Page 1

• fimmtudagurinn 17. nóvember 2016 • 45. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Páll Ketilsson ritstjóri VF og Sigmundur Ernir Rúnarsson handsala samning um samstarf Hringbrautar og VF.

Sjónvarp Víkurfrétta á Hringbraut

Stutt í páskana! Arnór B. Vilbergsson, organisti í Keflavík fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2016, Súluna, fyrir frábært starf í tónlistinni. Arnór er í skemmtilegu viðtali í sjónvarpsþætti og blaði vikunnar. Við spurðum hann hvort hann væri einhvern tíma heima: „Ég sagði nýlega við konuna mína að það væri stutt í páskana. Hún sagði ‘hvað meinarðu? Jólin eru fyrst.’ Jólavertíðin er náttúrulega að byrja og það er fullt að gera þar,“ sagði Arnór og hló. Hann er hér brosmildur með Guðnýju Stefánsdóttur eiginkonu sinni eftir afhendingu Súlunnar.

Kísilmálmverksmiðja Mikil eftirspurn United Silicon gangsett eftir lóðum í Sandgerði

FÍTON / SÍA

■■Mikil eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði í Sandgerði, bæði til leigu og sölu en framboðið lítið enda hafa margar fasteignir verið seldar að undanförnu. Sagt var frá því í Víkurfréttum fyrir rúmu ári, eða í lok september í fyrra, að um 50 íbúðir stæðu auðar og undir skemmdum í Sandgerði en þær komust í eigu fjármálastofnana eftir bankahrunið 2008. Íbúðalánasjóður hefur selt mest af þeim eignum sem sjóðurinn átti en nokkrar eru leigðar út. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, eru breytingarnar á þessum stutta tíma ótrúlegar. Umsóknir liggja fyrir um byggingu á milli fimmtán og tuttugu íbúða og eru þær nú til afgreiðslu hjá Sandgerðisbæ. „Þetta eru ánægjuleg verkefni að fást við. Við verðum að fjölga íbúðum í Sandgerði enda vantar hingað fólk til að sinna hinum ýmsu störfum og við því verðum við að bregðast,“ segir hún. Einnig er í farvatninu að byggja fimm íbúðir fyrir fólk með fötlun við Lækjarmót og var samningur þess efnis, á milli Sandgerðisbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar, undirritaður í mars síðastliðnum.

einföld reiknivél á ebox.is

Kísilmálmframleiðsla hjá United Silicon í Helguvík var gangsett síðasta sunnudag. Þetta er fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, setti ljósbogaofn verksmiðjunnar, sem framleiðir kísilinn, af stað og var það vel við hæfi þar sem hún tók fyrstu skóflustunguna að verksmiðjunni í ágúst 2014. Lokið var við fyrsta áfanga byggingar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík í ágúst og hefur félagið verið að prófa framleiðslubúnaðinn og undirbúa gangsetningu kísilmálmframleiðslu undanfarinn tvo og hálfan mánuð. Aðal verksmiðjuhúsið er 38 metra hátt og um 5.000 fermetrar að stærð, en alls samanstendur verksmiðjan af sjö húsum. Í ofnhúsinu er 32 megavatta ljósbogaofn, sem félagið hefur gefið nafnið Ísabella. Ofninn framleiðir kísilmálminn við 1900 gráðu hita við efnabreytingu af kvartsgrjóti. Í fyrsta áfanga verða framleidd 22.900 tonn í ofninum. United Silcion hefur fengið starfsleyfi fyrir alls fjórum ofnum og er verksmiðjan hönnuð með þessa stækkun í huga. Miðað við fjóra ofna verður framleiðslugetan um 90.000 tonn á ári og verður verksmiðjan þá stærsta kísilverksmiðja í heimi. Kostnaðurinn

Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon, Ragnheiður Elín Árnasdóttir, iðnaðar- og viðskiptaáðherra, Helgi Björn, yfirverkfræðingur United Silicon, og Mark Giese, sérfræðingur hjá Tenova Pyromet, sem sá um byggingu og uppsetningu á verksmiðjubúnaðinum.

við fyrsta áfanga verksmiðjunnar var um 12 milljarðar króna en fullbyggð mun hún kosta um 40 milljarða króna. „Við erum mjög ánægð og stolt á þessum stóru tímamótum. Það er mjög góð tilfinning að verksmiðjan hafi verið sett í gang eftir gríðarlega mikinn undirbúning og byggingu fyrsta áfanga. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni sem hefur á upp-

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

byggingartíma skapað hátt í 300 störf og rúmlega 60 störf nú þegar verksmiðjan hefur starfsemi,” segir Helgi Björn, yfirverkfræðingur United Silicon, sem hefur starfað við undirbúning verkefnisins síðastliðin 10 ár. ,,Þetta hefur verið gríðarlega stórt verkefni og stærra en við höfðum reiknað með. Það hafa komið tímar þar sem þetta hefur verið mjög strembið fyrir okkur og við höfum unnið alla daga, kvöld og nætur síðastliðna mánuði en núna erum við komnir í mark og munum nú taka á móti fyrsta hrákísli sem framleiddur er á Íslandi. Ég vill þakka öllum starfsmönnum United Silicon fyrir mikið og gott vinnuframlag síðustu mánuði til að ná þessum frábæra árangri að gangsetja verksmiðjuna,” segir Helgi ennfremur.

■■Vikulegur sjónvarpsþáttur Víkurfrétta verður frá næsta fimmtudegi sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en á annað hundrað þættir hafa verið sýndir á ÍNN síðustu fjögur árin. Þátturinn fær andlitslyftingu og nafn sem hann bar í upphafi, Suðurnesjamagasín. Hann verður á sama tíma og áður, kl. 21.30 á fimmtudagskvöldum. „Við hlökkum til samstarfs við Hringbrautarfólk en þökkum um leið Ingva Hrafni og ÍNN fyrir samstarfið. Ég þekki til margra á Hringbraut en við Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri áttum mjög gott samstarf á árum okkar hjá Stöð 2,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Sigmundur segir það mikinn feng að fá Víkurfréttir til liðs við Hringbraut en stöðin vill efla hlut sinn á landsbyggðinni. Stöðin hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilega og fjölbreytta dagskrá og fagmennsku. Í fyrsta Suður­nesjamagasíni Vík­ur­ frétta á Hringbraut verður rætt við nýj­a sta menn­i ng­a r ­v erðlauna­h afa Reykja­n es­b æj­a r, fjallað um marg verðlaunað læsisverkefni Leik­skól­ ans Holts í Innri-Njarðvík og kíkt í kjör­búð Sam­kaupa í Garði auk fréttapakka. Þátturinn er líka sýndur á Víkurfréttavefnum, vf.is sem og á kapalrás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ.

Íbúum í Höfnum að fjölga ●●Lóð í Höfnum undir einbýlishús úthlutað ■■Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku umsókn um lóð við Hafnargötu 8 í Höfnum undir einbýlishús. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ var síðast byggt einbýlishús í Höfnum árið 2012 og þar áður árið 2009. Ekki er vitað um fleiri lóðaumsóknir í Höfnum í farvatninu þessa stundina. Íbúar í Höfnum eru nú 110 og hefur fjölgað um fimm síðan í september í fyrra.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

Brottvísun frestað að ósk fulltrúa barnaverndar

Stýrihópur um sameiningu hélt sinn fyrsta fund Stýrihópur um sameiningu Garðs og Sandgerðis hélt sinn fyrsta fund síðasta þriðjudag. Hópinn skipa þrír fulltrúar úr hvoru sveitarfélagi, þau Magnús Stefánsson bæjarstjóri, Jónína Hólm bæjarfulltrúi og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar úr Garði og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri, Daði Bergþórsson bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar úr Sandgerði. Bæjarstjórnir sveitarfélaganna tveggja samþykktu nýlega að vinna að könnun á kostum og göllum mögulegrar

sameiningar. Ætlunin er að könnunin verði grundvöllur að samráði við íbúa um mögulega sameiningu. Starfshópurinn mun halda utan um verkefnið og stýra því. Á fundinum á þriðjudag var vinna hópsins skipulögð og rætt hvaða sérfræðingar verða fengnir til liðs við hópinn. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, er gert ráð fyrir að vinna málið hratt og örugglega. Undir þetta tók Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði. „Við ætlum að vinna þetta hratt og vel og síðan kemur í ljós í fram-

haldinu hvort menn vilja láta staðar numið eða fara í formlegar viðræður sem enda alltaf á kosningu íbúanna.“ Þegar vinnu hópsins verður lokið verður skýrslu skilað til bæjarstjórnanna og á grundvelli hennar tekin ákvörðun um framhaldið. Haldnir verða íbúafundir þegar niðurstöður liggja fyrir og að þeim loknum ákveðið hvort formlega verði kosið um sameiningu meðal íbúa eða málið látið niður falla. Ekki verður gerð tillaga að sameiningu nema nema að undangenginni kosningu meðal íbúa.

Vísa átti fjögurra manna fjölskyldu, sem búsett er í Reykjanesbæ, úr landi í gærmorgun í fylgd lögreglu en brottvísuninni var frestað eftir beiðni þess efnis frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar. Fjölskyldan er frá Togo og kom til Íslands frá Ítalíu fyrir tveimur árum og óskaði eftir hæli. Útlendingastofnun hafði úrskurðað að þeim skyldi vísa úr landi og var nokkur fjöldi vina þeirra viðstaddur á heimili þeirra á þriðjudagsnótt þegar lögreglan sótti fjölskylduna. Fjölskyldan samanstendur af hjónum og tveimur ungum börnum, tveggja

ára og sex mánaða. Fulltrúi barnaverndarnefndar í Reykjanesbæ var á staðnum og bað lögreglu um að fresta brottvísuninni í ljósi aðstæðna en móðirin vildi ekki yfirgefa heimili sitt. Á vef RÚV er haft eftir lögmanni fjölskyldunnar að réttarstaða þeirra sé óbreytt og að úrskurður um brottvísun standi að óbreyttu. Börnin tvö fæddust hér á landi. Í útlendingalögum er ákvæði um að óheimilt sé að vísa útlendingum úr landi sem fæddir eru hér og hafa síðan búið hér á landi. Málið hefur verið kært til umboðsmanns Alþingis.

Til heiðurs Unu í Útskálakirkju

Virk styrkir Björgina

■■Árleg skemmtun hollvina Unu í Sjólyst verður haldin laugardaginn 19. nóvember klukkan 20:00 í Útskálakirkju. Þrjár frábærar söngkonur munu koma fram á skemmtuninni auk þess sem þar verður upplestur. Kynnir er Bára Friðriksdóttir. Þær sem fram koma eru: Guðrún Árný karlsdóttir, Una Stefánsdóttir og Birta Rós Arnórsdóttir. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les úr bókinni Völva Suðurnesja eftir Gunnar M. Magnúss. Tilkynnt verður um vinningsljóðin í Dagstjörnunni, ljóðasamkeppni í nafni Unu í Sjólyst. Vinningshafar lesa upp ljóðin og taka við viðurkenningum. Miðaverð er 2500 krónur en miðasala er við innganginn. Miðasala rennur óskipt til starfsemi í Sjólyst.

Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hlaut á dögunum styrk til virkniúrræða frá Virk starfsendurhæfingasjóði. Alls voru veittar átta milljónir í styrki til átta virkniúrræða víðs vegar um landið. Að sögn Díönu Hilmarsdóttur, forstöðukonu Bjargarinnar, skiptir styrkurinn Björgina og starfsemina þar gríðarlega miklu máli. „Við höfum þörf fyrir góðan stuðning við Björgina til að geta haldið áfram að bjóða upp á þá þörfu og góðu þjónustu sem við erum að gera í dag,“ segir hún. Á bilinu 25 til 45 manns koma daglega í Björgina. Árið 2015 sóttu 689 manns þangað þjónustu af einhverju tagi, svo sem hin ýmsu námskeið, athvarf, endurhæfingu, geðlækni, ráðgjöf og viðtöl. „Það er aukning á milli

Starfshópur um nýjan grunnskóla í Innri-Njarðvík ■■Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykki á fundi sínum á miðvikudag í síðustu viku að skipa starfshóp um hönnun nýs grunnskóla í Dalshverfi í InnriNjarðvík. Hópurinn verður skipaður Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra, Helga Arnarsyni, sviðsstjóra fræðslusviðs og Guðlaugi Helga Sigurjónssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs. Á fundi bæjarráðs var jafnframt samþykkt að bæjarráð skipi bygginganefnd skólans.

ára hjá okkur. Þörfin fyrir starfsemi eins og Björgina er alltaf að aukast. Við fengum til að mynda 7.855 heimsóknir árið 2014 á móti 8.606 árið 2015.“ Lykilstarfsemi Bjargarinnar er athvarf með reglubundinni daglegri iðju og félagslegum stuðningi allt þátttakendum að kostnaðarlausu. Þjónustan miðar að því að bæta þjónustu í heimabyggð við einstaklinga sem glíma við geðrænan vanda og til að rjúfa félagslega einangrun. Í tilkynningu frá Virk segir að markmiðið með styrkveitingunum sé að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra.

PSSTÖÐ HRINGBRAUT • FIMMTUDAGSKVÖLD • KL. 21:30 R A V N JÓ S Ý N • R U T T Á Þ R NÝ

SUÐURNESJAMAGASÍN Sjónvarp Víkurfrétta hefur fært sig um set og sendir nú út vikulegt Suðurnesjamagasín á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

Útsendingartíminn er sá sami og áður, kl. 21:30 á fimmtudagskvöldum. Í fyrsta Suðurnesjamagasíni á Hringbraut verður Arnór Vilbergsson menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar í hásætinu. Við förum einnig á leikskólann Holt og fræðumst um læsi. Þá kynnum okkur Kjörbúðina, nýja verslanakeðju Samkaupa sem hefur opnað í Garði og Sandgerði og mun opna víðar um land á næstu vikum.

Suðurnesjamagasín verður einnig aðgengilegt á vef Víkurfrétta, vf.is og á hringbraut.is

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA NÚ Í HÁSKERPU Á HRINGBRAUT


R Á BL

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda eingöngu 17. nóvember

OPIÐ TIL 21

17. NÓV.

FIMMTUDAGUR

FLOTTIR FLOKKAAFSLÆTTIR ALLAN DAGINN! VÖFFLUR MEÐ RJÓMA OG HEITT SÚKKULAÐI SMÁRAFTÆKI * LEIKFÖNG FRÁ 18:30-20:30 *ekki Kitchen Aid OG SPIL

25%

20%

JÓLASERÍUR OG JÓLASKRAUT

30% POTTAR OG PÖNNUR

25%

25% BARNABÍLSTÓLAR

35%

LJÓSASKERMAR

GJÖCO OG KÓPAL GLITRA MÁLNING

25% EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI

20% BÍLAVARA

15%

25%

KITCHEN AID

25%

25%

25%

HREINSIEFNI OG ÁHÖLD

25%

BÚSÁHÖLD

25%

HEIMILISSKRAUT

KERTI OG LUKTIR

25% LISTMÁLARAVÖRUR

30% VERKFÆRABOX

LJÓS OG PERUR

30% 25% 30% 30% VERKFÆRASETT

30% GRILL FYLGIHLUTIR

GÆLUDÝRAFÓÐUR

20%

GARN OG FYLGIVÖRUR

DREMEL FÖNDURFRÆSAR OG FYLGIHLUTIR

25%

-30%

24.496 kr.

MOTTUR

Almennt verð:

SNICKERS

VALDAR VÖRUR Á ENN MEIRI AFSLÆTTI -30%

2.277 kr. Almennt verð:

HEIÐUR TRÚBADORAR SPILA LJÚFA TÓNA

2.987 kr. Almennt verð:

4.595 kr.

HÖGGBORVÉL BAVARIA

3.795 kr. 74800555 KAFFISTELL -35% STYKKI -40% 1841100116

byko.is

2.577 kr. Almennt verð:

4.295 kr. MATARSTELL 12 STYKKI

5.596 kr. Almennt verð:

7.995 kr.

KRANS HÁLFHRINGUR 51880535

34.995 kr. RAFHLÖÐUBORVÉL 74874094

-40% 2.397 kr. Almennt verð: 3.995 kr. SKRÚFJÁRNASETT

41100117

-40%

FRÁBÆR TILBOÐ Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

58 STYKKI 72702447

-40%

14.997 kr. Almennt verð:

24.995 kr. TIFSÖG EINHELL 74808009

1.256 kr. Almennt verð:

1.795 kr. AÐVENTULJÓS -30% 51880536-8

-50% 5.498 kr. Almennt verð: 10.995 kr. KHG RYKSUGA 65103270


markhönnunehf ehf markhönnun

Veislan byrjar hjá okkur -23% HUMAR SKELBROT 1 KG BLANDAÐ ÁÐUR: 3.898 KR/PK KR PK

NAUTAHAKK 8-12% - 500G ÁÐUR: 898 KR/PK KR PK

3.391

691

-25%

-20% LAMBAMJAÐMASTEIK ÚRBEINUÐ - FROSIN ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

PÍTUBUFF 6X60 GR. MEÐ BRAUÐI ÁÐUR: 1.598 KR/PK KR PK

HUMAR 2KG. ASKJA ÁÐUR: 9.998 KR/PK KR PK

2.398

1.199

8.798

Grænkera skyndiréttir

GRANDIOSA PIZZUR 5 TEGUNDIR ÁÐUR: 789 KR/STK KR STK

598

QUORN GRÆNKERA SKYNDIRÉTTIR - 4 TEGUNDIR ÁÐUR: 699 KR/PK KR PK

ÝSUBITAR 1KG ÁÐUR: 1.698 KR/PK KR PK

1.579

499

KJÖTBOLLUR FORSTEIKTAR 900G KR PK

998

MYLLU KANILSNÚÐAR 25% MEIRA MAGN ÁÐUR: 296 KR/PK KR PK

296

Jóladagatölin eru komin

SCHLEICH JÓLADAGATAL

3.989

SÚKKULAÐI DAGATÖL VERÐ FRÁ:

KR STK

Tilboðin gilda 17. – 20. nóvember 2016

199-598 KRSTK

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Mjó


-40% BAYONNESKINKA ÁÐUR: 1.996 KR/KG KR KG

1.198

Ljúffengt og framandi

KALKÚNN HEILL - FROSINN STÆRÐ: 4,6 KG, 5,4 KG, 6,6 KG, 7,2 KG KR KG

998

-25%

-20%

DÁDÝRALUNDIR FROSNAR ÁÐUR: 7.298 KR/KG KR KG

DÁDÝRAVÖÐVAR NÝJA SJÁLAND - FROSIÐ ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

5.474

3.198

KALKÚNABRINGUR ERLENDAR - FROSNAR ÁÐUR: 2.498 KR/KG KR KG

1.998

Rauð vínber

-50% ANDABRINGUR FRANSKAR - FROSIÐ ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

2.698

ANDALEGGUR LÆRI 2 STK SAMAN - FROSIÐ ÁÐUR: 1.998 KR/KG KR KG

KLAKI 2L, KOLSÝRT VATN - LIME - SÍTRÓNU ÁÐUR: 169 KR/STK KR STK

1.598

149

VÍNBER RAUÐ KG ÁÐUR: 898 KR/KG KR KG

449

Frábæst úrval af jólasælgæti! MACKINTOSH 1.315 GR. DÓS

1.999 KRSTK CELEBRATIONS DÓS 750 GR. ÁÐUR: 2,398 KR/KG KR STK

1.999

AFTER EIGHT 300 GR. KR STK

499 www.netto.is

Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

GÓÐIR KARLAR OG GÓÐAR KONUR Víkurfréttir hafa lagt sig fram við að leita að mörgu jákvæðu sem er í gangi og að gerast á Suðurnesjum. Við höfum líka gagnrýnt þó við gerum minna af því og fjallað um hluti sem fólk hefur skoðanir á, eins og til dæmis nýlega þegar við fjölluðum um hvaða áhrif verksmiðjur í Helguvík hafa á umhverfið, útlitslega séð. Fólk hefur misjafnar skoðanir á því. En að þessu jákvæða. Það er gaman þegar einstaklingar sem hafa gert marga skemmtilega hluti í samfélaginu fá viðurkenningu. Arnór B. Vilbergsson, organisti í Keflavíkurkirkju, kórstjóri og tónlistarstjóri margra tónlistarverkefna undanfarin ár, fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Okkur á Víkurfréttum þótti þetta afskaplega vel valið hjá menningarvitum bæjarins því Arnór er mikill snillingur og það var mikill fengur þegar organistinn kom aftur í gamla heimabæinn sinn eftir að hafa lært í menningarbænum Akureyri. Í blaði vikunnar og sjónvarpsþætti vikunnar er rætt við Arnór og hann lýsir aðeins sinni sýn á ýmislegt sem hann er að gera. Margt er mjög forvitnilegt. Til dæmis þegar hann útskýrir hvernig menning verður til: „Það er alltaf mikið að gera og það er svo gaman að skapa. Það er alltaf gaman að búa til og þannig verður þessi blessaða menning til, þegar einhver skapar eitthvað og býr til og einhver nennir að koma að horfa á eða hlusta á. Það er nú bara það sem þetta snýst um.“ Það er viðtal í blaðinu við annan mjög áhugaverðan einstakling á Suðurnesjum. Hann er ekki eins áberandi í mannlífinu og organistinn en skilar talsverðu til samfélagsins á sinn hátt. Þetta er hann Sigurður Wíum Árnason. Hann gerði sér lítið fyrir og gaf Krabbameinsfélagi Suðurnesja tvær milljónir króna. Árið 2010 gaf hann Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sömu upphæð. Þetta er frekar fátítt meðal einstaklinga úti í bæ og þess vegna mjög athyglisvert og auðvitað frábært framtak hjá gamla manninum. „Ég hugsaði með mér að ef ég hefði efni á þessu þá ætti ég bara að gera þetta. Mér líður mikið betur núna en fyrir viku síðan,“ segir hann meðal annars í viðtalinu en Sigurður hefur misst bæði eiginkonu og son eftir glímu við krabbamein. Þeir Sigurður og Arnór eru bara tvö lítil dæmi um það sem Víkurfréttir fjalla um á degi hverjum á veraldarvefnum, í blaði eða í sjónvarpi. Við sögðum til dæmis í síðustu viku frá Lionessum í Keflavík, sem selja konfektkransa fyrir jólin. Þær hafa undanfarin ár gefið stórar peningaupphæðir til líknarmála. Svona eru mörg dæmi sem hægt er að benda á. Skemmtileg dæmi um samfélagslega ábyrgð. Nú eru smá breytingar í Sjónvarpi Víkurfrétta en frá og með þessari viku sýnum við vikulegan þátt okkar, Suðurnesjamagasín, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Við þiggjum allar góðar ábendingar um efni í okkar miðla, hvort sem það er um Sigga eða Arnór eða Jónu eða Gunnu. Endilega látið okkur vita hvað Suðurnesjamenn eru að gera góða og skemmtilega hluti!

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www. vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Sigurður Wíum ásamt Sigríði Ingibjörnsdóttur, starfsmanni Krabbameinsfélags Suðurnesja. Myndin var tekin þegar Sigurður afhendi félaginu tvær milljónir króna á dögunum. Ljósmynd/Krabbameinsfélag Suðurnesja.

Góð tilfinning að gefa ●●Sigurður Wíum Árnason færði Krabbameinsfélagi Suðurnesja ● tvær milljónir til minningar um eiginkonu sína og son „Ég hugsaði með mér að ef ég hefði efni á þessu þá ætti ég bara að gera þetta. Mér líður mikið betur núna en fyrir viku síðan,“ segir Sigurður Wíum Árnason, sem á dögunum færði Krabbameinsfélagi Suðurnesja tvær milljónir króna að gjöf. Gjöfin er til minningar um eiginkonu hans, Auði Bertu Sveinsdóttur og son, Svein Wíum, en þau létust bæði eftir glímu við krabbamein. Auður Berta lést árið 1983 en Sveinn árið 2006. Sigurður segir brýnt að þeir sem geti láti eitthvað af hendi rakna til samfélagsins. „Það eru margir sem hafa efni á því að gauka einhverjum krónum að góðum málstað. Það þarf ekki að vera stórt, heldur tákn um viðleitni. Ég er nú bara lítill karl,“ segir hann. Krabbameinsfélag Suðurnesja fær ýmsar gjafir og eru margir sem til dæmis láta afmælisgjafir renna til félagsins. Lítill hluti af gjöfunum rennur í rekstur félagsins en mestur hlutinn til sjúklinga. Styrkir sem þessi séu notaðir til að létta undir hjá fólki við dýrar lyfjagjafir. „Ég vona innilega að styrkurinn komi að góðum notum enda er krabbamein algengur sjúkdómur. Við götuna mína eru tólf hús en samt hafa átta manns hérna í götunni látist úr krabbameini.“ Sigurður var valinn Suðurnesjamaður ársins hjá Víkurfréttum árið 2008 en á tímabilinu 2006 til 2008 gaf hann Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tæki og búnað að andvirði tæpar sex milljónir króna. Árið 2010 gaf hann D-deild HSS tvær milljónir króna. Á þann hátt vildi hann sýna þakklæti fyrir þá umönnun sem sonur hans og eiginkona fengu á stofnuninni. Hann kveðst hafa komist í gegnum sorgina án hjálpar frá fagfólki. „Maður verður að vinna úr þessu sjálfur og það hjálpar manni enginn nema maður sjálfur. Ef eitt-

hvað bjátar á þá verður maður að vinna úr því. Ég sá í hvað stefndi og bjó mig undir það. Meira gat ég ekki gert,“ segir Sigurður um sorgina. Sigurður fæddist í Reykjavík árið 1935 og ólst upp við Fálkagötuna sem þá tilheyrði ekki Reykjavík heldur Skildinganesi. Hann flutti til Keflavíkur árið 1971 en hafði þá þegar verið á vetrarvertíð á Suðurnesjum. Meirihluta starfsævinnar vann hann við sjávarútveg, bæði til sjós og lands og starfaði meðal annars við fiskvinnslu í Brynjólfi í Innri-Njarðvík í 17 ár. „Maður er búinn að prufa ýmislegt en ekki mjög margt,“ segir hann hógvær. Fólk hefur haft á orði við Sigurð að hann verði að gæta sín á því að gefa ekki of mikið svo það verði eitthvað eftir fyrir hann sjálfan en hann segir slíkar áhyggjur með öllu óþarfar. „Svo hugsar maður hvaða málefni verði næst. Ef mér endist aldur til þá gef ég aftur en hvenær það verður, verður bara að koma í ljós. Ég er ekkert hættur.“ dagnyhulda@vf.is

„Við minnumst þess ekki að hafa fengið svo háa upphæð frá einum einstaklingi áður til styrktar félaginu“

Jólamarkaður

BJARNA SIGURÐSSONAR LEIRLISTAMANNI

Á markaðnum eru einungis að finna ný verk. Léttar veitingar alla dagana og allir velkomnir.

Opnunartímar eru: föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00 - 21:00. laugardaginn 19. nóvember kl. 11:00 - 18:00. sunnudaginn 20. nóvember kl. 11:00 - 18:00.

Bjarni Sigurðsson // Hrauntungu 20 Hafnarfirði // Sími 862 3088.

Í tilkynningu frá Guðmundi Björnssyni, vinsemdar og velvilja samfélagsins hér formanni Krabbameinsfélags Suður- á svæðinu til starfsemi félagsins. Tilnesja, segir að þau séu Sigurði einstak- gangur og markmið með starfinu er og lega þakklát fyrir þessa rausnarlegu verður að koma til aðstoðar við krabbagjöf sem hann veitti meinssjúka og fjölmeð svo myndarlegum skyldur þeirra eftir hætti til minningar um bestu getu ásamt sína nánustu ástvini. því að huga að for„Við minnumst þess vörnum og veita ekki að hafa fengið svo upplýsingar um þá háa upphæð frá einum aðstoð sem í boði einstaklingi áður til er. styrktar félaginu. Um leið og v ið Víst er að þetta á eftir óskum Sigurði að nýtast vel og eykur Wíum velfarnaðar mjög möguleika okkar og ítrekum þakkir á að koma til aðokkar fyrir höfðSigurður segir brýnt að stoðar við fleiri eininglega gjöf viljum fólk sem geti láti eitthvað af staklinga í erfiðleikum við einnig þakka hendi rakna til samfélagsog fjölskyldur þeirra. öllum þeim aðilum ins. Hann hefur í gegnum Á starfstíma félagsins sem stutt hafa við tíðina stutt við ýmis góð sem verið hefur óslitstarfsemi félagsmálefni með veglegum peninn frá stofnun 1953 ins á umliðnum ingagjöfum. hefur verið ómetanárum.“ VF-mynd/dagnyhulda legt að finna sífellt til


OFFICERAKLÚBBURINN

THANKSGIVING Alvöru þakkargjörðarhátíð fyrir alla fjölskylduna í Officeraklúbbnum á Ásbrú fimmtudaginn 24. nóvember

4ör.n 97–120ár0a 1.k100rkr..

B 6 ára og yngri fá frítt

Á matseðlinum er m.a.:

R I N A T N A P A Ð BOR

7 9 7 4 1 42

Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory Stuffing Alvöru Gravy Fullt af flottu meðlæti Pecan Pie Apple Pie Strawberry Tall Cake

FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER

11:00 – 14:00 & 17:00 – 21:00


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

AUKAÁRSFUNDUR Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar boðar til aukaársfundar í bæjarstjórnarsal Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 16:30. Fundarefni: • Fyrirhuguð sameining Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar og Brú lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. • Tillögur að breytingum á samþykktum Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. • Önnur mál. Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar

LAUS STÖRF NJARÐVÍKURSKÓLI NESVELLIR

Þroskaþjálfi Starfsmaður í móttöku

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR

Bæjarstjórinn kom færandi hendi með blómvönd í nýju Kjörbúðina. Hér er hann með Gunnari Agli Sigurðssyni hjá Samkaupum og Pöllu Kristjánsdóttur, verslunarstjóra í Garði.

Frábærar viðtökur við Kjörbúðinni „Viðtökurnar hafa verið frábærar, langt umfram okkar væntingar. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa en önnur verslun í nýrri matvörubúðakeðju félagsins, Kjörbúðin, var opnup í Garði síðasta föstudag. Í vikunni á undan var fyrsta verslunin opnuð í Sandgerði. Gert er ráð fyrir opnun tuttugu Kjörbúða um allt land en þær munu leysa af hólmi eldri gerðir Samkaupsverslana, Samkaup Strax og Úrval. „Þetta er okkar svar við kröfum fólks í þeim byggðarlögum þar sem við erum með verslanir. Við erum að koma til móts við óskir þeirra með meira vöruúrvali og lægra verði og verðum raunverulegur valkostur viðskiptavina á þessum stöðum. Við höfum fengið mikið ákall um að standa okkur betur í lægra verði og gerum það í Kjörbúðinni með samkeppnishæfu verði á lykilvörum og lægra verði á öðrum vörum. Þá erum við að tvöfalda vöruvalið.“ Gunnar segir að ráðist hafi verið í viðfangsmikla viðhorfskönnun meðal viðskiptavina síðastliðið ár en um fjögur þúsund manns tóku þátt í henni. „Niðurstaðan úr henni er

Viðskiptavinir nýttu sér góð opnunartilboð og fylltu körfurnar.

Kjörbúðin, með öllu því sem hún á að standa, hún er okkar svar við kröfum neytenda sem vilja lægra vöruverð og meira vöruúrval. Við svörum því ákalli auk þess að mæta með nýtt „konsept“ þar sem græni liturinn er ráðandi. Vinaleg og hlýleg verslun samhliða því að vera samkeppnishæf á markaði,“ segir Gunnar og bætir því við að stærsta ákallið varðandi vöruval hafi verið óskir um meira úrval af íslenskum vörum, grænmeti og ávöxtum. „Því höfum við mætt og

teljum að fólk þurfi ekki að leita annað í daglegum innkaupum en í Kjörbúðina þó svo það leiti svo annað í stærri innkaupum um helgar.“ Samkaup hafa rekið verslanir um allt land í áratugi og Gunnar segir að fyrirtækið sæki styrk sinn í starfsfólkið. „Við eigum gríðarlega marga og sterka leiðtoga úti um allt land, margir hverjir eru með mjög langa starfsreynslu. Við segjum að nú séum við að vopna okkur upp á nýtt. Kjörbúðin er nýtt og sterkara vopn til okkar fólks í þessari hörðu samkeppni sem ríkir á matvörumarkaðinum.“ „Þetta er rosa flott búð og gott að hafa hana hér í byggðarlaginu,“ sagði Sigrún Drífa Óttarsdóttir, bæjarstjórafrú í Garðinum og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði tekur undir orð konu sinnar og er afar ánægður með Kjörbúðina. Viðskiptavinir nýttu sér mjög góð opnunartilboð og mátti sjá margar fullar innkaupakörfur, með lambalærum, kjúklingabringum, jarðarberjum og drykkjarföngum, á leið á kassa. Margir fengu sér svo kaffi og köku í tilefni opnunarinnar, áður en þeir héldu heim á leið.

SÝNING UM JAMESTOWN STRANDIÐ Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17:00 opnar sýning í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um Jamestown strandið. Allir hjartanlega velkomnir. UPPLESTUR ÚR JÓLABÓKUM Á NESVÖLLUM Lesið verður upp úr nýjum bókum á léttum föstudegi á Nesvöllum kl. 14:00 þann 18. nóvember. Allir hjartanlega velkomnir. VIÐ BJÓÐUM SAND Í FÖTU Reykjanesbær býður bæjarbúum sand í fötu fyrir hálkuvarnir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is HEIMILIÐ „Heimilið“ er heiti á nýrri sýningu Byggðasafnsins í Gryfjunni, Duus Safnahúsum. Sýningin stendur til 23. apríl 2017. Velkomin.

Kennarar afhentu bæjarstjóra kröfugerð Kennarar á Suðurnesjum afhentu í dag Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ kröfugerð frá kennurum til sveitarfélaga. María Sigurðardóttir, kennari í Reykjanesbæ sagði að hættuástand væri að myndast í skólasamfélaginu vegna niðurskurðar, kennarar væru að dragast aftur úr og sú staða væri að myndast að kennarar væru í útrýmingarhættu. Kjartan sagði að hann sem gamall kennari hefði skilning á þeirra stöðu og að hann myndi afhenda pólitískt

kjörnum fulltrúum Reykjanesbæjar kröfugerðina. Í lok kröfugerðar kennara segir: Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði, eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er komin og krefjast viðbragða. Víkurfréttir sýndu í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni frá afhendingunni.

Skiptir öllu máli fyrir íbúana ■■„Það skiptir öllu máli fyrir íbúana að það sé verslun í byggðarlaginu, það er ein af grunnforsendum í hverju byggðarlagi,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði en hann er gamall sjókokkur og sér iðulega um innkaup á heimilinu. „Já, hann sér eiginlega um þetta,“ sagði bæjarstjórafrúin Sigrún Drífa Óttarsdóttir sem var mætt með bónda sínum við opnun Kjörbúðarinnar og aðspurð um lífið suður með sjó var hún ekki lengi að svara því: „Garðurinn er æðislegur. Ég er dreifbýlistútta og fíla mig mjög vel hérna.“


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


289

115

kr. 250 g

kr. 1 kg

ES Kakó 250 g

79

ES Sykur 1 kg

kr. 1 kg

JÓLASMJÖRIÐ

ES Hveiti 1 kg

Bakaðu

er komið í búðirnar

Með Bónus

329

OS Smjör 500 g

kr. 500 g

298

139

298

kr. 24 stk.

kr. 300 g

Heima Suðusúkkulaði 300 g

198 kr. 200 g

Tilbúið

kr. 700 g

ES Bökunarpappír 24 arkir

Bónus Síróp 700 g

ig

e Smákökud

359 kr. 24 stk.

Bónus Súkkulaðihjúpur Ljós eða dökkur, 200 g

289 kr. 450 g

Frón Smákökudeig 350 g, 4 tegundir

ES Hunang 450 g

Pipar

Hjörtu

425g

398 kr. 600 g

Heima Döðlur 600 g, ferskar

398 kr. 425 g

179

Gille Piparkökur 425 g

Dagatal Súkkulaði

Verð gildir til og með 20. nóvember eða meðan birgðir endast

kr. stk.


1.895 kr. kg

759 kr. kg

Bónus Kjúklingabringur Ferskar

Bónus Kjúklingur Ferskur, heill

GOTT VERÐ Í BÓNUS

u

98% kjöt

íslenskt

Gullauga

579

2.098 kr. kg Kalkúnabringa Þýskaland, frosin

Hálfur

Skrokkur

kr. 1,5 kg

1.098 kr. kg

Franskar Kartöflur 1500 g, frosnar

Kjarnafæði Lambaskrokkur Hálfur, frosinn

Jólaeplin og klementínurnar Ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna 2,3kg NÝ UPPS ík KERA

assa

398

698

Amerísk Jólaepli Rauð, 1,36 kg

Robin Klementínur Spánn, 2,3 kg

kr. pk.

kr. 2,3 kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

Kenna læsi á frumlegan hátt

fimmtudagur 17. nóvember 2016

Þessir krakkar voru úti að smíða græna köttinn þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn. Smíðarnar eru hluti af læsisverkefni sem nú stendur yfir þar sem börnin lesa söguna um Græna köttinn og vinna ýmis verkefni tengd henni. Sagan er eftir Önnu Sofiu Wahlström, deildarstjóra á Holti. VF-mynd/dagnyhulda

●●Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hlaut á dögunum verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir læsisverkefnið Lesum heiminn Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ hlaut á dögunum verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir verkefnið Read the World eða Lesum heiminn. Verðlaunin voru afhent á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu og tók Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, við þeim. Áður hafið verkefnið hlotið verðlaun frá Rannís (Rannsóknarmiðstöð íslands) fyrir að hugsa út fyrir rammann og notast við skapandi hugsun. Verkefnið gengur út að efla kunnáttu leikskólanemanda í læsi í sinni víðustu mynd, ekki aðeins að þau læri stafi og tölustafi, heldur er einnig unnið, meðal annars, með stafrænt læsi, félagslegt, tilfinningalegt og með umhverfislæsi. Að sögn Kristínar Helgadóttur, leikskólastjóra á Holti, var það sú óhefðbundna leið sem notuð er til að kenna læsi sem vakti athygli dómnefndar. „Með aðferðinni sem við notum þá átta börnin sig oft ekki á því að við séum að kenna læsi. Það er svo einfalt að vekja áhuga barnanna þegar við erum í leik. Það var þessi nálgun sem vakti athygli á verkefninu,“ segir hún. Ráðist var í læsisátak í leik- og grunnskólum í Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ árið 2011 og var unnið að sameiginlegri framtíðarsýn. Læsisverkefnið var unnið í framhaldi af þeirri ákvörðun. Verkefnið sem hlaut Evrópuverðlaunin á dögunum stóð yfir frá 2014 til 2015 og var þá unnið með söguna af Greppikló eftir Juliu D ona lds on og Axel Scheffler. Í ár er unnið að sams konar og verkefni á Holti en nú með söguna

af Græna kettinum eftir Önnu Sofiu Wahlström sem er deildarstjóri á Holti. Verkefnin eru svokölluð eTwinning verkefni sem falla undir Menntaáætlun Evrópusambandsins og eru unnin í nánu samstarfi við skóla í öðrum löndum. Verkefnið um Greppikló var unnið í samstarfi við skóla í Póllandi, Slóveníu, Frakklandi og Spáni. Sigurbjört hafði umsjón með verkefninu um Greppikló og segir hún alþjóðlega samstarfið hafa verið mjög lærdómsríkt, bæði fyrir kennarana og börnin. „Skólarnir eru mismunandi og menningin sömuleiðis. Það er þó alltaf hægt að finna eitthvað sameiginlegt og það er það sem við viljum kenna börnunum, að við erum öll meira og minna eins.“ Sagan af Greppikló var nýtt í ótalmörg verkefni og það sama er gert með söguna af Græna kettinum sem unnið er með á Holti

núna í vetur. „Við hvetjum börnin til að vera skapandi í hugsun og lesa heiminn. Þau eru að lesa sér til gagns og skynja heiminn. Við nýttum söguna af Greppikló í ýmis verkefni, til dæmis bjuggum við til minnisspil og borðspil.“ Þegar blaðamenn Víkurfrétta bar að garði á dögunum voru elstu börnin úti að smíða grænan kött og þau yngri að búa til bolta handa honum úr pappír. Þá voru tveir hópar að semja sitt hvora söguna út frá sögunni af Græna kettinum. Skólarnir í hinum löndunum hafa lesið söguna um Greppikló á sínu tungumáli og nemendur hafa búið til myndir og sent á milli skólanna. Þá bjuggu þau til Greppiklónna sjálfa og sendu líkamsparta hennar á milli. „Til dæmis þá sendum við hausinn til Slóveníu og hendurnar til Frakklands. Svo sendu aðrir skólar parta til okkar og við settum saman mjög fjölþjóðlega Greppikló sem var lengi uppi á vegg hjá okkur,“ segir Sigurbjört. Læsisverkefnin hafa mikið verið unnin úti við og þá meðal annars með því að leita að dýrum í tengslum við sögurnar. Lýðræði skipar stóran sess í læsisverkefnum á Holti og segir Sigurbjört eitt af markmiðunum að hvetja börn til að vera óhrædd við að segja sína skoðun. „Ef þau eru ekki öll sammála þá er kosið. Þannig leiða börnin verkefnin áfram. Við kennararnir búum til grind fyrir hvert verkefni en vitum svo ekkert hvar það mun enda. Börnin sjá og lesa heiminn oft á annan hátt en við, hin fullorðnu, og það er svo gott. Maður hefur gott af því að sjá heiminn með þeirra augum.“ dagnyhulda@vf.is

Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri á Holti og Sigurbjört Kristjánsdóttir, verkefnastjóri. Kristín heldur á verðlaununum frá Rannís og Sigurbjört á verðlaununum sem leikskólinn fékk á dögunum frá Evrópusambandinu.

Verkefnið Lesum heiminn gengur út að efla kunnáttu leikskólanemanda í læsi í sinni víðustu mynd, ekki aðeins að þau læri stafi og tölustafi, heldur er einnig unnið með stafrænt læsi, félagslegt, tilfinningalegt og með umhverfislæsi. Þessi hressu börn voru búin að gera sínar eigin bækur út frá sögunni um Græna köttinn.


fimmtudagur 17. nóvember 2016

Lið Myllubakkaskóla skipa Aron Gauti Kristinsson, Gabriela Beben, Hafdís Eva Pálsdóttir, Hjörtur Máni Skúlason, Klaudia Kuleszewicz, María Rós Gunnarsdóttir og Sávia Alves Andrade Guimaraes. Með á myndinni eru þjálfarar liðsins, þau Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Sveinn Ólafur Magnússon auk Bryndísar Guðmundsdóttur, skólastjóra Myllubakkaskóla og Helga Arnarsonar, fræðslustjóra Reykjanesbæjar. VF-mynd/dagnyhulda

Glæsilegur sigur liðs Myllubakkaskóla ●●Sigruðu í Tækni- og hönnunarkeppni First Lego League Liðið Myllarnir úr Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sigraði í Tækni- og hönnunarkeppni First Lego League sem haldin var í Háskólabíói um liðna helgi og var þeim fagnað vel á sal skólans á mánudagsmorgunn. Keppnin er haldin árlega á vegum Háskóla Íslands. Um tvö hundruð grunnskólanemendur í 6. til 10. bekk tóku þátt í keppninni í ár. Allir í liði Myllubakkaskóla eru í 7. bekk og var liðið það eina af Suðurnesjum í keppninni. Meðal verðlauna sem lið Myllubakkaskóla hlaut er réttur til þátttöku í úrslitakeppni First Lego League Scandinavia sem haldin verður í Bodø í Noregi 3. desember næstkomandi. Auk þess að sigra í keppninni fengu Myllarnir

13

VÍKURFRÉTTIR

verðlaun fyrir besta rannsóknarverkefnið. Liðsmenn í Myllunum hafa undirbúið sig vel fyrir keppnina í rúma tvo mánuði. Keppnin byggir á mörgum þáttum, svo sem liðsheild, að hanna bíl (robot), að forrita hann og að leysa ákveðnar þrautir, vinna rannsóknarverkefni út frá ákveðnu vandamáli og koma með lausn. Einnig þurfti liðið að kynna verkefnið sitt fyrir keppnina og ákvað að heimsækja fræðslustjóra Reykjanesbæjar, Helga Arnarson og fleiri starfsmenn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar síðasta föstudag. Helgi mætti fyrir hönd Reykjanesbæjar á sal Myllubakkaskóla þegar sigrinum var fagnað. Hann sagði að margir starfs-

menn hafi verið heillaðir af kynningunni á verkefninu og að sumum hafi jafnvel vöknað um augu, svo tilkomumikil var hún. „Til hamingju og við erum rosalega stolt af ykkur,“ var meðal þess sem Helgi sagði í ræðu sinni. Mark­miðið með keppn­inni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vís­ind­um. Þetta var í tólfta sinn sem keppn­in er hald­in hér á landi en hún bygg­ist á spenn­andi verk­efn­ um sem jafn­framt örva ný­s köp­u n, byggja upp sjálfs­traust og efla sam­ skipta- og for­ystu­hæfni. Þema keppn­ inn­ar í ár var sam­starf manna og dýra.

I D N A K K Æ F R E F M SÝNINGU NÆSTU SÝNINGAR: 8.SÝNING FIMMTUDAGINN 17.NÓV KL.20.00 9.SÝNING SUNNUDAGINN 20.NÓV KL.17.00 10.SÝNING FIMMTUDAGINN 24.NÓV KL.20.00

Vaktstjóri óskast í Krónuna Fitjum Okkur vantar áreiðanlegan vaktstjóra í vinnu. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Starfið felur í sér aðstoð við rekstur verslunar þar sem helstu verkefni eru: • Þjónusta við viðskiptavini

Frá kynningu á verkefni liðs Myllubakkaskóla í ráðhúsi Reykjanesbæjar, föstudaginn fyrir keppnina.

Halda jólabingó og safna fyrir góðum málefnum ■■J ó l a b i n g ó Kv e n f é l a g s Grindavíkur verður haldið næsta sunnudag, 20. nóvember. Bingóið er ein af stærstu fjáröflunarleiðum félagsins en kvenfélagskonur hafa í gegnum tíðina verið óþreytandi við að styrkja ýmis góð málefni og lagt á sig óeigingjarna sjálfboðavinnu. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, formanns Kvenfélags Grindavíkur, hafa fyrirtæki í bæjarfélaginu og víðar verið dugleg við að gefa vinninga á bingóið. Bingó fyrir börn hefst á sunnud ag in n k lu k k an 1 4 : 0 0 e n fyrir fullorðna klukkan 20:00. Bingóin verða haldin í grunnskólanum við Ásabraut.

• Verkstjórnun og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Vinna við undirbúning og framkvæmd vikutilboða • Almenn verslunarstörf

Sótt er um starfið á www.kronan.is Nánari upplýsingar gefur Ólafur Rúnar svæðisstjóri í netfanginu olafur@kronan.is Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2016

Hæfniskröfur

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook og Excel • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund • Aldurstakmark er 18 ára • Hreint sakarvottorð

Krónan er matvörukeðja í sókn sem telur sautján lágvöruverðsverslanir. Markmið Krónunnar hefur ávallt verið að veita virka samkeppni í verði og vöruúrvali auk þess að leggja áherslu á ferskleika í kjöti, ávöxtum og grænmeti.

G í Þ þ g

Bls my bla Þa bin


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

MÉR FINNST GAMAN AÐ VERA ÚT UM ALLT ●●segir Arnór B. Vilbergsson, handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar

Til hamingju með menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Þetta eru óskarsverðlaunin í þessum flokki. Hvernig er tilfinningin? Þetta er bara dásamlegt, voða skemmtilegt, ég get ekki sagt annað. Að fá klapp á bakið. Manni hlýnar um hjartarætur. Allar stundirnar sem þú ert búinn að eyða í þetta, bæði í vinnunni þinni og fyrir utan vinnuna sem ég veit að þú gerir. Þú getur þá sagt við sjálfan þig: „já, þetta var þess virði.“ Ég sem betur fer vinn við það sem ég hef gríðarlega ástríðu fyrir, þannig að maður er einhvern veginn alltaf svolítið vakinn og sofinn yfir þessu og ef maður er ekki í vinnunni, þá er maður að hugsa um hana, útsetja eða pæla í einhverjum kórum eða verkefnum. Það er alltaf mikið að gera og það er svo gaman að skapa. Það er alltaf gaman að búa til og þannig verður þessi blessaða menning til, þegar einhver skapar eitthvað og býr til og einhver nennir að koma að horfa á eða hlusta á. Það er nú bara það sem þetta snýst um. Í fáum orðum, hver eru verkefni þín daginn út og daginn inn? Ég mæti í vinnuna um 8-9 leytið, þegar ég er búinn að fara út að hlaupa með hundinn, eða hundurinn búinn að fara út að hlaupa með mig. Ég er fram eftir degi í Keflavíkurkirkju og þá er ég í ýmsum verkefnum. Ég sit gjarnan við hljóðfærið að æfa Bach og eitthvað fleira, undirbý mig fyrir messurnar og er í samskiptum við kórana mína. Hér erum við með þrjá kóra sem æfa í kirkjunni, kór Keflavíkurkirkju sem kirkjan á eiginlega, Eldey, kór eldri borgara og Vox Felix. Unga fólkið er í honum og nú þarf ég að passa mig að segja ekki barnakórinn. Fólkið sem er í honum á orðið börn sem eru fermd. Þannig að kórarnir eru gríðarlega sterkir hérna. Þeir tengjast kirkjunni beint og óbeint. Algjörlega. Ég held að þetta séu svona um það bil 150 manns sem ég er með í þessum þremur kórum. Vox Felix, sem er samstarfsverkefni allra kirkna hér á Suðurnesjum, er frábært framtak. Sjö sóknir á Suðurnesjum standa að honum og hann er orðinn tæplega þrjátíu manns. Ég held ég sé með 8 eða 9 stráka í þessum hóp. Maður er bara svo stoltur af því að þau nenni að vera með manni í þessu vafstri. Þá hlýtur þetta að vera skemmtilegt og maður hlýtur að vera að gera eitthvað gott. Þú ert organisti, spilar í messum, jarðarförum og ert svo með kórana. Svo ertu í menningunni þar fyrir utan, áhugamenningunni getum við sagt, í öðrum störfum. Segðu okkur aðeins frá því helsta. Það eru þessi hliðarverkefni. Sem betur fer stendur að mér fólk sem leitar oft til mín að vera með þeim í einhverjum verkefnum, eins og Dagný Gísladóttir gerði með Söngvaskáld á Suðurnesjum. Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni. Við vorum þrjú að vinna það, ég, Elmar Þór söngvari og Dagný Gísladóttir sögumanneskja. Við veljum okkur söngvaskáld af Suðurnesjum sem við tökum fyrir, veljum þrjá mánuði á vormánuðum í það, febrúar, mars og apríl. Svo er það hitt verkefnið, Hjólbörutónleikarnir á Ljósanótt. Það er nú pínulítið spontant, bæjarstórinn er

með okkur í því og Elmar Þór. Það er rosalega skemmtilegt. Svo hefurðu verið einn af lykilmönnum í tónlistarverkefnunum „Með blik í auga“, sem er eitt stærsta tónlistarverkefnið á Suðurnesjum ár hvert. Blikið er nú eiginlega drottningin í þessu öllu saman. Ég tók það eiginlega að mér bara um leið og ég kom hingað. Það byrjaði með svolítið öðruvísi sniði, þá vorum við meira í klassíkinni. Jóhann Smári Sævarsson og ég vorum saman í því. Svo kom Kristján Jóhannsson að máli við mig hvort það væri ekki sniðugt að vera með þema. Við prófuðum það og það heppnaðist vel. Svo er þetta bara búið að vinda upp á sig. Við erum búin að vera að þessu núna í sjö ár, með þemaverkefni. Við ætluðum að gera þetta þrisvar, taka áratugina. Svo er náttúrulega Keflavíkur Kanaútvarpið búið að vera, gærur glimmer og gaddavír, lög unga fólksins og nú síðast kántrýið.. Það er rosalega gaman að búa til svona. Við reynum að fá fólk héðan af svæðinu en þrjú síðustu ár erum við búin að sækja út fyrir svæðið og flytja inn þessar stóru stjörnur. En spilararnir eru allflestir héðan og við sem gerum allt í kringum þetta. Þetta er líka til þess að fá annan vinkil á þetta. Við að kynnast þeim, þau að kynnast okkur og þau að sjá að við getum þetta alveg hér á Suðurnesjum, verið með stórar sýningar eins og er gert í Reykjavík. Við erum voða stolt af þessu. Er munur á tónlistarlífinu hér eða þar sem þú lærðir, í Akureyrarkirkju? Ég var að spila mikið fyrir norðan og lærði þar, í Akureyrarkirkju. Útfarir þar eru til dæmis allt öðruvísi en útfarir hér. Hér er beðið um Rúnna Júl, Bjögga og Villa Vill. Auðvitað er þetta líka þar, en hér er meira um að fólk biðji um ‘Heyr mína bæn’ með Ellý (Vilhjálms) í forspil en fyrir norðan er mikið beðið um Ave Maria og þessi klassísku lög. Kirkjan hér er opin fyrir þessu svo lengi sem við gerum þetta af fagmennsku, smekklega og af virðingu. Þá verður músíkin alltaf ofsalega hátíðleg sem við gerum hérna.

Arnór við orgelið í Keflavíkurkirkju.

Þá höfum við verið með þessar messur, Jesus Christ Superstar, sem vakti gríðarlega lukku og U2 messu þar á undan. Liðið er alveg að fíla þetta. Nú stendur til að vera með Queen messu á vormánuðum í tilefni Lútersársins. Jónsi í Svörtum fötum ætlar að koma og syngja með okkur. Davíð Þór Jónsson er að semja textana fyrir okkur. Allt tekið úr fjallræðu Jesú Krists og sett í Queen lögin þannig að þetta verður allt á íslensku, búið til heilsteypt verk úr því. Ég er bara forvitinn að vita hvernig þetta kemur út. Ég hlakka mikið til. S egðu okkur aðe in s f rá þinni menntun. Við Suðurnesjamenn teljum okkur eiga þig þótt þú hafir verið fyrstu árin í Reykjavík. En hvenær fórstu til Akureyrar? Ég fór þangað 24 ára, árið 2000, og kom til baka 2008. Kláraði kantorsnámð mitt þar, lærði hjá Birni Steinari Sólbergssyni. Ég var svolítið lengi að læra, var kominn ungur með fjölskyldu og var í þremur vinnum með náminu. En sem betur fer sparkaði Björn Steinar í mig og sagði: „Jæja Arnór minn, er ekki kominn tími til að þú haldir tónleikana þína?“ Við kláruðum það árið 2007. Ætlaðir þú að fara þessa leið þegar þú varst yngri? Nei, nei, ég vissi ekki hvað kirkjuorgel var og ég vissi ekki að það þyrfti að spila með löppunum. Ég byrjaði 10 ára að læra hjá henni Ragnheiði Skúladóttur á píanó í Tónlistarskólanum í

Keflavík og hætti 16 ára því þá fannst mér rosalega kúl að vera í hljómsveit, hafði ekki alveg tíma fyrir þetta. Svo fór fólk að spyrja mig „hættirðu í tónlistarskólanum?“ Ef það er eitthvað sem ég sé eftir í lífinu, þá er það að hafa hætt í tónlistarskólanum. Svona ári síðar fer ég að hugsa hvort það sé ekki bara sniðugt að fara að læra á orgel, af því ég var að spila á hammond orgel í hljómsveit eins og John Lord gerði. Ég fór í tónlistarskólann, fékk grænt ljós á það að fara að læra á orgel og þá var Steinar Guðmundsson að kenna á hljóðfærið. Ég fór til hans í Ytri-Njarðvíkurkikju, alveg blautur á bakvið eyrun, hann er að spila eitthvað og ég sé lappirnar hreyfast og hugsa með mér hvað maðurinn sé eiginlega að gera. Svo settist ég og prufaði og þá var ekki aftur snúið, mér fannst þetta æði! Enda er þetta bara heill heimur, að vera með svona drottningar í höndunum. Þessi drottning hér (bendir á orgelið í Keflavíkurkirkju) fær bráðum endurbætur og það verður blásið lífi í hana. Við ætlum að nota það góða úr henni og losa okkur við það slæma. Við erum að tala um orgelsjóð Keflavíkurkirkju? Já, og það mál er sem betur fer að lenda þannig að við getum farið að vinna ötullega að þessu. Við erum komin með hugmynd að þessu sem allir eru sáttir við og vonandi verður það bráðum opinberað, hvernig við ætlum að gera þetta. Meiningin er að nota það sem er gott í þessu hljóðfæri

Arnór og Vox Felix kórinn tóku lagið eftir afhendingu menningarverðlauna. VF-myndir/pket.

og þar af leiðandi erum við að spara okkur mikinn pening. Það kostar mikla peninga að kaupa nýtt orgel. Já, það kostar 50 milljónir að kaupa nýtt orgel hér inn. Ég lifi það ekkert. En menn eru að horfa á kannski fimm til sex ár, kannski tvö, þrjú. Ég er mjög bjartsýnn maður og held að bæjarbúar vilji þetta enda orðið tímabært. Hvað er þá framundan hjá menningarverðlaunahafanum, organistanum og kórstjóranum? Ég sagði nýlega við konuna mína að það væri stutt í páskana. Hún sagði „hvað meinarðu? Jólin eru fyrst.“ Jólavertíðin er náttúrulega að byrja og það er fullt að gera þar. Kirkjukórinn stendur vaktina hérna öll jólin. Hópur sem ég er með á mínum snærum sem heita Kóngarnir syngja líka hérna um jólin. Það er karlakvartett. Vox Felix og Eldey, kór eldri borgara, syngur á aðventukvöldi. Vox Felix er að fara að syngja með kvennakór Suðurnesja, þannig við erum út um allt. Á hverjum degi eitthvað. Bara skemmtilegt. Ertu einhvern tímann heima? Já, á morgnanna með hundinum. Nei, (hlær) ég segi svona, ég hef náð að koma þessu fyrir þannig að ég þarf ekki að vera öll kvöld í vinnunni. Kirkjukórinn til dæmis æfir frá 6 til 8. Þannig að maður er kominn heim og nær Matlock í sjónvarpinu og einhverju góðu stöffi. Það hefur verið eftir því tekið hve gríðarlega gott starf er unnið í Keflavíkurkirkju, mikill áhugi, góð þátttaka og mikið líf. Það var alltaf talað um það þegar maður var fyrir norðan að það væri örugglega hvergi eins öflugt kórastarf eins og þar. En mér finnst það jafn öflugt hér og þar. Það er ótrúlega blómlegt líf hérna. Það eru popparar í öðrum hverjum bílskúr og við getum nefnt Valdimar, Fríðu Dís og Klassart, það er endalaus gerjun. Ég er oft að vinna með þessum poppurum líka. Það er mjög skemmtilegt. Ég tók að mér söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hef verið með hana undanfarin þrjú ár og finnst rosa gaman að stýra hljómsveitinni og vinna með krökkunum. Mitt „forte“ liggur svolítið í fjölbreytninni. Ég gæti ekki verið bara hérna við orgelið að spila sálma. Ég þarf að fá að spila John Lorde stundum. Ég þarf að fá að spila Child in Time. Ég geri það nú stundum þegar ekki margir heyra til. Mér finnst gaman að vera úti um allt, segir Arnór B. Vilbergsson, handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2016. pket@vf.is


fimmtudagur 17. nóvember 2016

15

VÍKURFRÉTTIR

JamestownÁ 163 km Íslandsbanki hraða að missa skipsstrandið opnar hraðá bókasafninu banka á Fitjum af flugi Umrædd bílastæði við Afreksbraut í Njarðvík. VF-mynd: Hilmar Bragi

Arnór Vilbergsson hlaut Súluna 2016 ■■Arnór B. Vilbergsson hlaut menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2016 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum síðasta föstudag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta sinn sem Súlan var afhent. Arnór B. Vilbergsson hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Arnór B. Vilbergsson, organisti við Keflavíkurkirkju, er fæddur í Reykjavík árið 1975 en alinn upp í Keflavík. Hann byrjaði ungur í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en eftir orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar fluttist hann til Akureyrar og nam hjá Birni Steinari Sólbergssyni og lauk þar kantorsprófi. Árið 2008 var Arnór ráðinn organisti við Keflavíkurkirkju og fluttist þá aftur í heimabæinn sinn. Hann varð frá fyrsta degi virkur í alls kyns tónlistarverkefnum í bæjarfélaginu, bæði trúarlegum og veraldlegum og hefur meðal annars unnið sem tónlistarstjóri, meðleikari, útsetjari, tónskáld auk organistastarfsins. Arnór hefur stjórnað mörgum metnaðarfullum verkefnum með Kór Keflavíkurkirkju, má þar nefna Jólaoratoríu Saints Saens og Requiem eftir Gabriel Fauré sem og verk utan hefðbundins tónleikahalds, U2 messu árið 2010, Jesus Christ Superstar árið 2013 og vorið 2017 verður flutt Queen messa. Hann hefur einnig verið tónlistarstjóri tónlistarsýningarinnar Með blik í auga sem sett hefur verið upp á Ljósanótt í Reykjanesbæ frá árinu 2010 og er einn af skipuleggjendum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum þar sem fjallað er um tónlistararf Suðurnesjamanna. Eins hefur hann staðið að hinum svokölluðu „Hjólbörutónleikum“ með þeim Kjartani Má Kjartanssyni og söngvaranum Elmari Þór. Nú stjórnar hann þremur kórum í bænum, Kór Keflavíkurkirkju, Eldey kór eldri borgara og ungmennakórnum Vox Felix. B æjarstjóri Re ykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, afhenti Arnóri verðlaunin. Við sama tækifæri var styrktarog stuðningsaðilum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, sem nú var haldin í sautjánda sinn, þakkaður stuðningurinn. Fram kom í máli Kjartans Más að virk þátttaka bæjarbúa sjálfra yrði meiri með hverju árinu sem liði og þeirra framlag ásamt fjárhagslegum styrktaraðilum gerði það að verkum að Ljósanótt væri í hópi helstu menningarhátíða landsins. Helstu styrktaraðilar Ljósanætur í ár voru Landsbankinn, Íslandsbanki, HS Orka, Nettó og Skólamatur og voru þeim og 75 öðrum bakhjörlum færðar bestu þakkir.

■■Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að veita knattspyrnudeild Ungmennafélags Njarðvíkur afnot af bílastæðum sem eru við knattspyrnuvöll deildarinnar við Afreksbraut í Reykjanesbæ frá 1. nóvember 2016 til 1. maí 2017. Knattspyrnudeildin óskaði eftir að fá afnot af bílastæðunum til að leigja undir geymslu til dæmis bílaleigubíla í vetur. Beiðni deildarinnar hafði áður verið hafnað en bæjaryfirvöld hafa nú breytt ákvörðun sinni.

Guðríður aðal féhirðir Íslandsbanka vígði bankann

■■Erlendur ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 163 km hraða á Reykjanesbraut á dögunum, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, kvaðst vera að flýta sér að ná flugi til heimalandsins. Tveir ökumenn til viðbótar mældust á 139 km hraða á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og sá fjórði ók á 135 km hraða á Reykjanesbrautinni.

Var með „stolið“ úr ■■Lögreglunni á Suðurnesjum barst á dögunum tilkynning um að armbandsúri hefði verið stolið af gesti í Bláa lóninu. Lögreglumenn brugðust þegar við og fóru á staðinn. Ekki þurfti að verja miklum tíma í að rannsaka málið því úrið góða reyndist vera á handlegg eiganda síns. Þarna átti því við hið fornkveðna að allt er gott sem endar vel.

■■Sýning um Jamestown-skipsstrandið verður opnuð í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar dag, fimmtudaginn 17. nóvember, klukkan 17:00. Fiðluleikarinn Eyþrúður Ragnhildardóttir leikur á fiðlu á opnuninni. Jón Marinó smíðaði nýja framhlið á fiðluna úr Jamestown-timbrinu. Þann 26. júní árið 1881 rak gríðarlega stórt seglskip á land í Höfnum. Skipið Jamestown var með stærstu skipum á 19. öld og var á leið frá Boston með mikinn timburfarm sem nota átti undir járnbrautateina í Bretlandi. Allt þetta eðaltimbur kom sér einkar vel fyrir fólkið af svæðinu en mikið af því var selt og nýtt til húsasmíða. Viðurinn lifir ekki bara í húsakynnum heldur einnig í tónlistarflutningi hér á landi. Hljóðfærasmiðurinn Jón Marinó, fæddur og uppalinn Keflvíkingur hefur smíðað þó nokkuð af hljóðfærum. Hann notar ávallt viðarbút frá Jamestown farminum sem honum áskotnaðist og setur bassabjálka og sálir í öll strokhljóðfæri sem hann býr til.

Vinnumálastofnun á Suðurnesjum

Forstöðumaður þjónustuskrifstofu Laus er til umsóknar staða forstöðumanns hjá þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum sem staðsett er í Reykjanesbæ. Forstöðumaður annast daglega stjórn þjónustuskrifstofu í samræmi við starfsáætlun samþykkta af stjórn Vinnumálastofnunar. Forstöðumaður ber ábyrgð á framkvæmd, samræmingu og skiptingu þeirra verkefna sem honum og undirmönnum hans er falið að sinna ásamt því að sinna samskiptum við atvinnurekendur og ráðgjöf og vinnumiðlun til atvinnuleitenda. Hann ber jafnframt ábyrgð á þeim starfsháttum sem viðhafðir eru á hans þjónustuskrifstofu og að almennum ákvæðum upplýsinga­ og stjórnsýslulaga sé ávallt gætt. Á þjónustuskrifstofunni starfa 5 manns. Forstöðumaðurinn mun heyra undir sviðsstjóra ráðgjafar­ og vinnumiðlunarsviðs stofnunarinnar. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Hæfni- og færnikröfur:

Menntunarkröfur:

• Skipulagshæfileikar

Háskólamenntun í félagsráðgjöf, náms­ og starfs­ ráðgjöf eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. Stjórnendamenntun og stjórnendareynsla er kostur.

• Frumkvæði • Samstarfshæfni • Stjórnunarhæfni • Hæfni í verkefnastjórnun • Góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli

Starfshlutfall er 100%.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2016.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála­ ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sækja skal um starfið á Starfatorgi: www.starfatorg.is starfið er með númerið 201611/1438

Fyrirmyndarþjónusta

Nánari upplýsingar um starfið veita Vilmar Pétursson (vilmar.petursson@vmst.is) mannauðsstjóri og Hrafnhildur Tómasdóttir sviðsstjóri (hrafnhildur. tomasdottir@vmst.is) í síma 515­4800. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Virðing

Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800

Áreiðanleiki www.vmst.is

Kría hönnunarstofa www.kria.is

Súluverðlaunahafinn Arnór B. Vilbergsson.

Fá að geyma bílaleigubíla við knattspyrnuvöll

■■Íslandsbanki hefur opnað hraðbanka á Fitjum. Hraðbankinn er staðsettur á milli Subway og Apótekarans. Lengi hefur verið kallað eftir hraðbanka á þessum slóðum en fyrr á árinu skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum um vöntun á hraðbanka á Fitjum eða í Innri Njarðvík. Íslandsbanki hefur haft málið til skoðunar í nokkurn tíma og hefur nú opnað hraðbankann.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

Fögnuður hjá Bergraf ■■Fyrirtækið Bergraf ehf. fagnaði því nýlega að það hefur verið að færa út kvíarnar með stofnun Bergrafstál. Þá er fyrirtækið flutt í góða aðstöðu að Selvík 3 í Reykjanesbæ. Víkurfréttir litu við í fögnuðinn en í hann mættu fjölmargir og nokkrir þeirra lentu á mynd hjá VF. Á vef okkar, vf.is má sjá fleiri myndir.

DO YOU LOVE CLEANING? AÞ-Þrif is looking for people to work at the airport, both for daytime work and shift work Punctual and efficient individual, between the age of 20–40 years old with driving license and no criminal record. Must speak english and/or icelandic. Challenging work in a multicultural environment. If you are interested, please apply via www.ath-thrif.is or email: gerda@ath-thrif.is

PROFESSIONALISM GOOD SERVICE HONESTY

Þó líði ár og öld ●●Sýning um Björgvin Halldórsson opnuð í Hljómahöllinni ■■Sýningin Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson var opnuð í Rokksafni Íslands í Hljómahöll um síðustu helgi að viðstöddu fjölmenni. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, opnaði sýninguna formlega en einnig fluttu ávörp þeir Björn G. Björnsson sýningarstjóri og Björgvin Halldórsson. Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson, sem áætlað er að muni standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár, er farið um víðan völl og fjallað ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Myndirnar frá opnuninni tók OZZO.

THANKSGIVING KVÖLDVERÐUR FÖSTUDAGINN 25. NÓVEMBER OG LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER Á KEF REAUSTRANT. KALKÚNAHLAÐBORÐ OG TILHEYRANDI OG ÓMÓTSTÆÐILEGIR EFTIRRÉTTTIR

Verið velkomin

MUNA BORÐAPANTANIR Í SÍMA 420 7011 EÐA JENNY@KEF.IS

Vatnsnesvegi 12 // 230 Reykjanesbæ // 420 7011

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa texta, prestur er sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Sunnudagaskóli er í umsjón Systu, Helgu og Önnu Huldu. Súpuþjónar reiða fram súpu og brauð að lokinni athöfn.    MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð í boði eftir stundina.

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

SMÁAUGLÝSINGAR Þjónusta Markaður með nýtt og notað. Hafnargötu 30, beint á móti Bústoð í Reykjanesbæ. Kaffi og meðlæti á staðnum.

Óskast til leigu Óska eftir atvinnuhúsnæði um 150 fm eða stærra. Upplýsingar í síma 666 3938.

Auglýsingasíminn er

421 0001


fimmtudagur 17. nóvember 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

Sýningin „Heimilið“ í byggðasafninu í Duus endurspeglar tíðarandann, tæknistigið og söguna.

TÖLVUSTÝRÐ LYFJASKÖMMTUN

Þrjá áhugaverðar sýningar opnaðar í Duus

GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Á SKÖMMTUNARGJÖLDUM

til 1980. Lengst framan af á því tímabili var það enn nauðsyn að fólkið gæti gert sem mest sjálft. Matur var eldaður frá grunni, föt voru saumuð, stöguð, bætt, endursaumuð og híbýlaprýði voru heimagerð. Fátt var keypt út í búð, bæði var framboðið takmarkað en einnig var lítið um laust fé. Mjög áhugaverð sýning fyrir unga sem aldna. Þriðja sýningin er í Bíósalnum og heitir ‘Nánd’ en þar sýnir Jóhanna Hreinsdóttir litrík málverk sem njóta sín vel á veggjum salarins. Höfundur segir svo um verkin: „Myndhugsun mín, sem er bundin litum, formum náttúrunnar og tilfinningalegu gildi þeirra, beinist inn á við og flæðir á vit óvissunnar í leit að samhljómi. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda minna.“ Nánd og Við sjónarrönd eru opnar til 15. janúar en Heimilið til 23. Apríl.

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

Þrjá sýningar voru opnaðar í Duussölum í Reykjanesbæ síðasta laugardag eftir veitingu menningarverðlauna. Fjölmargir gestir skoðuðu þær í þremur sölum og sýningarnar verða opnar næstu mánuði. Sýningin „Við sjónarrönd“ er í listasalnum en hún er unnin í samvinnu þeirra Elvu Hreiðarsdóttur, Phyllis Ewen og Soffíu Sæmundsdóttur. Á sýningunni má sjá verk þeirra þriggja og sameiginlegt sköpunarverk þeirra. Listakonurnar fjalla meðal annars um landslag og landmótun, umbreytingar, jarðhræringar og áhrif loftslagsbreytinga, í listrænni nálgun við viðfangsefni sem einnig hafa verið vísindamönnum hugleikin. Sýningin „Heimilið“ í byggðasafninu í Duus endurspeglar tíðarandann, tæknistigið og söguna en síðast en ekki síst persónulega sögu. Á sýningunni er lögð áhersla á vinnuna á heimilinu og tímabilið er árin 1930

Þriðja sýningin er í Bíósalnum og heitir „Nánd“ en þar sýnir Jóhanna Hreinsdóttir litrík málverk.

Hringbraut 99 - 577 1150

Sýningin „Við sjónarrönd“ er í listasal Duus-húsa.

Átt þú Menningarkort?

Menningarkort Reykjanesbæjar

2017

Menningarkortið fæst í Duus Safnahúsum, Rokksafni Íslands og Bókasafni Reykjanesbæjar. Kortið kostar 3.500 krónur og veitir þér aðgang að söfnunum ásamt bókasafnskorti sem gildir út árið 2017. Handhafar kortsins fá einnig 10% afslátt í safnbúðum ofantaldra safna, afslátt á ýmsa viðburði, sýningar og þjónustu á vegum menningarhópa og stofnana í bæjarfélaginu.

Þetta reikningsdæmi er ofur – einfalt!


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. nóvember 2016

ÍÞRÓTTIR

Hildur Björk Pálsdóttir // hildur@vf.is

Arnór með landsliðsmark og nýjan þjálfara ■■Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt fimmta landsliðsmark á þriðjudaginn þegar Ísland spilaði vináttulandsleik gegn Möltu. Arnór var í byrjunarliðinu ásamt fyrrum liðsfélaga sínum, Elíasi Má Ómarssyni og Njarðvíkingnum Ingvari Jónssyni. Arnór leikur með austurríska úrvalsdeildarliðinu Rapid Vín en liðið réði nýlega til sín nýjan þjálfara, Austurríkismanninn Damir Canadi. Forveri hans, Michael Büskens, þótti ekki standa undir væntingum og var látinn taka poka sinn.

Brynjar Atli æfir með Sheffield ■■Brynjar Atli Bragason, leikmaður knattspyrnuliðs Njarðvíkur er staddur í Englandi, nánar tiltekið í Sheffield en hann er við æfingar hjá U18 liði Sheffield United. Hann mun skoða aðstæður, æfa og keppa ásamt því að fara á markmannsæfingar með liðinu. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, er með Brynjari í Sheffield.

Gautaborg keypti Elías Má

„LEGG MIKLA ÁHERSLU Á VARNARLEIKINN“

Reggie Dupree, leikmaður Keflavíkur í Domino’s deild karla í körfubolta, hefur verið lykilmaður í liðinu það sem af er tímabili og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir frábæran varnarleik. Það leynir sér ekki að hann er í fantaformi, enda harðduglegur við aukaæfingar. Hann leggur sig einnig fram við að vera yngri leikmönnum liðsins góð fyrirmynd. Þú hefur þurft að sanna þig til að fá meiri spilatíma hjá Keflavík. Hvernig gerðirðu það? Ég horfi alltaf til framtíðar og æfi eins vel og ég get. Ég fer ekki allt í einu að mæta oftar í ræktina og skjóta aukalega til að sanna mig heldur geri ég það alltaf. Ég sé þetta þannig að þú vinnur þér inn virðingu liðsfélaga þinna og traust þjálfara þíns. Þegar þú hefur gert það, þá ganga hlutirnir upp. Hvernig líkar þér að gegna stærra hlutverki í liðinu með hverju tímabili sem líður? Ég kann vel við það. Það er gaman þegar fólk hefur trú á manni og heldur að maður geti hjálpað liðinu og haft áhrif. Ég tek sökina á mig ef illa gengur en þegar vel gengur þá er það liðsheildinni að þakka. Er mikilvægt fyrir þig að vera leiðtogi, bæði innan og utan vallar? Já, mér finnst það mikilvægt, ekki fyrir þá eldri í liðinu heldur ungu leikmennina. Ég vil sýna gott fordæmi og vona að þeir geti lært af manni. Ef ég legg alltaf hart af mér þá þarf ég ekki að segja þeim að gera það líka, þeir sjá það og hugsa að þeir verði líka að leggja hart af sér. Þú tekur stundum liðsfélagana tali inni á vellinum. Geturðu sagt frá því? Stundum sé ég að menn eru orðnir heitir í skapinu eða þá að við erum undir í leiknum, þá segi ég þeim að þetta sé allt í góðu lagi, þetta sé maraþon, ekki spretthlaup og við þurfum bara að halda áfram að spila okkar leik. Þetta var gert við mig og ég fann að þetta hjálpaði mér, svo ég geri þetta til að hjálpa öðrum.

Stig 11,5

Fráköst Stoðs. 5 3,2

Að meðaltali í síðustu 7 leikjum.

„Þú vinnur þér inn virðingu liðsfélaganna og traust þjálfarans“ Hvað leggur þú upp með í hverjum leik? Að bæta það sem betur hefði mátt fara í síðasta leik og svo legg ég mikla áherslu á vörnina. Hver sem er getur skorað, hver sem er getur skotið en það sem er erfitt er að stöðva andstæðinginn. Svo ég einbeiti mér mjög að varnarleiknum. Ert þú og liðið þitt með markmið fyrir tímabilið? Já við settum okkur markmið í upphafi tímabils og það er einfaldlega að

Suðurnesjarimma annað kvöld ●●Landsleikjahlé í kvennadeildinni ■■Domino’s deild kvenna er nú komin í landsleikjahlé og fer næsta umferð fram þann 30. nóvember. Sex leikmenn 15 manna landsliðshópsins eru frá Keflavík og Grindavík en leiknir verða tveir leikir í undankeppni EM, annar gegn Slóvakíu og hinn gegn Portúgal. Annað kvöld tekur Keflavík á móti Grindavík í Domino’s deild karla í TM höllinni á Sunnubraut og hefst leikurinn klukkan 19:15.

■■Elías Már Ómarsson, Keflvíkingur og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur gert þriggja og hálfs árs samning við sænska félagið IFK Gautaborg. „Ég elska allt í sambandi við þetta félag,“ sagði Elías í samtali við Göteborgs-Posten. Hann hefur skorað sex mörk í 13 leikjum með félaginu og vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu, en fleiri félög voru á höttunum eftir framherjanum knáa.

Guðmundur Steinars til Fjölnis ■■Guðmundur Steinarsson hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis um að sinna starfi aðstoðarþjálfara liðsins. Hann tekur við stöðunni af Ólafi Páli Snorrasyni sem fór til FH. Guðmundur þjálfaði meistaraflokk Njarðvíkur á síðustu leiktíð, en hann á að baki glæsilegan feril sem knattspyrnumaður og er leikja- og markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi.

Fjalar Örn og Snorri Már Jónsson þjálfari.

Njarðvík bætir við hópinn ■■Knattspyrnudeild UMFN hefur gengið frá samningi við Skagamanninn Fjalar Örn Sigurðsson. Fjalar er 22 ára og kemur frá Kára á Akranesi en hann á að baki 28 leiki og 15 mörk á sínum ferli með Kára, ÍA og Selfossi.

vera eins góðir og við getum verið. Við getum ekki efast um okkur eða verið ósáttir með okkar frammistöðu í lok tímabils ef við vitum sjálfir að við gerðum eins vel og við gátum og spiluðum okkar besta leik. Hvernig er liðsandinn? Hann er góður. Undanfarin ár höfum við alltaf verið með nýtt lið en nú höfum við spilað saman í tvö ár og erum farnir að þekkja vel inn á hvern annan. Samskiptin okkar á milli eru góð og sömuleiðis mórallinn. Það er mjög gott.

MEISTARAFLOKKUR KARLA

KEFLAVÍK - GRINDAVÍK TM-HÖLLIN FÖSTUDAGINN 18. NÓVEMBER KL. 20:00

GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR LEIK

ÁFRAM KEFLAVÍK!


fimmtudagur 17. nóvember 2016

19

VÍKURFRÉTTIR

Markmiðið er að komast í „March Madness“

„Það eru gerðar miklar væntingar til okkar“ Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson spilar með Barry University í Miami en þeim var nýlega spáð 12. sætinu í annarri deildinni af fjölmiðlum ytra. Elvar er á þriðja ári og spilar stöðu leikstjórnanda. Á síðasta tímabili var Elvar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 8,1 að meðaltali í leik en hann var auk þess með 10,8 stig að meðaltali. Fjölmiðillinn Sporting News veitti Elvari viðurkenningu nýlega fyrir góðan árangur á síðasta tímabili með Barry. Hvernig leggst komandi tímabil í þig? Og hvaða væntingar hefurðu til þess? Komandi tímabil leggst mjög vel í mig, ég er fullur tilhlökkunar og er bjartsýnn á gott gengi í vetur. Það eru gerðar miklar væntingar til okkar og okkur er spáð góðu gengi, við erum með marga nýja leikmenn svo það kemur í ljós hvort við náum að fylgja því. Hvernig hefur undirbúningstímabilið verið? Undirbúningstímabilið er full langt og biðin er löng eftir fyrsta leik. Þær æfingar einkennast af miklum hlaupum og lyftingum ásamt einstaklingsæfingum. Liðsæfingar byrja frekar seint, svo mesti undirbúningurinn hefur verið að koma manni í gott form líkamlega. Það hjálpaði til að ég kom út mánuði of seint vegna landsliðisins svo það stytti undirbúningstímabilið mikið. Hvaða markmið hefur liðið þitt fyrir þetta tímabil og þú persónulega? Markmið okkar er að vinna okkar riðil og komast í úrslitakeppnina og gera eins vel þar og við getum. Mitt persónulega markmið er að bæta minn leik jafnt og þétt og gera eins vel og eg

get að hjálpa mínu liði að vinna sem flesta leiki. Hvernig er liðsandinn? Liðsandinn er góður, við erum með marga stráka frá mismunandi stöðum, næstum helmingur leikmannanna er frá Evrópu svo þetta er líkara því að vera í liði frá Evrópu heldur en Bandaríkjunum. En þetta eru allt frábærir strákar og andinn góður. Hvaða liði hlakkarðu mest til að mæta? Ég hlakkaði mest til að mæta University of Miami en þeir eru mjög stór skóli og einn af bestu skólum í Bandaríkjunum. Það var fyrsti leikurinn okkar. Það var mikil upplifun, mjög skemmtilegur leikur þar sem við áttum hörkuleik við þá. Annars hlakka ég bara til næsta leiks, mér finnst alltaf jafn gaman að spila, sama á móti hverjum það er.

Næstum helmingur leikmannanna er frá Evrópu

Grindavík samdi við Brynjar Ásgeir ■■Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningum við nýjan leikmann, Brynjar Ásgeir Guðmundsson um að leika með liðinu í Pepsi deildinni á næstu leiktíð. Brynjar er 24 ára gamall og kemur frá FH. Hann getur spilað flestar stöður í vörn og á miðju, en hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.

Tveir ungir og efnilegir til liðs við Þrótt Vogum ■■Knattspyrnudeild Þróttar í Vogum hefur samið við þá Birki Þór Baldursson og Garðar Benediktsson um að leika með liðinu en þeir hafa spilað með 2. flokki FH síðustu ár. Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar, segist hafa haft auga á Birki og Garðari að undanförnu. „Þetta eru strákar sem vilja ná langt og bæta sig sem knattspyrnumenn,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Davidson í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans, en þetta er hans fyrsta ár í mekka körfuboltans. Besti leikmaður NBA deildarinnar, Stephen Curry, spilaði einnig með Davidson á sínum háskólaárum. Jón Axel spilar stöðu leikstjórnanda eða skotbakvarðar og hefur strax á undirbúningstímabilinu náð að heilla þjálfara sinn, Bob McKillop, en hann sagði Jón Axel vera enn betri leikmann en þeir bjuggust við, í viðtali við Karfan.is á dögunum. Víkurfréttir spurðu Jón Axel út í komandi tímabil og lífið í Bandaríkjunum. Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum allir vel „peppaðir“ og höfum trú á að þetta verði gott tímabil hjá okkur. Markmiðið okkar er að komast í „March Madness,“ eða úrslitakeppnina, og búa til einhver læti í þeirri keppni. Á hvað var lögð áhersla á undirbúningstímabilinu? Það var bara verið að fínpússa alla hluti hjá okkur, bæta styrk og snerpu og gera okkur tilbúna fyrir tímabilið. Eru margir nýir leikmenn í liðinu eins og þú? Kanntu vel við þig? Ég er eini nýi leikmaðurinn en þeir tóku mér allir vel og mér líður bara vel hér. Þetta er frekar lítill skóli þannig að allir þekkja alla hérna, sem gerir mér auðvelt að fá hjálp ef þörf er á. Hvaða liði ertu spenntastur að mæta? Við keppum á móti mörgum góðum skólum. Valið yrði á milli Xavier sem er 7. besta liðið í landinu, North Carolina sem er 6. eða Kansas sem er 3. besta liðið.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Ég vakna svona hálf 9, fer í morgunmat og svo í tíma kl. 9:15. Svo fer ég að skjóta létt, hádegismatur eftir það og lyftingaæfing kl. 12:30. Ég fer í tíma kl. 13:45 og svo er æfing strax eftir tímann í svona tvo og hálfan, þrjá tíma. Svo er kvöldmatur og heimalærdómur á kvöldin. Hvernig var fyrsti leikurinn? Fyrsti leikur Grindvíkingsins var gegn Appalachian State og endaði með 8674 sigri þar sem Jón Axel skoraði 11 stig og gaf 5 stoðsendingar í sínum

fyrsta leik í háskólaboltanum. Jón Axel sagðist nokkuð sáttur með fyrsta leikinn sem hafi verið mjög skemmtilegur. „Fyrsti leikurinn var geggjaður. Smá stress einkenndist í byrjun en eftir að það fór gat maður spilað sinn leik og sannað sig aðeins meira.“

Þetta er frekar lítill skóli þannig að allir þekkja alla hérna

Jólalýsing í

Kirkjugörðum Keflavíkur

Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur 1. sunnudag í aðventu, þann 27. nóvember. Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16:00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17.00. Þeir sem kjósa að nýta þjónustu garðanna varðandi leiðislýsingu á aðventu og jólum eru beðnir um að greiða valkröfu í heimabanka og setja ljós tímanlega á leiði. Þeir sem greiða kröfu í heimabanka geta komið krossum fyrir á leiðum óháð opnunartíma mótttöku. Starfsmenn kirkjugarðanna munu fylgjast með hverjir greiða kröfu og tengja þá krossa, að jafnaði innan 2 virkra daga frá greiðslu kröfunnar. Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500.- fyrir einn kross en 3.500.- fyrir hvern kross eftir það. Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 23. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagur 24. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Föstudagur 25. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Laugardagur 26. nóvember kl. 10:00 – 15:00 Sunnudagur 27. nóvember kl. 13:00 – 15:00 Opið verður frá 29. nóvember – 15. desember. Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00 Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00. Leigu- og sölukrossar verða á staðnum. Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson s. 824 6191 milli kl. 10:00 og 16:00 alla virka daga.


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

LOKAORÐ

Ingu Birnu Ragnarsdóttur

Núvitund Ég ELSKA hugtakið „ núvitund“ (e.mindfulness) og er búin að lesa ansi margar bækur sem skrifaðar hafa verið um núvitund síðustu ár og áratugi. Samkvæmt alfræðiorðabókinni Wikipedia þá kemur þetta hugtak upphaflega frá búddisma og snýst um að takast á við tilfinningar sínar með því að veita þeim athygli. Núvitund fjallar að stórum hluta um hina ævafornu iðkun hugleiðslu þar sem maður veitir athygli innri og ytri atburðum sem gerast í núinu. Ennfremur, þá snýst núvitund eða gjörhygli í stuttu máli um að finna meiri frið og ró innra með sér og líða betur í eigin skinni. Til þess að ná því eftirsóknarverða ástandi þarf að leggja af stað í hugræktarferðalag og læra mismunandi aðferðir til að þjálfa hugann og ekki síst, kynnast líkama sínum upp á nýtt. Þessi iðkun núvitundar á svo að gera einstaklinga hamingjusamari í eigin sjálfi og hafa jákvæð áhrif á allt frá andlegri líðan yfir í að koma í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Allra meina bót og að sjálfsögðu allt jákvætt um það að segja. En eins jákvætt og þetta hljómar og eflaust einfalt fyrir einhverja þá hefur mér ekki tekist að tileinka mér þessa fallegu hugrækt sem tengist hugtakinu, sama hversu ítarlega ég fer eftir þeirri aðferðarfræði sem stunduð er í núvitund. Alltaf dett ég aftur inn í mitt gamla sjálf, sem er svokölluð framtíðarvitund. Ég er nokkuð viss um að einhverjir tengi hér þrátt fyrir að ekki hafi verið skrifað mikið um þá vitund. Núvitundarferðalag mitt byrjaði sem sagt á því að fyrir talsvert mörgum árum las ég bókina hans Eckhart Tolle, „The power of now” og fór í framhaldi að kynna mér þessi fræði betur með áframhaldandi lestri og tileinkun á þeirri aðferðafræði sem stuðst er við. Fór að mæta í jóga og gerði öndunaræfingar á hverjum morgni. Ég stundaði sund af miklu kappi og fór í langa göngutúra. Alveg sama hversu kappsfull ég var í þessari iðkun og kannski af því að ég var svona kappsfull þá tókst mér einhvern veginn aldrei vel til og eftir talsvert margar tilraunir er útskýring mín eftirfarandi: Við fæðumst öll með ákveðna eiginleika, berum gen foreldra okkar og mótumst af því umhverfi sem við lifum í. Samkvæmt heimildum frá móður minni þá var ég óalandi ungabarn, svaf ekki eins og önnur ungabörn gera. Megnið af æskunni var ég úti um allt og upp um allt, gat helst ekki verið kyrr, dansandi allan daginn og varð að hafa mikið fyrir stafni. Síðan hefur eiginlega ekkert breyst. Í dag þarf ég helst að hafa of mörg járn í eldinum, tek að mér endalaust af verkefnum og kem sjálfri mér oft í þrot. Ég er líka mjög dugleg að skipuleggja framtíðina og má stundum ekki vera að því að njóta líðandi stundar. Samkvæmt núvitundarfræðunum þá væri hægt að álykta að ég væri óhamingjusöm og jafnvel síðri manneskja að ná ekki að tileinka mér núið eins og fræðin segja til um. En þegar betur er að gáð þá er það einmitt að skipuleggja framtíðina og gera plön það sem veitir mér mína lífsfyllingu. Ég er meðvituð um mínar tilfinningar og veit hvað ég vil gera til að fá sem mest út úr lífinu. Ég þarf ekki að afrugla mig í tómarúmi á hverjum degi til að upplifa sterkara sjálf og aukna hamingju. Lífið er núna er oft sagt, en núið getur bara verið mikið skemmtilegra ef maður er búinn að skipuleggja og búa í haginn áður, allavega ekki síðra. En sjálfsagt er ég bara að reyna að finna leið til að sættast við að geta ekki tileinkað mér núvitund með betri árangri en raun ber vitni, annað útilokar auðvitað ekki hitt og eflaust væri ég sáttari í eigin sjálfi ef ég gæti verið meira á staðnum í núvitund. Eftir þetta ferðalag mitt um fræði núvitundar er ég hins vegar meðvitaðri og reyni að stilla mig af endrum og sinnum. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég kynntist jóga í mínu núvitundarferðalagi og ELSKA það.

Ferðamaðurinn hefði getað fengið far með bæjarstjóranum í Grindavík...

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Ávísun á grindvíska verslun og þjónustu í jólapakkann ■■Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbæjar í ár verður með sama sniði og undanfarin ár, gjafabréf sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Grindavík. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Grindavíkurbæjar gegn framvísun gjafabréfsins. Stefnt er að því að senda gjafabréfin út í byrjun desember svo hægt sé að nýta þau fyrir jólin og hefur Grindavíkurbær beðið þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að vera með í verkefninu að skrá sig í síðasta lagi föstudaginn 18. nóvember næstkomandi en nánari upplýsingar um gjafabréfin er að finna á vef bæjarins.

Rataði ekki til Reykjavíkur ■■Það getur verið snúið að vera ferðamaður á Íslandi, óvanur þeim aðstæðum sem hér eru ríkjandi. Til dæmis urðu lögreglumenn á Suðurnesjum varir við bifreið sem ekið var lúshægt eftir Reykjanesbrautinni að kvöldi dags í vikunni. Bifreiðin var ljóslaus en með blikkljósin kveikt. Þarna reyndist vera á ferðinni erlendur ferðamaður sem var í stökustu vandræðum með að rata til Reykjavíkur. Lögreglumenn leiðbeindu honum um hvernig hann ætti að nota ljósabúnaðinn á bifreiðinni og aðstoðuðu hann við að rata á hótel í Reykjavík. Í öðru tilviki, einnig í vikunni, varð lögregla vör við skringilegt aksturslag bifreiðar sem einnig var á ferð á Reykjanesbraut upp úr miðnætti. Þar reyndist einnig vera erlendur ferðamaður undir stýri sem var óvanur að aka í myrkri og akstursmátinn því ekki alveg upp á það besta. En báðir komust þessir ferðalangar leiðar sinnar heilir á húfi, enda er það það sem mestu máli skiptir þegar upp er staðið.

Thanksgiving Hlaðborð

24. nóvember frá kl. 18:00 – 22:00 Forréttir

Desert

Kjötbollur fylltar með ítölskum osti Bökuð kryddfylling í eggi

Pumkin pie Súkkulaði ostakaka Eplakaka m/rjóma Kaffi

Aðalréttur og meðlæti Villikryddaður kalkúnn og kalkúnabringur

Grænar baunir Kartöflusalat Ávaxtasalat Maískorn Kartöflustappa Bakað rósakál Bakað smjörsteikt grasker Sætur kartöfluréttur m/pekanhnetum Sykurbrúnaðar kartöflur Rauðkál Kalkúnafylling Brún sósa Trönuberjasósa

Kr. 4.750,á mann

Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 421 7080 - duus@duus.is

45 tbl 2016  

37. árg.

45 tbl 2016  

37. árg.

Advertisement