51. tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 29. desember 2016 • 51. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

SUÐURNESJAMAGASÍN

á Hringbraut fimmtudagskvöld kl. 21:30

Uppgjör ársins Vilja mæla mengun frá flugi

Jólablástur í bænum

■■Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja að hafist verði handa sem fyrst við mælingar á loft- og hljóðmengun frá Keflavíkurflugvelli. Frá þessu greindi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á íbúafundi í Stapa á dögunum. Bæjaryfirvöld munu funda með fulltrúum Isavia vegna mælinganna.

■■Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög víða um bæinn nokkra daga fyrir jólin eins og undanfarin ár. Hér er sveitin í miðbæ Keflavíkur á Þorláksmessukvöld. Veðurguðirnir létu aðeins finna fyrir sér þegar leið á kvöldið eftir að hafa verið stilltir allan daginn. VF-mynd/pket.

200 milljónir í tvö hringtorg á Reykjanesbraut Alþingi samþykkti rétt fyrir jól breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs þannig að 200 milljónum verður varið í gerð tveggja hringtorga við Reykjanesbraut á næsta ári. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir alla nefndarmenn og þá fulltrúa Vegagerðarinnar sem funduðu með nefndinni hafa verið sammála um mikilvægi þess að setja hringtorgin upp á árinu. Hringtorg verða sett upp við gatnamót

Þjóðbrautar að Reykjanesbraut annars vegar og Aðalgötu og Reykjanesbrautar hins vegar. Framkvæmdir við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar munu hefjast árið 2018. Nú rétt fyrir jól samþykkti Alþingi tveggja og hálfs milljarða auka framlag til viðhalds vega sem Vegagerðin úthlutar eftir þörfum. Silja Dögg kveðst vongóð um að hluti af þeim fjármunum renni til viðhalds á Reykjanesbraut.

Telur sameiningu við Garð og Sandgerði tímaspursmál

FÍTON / SÍA

„Ég held að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, aðspurður um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Sérstaklega hvað varðar sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis. Viðræður um sameiningu Garðs og Sandgerðis eru hafnar en forsvarsmenn sveitarfélaganna ekki hafa sýnt áhuga á að hefja viðræður við Reykjanesbæ.“

einföld reiknivél á ebox.is

Kjartan Már telur fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar líklegustu ástæðuna fyrir því að Reykjanesbær er ekki með í þeim viðræðum en að þær geti eflaust verið fleiri. „Fólk hefur tilfinningar til síns uppruna. Við þekkjum það á milli hverfa í Reykjanesbæ. Þó að sameining hafi átt sér stað fyrir 22 árum síðan þá eru ennþá til heitir Keflvíkingar og sömuleiðis heitir Njarðvíkingar og örugglega heitir Hafnabúar líka. Á sínum tíma voru einhverjir sem töldu sameiningu í Reykjanesbæ rangt skref.“ Þá bendir Kjartan á að það geti tekið þrjár til

fjórar kynslóðir fyrir sameiningu sveitarfélaga að ganga í gegn. Á Norðurlöndunum hefur komið upp að ríkisvaldið hafi þvingað sveitarfélög til sameiningar með lagasetningu. Kjartan segir að ekki hafi verið áhugi, vilji né þor til slíkra aðgerða hér á landi. „Ég tel það ekki góða leið heldur á að leyfa sveitarfélögum að ná eigin sátt um þessi mál og það tekur tíma.“ Þá segir hann umræðuna sem nú sé í gangi gott skref. Lengri útgáfu af viðtalinu við Kjartan Má, sem er jafnframt sjónvarpsviðtal, má nálgast á vef Víkurfrétta, vf.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Jólabarnið á Suðurnesjum fæddist á HSS á jóladag klukkan 18:15.

Jólabarnið flýtti sér í heiminn ■■Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag. Þá kom stúlkubarn í heiminn klukkan 18:15. Foreldrar eru Kristín Mjöll Kristinsdóttir og Helgi Pétursson. Stúlkan var 3.470 gr og 48 cm. Henni og móður heilsast vel en þau fóru heim af fæðingardeildinni samdægurs. Móðirin fór til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag en hafði hugsað sér að eignast barnið strax á nýju ári. Stúlkan var hins vegar ekki á því og ákvað að drífa sig í heiminn snögglega.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.