VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 47
The Messengers Field Day 2016: Sigrún að stjórna the Messengers á aðalsviðinu á Field Day Music Festival í Viktoria Park. Síðar sama dag var PJ Harvey á sama sviði…..
asemi og þetta verður allt svolítið meira krefjandi en spennandi um leið. Svo erum við líka farin að rækta meira ætilegt í garðinum okkar, t.d. jarðarber, tómata, kartöflur, rabbarbara, ólífur, spergilkál, kál og hinar ýmsu matjurtir.“
Langar heim til Íslands í sumar – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Við vonumst heitt og innilega til þess að komast til Íslands í sumar en það verður bara að koma í ljós. Ég er líka alveg viðbúin því að svo verði ekki og að við verðum bara að vera heima. Við munum allavega ekki fara í hefðbundið sumarleyfi í ár, svo mikið er víst. Það er bara þannig á þessum tímum að við verðum að vera æðrulaus og taka því sem gerist og geta brugðist við aðstæðum eins og þær birtast. Það þýðir lítið að gera einhver langtímaplön eins og er, þó maður sé að reyna að ímynda sér hvernig langtímaáhrif þessa stórbreyttu heimsmyndar verði. Þetta verður bara allt saman að koma í ljós.“ – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? „Uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi er Vík í Mýrdal þar sem pabbi og systkini hans voru fædd og uppalin. Við, systkinabörnin, eigum ennþá húsið þeirra og skiptumst á vikum þar yfir sumarið. Börnin mín þrá að komast þangað á hverju ári og sumarið 2018 fórum við þangað með stjúpdætrum mínum, mökum og dótturdóttur okkar. Það var alveg frábært.“
Víkka þægindaramma fólks Um næstu vikur og mánuði hafði Sigrún þetta að segja: „Starfið mitt byggist upp á því að vera með fólki, aðstoða það við að víkka þægindarammann og reyna eitthvað nýtt. Oftast nær er ég að vinna með einstaklingum sem myndu flokkast sem „viðkvæmir“ á einn eða annan hátt. Ég veit að það er enn brýnni þörf en áður fyrir starf mitt nú á þessum tímum og ekki verður þörfin síðri þegar til lengri tíma er litið, til þess að byggja fólk og samfélög upp á ný eftir að þessu líkur öllu saman. Það er óvíst hvenær við getum farið að sitja saman, syngja og spila en hvenær sem það verður hægt, verð ég tilbúin.“
Gerðaskóli auglýsir eftir skólaritara Gerðaskóli auglýsir 90% stöðu skólaritara lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á skólastarfi og er með framúrskarandi þjónustulund. Í Gerðaskóla verða um 250 nemendur næsta skólaár og 58 áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn.
Gildi skólans eru virðing, ábyrgð, ánægja, árangur. Hlutverk og ábyrgð: • Ritari stýrir og ber ábyrgð á faglegu starfi skrifstofunnar. • Í því felst upplýsingamiðlun, skjalavarsla, fjármál, skýrslur og skráningar, innkaup, tækjaumsjón og önnur viðfangsefni. Menntunar – og hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða sambærileg menntun eða reynsla sem nýtist í starfi • Góð tungumálakunnátta (íslenska/enska) • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Góðir samskiptahæfileikar • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðanleiki • Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2020. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá, ábendingar um meðmælendur og almennar upplýsingar um viðkomandi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um starfið. Umsóknir skulu berast á netfangið eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri í síma 4253050.