• fimmtudagurinn 2. febrúar 2017 • 5. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Súrt og salt á þorrablóti í Garði
Sandgerðisviti vakir yfir höfninni í Sandgerði þar sem smábátar hafa landað þá daga sem viðrað hefur til veiða. Myndin var tekin í síðustu viku þar sem unnið var að löndun og sjá má báta á leið til hafnar í innsiglingunni. Í nýliðnum janúar var landað 555 tonnum í Sandgerði en 1461 tonni á sama tíma í fyrra. VF-mynd: Hilmar Bragi
„Hörmungarstaða“
●●segir Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja „Það er hörmungarstaða í greininni,“ segir Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja voru seld 812 tonn í janúar á móti 1800 tonnum á sama tíma í fyrra. Þetta gerir samdrátt upp á 1000 tonn. Ástæðan er sjómannaverkfall, sem er farið að hafa mikil áhrif víða í greininni og kemur við marga. Ragnar segir verkfall sjómanna víða hafa áhrif. Auk fiskverkafólks þá hafi verkfallið meðal annars áhrif á löndunarþjónustur og flutningafyrirtæki. Þó svo starfsfólki í fiskvinnsluhúsum
hafi verið sagt upp og það sett á atvinnuleysisbætur, þá geti til að mynda fiskmarkaðirnir ekki gert slíkt. Smábátar hafa verið að landa í Sandgerði og þá þurfi að þjónusta frá markaðnum. „Við tókum þá ákvörðun að halda okkar fólki áfram í vinnu þó svo það sé ekki mikið fyrir mannskapinn að gera,“ segir Ragnar. Hann segir mikla hættu á að missa menn með meiraprófið í önnur störf verði þeim sagt upp og nefnir Keflavíkurflugvöll sem dæmi en þar er kallað eftir starfsfólki með aukin ökuréttindi.
Þar sem framboð á fiski er mun minna nú vegna verkfalls sjómanna þá hefur verðið farið hækkandi. Ragnar segir að þau 812 tonn sem Fiskmarkaður Suðurnesja seldi í janúar hafa að mestu farið til fiskvinnslustöðva sem eru að finna ferskan fisk fyrir erlenda viðskiptavini. Það vekur athygli þegar farið er um hafnarsvæðið í Sandgerði að þar er mikið magn fiskikara. Nú standa um 3000 kör við hafnarhúsið og ísverksmiðjuna við höfnina. Það eru þó eingöngu 3 prósent þeirra fiskikara sem Umbúðamiðlun er með í umferð á landinu öllu.
80% þéttbýlis í Sandgerði með ljósnet Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa lagt áherslu á að nettengingar innan bæjarfélagsins séu eins og best verður á kostið. Íbúar hafa kvartað yfir lélegu netsambandi á ýmsum svæðum í bæjarfélaginu. Netsamband er stór hluti af daglegum athöfnum fólks og fyrirtækja sem reiða sig oftar en ekki á tryggt netsamband. Það er skýr krafa Sandgerðisbæjar að tryggt sé að góð/ hröð nettenging sé til staðar í bæjarfélaginu. Míla ehf. á og rekur allt fjarskiptakerfið í Sandgerði. Á fundum
bæjaryfirvalda með Mílu hefur komið fram að nú þegar séu 80% þéttbýlis í Sandgerði með ljósnet og með vorinu verður farið í að ljósnetstengja það sem eftir er af þéttbýlinu í Sandgerði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og ljúki snemma sumars. Á vef Sandgerðisbæjar er ítarlega fjallað um netmálin í Sandgerði og þar segir að ljóst sé að betur megi ef duga skuli og að full þörf sé á að uppfæra ljósnetið með lagningu ljósleiðara í götuskápana í bæjarfélaginu.
Horft yfir Sandgerði.
Táknmál í eldhúsinu
■■Jakub Grojs er 22 ára pólskur kokkur á veitingastaðnum Soho í Reykjanesbæ. Hann er heyrnarlaus en hefur þó ekki átt í neinum vandræðum með að eiga í samskiptum við samstarfsfólk sitt. Hann hefur kennt hópnum ýmis táknmálstákn og stundum nota þau símann til að tala saman. Þá skrifar Jakub setningu á pólsku inn í Google Translate og sýnir þeim sem hann er að tala við þýðinguna á íslensku. Umfjöllun um Jakub og samstarfsfólkið á Soho verður meðal efnis í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20:00 og 22:00.
Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000
VF-mynd: Hilmar Bragi
Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali
FÍTON / SÍA
Halldór Magnússon lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
studlaberg.is