Page 1

• fimmtudagurinn 18. ágúst 2016 • 32. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Thorsil fær ekki lengri frest ■■Á dögunum samþykkti stjórn Reykjaneshafnar að fresta í sjöunda sinn gjalddaga fyrstu greiðslu Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum í Helguvík. Greiðslan nemur 140 milljónum króna og var á gjalddaga í lok júlí. Fyrirtækið hyggst byggja og reka kísilmálmverksmiðju á lóð sem úthlutað var í apríl 2014. „Það er líka tilkomið okkar vegna. Það er svo að um leið og þessi greiðsla er lögð fram þá þurfum við að afhenda lóðina innan sex mánaða. Við erum ekki í stakk búin til þess á þessu stigi máls,“ segir Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „Það er enga iðnaðarmenn að fá og við töldum því rétt að gefa þennan frest. Þegar menn eru búnir með sumarverkin í haust þá myndi það auðvelda okkur fá vinnuafl.“ Ef svo kemur að næstu skuldadadögum og greiðsla fæst ekki þá verður ekki gefinn lengri frestur að sögn Guðbrands, en frestur var framlengdur til 30. september. „Þá förum við bara að standa í hælana og segja nei. Það fer að gerast að við segjum bara nei, annað hvort borgið þið eða hættið þessu.“

Makrílfjör í Keflavík ■■Það er makrílfjör í Keflavík og þetta er hún Þórunn Kolbrún Árnadóttir. Hún er í aukavinnu á bryggjunni en faðir hennar, Árni Grétar Óskarsson, er lyftarakarlinn á svæðinu. Þau feðgin voru á fullu í gær við löndun úr makrílbátunum Mána 1 og Mána 2 frá Eyrarbakka. Haukur Jónsson, útgerðarmaður þeirra, var líka á bryggjunni að fylgjast með lönduninni og sagði veiðina góða en verðið mætti vera hærra en kílóverðið er 60 krónu en fór hæst í 100 kr. fyrir nokkrum árum. Páll Ketilsson mætti með myndavélina á bryggjuna og tók þessa mynd. Einnig sjáum við viðtal við Hauk og myndir frá makrílfjörinu í sjónvarpsþætti VF í kvöld.

Tvöföldun á samgönguáætlun hið fyrsta ■■Gríðarlegur vöxtur hefur verið í rekstri bílaleiga undanfarin ár og er sumarið í ár algjört metsumar. Árið 2005 voru um 3.900 bílaleigubílar skráðir hér á landi en eru rúmlega 18 þúsund í dag. Suðurnesjafyrirtæki í geiranum hafa vaxið ört á undanförnum árum og þeim fjölgar sífellt. Stærstu Suðurnesja leigurnar hafa yfir 1000 bíla á sínum snærum og eru þó í vandræðum á háannatíma vegna mikillar eftirspurnar. Víkurfréttir tóku tali nokkra heimamenn sem lifa og hrærast í bílaleigugeiranum en veglega umfjöllun má sjá í blaði dagsins. Þeir hafa nokkrir áhyggjur af því að svæðið í kringum flugvöllinn, þar sem flestar stærri bílaleigur hafa aðsetur, sé að sprengja utan af sér. Auk þess telja þeir að með auknum fjölda bílaleigubíla verði sala þeirra erfiðari á hinum almenna markaði. Nýir aðilar í greininni tala um að erfitt sé að hasla sér völl og að vinnan sé mikil. Rekstraraðilar voru á einu máli um að erfitt sé að fá fólk til starfa vegna þess góða atvinnuástands sem er á svæðinu. Háannatíminn er að lengjast til muna og þegar skólafólk snýr sér aftur að bókunum þá verður strembið að manna vígstöðvarnar hjá mörgum af stærri leigunum.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fór bæjarstjórn fram á það við ráðherra samgöngumála og vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta. Þar var farið sérstaklega fram á að hafist yrði handa við að tengja Hafnaveg við hringtorgið við Stekk, setja hringtorg við gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar og við gatnamót Aðalgötu og Reykjanes-

brautar. Á undanförnum árum hefur umferðin á þessum kafla Reykjanesbrautar stóraukist bæði vegna íbúafjölgunar og stóraukins straums ferðamanna. „Nú er svo komið að ekki er hægt að bíða lengur með að tvöfalda þennan vegakafla sem telja þrjú svokölluð „T“ gatnamót. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fer fram á það við ráðherra samgöngumála og Vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautar

verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta en þar til henni verði lokið verði tafarlaust farið í eftirfarandi framkvæmdir. Með því að fara í þessar framkvæmdir verður öllum megin slysagildrum á þessum einum fjölfarnasta vegarkafla útrýmt og öryggi vegfarenda á Reykjanesbraut stóraukið. Þá mun einnig vinnast tími til að vinna að endanlegri lausn sem er tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Forsætisráðherra, viðskipta- og iðnaðarráðherra ásamt þingmönnum funduðu með fulltrúum hópsins sem vinnur að framgangi framkvæmda við Reykjanesbraut í síðustu viku. Þar lýstu ráðherrarnir yfir því að allt yrði gert til að flýta þeim. VF-mynd/pket.

FÍTON / SÍA

Bílaleigur búa til hundruði starfa á Suðurnesjum

●●Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ýtir við ráðherra samgöngumála og vegamálastjóra

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Moka upp makríl ■■Handfærabátar hafa landað yfir 1700 tonnum af makríl í Keflavíkurhöfn frá því vertíðin hófst í júlí. Nokkrar sveiflur hafa verið í veiðinni en síðustu dagar hafa skilað miklum afla á land og dæmi um að bátar hafi verið fylltir nokkrum sinnum, tvisvar og jafnvel þrisvar yfir daginn. Vinnudagurinn hefur því verið langur hjá sjómönnum, starfsmönnum í lönduninni og hafnarstarfsmönnum á hafnarvoginni í Keflavík. Á hafnarvoginni byrja menn klukkan átta að morgni og vinnudegi hefur verið að ljúka klukkan 03 eftir miðnætti. Á þriðja tug handfærabáta hafa landað reglulega í Keflavíkurhöfn. Sá sem landað hefur mestu á vertíðinni er kominn með yfir 200 tonn og nokkrir eru með í kringum 100 tonna afla á handfærin á vertíðinni. Hafnarstarfsmaður sem Víkurfréttir ræddu við sagði mikla stemmningu í kringum makrílinn, mikið væri að gera og sem dæmi þá hefði allur ís klárast í ísverksmiðju hafnarinnar í gær, miðvikudag. Sala á makríl lítur betur út í ár en í fyrra. Hins vegar er verðið lágt og á vef Landssambands smábátaeigenda segir að margir treysti sér ekki til veiða vegna þess. Útgerðarmaður á bryggjunni sem er með tvo báta á makríl sagði verðið vera 60 kr. en hefði farið hæst á sínum tíma í 100 kr.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

Rafrænir bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar Bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar hafa nú fengið spjaldtölvu til umráða en Reykjanesbær hefur fest kaup á 11 slíkum tölvum. Áður fyrr hafði hver og einn fulltrúi yfirleitt stóran pappírsbunka meðferðis á fundum sem gengu undir nafninu „bækurnar.“ Héðan í frá verður allt rafrænt, dagskrá og fylgiskjöl eru því ekki lengur prentuð út, hvorki fyrir bæjarfulltrúa, fjölmiðla né gesti. Markmiðið er aukin rafvæðing stjórnsýslunnar og vinnu- og peningasparnaður. Á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí á þriðjudag fluttu bæjarfulltrúar m.a. ræður sínar af spjaldtölvunni og svo virtist sem flestir hafi strax náð góðum tökum á tækninni, en tölvurnar voru afhentar fyrir nokkrum vikum og auk þess eru spjaldtölvur nánast orðnar staðalbúnaður á hverju heimili.

nesbæ. Skólarnir í Reykjanesbæ hafa verið að spjaldtölvuvæðast undanfarin ár og umræðan um að stjórnsýslan myndi fylgja sömu leið kom upp fyrir nokkru síðan.

Hamingjan og stjórnmál áttu ekki samleið

Bæjarfulltrúar mjög kátir - tímamót að eiga sér stað

„Nú eru nýir og breyttir tímar. Það er mjög mikill tími sem og pappír sem sparast með þessu. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé komið til að vera,“ sagði Svanhildur Eiríksdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Reykja-

„Þetta gekk mjög vel og það voru allir einungis með rafræn gögn á fundinum. Ég held að það séu allir kátir með þetta,“ sagði Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi hjá Beinni leið, en hann hefur notast við spjaldtölvur um nokkurt skeið í leik og starfi. „Ég held að ég hafi lesið allar bækur Jóns Kalman á spjaldtölvunni. Ég nota þetta mjög mikið þegar ég er að ferðast og við vinnu. Fyrir utan allan pappírs sparnað þá er mjög gott að hafa öll gögnin á einum stað. Það er fullt af möguleikum í þessu. Við fögnum því að þessi tímamót séu að eiga sér stað.“

●●Anna Lóa Ólafsdóttir hættir ● í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Anna Lóa Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, hefur óskað eftir því að vera leyst frá störfum í bæjarstjórn út kjörtímabilið og mun Kolbrún Jóna Pétursdóttir, 3. maður á lista Beinnar leiðar, taka sæti sem bæjarfulltrúi. Anna Lóa hefur síðasta árið dvalið á Akureyri þar sem hún starfar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og hyggst nú setjast að fyrir norðan þar sem henni líkar lífið vel. „Fyrir það fyrsta þá var ég bara á ákveðnum tímamótum í fyrra. Synir mínir að flytja að heiman, ég að selja húsnæðið og að leita mér að nýrri vinnu. Svo er það ekkert leyndarmál að ég var komin í of mörg verkefni og það þurfti eitthvað að láta undan. Þannig að ég ákvað að taka mér ár til þess að hugsa málið um hvað ég skildi gera. Nú eru bara nýir tímar og ég er að flytja. Ég átti æðisleg tíu ár í Reykjanesbæ þar sem ég fékk mörg tækifæri og kynntist dásamlegu fólki,“ segir Anna Lóa í samtali við Víkurfréttir. „Fyrst og fremst er ég þó fylgin sjálfri mér og ég myndi aldrei sinna einhverju ef ég teldi mig ekki geta gert það 100%. Ég gaf mig alla í þetta í rúmlega ár.“ Anna Lóa fékk tækifæri fyrir norðan til þess að vinna við það sem hún ann heitast, sem er kennsla og ráðgjöf hjá

Grindvíkingar á saltfiskhátíð í Ilhavo í Portugal Dagana 17.-21. ágúst næstkomandi fer fram glæsileg saltfiskhátíð í bænum Ilhavo í Portúgal. Sérstakur Íslandsdagur verður þann 19. ágúst en Ísland fékk boð á hátíðina vegna vinabæjartengsla Grindavíkur og Ilhavo. Fjórir fulltrúar Grindavíkur munu heimsækja Ilhavo af þessu tilefni, en það eru þau Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sigurður Arnar Kristmundsson hafnarstjóri, Kristín María Birgisdóttir forseti bæjarstjórnar og Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Þá mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra einnig vera gestur hátíðarinnar. Saltfiskhátíðin í Ilhavo í Portúgal er sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Búist er við rúmlega 200.000 gestum á hátíðina þá fimm daga sem hún stendur yfir. Íslandi hlotnast sá heiður að vera með á hátíðinni í ár og skipuleggur Íslandsstofa þátttökuna.

Hjá Íslandsstofu hefur verið í gangi markaðsverkefni frá árinu 2013 sem gengur út á að kynna saltaðar þorskafurðir á Spáni, Portúgal og Ítalíu undir slagorðinu „Prófaðu og deildu leyndarmáli íslenska þorsksins“ en 23 fyrirtæki eru þátttakendur í verkefninu. „Markmið þess verkefnis er að styrkja stöðu saltaðra þorskafurða í Suður Evrópu og í Portúgal er það Lissabon og svæðið norður af borginni sem er áherslumarkaður fyrir íslenska saltfiskinn,“ segir Guðný Káradóttir, forstöðumaður sviðs matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu. Íslandi er boðin þátttaka í hátíðinni á grundvelli vinabæjartengsla Ilhavo og Grindavíkur. Auk kynningar á íslenskum þorskafurðum (saltfiski) verður lögð áhersla á að kynna íslenska menningu, nýsköpun og Ísland sem áfangastað ferðamanna.

Fíkniefni og sterar fundust við húsleit

HÚSASMIÐJAN LEITAR

AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Húsasmiðjan vill ráða starfsmann í timburafgreiðslu fyrirtækisins í Reykjanesbæ Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Tilboðsgerð og leiðbeiningar við almennar byggingaframkvæmdir • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Mjög góð alhliða þekking á timbri og öðru byggingaefni • Lyftararéttindi kostur • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni • Íslenskukunnátta (tala og skrifa) • Æskilegur aldur 20 + Umsóknir berist fyrir 26 ágúst nk. Umsóknir berist til einarr@husa.is Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Húsasmiðjunnar www.husa.is. Byggjum á betra verði

SÍMEY á Akureyri. „Það sem ég stend og fell með er að ég geti verið 100% í þeim störfum sem ég lofa mér í. Þetta á að heita 20% hlutfall í pólitíkinni sem mér finnst hreint með ólíkindum. Ég er manneskja sem hef alltaf unnið mikið og verið í námi samhliða vinnu en sjaldan kynnst svona mikilli vinnu. Sveitarstjórnarmenn um allt land eru að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu – sem er oft vanmetin.“ Anna Lóa hefur mikið fengist við að skrifa en hún heldur úti Hamingjuhorninu á Facebook og á netinu. Það hefur undið upp á sig og Anna heldur fyrirlestra víða þar sem hún boðar fagnaðarerindi hamingjunnar. „Þetta er bara barnið mitt. Ég fann það alveg að þetta tvennt átti ekki alveg saman. Allt í einu fækkaði fyrirlestrunum mikið sem mér fannst neikvætt því þar tel ég mig einmitt vera að hafa áhrif á fullt af fólki. Það var búið að vara mig við, fólk sagði við mig að pólitíkin og hamingja ættu ekki samleið, en ég er þrjósk og trúði því ekki fyrr en á reyndi. Núna er ég farin að rúnta um allt með hamingjuna hér á Norðurlandi og víðar, þannig að þegar upp er staðið þá trúi ég því að ég sé að hafa áhrif á samfélagið, þó með öðrum hætti sé,“ segir Anna Lóa hress að lokum.

Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum

■■Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fíkniefni og stera í síðustu viku í kjölfar húsleitar á heimili tveggja einstaklinga, að fenginni heimild. Við leitina fundust kannabisefni og nokkurt magn stera. Báðir aðilar voru handteknir og í fórum þeirra voru umtalsverðar fjárhæðir. Fólkið viðurkenndi sölu fíkniefna við skýrslutöku hjá lögreglu. Þá reyndist farþegi í bifreið sem lögregla stöðvaði við hefðbundið eftirlit vera með kannabispoka í fórum sínum sem hann framvísaði. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi:

Metnaður Þjónustulund Sérþekking

H L U T I A F BY G M A

Tekinn á 139 km hraða á brautinni ■■Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þrír ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Þá var ökumaður færður á lögreglustöð þar sem staðfest var að hann hafi ekið undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig án ökuréttinda.


fimmtudagur 18. ágúst 2016

21

VÍKURFRÉTTIR

OPNUNARTÍMAR: Mánudaga - Fimmtudaga frá kl. 05:50 - 22:00 Föstudaga frá kl. 05:50 - 21:00 Laugardaga frá kl. 08:00 - 18:00 Sunnudaga frá kl. 10:00 - 17:00 Tækjasalur lokar 30 mín fyrr.

NÝ OG GLÆSILEG HÓPTÍMATAFLA TEKUR GILDI MÁNUDAGINN 22.ÁGÚST. NÁNAR Á WWW.SPORTHUSID.IS

Næsta námskeið hefst 19. september.

Yfir 20 tímar í hverri viku.

Hot Yoga

Aerial Yoga Ný námskeið hefjast 5. september.

Hefst 5. september. (Klippikort/Stakir tímar.)

Glæný A Ð Í S F E V í n i m o k loftið

Næsta grunnnámskeið hefst 12. september.

S

USID.I

H PORT S . W WW

Flugvallarbraut 701 | 235 Reykjanesbæ | 421-8070 | www.sporthusid.is


markhönnun ehf

Úrvalið er hjá okkur... -42%

-46%

GRÍSAKÓTILETTUR, FROSNAR ÁÐUR: 1.719 KR/KG KR KG

SIRLOINSNEIÐAR Í RASPI ÁÐUR: 2.769 KR/KG KR KG

997

1.495 JÓGÚRTBRAUÐ - 550 G ÁÐUR: 498 KR/PK KR PK

299

-45%

-40%

KEA KINDAKÆFA - 200 G ÁÐUR: 359 KR/PK KR PK

287

KINDER EGG - 3 STK ÁÐUR: 489 KR/PK KR PK

379

SALAMI, SILKISKORIÐ - 200 G ÁÐUR: 549 KR/PK KR PK

428

SNICKERS 10 PK - 550 G ÁÐUR: 629 KR/PK KR PK

499

SKINKA SILKISKORIN, 98% KJÖT - 200 G ÁÐUR: 759 KR/PK KR PK

-2

OKKAR SKÚFFUKAKA ÁÐUR: 698 KR/PK KR PK

592

384

OCEAN SPRAY BLÁBERJASAFI - 1 L ÁÐUR: 298 KR/PK KR PK

TANGO ORANGE - 330 ML ÁÐUR: 99 KR/STK KR STK

SMARTIES, POKI - 125 G ÁÐUR: 299 KR/PK KR PK

79

239

249

-25%

LÍFRÆN KÓKOSMJÓLK - 400 ML ÁÐUR: 399 KR/PK KR PK

339

LÍFRÆNT KAFFI - 500 G ÁÐUR: 899 KR/PK KR PK BLAUTKLÚTAR - 72 STK ÁÐUR: 298 KR/PK KR PK

249

ELDHÚSRÚLLUR - 4 RL ÁÐUR: 759 KR/PK KR PK

569

NO

719 IC ECOLAB RD

EL

gott fyrir bragðlaukana og samviskuna ÄNGLAMARK VÖRURNAR ERU EKKI BARA GÓÐAR FYRIR ÞIG, HELDUR LÍKA FYRIR JÖRÐINA!

-

Tilboðin gilda 18. – 21. ágúst 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

-


Kjúklingur og kalkúnn í miklu úrvali

-25%

-30% INDVERSKIR KALKÚNASTRIMLAR ÁÐUR: 3.298 KR/KG KR KG

2.144

NAUTALUNDIR NÝSJÁLENSKAR ÁÐUR: 3.998 KR/KG KR KG

-20%

2.999

-41%

KALKÚNABOLLUR, FULLELDAÐAR ÁÐUR: 2.198 KR/KG KR KG

1.539

-20%

DANPO KJÚKLINGALUNDIR FROSNAR - 700 G ÁÐUR: 1.689 KR/PK KR PK

997

HEILL KJÚKLINGUR ÁÐUR: 849 KR/KG KR KG

-23%

KJÚKLINGABORGARI M. BRAUÐI - 2 PK ÁÐUR: 598 KR/PK KR PK

747

478

KJÚKLINGALEGGIR M. MANGÓ CHILLI ÁÐUR: 998 KR/KG KR KG

DANPO KJÚKLINGALBRINGUR FROSNAR - 900 G ÁÐUR: 1.798 KR/PK KR PK

798

1.384

NÝTT

NÝTT

-30%

NEKTARÍNUR Í ÖSKJU - 500 G ÁÐUR: 299 KR/PK KR PK

209

FERSKJUR Í ÖSKJU - 500 G ÁÐUR: 299 KR/PK KR PK

209

1L K

0 ML

-35%

PLÓMUR Í ÖSKJU - 500 G ÁÐUR: 299 KR/PK KR PK

209

HVÍTLAUKSBRAUÐ Í SKÍFUM - 12 STK ÁÐUR: 398 KR/PK KR PK

COOP SÆTAR KARTÖFLUR - 450 G ÁÐUR: 329 KR/PK KR PK

349

289

Allt í boostið

-32% NICE ‘N EASY FROSNIR ÁVEXTIR ANANAS - 350 G NICE ‘N EASY STEINBÖKUÐ PIZZA BLÁBER - 250 G MANGÓ - 350 G HAWAII/HAM & MOZZARELLA ÁÐUR: 299 KR/PK ÁÐUR: 439 KR/PK KR KR PK PK

299

239

GREAT TASTE JARÐARBER - 1 KG ÁÐUR: 399 KR/PK KR PK

359

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

GÓÐIR GESTIR Stærsta ferðasumar í sögu landsins er vel á veg komið og mannlíf og atvinnulíf ber keim af því, hér á Suðurnesjum sem og um allt land. Á sama tíma og ferðamenn streyma til landsins og lenda á Keflavíkurflugvelli og styrkja með því stoðir atvinnulífs á Suðurnesjum og auðvitað landinu öllu, eru nokkrir tugir smábáta við makrílveiðar við Keflavík. Það má segja að bæði ferðamenn og makríll eigi það sammerkt að hafa aukið komur sínar til Íslands á síðustu árum. Þetta hafa verið og eru góðir gestir. Það er svo stutt síðan að það vantaði mörg störf á Suðurnesjum. Núna vantar fólk í flugstöðina og flugtengd störf og það vantar líka fólk í makrílvinnu. Ritstjóri hitti hana Þórunni Kolbrúnu, 14 ára stúlku úr Reykjanesbæ, á bryggjunni í Keflavík í vikunni. Hún var kölluð í aukavinnu í makríllöndun og stóð vaktina með föður sínum Árna Grétari, lyftaramanni. Það hefur verið mikil makrílveiði undanfarið þó verðið sé lágt. „Þeir hljóta að kaupa þessir andskotar þegar verðið er svona lágt,“ sagði eigandi tveggja báta á bryggjunni við fréttamanninn. Verðið er nærri helmingi lægra en það var þegar það var hæst. Verðið í ferðaþjónustunni hefur hins vegar ekki lækkað og í vikunni var umræða um græðgi landsins í hótel- og gistiplássi. Fréttamenn VF heimsóttu nokkrar bílaleigur við Keflavíkurflugvöll og tóku púlsinn á stöðu mála. Bílaleigubransinn er orðinn risastór á Suðurnesjum og vegna hans hafa orðið til gríðarlega mörg störf á svæðinu. Tvær stærstu bílaleigurnar sem eru í eigu heimamanna eru með samanlagt nærri því tvö þúsund bíla og þyrftu að vera fleiri. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þessum vexti og við ræðum við nokkra aðila í greininni í þætti vikunnar í Sjónvarpi VF og gerum þessu efni líka mjög góð skil í blaði vikunnar. Það styttist í eina stærstu bæjarhátíð landsins, Ljósanótt og undirbúningur er á fullu. Vogamenn héldu Fjölskyldudaga um síðustu helgi og um aðra helgi Dagskrá Ljósanætur dagana verða Sandgerðingar í stuði. Fyrr í sumar héldu Garðmenn Sólseturshátíð. 2. tilsameina 6. september n.k. og frændskap og eru orðnar ómissandi í Bæjarhátíðir fjör, fróðleik mannlífi okkar.

Dagskrá Ljósanætur dagana 2. til 6. september n.k.

Alltaf góð stemming á árlegu hatta-púttmóti ●●Íslandsmót í pútti fer fram við Mánagötu í dag

Reykjanesbær 2015

PRENTUÐ DAGSKRÁ Reykjanesbær 2015 ERTU MEÐ VIÐBURÐ Á LJÓSANÓTT?

VILTU AÐ HANN BIRTIST Í PRENTAÐRI DAGSKRÁ VÍKURFRÉTTA?

Það var góð stemmning meðal golfara á púttvellinum við Mánagötu í Reykjanesbæ á fimmtudag í síðustu viku en þá var þar haldið hatta-púttmót. Þátttakendur voru með ýmis konar litrík og skrautleg höfuðföt og spiluðu saman einn hring á vellinum. Á eftir var boðið upp á kaffi, vöfflur og hjónabandssælu undir berum himni. Hatta-púttmótið hefur verið haldið árlega um skeið og myndast alltaf létt og skemmtileg stemmning líkt og sjá má á myndunum sem teknar voru á mótinu. Þátttakan í gær var góð, líkt og undanfarin ár. Að sögn Hafsteins Guðnasonar, formanns Púttklúbbs Suðurnesja, er fjöldi eldri borgara sem reglulega stundar pútt og vill hann minna fólk á að allir eru velkomnir. Á dögunum var haldið púttmót

á vegum VSFK og voru yfir sjötíu þátttakendur skráðir til leiks. Í vor tók púttklúbburinn í notkun nýja inniaðstöðu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ svo starfið verður áfram líflegt í vetur. Í dag, fimmtudag, stendur mikið til hjá púttklúbbnum því þá verður haldið Íslandsmót í pútti á vellinum við Mánagötu. Mótið er á vegum Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra en Suðurnesjamenn sjá um framkvæmd þess. Keppendur verða alls staðar að af landinu, þar af hátt í fjörutíu af Suðurnesjum. Eins og sjá má af myndunum hérna fyrir neðan var góð stemming á hatta-púttmótinu.

ÞÁ ÞARFT ÞÚ AÐ SKRÁ HANN OG SENDA MYND Á WWW.LJOSANOTT.IS FYRIR 20. ÁGÚST. WWW.LJOSANOTT.IS SKRÁ VIÐBURÐ

ljosanott.is

ljosanott.is

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA

NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ

WWW.VF.IS/VEFTV

SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


NÝTT Í BÓNUS

30%

Meira magn

Sama verð

1kg

2.598 kr. 907 g

498 kr. kg

385

Risarækjur Fulleldaðar, 907 g

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

Myllu Heimilisbrauð 1 kg

kr. 1 kg

GOTT VERÐ Í BÓNUS

rlfa a r ý d Ó ur á j s a d að kryd

1.298 kr. kg

698 kr. kg

259 kr. kg

59

KS Lambalæri Frosið

KS Lambasúpukjöt Frosið

KS Lambalifur Frosin

Faxe Kondi 330 ml

100%

kr. stk.

kjöt

2.198 kr. kg

1.898 kr. kg

759

Bónus 100% Kjúklingabringur Ferskar, ekkert viðbætt vatn

Kjörfugl Kjúklingabringur Ferskar

Kjörfugl Kjúklingur Ferskur, heill

kr. kg

ra e k s p p u ý N

298

259 kr. kg

259

Gulrætur 500 g

Rófur

Hvítkál

kr. 500 g

kr. kg

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 21. ágúst eða meðan birgðir endast


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

40 Fjölbrautaskóli ELDRI FS-INGUR

ÁRA

Suðurnesja

Í haust mun Fjölbrautaskóli Suðurnesja fagna 40 ára afmæli sínu og til stendur að halda uppá daginn 24. september næstkomandi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, eða FS, hefur í gegnum árin boðið uppá fjölbreyttar námslínur og því alið af sér einstaklinga sem sinna hinum ýmsu störfum atvinnulífsins, bæði hérlendis og erlendis. Því er vel við hæfi að leita uppi gamla FS-inga og forvitnast um hvað á daga þeirra hefur drifið. Sumir þeirra luku stúdensprófi frá skólanum, aðrir luku iðnmenntun en enn aðrir komu við í skemmri tíma. Fram að afmælinu ætlum við að leita uppi gamla FS-inga.

ATVINNA

TG RAF Í GRINDAVÍK ÓSKAR EFTIR VERKEFNASTJÓRA TIL STARFA TG raf er framsækið fyrirtæki í örum vexti og leggur metnað í að vera leiðandi í þjónustu við sjávarútveginn í rafmagni og sjálfvirkni. Fyrirtækið býður upp á faglega þjónustu við útgerðir, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki.

Bryndís Jóna Magnúsdóttir, nemandi frá 1997 til 2001

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að hafa umsjón með og stýra verkefnum fyrirtækisins. Viðkomandi mun sjá um heildarumsjón verkefna, þ.e. taka á móti verkefnum, tímasetja og úthluta til rafvirkja og tæknimanna. Einnig felur starfið í sér samningagerð, eftirfylgni verkefna og annað sem tengist þjónustu við viðskiptavini. Starfið hæfir konum jafnt sem körlum.

Í FS fékk ég góðan grunn fyrir kennaranámið

Hæfniskröfur: - Menntun á sviði verkefnastjórnunar - Reynsla í verkefnastjórn - Góð tölvukunnátta (outlook, word, excel) - Sjálfstæði og ábyrgð í starfi - Skipulag og vönduð vinnubrögð - Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum

Hvenær varstu við nám í FS? Bryndís Jóna Magnúsdóttir. Hóf nám í FS á félagsfræðibraut haustið 1997. Útskrifaðist eftir verkfall skömmu eftir áramótin 2001.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á tgraf@tgraf.is fyrir 31. ágúst 2016.

Hvað hefurðu verið að gera síðan þú útskrifaðist úr FS? Fljótlega eftir útskrift flutti ég til Noregs eftir að hafa klárað lokaárið mitt í FS í fjarnámi á meðan ég bjó í Englandi. Í Noregi bjó ég í 3 ár en þaðan lá leiðin til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem ég bjó í 5 ár. Á þessum átta árum menntaði ég mig til grunnskólakennara í fjarnámi frá KHÍ, eignaðist börnin mín tvö, starfaði í leikskóla, vann sem forfallakennari, ritstýrði nokkrum tölublöðum Tímarits Víkurfrétta - TVF og skrifaði unglingabækur, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að við fluttum heim fór ég að kenna í Heiðarskóla og þar hef ég verið síðan, fyrst í kennslu, svo deildarstjórn og er nú aðstoðarskólastjóri.

JÁKVÆÐNI - ELDMÓÐUR - TRAUST - FRAMSÆKNI - FAGMENNSKA

Vinnumálastofnun

Atvinnuráðgjafi Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa á þjónustuskrifstofu sína á Suðurnesjum sem mun leggja áherslu á þjónustu við atvinnuleitendur með fötlun. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustuskrifstofu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sækja skal um starfið á Starfatorgi: www.starfatorg.is. Starfið er með númerið 201608/1072

Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2016. Nánari upplýsingar um starfið veita Íris Guðmundadóttir forstöðumaður (iris.gudumundsdottir@ vmst.is) og Ragnheiður Hergeirsdóttir forstöðumaður(ragnheidur.hergeirsdottir@vmst.is) í síma 515-4800. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fyrirmyndarþjónusta

Hvernig fannst þér FS búa þig undir það nám sem þú fórst í? Í FS fékk ég góðan grunn fyrir kennaranámið, engin spurning. Það sem ég lærði í félagfræði hjá Tótu, sálfræði hjá Elísabetu og íslensku hjá Þorvaldi Sig og Guðbjörgu Aðalbergs nýttist mér sérstaklega vel í KHÍ.

Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði þroskaþjálfunar, iðjuþjálfunar, félagsráðgjafar, náms- og starfsráðgjafar eða önnur menntun á félags- og heilbrigðissviði. • Reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskileg. • Samskipta-og skipulagshæfni. • Sveigjanleiki. • Bílpróf

Virðing

Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 480

Áreiðanleiki www.vmst.is

Kría hönnunarstofa www.kria.is

Verkefni og ábyrgð: • Vinnumiðlun og ráðgjöf með sérstaka áherslu á atvinnuleitendur með fötlun. • Mat á starfsgetu og þjónustuþörf atvinnuleitenda. • Stuðningur í starf m.a. samkvæmt hugmyndafræði AMS (atvinna með stuðningi). • Styðja við atvinnuleitendur og fyrirtæki eftir að ráðningarsamband er komið á. • Kynningar, námskeið og upplýsingamiðlun. • Koma á og viðhalda tengslum við vinnuveitendur. • Koma á og viðhalda tenglsum við ólíka samstarfs- og hagsmunaaðila.

Hvernig skóli er FS í þínum augum? Fyrirtaks framhaldsskóli með fjölbreyttum námsleiðum og mæli ég með honum við hvern sem er. Kennararnir flottir en svo er þetta að svo miklu leyti undir þér sjálfum komið. Samviskusemi og metnaður til að standa sig vel er lykillinn að árangursríku framhaldsnámi og þá leið ættu allir að geta fetað í FS, hver á sínum forsendum. Má líka til með að nefna að samstarf okkar í Heiðarskóla við FS hefur verið farsælt. Góð tenging á milli skólastiga er mikilvæg fyrir nemendur okkar og því er afar heppilegt að hafa skólann innan seilingar og gott fólk innan veggja hans. Viltu deila með okkur eftirminnilegum minningum úr gamla skólanum þínum? Að heilsa upp á Gísla Torfa var alltaf ánægjulegt, blessuð sé minning hans.

Hann var algjör sérfræðingur í því að létta lund og leysa vandamál. Mikill húmoristi og alltaf hress. Hann reyndist mér mjög vel þegar ég flutti 18 ára til Englands og kláraði námið í FS í fjarnámi. Að lesa Njálu í fyrsta skiptið í íslensku hjá Þorvaldi Sig var alveg geggjað og ég fílaði SAM áfangann í botn, þar var mikið hlegið. Svo voru böllin alveg hrikalega skemmtileg en skemmtilegast af öllu var að kynnast fjöldanum öllum af fólki, bæði nemendum og kennurum. Eftirminnilegast er þó vafalaust að hafa verið kölluð á fund til Ólafs skólameistara þar sem mér var tilkynnt að skólinn hyggðist bjóða mér að taka þátt í Global Young Leaders ráðstefnunni í Washington og New York fyrir hönd skólans, sumarið 1999. Ógleymanleg upplifun og ég er afar þakklát skólanum fyrir að hafa fengið það tækifæri. Verð líka að minnast á einstakt viðmót og frábæra þjónustu Inganna í mötuneytinu og bátinn þeirra sem var sjúklega góður! Hver var eftirminnilegasti kennarinn? Get ekki nefnt einhvern einn. Þorvaldur Sig var eins og hann hefði upplifað það sjálfur að vera uppi á þjóðveldistímanum og þekkt Gunnar á Hlíðarenda og Njál á Bergþórshvoli persónulega. Ég hafði alveg ótrúlega gaman af því, svo gaman að ég hef síðan sótt nokkur námskeið sem hann hefur haldið um valdar Íslendingasögur á Bókasafni Reykjanesbæjar. Ónefndur sögukennari átti það til að sofna yfir fyrirlestrum okkar krakkanna en hann hefði þurft að skella sér í félagsfræðitíma til Tótu. Hjá henni var ekki hægt að láta sér leiðast. Það var eitthvað við hina stóísku ró Kristjáns stærðfræðikennara (nú skólameistara) og Elísabet sýndi mér inn í undraheima sálfræðinnar. Eru þá aðeins örfáir af mörgum góðum nefndir. Uppáhalds náttúruperla á Suðurnesjum? Sandvík. Falleg strönd og sandhólarnir miklir ævintýraheimar. Á margar góðar minningar þaðan. Svo stendur Garðskagi líka alltaf fyrir sínu, ekki síst á sólríkum sumarkvöldum.


NÚ BYRJAR BALLIÐ SKÓLINN! TILBOÐSVERÐ:

599.Verð:

799.Bréfabindi A4 8 cm

3 9 % afsláttur Áherslupenni

30%

VILDARVERÐ: 199.Verð: 329.-

vildarafsláttur

Límstifti 8 gr. Verð: 99.-

Vaxlitir - 44 stk. + 20 VILDARVERÐ: 1.238.-

Stílabók A5 /A4 vírheft

Verð: 1.769.-

Verð: 129.- / 199.-

Reglustika sveigjanleg 20 cm / 30 cm

Gráðubogi sveigjanlegur Verð: 159.-

Verð: 159.- / 199.-

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími Vildar- og tilboðsverða er 17. ágúst, til og með 23. ágúst. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

Smellið á myndina til að sjá myndband

BÍLALEIGUR ERU NÝJASTA STÓRIÐJA SUÐURNESJA Gríðarlegur vöxtur í bílaleigubransanum hefur varla farið framhjá nokkrum Suðurnesjamanni. Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar streyma daglega hundruðir bíla út á land. Suðurnesjafyrirtæki í geiranum hafa vaxið ört á undanförnum árum og þeim fjölgar sífellt. Víkurfréttir tóku tali nokkra heimamenn sem lifa og hrærast í bílaleigubransanum.

Garðar K. Vilhjálmsson eigandi Bílaleigu Geysis.

Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Blue Car Rental.

Svæðið við flugstöð- 5% aukning milli ára bærilegri en 50% ina er sprungið Bílaleigan Blue Car Rental hefur verið starfandi frá árinu 2010 og byrjaði með níu bíla. Núna sex árum síðar eru bílarnir orðnir þúsund talsins. „Núna á háannatímanum er nánast allt í útleigu, við erum eiginlega í vandræðum og nánast yfirbókaðir,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Blue. Hér áður fyrr var það svo að yfir sumarmánuðina var mesti annatíminn. Nú hefur teygst á umferðinni og betur gengur að leigja bíla út á vorin og haustin. „Tímabilið er að lengjast og síðustu vetur hafa verið góðir.“ Hjá Blue starfa 55 manns og segir Þorsteinn að þokkalega gangi að ráða inn fólk yfir sumarið. „Við erum þó að finna fyrir því núna að það að manna stöðurnar, er að verða erfiðasti hlutinn af því að reka fyrirtæki. Það er að þyngjast gríðarlega.“ Þessi mikli vöxtur undanfarin nokkur ár getur tekið á og krefst mikillar vinnu að vera í takt við ferðamannastrauminn. „Auðvitað hefur þetta verið svolítið sérstakt undanfarið og maður er að upplifa öðruvísi tíma en fyrir nokkrum árum. Þetta er breytilegt og vex hratt. Við höfum sömuleiðis vaxið hratt en þar býr mikil vinna að baki.“ Bílaleigurnar hafa yfir að ráða mjög stórum bílaflotum sem þær endurnýja reglulega. Það verður

sífellt erfiðara að selja alla bílana á almennum markaði þar sem bílaleigubílum fjölgar umfram það sem hinn almenni markaður þarf. „ Húsnæðið sem við erum í við flugvöllinn getur bara tekið við ákveðnu magni af bílum. Ef við viljum stækka meira, hvað þá? Ekki viljum við fara héðan enda erum við á besta stað. Það er allt þetta landsvæði í kringum okkur en enginn má byggja eða gera eitt né neitt. Þetta svæði er gjörsamlega sprungið,“ segir Þorsteinn og bætir því við að þetta sé erfiður markaður og reksturinn fjárfrekur. „Ef þú ert að fara út í að kaupa alla þessa bíla þá er eins gott að þú leigir þetta út. Við erum vakandi og sofandi yfir þessu alla daga ársins.“ Þessar bílaleigur þurfa mikla þjónustu og er hún að mestu leyti sótt í heimabyggð. Þannig myndast fjölmörg afleidd störf frá bílaleigunum. Einnig versla leigurnar hérna mikið við bílasölur og umboð á svæðinu. Samkeppnin er hins vegar hörð eins og gefur að skilja. „Það er virðing á milli okkar sem erum í þessu á svæðinu og við hjálpumst reglulega að en það er brjáluð samkeppni í gangi.“

Bílaleigan Geysir er líklega elsta bílaleigan í eigu heimamanna en hún hóf starfsemi árið 1973. Árið 1991 kemur Garðar K. Vilhjálmsson til starfa hjá fyrirtækinu. Hann er eigandi fyrirtækisins í dag og rekur það ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta voru þá 100 bílar og það þótti svakalega mikið fyrirtæki,“ segir Garðar sem nú hefur 700 bíla til umráða á leigunni. Starfsmannafjöldinn hefur farið ört vaxandi hjá Geysi en þar eru nú um 50 starfsmenn. Flotinn stækkaði um 50% frá síðsta ári, frá 500 bílum í 700. „Það tekur á að stækka svona hratt en það hefur blessunarlega gengið. Sumarið er algjört met hvað varðar leigur og nýtingu og svosem líka hvað varðar tekjur og kostnað.“ Garðar hefur ýmsa fjöruna sopið í þessum geira en hann segir að þróunin í bílaleigugeiranum hafi verið hægfara alveg fram að hruni. „Í rauninni er það hrunið sem býr til ferðaþjónustu á Íslandi og ferðaþjónustan kemur okkur svo út úr hruninu. Það sem fer hratt upp fer líka oft hratt niður eins og við þekkjum. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist núna eftir að pundið hefur fallið.

Hvað mun það þýða varðandi heimsóknir Breta hingað? Hvað mun það svo þýða fyrir okkur ef íslenska krónan nær álíka styrk og fyrir hrun? Það mun hafa veruleg áhrif í ferðaþjónustu svo ekki sé meira sagt.“ Garðar telur að fjöldi bíla á leigumarkaði sé orðinn slíkur að hinn almenni markaður geti vart tekið við fleiri bílum. Þurfa finni ráð til þess að koma bílunum aftur úr landi ef sú þróun heldur áfram. Hann segir að nú hafi hafi verið erfitt að fá fólk til starfa hjá Geysi. „Í fyrsta sinn í ár þurftum við að fá erlenda starfsmenn hingað í gegnum starfsmannaleigu en það var einfaldlega ekki fólk að fá hérna á markaðnum,“ segir Garðar. Þá hafi síðasti vetur verið ólíkur öllum öðrum. „Það var gríðarleg aukning og við vorum að sjá mánuði sem voru 100% betri en árinu á undan. Stór hluti af þeirri umferð var frá Bretlandi og ég hef smá áhyggjur af því að það dragi verulega úr fjöldanum þaðan. Ef ég ætti að velja þá væri 5% aukning milli ára bærilegri en 50%,“ sagði Garðar.


fimmtudagur 18. ágúst 2016

VÍKURFRÉTTIR

11 Guðmundur Valgeirsson sér um rekstur Touring cars á Ísland

Jón Sigurðsson hjá Orange bílaleigu

Sumarið alveg geggjað Snýst ekki bara um að bóka bíla og rétta lykla Jón Sigurðsson hjá Orange bílaleigu hefur verið viðloðandi bíla frá því hann man eftir sér en hann er lærður bílamálari og rak m.a. bílasölu fyrr á árum. „Sumarið hefur gengið vel en maður veit svo ekki hvernig veturinn verður, þetta er nýtt fyrir okkur,“ segir Jón en hjá Orange starfa tíu starfsmenn en leigan fór af stað í vor. Bílaleigan er með 110 bíla og hefur sumarið verið afar annasamt. „Þetta er margfalt meiri vinna en maður bjóst við og erfiðara en maður hélt. Það þarf að bregðast við tjónum og ýmis vandamál geta komið upp. Þetta snýst ekki bara um að bóka bíla og rétta lykla,“ segir Jón.

Hann veit ekki með framtíðina hvað varðar stækkanir eða slíkt en staðan verður tekin þegar líður á veturinn. Jón segist hafa tekið eftir því að fólk er talsvert að bóka bíla á síðustu stundu, jafnvel í flugvélinni á leiðinni. Jón gefur sér tíma til þess að spjalla við viðskiptavinina sem eru ánægðir með land og þjóð flestir hverjir. „Þeir ferðamenn sem gefa sér tíma til þess að skoða svæðið okkar eru ánægðir og ég hef heyrt ánægju með Gunnuhver, brúnna milli heimsálfa og nýja kaffihúsið í gamla vitanum á Garðskaga. Ég er duglegur að spjalla við fólkið og benda þeim á skemmtilega staði hér í nágrenninu.“

Guðmundur Valgeirsson tók við rekstri Touring cars á Íslandi síðasta haust en fyrirtækið sérhæfir sig í leigu á húsbílum. Hann rekur einnig bílasöluna GE bíla. „Finnarnir leituðu að aðila sem hafði vilja og áhuga á að taka við rekstri íslenska hlutans af keðjunni. Ég þekkti til þeirra, hafði unnið talsvert fyrir fyrirtækið. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar þeir buðu mér að taka við útibúinu á Íslandi, og hefur þetta verið mikið og krefjandi verkefni síðan,“ segir Guðmundur. „Fyrsta sumarið hefur verið alveg geggjað. Aukning á útleigum húsbílanna okkar hefur verið talsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Flotinn hefur stækkað og telur nú 80 bíla, 65 fullbúna húsbíla og 14 sendibíla þar sem tvær manneskjur geta gist aftur í. Bara dýna og miðstöð, en það hefur verið vinsælt að sögn Guðmundar. „Þeir sem leigja húsbílana eru ekki endilega fólk sem er vant því að ferðast um á

húsbílum heldur meira fólk sem vill prófa þetta og vill ekki þurfa að binda sig á hótelum.“ Yfir sumarið eru starfsmenn 14 en í vetur verða þeir sex. Guðmundur segir að þörfin á endurnýjun sé ekki eins tíð þegar kemur að húsbílum, það sé gert á fjögurra ára fresti. „Þetta er auðvitað áhættusamur bransi, maður veit ekkert hvort það gjósi. Við erum partur af erlendri keðju og öll okkar verð eru í evrum. Núna hefur evran veikst og það hefur að sjálfsögðu haft áhrif á reksturinn. Umfang starfseminnar er eins og við viljum hafa hana og sjáum fyrir okkur, og einsetjum okkur að veita bestu þjónustu sem völ er á“ segir Guðmundur en nýtingin hefur verið um 95% á bílunum í sumar. „Við prófuðum að opna í apríl, en það hefur ekki verið gert áður hjá Touring Cars, og kom það vel út. Október er líka að koma sterkur inn.“

Með 30% aukningu ferðamanna skapast tækifæri

Davíð Páll Viðarsson, einn af eigendum Lava.

Nokkrir galvaskir Njarðvíkingar stofnuðu bílaleiguna Lava í vor en hún er til húsa að Iðavöllum. „Með 30% aukningu ferðamanna skapast mörg tækifæri fyrir ný fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Við byrjuðum í maí á þessu ári og við erum búin að vera uppbókaðir í næstum allt sumar. Þetta tekur tíma að koma sér inn á markaðinn en á meðan við erum ekki það stórir hjálpar það að taka róleg skref og vaxa,“ segir Davíð Páll Viðarsson, einn af eigendum Lava. Flotinn telur 34 bíla og eru starfsmenn fjórir þetta fyrsta sumar. „Við erum alltaf að læra meira og meira, reka okkur á hluti sem er eðlilegt þar sem við erum það nýir. Við erum í góðu samstarfi með öðrum bílaleigum. Stundum lendir það þannig að við erum yfirbókaðir og þá höfum við lagt áherslu

á að mæla með bílaleigum sem eru héðan af svæðinu.“ Veturinn leggst vel í Davíð og er fólk þegar farið að bóka. „Við erum alveg að fá bókanir yfir veturinn og þá er fólk aðallega að leigja fjórhjóladrifna bíla. Við erum að meta stöðuna núna, erum að velta fyrir okkur hvernig við höfum veturinn.“ Davíð sér sóknarfæri fyrir ferðamennina á Suðurnesjum. „Það er mikilvægt að láta þá koma inn í bæinn en ekki bara keyra framhjá. Það er mjög algengt að fólk gisti síðustu nóttina í Reykjanesbæ en við reynum að benda þeim á hluti til að gera á svæðinu. Oftast er fólk þó búið að skipuleggja ferðina sína fyrirfram, en það eru talsverð sóknarfæri fyrir fleiri afþreyingarfyrirtæki hér á svæðinu.“


V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? V I Ð E I G U M V O N Á Y F I R 6 M I L L J Ó N U M FA R Þ E G A Í Á R O G Æ T L U M O K K U R A Ð TA K A V E L Á M Ó T I Þ E I M

V E R K E F N ASTJ Ó R I E I G N AU M SÝS L U Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

HÚSVERÐIR Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

Við leitum að kraftmiklum verkefnastjóra á sviði eignaumsýslu á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru verkefnastýring byggingatengdra verkefna, innleiðing kerfa og búnaðar, verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlanagerð, skýrslugerð og útboðsgerð.

Við leitum að traustum og úrræðagóðum húsvörðum til starfa á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru umsjón og eftirlit með fasteignum, kerfum og búnaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, minni viðhaldsverkefni og eftirlit og prófanir. Um vaktavinnu er að ræða.

Hæfniskröfur: • Verk- eða tæknifræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefnastjórn • Reynsla af viðhaldi og rekstri fasteigna

Hæfniskröfur: • Iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun/reynsla sem nýtist í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst

S K R I F STO FA Í F L U GT U R N I Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

FA R Þ E G A Þ J Ó N U S TA Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

Við leitum að einstaklingi til starfa á skrifstofu í flugturni á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni fela í sér umsjón með vaktskrá flugumferðarstjóra, starfsmannaskrá, uppsetningu og frágangur skjala og önnur almenn skrifstofustörf. Um 80% starfshlutfall er að ræða.

Við leitum að glaðlyndum, snyrtilegum og sérstaklega þjónustulunduðum einstaklingum til starfa við farþegaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni fela í sér að veita farþegum bestu þjónustu sem mögulegt er, umsjón og eftirlit á þjónustuborðum og eftirlit með búnaði sem farþegar nota. Um vaktavinnu er að ræða. 20 ára aldurstakmark.

Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Reynsla af skrifstofustörfum

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst

Hæfniskröfur: • Framúrskarandi þjónustulund • Góð málakunnátta er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst

Almennt er þess krafist að allir umsækjendur búi yfir færni til að tjá sig á íslensku og ensku, auk almennrar tölvuþekkingar. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

STA RF S STÖ Ð : K E FL AV ÍK U RFL U G VÖ L L U R

UMSÓKNUM SKAL S K ILA Ð INN Á R A FR ÆNU FO R M I ISAVIA.IS/AT VINNA


U M S J Ó N A R M A Ð U R FAST E I G N A O G B Ú N A ÐA R Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Við leitum að ábyrgum einstakling til starfa í eignaumsýsludeild Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni fela í sér umsjón eigna í vöruhúsi eignaumsýsludeildar, skráningu og móttöku varnings og búnaðar til geymslu í vöruhúsi og eftirlit með fasteignum innan flugvallarsvæðis. Hæfniskröfur: • Iðnmenntun eða önnur menntun/reynsla sem nýtist í starfi Umsóknarfrestur er til og með 4.september

SMIÐUR Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Við leitum að laghentum smið til að bætast í viðhaldsdeild Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni eru smíðavinna og almennt viðhald innan flugstöðvarinnar, aðstoð við viðburði og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur Hæfniskröfur: • Sveinspróf í smíðum • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg • Reynsla af tjónaviðgerðum er kostur Umsóknarfrestur er til og með 4.september

B Í L A S TÆ Ð A Þ J Ó N U S TA Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, og jákvæðum einstaklingum til starfa við bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni eru almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílstæðum flugstöðvarinnar og umsjón með farangurskerrum. Um er að ræða vaktavinnu. Hæfniskröfur: • Aldurstakmark 18 ár • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði rituðu og mæltu máli Umsóknarfrestur er til og með 11. september

MÁLARI Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I Við leitum að vandvirkum málara í viðhaldsdeild Keflavíkurflugvallar. Helstu verkefni eru almenn málningarvinna bæði innan- og utanhúss ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur: • Sveinspróf í málun Umsóknarfrestur er til og með 4.september

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns. Okkar markmið er að vera hluti af góðu ferðalagi allra þeirra sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

ÚTSKRIFT

Hópurinn sem útskrifaðist í síðustu viku.

af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis Keilir útskrifaði átján nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 12. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 78 nemendur útskrifast af Háskólabrú Keilis í sumar og samanlagt 143 nemendur úr fjarnámi og staðnámi deildarinnar á þessu ári. Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis, flutti hátíðarræðu og Soffía Waag Árnadóttir forstöðumaður Há-

skólabrúar flutti ávarp. Oddný Eva Thorsteinsson flutti ræðu útskriftarnema en hún varð einnig dúx með 9,22 í meðaleinkunn. Fékk hún bók og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnaður árið 2007 og verður því tíu ára á næsta ári. Á þessum tíma hafa alls 2.668 nemendur útskrifast úr öllum deildum skólans, þar af 1.421 nemandi úr Háskólabrú.

Oddný Eva Thorsteinsson flutti ræðu útskriftarnema en hún varð einnig dúx með 9,22 í meðaleinkunn. Fékk hún bók og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis flutti hátíðarræðu.

Skoðaðu öll tilboðin í Húsasmiðjublaðinu

PALLAEFNI

ÚR GAGNVARINNI FURU SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

2.799

VERÐ FRÁ

kr

3.999kr BOX Plastkassi 60 ltr. Á hjólum, með loki.

30% afsláttur

af öllum plastkössum

2005415

215

kr/lm

Pallaklæðning 28x95 mm.

ÚTSALA • ÚTSALA

58.990

kr

76.900

Þvottavél FW30L7120

628600

7 kg, 1200 sn. Orkunýting A+++.

1805690

20% afsláttur

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

6.995

SÚPER AFMÆLISTILBOÐ

kr

9.995 kr Höggborvél KR504CRE 500W, 13 mm patróna. 5245599

30% afsláttur

2.396

kr

2.995 kr Jotun Vegg og loft 3 ltr. 7119781-83

Byggjum á betra verði

A L A S T Ú

TÆKJUM S I L I M I E MH Á VÖLDU

*Gildir ekki af tilboðum og „Lægsta lága verði Húsasmiðjunnar“. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið misjafnt milli verslanna.


R A L Æ S N VI R U V L Ö T R FA

INTEL i5

ACE-NXGE6ED017

119.995

VINNUHESTUR MEÐ SSD OG HDD ! Kraftmikil 15,6“ fartölva með Intel i5 örgjörva og 6GB vinnsluminni. Ofurhraður 96GB SSD diskur fyrir stýrikerfið og stór 1TB diskur fyrir gögnin. Glæsilegur Full HD háskerpuskjár. INTEL i5

6GB

ÖRGJÖRVI

96GB

VINNSLUMINNI

SSD DISKUR

15,6” SKJÁR

VINSÆLAR FARTÖLVUR FYRIR SKÓLANN ! 3

INTEL M

Vegna hagstæðra magnkaupa fyrir skólann náum við ótrúlegu verði á fartölvum fyrir þá sem þurfa að endurnýja. Þarfir nemenda og heimila eru ólíkar og þess vegna höfum við úr 60 gerðum að velja úr. Hér eru nokkrar af þeim vinsælustu hjá okkur í ár.

INTEL PENTIUM

149.995

59.995

FRÁBÆR KAUP !

ÞYNNSTA SKÓLATÖLVAN OKKAR !

TOS-C50B1CF

ASU-UX305CAFC119T

Spræk 15,6“ fartölva með Intel Pentium örgjörva, 8GB vinnsluminni og 750GB hörðum diski. Mjög mikið fyrir peninginn.

13,3” Zenbook í sérflokki. Glæsileg og fislétt með Intel M3 örgjörva, 128GB SSD og 8GB vinnsluminni. Háskerpuskjár og Bang & Olufsen hátalarar.

INTEL

8GB

ÖRGJÖRVI

VINNSLUMINNI

750GB DISKUR

15,6“ FULL H D MEÐ SS D

15,6”

INTEL M3

8GB

ÖRGJÖRVI

SKJÁR

128GB

VINNSLUMINNI

SSD DISKUR

FJÓR KJARNIR A OG SSD R

AMD

84.995

69.995

13,3” SKJÁR

NITRO ME HQ OG Ð GTX 960M

INTEL i7

229.995

ACE-NXGCEED018

TOS-C55DC16H

ACE-NHG7RED001

Ótrúlega vel búin 15,6” fartölva miðað við verð. Ofurhraður 128GB SSD diskur, 6GB minni og Intel örgjörvi. Kristaltær FullHD háskerpuskjár.

Skemmtilega hönnuð 15,6” fartölva með Quad Core A6 örgjörva og 128GB SSD diski sem tryggir hraðari vinnslu.

Ofurleikjafartölva með Intel i7 6700HQ og 4GB GTX 960M leikjaskjákorti. Bæði 256GB SSD og 1TB HDD. Geggjaður 15,6” IPS FHD skjár og 16GB vinnsluminni.

INTEL

ÖRGJÖRVI

6GB

VINNSLUMINNI

128GB

SSD DISKUR

15,6” SKJÁR

AMD

ÖRGJÖRVI

4GB

VINNSLUMINNI

128GB

SSD DISKUR

15,6” SKJÁR

INTEL i7

16GB

256GB

15,6”

ÖRGJÖRVI

SSD DISKUR

FRÍ HEIMKEYRSLA Á FARTÖLVUM Í ÁGÚST !

HAFNARGÖTU 90 • KEFLAVÍK • SÍMI 414 1740

VINNSLUMINNI

SKJÁR

1TB

DISKUR


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

HLEYPUR

Berglind ásamt Andreu dóttur sinni í Color Run í sumar.

TIL MINNINGAR UM SYSTUR SÍNA ●●Safnar áheitum fyrir Kristínarsjóð sem stofnaður var eftir andlát Kristínar Gerðar „Ég hleyp til að halda minningu Kristínar, systur minnar, á lofti,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni núna um helgina og safna fyrir Kristínarsjóð. Sjóðurinn var stofnaður af Stígamótum og er ætlaður konum sem eru á leið úr vændi eða mansali og vilja byggja sig upp nýjan leik. Sjóðurinn er nefndur eftir Kristínu Gerði Guðmundsdóttur, systur Berglindar, sem var með fíknisjúkdóm og þvinguð í vændi. Hún svipti sig lífi fyrir fimmtán árum síðan, 31 árs. Var beitt grófu ofbeldi

Kristín Gerður fæddist árið 1970 og ólst upp í Keflavík og gekk í grunnskóla þar fyrir utan eitt ár þegar hún var í skóla í Önundarfirði. Svo lá leið hennar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og segir Berglind hana hafa verið virka í félagslífinu, spilað með hljómsveitum og unnið til verðlauna í ræðukeppnum. Þá var hún afrekskona í sundi á grunnskólaaldri. „Eftir að hún lauk FS fór hún í lestarferð um Evrópu og flutti svo til Danmerkur. Þegar hún flutti aftur þaðan og til Íslands komumst við fjölskyldan að því að hún væri að glíma við eiturlyfjafíkn,“ segir Berglind. Við tók nokkurra ára erfiður tími þar sem Kristín fór í nokkrar meðferðir en féll og byrjaði aftur í neyslu á milli. „Síðustu árin í neyslunni var hún komin alla leið. Hún var orðinn sprautufíkill og var þvinguð í vændi. Hún lenti í hörðum heimi þar sem hún var beitt mjög hörðu ofbeldi.“ Það var svo í desember 1995 að Kristín fór í sína síðustu meðferð, þá 25 ára, og var eftir það edrú í sex ár. Berglind segir það hafa tekið Kristínu langan tíma að komast upp á yfirborðið eftir að hafa lifað og hrærst í undirheimunum í mörg ár. „En þegar það svo gerðist fór hún á fullt að vinna við forvarnir. Hún fór hringinn í kringum landið á vegum Hins hússins og var með einlæga fræðslu fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla og foreldra um skaðsemi fíkniefna.“ Berglind segir fræðslu Kristínar hafa snert við mörgum enda hafi það verið henni hjartans mál að nýta reynslu sína til að hjálpa öðrum svo þeir myndu ekki feta sömu leið og hún. Eftir að Kristín hætti í neyslu naut hún mikils stuðnings frá Stígamótum. Hún vann í sínum málum, sótti einstaklingsviðtöl og var í hópum. Samtökin stofnuðu Kristínarsjóð svo eftir að hún lést. „Hún var í miklu og góðu sambandi

við starfsfólk Stígamóta og bjó um tíma hjá Guðrúnu Jónsdóttur, þáverandi talskonu og formanni Stígamóta. Á þeim tíma var almennt ekki rætt á opinskáan hátt um vændi og mansal á Íslandi og ekki mikil reynsla af því hvernig best er að hjálpa fólki sem er að koma úr þeim hættulega heimi,“ segir Berglind. Um nokkurra ára skeið var Kristínarhús starfrækt við Hlemm í miðbæ Reykjavíkur en það var athvarf fyrir fyrir konur á leið úr vændi og/eða mansali. Húsið var kennt við Kristínu Gerði. Því var lokað í ársbyrjun 2014 vegna fjárskorts. Stígamót bjóða í dag upp á einstaklingsviðtöl og hópavinnu fyrir þennan hóp. Berglind segir því mikilvægt að styrkja Kristínarsjóð til þess að hægt verði að styðja við fólk eftir þessa erfiðu reynslu.

Vildi nýta hæfileika sína

„Kristín var alltaf opinská um sína reynslu. Það voru þó hlutir sem hún vildi halda fyrir sig enda er erfitt að stíga fram með þessa reynslu og ákveðið tabú í samfélaginu að hafa tilheyrt hópi fólks með fíknisjúkdóma, sérstaklega á þeim tíma,“ segir Berglind. Hún segir Kristínu ekki hafa verið stolta af öllu sem hún hafði gert en fundist mikilvægt að nýta reynslu sína til að opna umræðuna. Eins og áður sagði var Kristín 25 ára þegar hún hætti í neyslu. Berglind segir það hafa verið erfitt fyrir Kristínu að fóta sig í lífinu eftir síðustu meðferðina. „Hún komst á ágætis skrið en svo fóru andleg veikindi að ágerast. Síðasta árið sem hún lifði var hún mjög veik. Síðustu sex mánuðina tók hún mjög sterk lyf sem deyfðu hana mikið. Karakterinn hennar varð flatur og hún gat ekki sætt sig við að geta ekki nýtt hæfileika sína vegna andlegu veikindanna.“ Berglind útskýrir að Kristín hafi ekki getað verið án lyfjanna því þá leið henni eins og í helvíti. Hún gat heldur ekki verið á þeim því þá fannst henni hún vera lifandi dáin. „Árið

2001 tók hún svo þá ákvörðun að svipta sig lífi því hún gat ekki lifað með þessu. Hún var búin að vera á mjög dimmum stað í langan tíma,“ segir Berglind. Eftir að Kristín svipti sig lífi las fjölskyldan dagbækur hennar þar sem fram kom að ákvörðunin hafi verið henni mjög erfið. „Sérstaklega gagnvart fjölskyldunni. Hún gat ekki haldið sér á lífi fyrir okkur.“ Berglind segir umræðuna um fíknisjúkdóma, vændi og mansal opnari í dag en á þeim tíma sem Kristín var veik. „Þetta er þó enn svolítið tabú. Á þessum tíma var litið niður á fólk með fíknisjúkdóma en mér finnst eins og það hafi breyst í dag. Það er meiri skilningur á því að það geta allir lent í því að falla fyrir fíknidjöflinum.“ Berglind nefnir Frú Ragnheiði sem dæmi um breytt hugarfar en það er verkefni á vegum Rauða krossins þar sem gömlum sérinnréttuðum sjúkrabíl er ekið um götur höfuðborgarsvæðisins á kvöldin og starfsfólk hans veitir fólki með fíknivanda heilbrigðisaðstoð. Berglind segir vændi þó enn vera tabú þó að umræðan hafi opnast undanfarin ár. „Maður mætir ákveðnum fordómum. Ég er með aðra sýn á vændi en margir aðrir því ég þekki einhvern nákominn sem hefur upplifað það.“

Kristínarsjóður er nefndur eftir Kristínu Gerði Guðmundsdóttur. Hann er ætlaður konum á leið úr vændi og/eða mansali og eru að fóta sig í lífinu.

Ætlar að hlaupa alla leið

Berglind byrjaði að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið í maí og hafa æfingarnar gengið vel. Hún skráði sig í hlaupahóp og fékk þar góðar ráðleggingar um það hvernig best er að hlaupa og hafa gaman af því í leiðinni. Í vikunni tók Berglind tvær æfingar og ætti því að vera vel úthvíld á laugardaginn í hlaupinu. Hún hefur ekki hlaupið mikið í gegnum tíðina og því er 10 km hlaup töluverð áskorun. „Markmiðið er að hlaupa allan tímann. Þetta er áskorun fyrir mig en það er alltaf gaman að taka þeim, sérstaklega fyrir góðan málstað.“ Hægt er að heita á Berglindi á vefnum hlaupastyrkur.is.

Berglind ásamt börnunum sínum, þeim Ara Sævari og Andreu Ósk.

Ég er með aðra sýn á vændi en margir aðrir því að ég þekki einhvern nákominn sem hefur upplifað það

ATVINNA SÖNGHÓPUR SUÐURNESJA undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar verða með tónleika í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt, miðvikudaginn 31.ágúst kl.20:00.

Ytri-Njarðvíkursókn óskar eftir starfsmanni í kirkjuvarðar og meðhjálparastarf við Ytri-Njarðvíkurkirkju.

Um er ræða 100% starf og er ráðið frá 1. september 2016. Laun samkvæmt kjarasamningi STFS. Umsóknarfrestur er til og með 25.ágúst 2016.

Flutt verða ný og skemmtileg lög í léttum dúr.

Frekari upplýsingar um starfið veitir formaður sóknarnefndar Þórunn Friðriksdóttir sími 892-7949.

Forsala aðgöngumiða er kr. 2.500,- hjá kórmeðlimum og kr. 3.000,- við innganginn.

Umsóknum ásamt ferilskrá sé skilað í pósthólf 226-260, Njarðvík.


SPARI R A DfyArir hG eimilin í landinu

Nú fer hver að verða síðastur

UPPÞVOTTAVÉL FSILENCW2P-HVÍT Rétt verð: 129.900,-

SPARI R A DfyArir hG eimilin í landinu

ecobubble þvottavélar

ngu m eingö Við selju mótor lausum gð með kola ábyr a með 10 ár

Sparidagaverð: 97.900,-

25%

HLJÓÐLÁT

UPPÞVOTTAVÉL FSILENCM2P-STÁL Rétt verð: 139.900,-

Sparidagaverð: 104.900,-

Alsjálfvirkar kaffivélar til heimilisnota.

22%

Stilltu á hámarksgæði.

25%

Þetta merki hefur verið hjá Ormsson í 25 ár. Það köllum við góða reynslu.

25%

Þrifalegu ruslaföturnar vinsælu eru til í mörgum stærðum, gerðum og litum.

AddWash TM

TM

SAMSUNG WW70 ÞVOTTAVÉL 7 KG. 1400 SN. KR. 94.900,SPARIDAGAVERÐ: 79.900,-

SAMSUNG WW80 SAMSUNG DV80 ÞVOTTAVÉL 8 KG. 1600 SN. ÞURRKARI 8 kg KR. 119.900,KR. 159.900,SPARIDAGAVERÐ: 99.900,- SPARIDAGAVERÐ:135.900,-

Blandaðu beint í glösin með

25%

SMOOTHIE TWISTER

X-HM21 Til í hvítu og svörtu. Með dokku fyrir síma eða spjaldtölvu.

Heyrnartól í úrvali

25%

Rétt verð: 45.900,-

Sparidagaverð: 36.900,-

Kæliskápur 202cm

SAMSUNG RB36J8035SR Stál. Heildarrými: 357 lítrar. Kælirými: 247 lítrar. Frystirými: 110 lítrar. Mál B-H-D í mm: 595 x 2017 x 597 Verð: 169.900,- kr

Nú: 144.900,Tvöfaldur Kæliskápur SAMSUNG RS7567THCSP

Bíltæki í úrvali Sjónaukar

25%

25%

49”

Nú: 186.900,-

55”

LED • 1920X1080 • 400 PQI • Nýtt Smart viðmót 49” K5505 kr. 139.900.SPARIDAGAVERÐ: 118.900,-

Stál. Heildarrými: 532 lítrar. Kælirými: 361 lítrar. Frystirými: 171 lítrar. Twin Cooling, aðskilin kælikerfi. Klakavél. Mál B-H-D í mm: 912 x 1789 x 754. Verð: 219.900,- kr

55”

UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 55” KU6475 kr. 229.900.SPARIDAGAVERÐ: 195.900,-

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI • Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi 55” KU6655 kr. 249.900.SPARIDAGAVERÐ: 209.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18. Laugardaga kl. 11-14.

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

DEILISKIPULAGSTILLAGA FLUGVELLIR Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga. Deiliskipulagstillaga Flugvellir Deiliskipulagssvæðið er um 18. ha vestan Iðavalla og austan Reykjanesbrautar. Aðalgata er í norðurmörkum og Flugvallarvegur í suðurmörkum. Á svæðinu er reiknað með athafnasvæði, verslun og þjónustu skv. staðfestu aðalskipulagi. Tillaga, ásamt fylgigögnum, verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 18. ágúst til 29. september 2016. Tillaga og gögn eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. september 2016. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Reykjanesbæ, 18. ágúst 2016. Skipulagsfulltrúi

LAUS STÖRF

Lest Vélavina vakti mikla lukku ●●Buðu upp á lestarferðir á Fjölskyldudögum í Vogum Félagar í Vélavinum smíðuðu lest fyrir yngstu kynslóðina og buðu upp á ferðir á Fjölskyldudögum í Vogum um síðustu helgi. „Áður leigðum við alltaf lest sem þurfti að sækja til Reykjavíkur. Við slepptum því að bjóða upp á lestarferðir á Fjölskyldudögum í fyrra en nýttum peninginn sem hefði farið í leiguna og keyptum efni til að smíða okkar eigin lest,“ segir Einar Birgisson, formaður Vélavina. Lestin vakti mikla lukku hjá ungum lestarfarþegum. Fremsti vagninn er gömul sláttuvél en sláttubúnaðurinn á henni var ónýtur en hún samt ökufær. Vélavinir smíðuðu svo yfir hana húdd úr olíutunnu og að framan lítur hún út eins og teiknimyndapersónan Tommi togvagn. Vagnarnir eru svo gerðir úr olíutunnum sem félagarnir fengu gefins.

Þeir eru svo skreyttir með ýmsum teiknimyndapersónum, eins og Spiderman, Hello Kitty og fleirum. Félagið Vélavinir var stofnað árið 2012 og að sögn Einars samanstendur það af körlum sem allir hafa áhuga á gömlum tækjum. „Ekki endilega á bílum, heldur á öllum almennum vélbúnaði í hvaða mynd sem það nú er. Við höfum gaman af starfinu og það hefur gengið vel. Vonandi náum við að halda áfram að stækka,“ segir hann. Margir félagsmanna eiga gamla bíla, traktora og aðra gamla hluti. Flestir félaganna búa í Vogum en einnig annars staðar. Einar segir alla áhugasama velkomna á fundi félagsins sem haldnir eru á fimmtudagskvöldum klukkan 20:00 í Gamla björgunarsveitarskýlinu í Vogum.

BÓKASAFN Bókasafns- og upplýsingafræðingur AKURSKÓLI Smíðakennari HÁALEITISSKÓLI Skólaliðar LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Sérkennslustjóri VELFERÐARSVIÐ Félagsráðgjafi í barnavernd VELFERÐARSVIÐ Forstöðumaður Bjargarinnar Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um störfin. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR SKÓLASETNING Í GRUNNSKÓLUM Skólasetning grunnskólanna í Reykjanesbæ fer fram mánudaginn 22. ágúst. Nánar um tímasetningar og fyrirkomulag er að finna á heimasíðum skólanna. Sækja þarf um frístundavistun fyrir börn í 1.-4. bekk á mittreykjanes.is eða skrifstofu skólanna. LEIÐSÖGN UM MANNFÉLAGIÐ Í LISTASAFNI Sunnudaginn 21. ágúst kl. 15:00 verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með leiðsögn um sumarsýningu listasafnsins, Mannfélagið, en sýningunni lýkur þennan dag. Allir velkomnir og heitt á könnunni. SPILABINGÓ Á LÉTTUM FÖSTUDEGI Boðið verður upp á spilabingó á léttum föstudagi á Nesvöllum kl. 14:00 föstudaginn 19. ágúst. Allir hjartanlega velkomnir. VETRARÁÆTLANIR STRÆTÓ Í GILDI Vetraráætlun Strætó í Reykjanesbæ tók gildi 15. ágúst sl. og landsbyggðarstrætó þann 14. ágúst. Kynnið ykkur áætlanir á sbk.is og strætó.is.

Vel heppnuð hátíð í Vogunum ●●Fjölskyldudagar í tuttugasta skipti Fjölskyldudagar sveitarfélagsins Voga voru haldnir hátíðlegir um helgina. Fjölbreytt dagskrá var í boði og létu gestir ekki smá úða setja sig út af laginu, enda var hátíðin vel sótt. Er þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin fer fram og verður dagskráin sífellt glæsilegri. Meðal þess sem boðið var upp á um helgina var varðeldur og söngskemmtun með Ingó Veðurguð, gönguferð, golfmót og kassabílarallý, ásamt fjölmörgu öðru. Hátíðin stóð hvað hæst þegar gengin var hverf-

aganga og boðið upp á tónleika þar sem Glowie, Jógvan, Bjartmar Guðlaugs og KK komu fram á laugardagskvöldi. Öllu var þessu svo slaufað með myndarlegri flugeldasýningu. Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á laugardeginum þar sem mikið var um að vera í Aragerði á hátíðarsvæðinu. Trúðurinn Wally sló í gegn hjá öllum aldurshópum, eins sem hoppukastalar og klifurveggur vöktu mikla kátínu hjá krökkunum.


MED BLIK I AUGA VI ..

JOHANNA BJORGVIN EYJOLFUR STEFANIA GUDRUN HALLDORSSON KRISTJANSSON SVAVARSDOTTIR

LJOSANOTT 2016 ANDREWS THEATER

MIDASALA A MIDI.IS SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

LEIKFÖNG HELGU FÁ FRAMTÍÐARHEIMILI ●●Opnar leikfangasafn á Ljósanótt

Lista- og hannyrðakonan Helga Ingólfsdóttir hefur undanfarin ár safnað leikföngum frá gamalli tíð. Hún fagnar sjötugsafmælinu í haust og átti sér þann draum að opna leikfangasafn fyrir afmælið og nú er draumurinn við það að rætast. Helga fékk húsnæði í Grófinni í Reykjanesbæ og er þar ásamt góðu aðstoðarfólki að leggja lokahönd á safnið sem verður formlega opnað á Ljósanótt. „Við höfum fundið fyrir miklum velvilja fólks alls staðar. Það gerir okkur greiða og tekur lítið sem ekkert fyrir,“ segir hún. Á Safnahelgi í febrúar hélt Helga sýningu á leikföngum í Virkjun á Ásbrú og komu á fjórða hundrað gestir. Hún hélt einnig sýningu á Ólafsfirði árið 2014. Leikföng Helgu hafa nú fengið framtíðarhúsnæði í Grófinni og er hún hæstánægð með það. Á leikfangasafninu mun kenna ýmissa grasa. Þar verða brúður í þjóðbúningum, Star Wars dót, bangsar, strumpar, tröll, gamlir sparibaukar, bílar og margt fleira. Nokkra af þjóðbúningunum á brúðurnar saumaði og prjónaði Helga sjálf en aðrar brúðunum keypti hún tilbúnar í þjóðbúningum. Hún ætlar að vera með fræðslu um íslensku þjóðbúningana almennt á safninu. Þá

ætlar hún einnig að gera þjóðsögum hátt undir höfði. Yngsta barn Helgu er með fötlun og var hún því mikið heima þegar það var lítið. „Þá hafði ég ekki mörg tækifæri til tómstunda en þegar færi gafst kíkti ég í Handprjónasambandið sem þá var í miðbæ Reykjavíkur. Þar sá ég fyrst brúður í þjóðbúningum og fór að prufa sjálf að sauma heima,“ segir Helga. Síðar dvaldi hún mikið í Svíþjóð þar sem leikfangaáhuginn kviknaði fyrir alvöru. Þar voru seld gömul leikföng á mörkuðum og gerði Helga góð kaup þar. Mörg leikfanganna á safninu hefur Helga keypt á nytjamörkuðum, á netinu og úr dánarbúum. Á safninu verður málverk eftir myndlistarkonuna Ástu Árna úr Keflavík en Helgu áskotnaðist sú mynd fyrir einskæra tilviljun. „Ég var að kaupa nokkrar dúkkur úr dánarbúi eldri konu. Svo þegar ég var að fara hljóp dóttir konunnar á eftir mér og bað mig endilega um að taka þessa mynd líka. Svo sá ég það bara heima að myndin er eftir Ástu. Það má því segja að hún sé komin heim aftur,“ segir Helga. Leikfangasafnið verður opið alla daga um Ljósanæturhátíðina.

Hvíti hesturinn á myndinni er kallaður Júlíönnu-hestur og er frá 19. öld. Hestinn gerði Júlíanna Halldórsdóttir frá Öndundarfirði. Sagt er frá því í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1942 að hestarnir hafi notið mikillar hylli meðal barna á þeim tíma, enda búnir til af slíkum hagleik að furðu gegndi. Vitað er um þrjá til fjóra hesta sem hafa varðveist. Þennan keypti Helga í Kompunni, nytjamarkaði á Ásbrú.

Helga Ingólfsdóttir, hannyrða- og listakona og leikfangasafnari.

GOTT AÐ EIGA VINNUNA SEM ÁHUGAMÁL Haraldur Axel Einarsson er nýr skólastjóri Heiðarskóla og því óhætt að segja að framundan sé annasamur vetur hjá honum en hann tekur við góðu búi Sóleyjar Höllu Þórhallsdóttur og mun Bryndís Jóna Magnúsdóttir deildarstjóri við skólann taka við starfi Haraldar sem aðstoðarskólastjóri. Hann hlakkar til að vinna með frábæru starfsfólki Heiðarskóla. Hvað gerðir þú í sumar? Ég byrjaði sumarið á því að fara í viku á EM í Frakklandi. Fór á fyrstu tvo leikina og þvílík upplifun sem það var. Síðan tók við vikuferð til Almería með stórfjölskyldunni í tilefni af því að pabbi verður sextugur í lok árs. Frábær ferð í alla staði. Verslunarmannahelgin var síðan tekin í fallegasta firði landsins, Siglufirði, hjá tengdafjölskyldunni. Hver eru þín helstu áhugamál, tómstundir, afþreying? Skólamálin eru mér ansi hugleikin og gott að eiga vinnuna sem áhugamál. Annars er ég mikill fótboltaáhugamaður og get horft á nánast hvaða fótboltaleik sem er og þess vegna heilu dagana ef því er að skipta. Ég vil verja tímanum með fjölskyldunni og við reynum að gera eitthvað saman þegar tími gefst til þess. Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum og reyni að vera duglegur að fara í bíó og þá fer ég auðvitað í besta bíó landsins hér í Keflavík. Hvernig leggst nýja starfið í þig?

Ég er búinn að vinna í Heiðarskóla frá 2005, sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og nú sem skólastjóri. Ég er afskaplega spenntur fyrir nýju skólaári og að fá tækifæri til þess að vinna áfram með frábæru starfsfólki Heiðarskóla. Ekki er hægt að biðja um betra starfsumhverfi.

Við höfum það að markmiði að kalla fram það besta í hverjum og einum nemenda, ég er sannfærður um að okkur mun takast það. Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess að vinna að hag nemenda Heiðarskóla og skólasamfélagsins í heild sinni í Reykjanesbæ.


HLAÐINN TILFINNINGU.

ŠKODA Superb. Stærri, rúmbetri og þægilegri. Superb er stærri og rúmbetri en áður og útbúinn þægindamöguleikum sem gera aksturinn draumi líkastan fyrir alla, jafnt ökumann sem farþega. ŠKODA Superb er tilkomumeiri og hlaðinn meiri tilfinningu en nokkru sinni fyrr. Komdu í reynsluakstur og gefðu gleðinni lausan tauminn. Verð frá aðeins

4.590.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

www.skoda.is


22

VÍKURFRÉTTIR

SKÓLASETNING STÓRU-VOGASKÓLI VOGUM Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst í Tjarnarsal 1.-5.bekkur. bekkur mæti kl. 10 6.-10. bekkur mæti kl. 11 Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma með börnum sínum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. Skólastjórnendur

Ásmundur Kæru vinir og stuðningsmenn.

Á fimmtudaginn þann 18. ágúst ætlum við að opna kosningaskrifstofuna okkar á Hafnargötu 28 (þar sem Hljómval var til húsa). Opnunin hefst kl. 18.00 og stendur til 21.00 og viljum við bjóða ykkur og samgleðjast með okkur. Léttar veitingar í boði.

fimmtudagur 18. ágúst 2016

MANNFÉLAGIÐ ●●Leiðsögn sýningarstjóra á sunnudaginn

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 15.00 verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Mannfélagið, en sýningunni lýkur þennan dag. Á henni gefur að líta verk eftir 21 listamann, aðallega málverk, en einnig ljósmyndaverk og skúlptúr. Elstur þessara listamanna er Ásgrímur Jónsson (1876-1958), en yngstur Aron Reyr (f. 1974). Listamennirnir eiga það sammerkt að vinna með margháttaðar birtingarmyndir mannlegra samskipta, ýmist beint og umbúðalaust eða með táknrænum hætti. Líta má á þessa sýningu sem eins konar framhald af hinni vinsælu sýningu Kvennaveldið, sem sett var upp í safninu í byrjun árs. Í báðum tilfellum er grennslast fyrir um hlutlæga myndlist á Íslandi, og hvað það er sem höfundar slíkra mynda vilja segja okkur um hugmyndir sínar og viðhorf. Á þessari sýningu fjalla 10 konur og 11 karlmenn um samskiptamáta manneskjunnar og þær aðstæður sem kveikja mannleg samskipti. Flestir listamannanna virðast þeirrar skoðunar að Íslendingar myndi náin tengsl sín á meðal fyrst og fremst í gegnum sameiginlega iðju, vinnu eða tómstundir, fremur en brýna tilfinningalega þörf. En sýning af þessu tagi er ekki félagsfræði; fyrst og fremst vekur hún okkur til umhugsunar um tungumál og sýnileika tilfinninganna.

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 15.00 verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með leiðsögn um sumarsýningu Listasafns Reykjanesbæjar, Mannfélagið, en sýningunni lýkur þennan dag.

Flestar myndanna á sýningunni eru fengnar frá tveimur helstu söfnum landsins, auk þess sem listamennirnir sjálfir hafa lánað nokkrar myndir sem ekki hafa fyrr komið fyrir almennings sjónir. Á sumarsýningunni eru verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Aron Reyr, Ásgeir Bjarnþórsson, Ásgrím Jónsson, Baltasar, Barböru Árnason, Birgi Snæbjörn Birgisson, Finn Jónsson, Gunnar Karlsson, Gunnlaug Scheving, Helga Þorgils Friðjónsson,

VF.IS

Hlökkum til að sjá ykkur

Ásmundur Friðrikson alþingismaður í 1.- 2.sæti

Í NÝJUM FÖTUM

TÖLVUNNI

FYLGSTU MEÐ Í...

ATVINNA FRAMTÍÐARSTARF Á SÍVAXANDI OG SKEMMTILEGUM VINNUSTAÐ

Blue Car Rental leitar að jákvæðu og kraftmiklu fólki í skemmtileg framtíðarstörf. Blue Car Rental er ört vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu sem leggur mikið upp úr góðri þjónustu við viðskiptavini auk frábærs starfsumhverfis. Eftirfarandi störf er í boði þar sem unnið er eftir 2-2-3 vaktavinnukerfi frá kl. 05:00 til 17:00: • Sölufulltrúi á skrifstofu og í móttöku • Starfsmaður í þrif og viðhald á bílaleigubílum • Starfsmaður á verkstæði • Starfsmaður í að ferja bílaleigubíla Umsókn með mynd og helstu upplýsingum skal berast á skrifstofu Blue Car Rental að Blikavöllum 3, 235 Keflavíkurflugvelli eða með tölvupósti á netfangið blue@bluecarrental.is undir yfirskriftinni: „Atvinnuumsókn“.

Hlaðgerði Írisi, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Karen Agnete Þórarinsson, Karólínu Lárusdóttur, Söru og Svanhildi Vilbergsdætur, Sigríði Melrós Ólafsdóttur, Sigurð Guðmundsson, Stefán Boulter, Tryggva Magnússon og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duus Safnahúsum og þar er opið alla daga frá kl. 12.00-17.00. Aðgangur á leiðsögnina er ókeypis. SNJALLSÍMANUM

SPJALDTÖLVUNNI


24

VÍKURFRÉTTIR

Áfram veginn - saman Í síðustu viku sat ég fund í Duus húsum ásamt fleiri þingmönnum Suðurkjördæmis og tveimur ráðherrum þar sem hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ kynnti okkur áherslur sínar og áform. Fundurinn var mjög gagnlegur og upplýsandi og eins og við var að búast ríkti alger samstaða um að í þessum málaflokki, samgöngum og umferðaröryggismálum á Suðurnesjum, verði að fara að taka til hendinni. Tilefni stofnunar þessa samstöðuhóps kom ekki til af góðu en hið hörmulega banaslys á mótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar þann 7. júlí síðastliðinn gerði það að verkum að fólki var nóg boðið. Og lái þeim hver sem vill. Eitt banaslys er einu banaslysi of mikið. Hópurinn fór fram á að aukafjármagn væri strax sett í nauðsynlegar framkvæmdir við hringtorg á vegamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar annars vegar, og á vegamótum Flugvallarvegar/Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar, hins vegar. Allir voru sammála um að þær framkvæmdir

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar

þyldu enga bið og þær yrðu að hefjast í síðasta lagi í nóvember á þessu ári. Það skal enginn efast um hug minn í þessu máli og ég styð heilshugar að ráðist verði í þessar framkvæmdir sem

fyrst. Á sama tíma er ég samt svolítið hræddur um að það gæti reynst snúið að fjármagna framkvæmdirnar. Þá ályktun dreg af þeirri staðreynd að í Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram í vor er hvergi að finna fjárveitingar í þessi hringtorg en þess ber þó að geta að eftir á að samþykkja þessa áætlun. Þeim finnst heldur ekki staður í Fjármálaáætlun til næstu 5 ára, né heldur að auka eigi fjármagn í samgöngumál. Vonin er sú að hægt verði að fá fjármagn í þetta á fjáraukalögum í haust eða vetur. Vel má þó vona að hlutirnir breytist og við þingmennirnir munum ekki liggja á liði okkar við að koma þessu á rekspöl. Ég vil að lokum þakka aðstandendum hópsins „Stopp hingað og ekki lengra“ fyrir fundinn og þeirra framlag og áhuga, þarna fer fólk sem veit hvað það syngur og það er stórkostlegt að sjá þann eldmóð sem rekur þau áfram. Svona á að gera hlutina og svona gerast hlutirnir, það eru gömul sannindi og ný að með samstöðu, samlíðun og samvinnu er hægt að flytja fjöll.

Ísak Ernir býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks Ísak Ernir Kristinsson, 23 ára úr Reykjanesbæ, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann er verkefnastjóri og nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þess rekur hann lítið gistiheimili ásamt fjölskyldu sinni í Reykjanesbæ. Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri og gegnt hinum ýmsum störfum fyrir flokkinn og meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur. Í dag er hann varaformaður Fulltrúaráðs SSF í Reykjanesbæ og á sæti í stjórn SUS. Þá er hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og á sæti í Velferðarnefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Í tilkynningu frá Ísaki Erni segir að kynslóðin sem hann tilheyrir, sú

yngsta á vinnumarkaði, hafi á margan hátt aðra sýn og þarfir en fyrri kynslóðir. „Það er mikilvægt að löggjafaþingið taki mið af þeirra þörfum, sérstaklega þegar kemur að menntamálum, velferðarmálum og húsnæðismálum. Það er mikilvægt að þessi kynslóð eigi sér málsvara á Alþingi. Ég vil vera þeirra fulltrúi. Einnig er mikilvægt að ráðist verði í auknar úrbætur á samgöngukerfinu. Þar hefur fjárfestingaþörfin safnast upp í mörg ár. Að mínu mati er Sjálfstæðisstefnan best til þess fallin að auka vegsæld og aukin tækifæri fyrir ungt fólk. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir í tilkynningunni.

Þökkum auðsýnda samúð og kærleiksríkan hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu

Þórunnar Ágústu Sigurðardóttur, Borgartúni, Garðbraut 41, Garði

Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun og vináttu. Guðni Ingimundarson, Sigurjóna Guðnadóttir, Ásgeir M. Hjálmarsson, Ingimundur Þ. Guðnason, Drífa Björnsdóttir, Árni Guðnason, Hólmfríður I. Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

fimmtudagur 18. ágúst 2016

Sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið ●●Leiðsögunám hjá MSS Í vetur mun Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum setja af stað Leiðsögunám í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námið er samtals 22 einingar og undirbýr nemendur m.a. undir það að fylgja ferðamönnum um Reykjanesið. Mikil aukning ferðamanna hefur haft gríðarleg áhrif á svæðið og leggur MSS áherslu á hlutverk miðstöðvarinnar í að efla menntunarstig innan ferðaþjónustunnar sem og að auka gæði þeirrar þjónustu og starfsemi sem er hér fyrir.

Áreiðanleiki og fagleg vinnubrögð

Leiðsögunámið hefur það að markmiði að nemendur öðlist sérmenntun á sviði leiðsagnar og hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þessi atriði eru lykilþáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu í nærumhverfinu og tækifæri til þess að styrkja innviði og efla ferðaþjónustuna til muna.

Námið veitir rétt til inngöngu í Félag leiðsögumanna en áætlað er að það fari af stað í byrjun október. Því má gera ráð fyrir að nýútskrifaður hópur leiðsögumanna hafi möguleika á að starfa við leiðsögn strax á næsta ári.

Reykjanesið, náttúruperla í bakgarðinum

Viðfangsefni námsins eru margvísleg en farið er yfir sögu Íslands, jarðfræði, gróðurfar, mannlíf, tengingu við þjóðsögur og bókmenntir auk hagnýtra atriða varðandi skipulag ferða, leiðsögutækni, samskipti og margt fleira. Hluti af náminu er svokallað svæðisbundið leiðsögunám þar sem áhersla er lögð á Reykjanesið. Mikill áhugi er fyrir náminu og fjölmargar fyrirspurnir og skráningar borist en enn er hægt að skrá sig á heimasíðu MSS. Uppbygging og gæði ferðaþjónustu á Suðurnesjum er samvinnuverkefni og hagsmunamál allra á svæðinu.

Héldu tvær tombólur við Samkaup

Þeir Tómas Tómass on , Tóm a s O r r i Place, Nicolas Hrafn Place, Ísak Þór Place o g G a b r í e l Hu g i Place, stóðu fyrir tombólu fyrir utan Samkaup á Hringbraut á dögunum þar sem þeir söfnuðu 4300 k.r til styrktar Rauða krossins. Þ ei r Re y n i r Ö r n Arndal, Patrekur Sólimann Bjarnason, Nicolas Hrafn Place og Tómas Orri Place endurtóku svo leikinn skömmu síðar og söfnuðu líka fyrir Rauða krossinn.

Ísak Ernir Kristinsson

SNJÖLL ÖPP ARNARS:

Gott snapp getur bjargað deginum Bassaleikarinn Arnar Ingólfsson úr Njarðvík notar símann sinn mest til að hringja og senda sms. Hann notar þó nokkur öpp, þar á meðal upptökuforrit sem hann hefur notað síðan hann var 16 ára gamall. Það er í mörg horn að líta hjá Arnari þessa dagana en hann er í þremur hljómsveitum; SíGull, ParÐar og AVóKA. Allar hljómsveitirnar eru um þessar mundir að gefa út plötur og skipuleggja tónleika. Arnar leikur á bassa í öllum böndunum ásamt því að syngja bakraddir. Arnar vinnur vaktavinnu hjá flugeldhúsi IGS og er vinnutíminn frá sjö á morgnana til sjö síðdegis sem Arnar segir henta mjög vel þar sem hann þurfi að vera Batman á kvöldin. Shortcuts for fruityloops studio

Þetta upptökuforrit hef ég notað síðan ég var 16 ára. Ég nota þetta app frekar oft þegar ég þarf að vita sérstök shortcuts. Þið getið heyrt tónlistina mína inni á www. Soundcloud.com/Ingolfs

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,

Jónína Olsen,

Fífumóa 9, Reykjanesbæ, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 14. ágúst.

Shazam

Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Agnar Guðmundsson, Hanna Lísa Einarsdóttir, Álfhildur Ásgeirsdóttir, Óli Þór Olsen, barnabörn og systkini.

Soffía Heiða Hafsteinsdóttir, Þorgils Jónsson, Magnús Þór Ómarssson,

Ja.is

Facebook Það gerist svo oft að maður heyri lag í útvarpinu og ekki er sagt hvað það heitir. Þetta app er snilld til að finna út hvaða lag er í gangi.

Snapchat Þegar ég þarf að finna réttu leiðina á ei hvern stað þá kemur þetta app sér vel.

You know the drill.

Það er gaman að sjá hvað aðrir eru að gera í daglegu lífi. Gerir daginn hjá manni þegar snappið fær mann til að brosa.


Fréttir

Mannlíf

Íþróttir

Viðskipti

Aðsent

Vef TV

Ljósmyndavefur

Smáauglýsingar

Kylfingur

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

ÖFLUGASTA FRÉTTAÞJÓNUSTA Á SUÐURNESJUM. NÝJAR FRÉTTIR ALLAN DAGINN, ALLA DAGA!

FYLGSTU MEÐ Í... TÖLVUNNI

SPJALDTÖLVUNNI

SNJALLSÍMANUM

NÝI VEFURINN AÐLAGAR SIG AÐ HVERJU TÆKI FYRIR SIG.

vf.is

Sjónvarpsþáttur VF

er meðal mest sóttu fréttavefja landsins. Að meðaltali eru 10 til 14 nýjar fréttir á hverjum degi. Viðtöl, greinar og VefTV.

er aðgengilegur í frábærum myndgæðum (HD). Sjáðu hann í símanum eða spjaldtölvunni hvenær sem þú vilt en þú getur auðvitað líka horft í tölvunni, á ÍNN og á rás Kapalvæðingarinnar í Reykjanesbæ.


26

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 18. ágúst 2016

GENGIÐ Á FJÖLL Í ÖLLUM VEÐRUM

Það var vaskur hópur sem gekk á Stóra Hrút í blíðskaparveðri á dögunum. Gengið var meðfram fjallinu Slögu, stoppað við drykkjastein og sagðar sögur um hann. Gengið var upp á Langahrygg og sagt frá flugslysum sem urðu í Fagradalsfjallinu, haldið var upp Stóra Hrút (355m) útsýnið á toppi hans var stórkostlegt og sást til allra átta; Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og allt fallega Reykjanesið. Nesti

kvöldsins var borðað á toppnum í brakandi blíðu. Haldið var niður af fjallinu og gengið með Borgarfelli um Nátthaga þar sem rútan beið hópsins. Bakaleiðin var ekin út á Reykjanes þar sem Grindavíkurafleggjari var lokaður, þar með fékk hópurinn að njóta sólarlagsins á bakaleiðinni. Það var einnig vaskur hópur göngufólks sem tók þátt í gönguferð Reykjanesgönguferða í síðustu viku á Geita-

fell þrátt fyrir slæma veðurspá. Gangan hófst með því að gengið var upp á Stóru-Eldborg, sem er friðlýst náttúruvætti og sagt frá upptökum hennar og sögu. Þaðan var gengið niður í átt að Geitahlíð sem gnæfir yfir StóruEldborg. Farið var upp fjallið í Hvítskeggshvammi sem er þægileg uppgönguleið, svolítið brött en gróin. Meðfylgjandi myndir eru úr gönguferðunum.

UNDIRBÚNINGUR LJÓSANÆTUR AÐ NÁ HÁMARKI Margar hendur koma að undirbúningi Ljósanætur og eru bæjarbúar og starfsmenn Reykjanesbæjar nú í óða önn að undirbúa Ljósanæturhátíð sem sett verður í 17. sinn þann 1. september við Myllubakkaskóla. Að venju þjófstartar tónlistarveislan Með blik í auga í Andrews Theater miðvikudagskvöldið 31. ágúst og verslanir í bænum verða með góð Ljósanæturtilboð og kvöldopnun þann dag í tilefni hátíðarinnar. Að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar er góð stemnning og eftirvænting að myndast í bænum. Einn af hápunktum Ljósanæturhátíðar í ár eru stórtónleikar Magnúsar Kjartanssonar og ljóssins engla á hátíðarsviðinu á laugardagskvöld. Með Magnúsi verða Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson og Stefanía Svavarsdóttir. Einnig koma fram Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Jóhanna Ruth og Páll Óskar. Að loknum tónleikum á hátíðarsviði verður glæsileg flugeldasýning á Berginu í boði HS Orku. Annar stór tónlistarviðburður er tónlistarsýningin Með blik í auga sem nú er haldin í 6. sinn. Yfirskrift sýningarinnar er „Hvernig ertu í kántrýinu?“ og verður kántrýtónlist efniviður hennar í tónum, myndum og sögum. Flytjendur eru Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavarsdóttir ásamt stórhljómsveit Arnórs Vilbergssonar. Textahöfundur er Kristján Jóhannsson.

Engum blöðrum sleppt á setningarathöfn

Að venju eru það heimamenn sem eru í öllum helstu hlutverkunum í tónlistinni, myndlistinni og öðrum smærri viðburðum. Heimatónleikarnir sem lukkuðust svo vel í fyrra verða á sínum stað í elsta hluta bæjarins þar sem íbúar bjóða gestum heim, einnig hjólbörutónleikarnir í Keflavíkurkirkju. Fjölmargar listsýningar verða í gangi og í Duus Safnahúsum verða fjölbreyttar sýningar listafólks sem allt tengist Reykjanesbæ og Suður-

nesjum með einhverjum hætti. Þær sýningar verða opnaðar þa fimmtudeginum. Þá halda Hafnarbúar enn og aftur menningarhátíð á lokadegi Ljósanæturhátíðar, m.a. með tónleikum Valdimars í Kirkjuvogskirkju og ljósmyndasýningu í Skólanum. Ljósanæturhátíðin verður að venju sett við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 1. september kl. 10:30. Leik- og grunnskólabörn verða þar í aðalhlutverki eins og endranær en setningarathöfnin verður með nýju sniði í ár. „Það er alltaf hátíðleg stund þegar Ljósanótt er sett og við fögnum því með söng og annarri skemmtun. Ekki verður litið til himins til að horfa á eftir blöðrum heldur mun fallegi skrúðgarðinn okkar spila stærra hlutverk í setningarathöfninni,“ segja skipuleggjendur Ljósanætur.

Viðburðir skráðir á vef Ljósanætur

Að lokinni setningarathöfn mun hver viðburðurinn reka annan og er þeim sem ætla að bjóða upp á dagskráratriði eða halda sýningu bent á að skrá viðburð sinn á vef Ljósanætur, ljosanott.is, sem nú er óðum að taka á sig heilstæða mynd. Til að komast í prentaða dagskrá þarf að skrá viðburð fyrir 20. ágúst. Þá er þeim sem hafa áhuga á að vera með sölutjöld við hátíðarsvæðið á Bakkalág bent á að hafa samband við unglingaráð körfuknattleiksdeildanna í gegnum netfangið sala@ ljosanott.is. Af öðrum dagskrárliðum má nefna sagnakvöld eldri borgara á Nesvöllum, árgangagönguna þar sem 50 ára árgangurinn verður í aðalhlutverki og heldur hátíðarræðu á stóra sviðinu á laugardag, Skessuna sem tekur á móti gestum og býður í lummur, opnar vinnustofur víða um bæinn, kjötsúpu og bæjarstjórnarband á bryggjuballi og margt fleira. Hægt er að nálgast dagskrána á vef Ljósanætur, http://ljosanott.is. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Ljósanætur.


fimmtudagur 18. ágúst 2016

27

VÍKURFRÉTTIR

FÓTBOLTASNILLINGUR VIKUNNAR Unnur Stefánsdóttir er fótboltasnillingur vikunnar

ER ALLTAF AÐ BÍÐA EFTIR AÐ PABBI BJÓÐI MÉR Á LEIK Aldur/félag? 12 ára og spila með 5.flokki í Grindavík. Hvað hefur þú æft fótbolta lengi? Ég hef æft fótbolta í 4 eða 5 ár.

Grindvíkingar í góðum málum ●●Staðan erfið fyrir Keflvíkinga Grindvíkingar tróna á toppnum á meðan Keflvíkingar eiga á brattann að sækja í 1. deild karla í fótboltanum. Grindvíkingar unnu öruggan 0-3 sigur á Leiknismönnum á meðan Keflvíkingar gerðu markalaust jafntefli gegn KA á þriðjudag. Það eru ennþá 18 stig í pottinum og getur allt gerst. „Ég gefst aldrei upp, það er bara þannig. Ef við eigum að vera raunsæir þá er staðan ofboðslega erfið. Gamla klisjan á við að taka einn leik í einu og sjá hverju það skilar okkur, en staðan er erfið,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson

40 EMmilljónir til Suðurnesja ■■Knattspyrnulið á Suðurnesjum fá rétt rúmar 40 milljónir króna af fjármunum sem Knattspyrnusamband Íslands fékk fyrir þátttöku og árangur á EM í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Keflvíkingar fá 12.878.000 kr. í sinn hlut, eða mest allra liða á svæðinu. Grindvíkingar koma næst þar á eftir með kr. 10.551.000 kr. Njarðvík fær kr. 5.531.000 kr. Reynismenn 4,5 milljónir og Víðismenn fjórar. Þróttarar fá svo þrjár milljónir í sinn hlut.

Víðismenn í sterkri stöðu í 3. deild ■■Línur eru óðum að skýrast í 3. deild karla í fótboltanum, en Víðismenn eru komnir í góða stöðu og virðast líklegir til að fara upp í 2. deild í haust. Fimm umferðir eru eftir í 3. deildinni. Víðismenn gerðu 1-1 jafntefli í toppslag gegn Einherja á útivelli, en liðin voru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Það var Aleksandar Stojkovic sem skoraði mark Garðbúa. Víðir er sem stendur í öðru sæti með níu stiga forystu á næsta lið. Tindastóll er hins vegar með fimm stiga forskot á toppnum. Þróttarar voru í hátíðarskapi og lögðu KFS 1-0 á heimavelli sínum. Það var Tómas Ingi Urbancic sem skoraði sigurmarkið fyrir þá appelsínugulu. Vogamenn eru nú í sjötta sæti, víðsfjarri fallbaráttunni. Einu sæti fyrir ofan Þróttara eru Sandgerðingar sem gerðu 1-1 jafntefli við Vængi Júpíters á föstudag. Róbert Freyr Samaniego gerði mark Sandgerðinga í leiknum.

Keflvíkingur í leikslok eftir KA leikinn. „Við erum auðvitað aldrei að fara að gefast upp. Við erum í fótbolta og vitum að það getur allt gerst.“ Guðjón Árni Antoníusson tók í sama streng og félagi sinn. „Það vantar herslumuninn, það er deginum ljósara. Við ætlum ekki að hætta núna enda er þetta stigasöfnun frá upphafi til enda.“ Grindvíkingar eru með 34 stig í efsta sæti. KA menn eru þar einu stigi neðar en Keflvíkingar eru með 26 stig í þriðja sæti. Nú eru sex umferðir eftir og því 18 stig eftir í boði. Ef við

skoðum leikina þá eiga Keflvíkingar eftir að mæta Fram á útivelli, Haukum heima, Huginn úti, Leikni F. heima og svo Þórsurum sömuleiðis á heimavelli. Loks fara Keflvíkingar í Breiðholtið í síðustu umferð og mæta Leikni. Dagskrá Grindvíkinga er þannig að HK kemur í heimsókn í næstu umferð. Næst er það útileikur gegn Selfyssingum, svo Fjarðarbyggð heima. Grindvíkingar heimsækja svo Akureyrarliðin Þór og KA á útivelli og mæta loks Fram á heimavelli í lokaumferð.

Silfurdrengir frá Suðurnesjum

Ísak, Freyr og Brynjar í Finnlandi.

SMÁAUGLÝSINGAR Óskast Ódýrt iðnaðarhúsnæði eða bílskúr óskast á leigu. Sími 6989696 Einstæða eldri konu, sem er húsnæðislaus, bráðvantar 1-2 herberga íbúð strax. Er reglusöm og geng vel um. Engin gæludýr. Þeir sem vita um eða hafa eitthvað og vilja veita mér þak yfir höfuðið geta hringt í mig í síma 861-8311. Óska eftir vinnu í Reykjanesbæ í byrjun september. Er 45 vetra og er með lyftarapróf meirapróf og trailer einnig kranapróf undir 18 tm. Hef unnið ýmis störf s.s. byggingarvinnu,fiskvinnslu,dekkja og smurverkstæði. Áhugasamir hafið samband í síma 865-5719. Eða á mail ‘ fusi712009@hotmail.com

WWW.VF.IS

Tveir Suðurnesjapiltar léku með íslenska U17 liðinu í fótbolta til úrslita á NM mótinu í Finnlandi á dögunum. Keflvíkingurinn Ísak Óli Ólafsson byrjaði leikinn en markvörðurinn úr Njarðvík, Brynjar Atli Bragason kom inn á eftir klukkutíma leik. Íslendingar töpuðu leiknum 2-0 og þurftu að sætta sig við silfurverðlaun. Þjálfarinn góðkunni úr Keflavík, Freyr Sverrisson er í þjálfarateymi liðsins en hér má sjá mynd af Suðurnesjamönnunum með silfurverðlaunin sín.

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Hvaða stöðu spilar þú? Ég spila á miðjunni. Hvert er markmið þitt í fótbolta? Að vera betri í dag en í gær. Hversu oft æfir þú á viku? Ég æfi fótbolta 3-4 sinnum á viku og svo æfi ég líka körfubolta 4 sinnum á viku. Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona? Daniel Sturridge í Liverpool. Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum? Kristínu Anítudóttur, sem spilar með meistaraflokki Grindavíkur. Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis? Nei en er alltaf að bíða eftir að pabbi bjóði mér.

Hversu oft getur þú haldið á lofti? 59 sinnum er metið...þarf að æfa mig betur. Hvaða erlenda félag heldur þú upp á? Liverpool.

Vertu með í besta sundliði landsins Skráning hefst fyrir yngri hópa 22. ágúst Prufuæfingar fyrir nýja sundmenn í Vatnaveröld 18. ágúst kl. 16:30 - 17:30 og 19. ágúst kl. 15:00-16:00. Allar upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðum félaganna www.keflavik.is/sund og www.umfn.is/flokkur/sund

ATVINNA Við leitum að harðduglegri konu til þess að ganga í liðið okkar. 100% dagvinna í boði virka daga við almenn eldhús og afgreiðslustörf.

Jákvæðni, sjálfstæði, góð þjónustulund og íslensku kunnátta algjör skilyrði. Senda má fyrirspurn á maggi@retturinn.is


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Stendur nokkuð til að fleyta kertum á sundlauginni fyrir mávinn?

instagram.com/vikurfrettir

Mættu með réttu græjuna í skólann Mávur með makríl á flugi við Vatnaveröld í Keflavík. Myndin er samsett.

Kafnaði á sundlaugarbakka vegna græðgi

Skólaverð

Skólaverð

49.900-

99.900-

●●Mávur gerðist of stórtækur í makrílveislu ■■Mávur dó drottni sínum á bakka sundlaugarinnar í Keflavík um liðna helgi. Dánarorsök var græðgi. Mávurinn kafnaði með stóran makríl í kjaftinum sem honum hafði ekki tekist að sporðrenna. Sundlaugargestir í Vatnaveröld veittu athygli mávageri yfir sundlauginni síðasta laugardag og töldu víst að þeir væru að sverma fyrir æti í nágrenninu. Stuttu síðar brotlenti mávur á sundlaugarbakkanum og stóð sporður af stórum makríl út úr goggi fuglsins. Mávurinn hafði gerst full stórtækur í æti og reynt að gleypa makríl í heilu lagi. Makríllinn stóð hins vegar fastur í hálsi fuglsins, sem gat enga björg sér veitt. Mávurinn hafnaði á sundlaugarbakkanum. Sundlaugargestur, sem var að ljúka við sitt 1000 metra sund, snaraði sér upp úr lauginni og greip í sporðinn á makrílnum og dró hann út úr mávinum. „Þetta var heljarstór makríll, svo stór að mávurinn hefði aldrei getað gleypt hann og hefur því kafnað við að reyna að sporðrenna honum,“ segir Ásta Sigurðardóttir, sundlaugargestur, í fésbókarfærslu þar sem hún lýsir atvikinu. Hún var ekki viss í fyrstu hvort mávurinn væri á lífi en hann reyndist steindauður og því ekki ástæða til að reyna munn við gogg blástursaðferðina. Mávar hafa að undanförnu heimsótt sundlaugina Keflavík. Einn tók sundsprett í lauginni og lét sér fátt um finnast þó sundlaugargestur skvetti á hann vatni til að koma honum burt. mætti þangað á dögunum með svínseyra sem hann nartaði í á bakkanum og sá þriðji mætti með klósettrúllu. Þá slógust mávar um pizzasneið á knattspyrnuvellinum við hlið sundlaugarinnar á meðan annar flaug á brott með hamborgara í brauði. Mávar hafa gerst nokkuð aðgangsharðir við Keflavíkurhöfn þegar unnið er að löndun á makríl. Þeir ráðast í hópum á makrílkörin og reyna að éta eins mikið og þeir komast yfir áður en körunum er komið í skjól. Þá hafa margir bæjarbúar orðið varir við fuglana sveima yfir þegar fólk hefur verið að grilla úti við. Gömul og góð regla er að fara ekki mikið frá grillunum svo kótiletturnar endi ekki í mávskjafti.

Auglýsingasíminn er

421 0001

Skólaverð

79.900-

IdeaPad 110

IdeaPad 100

IdeaPad Yoga 3

Ódýr og góð 15,6” fartölva Örgjörvi: Intel Celeron N3060, 2,48 GHz Vinnsluminni: 4GB Diskur: 128GB SSD Skjár: 15,6”

Góð og traust fartölva Örgjörvi: Intel i3 5005U 2,0GHz Dual Core Vinnsluminni: 4GB Diskur: 256GB SSD Skjár: 15,6” HD LED TN með myndavél

Einstök hönnun sameinar fartölvu og spjaldtölvu. Örgjörvi: Intel i3-5005u, 2 GHz Vinnsluminni: 4GB Diskur: 256GB SSD Skjár: 14” FHD 1920x1080 snertiskjár

Skólaverð

119.900-

Vostro 15 (3559)

Probook 455 A8

Örgjörvi:Intel Core i5-6200U 6Gen (3M, allt að 2.8GHz) Vinnsluminni: 4GB DDR3L Diskur: 500GB Skjár: 15,6” HD Anti-glare

Skólaverð

Örgjörvi: AMD Quad Core A8-7410 2,2 GHz, Turbo Speed: 2.5 GHz Vinnsluminni: 8GB Diskur: 500GB 7200 RPM Skjár: 15,6” LED HD SVA Anti-glare Skjákort: R6 með 2GB minni

99.990-

Þú færð epli hjá okkur Verð frá 189.990-

Verð frá 249.990-

Verð frá 229.990-

Macbook Air 13” Macbook 12”

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í Omnis

Macbook Pro 13” Retina

REYKJANESBÆ

32 tbl 2016  

32 tbl 2016 - 37. árg.

32 tbl 2016  

32 tbl 2016 - 37. árg.

Advertisement