Víkurfréttir 5. tbl. 2018

Page 1

Sjáið allar myndirnar!

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþátttöku

Hringbraut 99 - 577 1150

ÞORRABLÓT

Félagar í FEB og öryrkjar fá 16% afslátt af öllum vörum og lyfjum utan greiðsluþátttöku

Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

Grindavíkur & Njarðvíkur

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 1. febrúar 2018 // 5. tbl. // 39. árg.

UNDIRBÚNINGSSTJÓRN HEFUR TEKIÐ TIL STARFA Undirbúningsstjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið til starfa. Undirbúningsstjórnin hefur ráðið Róbert Ragnarsson sem verkefnisstjóra og er hann starfsmaður stjórnarinnar ásamt bæjarstjórunum Magnúsi Stefánssyni og Sigrúnu Árnadóttur. Róbert var áður bæjarstjóri í Grindavík og þar á undan í Vogum en hann vann að sameiningarverkefnum fyrir ráðuneyti sveitarstjórnarmála á sínum tíma. Hlutverk undirbúningsstjórnar er að tryggja að sameiningin gangi hnökralaust fyrir sig og undirbúa þau verkefni sem bíða nýrrar sveitarstjórnar. Jafnframt skal undirbúningsstjórnin ganga frá nauðsynlegum skjölum svo sveitarstjórnarráðuneytið geti staðfest sameininguna með formlegum hætti. Í undirbúningsstjórninni sitja eftirfarandi fulltrúar og fundar hún að jafnaði vikulega um þessar mundir: Daði Bergþórsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Jónína Holm, Jónína Magnúsdóttir og Ólafur Þór Ólafsson.

FUNDUR UM SUNDHÖLL Opinn íbúafundur um verndun Sundhallar Keflavíkur verður haldinn í bíósal Duus fimmtudaginn 1. febrúar kl. 18:00. Á fundinum verða einnig stofnuð Hollvinasamtök Sundhallar Keflavíkur, lögð fram áskorun fundarins og undirskriftasöfnun sett á laggirnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir stendur fyrir fundinum en hún stofnaði á dögunum hóp á fésbókinni sem heitir Björgum Sundhöll Keflavíkur. Yfir 2000 einstaklingar hafa gengið til liðs við hópinn á síðustu dögum. Íbúafundurinn verður í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta.

Lögreglubíll hafnaði á ljósastaur Lögreglubifreið hafnaði á ljósastaur á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðdegis á þriðjudag. Einn lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús en hann er ekki alvarlega slasaður. Tveir lögreglumenn voru í lögreglubílnum, sem er ónýtur eftir áreksturinn. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta höfðu lögreglumenn mælt bifreið fyrir of hraðan akstur og voru að veita henni eftirför þegar lögreglubifreiðin varð stjórnlaus í hálku og krapa á vegöxlinni. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en þar var fjölmennt lið frá bæði lögreglu og slökkviliði. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

MARGRÉT STYÐUR KJARTAN MÁ Margrét Sanders verður nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Margrét Sanders hefur gefið kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ í síðustu viku var samþykkt með miklum meirihluta að viðhafa uppstillingu og tilkynnti Margrét Sanders þá að hún gæfi kost á sér í 1. sæti á lista. Margrét er formaður Samtaka verslunar og þjónustu og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Strategíu. Margrét sagði aðspurð að hún myndi ekki sækjast eftir bæjarstjórastöðunni en hún hafi fengið þá spurningu frá allnokkrum. „Að öllu óbreyttu myndi ég styðja það að núverandi bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, héldi áfram. Hann hefur staðið sig vel,“ sagði Margrét í samtali við Víkurfréttir. Þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta í þrjú kjörtímabil frá árinu 2002 til 2014 var oddviti flokksins, Árni Sigfússon bæjarstjóri. Nýr meirihluti í Reykjanesbæ aug-

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

FÍTON / SÍA

Róbert Ragnarsson leiðir sameiningu Garðs og Sandgerðis

einföld reiknivél á ebox.is

lýsti starf bæjarstjóra eftir síðustu kosningar og réð Kjartan Má sem þykir hafa staðið sig vel í erfiðu verkefni. Ljóst er að það verður mikil endurnýjun á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Einhugur mun þó vera um að Margrét Sanders skipi oddvitasætið. Nokkrir hafa síðan áhuga á næstu sætum. Fjórir einstaklingar hafa ákveðið að bjóða sig í 2.–3. sæti. Þetta eru þau Baldur Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúi og útibússtjóri Sjóvá undanfarin misseri, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri hjá OMR verkfræðistofu en hún hefur verið aðalmaður í Fræðsluráði Reykjanesbæjar fyrir hönd flokksins síðasta kjörtímabil, Ísak Ernir Kristinsson, varabæjarfulltrúi og háskólanemi og Ingigerður Sæmundsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari. Aðrir sem hafa gefið út að þeir vilji sæti á listanum er Jóhann Sigurbergsson í 4. sæti en hann hefur verið á listanum síðustu tvö kjörtímabil, m.a. setið í Umhverfis- og skipulagsráði. Í efstu sætum flokksins á síðasta kjörtímabili verður mikil endurnýjun því auk Árna Sigfússonar hefur Böðvar Jónsson ákveðið að draga sig í hlé en hann hefur verið viðloðandi bæjarmál

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

síðan 1994. Magnea Guðmundsdóttir sem var í 2. sæti listans lést á síðasta ári og því eru þrír efstu frá síðustu kosningum ekki á listanum fyrir næstu kosningar. Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur boðað til Fulltrúaráðsfundar þann 1. febrúar nk. Þar verður kosin uppstillingarnefnd sem mun fá það verkefni að gera tillögu að skipan framboðslista fyrir kosningarnar í vor.

Átján einbýlishúsalóðir og fjórar parhúsalóðir í boði Sandgerðisbær á enn til úthlutunar 18 einbýlishúsalóðir og fjórar lóðir undir átta parhúsaíbúðir í Hóla- og Lækjamótahverfi í Sandgerði. Þetta kemur fram í göngum bæjarins. Þar kemur einnig fram að allar lóðirnar eru byggingarhæfar nú þegar. Sækja má um lóðirnar með því að senda tölvupóst með helstu upplýsingum um umsækjanda á byggingafulltrúa Sandgerðisbæjar.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 5. tbl. 2018 by Víkurfréttir ehf - Issuu