11.tbl

Page 8

8

FIMMTUdagurinn 15. mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Bygging þreksalar við íþróttahúsið í Garði í farvatninu

Þ

að hefur verið draumur margra að byggja þreksal ofan á íþróttahúsið í Garði. Nú liggja fyrir teikningar og kostnaðaráætlun vegna 400 fermetra byggingar. Lagt er til að endanleg hönnun á stækkun íþróttahússins í Garði verði framkvæmd og að því loknu verði byggingafulltrúa falið að gera verkið tilbúið til útboðs og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund. Vegna fjármögnunar verkefnisins, ef samþykkt verður, koma tvær leiðir til greina, lántaka hjá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga eða framkvæmdin greidd úr Framtíðarsjóði.

Mikið breytt götumynd

LÆKNARITARI VIÐ HJÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA (HSS) ERUM AÐ LEITA LÆKNARITARA Í FRAMTÍÐARSTARF Verið er að leita að einstaklingi sem er jákvæður, með góða þjónustulund og framkomu. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða íslensku- og tölvukunnáttu, læknaritaranám er æskilegt. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís M. Siguðurðardóttir deildarstjóri læknaritara í síma 422-0601 eða í gegnum netfangið asdis@hss.is Um er ræða 100% starfshlutfall, æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. maí 2012. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra , Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2012 og geta umsóknir gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað.

Á

sý nd Re y kjanesbæjar hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Hér að ofan er ljósmynd sem Davíð Smári Jónatansson tók á Flugvallarvegi í Keflavík árið 1980. Þarna má sjá gömlu Fiskiðjuna sem stendur á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur, flugvallargirðingin nær alveg niður að núverandi Njarðarbraut. Til samanburðar tókum við nýja ljósmynd frá sama stað í gær og þar má sjá að götumyndin er mikið breytt. Íbúða- og skrifstofuturnar hafa risið á svæðinu, gamla bræðslan er horfin fyrir löngu og þar er kominn banki og aðrar byggingar hafa fengið hraustlega andlitslyftingu. Fleiri myndir sem Davíð Smári hefur tekið eru á Facebook undir Keflavík og Keflvíkingar. Víkurfréttir munu halda áfram að birta gamlar myndir og sýna nýjar myndir til samanburðar.

›› Sandgerði:

Gagnleg úttekt á rekstri bæjarins

Ú

ttekt á rekstri Sandgerðisbæjar og tillögur, er heiti skýrslu sem unnin hefur verið fyrir bæjarstjórn Sandgerðisbæjar af Haraldi Líndal Haraldssyni hagfræðingi. Skýrslan er birt í heild sinni á heimasíðu Sandgerðisbæjar og í henni er að finna ítarlega umfjöllun um rekstur sveitarfélagsins og tillögur til að draga úr fjárhagsvanda bæjarfélagsins. „Rekstur sveitarfélagsins er ágætur og vandinn snýst fyrst og fremst um miklar skuldir og skuldbindingar sem sveitarfélagið á erfitt með að standa undir“, segir Haraldur. Í skýrslunni koma m.a. fram tillögur um hvernig taka megi á skuldavandanum. Samstaða og einhugur ríkir í bæjarstjórn Sandgerðis um að taka á fjárhagsvanda sveitarfélagsins. „Við stöndum frammi fyrir tímabundnum erfiðleikum sem við þurfum að vinna úr og ég er sannfærð um að það tekst með góðri samvinnu og samstöðu“, segir Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri á heimasíðu bæjarins. Hún segir vinnuna með Haraldi hafa verið mjög gagnlega. Margar þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni hafi þegar verið teknar til greina við áætlanagerð og aðrar verði teknar til nánari umfjöllunar á næstunni í bæjarstjórn.

Heimafólk í aðalhlutverki í listasal Duushúsa á Ljósanótt

S

ú venja hefur skapast á Ljósanótt undanfarin ár að heimafólk hefur verið í aðalhlutverki á sýningu Listasafnsins í listasal Duushúsa. Í ár er ætlunin að þar verði stór samsýning listamanna af Suðurnesjum. Leitað er eftir verkum af öllum tegundum myndlistar, tvívíðum og þrívíðum verkum, málverkum, vatnslitamyndum, teikningum, ljósmyndum, skúlptúrum, hefðbundinni list og óhefðbundinni og í raun öllu því sem getur fallið undir víðustu skilgreiningu myndlistar. Skilyrðin fyrir þátttöku eru aðeins tvö; að listafólkið hafi náð 18 ára aldri og eigi lögheimili á Suðurnesjum.

Markmið sýningarinnar er að sýna hina miklu grósku myndlistar á svæðinu og vonast er eftir að breiddin verði sem mest, atvinnulistamenn og áhugamenn á öllum aldri blandist í sköpuninni á eftirminnilegan hátt. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eiga að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið listasafn@reykjanesbaer.is fyrir 15. júní nk.: Nafn listamannsins, netfang, heiti verksins, lýsing á verkinu m.a. stærð og gerð og ljósmynd af verkinu í góðri upplausn. Hver og einn má senda inn þrjú verk. Sérstök valnefnd Listasafns Reykjanesbæjar velur svo úr innsendum verkum með framangreint markmið í huga.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.