Víkurfréttir 43. tbl. 2017

Page 10

10

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 2. nóvember 2017 // 43. tbl. // 38. árg.

Brottför til Ameríku

Á sama tíma og Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél bandaríska hersins renndi í hlað á Keflavíkurflugvelli fór ein af þotum Icelandair í loftið á leið sinni vestur um haf. P-8 kafbátaleitarvélarnar eru nokkuð tíðir gestir hér á landi en þessar vélar leystu af hólmi Orion P-3 sem Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hafði m.a. í þjónustu sinni. Þannig stendur til að gera milljarða breytingar á einu flugskýli á Keflavíkurflugvelli til að þar megi setja inn kafbátaleitarflugvél og þjónusta hana. Það er að frétta af Keflavíkurflugvelli þessa dagana að þar sjást merki um það að sumartraffíkin sé gengin yfir og aðeins sé að róast í fluginu. Það má merkja á því að nú sjást íslenskar farþegaþotur frá Icelandair og WOW standa lengur óhreyfðar á flugvélastæðum víðsfjarri Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Nýr handhafi Súlunnar tilkynntur í nóvember

Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súlan, verða afhent 10. nóvember næstkomandi. Menningarráð Reykjanesbæjar auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til verðlaunanna og þónokkrar ábendingar bárust. Menningarráð hefur farið yfir ábendingarnar og tekið ákvörðun um hver hljóti verðlaunin. Nafn verðlaunahafans verður upplýst í hófi föstudaginn 10. nóvember í Duus Safnahúsum. Núverandi handhafi Súlunnar er Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju.

Arnór Vilbergsson organisti er núverandi handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar.

Beint úr myndveri í Reykjanesbæ Þættirnir Kórar Íslands eru sendir út í beinni útsendingu frá myndverinu Atlantic Studios á Ásbrú í Reykjanesbæ. Myndverið hefur verið mikið notað fyrir stærri sjónvarpsviðburði síðustu ár, eins og t.d. Voice Ísland og nú Kóra Íslands. Myndin er tekin á æfingu sl. sunnudag.

Vox Felix komið í úrslit Kórar Íslands - Söngsveitin Víkingar keppa næsta sunnudag Ungmennakórinn Vox Felix komst áfram í þættinum Kórar Íslands sem sýndur er á Stöð 2 um síðustu helgi, en kórinn flutti lag Bonnie Tyler „Total Eclypse of the Heart“ sem á íslenskri þýðingu heitir „Mundu mig“. Þar með er kórinn kominn í sjálfan úrslitaþáttinn sem fram fer þann 12. nóvember næstkomandi. Söngsveitin Víkingar kemur fram næsta sunnudag eða þann 5. nóvember í undanúrslitum og ef þeir komast áfram þá eru þeir komnir í úrslitaþáttinn ásamt Vox Felix. „Við komumst áfram í úrslit þökk sé ykkur öllum sem kusuð,“ segir í færslu Vox Felix á Facebook þar sem kórinn þakkar fyrir sig. Það verður spennandi að fylgjast með Víkingunum næsta sunnudag en þá kemur í ljós hvort Suðurnesjaslagur muni eiga sér stað í þættinum eftir um tvær vikur.

Æft í Atlantic Studios Vox Felix á æfingu í Atlantic Studios fyrir Kóra Íslands. VF-myndir: Hilmar Bragi

Draumar viðfangsefni Ferskra vinda í Garði Alþjóðlega listahátíðin „Ferskir vindar“ verður nú haldin í fimmta sinn frá miðjum desember fram í miðjan janúar. Hátíðin fer fram í Sveitarfélaginu Garði. „Hátíðin hefur hlotið mikla og góða umfjöllun innanlands sem utan. Hún hefur gefið listafólki víðs vegar að úr heiminum einstakt tækifæri til að vinna að listsköpun sinni við krefjandi og óvenjulegar aðstæður um leið og hún hleypir ferskum vindum í samfélagið í Garði. Hátíðin opnar nýjar víddir fyrir nemendum grunn-, leikog tónlistarskóla Garðs, en listamenn Ferskra vinda hafa boðið skólunum kennslu og beina þátttöku nemenda í hátíðinni hvert sinn sem hún hefur verið haldin,“ segir í gögnum ferða-, safna- og menningarnefndar Garðs. Nú í ár verða um 40 listamenn sem

koma frá 16 löndum og þemað að þessu sinni er „DRAUMAR“. Listgreinar hátíðarinnar í ár eru málverk, skúlptúr, land-art, innsetningar, vídeólist, tónlist, dans og ljóðaskáldskapur. Undirbúningur er hafinn með grunnskólanum á þeim listgreinum sem munu verða í skólanum þar sem tveir listamenn verða með kennslu í myndlist og tónlist. Uppákomur og kennsla verða einnig í leikskólanum Gefnarborg líkt og áður. Undirbúningur hátíðarinnar gengur vel og gert er ráð fyrir stórkostlegri hátíð, er segir jafnframt í fundargerð nefndarinnar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.