfremur er hann vinna úr heimildum um mál nokkurra afbrotabænda á Íslandi upp úr aldamótunum 1800, sem fer á bók sem verður gefin út innan tíðar.

Situr ekki auðum höndum

Sauðaþjófnaður alvarlegur glæpur

Ekki er búið að ákveða tímasetningu á útkomu bókarinnar sem fjallar um þetta áhugaverða efni en Eiríkur segir: „Ég er núna að skrifa um sex menn sem ekki voru allir bændur og út frá gögnunum sem ég er að skoða

VIÐTAL

„Ég ákvað að fara í sagnfræði við HÍ og var með þeim allra elstu en samt voru allir nemendur jafnir. Stundum fann ég þó til aldursins á skemmtilegan hátt þegar verið var að rifja upp tuttugustu öldina því þá hafði ég iðulega upplifað atburðina sem rætt var um. Ég kláraði meistaranám í sagnfræði árið 2016. Hugsun mín með náminu var sú að hafa eitthvað fyrir stafni þegar aldurinn segði til sín og að geta unnið á eigin hraða. Mér finnst sagnfræði áhugaverð og hef tekið að mér verkefni eftir námið en ákvað að hvíla það í bili því ég er að einbeita mér núna að bók sem ég er að skrifa. Bókin er skrifuð út frá meistararitgerð minni sem fjallaði um íslenska bændur sem leiddust út í það að verða afbrotamenn upp úr Móðuharðindunum. Ég nota dómabækur til þess að fá mynd af fjölskyldum og aðstæðum þeirra hér á landi um og upp úr aldamótunum 1800, þar sem nokkrir bændur gerðust sauðaþjófar. Þetta voru harðindatímar og þeir höfðu

yfirleitt leiðst út í þetta vegna hungurs og ótta um afkomu fjölskyldu sinnar. Ég rannsakaði mál fimm fjölskyldna og fjallaði öðrum þræði um dómskerfið og framkvæmd refsinga. Það voru hörð viðurlög við þessu og menn voru settir í lífstíðarþrælkun í járnum og kagstrýkingu. Þeir voru hýddir og sendir til afplánunar í Stokkhúsinu í Kaupmannahöfn, sem var herfangelsi. Allmargir íslenskir sakamenn voru sendir þangað en fangelsi þetta var svo nefnt vegna þess að þar voru menn hlekkjaðir við bjálka eða stokk. Menn fóru þangað í þrælkunarvinnu í hlekkjum en framkvæmdin var mjög handahófskennd og sumir voru sendir út en ekki aðrir. Engin skýring er gefin á þessari framkvæmd nema að stundum virtist sýslumönnum umhugað um að losa sig við flakkara og hreinsa til í sveitinni,“ segir Eiríkur.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

er að verða til saga. Þetta er eins og þegar köttur er að elta hnykil, sagan verður skýrari og skýrari eftir því sem ég les meira um aðstæður þessa fólks í skjölum. Fjölskyldur eru að leysast upp og ég er að fylgjast með þeim, þetta er ættfræði í aðra röndina. Það vill svo til að einn þessara manna á stóran ættlegg hingað suður sem ég tengist einnig. Það er hægt að vinna í þessu með þolinmæði og með setu á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og í Kaupmannahöfn en þangað er ég einnig búinn að fara í leit að gögnum. Tveir þessara manna dóu í fangelsi í Kaupmannahöfn og ég veit hvar grafreitur fanga var og hvar þeir liggja. Einn af hverjum fjórum íslenskum föngum lést í Stokkhúsinu en þar voru aðstæður bágbornar. Dánarorsök eins var

taugaveiki sem var kölluð fangelsissótt á þeim tíma en flær voru smitberar.“

Bók í vinnslu

Þessi athyglisverða bók sem Eiríkur vinnur nú að, mun sjálfsagt vekja áhuga margra, sem eru forvitnir um þessa hlið sakamála á Íslandi. „Ég er kominn langt í heimildaröflun en þarf að fara til Köben aftur vegna þessa. Ég hef verið að skoða handskrifuð skjöl, rúmlega tvö hundruð ára gömul, sem eru langflest á dönsku en einhver eru á íslensku. Maður þjálfast við lesturinn á þessum gögnum en bæði tungumál og skriftarmáti hefur breyst. Ritgerð mína kallaði ég Vonskuverk og misgjörningar og ætli það verði ekki nafnið á bókinni. Þetta er raunar saga af alþýðumönnum, sem ég hugsa fyrir hinn almenna lesanda og veit ekki til þess að svona saga hafi verið skráð áður hér á landi. Þessir

bændur sem ég er að skrifa um, voru afskrifaðir og útskúfaðir á sínum tíma og líklega hefur mikil skömm fylgt fjölskyldum þeirra, þó það sé engan veginn víst,“ segir Eiríkur, sem brátt getur titlað sig rithöfund.

Tónlistarsaga Suðurnesja fyrir 1960

Eins og lesendur eru líklega farnir að átta sig á þá hefur Eiríkur mjög gaman af sögu þjóðar. Nýlega átti hann stóran þátt í útgáfu heimildarritsins Frumkvöðlar og tónlistarrætur á Suðurnesjum fyrir 1960 sem Uppbyggingarsjóður Suðurnesja stóð að. „Ég var beðinn um að taka saman upplýsingar um frumkvöðla tónlistar á Suðurnesjum en þetta er saga okkar á undan rokkinu, sem byggir á viðtölum en þarna er meðal annars fjallað um fyrstu hljómsveitina, sem vitað er um í

Profile for Víkurfréttir ehf

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Víkurfréttir 29. tbl. 40. árg.  

Víkurfréttir 28. tbl. 2019

Advertisement