Víkurfréttir 38 2017

Page 4

4

VÍKURFRÉTTIR

Tíminn flýgur áfram á skrifstofu FS

-Heba Ingvarsdóttir hefur starfað sem ritari Fjölbrautaskóla Suðurnesja í tíu ár Hvað hefur þú starfað lengi í FS? „Ég hef unnið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðan í ágúst 2007. Af hverju ákvaðstu að sækja um þar? „Sara dóttir mín var að útskrifast úr FS vorið 2007 og við þá athöfn var Laufey, fyrrum skólaritari, kölluð á svið til að taka við blómvendi þar sem hún var að hætta. Starf hennar var síðan auglýst og ég hugsaði með mér að þetta væri sennilega skemmtilegt og lifandi starf og ákvað í kjölfarið að sækja um og sé ekki eftir því.“ Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér? „Ég mæti 7:45 og svara símtölum um það hver sé veikur þann daginn, skrái það inn og ef kennarar eru veikir þá kem ég því til skila til nemenda. Svo þarf að skrá inn leyfisbeiðnir, prenta námsferla, staðfestingu á skólavist og ýmislegt annað. Þess á milli koma nemendur oft við á skrifstofuna með

ýmsar spurningar eða bara til að heilsa upp á mig og spjalla um lífið og tilveruna og það er voða gaman.“ Hvað hefur breyst í starfinu síðustu ár? „Þegar ég byrjaði voru tveir starfsmenn á skrifstofu FS en nú er ég bara ein og hef verið í nokkur ár. Það er alltaf nóg að gera og mér líkar það vel enda flýgur tíminn áfram. Skólastarfið er annars ósköp hefðbundið en Fjölbrautaskóli Suðurnesja er framhaldsskóli sem leggur mikinn metnað í að koma með nýjungar í námið og þau markmið að gera alltaf betur. Við erum með frábæra kennara og starfsmenn og ég held að flestir nemendur séu sammála því.“ Hvað er það skemmtilegasta við að vera ritari? „Það er svo margt finnst mér. Það er oftast mikill erill á skrifstofunni og allt í gangi, nemendur að spyrja

um allt og ekkert, kennarar að biðja um hitt og þetta, síminn á fullu og á meðan er ég að skrá ýmislegt í tölvuna eða að prenta t.d. námsferla eða staðfestingar á skólavist. En svo koma líka rólegir tímar eftir hverja önn og þá getur maður aðeins andað en skrifstofan er svo lokuð í júlí og þá fer ég í sumarfrí og hleð batteríin.“ En leiðinlegast? „Það er eiginlega ekkert leiðinlegt nema kannski að deila út lykilorðum til nemenda sem veitir þeim aðgang að tölvum skólans. Það er frekar leiðinlegt og getur verið tímafrekt þegar heill hópur kemur í einu. Svo gleyma nemendur stundum lykilorðunum og þá þarf að fara yfir listann aftur til að finna orðin.“ Hvað hefur haldið þér svona lengi í þessu starfi? „Ég er að eðlisfari frekar vanaföst og verð því örugglega hér þar til ég kemst á aldur. Svo er þetta bara skemmtilegt og líflegt starf og alltaf gaman að vera innan um hressa nemendur og vinnufélaga.“

fimmtudagur 28. september 2017

Vogar og sameining sveitarfélaga ■■Sameining sveitarfélaga hefur fengið byr undir báða vængi á ný. Hér á Suðurnesjum eru töluverðar líkur á því að Sandgerði og Garður sameinist. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ telur jafnframt að það sé einungis tímaspursmál hvenær þessi sveitarfélög sameinist síðan Reykjanesbæ. Þetta er jákvæð þróun sem áhugavert er að fylgjast með.

Mikil tækifæri í sameiningu

Sveitarfélagið Vogar er minnsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, þegar horft er á íbúafjöldann. Það er hins vegar stórt landfræðilega. Vogar og Vatnsleysuströnd eiga land að þremur sveitarfélögum en þau eru; Hafnarfjöður, Grindavík og Reykjanesbær. Mikil tækifæri felast í þessu fyrir íbúa Voga og Vatnsleysustrandar, þegar sameining er annars vegar. Sameiningu við Reykjavík ætti heldur ekki að útiloka, enda áhugi borgarinnar á Hvassahrauni þekktur. Almenn ánægja ríkir til dæmis með sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að sameining sveitarfélaga hefur margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið. Í krafti stærðarinnar er hægt að veita íbúum betri þjónustu, nýta fjármuni betur og lækka gjöld. Skóla-, íþrótta- og menningarstarf verður fjölbreyttara og öll uppbygging innviða öflugari svo fátt eitt sé nefnt.

Þórkötlustaðarhverfið, sem er dreifbýli eins og Vatnsleysuströndin. Víða um land standa nú yfir framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Framkvæmdir sem eru að stórum hluta fjármagnaðar af ríkissjóði í gegnum Fjarskiptasjóð. Um árabil hefur athygli bæjarstjórnar verið vakin á nauðsyn þess að bæta búsetuskilyrðin á Ströndinni. Áskoranir hafa verið afhentar bæjarstjóra og staðið hefur verið fyrir undirskriftarsöfnunum. Því miður hefur það engan árangur borið. Uppbygging á Vatnsleysuströnd er því skiljanlega lítil sem enginn. Uppbygging í ferðaþjónustu hefur til dæmis mætt litlum áhuga hjá byggingayfirvöldum og eru dæmi þess að afgreiðsla byggingaleyfis hafi tekið tæp tvö ár og einkennst af óvandaðri stjórnsýslu. Á sama tíma ræða bæjarfulltrúarnir um þau miklu tækifæri sem Vatnsleysuströndin býður upp á.

Sameining nauðsynleg til að bæta búsetuskilyrði

Tilfinningar og sérhagsmunir mega ekki ráða för

Undirritaður býr á Vatnsleysuströnd og þekkir vel þá skertu þjónustu sem þar er í boði af hálfu sveitarfélagsins Voga. Á Ströndinni er enginn vatnsveita og þarf hvert heimili að bora fyrir köldu vatni og setja upp dælubúnað. Hitaveita er einungis að hluta en tæplega 40 hús eru án hitaveitu. Frárennslismál eru á ábyrgð hvers heimilis og ekkert eftirlit er með rotþróm. Dæmi eru þess að skólpi sé veitt í gamla vatnsbrunna. Netsamband er lélegt og almenningssamgöngur eru engar. Að ofangreindu má sjá að búsetuskilyrði á Vatnsleysuströnd eru bágborin, þrátt fyrir að vera aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá 1.200 manna sveitarfélagi, Vogum. Víða eru búsetuskilyrðin betri í sumarbústaðalöndum. Það er samdóma álit íbúa á Vatnsleysuströnd að þeir séu afskiptir í augum bæjaryfirvalda í Vogum. Gott dæmi í þeim efnum er að bæjarstjórn sótti ekki um styrk úr Fjarskiptasjóði til að bæta netsambandið á Ströndinni, sem er brýnt hagsmunamál. Þess má geta að Grindavík fékk nýverið tíu milljónir úr sjóðnum til að ljósleiðavæða

Bæjarfulltrúar eru kjörnir af íbúunum og starfa í þeirra þágu. Þeir eiga stöðugt að leita leiða til þess að bæta búsetuskilyrðin og verða að hugsa út fyrir kassann í þeim efnum. Sameining er mikilvægur möguleiki sem ekki má horfa fram hjá. Tilfinningar og sérhagsmunir mega ekki blinda mönnum sýn í þessum efnum. Nýta ætti tímann í haust og vetur til að fara í könnunarviðræður við nágrannasveitarfélögin um sameiningu og kynna niðurstöðuna í kjölfarið fyrir íbúunum. Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor væri síðan hægt að kjósa um við hvaða sveitarfélag skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þannig geta íbúarnir haft lýðræðislega aðkomu að málinu frá upphafi. Sveitarfélagið Vogar er eins og áður segir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum, öll rök mæla með því að sameinast stærra og öflugra sveitarfélagi. Sameining stuðlar að betri þjónustu við íbúanna, betri nýtingu fjármuna, bættum búsetuskilyrðum og bættri stjórnsýslu. Birgir Þórarinsson

Kvenfélag Keflavíkur

Starfsár Kvenfélags Keflavíkur er að hefjast Fyrsti fundur er 2. október kl. 20 að Smiðjuvöllum 11, Rauðakrosshúsinu. Almenn fundarstörf, gestur kvöldsins er Jórunn Símonardóttir Bowentæknir. Aðrir fundir eru í nóvember, desember, febrúar, mars og maí og eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar. Stjórnin býður allar konur velkomnar á fundi.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Tjarnarsel stóð fyrir málþingi í tilefni hálfrar aldar afmælis ■■Leikskólinn Tjarnarsel og fræðslusvið Reykjanesbæjar stóðu fyrir málþingi í Hljómahöll í síðustu viku. Umfjöllunarefnið var orðaforði og tengsl hans við leik og nám ungra barna. Málþingið var haldið í tilefni af hálfrar aldar afmæli Tjarnarsels, en Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanesbæjar. Boðið var upp á fjölda fyrirlestra og erinda í málstofum, en 340 þátttakendur, alls staðar af landinu, skráðu sig til þátttöku í málþinginu. Í undir-

búningsnefnd málþingsins voru þær Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels og Inga

María Ingvarsdóttir, fyrrverandi leikskólastjóri Tjarnarsels. Ingibjörg Bryndís segir þær afskaplega ánægðar með að finna þennan áhuga. „Við erum stoltar af því að geta boðið upp á tíu fyrirlestra og erindi sem öll eru flutt af fagfólki sem býr og starfar hér á svæðinu.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir 38 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu