41 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Nýr& betri opnunartími

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Virka daga 9-20

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ

vf.is

F IMMTUDAGUR 2 2 . O KTÓ BE R 2 0 15 • 4 1. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Allt á fullu hjá kísilveri United XX„Þetta hefur gengið ágætlega, nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Við erum kannski örlítið á eftir en ætlum að vinna það upp. Við stefnum að því að hefja hér framleiðslu í maí næsta vor eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir,“ sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi United Silicon fyrirtækisins en það reisir nú kísilver í Helguvík. Á annað hundrað manns starfa nú við framkvæmdir hjá United í Helguvík. Því var fagnað í vinnubúðum fyrirtækisins í Helguvík sl. föstudag með grillveislu.

Sjá nánar á bls. bls. 10 og einnig umfjöllun í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta á vef VF og á ÍNN frá kl. 21.30 í kvöld.

Bensíngaurinn er kvenkyns

Sigturbjörg Ólafsdóttir starfar sem „bensíngaur“ hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. Hún fer yfir málin í skemmtilegu viðtali sem er á bls. 14.

Tímamóta íbúakosning vegna kísilvers Thorsils í Helguvík verður í nóvember:

Verið að gefa bæjarbúum langt nef -segir Dagný Alda Steinsdóttir, einn mótmælenda, um þá ákvörðun bæjarstjórnar að hundsa niðurstöðu úr íbúakosningu

Í

búakosning vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils í Helguvík verður dagana 24. nóvember til 4. desember. Kosningin verður einDagný Alda göngu á netinu, Steinsdóttir þ.e. rafræn. Á bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ sl. fimmtudag var samþykkt hvernig spurningin yrði lögð fram en svo var samþykkt breyting á henni á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svona íbúakosning fer fram hér á landi. Mótmælendur sem söfnuðu 2500 undirskriftum og tryggðu íbúakosningu eru afar ósáttir við það að bæjarstjórn ætli

ekki að taka mark á niðurstöðum úr kosningunni. Nokkur umræða var um málið á bæjarstjórnarfundi en að lokum eftir að hafa fengið ráðleggingar frá fagaðilum sem hringt var í á fundinum, samþykktu allir bæjarfulltrúar breytingu á svarmöguleika sem átti að vera „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ í „Skila auðu“. Hópur fólks safnaði um 2500 undirskriftum sem var nóg til að fara fram á íbúakosningu. Samþykkt var í bæjarstjórn 2. júní sl. að breyta deiliskipulagi vegna kísilvers Thorsils. Íbúar verða spurðir í kosningunni um það hvort þeir séu sammála þeirri ákvörðun. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur hins vegar gefið það út að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á ákvörðun hennar.

Dagný Alda Steinsdóttir, einn af þeim íbúm sem hefur haft sig mikið frammi gegn kísilveri Thorsil segir að meirihlutinn hafi gefið bæjarbúum langt nef og sagt; „þið megið alveg kjósa en það verður ekkert mark tekið á niðurstöðunni“. Rökin og mótbárurnar eru eins og fyrr fjárhagslegs eðlis. Margir taka yfirlýsingum bæjarstjórnar, um að hunsa útkomu kosninganna á þann veg að það borgi sig ekki að kjósa. Því er einmitt öfugt farið. Núna verða íbúar að krefjast áheyrnar og kjósa um framtíðarsýn bæjarfélagsins, segir hún í grein í blaðinu. Einnig skrifar Benóný Harðarson grein þar sem hann segir Reykjanesbæ á villigötum í málinu og hafi gengið í þágu hagsmuna Thorsil.

Svona verður svarseðillinn Eftirfarandi spurning verði lögð fyrir íbúa í íbúakosningunni: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers? Hlynnt(ur) Skila auðu Andvíg(ur)

ATH!

FÍTON / SÍA

NÝR OG BETRI einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

OPNUNARTÍMI Virka daga

10:00 – 19:00

Helgar

10:00 – 18:00

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
41 tbl 2015 by Víkurfréttir ehf - Issuu