Víkurfréttir 22. tbl. 40. árg.

Page 8

8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

miðvikudagur 29. maí 2019 // 22. tbl. // 40. árg.

Rifja upp herstöðina í bakgarðinum – Ný sýning í Duus Samtímis Fjölskyldumynstri verður sýningin „Varnarlið í verstöð“ opnuð í Duus Safnahúsum en Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur að baki sýningarinnar. Helgi Valdimar Viðarsson Biering stýrir söfnun varnarliðsmuna hjá Byggðarsafninu en til sýnis verða ýmsir munir frá tímum Varnarliðsins á Íslandi, þar á meðal braggi og herjeppi, sem hvort tveggja gjörbreytti miklu í íslensku samfélagi. „Hvernig var fyrir íbúa í þessu litla sjávarþorpi, sem Keflavík var þá, að fá þessa stóru herstöð í bakgarðinn

hjá sér? Þetta hefur verið gjörbylting. Ég kem til með að segja frá BA-ritgerðinni minni og við ætlum að bjóða fólki að koma og segja sögur frá þessum tíma. Sýningin kemur til með að standa fram yfir Ljósanótt. Það er virkilega gaman og spennandi að rifja þetta upp. Fyrir grúskara eins og mig þá er maður svolítið að rífa upp gamlar torfur,” segir Helgi. Sýningin er fyrir alla þá sem áhuga hafa á samskiptum fólks, sögu og hernum. „Ég held að flestir geti fundið hér eitthvað sem höfðar til þeirra.“

Sýnir frá fjölskyldusögu í Listasafni Reykjanesbæjar Fjölskyldumynstur, sýning listakonunnar Erlu S. Haraldsdóttur, opnar á föstudaginn næsta klukkan 18 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum en Erla fann tengingar við myndefnið í abstrakt-mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku. Myndirnar sem Erla S. sýnir eru meðal annars komnar vegna áhuga hennar á að kynnast uppruna sínum, formæðrum og ættkonum. Samtímis því að Erla S. kynnir sér menningararf kvenna í annarri heimsálfu minnir hún á að í dag lifum við í heimsþorpi þar sem ólíkir menningarheimar þurfa að vinna saman í sátt og samlyndi.

Útilistaverkahjólreiðatúr í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar bregst við kallinu og tekur þátt í hreyfiviku UMFÍ með því að bjóða upp á léttan og skemmtilegan hjólreiðatúr á milli ýmissa útilistaog umhverfisverka í bænum. Túrinn er ætlaður öllum, háum sem lágum, og verður farið yfir í rólegheitunum svo allir geti notið. Lagt verður af stað frá suðurenda Duus Safnahúsa, laugardaginn 1. júní kl. 10 og hjólað í næsta nágrenni (frá Duushúsum að Skólavegi). Ferðin er öllum opin og er hugmyndin að eiga saman góða morgunstund.

Auk hefðbundinna málverka Erlu S. eru á sýningunni mynstur unnin beint á veggi og hafa nokkrir nemendur úr málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík aðstoðað við gerð þeirra. Sýningin stendur til 18. ágúst en safnið er opið alla daga frá klukkan 12 til 17.

Verk úr safneign - Málverk, skissur og steindir gluggar Sú hefð hefur skapast á liðnum árum að á einni af sumarsýningum Listasafns Reykjanesbæjar eru sýnd verk úr eigu safnsins. Að þessu sinni verða sýnd verk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara en fjölskylda Benedikts gaf safninu nokkur málverk í vor ásamt skissum af steindum gluggum sem Benedikt vann fyrir Keflavíkurkirkju árið 1977. Þegar kirkjan var færð til upprunalegs horfs árið 2012 voru gluggarnir teknir niður og settir í geymslu en nú má sjá sex þessara glugga á sýningunni í Bíósal. Safnið er opið alla daga frá 12 til 17.

Pólskir þjóðlagatónleikar í Duus Safnahúsum

Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, besti afi og bróðir,

ALBERT SIGURJÓNSSON, Ásvöllum 2, Grindavík,

lést í faðmi stórfjölskyldunnar miðvikudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, mánudaginn 3.júní kl.14. Svanhvít Daðey Pálsdóttir Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson Þórey Tea, Albert, Jóhann Daði, Sif Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson Þorleifur Freyr Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa Hallgrímur Sigurjónsson, Rúnar Sigurjónsson

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Hér er nokkuð sem unnendur þjóðlagatónlistar eða bara tónlistar almennt ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. Sunnudaginn 2. júní kl. 15 býðst einstakt tækifæri til að hlýða á tónleika með pólska þjóðlagahópnum WATRA

sem kemur hingað til lands á vegum pólska sendiráðsins á Íslandi í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Jó-

hannes Páll páfi II heimsótti Ísland árið 1989. Tónleikarnir fara fram í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir velkomnir. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. WATRA flokkurinn kemur úr fjallaþorpinu Czarny Dunajec og leikur þjóðlagatónlist frá Podhale og Carpathian héruðum Póllands. Stjórnandi er Stanislaw Bukowski. Á þrjátíu ára starfsævi flokksins hefur hann haldið meira en 500 tónleika í Póllandi, Svíþjóð, Úkraínu, Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Flokkurinn er jafnan skipaður tólf tónlistarmönnum og munu fimm þeirra koma fram á Íslandi 1. og 2. júní við þetta tilefni. Þjóðlagahópurinn kemur fram þennan sama dag í kaþólskri messu á Ásbrú en sóknarkirkjan þar er einmitt kirkja heilags Jóhannesar Páls II og starfar undir vernd hans en páfinn var tekinn í dýrlingatölu þann 27. apríl 2014.

Sjómannamessa í Duus Safnahúsum á sjómannadaginn Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Duus Safnahúsum og verður það gert með sama hætti í ár. Sunnudaginn 2. júní kl. 11 verður sjómannamessa á vegum Keflavíkurkirkju í Bíósalnum og eftir messuna verður lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.