Page 1

• fimmtudagurinn 25. ágúst 2016 • 33. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Stuð í skólabyrjun! n Grunnskólarnir hófu göngu sína á ný eftir sumarfrí í vikunni. Alls eru 360 börn sem hefja nám í fyrsta bekk á Suðurnesjum þetta haustið. Flestir eru 1. bekkingar í Reykjanesbæ eða 243 talsins, 47 í Grindavík, 30 í Sandgerði, 25 í Garði og 15 í Vogum. Grunnskólanemendur á Suðurnesjum eru heldur fleiri í ár en í fyrra og hefur fjölgað í öllum grunnskólunum fyrir utan í Grindavík. Í Reykjanesbæ hefur grunnskólanemendum fjölgað um 139 frá fyrra ári og eru nú 2213. Í Sand-

gerði stunda nú 25 fleiri nám við grunnskólann en í fyrra og eru nemendur skólans 252. Nemendum í Vogum hefur fjölgað um tvo og eru nemendur Stóru-Vogaskóla 189 talsins. Sömuleiðis hefur fjölgað um tvo í Gerðaskóla og eru nemendur hans 209 í ár. Nemendum við Grunnskólann í Grindavík hefur fækkað um 24 frá fyrra ári. Myndin er tekin á fyrsta skóladegi í Grunnskóla Sandgerðis sl. mánudag. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

Með leyfi til að skjóta vargfugl við höfnina

HÁTÆKNI

í stað mannfólks

í stærstu fiskvinnslunni í Sandgerði

- Sjá viðtal á bls. 10

n Frá hverasvæðinu við Gunnuhver. Þar er fjöldi ferðamanna alla daga. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson

Mikið álag á Reykjanesi hrósað hefur verið fyrir. Þeir staðir sem við fylgjumst með eru undir miklu álagi og verða það næstu þrjú árin, sérstaklega við Gunnuhver, Reykjanesvita, Brúna milli heimsálfa og Brimketil.“ Í Víkurfréttum í dag

FÍTON / SÍA

Uppbygging á helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi er þremur árum á eftir áætlun, að sögn Eggerts Sólberg, verkefnastjóra Reykjanes Geopark. Hann segir skort á fjármagni og flækju í samskiptum við landeigendur, sveitarfélög og ríkisvaldið hafa tafið fyrir. Eggert segir að það sé búið að vera mjög mikill straumur ferðamanna um Reykjanesið og mikill uppgangur á svæðinu. „Við sjáum að bílastæðin eru alltaf full og staðirnir með þá innviði sem eru til staðar í dag, eru ekki að höndla þetta álag. Það er skýrast við Reykjanesvita og Brimketil. Það hefur verið byggt upp við Brúna á milli heimsálfa og Gunnuhver sem

einföld reiknivél á ebox.is

er fjallað um salernismál í ólestri á þessum stöðum sem Eggert nefnir. „Á pappír virka salernismál eins og það sé lítið mál að redda því. Hins vegar þarf að leggja lagnir, samþykkja skipulag og skipulagsferlið hefur tekið

langan tíma. Það er komin ákveðin lausn hvað það mál varðar og verður kynnt á næstu vikum. Það verður byggt þjónustuhús á Reykjanesi þar sem meðal annars verður salernisaðstaða og annars konar þjónusta.“

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

n Lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti í vikunni hafnarstjóra Reykjaneshafnar tímabundna undanþágu á grundvelli 12. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjanesbæ til að skjóta sjófugl við höfnina í Keflavík, en fuglinn hefur sótt mjög í makrílinn þegar landað er og verið til vandræða. Leyfið er bundið nokkrum skilyrðum, meðal annars að tilkynna skuli lögreglu áður en skotið er hverju sinni og að eingöngu þeir sem hafa leyfi fyrir viðkomandi skotvopnum megi nota þau í samræmi við vopnalög nr. 16/1998 Sjófugl hefur gerst mjög nærgöngull við hráefni sem landað er við Keflavíkurhöfn á meðan það býður flutnings af hafnarsvæðinu. Fuglinn hefur m.a. skemmt mikið af hráefni og þannig valdið bæði seljendum og kaupendum skaða. Reykjaneshöfn hefur komið upp sérstöku hátalarakerfi með fuglahljóðum sem eiga að fæla í burt fugl, en það hefur ekki gefið eins góða raun og vonir stóðu til. Hafnaryfirvöld telja núna einu leiðina til að hemja ágang vargfugla og flæma frá hafnarsvæðinu sé að beita skotvopni. Beiting skotvopns á hafnarsvæðinu í Keflavík er háð ströngum skilyrðum en leyfið gildir fyrst um sinn til 29. ágúst nk.


2

VÍKURFRÉTTIR

Ferðamenn gera þarfir sínar við flugstöðina Ferðamenn gefa skít í fyrsta og síðasta stopp á leið sinni um Ísland og það í orðsins fyllstu merkingu. Aðeins um kílómetra frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staldur með bílastæðum fyrir bíla og rútur. Þar er hlaðinn skjólgarður, bekkir og borð. Þá er fallegur trjágróður á staðnum og ruslatunnur. Fjölmargir ferðamenn stoppa á þessu fyrsta staldri þegar komið er frá flugstöðinni eða nota sem síðasta stopp fyrir flug. Þarna sefur fólk í bílum sínum yfir nótt en á staðnum er engin

hreinlætisaðstaða. Þrátt fyrir að hægt sé að komast á salerni í flugstöðinni sem er í aðeins um kílómetra fjarlægð þá kjósa margir að ganga örna sinna á bakvið hlaðna steinveggi eða innan um trjágróður á staðnum. Rútubílstjóri stoppaði með hóp ferðamanna þarna í gærmorgun, enda veðurblíðan mikil og áhugi hjá ferðafólkinu að anda að sér fersku loftinu og njóta umhverfisins. Bílstjórinn hafði samband við Víkurfréttir og hafði ekki góða sögu að segja af svæð-

inu. Fólkinu mætti ekki ferskur andvari heldur megn skítalykt. Bílstjórinn fékk strax spurningu frá ferðamanni hvaða lykt þetta væri og við nánari skoðun kom í ljós að mannaskítur var víða á svæðinu og sjá mátti klósettpappír og þurrkur við steinhleðslu á svæðinu og við trjágróðurinn á svæðinu. Bílstjórinn sagði aðstæður mjög óaðlaðandi og var fljótur í burtu með sinn hóp. Umhirða á svæðinu er á ábyrgð Sandgerðisbæjar.

Milljón ferðamenn heimsækja Bláa Lónið ●●Flestir bóka heimsóknina fyrirfram Búist er við einni milljón gesta í Bláa Lónið í ár. Í fyrra heimsóttu 918 þúsund manns þennan frægasta og fjölsóttasta ferðamannastað landsins. Fyrirtækið sem er einn af stærri vinnustöðum á svæðinu hefur 550 starfsmenn á sínum snærum. Upplifunarsvæði Bláa Lónsins var stækkað umtalsvert í upphafi árs, eða úr rúmlega 5000 fm í 8700 fm. Tilgangur breytinganna var fyrst og fremst að bæta upplifun gesta. Skápum í klefum var ekki fjölgað og því hafa gestir enn meira rými en áður. Sumarið hefur gengið afar vel hjá Bláa Lóninu að sögn Magneu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækis-

ins. Vefbókunarkerfi sem tekið var í notkun árið 2013 hefur gefið góða raun og nú hafa nánast allir gestir bókað heimasókn sína með góðum fyrirvara. Hún segir að aukning hafi orðið á því að gestir Bláa Lónsins velji heimsókn sem felur í sér fjölbreytt úrval þjónustu og hafa valmöguleikar sem fela í sér drykk og maska í lóninu fallið í góðan jarðveg meðal viðskiptavina. „Þá hefur mikil aðsókn verið að Lava, veitingastað Bláa Lónsins, í sumar. Fiskur dagsins er vinsælasti rétturinn, en við fáum ferskan fisk á degi hverjum frá Stakkavík í Grindavík,“ segir Magnea.

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Sofnaði undir stýri og velti bílnum

hraðan akstur á Reykjanesbraut. Þá voru fjórir ökumenn færðir á lögreglustöð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur staðfestu neyslu þeirra á fíkniefnum.

■■Ökumaður velti um helgina bifreið sinni þegar hann sofnaði undir stýri, að eigin sögn. Óhappið varð á Reykjanesbraut vestan við Grindavíkurveg. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann reyndist ómeiddur en talsvert lerkaður eftir veltuna. Bifreiðin var mikið skemmd og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja hana af vettvangi.

Réttindalausir ökumenn í umferðinni

Tekinn á 146 km hraða á Reykjanesbraut ■■Ökumaður mældist á 146 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um síðustu helgi. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður og greiddi hann sektina á staðnum. Fjórir til viðbótar voru sektaðir fyrir of

■■Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af nokkrum ökumönnum sem óku án ökuréttinda í umdæminu. Einn þeirra ók á ljósastaur og viðurkenndi brot sín. Annar, sem hafði verið sv iptur réttindum æ v i langt, ók aftan á bifreið sem var fyrir framan hann. Sá þriðji, sem einnig ók sviptur, reyndist vera undir áhrifum áfengis við aksturinn. Fjórði réttindalausi ökumaðurinn ók inn á Reykjanesbrautina án þess að virða stöðvunarskyldu. Þá var réttindalaus ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Tveir til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnaaksturs um helgina og var annar þeirra með útrunnin ökuréttindi.

Tæplega 80 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum í júlí Fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum hefur verið með líflegasta móti undanfarin misseri. Í júlí síðastliðnum var 78 kaupsamningum þinglýst, samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár. Þar af voru 35 kaupsamningar um eignir í fjölbýli, 37 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.288 milljónir króna og var meðalupphæð á samning 29,3 milljónir króna. Af þessum 78 samningum voru 52 um eignir í Reykjanesbæ. Þar af var

31 samningur um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.648 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,7 milljónir króna. Á Norðurlandi var 100 kaupsamningum þinglýst í júlí, á Suðurlandi 98, á Vesturlandi 52, á Austurlandi 38 og á Vestfjörðum voru kaupsamningarnir 10.

Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á haustönn 2016 er til 15. október nk. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu. Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd

Dósaseli lokað um stund vegna kakkalakka Loka þurfti Dósaseli í Reykjanesbæ klukkan 16:00 á þriðjudag í síðustu viku vegna kakkalakka sem voru í plastpoka með dósum. Að sögn Ingu Jónu Björgvinsdóttur forstöðumanns Dósasels, var mikil mildi að starfsfólk Dósasels kom strax auga á kakkalakkana þegar viðskiptavinur tæmdi plastpoka fullan af dósum og um tíu kakkalökkum. „Við vorum heppin að það uppgötvaðist strax að þarna væru kakkalakkar á ferðinni. Við týndum alla kakkalakkana upp, tæmdum allt hjá okkur, tókum allar dósir og flöskur og annað lauslegt og því hefur verið fargað. Svo spúluðum við með sterkri

sápu og meindýraeyðir hefur staðfest að hér eru ekki neinir kakkalakkar lengur,“ segir hún. Dósasel var svo opnað aftur næsta dag. Síðast komu kakkalakkar með dósum í Dósasel fyrir átta árum en þá uppgötvuðust meindýrin ekki eins fljótt og nú og eitraði meindýraeyðir þá húsnæðið. Að sögn Ragnars Guðleifssonar, meindýraeyðis, hefur það aukist töluvert á Suðurnesjum og víðar um landið að óskað sé eftir að eitrað sé fyrir kakkalökkum. Margar tegundir af kakkalökkum eru til en það er sá evrópski sem hefur látið á sér kræla hér á landi.


SANDGERÐISDAGAR

GSKRÁ SANDGERÐISDAGA 201

SANDGERÐI ára

22. - 28. ÁGÚST LAUGARDAGUR

13:00-17:00 - HÁTÍÐARSVÆÐI - ÝMISLEGT -Skottsala -Spákona í herbergi 5 á Fræðasetrinu AN -Andlitsmálun -Mótorhjól mæta á svæðið -Hoppikastalar og önnur leiktæki frá Hopp og Skopp -Sproti og kastali fyrir yngstu börnin r kr. 1000 frá Landsbankanum -Hestar: börnum boðið á bak -Brunavarnir Suðurnesja sýna tæki og tól -Listatorg: Samsýning listamanna úr Sandgerði -Ellen Magnúsdóttir, Guðný Karlsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Kolbrún Vídalín, Jórunn Ingimundardóttir WWW.SANDGERDI.IS og Svandís Georgsdóttir rbær. -Fræðasetrið: Heimskautin heilla -Vitinn: Kaffihlaðborð og ýmis góð tilboð í gangi alla www.facebook.com/sandgerdisdagar helgina -Mamma mía: Man Utd-Fulham og Tottenham-West Brom. Tilboð í gangi alla helgina ðurær-Suðurbær

GLÆSILEGA OG FJÖLBREYTTA

DAGSKRÁ MÁ FINNA INNÁ

LAUGARDAGS

20:00 - VARÐAN Hverfin mætast við Vö 20:15 - Skrúðganga h 20:30-23:00 - HÁTÍÐ - ARNA VALA OG F -Harmonikkutónlist -Umhverfisviðurkennin -Blöðruæði -Sigríður og Sólborg G -Eydís Huld Helgadótt -Taekwondodeild Kefl -Trúðurinn Wally -Elín Helgadóttir syng -Hanna Margrét syngu -Stebbi og Eyfi -Hljómsveitin Hrafnar -Flugeldasýning í ums -Harmonikkutónlist 23:00 - VITINN Dansleikur - Hljómsve


4

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Unnendur kleinuhringja lögðu á sig nokkurra klukkustunda bið þegar Dunkin´ Donuts var opnað á Fitjum í síðustu viku.

Röð í kleinuhringina ●●Sá fyrsti beið í tólf klukkustundir

TOLLVÖRÐUR

SPENNANDI STARF Í LIFANDI UMHVERFI Nokkrar stöður tollvarða í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar hjá embætti Tollstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi störf sem miða að því að vernda samfélagið gegn ólöglegum innflutningi og fela í sér mikil samskipti við viðskiptavini Tollstjóra. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Starf tollvarða felur m.a. í sér: • Afgreiðslu og eftirlit með skipum, flugvélum, farþegum og áhöfnum. • Eftirlit og skoðun vörusendinga og tollskjala • Sérhæfðar leitir svo sem í bílum, með gegnumlýsingarbúnaði o.s.frv. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til slíks náms. • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott andlegt og líkamlegt atgervi • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Almenn ökuréttindi. • Hreint sakavottorð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands. Um skipun eða setningu í embætti tollvarða gildir V. kafli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Gunnlaugsson, í síma 560-0300 Umsóknarfrestur er til 5. september nk. Sótt er um starfið rafrænt á www.tollur.is/laus-storf. Í tengslum við ráðningu þarf að þreyta þríþætt inntökupróf, bæði skriflegt og líkamlegt, en nánari upplýsingar um það er að finna á www.tollur.is. . Gera má ráð fyrir að þeir sem kallaðir verða í inntökupróf mæti 8. eða 9. september. Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá embættinu taka mið af þeim. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Athygli er vakin á að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nokkur fjöldi fólks beið í röð á Fitjum síðasta föstudag þegar þar var opnaður Dunkin´ Donuts staður. Boðið var upp á glaðning fyrir fyrstu viðskiptavinina og voru nokkrir sem lögðu á sig margra tíma bið við staðinn til að tryggja sér sæti framarlega í röðinnni. Kleinuhringjastaðurinn var opnaður klukkan 13:00 á föstudag og sá sem var fyrstur í röðinni mætti klukkan eitt um nóttina og beið því í tólf tíma. Næstu þrír komu svo klukkan hálf sex um morguninn. Það var til nokkuð mikils

að vinna fyrir unnendur kleinuhringja því að fyrstu tíu í röðinni fengu að gjöf árskort. Þeir geta þá komið einu sinni í viku í heilt ár og fengið kassa með kleinuhringjum. Næstu fjörutíu viðskiptavinir fengu kaffikort og kassa með kleinuhringjum. Dunkin´Donuts er inni í verslun 1011 á Fitjum. Þar var einnig opnaður Ginger veitingastaður í síðustu viku. Þetta eru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem eru starfræktir utan höfuðborgarsvæðisins og segir Sig-

urður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suðurnesjum hafi tekið vel í opnunina. „Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“ segir hann. Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.

Rósaselstorg að taka á sig mynd ●●Verslanir og veitingastaðir áforma rekstur við flugvöllinn Gengið hefur verið frá samningum við fjóra aðila um rekstur í verslunarog þjónustukjarnanum Rósaselstorgi sem áætlað er að rísi rétt við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þeirra eru Nettó með matvöruverslun, Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 með veitingastaði og Olís með eldsneytissölu og þjónustu. Auk fjölbreyttrar þjónustu við erlent og innlent ferðafólk, er þess vænst að staðsetning kjarnans geti verið gátt að ferðamannastöðum á Reykjanesi og fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem staldra við á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaupfélagi Suðurnesja sem unnið hefur að opnun þjónustukjarnans.

Verkefni sem skapar fjölmörg ný störf

Samhliða mikilli fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur þörf fyrir fjölbreyttari verslun og þjónustu á flugvallarsvæðinu aukist. Einnig kalla væntanleg stóriðjuumsvif í Helguvík og fjölgun starfsfólks á flugvallarsvæðinu á meira framboð þjónustu á þessum stað. Greiðlega hefur gengið að fá rekstraraðila að verkefninu sem leigja munu rými í nýja kjarnanum en dregist hefur að hefja framkvæmdir þar sem enn er verið að hnýta lausa enda í skipulagi svæðisins. Vonir standa þó til að hægt verði að hefja framkvæmdir fyrri part næsta árs og opna kjarnann síðar sama ár. Verkefnið mun skapa fjölmörg ný störf en að jafnaði munu 75-100 manns starfa hjá rekstraraðilum í þjónustukjarnanum. Starfsfólki mun svo fjölga enn frekar þegar síðari áfangar verkefnisins komast í gagnið en um er að ræða

alls 20.000 fm lóð við síðasta hringtorgið næst flugstöðinni.

Hönnun rýma að ljúka

„Við hefðum viljað vera komin af stað með framkvæmdirnar, en skipulagsmálin taka sinn tíma og góðir hlutir gerast hægt,“ segir Skúli Skúlason, stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. „Við höfum gengið frá formlegu samstarfi við kjölfestuaðila vegna 2000 fm verslunar- og þjónustuhússins, það er matvöruhluta þess, eldsneytissölu og við fimm veitingaaðila í matartorgið. Þessir aðilar munu á næstu vikum ljúka þátttöku í endanlegri hönnun sinna rýma en þar eru nokkrar hugmyndir á teikniborðinu. Ýmsir fleiri aðilar hafa sýnt staðsetningunni áhuga og við munum vinna áfram með sveitarfélaginu Garði að uppbyggingu svæðisins,“ segir Skúli.

Margar fyrirspurnir um lóðir við flugvöllinn

Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði kveðst fagna miklum áhuga fyrirtækja á að hefja starfsemi á þessum stað. „Það er fullur vilji hjá bæjarstjórninni í Garði að uppbygging Rósaselstorgsins gangi sem hraðast. Við erum núna að hnýta nokkra lausa enda varðandi skipulag og vegagerð. Þetta er mjög verðmætt svæði til lengri tíma litið og við hjá Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ fáum margar fyrirspurnir vegna lóða í grennd við Keflavíkurflugvöll. Það er mikil þensla í flugstöðinni og allt í kringum hana. Við sjáum að mannaflaþörfin vex stöðugt og að atvinnuleysi á svæðinu er nánast að hverfa. Þá er mikil eftirspurn og sala á íbúðarhúsnæði í öllum sveitarfélögunum.“


FRÍAR SJÓNMÆLINGAR KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.

Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu.

Opið:

1. sept. 2. sept 3. sept

kl. 09 til 22 kl. 09 til 18 kl. 11 til 18

SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Frá undirritun samstarfssamninga vegna Ljósanætur í Reykjanesbæ 2016. VF-myndir: Hilmar Bragi

RITSTJÓRNARPISTILL Eyþór Sæmundsson

REYKJANESHRINGUR Í EINUM SPRENG Blaðamenn Víkurfrétta fóru í ferðalag um Reykjanesið í síðustu viku. Aldrei þessu vant var ákveðið að yfirgefa skrifborðið og heimsækja ferðamannastaði á svæðinu sem ekki heita Bláa Lónið. Garðskaginn var fyrsti viðkomustaður. Hann er vinsæll bæði meðal heimamanna og ferðalanga. Þar er að eiga sér stað nokkur uppbygging, kaffihús í gamla vita, stórt og mikið hótel er að rísa, tjaldsvæði er á svæðinu ásamt byggðasafni og væntanlegum veitingastað. Það sem er þó jafnvel mikilvægast, það er salerni á Garðskaga. Eftir stopp í Garðinum lá leiðin í gegnum Sandgerði. Þegar komið er út á Hvalsnes, áfram framhjá Höfnum og út á Reykjanes, er hvergi salernisaðstöðu að sjá. Við brúna á milli heimsálfa var fjöldi fólks og stanslaust rennerí af bílum. Undirritaður var þá kominn í nettan pissuspreng en datt ekki til hugar að láta vaða við bílaplanið við brúna. Það var ekki ætlunin að fara í slíkt ferðalag í spreng, en gerir þessa grein og upplifunina óneitanlega meira spennandi. Ýmislegt lagt á sig í rannsóknarskyni. Leiðin lá næst að Gunnuhver. Þar var á annan tug bíla og full rúta af ferðamönnum renndi í hlað þegar blaðamenn bar að garði. Hvergi var kamar að sjá og blaðran farin að þenjast. Ferðamenn voru yfir sig hrifnir af hvernum og hafði einn sem var duglegur að mynda hverinn með dróna, á orði að Reykjanes væri fallegasta svæðið á landinu. Við Reykjanesvita var einnig talsverður fjöldi af fólki sem gekk fram á óvarðar háar klettabrúnir þar sem aldan blasir við fyrir neðan. Það er frekar sérstakt að aldrei hafi verið hreyft við jörðu þarna við Valahnjúk. Fólk hefur keyrt hraunið niður í áratugi og lagt bílum sínum á víð og dreif. Þarna þyrfti að setja plan sem stjórnar umferðinni um svæðið. Það er víst allt á teikniborðinu. Enn var ekkert salerni að sjá og því um að gera að haska sér aftur til byggða ef ekki ætti illa að fara. Þegar við vorum svo komnir aftur að Höfnum þá sagði blaðran stopp. Brugðið var á það ráð að pissa á bryggjunni í Höfnum í felum fyrir skipsverjum sem stóðu skammt undan. Hafnabúar eru víst vanir svona viðbjóði þar sem ferðafólk hefur gert þarfir sínar í kirkjugarðinum. Ég biðst hér með forláts á þessari hegðun en með auknum vexti í blöðrunni varð eitthvað undan að láta. Eyþór Sæmundsson Blaðamaður Víkurfrétta

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

Risablöðrur á

setningu Ljósanætur „Það þarf fólk eins og þig“ söng Rúnar Júlíusson í vinsælu lagi og segja má að þessi lína gæti hæglega verið einkennislína Ljósanætur. Ljósanótt er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og fer nú fram í 17. sinn dagana 1.-5. september nk. Í sumar var sent út bréf til fjölda fyrirtækja á svæðinu og leitað eftir fjárhagslegum stuðningi við framkvæmd hátíðarinnar og hefur nú bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson skrifað undir samninga við fjóra stærstu styrktaraðilana. Þeir eru Landsbankinn sem er helsti styrktaraðili Ljósanætur, Nettó sem styrkir dagskrá föstudagskvöldsins og barnadagskrána, Skólamatur sem gefur kjötsúpuna á föstudagskvöldinu og HS Orka sem lýsir upp Ljósanótt með því að fjármagna flugeldasýninguna. Bæjarstjóri þakkaði fulltrúum þessara fyrirtækja sitt framlag og jafnframt hvatti hann þau fyrirtæki sem enn hafa ekki svarað bréfinu, að senda nú inn sem fyrst jákvæð svör og taka þannig þátt í að halda Ljósanótt sem einni bestu menningar- og fjölskylduhátíð landsins. Undirbúningur hátíðarinnar er nú í fullum gangi og eru það starfsmenn Reykjanesbæjar sem stýra framkvæmd hennar. Við hlið þeirra starfar fjöldi öflugra samstarfsaðila og voru nokkrir þeirra mættir við þetta tilefni m.a. fulltrúar eftirfarandi hópa; Með blik í auga, Menningarfélag Keflavíkur, Menningarfélagið í Höfnum, KarfaN, Björgunarsveitin Suðurnes, Slysavarnardeildin Dagbjörg, Lögreglan og Brunavarnir Suðurnesja. Setning Ljósanætur 2016 fer fram á fimmtudag í næstu viku. Þá verða risablöðrur notaðar á setningarhátíðinni. Hver skóli fær risablöðru í lit skólans í samræmi við þær blöðrusleppingar sem hafa verið undanfarin ár. Nemendur munu slá blöðrunum á milli sín við setningarathöfnina en á sama tíma verður risastórum Ljósanæturfána flaggað á þjóðhátíðarfánastönginni í skrúðgarðinum í Keflavík.

Kjartan Már bæjarstjóri leikur sér með eina af blöðrunum sem notaðar verða á setningarhátíðinni nk. Fimmtudag.

Pílukast hluti af námi skólabarna í Grindavík Pílukast verður á meðal valáfanga sem börnum í efri bekkjum grunnskólans í Grindavík stendur til boða á haustönn sem hefst í vikunni. Það er Pétur Rúðrik Guðmundsson sem skipuleggur valáfangann í samstarfi við ÍPS (Íslenska pílukastsambandið) og mun hann kenna börnum allt sem skiptir máli í pílukasti. Hver kennslustund í pílukasti er 40 mínútur. Pétur segir frábært að skólinn í Grindavík skuli bjóða upp á þennan möguleika í námi. Börn hafi ekki aðeins gaman af pílukasti heldur gagnist það þeim afskaplega vel bæði í námi og hverju öðru sem þau taka sér fyrir hendur. „Í pílukasti þurfa börnin að læra að leggja saman og draga frá í

huganum,“ segir hann og bætir við að auk kennslu í pílukasti munu börnin læra hugarþjálfun en það gerir þeim kleift að einbeita sér undir álagi. Pétur segir þá þjálfun koma sér vel á lífsleiðinni, ekki síst þegar börnin þreyta próf í skólum. ÍPS stóð fyrir flottri kynningu á pílukasti á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina og vakti það mikla lukku mótsgesta á öllum aldri, ekki síst barna.

Börnin leika sér og læra að reikna

Pétur, sem er búsettur í Grindavík, hefur lengi spilað pílukast sér til gamans en fá misseri eru síðan hann tók greinina alvarlega. Hann þakkar

það áhuga 12 ára sonar síns á pílukasti. „Hann kom til mín einn daginn og bað mig um að setja upp píluspjald og þá kom í ljós að hann hafði verið að kasta pílu með afa sínum. Í framhaldi af því fórum við að æfa okkur saman. Þar sem ekki eru mót í dag fyrir unglinga, hefur hann verið að mæta í mót með mér. Nú gefur hann okkur eldri ekkert eftir og er orðinn mjög góður í hugarreikningi,“ segir Pétur. Mikið hefur verið að gera hjá Íslenska pílukastsambandinu upp á síðkastið. Pétur var nú í ágúst ráðinn landsliðsþjálfari U-18 liðsins í pílukasti næstu tvö árin. Sem þjálfari mun hann í samstarfi við ÍPS skipuleggja keppnir og halda æfingar í pílukasti á Akur-

eyri, Reykjavík, Grindavík og í Reykjanesbæ þar sem pílukast á sér sterkar rætur. Hann mun jafnframt standa fyrir æfingum annars staðar á landinu ef áhugi er fyrir hendi.

Um Pílukastssambandið

Íslenska Pílukastsambandið var stofnað árið 1985 og er það aðildarfélagi að heimssambandinu í pílukasti (World Darts Federation). Það er landssamband pílukastara á Íslandi

og standa að því fimm aðildarfélög. Félagsmenn er u um 180 og fjölgar þeim ört. ÍPS velur og sendir landslið á Norðurlandamót, Evrópumót og heimsmeistaramót. Á næsta ári stefnir ÍPS að senda landslið U-18 á Evrópumót ungmenna í Svíþjóð. ÍPS heldur opið alþjóðlegt mót einu sinni á ári. Íslandsmót hafa verið fimm á hverju ári og með tilkomu U-18 verða þau sex. Íslandsmót U-18 verður 17. desember næstkomandi í Reykjanesbæ.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Reykjanesbær 2016 Velkomin á björtustu fjölskylduhátíð landsins Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin dagana 1. - 4. september.

Dagskrá á útisviði Föstudagur: Bæjarstjórnarbandið • Sólveig Lea og Jón Anton Mistery Boy • Trúbadorinn Heiður Laugardagur: Blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu allan daginn Leikhópurinn Lotta • Dagný Halla • Danskompaní • Taekwondo • Skrímslin Bryn Ballett Akademían • Stórsveit Suðurnesja • Jóhanna Ruth Maggi Kjartans og ljóssins englar ásamt Gunnari Þórðar, Þóri Baldurs, Björgvini Halldórs og Stefaníu Svavarsdóttur • Páll Óskar!

Listsýningar um allan bæ og hin ómissandi Árgangaganga Tónlistarveisla • Kjötsúpa • Heimatónleikar • Sagnakvöld • Bryggjuball Með blik í auga - Hvernig ert´í kántrýinu? • Unglingaball • Söguganga Bíla- og bifhjólasýning • Menningarveisla í Höfnum Harmonikuball • Leiktæki • Hoppukastalar • Lína langsokkur Skessulummur og dúndur Ljósanæturtilboð í verslunum. Sjá dagskrá á ljosanott.is HS Orka lýsir upp Ljósanótt með björtustu flugeldasýningu landsins. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.

Láttu sjá þig!

ljosanott.is


markhönnun ehf

Ódýrt og gott Dúnmjúkar kjúklingalundir

-25%

-30%

GRILL BLÁBERJA LAMBAINNLÆRI ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

2.999

DANPO KJÚKLINGALUNDIR FROSNAR - 700 G ÁÐUR: 1.689 KR/PK KR PK

1.182

-34%

-40% LAMBAKÓTILETTUR Í RASPI ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

1.979

Beikon- og skinkubitar, tilbúnir beint í pastað eða pizzuna

-50%

KALKÚNAGRILLSNEIÐAR ÁÐUR: 2.947 KR/KG KR KG

1.768

-20% BEIKON- OG SKINKUTENINGAR ÁÐUR: 1.498 KR/KG KR KG

749

LAMBALÆRI, STUTT - 2 STK ÁÐUR: 1.498 KR/KG KR KG

1.198

-20%

DAZ ÞVOTTAEFNI, 65 ÞV. - 4,2 KG ÁÐUR: 2.998 KR/PK KR PK

2.398

DIT VALG SMOOTHIE MIX - 450 G ÁÐUR: 579 KR/PK KR PK

479

Tilboðin gilda 25. – 28. ágúst 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

-


-33%

-34%

% NAUTA RIB Y Í HEILU LÍTIL STK, FROSIN - ERLENT ÁÐUR: 2.998 KR/KG KR KG

1.392

1.979

-30%

Ferskt mangó

KRYDDAÐ LAMBALÆRI ÁÐUR: 2.078 KR/KG KR KG

Allt fyrir grillveisluna...

-40% KALKÚNAPYLSUR - 10 STK ÁÐUR: 1.849 KR/PK KR PK

1.109

GRÍSASNITSEL Í RASPI - FROSIN ÁÐUR: 1.899 KR/KG KR KG

1.329

-30%

-50% LAMBABÓGSTEIK Í SVEPPAMARINERINGU ÁÐUR: 3.498 KR/KG KR KG

2.449 MANGÓ ÁÐUR: 498 KR/KG KR KG

249

Nýbakað bakkelsi

G WEETOS - 500 G KR PK

569

989

-35%

-40%

Fyrir skólanestið...

COCA COLA - 4 X 2 L ÁÐUR: 1.036 KR/PK KR PK

OSTASLAUFUR 2 X 100 G ÁÐUR: 398 KR/PK KR PK

239

PIZZASNÚÐAR 2 X 100 G ÁÐUR: 398 KR/PK KR PK

259

CALYPSO APPELSÍNU- & EPLASAFI ÁÐUR: 79 KR/STK KR STK

69

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


na textann um tveimur, út í vinstri síu jafnt.

10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Hljómsveitin Æla kom fram á heimatónleikum í fyrra.

LAUS STÖRF AKURSKÓLI

Smíðakennari

FJÖRHEIMAR

Starfsfólk í hlutastörf

VELFERÐARSVIÐ

Forstöðumaður Bjargarinnar

VELFERÐARSVIÐ

Félagsráðgjafi í barnavernd

BÓKASAFN

Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Leikfangasafn í Reykjanesbæ verður kynnt á léttum föstudegi 26. ágúst kl 14:00. Suðurnesjamenn skemmta. Allir hjartanlega velkomnir.

ÍBÚAR OPNA HEIMILI SÍN OG HALDA TÓNLEIKA

●●Tónleikarnir Heima í gamla bænum slógu í gegn ● í fyrra og verða aftur á dagskránni í ár

„Það var ótrúlega skemmtilegt í fyrra að halda tónleika heima og fá til sín fjöldann allan af gestum og tónlistarfólk,“ segir Sara Dögg Gylfadóttir íbúi við Melteig í Reykjanesbæ. Sara og fjölskylda opnuðu heimili sitt á Ljósanótt í fyrra þar sem níu manna stórhljómsveitin Sígull hélt tónleika. Þeir voru hluti af tónleikunum Heima í gamla bænum sem þá voru haldnir í fyrsta sinn. Þá var boðið upp á tónleika á fjórum heimilum og seldust aðgöngumiðar upp á skömmum tíma. Í ár verða tónleikar í fimm húsum, þar á meðal hjá Söru Dögg og fjölskyldu þar sem Eliza Newman mun koma fram. og veitingar til að hafa stemninguna heimilislega og skemmtilega.

HEILSU- OG FORVARNARVIKA Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar verður haldin 3. – 9. október nk. Nánari upplýsingar eru veittar á heilsuvika@reykjanesbaer.is.

Jón Jónsson á veröndinni

LJÓSANÓTT HEFST Í NÆSTU VIKU Ljósanótt verður sett 1. september en nokkrir dagskrárliðir hafa verið auglýstir á vef Ljósanætur miðvikudaginn 31. ágúst. Kynntu þér alla dagskrárliði Ljósanætur á ljosanott.is. Dagskrárbæklingur verður einnig gefinn út í næstu viku. Sara Dögg Gylfadóttir og fjölskylda ætla að opna heimili sitt við Melteig þar sem Eliza Geirsdóttir Newman mun halda tónleika.

Hafa skóhlífar til taks

ATVINNA

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FJÖRHEIMAR Félagsmiðstöðin Fjörheimar óskar eftir starfsfólki í hlutastörf! Um er að ræða tvær 40 % stöður í nýtt eftirskólaúrræði. Vinnutími er virka daga frá kl. 13.00 – 16.00. Að auki er óskað eftir starfsmönnum í kvöldvinnu í félagsmiðstöðinni og möguleiki á starfi um helgar í Útideild Reykjanesbæjar. Hæfniskröfur: - Góð færni í mannlegum samskiptum - Reynsla af starfi með unglingum æskileg - Hæfni til að vinna sjálfstætt - Hreint sakavottorð Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Sækja þarf um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 31. ágúst, æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Sara segir það ekki hafa verið mikið mál að opna heimilið og halda tónleika. „Við þurftum nú ekki að breyta miklu. Við bættum nokkrum stólum við og höfðum skóhlífar til taks, ef það skyldi vera rigning. Við höfum sama háttinn á í ár,“ segir Sara sem hlakkar mikið til tónleikanna. Í fyrra voru íbúar með mismunandi skreytingar

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur fram á tónleikum á veröndinni við Íshússtíg 14. Að sögn Særúnar Guðjónsdóttur, íbúa þar, verður sett upp tjald í garðinum ef það skyldi rigna á meðan tónleikarnir standa yfir. „Svo erum við með garð sófasett svo einhverjir geta fengið sæti. Svo verða luktir í garðinum. Þetta er nú Ljósanótt svo það verður að vera eitthvað um ljós.“ Þau fjölskyldan voru ekki með tónleika heima á Ljósanótt í fyrra en fóru á tónleika í hverfinu. „Það voru allt mjög skemmtilegir tónleikar og ég náði að fara á þá alla enda stutt að ganga á milli tónleikastaða,“ segir Særún. Tónleikarnir fara fram föstudagskvöldið 2. september og verða allir tvisvar sinnum í sama húsinu, fyrst klukkan 21:00 og svo aftur klukkan 22:00. Tónleikarnir standa í 40 mínútur. Fólk getur því rölt á milli húsa, enda stutt á milli, og sótt einn, tvo eða jafnvel fleiri tónleika. Listamennirnir Berndsen & Hermigervill, Elíza Geirsdóttir Newman,

Tónleikar með Jóni Jónssyni verða í garðinum við Íshússtíg 14 á heimili Særúnar Guðjónsdóttur og fjölskyldu. VF-mynd/dagnyhulda

Jón Jónsson, Markús & The Diversion Sessions og Ylja hafa staðfest komu sína. Miða á tónleikana má nálgast á vefnum tix.is. Gestir fá armband sem er aðgöngumiðinn og kort af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma. Hægt er að sækja armband og kort gegn kvittun frá Tix frá og með 29. ágúst.


Ný sending

NÝTT Í BÓNUS

498 kr. kg

2.598 kr. 907 g

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

Risarækjur Fulleldaðar, 907 g

LÆGRA VERÐ

2.298 kr. 10 kg

300kr

Jasmine Hrísgrjón 10 kg - Verð áður 2.598 kr.

verðlækkun

GOTT VERÐ Í BÓNUS 100% kjöt

2.198 kr. kg

1.898 kr. kg

739

Bónus 100% Kjúklingabringur Ferskar, ekkert viðbætt vatn

Kjörfugl Kjúklingabringur Ferskar

Kjörfugl Kjúklingur Ferskur, heill

NÝTT Í BÓNUS m 540anum

kr. kg

í pakk

998

98

kr. pk.

100kr verðlækkun

kr. 1 L

Bónus Massi WC pappír 9 rúllur, 500 blöð á rúllu

100kr

Eplasafi, 1 L Trönuberjasafi, 1 L

NÝTT Í BÓNUS

39kr

verðlækkun

verðlækkun

90g

prótein

1kg

298 kr. 1 kg

898 kr. 500 g

498 kr. 250 g

359 kr. 400 g

498

Bónus Tröllahafrar 1 kg

Heima Möndlur með hýði 500 g - Verð áður 998 kr.

Bónus Tamari Möndlur Ristaðar, 250 g - Verð áður 598 kr.

Bónus Chiafræ 400 g - Verð áður 398 kr.

Eggjahvítur 1 kg

kr. 1 l

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 28. ágúst eða meðan birgðir endast


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

NÝIR HÓPAR ERLENDS VINNUAFLS EKKI Á LEIÐ Í ÍSLENSKA FISKVINNSLU ●●Nýfiskur færist nær hátækni í fiskvinnslu Nýfiskur í Sandgerði er einn stærsti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu ef undan er skilin opinber starfsemi og sú sem fer fram í og við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er í Sandgerði eins og allir vita. Hjá Nýfiski er unninn ferskur þorskur og ýsa alla daga ársins fyrir Belgíumarkað. Nýfiskur mun í haust taka í notkun nýja Flexicut skurðarvél frá Marel fyrir vinnsluna í Sandgerði. Með tilkomu vélarinnar verður fiskvinnsla Nýfisks komin í flokk með hátæknifiskvinnsluhúsum. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Nýfisks, segir fyrirtækið vilja vera í fremstu röð þegar kemur að fiskvinnslu. Með frekari tæknivæðingu í fiskvinnslu er einnig verið að bregðast við því að fiskvinnslustöðvum gangi ekki eins vel í dag að ráða til sín starfsfólk eins og á árum áður. Ný vél leysir mannshöndina af hólmi

Það er þekkt í dag að flest starfsfólk í fiskvinnslu hafi ekki íslensku sem móðurmál. Við því var brugðist með því að ráða inn starfsfólk frá Póllandi og einnig frá Tælandi og Filippseyjum. Nú mun fiskvinnslan hins vegar tæknivæðast enn frekar og nýja vélin sem Nýfiskur fær í haust tekur beingarðinn úr fiskflakinu og leysir mannshöndina af hólmi þar. Þá sker vélin flakið í bita í framhaldinu og allt er þetta framkvæmt með vatni. „Með þessu hverfa einhæf störf úr vinnslunni hjá okkur en í staðinn koma störf sem krefjast tækniþekkingar. Við sjáum okkur knúin til að gera þetta því það er ekki langt í að það verði erfitt að fá fólk til að sinna þessum einhæfu verksmiðjustörfum. Við sjáum hvernig þróunin hefur

verið síðustu 15 til 20 ár. Við sjáum að Íslendingar eru nánast horfnir úr þessum geira og við leystum það með erlendu vinnuafli. Þar er Nýfiskur engin undantekning og við erum hér með frábært starfsfólk meðal annars frá Póllandi og Tælandi.“ Þorsteinn segist ekki eiga von á að nýir hópar af erlendu vinnuafli eigi eftir að sækja í fiskvinnslu til Íslands nú eins og þegar erlent fiskvinnslufólk streymdi hingað á árum áður. „Við stefnum því með Nýfisk í þá átt að vera hátæknivinnsla og að það sé nauðsynlegt til að tryggja sér framtíðina.“

Fersk flök með flugi alla daga til Belgíu

Þorsteinn segir að sérhæfing Nýfisks liggi í Belgíumarkaði þangað sem fyrirtækið sendir fersk flök og flaka-

Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson.

bita með flugi alla daga. Fyrirtækið aflar sér hráefnis bæði frá eigin útgerð en einnig af fiskmarkaði. Nýfiskur vinnur næstum 6000 tonn af fiski á ári en útgerð fyrirtækisins á um 850 þorskígildistonn. Fyrirtækið tryggir sér hráefni frá nokkrum smærri bátum, 15 til 30 tonna bátum sem róa með línu. „Við erum með fjóra báta í viðskiptum og kaupum það sem upp á vantar af fiskmarkaði.“ Þorsteinn segir að staðsetning vinnslunnar í Sandgerði gefi fyrirtækinu forskot þegar kemur að því að flytja ferskan fisk út með flugi. Það bjóði upp á mikinn sveigjanleika að vera í Sandgerði og viðskiptavinir Nýfisks hafi tækifæri til að breyta daglegum pöntunum sínum fram eftir morgni þann dag sem fiskurinn er sendur í flug klukkan 13 á daginn. „Okkar viðskiptavinir í Belgíu eru mjög kröfuharðir og vilja aðeins það ferskasta hráefni sem völ er á og þess vegna verðum við að nota flug til að koma fisknum út. Útflutningur á ferskum fiski með flugi er sá grunnur sem fyrirtækið hefur byggt á frá upphafi og ætlar að halda áfram á þeirri braut“. Hráefnið kemur í hús á milli klukkan 4 og 5 að morgni og slæging hefst klukkan 6 að morgni. Vinnslan hefst svo klukkan 7 og stöðvar ekkert yfir daginn. Þannig fer starfsfólk á tvískiptum vöktum í kaffi- og matartíma. Venjulegum vinnudegi lýkur svo klukkan 15. Nýfiskur sendir frá sér fisk í flug sex daga vikunnar og er að allt árið. Það er rétt yfir jól og áramót sem starfsemin er stöðvuð.

Húsnæði Nýfisks í Sandgerði.

Úr fiskvinnslunni hjá Nýfiski í Sandgerði. VF-myndir: Hilmar Bragi

Ferskur fiskur tilbúinn í flug.


! N N A L Ó K S IR R Y F R U V L Ö T VINSÆLAR FAR FRÁBÆR KAUP FYRIR SKÓLANN ! Ofurskýr FullHD skjár, hraður 256GB SSD, 6GB vinnsluminni og Intel Pentium örgjörvi. Sterkbyggð og glæsilega hönnuð frá Acer. INTEL

6GB

ÖRGJÖRVI

MINNI

89.995

15,6”

256GB

SSD DISKUR

SKJÁR

ACE-NXMVHED178

FJÓRIR KJARNAR OG SSD Skemmtilega hönnuð 15,6” fartölva með Quad Core A6 örgjörva og 128GB SSD diski sem tryggir hraðari vinnslu.

HRÖÐ OG KRAFTMIKIL MEÐ A10 OG 8GB Hraðvirk 15,6” fartölva með fjögurra kjarna A10 örgjörva og 8GB minni. Öflugur Radeon R6 grafíkkjarni og 1TB harður diskur.

84.995

TOS-C55DC16H

AMD A6

4GB

ÖRGJÖRVI

128GB

MINNI

SSD DISKUR

A10

15,6”

8GB

ÖRGJÖRVI

SKJÁR

MINNI

1TB

99.995 15,6”

DISKUR

ACE-NXMWAED026

SKJÁR

HAFNARGÖTU 90 • SÍMI 414 1740 SJÓ DVD BÍLT NVÖ S ÆKI PILA RP F MP3 E RAR RÐA ÞRÁ SPILA TÆK M A Ð R L G A A HÁT NAR I R H ALA USIR S AR RAR ÍMA LJÓM BOR R H MYN EYR Ð DAV NA É

BÍLM BÍLHÁ ÚTVÖ RP TAL AGN A RAR ARA R

MEIR

A EN

VÖRU ALL TEGU TA NDIR MEÐ Ð UPP ÓTRÚ 7 5 ÞVO LEGU % ÞVO TTA M AF A TTA VÉL F AR VÉL SLÁ SLÆTTI AR TTU R NÚ F ER

2000

HVER AÐ

LAR

REIK

RTÓ L

NIV

ÉLA

VERÐ A SÍÐ ASTU R AÐ

TRYG HRÆ GJA S ELD RIV ÉR G A Ö É FRY ÆÐA STIK LAR HÁ RBYLGJ VÉLAR VÖRU BLA UOF FAR ISTU Í S R ME NDA S N KÁP SAM R ÞU A RAR OFN Ð ÓT R LOK STR AR A VÖF R RÚLE R R U A KA FLU UJÁ GR K G JÁR

N

RAR

ILL

RYK S

HAFNARGÖTU 90 AUSTURVEGI 34 ÞJÓÐBRAUT 1

REYKJAVÍK REYKJANESBÆ SELFOSSI AKRANESI

RN

UGU

7 VERSLANIR UM ALLT LAND

SUÐURLANDSBRAUT 26

R

S: 569 1500

GLERÁRGÖTU 30

S: 414 1740

GARÐARSBRAUT 18A

S: 414 1745

KAUPVANGI 6

R

Fyrstur kemur – fyrstur fær!

VÉL

AFF

UM A FSLÆ AR TTI HEL

IVÉL

AR

AKUREYRI HÚSAVÍK EGILSSTÖÐUM

S: 431-3333

TAKMARKAÐ MAGN

RAK

S: 460 3380 S: 464 1600 S: 414 1735

LUB

ORÐ

Sjá allt úrvalið á ht.is

OPIÐ! OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 OG LAUGARDAGA 11-16

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Reykjavíkurmaraþon:

Yfir hálf milljón safnaðist í Minningarsjóð Ölla ■■Hlauparar sem hlupu fyrir Minningarsjóð Ölla í Reykjavíkurmaraþoni um síðustu helgi söfnuðu 540.000 krónum. Alls hlupu 21 hlaupari fyrir sjóðinn. Minningarsjóður Ölla var stofnaður haustið 2013 til minningar um Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann, sem lést af slysförum árið 2000, 18 ára gamall. Markmið sjóðsins er að styrkja þau börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga þess kost vegna bágrar fjárhagsstöðu forráðamanna.

Á þriðja hundrað þúsund söfnuðust í Kristínarsjóð hefur sá stuðningur Fjórir hlauparar hlupu skipt sköpum fyrir þær. f y r i r K r i s t í n ar s j ó ð í Fyrir ReykjavíkurmaraReykjavíkurmaraþoni um þonið var lítið fjármagn í síðustu helgi og söfnuðu sjóðnum. samtals 269.000 krónum. Sjóðurinn var stofnaður af Berglind Ósk GuðmundsStígamótum til minningar dóttir úr Reykjanesbæ, um Kristínu Gerði Guðsystir Kristínar heitinnar, mundsdóttur úr Keflavík. var ein þeirra sem hljóp Hann er ætlaður konum fyrir sjóðinn. Í viðtali í sem eru á leið úr vændi Kristín Gerður Víkurfréttum í síðustu og/eða mansali og vilja Guðmundsdóttir viku sagði hún frá lífsbyggja sig upp á nýjan hlaupi systur sinnar og leik. Úr sjóðnum hafa Stígamót veitt konum fjárhagsaðstoð sjóðnum sem stofnaður var í minná krítískum augnablikum og stundum ingu hennar.

Tilfinningaþrungin stund við Sunnubraut ●●Samfélagið stendur við bakið á Pétri Péturssyni og fjölskyldu

Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík var þétt setið á sl. föstudaginn þegar haldið var fjáröflunarkvöld fyrir Pétur Pétursson osteopata og fjölskyldu hans, en Pétur glímir við krabbamein. Andrúmsloftið var magnað og ótrúlegt að fylgjast með samheldninni sem ríkir í körfuboltasamfélaginu á Íslandi. Þar hefur Pétur starfað um áraskeið við frábæran orðstír hjá nokkrum félögum og fyrir KKÍ. Færasta körfuboltafólk landins var samankomið til þess að leika listir sínar fyrir þetta verðuga málefni. A-landslið kvenna og karla mættu pressuliðum, þriggjastigakeppni fór fram þar sem m.a. goðsagnirnar Valur Ingimundar og Guðjón Skúlason tóku þátt. Páll Óskar mætti á svæðið og reif stemninguna upp á annað stig. Haldið var uppboð á treyjum þar sem m.a. Haukur Helgi og Svali Björgvins borguðu fúlgu fjár fyrir flottar treyjur. Haukur Helgi tók sig ágætlega út í gulu Grindavíkurtreyjunni.

Landhelgisgæsla Íslands

Gagnafulltrúi Landhelgisgæsla Íslands auglýsir lausa til umsóknar stöðu gagnafulltrúa á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að gagnafulltrúa til starfa við loftrýmiseftirlit í stjórnstöð NATO/Landhelgisgæslunnar. Um vaktavinnu er að ræða. Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skulu starfsmenn uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild og bakgrunnsskoðun samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Konur, jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur

Upplýsingar og umsókn

Helstu verkefni Loftrýmiseftirlit og stuðningur við loftrýmisgæslu. Samskipti við stjórnstöðvar Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðanna. Skýrslugerð og greining gagna. Önnur tengd verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur Grunnnám í flugumferðarstjórn, flugnám eða annað flugtengt nám æskilegt. Búseta í nágrenni Keflavíkurflugvallar æskileg. Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti. Góð tölvukunnátta og tölvulæsi. Reglusemi, nákvæmni, snyrtimennska og stundvísi. Sjálfstæði og agi í vinnubrögðum. Geta til að vinna vaktavinnu. Góðir samskiptahæfileikar. Ökuréttindi skilyrði.

5. september

� � � �

Capacent — leiðir til árangurs

capacent.is/s/3521

� � � � � � � � �

Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þá fer Landhelgisgæslan einnig með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála samanber varnarmálalög, þ.m.t. er rekstur Öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

REYKJANESIÐ MEÐ AUGUM FERÐAMANNA

●●Íslendingum fjölgar um 60% á svæðinu l Umferðin á Reykjanesi að aukast í takt við straum ferðamanna á Íslandi

Suðurnesjamenn fara ekki varhluta af auknum ferðamannastraumi til landsins. Augljós merki um áhrif ferðamennskunnar er vöxturinn í bílaleigugeiranum og gríðarleg umsvif og álag í flugstöðinni. Nú er svo komið að sífellt fleiri ferðamenn sækja Reykjanesið og helstu perlur þess heim. Bláa Lónið er orðið fyrirbæri út af fyrir sig þar sem færri komast að en vilja. Áhugaverðir staðir á svæðinu draga sífellt að sér fleiri ferðamenn. Blaðamenn Víkurfrétta heimsóttu þessa staði í liðinni viku og ræddu við ferðamenn og staðarhaldara. Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Reykjanesbæ, segir að aukning ferðamanna á landinu sé í takt við aukningu á Reykjanesi. Hún segir 30% fleiri erlenda ferðamenn hafa heimsótt upplýsingamiðstöð í Duus húsum í Reykjanesbæ en í fyrra. Heimsóknum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað þar um 60%. „Það er almenn tilfinning fólks að umferðin á svæðinu sé að aukast í takt við umferð ferðamanna á Íslandi sem og fyrirspurnir um svæðið,“ segir Hrafnhildur. Bæði hefur gistinóttum og gistirýmum á svæðinu fjölgað auk þess sem dvöl ferðafólks er að lengjast. Sérstök tilfinning að labba yfir brúna

Henning Hexeberg er hlaupari frá Noregi sem margsinnis hefur komið til Íslands. Hann segir sérstakan kraft búa á Reykjanesi. „Ég elska Ísland og hef komið hingað oft á síðustu 20 árum. Hef ferðast mest hér í kring en líka farið norður á Akureyri. ReykjaHlauparinn Hennig hefur margsinnis komið til Íslands. Hann fær alveg sérnesið er framandi staður, að geta staka tilfinningu í magann þegar hann verið á milli Evrópu og Ameríku gengur yfir brúna milli heimsálfa. er magnað og gefur mér sérstaka tilfinningu þegar ég labba yfir brúna. Það er einhver tilfinning sem ég hef í maganum um að þetta sé skrítið og öðruvísi. Ég vona að fleira fólk frétti af þessum stað og komi og upplifi þetta,“ hafði Norðmaðurinn á orði við blaðamenn Víkurfrétta á brúnni milli heimsálfa.

Besta ljósmyndin kom á Garðskaga

Maros Tunak er áhugaljósmyndari frá Tékklandi hefur komið tvisvar til Íslands síðustu fimm ár. Hann kemur til Íslands vegna sérstöðu landsins sem hann segir Maros Tunak áhugaljósmyndari frá Tékkvera vegna hreinnar náttúru. landi tók eftirminnilegustu myndir ÍslandsHann er að ferðast ásamt konu ferðarinnar á Garðskaga. sinni Veroniku og systur hennar Klöru. Maros hefur sérstaklega gaman af því að ljósmynda landið enda mikið um opin og hrein svæði að hans sögn. Uppáhalds ljósmyndin sem Maros tók í ferðalaginu er af Garðskagavita og hann getur ekki útskýrt af hverju myndin snertir hann sterkar en aðrar myndir sem hann tók. „Við byrjum ferðalagið á Reykjanesi og förum svo um Suðurlandið og allan hring-

veginn. Þegar ég ferðaðist til Íslands fyrir fimm árum heimsótti ég einnig Reykjanesið og vildi koma aftur.“

Orkan og sagan hafa aðdráttarafl

Sigurður Þorsteinsson, veitingamaður á Garðskaga, segir söguna og orku frá svæðinu hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Sigurður Þorsteinsson, veitingamaður á Garðskaga, segir söguna og orku frá svæðinu hafa sérstakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Þetta hefur farið langt fram úr væntingum hjá okkur. Okkur hefur verið sérstaklega vel tekið af heimamönnum frá Reykjanessvæðinu. Fólk úr bænum hefur líka verið að heimsækja okkur þegar það hefur heyrt af kaffihúsinu,“ segir Sigurður en litla kaffihúsið á Garðskaga hefur fallið vel í kramið hjá fólki. „Ferðamennirnir sem koma til okkar eru oft að skoða svæðið áður en þau fljúga aftur út og þá reynum við að segja þeim skemmtilegar sögur af svæðinu og dreifa þeim áfram um Reykjanesið. Fólk getur oft ekki gefið ástæðu af hverju það er hrifið af þessu svæði en mig grunar að það sé orkan sem kemur frá sjónum og sögurnar um að eitt sinn hafi þetta verið mikilvægur staður vegna fiskveiða. Fólk alveg elskar að heyra sögur frá því hvernig staðurinn hér var áður fyrr. Fólki finnst mjög merkilegt að við skulum bara nýverið hafa gert um gamla vitann og opnað í sumar eftir að hann hafi staðið auður í 60 ár.“ Kaffihúsið er eflaust með þeim minni á landinu og er boðið uppá kaffi, drykki og meðlæti. Stefnt er á að bæta við vöfflum og sjávarréttasúpu síðar. „Við erum að reyna að kynna allt svæðið, Sandgerði og Reykjanesbæ líka. Ef við vinnum öll saman ná allir árangri. Það hefur vantað afþreyingu, við verðum að hugsa hvernig við höldum ferðamanninum hér á svæðinu í lengri tíma. Við fáum oft fyrirspurnir frá erlendum ferðaskrifstofum


fimmtudagur 25. ágúst 2016

17

VÍKURFRÉTTIR

Það er margt um að vera á Garðskaga. Nú er þar starfrækt kaffihús og rís hótel innan skamms.

um hvað sé hægt að skipuleggja héðan, eins og að fara Suðurstrandarveginn. En við þurfum að setja meiri fókus á það að skoða hvernig við getum þjónustað fólk á meðan það er hérna. Ef fólk hefur nóg að gera hérna og er ánægt þá spyrst það út. Ferðamönnum mun fjölga meira hér á næstunni og erum við að bregðast við því með því að auka við salernisaðstöðu. Grindavík er nú þegar að gera frábæra hluti en við í Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ þurfum að standa og vinna betur saman.“

Gullmoli fyrir ferðamenn

German Khlopin, tónlistarkennari frá Rússlandi, hefur búið um árabil í Reykjanesbæ. Hann fer reglulega um Reykjanesið og nýtur þess að vera ferðamaður á nýjum heimaslóðum. Hann var við Valahnjúk ásamt Jekaterinu eiginkonu sinni þegar blaðamenn bar þar að garði. „Mér finnst gaman að koma á þetta svæði vegna hafsins og German Khlopin, tónlistarsólarinnar en líka gaman þegar kennari frá Rússlandi, hefur búið það er rok og rigning. Þetta eru um árabil í Reykjanesbæ. Hann kjöraðstæður fyrir ljósmyndara fer reglulega um Reykjanesið að taka flottar myndir frá Íslandi. og nýtur þess að vera ferðaÉg og konan mín heimsækjum maður á nýjum heimaslóðum. þetta svæði reglulega og tökum myndir. Ég er mjög hrifinn af Reykjanesinu, Garðinum og Bláa Lóninu. Garðskaginn er æðislegur staður til að taka myndir, þar nær maður svo flottum skugga og sérstaklega við sólsetur.“

German hefur búið í nokkrum öðrum löndum og segir bláa himininn það sérstakasta við Ísland, hvernig hann getur breyst á örskotsstundu og verið mismunandi á litinn ef maður horfir í mismunandi áttir. „Ferska loftið er líka er eitthvað sem finnst ekki á meginlandi Evrópu. Mér finnst að það ætti að bjóða fleiri ferðir um Reykjanesið og Reykjanesbæ. Þetta er gullmoli sem við getum boðið ferðamönnum, rétt hjá flugvellinum og Bláa lóninu.“

Ferðamönnum líður vel í öruggu umhverfi

Þeir sem hafa gert sér ferð út á Garðskaga í sumar hafa eflaust tekið eftir myndarlegri byggingu sem rís í nágrenni við vitana tvo. Þar byggja stórhuga heimamenn glæsilegt hótel með mikil tengsl við náttúruöflin. „Þetta byrjaði sem hugmynd yfir kaffibolla. Við erum búnir að reka gistiheimili í Garðinum í fjögur ár og verið mikil traffík. Þegar maður talar við fólk kemst maður fljótt að því að því líkar vel að vera hér í sveitinni og upplifa kyrrðina, norðurljósin og nálægðina við dýrin. Við ákváðum því að stækka við okkur,“ segir Gísli Heiðarsson en hann á sjálfur bjálka sumarhús og ákvað því að hafa hótelið þannig. Húsið kemur nánast tilbúið frá finnsku fyrirtæki og tekur svo skamman tíma að setja það saman fyrir vana menn. „Þann 6. júní kom húsið og nokkrir Finnar með. Við settum þetta upp með þeim og tók það okkur fjórar vikur. Það var ótrúlega gaman að setja húsið saman en líka erfitt, það eru spes aðferðir sem notaðar eru við þetta. Eftir á hyggja var það besta hugmyndin að fá Finnana til okkar til þess að aðstoða við þetta,“ segir Gísli en 24 rúmgóð herbergi verða í hótelinu. „Allir ferðamenn sem ég hef talað við segjast ætla að koma aftur til landsins og skoða meira. Það segir manni mikið. Einnig finnst fólki Ísland öruggt land og líður vel hér. Það andar að sér kalda og ferska loftinu daginn sem það lendir sem hefur örugglega með sér svipaða upplifun og þegar Íslendingar lenda í sólarlöndum og anda að sér heita loftinu þar.“ Við heimamenn finnum fyrir auknum áhuga á Garðinum og mikið líf núna með nýja kaffihúsinu og svo veitingastaðnum sem fer að opna.“ Gísli er þó ekki í vafa um hvað sé best við Garðinn. „Ætli það sé ekki knattspyrnufélagið Víðir,“ segir hann sposkur á svip. eythor@vf.is


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Þremur árum á eftir áætlun ●●Engin salerni á helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi l Eru ekki að höndla álagið l Þjónustumiðstöð við Reykjanesvita vonandi tekin í gagnið næsta sumar Uppbygging á helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi er þremur árum á eftir áætlun að sögn verkefnastjóra Reykjanes Geopark. Skortur á fjármagni er þess valdandi auk þess sem flækja í skipulagsvinnu og samskiptum við landeigendur, sveitarfélög og ríkisvaldið hefur tafið fyrir. Til stendur að byggja þjónustuhús við Reykjanesvita sem mun leysa flest þessi vandamál. „Við erum að horfa upp á uppbyggingu næstu þrjú árin sem hefði þurft að eiga sér stað síðustu þrjú árin ef ég segi alveg eins og er. Það hefur skort fjármagn og svo hefur skipulagsvinna og samráð við landeigendur, sveitarfélög og ríkisvaldið flækt málin. Ef við horfum fram á veginn eru skipulagsmálin komin lengra en áður, það er búið að samþykkja deiliskipulag við Reykjanesvita og nágrenni. Skipulagsstofnun hefur staðfest það og á næstu vikum förum við í jarðvegsvinnu við bílastæðin. Einnig munum við laga veginn að Gunnuhveri og fara í framkvæmdir á bílastæðunum við Brimketil,“ segir Eggert Sólberg verkefnastjóri Reykjanes Geopark. Að hans sögn er búinn að vera mjög mikill straumur um Reykjanesið og mikill uppgangur á svæðinu. „Við sjáum að bílastæðin eru alltaf full og staðirnir með þá innviði sem eru til staðar í dag, eru ekki að höndla þetta álag. Það er skýrast við Reykjanesvita og Brimketil. Það hefur verið byggt upp við

Brúna á milli heimsálfa og Gunnuhver sem hrósað hefur verið fyrir. Þeir sem stóðu að þeirri uppbyggingu á sínum tíma eiga hrós skilið fyrir framsýnina. Við verðum þó að halda áfram að byggja upp. Svona framkvæmdir kosta mikinn pening og við höfum leitað í samkeppnissjóði til þess að fjármagna uppbyggingu, það hefur gengið vel að fá það í gegn,“ segir verkefnastjórinn. „Þeir ferðaþjónustuaðilar og ferðamenn sem við höfum rætt við hafa mjög góða sögu að segja af svæðinu. Þeir staðir sem við fylgjumst með eru undir miklu álagi og verða það næstu þrjú árin, sérstaklega við Gunnuhver, Reykjanesvita, Brúna milli heimsálfa og Brimketil. Hvað Geoparkinn varðar, þá verða framkvæmdir fyrir allt að 100 milljónir á þriggja ára tímabili,“ bætir hann við. Eins og fjallað er um í Víkurfréttum í dag þá eru salernismál í ólestri á þessum stöðum sem Eggert nefnir. En hvað veldur? „Á pappír virka salernismál eins og það sé lítið mál að redda því. Hins

Fundarboð

um almannatryggingakerfið og lífeyrissjóðina Flokkur fólksins boðar til fundar á Hótel Keflavík, Vatnsendavegi 12-14 mánudaginn 29. ágúst kl 17 um samspil tryggingakerfisins við lífeyrissjóði og þær bætur sem stjórnarflokkarnir hafa lofað að hrinda fram og áætla nú að gera með að samþykkja breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Einum fulltrúa, ráðherra eða þingmanni hefur verið boðið að hafa framsögu frá hvorum stjórnarflokki. Andsvör munu veita Halldór Gunnarsson, formaður kjararáðs EB í Rangárvallasýslu og Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar. Auk þess verða umræður og fyrirspurnir. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.

vegar þarf að leggja lagnir, samþykkja skipulag og skipulagsferlið hefur tekið langan tíma. Það er komin ákveðin lausn hvað það mál varðar og verður kynnt á næstu vikum. Það verður byggt þjónustuhús á Reykjanesi þar sem m.a. verður salernisaðstaða og annars konar þjónusta. Við erum að hugsa þetta í heildarsamhengi, að vegurinn frá Garði, Sandgerði, Reykjanesbæ og út á Reykjanes og Bláa lónið sé einn ferðamannavegur. Vonandi sjá aðilar tækifæri í því að byggja um þjónustusvæði á þessari leið. Á leiðinni eru margir áhugaverðir staðir eins og Hafnir, Hafnarberg, Ósabotnar, Brú milli heimsálfa, Stampagígar, Gunnuhver, Reykjanesviti, Brimketill og Bláa lónið. Á Reykjanesi, við Valahnúka yrði ferðamannamiðstöð fyrir fólk á þessari leið og þá getum við mögulega lengt dvalartíma ferðamanna á svæðinu. Ef ferðamaðurinn dvelur lengur á svæðinu fer hann að kalla eftir aukinni þjónustu og afþreyingu á svæðinu sem verður svo að bregðast við.“ Eggert gerir ráð fyrir því að þeir aðilar sem ætla sér að byggja upp þjónustumiðstöðina komi til með að kynna tillögur sínar á allra næstu vikum. Þeir muni jafnvel hefja framkvæmdir í haust og opna næsta sumar. „Við höfum unnið forgangslista og sveitarfélögin eru sammála um hvar eigi að byggja upp. Það hefur verið gert í gegnum Geoparkinn, Atvinnu-

„Þeir staðir sem við fylgjumst með eru undir miklu álagi og verða það næstu þrjú árin, sérstaklega við Gunnuhver, Reykjanesvita, Brúna milli heimsálfa og Brimketil,“ segir Eggert Sólberg verkefnastjóri Reykjanes Geopark.

þróunarfélagið og Markaðsstofuna. Sveitarfélögin hafa verið að færast nær hvert öðru hvað þetta varðar, það er alls enginn hrepparígur eða innbyrðis skriffinnskustríð á milli sveitarfélaganna. Staðið hefur verið vel að hönnunarmálum, við erum að vinna með færum arkitektum og viljum vanda til verka. Þetta verður mjög flott þegar þetta verður loksins tilbúið. Undirbúningsvinnan hefði mátt ganga hraðar fyrir sig en við höfum þurft að fara í gegnum ýmsa ferla og takast á við margt sem við bjuggumst ekki við að þurfa að gera.“ Eggert áætlar að um 200 þúsund ferðamenn séu á ferð á svæðinu í ár.

Unnið er að því að mæla umferðina en hann segir það hvimleitt að þurfa að notast við gamlar tölur. Doktorsnemar við Háskóla Íslands hafa verið að mæla traffík um helstu ferðamannastaði landsins. „Hér mæla þeir við Garðskaga- og Reykjanesvita. Ég hef ekki enn fengið tölur frá þeim fyrir sumarið en við höfðum áætlað að það væru að koma um 200.000 ferðamenn á ári. Það er ákveðinn galli við ferðaþjónustuna að við erum alltaf að vinna með eldri tölur og við byggjum þetta mat á nokurra ára gömlum tölum sem við fáum frá Vegagerðinni. Það verður fróðlegt að sjá uppfærðar tölur.“


ÚTSALA ÚTSALA

Útsölulok 28. ágúst

50% - 70% afsláttur 22. - 28. ágúst.

Föt, skór & sundföt

Nettó Borgarnesi, Egilsstöðum, Hrísalundi & Krossmóa. Samkaup Úrval Blönduósi, Dalvik & Ólafsfirði.


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA Í SUÐURKJÖRDÆMI 10. SEPTEMBER 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þriðjudaginn 19. ágúst. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opið alla virka daga kl. 8:00 - 16:00. Einnig er hægt að greiða atkvæði utankjörfundar á eftirfarandi stöðum: REYKJANESBÆR, GARÐUR, SANDGERÐI OG VOGAR Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15, Ytri Njarðvík Opið verður milli kl. 17.00 og 19.00 eftirfarandi daga: Mánudagur 5. september Miðvikudagur 7. september Föstudagur 9. september Þá er hægt að kjósa eftir samkomulagi með því að hringja í tengilið í síma 864-8288 frá 23 ágúst til 9 september á milli 13:00 og 17:00. GRINDAVÍK Félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Víkurbraut 27 Tengiliðir: Katrín Sigurðardóttir s. 821- 1399, Hulda s. 846-9800 og Hjálmar s. 869-7010. Opið verður milli kl. 17.00 og 19.00 eftirfarandi daga:  Mánudagur 5. september Miðvikudagur 7. september Þá er hægt er að kjósa eftir samkomulagi með því að hringja í tengiliði. Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Kjósa skal 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í fimm fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Yfirstrikanir ógilda kjörseðilinn. Nánari upplýsingar um prófkjörið verða birtar þegar nær dregur prófkjörsdeginum 10. september. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

KÁNTRÝVEISLA Í ANDREWS Á LJÓSANÓTT

FIMM HLJÓMAR OG SANNLEIKURINN ●●Björgvin Halldórsson í kántrýinu á Ljósanótt

Sveitasöngvar eru viðfangsefni hátíðartónleika Ljósanætur í Reykjanesbæ þetta árið undir yfirskriftinni: Hvernig ertu í kántrýinu? Það er einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara sem taka þátt í Með blik í auga sem nú eru haldnir í sjötta sinn og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Björgvin Halldórsson þarf vart að kynna en hann þekkir vel kántrýtónlistina og gerði henni góð skil með hljómsveit sinni Brimkló sem lék kántrýskotna popptónlist. Þeir voru vinsælir og segja má að þeir hafi verið frumkvöðlar íslenskrar kántrýtónlistar en lög þeirra lifa enn góðu lífi meðal þjóðarinnar. En hvaðan kemur kántrýáhuginn á Íslandi? “Ég hlustaði auðvitað mikið á Kanann í gamla daga og kynntist þar kántrý tónlistinni. Síðan er við stofnuðum Brimkló árið 1972 þá var efnsskrá okkar mikið kántrý tónlist eins og glöggt má heyra á öllum plötum hljómsveitarinnar.” Hvernig var kántrýið á Íslandi? „Brimkló var nú held ég eina hljómsveitin sem lagði upp með þessa tónlist í byrjun og náði mikilum vinsældum. Það má auðvitað segja að fyrstu lög Villa Vill hafi verið kántrýskotin sem og flest íslensk dægurlög sbr. lög Magga Eiríks og svo er gaman að geta þess að lag Rúna Júll, Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig, er upphaflega kántrý lag samið af Buck Owens frá Bakersville.

Var kántrý á Íslandi öðruvísi en t.d. í Bandaríkjunum? „Heimili þessarar tónlistar er auðvitað í Bandaríkjunum en hér heima átti hún mikinn hljómgrunn, það er ekki spurning.” Hvað er það sem einkennir kántrý helst? „Það er hægt að svara þessu með því að segja…4 hljómar og sannleikurinn, “ segir Björgvin og segir það rétt að Kaninn hafi haft mikil áhrif á hlustendur á suðvesturhorninu og kveikt hjá mörgum áhugan á kántrý þótt ekki hafi það náð lengra. „Fyrir norðan náðu þeir ekki Kananum en hlustuðu þá frekar á sjóræningjastöðina Radio Caroline sem spilaði mest megnis enska tónlist en stundum þá amerísku.” Hvað er besta kántrýlag allra tíma? „Það er ekki hægt að taka eitt lag út. Þau eru svo mörg. Ég á svo mörg uppáhalds lög. Uppáhalds lag eftir mig er: „Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá.” Hvernig leist þér á þetta verkefni þegar skipuleggjendur höfðu sam band við þig? „Mér leist vel á þetta framtak og hafði heyrt góðar sögur af þessu. Ég vona bara að þetta heppnist skammlaust, “ segir Björgvin og svarið er einfalt þegar hann er spurður að því hverju tónleikagestir megi eiga von á á Ljósanótt. „Fjórum til fimm hljómum og sannleiknum sem og lögum sem það þekkir. Ég vona bara að allir syngi með.” Frumsýning er miðvikudaginn 31. ágúst og tvær sýningar verða sunnudaginn 4. september. Sýningar fara fram í Andrews Theatre á Ásbrú og er miðasala á midi.is.

Fjör í Sandgerði um helgina ●●Sandgerðisdagar settir í gær ■■Sandgerðisdagar voru formlega settir í Grunnskóla Sandgerðis í gær og munu standa fram á sunnudag. Á dagskránni eru ýmsir skemmtilegir viðburðir, svo sem Loddugangan sem fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20:00. Um helgina mun svo hver viðburðurinn reka annan. Á föstudag verður litabolti í Íþróttamiðstöðinni, opið hús hjá Tónlistarskólanum og sagna- og söngvakvöld í Efra-Sandgerði, viðureign Norður- og Suðurbæjar í fótbolta og stórdansleikur með Helga Björnssyni og Reiðmönnum vindanna. Á hátíðarsviði við grunnskólann á laugardag koma fram ýmsir skemmtikraftar, svo sem Villi og Sveppi, Lína Langsokkur, Jóhanna Ruth og fleiri. Ýmsir fleiri viðburðir eru á dagskrá Sandgerðisdaga sem nálgast má á vefnum sandgerdi.is


ŠKODA Octavia Drivers Edition

Aksturinn verður bara skemmtilegri og skemmtilegri

ŠKODA Octavia Drivers Edition er sérútfærsla af vinsælasta bíl á Íslandi 2015.

Drivers Edition aukahlutapakki

Hann er með aukahlutapakka á einstöku tilboði í takmarkaðan tíma. Komdu til

• Xenon/LED framljós • Climatronic miðstöð • Krómpakki

okkar í reynsluakstur og finndu hvernig hann leikur við þig í akstrinum. Hlökkum til að sjá þig! Verð frá aðeins

3.839.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

Heildarverðmæti Tilboðsverð á pakka Afsláttur

• Leiðsögukerfi með SD korti • 17" álfelgur • 16" vetrardekk á álfelgum 740.960 kr. 349.000 kr. 391.960 kr.

www.skoda.is


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Úrslit réðust í spennandi bráðabana á Íslandsmóti í pútti ●●Fjömennasta mótið sem hefur verið haldið á landsvísu Baráttan var æsispennandi um 1. sætið á Íslandsmóti Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) í pútti 60 ára og eldri sem fram fór í Reykjanesbæ fimmtudaginn 18. ágúst. Fjórir keppendur voru þar jafnir í karlaflokki á 66 höggum og réðust úrslit í bráðabana. Eftir bráðabanann lá fyrir að heimamaðurinn Aðalbergur Þórarinsson hafði tryggt sér fyrsta sætið, Haf-

steinn Guðnason annað sætið og Ingimundur Ingimundarson það þriðja. Í kvennaflokki var það heimakonan Eydís Eyjólfsdóttir í fyrsta sæti, Álfheiður Einarsdóttir í öðru sæti en Jytta Juul í því þriðja. Metþátttaka var á Íslandsmótinu, enda blíðskaparveður. Til leiks voru skráðir 94 keppendur frá ellefu félögum og komu sumir langt að á þetta

skemmtilega og spennandi mót. Allar félagsmiðstöðvar eða aðrir staðir um allt land þar sem aldraðir æfa pútt gátu sent keppendur eða lið á mótið. Flestir keppenda eru gamlar kempur úr ungmennafélagshreyfingunni. Keppendur voru á ýmsum aldri og var sá elsti 95 ára gamall. Mótið var keppni á milli einstaklinga, karla og kvenna, en einnig var boðið upp á liða-

keppni og voru fjórir í hverju liði. Sveit Púttklúbbs Suðurnesja sigraði í sveitakeppni á 199 höggum, og voru átta höggum á undan næstu sveit. Sveitina skipa Aðalbergur Þórarinsson, Hafsteinn Guðnason, Hákon Þorvaldsson og Guðbrandur Valtýsson. Púttklúbbur Suðurnesja átti veg og vanda að mótshaldinu í samstarfi við FÁÍA.

Sigr

Arnar starfar í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Á hverri vakt skoðar hann farangur þúsunda farþega og þannig tryggir hann öryggi allra farþega um borð. Þannig er Arnar hluti af góðu ferðalagi farþega á hverjum degi.


fimmtudagur 25. ágúst 2016

23

VÍKURFRÉTTIR

Sigrún er á leið í frí til Frakklands að hitta vini sína. Hún hlóð spjaldtölvuna sína og skoðaði í búðir og naut lífsins á meðan hún beið eftir fluginu sínu.

Úr fallegum garði við Aragerði 16 í Vogum. Þessi garður hefur þrisvar fengið umhverfisviðurkenningu í Vogum á síðastliðnum 13 árum.

VIÐ ERUM HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta. Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins. Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur í því að vera hluti af góðu ferðalagi.

isavia.is/atvinna facebook.com/isaviastorf

16-1620 — HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Verðlaunahafar í karla- og kvennaflokki.


24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Jónína í vélasalnum á Selfossi, ásamt Gunnari Rafni Skarphéðinssyni og Óskari H. Kristjánssyni.

SAUMAR

Á SJÓNUM l Sandgerðingurinn Jónína Hansen siglir um heimsins höf með flutningaskipum Eimskips l Fór á sjóinn til að bjarga fjárhagnum

„Ég hef alltaf verið svolítill strákur í mér og stundum gera samstarfsfélagarnir grín að því að ég gangi kvenlega í vinnugallanum,“ segir Jónína Hansen, stýrimaður og vélstjóri hjá Eimskip, fjögurra barna móðir og amma. Hún ólst upp í Reykjavík flutti til Sandgerðis fyrir nokkrum árum síðan. Jónína hefur verið á sjónum í yfir tíu ár og gegnt stöðu stýrimanns, vélstjóra, háseta og kokks. Æskudraumur Jónínu var að verða sjómaður, eins og pabbi sinn. „Á árum áður sótti ég oft um en fékk aldrei vinnu á sjó. Svo missti maðurinn minn vinnuna sína. Við komumst að þeirri niðurstöðu að annað okkar þyrfti að fara á sjóinn til að bjarga fjárhagnum. Maðurinn minn er svo sjóveikur að það kom ekki annað til greina en að ég færi á sjóinn,“ segir Jónína sem af barnabörnunum og sumum vinnufélögum er kölluð amma Dreki. Tók soninn með í Stýrimannaskólann

Jónína á fjögur börn og eru þrjú elstu uppkomin og flutt að heima en yngsti sonurinn, Jón Þór Jónsson Hansen er 18 ára. Hann var á leikskólaaldri þegar Jónína byrjaði í námi við Stýrimannaskólann og fór stundum með í skólann. „Í skólanum var hann stundum spurður hvort hann ætlaði að verða vélstjóri eins og mamma en hann var alveg ákveðinn að verða stýrimaður,“ segir Jónína. Hún hefur nú lokið námi í skipstjórn og er langt komin með 4. stig í vélfræði. Jón Þór stundar nú nám í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir á sjóinn eins og mamma hans. Jónína er virk í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði þegar hún er í landi og er þá hluti af sjóflokknum. Með henni í björgunar-

sveitarstörfunum eru eiginmaðurinn, Jón Þór Ingólfsson og yngsti sonurinn. „Þeir eru mjög virkir en ég hef minni tíma vegna vinnunnar. Það er gaman af því að sonurinn ætli að leggja sjómennsku fyrir sig eins og ég,“ segir hún. Eldri börnin þrjú, Hlynur Hansen, Heimir Hansen og Perla Sif Hansen hafa öll stundað nám í vélstjórn.

Saumar jólaskraut allt árið

Á milli vakta á sjónum saumar Jónína jólaskraut. Jón Þór, eiginmaður hennar, kemur með jólasokk og sýnir blaðamanni og segir í gríni að hún sé búin að sauma utan um klósettið á heimilinu líka. Jónína saumar jólaskrautið allt árið en tekur sér hvíld frá saumaskapnum í desember. „Þetta byrjaði þannig að frænka mín gaf mér bandarískan sokk til að sauma út. Ég kunni nú ekki við annað en að

Jónína hefur verið vélstjóri, stýrimaður, háseti og kokkur.

sauma hann. Síðan þá er ég búin að sauma mikið og jólaskrautið er vinsælt hjá barnabörnunum. Á sjónum fara sumir að hlæja þegar þeir sjá vélstjórann sauma út á milli vakta,“ segir Jónína. Allir samstarfsmenn Jónínu í gegnum tíðina hafa verið karlmenn með einni undantekningu. Aðspurð hvernig karlarnir hafi tekið henni þegar hún byrjaði fyrst á sjónum segir hún þetta ekki flókið; annað hvort passi fólk inn í hópinn eða ekki og að henni hafi verið vel tekið. „Ég bara svara körlunum ef þeir segja eitthvað sem mér líkar ekki. Það verður að hafa munninn fyrir neðan nefið á sjónum.“ Núna í sumar sigldi Jónína í fyrsta sinn með áhöfn þar sem önnur kona var en það var Kolbrún Matthíasdóttir bryti.

Í desember sigldi Jónína til Bandaríkjanna og var slæmt veður alla leiðina. Myndina tók hún í ferðinni.


fimmtudagur 25. ágúst 2016

25

VÍKURFRÉTTIR

Jónína segir það hafa verið skemmtilega tilbreytingu og að ekki hafi skemmt fyrir að Kolbrún sé heimsins besti kokkur og með góða nærveru. „Ég er kannski aðeins karlmannlegri en hún en við eigum handavinnuna sameiginlega. Það gafst þó lítill tími í handavinnu hjá okkur en við gátum spjallað um hana þegar við hittumst í mat.“ Jónína segir sjómennsku ekki eiga við alla, hvort sem um konur eða karla sé að ræða, og að gerðar séu jafn miklar kröfur til líkamlegs styrks hjá kynjunum.

Svaðilför um sjóræningjaslóðir

Á flutningaskipum Eimskips hefur Jónína siglt um heimsins höf, til að mynda til Nýfundnalands, Kanada, Bandaríkjanna og til ýmissa landa í Evrópu. Fyrr í sumar fór hún í ferð til Manilla á Filippseyjum en þangað var verið að selja eitt skipa Eimskips, Selfoss. Leiðin lá meðal annars um svæði í nágrenni Sómalíu þar sem sjóræningjar hafa látið til skarar skríða. Á þeim slóðum voru vopnaðir verðir um borð í Selfossi og allar aðgönguleiðir girtar af með gaddavír. Jónína segir sjóræningjana reyna að líta út eins og fiskimenn og að líklega hafi þau séð til þeirra. Ráðist var á skip á þessum slóðum sólarhring áður og eftir að Selfoss sigldi þar um. „Sjóræningjarnir eru með allan útbúnað til að klifra upp í skipin. Þar taka þeir skipverja í gíslingu og krefjast lausnargjalds af útgerðunum,“ útskýrir Jónína sem var með hníf á sér alla ferðina. Til allrar hamingju þá réðust sjóræningjar ekki á Selfoss. Á leiðinni var komið við í Egyptalandi og sagði lögregla við áhöfnina að Jónína væri í mikilli hættu þar því hún væri kona, henni gæti verið rænt. „Skipverjarnir fóru að skellihlæja og sögðu að þetta yrði líkalega eins og í Kardimommubænum, að þeir myndu bara skila mér aftur,“ segir Jónína og hlær. Hún segir ferðina hafa verið skemmtilega en líka tekið á líkamlega og andlega. „Það er ekki fyrir alla að halda

svona langa ferð út enda reynir þetta töluvert á, sérstaklega þegar farið er yfir hættusvæði.“ Hitinn á Rauðahafi, Indlandshafi og Kínahafi var líka mikill, eða allt upp í 51 gráðu og missti Jónína sex kíló í ferðinni vegna hitans.

Missti puttann vegna eitrunar á sjónum

Áður en Jónína byrjaði að vinna á flutningaskipum hjá Eimskip var hún á fiskveiðum og þá aðallega á línubátum. Í einum túrnum fékk hún lítið sár á löngutöng vinstri handar. Sárið gréri ekki og í það kom eitrun sem svo barst um allan líkamann. Eftir það var puttinn lamaður og var svo fjarlægður því hann olli Jónínu óþægindum. Ljóst var að eitrunin gæti komið aftur upp ef Jónína myndi halda áfram á fiskveiðum og því ákvað hún að færa sig yfir á flutningaskipin. Hún segir starfið mjög fjölbreytt og skemmtilegt en að það geti að sama skapi stundum verið erfitt. „Maður öðlast mikla reynslu á sjónum og er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Svo er allra veðra von. Til dæmis fór skipið nánast á hlið um síðustu jól. Þá vorum við á leiðinni til Bandaríkjanna og veðrið var svakalegt alla leiðina. Ég viðurkenni að á áttunda degi var ég orðinn svolítið þreytt á að sjá ekki til lands. Það var mikil ísing en þetta hafðist allt hjá okkur.“

Fyllist hugarró á sjónum

Ferðirnar geta tekið fimm til tíu vikur og stundum er Jónína á sjó yfir jól og páska. Hún segir að fjarvistir frá fjölskyldunni venjist. „Ég reyni að stilla hugann þannig að ég er bara á sjónum þangað til ég kem í land. Ég hugsa auðvitað mikið heim til fólksins míns en ekki þannig að ég telji niður dagana þangað til ég kem í land. Er þetta ekki kallað að lifa í núinu?“ segir Jónína og brosir. Hún segir það eiga mjög vel við sig að vera á sjónum enda hafi hún aldrei verið sjóveik. „Þetta er virkilega skemmtilegt starf enda félagsskapurinn góður og góður andi um borð. Við getum fíflast með næstum því allt og ég kann vel við það. Helst vil ég

vera á sjónum það sem eftir er.“ Jónína fyllist hugarró þegar hún er nálægt sjónum, sama þó að starfið geti verið líkamlega erfitt þá skipti það engu því sjórinn veiti andlega hvíld. Jónína býr við Vallargötu í Sandgerði, stutt frá sjónum. „Ég myndi þó vilja búa nær sjónum en ég geri og helst af öllu hafa hann alltaf fyrir augunum.“ dagnyhulda@vf.is

Helst vil ég vera á sjónum það sem eftir er

Jónína missti puttan vegna sýkingar þegar hún var á fiskveiðum. Eftir það fór hún að sigla með flutningaskipum.

LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA ÓSKAR EFTIR STARFSMÖNNUM Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp flottra starfsmanna okkar. Við leitum af öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná árangri í krefjandi umhverfi.  Lagnaþjónusta Suðurnesja er stærsta pípulagningarfyrirtækið á Suðurnesjum með starfstöðvar bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Samhennt fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi,samviskusemi og fagleg vinnubrögð. ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA Við leitum að einstakling vönum pípulögnum,meistara,sveini eða verkamanni vönum byggingarvinnu. Þurfa að vera sjálfstæðir,þjónustuliprir og vera tilbúnir að tileinka sér nýjungar.

NEMAR Hefur þú áhuga á því að læra pípulagnir? Við erum að leita af einstaklingum sem hafa áhuga á því að læra pípulagnir og komast á samning.

Umsóknir skal senda á lagnaths@simnet.is


26

VÍKURFRÉTTIR

Ragnheiður Elín í 1. sæti Framundan er prófkjör Sjálfstæðis- boði. Af sex ráðherrum flokksins eru flokksins í Suðurkjördæmi sem fram tvær konur sem báðar bjóðast til að fer 10.september. Ragnheiður Elín leiða framboðslista í næstu kosnÁrnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- ingum. Við þurfum að veita þeim herra, hefur verið oddviti flokksins í brautargengi til þess. Athyglisvert er gegnum tvennar kosningar. Á þeim að heyra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins reyna að úthrópa tíma hefur staða flokksins í kvenráðherrum flokksins, í kjördæminu styrkst. Ragnþeirri von að þær verði felldar heiður hefur boðið fram í næsta prófkjöri. Þessir sömu krafta sína til að leiða flokkaðilar yrðu fyrstir til þess að inn í kjördæminu í þriðja hrópa að konur ættu litla von sinn og er mikilvægt að Sjálfum framgang innan flokksins stæðismenn standi saman og ef svo færi. Sjálfstæðismenn veiti henni afgerandi kosnmega ekki láta úrtölur og ingu í prófkjörinu til að leiða neikvæðni stuðningsmanna flokkinn áfram. annarra flokka hafa áhrif á Þrátt fyrir að Ragnheiður sé Jóna Hrefna lang yngsti frambjóðandinn Bergsteinsdóttir val sitt. sem hefur boðið sig fram Ragnheiður er glæsileg kona. til að leiða listann er hún Hún hefur verið fyrirmynd reynslumest þeirra allra. Ragnheiður hefur setið 9 ár á þingi en fjölmargra ungra kvenna sem vilja aðeins verið ráðherra síðustu 3 árin. hasla sér völl í forystu, hvort sem er í Áður en hún tók sæti á alþingi var atvinnulífinu eða stjórnmálum. Hún hún aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hefur, sem ráðherra atvinnumála, utanríkisráðherra og síðan forsætis- verið hvetjandi og stutt dyggilega við ráðherra, samtals í 9 ár, þannig að í fjölmarga frumkvöðla sem á síðustu raun hefur hún reynslu af störfum árum hafa reynt að hasla sér völl við ríkisstjórnar og þings síðustu 18 ár. nýsköpun, framleiðslu og þróun. Sjálf Fáir hafa jafn víðtæka reynslu. Slík þekki ég persónulega nokkra sem hafa reynsla er þó afar mikilvæg og vegur ákveðið að berjast áfram, vinna meira þungt þegar horft er til þeirra ein- og þrauka lengur vegna hvatningar frá staklinga sem gætu sest í ráðherrastól Ragnheiði og uppskorið árangur og að loknum kosningum, ef flokkurinn betri tíð í kjölfarið. verður í stöðu til þess eftir 29.október. Sjálfstæðisflokkurinn verður jafn- Ég hvet alla Sjálfstæðismenn í Suðurframt að horfa til þess að tryggja sem kjördæmi til þess að tryggja Ragnheiði jafnasta stöðu kvenna og karla í fram- 1. sætið í prófkjörinu 10.september.

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

fimmtudagur 25. ágúst 2016

LESANDI VIKUNNAR

Uppgötvaði rithöfundinn Jónínu Leósdóttur allt of seint Ottó Þórðarson lögreglumaður er Lesandi vikunnar hjá Bókasafni Reykjanesbæjar

Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Ferðabókin Kjölfar kríunnar eftir hjónin Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnússon. Einnig nefni ég ljóðabálkinn Cartas de amor eftir Pablo Neruda. Mér þykir samt erfitt að tilgreina einhverjar ákveðnar bækur. Það er auðvitað fullt af bókum sem ég hef lesið sem hafa haft einhvers konar áhrif á mig eða vakið mig til umhugsunar, jafnvel þó að maður átti sig ekki sérstaklega á því.

Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég var að ljúka við Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og bókin er snilld! En núna er ég að lesa tvær bækur, spennusöguna 3 sekúndur eftir höfundana Röslund & Helström og bókina Viðrini veit ég mig vera - Megas og dauðasyndirnar eftir Óttar Guðmundsson. Hver er þín eftirlætis bók? Góði dátinn Svejk. Aðalpersónan er svo skemmtileg og hann hefur svo sérstaka sýn á lífið. Það er líka mjög áhugavert hvernig sögunni framvindur. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Pablo Neruda, Isabel Allende, Steinn Steinarr (ég hvet fólk að kíkja á safnið um hann, Steinshús) og Jónína Leosdóttir sem ég uppgötvaði því miður allt of seint, hún er frábær. Hvernig bækur lestu helst? Ég les eiginlega allt; skáldsögur, ljóðabækur, fræðibækur, spennusögur og ævintýri. Ég les síst ævisögur, það þarf að vera eitthvað alveg sérstakt til að ég nenni að lesa þær.

TÖLVUNNI

FYLGSTU MEÐ Í...

Gargandi gleði í Frumleikhúsinu Leiklistarnámskeið í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur

Leikur, söngur, sjálfsstyrking hópefli, glens og gaman Skráning fer fram á www.gargandisnilld.is Takmarkaður fjöldi þátttakenda á hvert námskeið Aldursskiptir hópar

Kennt er 1x í viku, hver tími er 90 mínútur, í 7 vikna lotu á miðvikudögum í Frumleikhúsinu

Námskeiðið hefst 7. september Leiðbeinendur: Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur Verð 15.000 kr. Nánari upplýsingar í síma 8691006/6903952

Hvaða bók ættu allir að lesa? Ég held að allir hefðu gott af því að gleyma sér aðeins í heimi Harry Potter. Það er erfitt annað en að hafa gaman af þessum bókaflokki, óháð aldri lesenda. Hvar finnst þér best að lesa? Heima! Hvaða bækur standa upp úr sem þú vilt mæla með? Endurkoman eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones, Eyjan undir hafinu eftir Isabel Allende, Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur og Eragon bókaflokkurinn.

SNJALLSÍMANUM

SPJALDTÖLVUNNI


fimmtudagur 25. ágúst 2016

27

VÍKURFRÉTTIR

m Sæktu u í dag! STARFSMAÐUR Í BÍLAÞRIF Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK

Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í bílaþrif í Keflavík. Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á Keflavíkursvæðinu. Stutt lýsing á starfi: • Vinna við bílaþrif fyrir Thrifty bílaleigu ásamt almennri aðstoð við þjónustufulltrúa eins og skutl viðskiptavina til og frá starfsstöð Hæfniskröfur: • Laghentur og hörkuduglegur verkmaður • Gilt bílpróf skilyrði og vera jafnvígur á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Stundvísi • Framúrskarandi þjónustulund • Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð

Sýning Kolbrúnar mun standa til 4. september í Listatorgi við Vitatorg í Sandgerði.

ALDREI OF SEINT AÐ LÁTA DRAUMANA RÆTAST

Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið má finna undir Laus störf á brimborg.is Umsóknarfrestur er til 1. september 2016

●●Kolbrún Vídalín fór í myndlistarnám á sextugsaldri ●●Heldur sýningu á Sandgerðisdögum

Bílaþrif_DTI_Víkurfréttir_99x150_20160818.indd Listakonan Kolbrún Vídalín heldur sýningu á verkum sínum núna á Sandgerðisdögum og mun hún standa til 4. september. „Markmið mitt í gegnum lífið hefur ávallt verið að efla listsköpun í umhverfi mínu og hef ég verið dugleg að sækja ýmis konar námskeið og miðlað þekkingu minni til annarra og með því vakið áhuga margra á listsköpun,“ segir hún.

Kolbrún á að baki langan feril í myndlistinni og hafði lengi átt sér þann draum að fara í myndlistarnám. Kolbrún á þrjú börn með eiginmanni sínum, Jóni Bjarna Pálssyni, og þegar þau voru búin með sitt háskólanám fannst henni tímabært að að láta drauminn sinn rætast og fara í myndlistarskóla. Þá var hún komin á sextugsaldur. „Árið 2010 ákvað ég að leigja mér íbúð á Akureyri og hefja eins árs fornám í Myndlistarskóla Akureyrar. Eftir þetta eina ár fann ég að mig langaði til að halda áfram og hóf þriggja ára nám í fagurlistum.“ Kolbrún útskrifaðist vorið 2014. „Maðurinn minn hélt áfram á sjó en heimsótti skólastelpuna sína í fríum. Við héldum okkar heimili hér í Sandgerði og vorum við því í eins konar fjarbúð,“ segir Kolbrún. Námið á Akureyri var öflugt, að sögn Kolbrúnar og þar lærði hún margt, bæði í listasögu og listsköpun. „Ég

Á morgnana gekk ég í svarta myrkri í gegnum skóg með vasaljós

Verk eftir Kolbrúnu á sýningunni í Listatorgi. Birtan spilar stórt hlutverk í öllum verkunum á sýningunni.

kynntist fullt af frábæru fólki, kennurum skólans, skólasystkinum og eignaðist góða vini. Þetta var svo mikið ævintýri og ég hef lært að það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast.“ Síðasta veturinn fyrir norðan lét Kolbrún sig hafa það að búa ein í 20 fermetra bústað sem var hinu megin í Eyjafirðinum. „Á morgnana gekk ég

í svarta myrkri í gegnum skóg með vasaljós. Þetta var um 600 metra leið upp brekku í bílinn minn, oft í miklum snjó og byl. Það var mikið lagt á sig fyrir skólann.“ Kolbrún segir námið hafa gefið sér sjálfstraust til að halda áfram að þróa sína list og jafnframt veitt sér mikinn innblástur. Fyrir rúmlega ári síðan hélt Kolbrún einkasýningu í Norðurbryggju í Hörpu og voru verkin þar innblásin af lokaverki hennar úr Myndlistarskóla Akureyrar. Málverkasýning Kolbrúnar sem nú stendur yfir í sal Listatorgs við Vitatorg í Sandgerði er sölusýning. Verkin á sýningunni eru unnin í olíu og blek á bómullarefni með blandaðri tækni. „Birtan spilar stórt hlutverk í verkunum þannig að þau eru ávallt að breytast og fylgja birtunni í rýminu,“ segir hún. Verkin eru römmuð inn í plexígler til þess að birtan geti leikið um þau. Sýningin mun standa til 4. september og verður opin alla daga frá klukkan 13:00 til 17:00. dagnyhulda@vf.is

Beint samband til Norður Kóreu frá Garðskagavita Íslenskir radíóamatörar komu saman við Garðskagavita um nýliðna helgi. Heimsókn radíóamatöranna fór ekki framhjá fólki sem sótti Garðskaga heim en tvö risastór loftnet sáust víða að enda annað þeirra svipað Garðskagavita á hæð. Radíóamatörarnir héldu sérstaka vitahelgi en um helgina var alþjóðleg vitahelgi. Þá koma radíóamatörar saman við vita víðsvegar um heiminn og senda út kallmerki sín. Yfirleitt fara ekki flókin samskipti fram í gegnum talstöðvarnar, Radíóamatör í samskiptum við kollega hinu heldur gefa menn upp kallmerki sitt og staðmegin á hnettinum. setningar. Þannig voru radíóamatörarnir á Garðskaga í samskiptum við kollega sína víðsvegar um heiminn. Þegar Víkurfréttir komu við í búðum talstöðvarfólksins voru þeir m.a. í sambandi við aðila í Norður Kóreu. Þá var einnig verið að nota Mors og var áhugamaður um það í sambandi við aðila í Þýskalandi og á Bretlandseyjum. Þegar nóttin brestur á næst hins vegar Mors-samband víðar. Nánar um radíóamatöra í Sjónvarpi Víkurfrétta Vígaleg loftnet á Garðskaga um nýliðna helgi. á vf.is og ÍNN.

1

18.8.2016 16:00:45

AÐALFUNDUR FRJÁLS AFLS

stjórnmálasamtaka verður haldinn þriðjudaginn 30. ágúst nk. kl. 17:30 að Hafnargötu 91 jarðhæð. Auk félagsmanna eru aðrir stuðningsmenn boðnir velkomnir. Kaffi á könnunni. Stjórnin.

DO YOU LOVE CLEANING? AÞ-Þrif is looking for people to work at the airport, both for daytime work and shift work Punctual and efficient individual, between the age of 20–40 years old with driving license and no criminal record. Must speak english and/or icelandic. Challenging work in a multicultural environment. If you are interested, please apply via www.ath-thrif.is or email: gerda@ath-thrif.is

PROFESSIONALISM GOOD SERVICE HONESTY


28

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Þau Þórdís og Fannar eru ansi dugleg í ræktinni. Þau halda minningu bróður og vinar á lofti með því að blása til kraftlyftingamóts á Sandgerðisdögum.

Skylda að mæta í sitthvorum sokknum í Bóndabeygjuna ●●Andleg veikindi eiga að vera uppi á yfirborðinu segja aðstandendur Nonna sem standa fyrir kraftlyftingamóti í hans minningu Á laugardeginum á Sandgerðisdögum verður haldið minningarmót í kraftlyftingum til heiðurs heimamanninum Jóni G. Marteinssyni. Nonni eins og hann var alltaf kallaður, lést langt fyrir aldur fram þegar hann svipti sig lífi í fyrra. Mótið verður því til styrktar „Út me’ða,“ sem er átak til forvarna gegn sjálfsvígum ungra karla. „Sameiginlegur vinur hafði samband við okkur og stakk upp á að við myndum minnast Nonna með þessum hætti. Hans annað heimili var lyftingasalurinn í Sandgerði,“ segir Fannar Sigurbjörnsson vinur Nonna en hann stendur fyrir mótinu ásamt Þórdísi Marteinsdóttur systur Nonna. Keppt verður bæði í karla og kvenna flokki í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og bóndagöngu.

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir.

Ósk Sólrún Kristinsdóttir,

frá Bræðraborg Höfnum, til heimilis að Aðalgötu 5 Reykjanesbæ,   lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 18. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 30. ágúst kl: 15:00.   Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hennar er bent á skilunardeild Landsspítalans.

Guðmundur Brynjólfsson, Lilja Dögg Bjarnadóttir, Ólafur Ingólfsson, Jóhanna Guðmundsdóttir Sells, William Sells, Hildur Guðmundsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttirs, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og fjölskyldur.

Undirbúningur og skráning í mótið hefur gengið ótrúlega vel en þegar eru komnir 10 keppendur í karlaflokki og 10 sömuleiðis í kvennaflokki og nokkrir eru á biðlistum. „Nú til að byrja með er mótið hugsað til gamans en við vonumst til að halda áfram næstu árin og að þetta vindi upp á sig. Ef það safnast einhver peningur mun hann renna til verk-

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

efnisins „Út me’ða.“ Það verður opið fyrir frjáls framlög en við ætlum ekki að hafa neitt keppnisgjald þetta árið, en örugglega á næsta ári þegar við erum búin að fá reynslu á þetta. Við erum þó hörð á einni reglu og það er að keppendur verða að vera í sitthvorum sokknum. Nonni var alltaf í sitthvorum sokknum, hvort sem það var í æfingasalnum eða í fínni veislu,“ segir Þórdís, systir Nonna. Nonni sjálfur hafði gaman af því að taka fólk í bóndabeygju og hótaði því gjarnan þegar vel lá á honum, en hann var mikill húmoristi að sögn vina og ættingja. Þannig kom nafngiftin til á Bóndabeygjunni.

Var alltaf brosandi út á við

Að sögn þeirra sem voru nánastir Nonna þá var hann með mikið jafnaðargeð. Það var alveg sama hvert

TÖLVUNNI

hann fór, hann náði að heilla fólk á öllum aldri og var vinur allra. „Hann glímdi við þunglyndi og var í miklum barning við sjálfan sig. Hann tók síðan sitt eigið líf fyrr í sumar. Hann var alltaf mjög góður við alla aðra í kringum sig en kannski ekki við sjálfan sig. Hann var ekki mikið að ræða erfiðleika sína við fólk en þeir allra næst honum áttuðu sig á því hvað var í gangi. Hann var þó alltaf brosandi út á við þannig að þetta kom eflaust mörgum á óvart. Við ákváðum að ræða sjálfsvígið opinberlega eftir andlát Nonna. Þetta á ekki að vera feimnismál, andleg veikindi eiga frekar að vera uppi á yfirborðinu svo að fólk sé ekki feimið við að leita sér hjálpar,“ segir Þórdís. Mótið fer að fram í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði en bóndagangan, sem er síðasta greinin, fer fram á hátíðarsvæðinu utandyra við íþróttahúsið.

SNJALLSÍMANUM

SPJALDTÖLVUNNI

FYLGSTU MEÐ Í...

Sameiginlegir fundir frambjóðenda Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi

Janus Hafsteinn Engilbertsson,

Sjómaður Heiðarhvammi 5, Reykjanesbæ, lést á HSS 19. ágúst síðastliðinn. Útför fer fram á mánudaginn 29. ágúst í Keflavíkurkirkju kl.13.00. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnella Jóhannsdóttir, Sigtryggur Hafsteinsson, Eygló Hafsteinsdóttir, Agnar Hafsteinsson, Lovísa Hafsteinsdóttir, Hafdís N Hafsteinsdóttir, Alda Úlfars Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

vegna prófkjörS SjálfStæðiSmanna í Suðurkjördæmi 2016

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu í aðdraganda prófkjörsins, sem fer fram laugardaginn 10. september næstkomandi, standa fyrir sameiginlegum fundum með prófkjörsframbjóðendum. fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

mánudaginn 29. ágúst kl. 12.00 á Hótel dyrhóley í vík – súpufundur mánudaginn 29. ágúst kl. 20.00 í nýheimum á Höfn í Hornafirði

Jóhanna Halldórsdóttir,

Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20.00 í Safnaðarheimilinu dynskálum 8 á Hellu

Sigurborg Þorvaldsdóttir, Massimo Luppi, Karl Gústaf Davíðsson, Jón Þór Maríusson,

miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20.00 í ásgarði í vestmannaeyjum fimmtudaginn 1. september kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu óðinsvé í árborg mánudaginn 5. september kl. 20.00 á nesvöllum í reykjanesbæ


fimmtudagur 25. ágúst 2016

ELDRI FS-INGUR ■■Í haust mun Fjölbrautaskóli Suðurnesja fagna 40 ára afmæli sínu og til stendur að halda uppá daginn 24. september næstkomandi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, eða FS, hefur í gegnum árin boðið uppá fjölbreyttar námslínur og því alið af sér einstaklinga sem sinna hinum ýmsu störfum atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis. Því er vel við hæfi að leita uppi gamla FS-inga og forvitnast um hvað á daga þeirra hefur drifið. Sumir þeirra luku stúdensprófi frá skólanum, aðrir luku iðnmenntun en enn aðrir komu við í skemmri tíma. Fram að afmælinu ætlum við að leita uppi gamla FS-inga.

40 ÁRA

Þreytist ekki á að segja frá frábærum árum í FS Hvenær varstu við nám í FS? Ég lauk stúdentsprófi af Viðskiptafræðibraut FS jólin 1985 og hóf svo nám við Háskóla Íslands og lauk Cand. Oecon gráðu í viðskiptafræðum 1991. Á síðasta ári lauk ég síðan sérstöku AMP stjórnenda námi frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Hvað hefurðu verið að gera síðan þú útskrifaðist úr FS? Ég hóf störf fyrir Íslandsbanka strax eftir útskrift og hef komið að ýmsu innan bankans á þessum tíma, starfað almennt að viðskipta- og lánastjórnun, var útibússtjóri útibúsins hér í Reykjanesbæ í 8 ár eða frá árinu 1999-2007, en eftir það varð ég framkvæmdastjóri útibúasviðs bankans og tók síðan við árið 2008 sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka. Hvað stendur upp úr þegar þú horfir til baka? Árin mín í Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru bæði skemmtileg ár og eftirminnileg, hæfileg blanda af öguðu námi, menningu, fjöri og fíflagangi, en fyrst og síðast undirbúningi undir lífsins alvöru. Ég var eins og margir mjög virk í félagslífi og sat í nemendastjórn. Góður skóli þarf að hafa gott félagslíf og fjölbreytt, sérstaklega mikilvægt á menntaskólaárunum. Viltu deila með okkur eftirminnilegum minningum úr gamla skólanum þínum? Það sem var allra eftirminnilegast í mínum huga þessi ár í FS voru kennararnir. Ég vil meina að á þessum árum hafi verið einstaklega sterkur kenn-

29

VÍKURFRÉTTIR

skólafélagar mínir sem fórum áfram í framhaldsnám værum ver undirbúnari, ef svo var þá var það unnið upp með dugnaði og krafti.

Una Steinsdóttir arahópur, fjölbreyttur og hvetjandi. Tímarnir í Njálssögu hjá Jóni Böðvarssyni skólameistara sem er maður sem maður gleymir aldrei, eða stærðfræðitímarnir hjá Gísla Torfa, en þó sérstaklega skrautskrifaðar umsagnir hans á próf og verkefni og hafði þannig áhrif á mann að maður vildi drífa sig í næsta verkefni og fá fleiri umsagnir. Hjálmar Árna, Björn Örvar, Rósa, Unnur Þorsteins, Ægir Sigurðs, Maja Loebell o.fl. allt frábærir kennarar sem undirbjuggu nemendur sína vel fyrir lífsins göngu. Hvernig fannst þér FS búa þig undir það nám sem þú fórst í? Ég hef ávalt verið mjög stoltur FSingur og þreytist aldrei á að segja frá þessum frábæru árum mínum í skólanum. Ekki var ég vör við það ég eða

Íbúar í Vogum kvarta vegna hávaða frá flugumferð ■■Sveitarfélaginu Vogum hefur borist nokkrar ábendingar og kvartanir vegna ónæðis af flugumferð og var fjallað um málið á síðasta fundi bæjarráðs sem fram fór í gær, miðvikudag. Sveitarstjórninni hefur einnig borist afrit frá einum íbúa af bréfi hans til Ísavia ohf., um neikvæð áhrif flugumferðar í þéttbýli sveitarfélagsins, þar sem bréfritari vonast til að tekið verði undir erindið og því fylgt eftir við rétt stjórnvöld. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að erindið, ábendingarnar og kvartanirnar hafi verið lagðar fram. Bæjarráð tekur undir kvartanir íbúa sveitarfélagsins, og beinir því til Isavia ohf. að flugumferð um Keflavíkurflugvöll verði eftir föngum beint á þær flugbrautir vallarins sem valda íbúum sveitarfélagsins minnstu ónæði, sérstaklega að næturlagi.

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

Eitthvað sem stendur upp úr þegar þú horfir til baka? Get ekki látið það vera að minnast þess að eitt af því skemmtilega sem við gerðum þarna fyrir rétt rúmum 30 árum, var að gefa út NFS skólabókina. Það er ekki ósjaldan sem maður flettir í þessum tveimur bókum sem voru gefnar út á árunum 1982-1985. Þarna eru myndir af öllum skólafélögunum, myndir úr félagslífi og dagsins önn á þessum árum í skólanum. Hjálpar manni að rifja upp og muna árin í FS eða eins og sagt er í fyrsta formála bókarinnar: „Það er vonandi að skóladagbókin eigi eftir að ylja vambmiklum og rasssíðum gamalmennum, þegar sest er að áliðnu ævikvöldi við arinn minninganna og litið um öxl“, svo sannarlega orð með sönnu. Þarna var skólinn bara um 10 ára, nú er hann 40 ára og ég 30 árum síðar, er svo þakklát að geta flett upp í minningunum frá þessum árum. Óska Fjölbrautaskóla Suðurnesja til hamingju með árin 40 og þakka jafnframt fyrir mig.

KT

U

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Óskast 70 ára kona bráðvantar íbúð ekki seinna en strax. Er reglusöm og skilvísum greiðsum heitið. Upplýsingar 8618311.

Verið velkomin

NA

Í BÍLALEIGU Í KEFLAVÍK

Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í starf þjónustufulltrúa á starfsstöðvar í Keflavík. Skemmtilegt og krefjandi starf í líflegu umhverfi. Stutt lýsing á starfi: • Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil • Upplýsingagjöf og sala þjónustu • Skráning bókana • Skutl viðskiptavina til og frá starfstöð Hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi • Hæfni í tölvunotkun • Gilt bílpróf og vera jafnvíg(ur) á beinskiptan og sjálfskiptan bíl • Framúrskarandi þjónustulund • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta Unnið er á vöktum 06:00-18:00 og frá 18:00-06:00 (5/4). Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 4. september 2016

Uppáhalds náttúruperla á Suðurnesjum? Svarið er einfalt í mínum huga, það er Garðskaginn, algjör perla og í sérstöku uppáhaldi hjá minni föðurfjölÞjónustufulltrúi_Bílaleiga__KEF_Víkurfréttir_99x200_20160823.indd skyldu og ljóst að Garðskaginn er og mun draga enn frekar til sín, jafnt Íslendinga sem ferðamenn.

SMÁAUGLÝSINGAR

UM

1

23.8.2016 13:09:26

VILTU VERA TÚLKUR? Túlka- og þýðingaþjónustan Interlingual óskar eftir samfélagstúlkum til að vera á skrá. Gerð er krafa um góð tök á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi hafi íslensku eða erlent tungumál að móðurmáli. Sérstaklega er leitað eftir fólki sem búsett er á Suðurnesjum. Reynsla er mikill kostur, en ekki skilyrði. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 774 7500. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið interlingual@interlingual.is

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

ATVINNA Blaðberi óskast til að bera út Morgunblaðið í Innri-Njarðvík og Ytri Njarðvík. Upplýsingar gefur Kristrún í síma 862 0382.


30

VÍKURFRÉTTIR

ALLIR Í KÖRFU Æfingar hefjast 29. ágúst hjá yngri flokkum körfuknattleiksdeildar UMFN Æfingataflan og skráning er á heimasíðu félagsins, www.umfn.is Nánari upplýsingar á netfanginu unglingarad.umfn@gmail.com Komdu í körfu - Unglingaráð KKD UMFN

fimmtudagur 25. ágúst 2016

Ættarmót fótboltans

Í SANDGERÐI ●●Baráttan um bæinn þegar norðurbær og suðurbær mætast

Mikilvægasti knattspyrnuleikur ársins í Sandgerði fer jafnan fram á Sandgerðisdögum. Ekki er um að ræða leik hjá Reynismönnum heldur eru það hverfin sem etja kappi. Keppni milli bæjarhluta í fótbolta á árum áður þótti stórviðburður og æfðu menn á grasblettum um allan bæ þar sem grasrót framtíðar Reynismanna varð til. Stofnuð voru hverfalið í Sandgerði á sínum tíma. Í norðurbæ var það Vír Football Club sem réð ríkjum en Elding United hélt merkjum suðurbæjar á lofti.

Skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið REYKJANESBÆR STAÐSETNING VEIÐIKORTANÁMSKEIÐ

húsnæði Fimleikadeildar Keflavíkur 8. september kl. 17:00-23:00

SKOTVOPNAN BÓKLEGT

9.-10. september kl. 18-22 / 9-13

SKOTVOPN VERKLEGT

Eftir það hjá Skotdeild Keflavíkur

Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 14.900 Skotvopnanámskeiðið kostar kr. 20.000 Skráning og nánari upplýsingar á www.veidikort.is Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Jónas Þórhallsson man þá tíð þegar raunverulegur rígur ríkti milli norðurog suðurbæjar í Sandgerði. „Sagan segir að í kringum 1965 hafi verið að koma á markað prjónavélar sem gátu prjónað sokka. Ég man að það var ein saumakona á Brekkustíg í norðurbænum þar sem ég bjó og svo var önnur, Guðrún skólastjórafrú, sem prjónaði í suðurbænum. Ég veit ekki hvort að þetta var upphafið að þessu en menn fóru í það minnsta að búa til hverfalið í fótboltanum sem gjarnan klæddust mismunandi sokkum,“ rifjar Jónas upp.

Enginn leikskóli og margir í fótbolta

„Það var þarna blettur sem ól upp heila kynslóð í Sandgerði. Það var enginn leikskóli og þarna vorum við að leik fram yfir miðnætti á sumrin. Það var smá hlé þegar það var kallað í mat.“ Mikil gróska var í bænum í þessa tíð og urðu þarna til margir frambærilegir knattspyrnumenn sem seinna meir létu að sér kveða. Leikir á milli bæjarfélaganna tíðkuðust á þessum árum þar sem allt var lagt í sölurnar. „Þetta var ótrúlegt alveg í

minningunni,“ segir Jónas sem fékk þá hugmynd að endurverkja leikinn árið 2008. Síðan þá hefur leikurinn farið fram á Sandgerðisdögum. Eftir leik er svo safnast saman og borðað og peningum safnað fyrir knattspyrnufélagið Reyni. Segja mætti að þetta séu óformlegir endurfundir þeirra sem tengst hafa félaginu í gegnum tíðina. Jónas segir að norðurbær hafi verið sterkari fyrstu árin eftir að leikurinn var endurvakinn en síðustu ár hafi hallað á þann bæjarhluta þar sem öll uppbygging í Sandgerði á sér stað í suðurbænum. „Það skiptir öllu máli að hafa montréttinn þegar upp er staðið og menn eru stoltir yfir sigri í leikslok. Það er stutt í barnsandann og mikil gleði í þessum leikjum,“ bætir hann við. Þarna eru keppendur á öllum aldri sem reima á sig takkaskóna og það ætlar Jónas að gera á föstudaginn. „Það er ekki spurning um hverjir sigra á föstudaginn, það er norðurbærinn,“ segir Jónas og hlær.

Förum illa með norðurbæingana

Suðurbæingurinn Jón Bjarni Sigursveinsson telur að norðurbæingar hafi

búið vel í gegnum árin með því að hafa mikla keppnismenn innan sinna raða. „Þeir hafa kannski verið að taka þetta með aðeins meiri alvöru en við,“ segir Jón léttur í bragði. „Ég er þó smeykur um að við förum illa með þá á föstudaginn,“ bætir hann við. „Það var mikill rígur í gamla daga. Ég man að frændi minn bjó alveg á mörkunum en datt þó inn í norðurbæinn. Það var mikill rígur okkar á milli,“ segir Jón en hann telur að þessir leikir hafi verið sérstaklega þýðingarmiklir vegna þess að ekki var mikið um kappleiki á þessum tíma og því meira um að keppt hafi verið á milli bæjarhluta. Suðurbæingar eru nokkuð fleiri en þeir í norðri og hafa þeir því séð aumur á grönnum sínum og veitt þeim liðstyrk. „Það er nú vandamálið að byggðin er ekkert að stækka í norðri þannig að við höfum þurft að lána þeim menn til þess að jafna þetta út,“ segir Jón og hlær. Leikar hefjast klukkan 16:00 á föstudag og munu keppendur sem skráðu sig til leiks í vítaspyrnum hefja keppni. Þar næst fer fram leikur gæðinga, þar á eftir fara fram tveir leikir trippa og fola á sama tíma.


fimmtudagur 25. ágúst 2016

31

VÍKURFRÉTTIR

FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Ísak Þór Place er fótboltasnillingur vikunnar

RONALDO ER Í UPPÁHALDI Aldur/félag? 11 ára og spila með Keflavík.

Massafólki hrósað fyrir mótsumgjörð á EM í bekkpressu ■■Kraftlyftingafólkið í Massa í Reykjanesbæ fær hrós frá fulltrúa evrópska kraftlyftingasambandsins og varaforseta alþjóða kraftlyftingasambandsins vegna Evrópumeistaramótsins í bekkpressu, sem fram fór í íþróttahúsinu í Njarðvík um helgina. Í lokahófinu talaði fulltrúinn um það að nýir staðlar hefðu verið settir í mótsumgjörðinni. „Keppendur, þjálfarar, dómarar og embættisfólk víðsvegar frá Evrópu hrósaði Massafólki fyrir vel unnin störf og frábært mót í alla staði,“ skrifar Sturla Ólafsson á fésbókarsíðu Massa þar sem hann kemur þökkum til heimamanna eftir að kraftlyftingamótinu lauk.

Þrír Suðurnesjamenn í hópi Heimis ■■Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur tilkynnt um fyrsta leikmannahóp sinn sem mætir Úkraínu í Kiev þann 5. september, en leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM. Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi Traustason, Alfreð Finnbogason og Ingvar Jónsson eru allir hópnum. Allir voru þeir hluti af EM hóp Íslands sem fór til Frakklands undir stjórn Lars Lågerback og Heimis. Tveir Suðurnesjamenn eru í hóp Íslenska U-21 árs landsliðsins í knatt­spyrnu karla sem leik­ur tvo mik­il­væga leiki í undan­keppni EM 2017 í byrj­un sept­em­ber. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem leikur með Gautaborg er í hópnum og sömuleiðis Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson sem leikur með Álasund í Noregi.

Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég hef æft í tvö ár. Hvaða stöðu spilar þú? Ég er framherji. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að komast í meistaraflokk í Keflavík og spila með landsliðinu. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fjórum sinnum á viku á sumrin og þrisvar sinnum á viku á veturna. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn er Ronaldo. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei ekki enn en stefni á að sjá Arsenal næsta sumar. Hversu oft getur þú haldið á lofti? 33. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Barcelona og Arsenal

Til fundar við forystumann Páll Magnússon býður sig fram til forystu á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í prófkjöri 10. september 2016. Hann boðar til fundar í Hljómahöllinni fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.00. Fundurinn er opinn og allir velkomnir.


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Eru þeir að selja skítapakk-aferðir til Íslands?

instagram.com/vikurfrettir

Gamlir beitningaskúrar fá nýtt hlutverk Beitningaskúrarnir við Vitatorg í þátíð og nútíð. Eldri myndin var tekin árið 1965.

Garðar Garðarsson við beitningaskúrana sem búið er að breyta í íbúðir. Þær verða opnar um helgina á Sandgerðisdögum.

Verið er að leggja lokahönd á breytingar á beitningaskúrum við Vitatorg í Sandgerði og verða litlar íbúðir þar í framtíðinni. Skúrarnir eru um 75 ára gamlir og var mikið líf í kringum þá á sínum tíma og pláss fyrir sex beitningamenn í hverjum skúr. Í stærsta skúrnum voru þeir 14. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í byrjun maí og hefur verið reynt að hafa útlit hússins að utan sem líkast því sem það var áður. Að sögn Garðars Garðarssonar, eiganda hússins, verða

íbúðirnar leigðar út. „Ætli þetta svæði verði ekki á endanum 101 Sandgerði. Héðan er stutt í allt, á veitingastaðina, höfnina, verslun og í fræðasetrið,“ sagði hann í léttum dúr. Margt eldra fólk hefur lagt leið sína í beitningaskúrana og fylgst með framkvæmdunum og segir Garðar það hafa gaman af því hve mikil breyting hefur orðið og rifjað upp góðar minningar þaðan frá árum áður. Íbúðirnar verða opnar nú á Sandgerðisdögum og eru allir velkomnir.

Soho býður Elías Örn velkominn til starfa

SOHO CATERING

OPIÐ

Á KVÖLD IN Á LJÓSAN ÓTT

ÞAKKAR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR OPIÐ FRÁ KL. 11:00 - 14:00 ALLA VIRKA DAGA. MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA

Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 ( áður Raggi bakari) // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is

33 tbl 2016  

33. tbl - 37. árg.

33 tbl 2016  

33. tbl - 37. árg.

Advertisement