__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Fáfarnar og töfrandi slóðir

Ólafsfjörður Siglufjörður

Fjórar lyftur eru í Skarðsdal sem alls eru 2,3 kílómetra langar. Troðnar gönguskíðabrautir eru einnig á svæðinu.

Um 650 metra löng diskalyfta er í Tindaöxl, skíðaskáli með veitingasölu og myndarlegt gönguskíðasvæði.

Dalvík

Í Böggvisstaðafjalli við Dalvík eru tvær lyftur, sem eru samtals 1.200 metra langar ásamt troðnum gögnguskíðabrautum.

Húsavík

Nýtt skíðasvæði við Húsavík var opnað á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk fyrir ríflega ári. Gönguskíðabrautir eru reglulega troðnar.

Sauðárkrókur

Í Tindastóli eru tvær lyftur og töfrateppi, meira en 2 km að lengd, brautir fyrir snjóbrettafólk og gönguskíðabrautir.

Ísafjörður

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og fjallaleiðsögumaður, hefur ferðast víða um fáfarnari svæði landsins. Hann segir lesendum frá töfrandi náttúruperlum sem vert er að heimsækja, einni í hverjum landsfjórðungi; Kaldbaki á Vestfjörðum, Efri-Hveradal í Kverkfjöllum, Brunnhorni og Jarlhettum. » 14

Dalirnir tveir, Tungudalur þar sem finna má þrjár skíðalyftur og Seljalandsdalur þar sem finna má fjölbreyttar skíðagöngubrautir.

Krafla

Sjálfboðaliðar lagfærðu og opnuðu skíðalyftuna á Kröflusvæðinu í Mývatnssveit á ný í vetur eftir að hafa verið óstarfhæf í nokkur ár.

Stafdalur

Á skíðasvæðinu í Stafdal á Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða eru 3 lyftur, samtals 1.700 m auk troðinnar gönguskíðabrautar.

Akureyri

Hlíðarfjall er stærsta skíðasvæði Norðurlands. Sjö lyftur eru í fjallinu sem ná hæst í 950 metra hæð. Gönguskíðabrautir eru bæði í Hlíðarfjalli og í Kjarnaskógi.

Skálafell

Í Skálafelli við Mosfellsheiði eru þrjár toglyftur og ein stólalyfta ásamt troðnum gögnguskíðabrautum þegar aðstæður leyfa.

Oddsskarð

Í „austfirsku Ölpunum“ milli Eskifjarðar og Norðfjarðar eru tvær toglyftur og barnalyfta, sem ná mest upp í 840 metra hæð.

Reykjavík

Útivist & ferðalög Fylgirit Viðskiptablaðsins 25.mars 2021

Þrjár skíðalyftur eru í íbúðahverfum í Reykjavík, við Jafnasel í Breiðholti, í Ártúnsbrekku og við Húsahverfi í Grafarvogi.

Heiðmörk

Vinsælt gönguskíðasvæði með fjölbreyttum troðnum brautum, kippkorn út úr bænum og rómað fyrir náttúrufegurð.

Bláfjöll

Stærsta skíðasvæðið við höfuðborgarsvæðið. Tvær stólalyftur og nokkur fjöldi toglyfta og gönguskíðabrauta.

Skíðalandið Ísland Skíðaáhugi landsmanna er mikill um þessar mundir. Í blaðinu er að finna kort með upplýsingum um helstu skíðasvæði landsins og gönguskíðaaðstöðu í námunda við þau.  » 8-9

Á fjallahjóli um íslenska náttúru Fjallahjólamennska nýtur síaukinna vinsælda hér á landi, en hana er hægt að stunda á nokkra ólíka vegu og af mismikilli alvöru.  » 2

Gönguskíðafaraldur

Gengið á hundrað hæstu tindana „Hundrað hæstu“ áskoruninni var hleypt af stað á 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands. Boðið er upp á skipulagðar tindasöfnunarferðir.  » 12

Áhugi landsmanna á gönguskíðaíþróttinni hefur stóraukist undanfarin ár og ekki dró úr áhuganum þegar skíðalyftur voru lokaðar vegna veirufaraldursins. Flestir byrjendur stíga sín fyrstu skref á brautarskíðum en gönguskíðaiðkun getur verið af mun fjölbreyttara tagi. » 6

Skoðunarferðir í manngerða hella Eitt af því sem einkennir Suðurland er að í landshlutanum er að finna tæplega 200 manngerða hella og er boðið upp á ferðir í suma þeirra.  » 4


2

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Bike Farm býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir og er staðsett á Suðurlandi í grennd við Kirkjubæjarklaustur.

VB MYND/AÐSEND

Hjólað um íslenska náttúru Fjallahjólamennska nýtur síaukinna vinsælda hér á landi, en hana er hægt að stunda á nokkra ólíka vegu og af mismikilli alvöru. Júlíus Þór Halldórsson julius@vb.is

F

jallahjólamennska hefur verið að ryðja sér hratt til rúms hér á landi síðustu ár, enda aðstæður hér um margt ákjósanlegar. Hana er hægt að stunda allt frá endrum og sinnum og yfir í stífar æfingar og keppnir, og frá því að fá búnaðinn leigðan eða kaupa á nokkur hundruð þúsund, upp í margar milljónir hjá þeim allra kröfuhörðustu.

Guðmundur Fannar Markússon, betur þekktur sem Mummi, er annar eigenda hjólasvæðisins Bike „Enduro“ hjólreiðar vinsælastar

M

egintegundir fjallahjólamennsku eru slóðahjólreiðar, fjallabrun – sem felur í sér að hjóla niður nokkuð brattar brekkur – og „enduro“ hjólreiðar, sem er orðið hvað vinsælast, en í grófum dráttum mætti lýsa þeim síðastnefndu sem röð brekkuhjólreiða. Hjólað er upp og niður brekkur til skiptis, en þó með sérstaka áherslu á niðurferðirnar, sem eru tímamældar, á meðan aðeins er gert ráð fyrir að ferðunum upp á við sé lokið innan tiltekinna tímamarka. Sá tími er ekki tekinn með í mældum tíma hjólreiðamannsins fyrir brautina.

Farm sem er á bænum Mörtungu á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir margt hafa breyst síðustu ár og áratugi í fjallahjólamennsku. Dekkin hafa breikkað, það er komin fjöðrun á hjólin, þau eru mörg hver komin með rafmótor sem auðveldar för upp brekkur og lengri vegalengdir, og aukabúnaður og hjólabrautir eru orðin mun þróaðari. „Ég hef verið að fjallahjóla frá því ég var pjakkur, en þetta er frekar ný íþrótt í þeirri mynd sem hún er í dag og vinsældirnar eru alltaf að aukast.“ Hjól fyrir hvert tilefni Nokkrar mismunandi tegundir fjallahjóla eru fáanlegar í dag, hver með sína sérhæfingu. Svokölluð slóðahjól eru, eins og nafnið gefur til kynna, best til þess fallin að hjóla um nokkuð slétta slóða og létt grýti. Þá er hægt að fá hjól sem eru sérhönnuð til að hjóla niður brattar brekkur (svokallað fjallabrun), og eru oft með fjöðrun aðeins að framan, enda segir Mummi slíka fjallahjólamennsku meðal annars geta falið í sér stökk af 10 metra pöllum. Loks eru svokölluð „enduro“ hjól, sem eru öllu víga-

legri en slóðahjólin, en gerð bæði til að hjóla upp í móti og niður. Hið hefðbundna fjallahjól í dag sem hugsað er fyrir þorra notenda er þó fyrst og fremst hannað til að komast yfir ójöfnur, og að notandanum líði vel á því. „Þessi fjöðrun er mikið öryggisatriði. Jújú þú getur stokkið á því, en þú ert líka síður að fara fram yfir þig ef fjöðrunin tekur á móti grjóti sem þú lendir á, sem dæmi.“ Mummi segir verð á þokkalegu fjallahjóli geta verið frá um það bil 250 þúsund og allt upp í um tífalt það. „Auðvitað er hægt að fara í ódýrari hjól, en þá er þetta svolítið dót. Við fáum fólk oft til okkar sem á ekki hjól og leigir því hjá okkur. Þá er spurningin eftir ferðina oft hvernig hjól viðkomandi ætti að fá sér,“ segir hann. Það sé hins vegar erfitt að svara því án þess að vita hvernig það verði mest notað. „Þetta er svo persónubundið. Stóra spurningin er hvað þér finnst skemmtilegast að gera og hvað þú heldur að þú munir nota hjólið mest í. Hjólin með öflugustu fjöðrunina eru þyngri og fara hægar en hin, til dæmis, og henta því betur í sumt en verr í annað.“

Brynjur koma sterkar inn Fyrir utan hjólið sjálft er svo ýmis búnaður annar sem er allt frá því að vera nauðsynlegur yfir í meira valkvæðan. „Númer eitt tvö og þrjú er hjálmur, auðvitað, og hlífðarbúnaður almennt er lykilatriði. Hnéhlífar eru æskilegar, margir nota olnbogahlífar líka, og svo hafa brynjur – sem áður voru meira fyrir keppnisfólk – verið að ryðja sér til rúms meðal almennra notenda.“ Ein skýring er sú að brynjurnar eru orðnar léttari og þægilegri í dag en áður. Þær léttustu og fínustu eru úr einskonar svampi sem harðnar við að fá á sig högg, vernda brjóstkassa, maga og bak, og eru ýmist stutterma eða langerma. Nokkur hjólasvæði á borð við Bike Farm er að finna hér á landi, en þar að auki er vinsælt að hjóla í náttúrunni (ekki þó utanvegar, sem er stranglega bannað), meðal annars gamla reiðslóða, sem í eina tíð voru helstu samgönguæðir landsins. Þannig tvinnast saman fjallahjólamennska, hin einstaka íslenska náttúra og arfleifð horfinna kynslóða og lifnaðarhátta.


4

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Manngerðir hellar á Suðurlandi Suðurland er sérstætt að mörgu leyti. Eitt sem einkennir þennan landshluta er að frá Ölfusi og austur í Mýrdal er að finna tæplega 200 manngerða hella. Hellarnir voru gjarnan taldir til hlunninda, í sumum þeirra bjó fólk en flestir þerra voru notaðir sem fjárhús, hlöður eða geymslur.

Trausti Hafliðason trausti@vb.is

Á

meðal þekktustu manngerðu hellanna á Suðurlandi eru Hellnahellir í Landsveit, Laugarvatnshellir í Reyðarbarmi, miðja vegu milli Þingvalla og Laugarvatns, hellarnir við Hellu, og Rútshellir undir Eyjafjöllum.

Rútshellir n Rútshellir er af mörgum talin elstu manngerðu hýbýli á landinu. Inni í aðalhellinum eru ýmis merki um verk manna. Má þar finna í gólfi holur, sem benda til að þar hafi verið tréstoðir og á hellisveggjum eru berghöld og bitaför víða. Í hellinum er sylla, sem sumir telja að hafi verið svefnstaður manna og fyrir ofan hana er úthöggvinn kross. Vísindamenn sem rannsökuðu hellinn á síðustu öld telja að hellirinn hafi verið hof að heiðnum sið, þar væri blótsteinn með úthöggnum festingum til að binda dýrið sem skyldi fórnað, þar fundu þeir hlautbolla fyrir blóðið. Rútshellir er merktur af Þjóðminjasafni Íslands og er friðlýstur.

Laugarvatnshellir

VILTU LAÐA AÐ HJÓLREIÐAFÓLK?

n Laugarvatnshellir er manngerður móbergshellir. Upphaflega voru tveir hellar en skilrúm á milli þeirra hrundi. Fyrr á öldum voru Laugarvatnshellir notaður sem sæluhús en í byrjun síðustu aldar var búið í þeim. Eitt barnanna sem ólust upp í hellinum var Magnús Jónsson, sem lést árið 2013. Á meðan hann var á lífi kallaði hann sig síðasta núlifandi hellisbúann á Íslandi. Fyrir fjórum árum voru hellarnir endurgerðir í sem næst þeirri mynd sem þeir voru þegar búið var í þeim. Boðið eru upp á skoðunarferðir en nú yfir vetrartímann þarf að bóka á síðunni thecavepeople.is.

Vandaðir viðgerða- og þjónustustandar fyrir rekstraraðila og sveitarfélög

Hellnahellir

Lengsti hellir landsins

hjolalausnir.is ı Sími 896-1013

n Á Íslandi eru ótal náttúrulegir hellar og vafalaust er Surtshellir í Hallmundarhrauni skammt frá Húsafelli þeirra þekktastur. Lofthæðin er frá 2 upp í 10 metra og teygir hraunhellirinn sig um 40 metra ofan í jörðina. Surtshellir er tæplega 2 kílómetra langur og þar með lengsti hellir landsins. Stefánshellir kemur í beinu framhaldi af Surtshelli, samtals eru þeir um 3,5 kílómetra langir. Út frá fremsta hluta Surtshellis eru þrír afhellar en það eru Beinahellir, Hringhellir og Vígishellir. Skammt frá Surtshelli er svo Víðgelmir, sem líkt og Surtshellir er gríðarstór hraunhellir, tæplega 1,6 kílómetra langur. Surtshellir hefur verið þekktur allt frá söguöld og hafa mannvistarleifar fundist í honum, sem og afhellunum. Er Surtshellir nefndur í Landnámu, Sturlungu og Harðarsögu. Um hellinn hafa orðið til þjóðsögur, sem byggja líklega á gömlum munnmælum. Nefna með Hellismannasögu í Þjóðsögum Jóns Árnasonar en hún fjallar um útilegumenn, sem höfðust við í Surtshelli. Talið er að sagan byggi á frásögn í Landnámu um voðaverk á Hellisfitjum við Norðlingafljót. Örnefnið á rætur að rekja til norrænnar goðafræði, nánar tiltekið til eldjötunsins Surts, sem í ragnarökum ríður um jörðina og brennir hana með glóandi sverði. Þess má geta að Surtsey er einnig kennd við eldjötuninn.

n Hellnahellir er lengsti manngerði hellir á Íslandi um það bil 50 metra langur og víðast er lofthæðin 3 til 5 metrar. Útgönguleiðir eru hvort á sínum endanum og í hellinum eru fimm upphlaðnir strompar, sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn og reyk út frá eldstæðum. Hellirinn er byggður inn í fjallshlíð Skarðsfjalls og liggur hann það langt undir yfirborðinu að í hinum endanum frýs ekki. Raunar er hitastigið inni í hellinum svipað allt árið. Ekki er vitað hversu gamall hellirinn er en tilgátur hafa verið uppi um það að hluti hans sé frá tíð Papa, írskra munka sem settust að á Íslandi. Sé það rétt er hellirinn meira en þúsund ára gamall. Hellnahellir er til sýnis ferðamönnum með leyfi landeigenda. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á hellar.is.

Hellarnir við Hellu n Hellarnir við Hellu eru við bæinn Ægissíðu við Ytri-Rangá. Alls eru tólf hellar á jörðinni og mikill leyndardómur umlykur þá því enginn veit með vissu hvenær þeir voru byggðir. Líkt og með Hellnahelli telja margir að þeir hafi verið byggðir af keltneskum landnemum fyrir komu norrænna manna til Íslands. Hellarnir hafa aðallega verið notaðir fyrir búfénað, hey og matvæli. Einn þeirra var síðan notaður sem íshús eða frystigeymsla á fyrri hluta síðustu aldar. Í vetur hafa verið skipulagðar ferðir um hellana einu sinni í viku en í sumar verður fjölgað í þrjár ferðir í viku. Hægt er að nálgast upplýsingar á vefsíðunni cavesofhella.is.


ENNEMM / SÍA / NM-002091

Við tökum vel á móti þér Hvert sem leiðin liggur þá getur þú treyst á okkur á N1. Við tökum á móti þér með bros á vör, hvort sem þú ert að koma þér í gang í morgunsárið eða þarft að staldra við á langri leið. Merkið okkar stendur fyrir metnaðarfulla þjónustu fyrir þig og bílinn þinn allan hringinn – jafnvel allan sólarhringinn!

440 1000

n1.is

ALLA LEIÐ


6

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Gönguskíðasvæðið í Kjarnaskógi hefur notið mikilla vinsælda, enda umhverfið einstaklega fagurt og ekki síst þegar trén eru klyfjuð snjó.

Gönguskíðin ekki bundin við brautir Vinsældir gönguskíðaíþróttarinnar hafa aukist mjög hér á landi undanfarin ár. Flestir byrjendur stíga sín fyrstu skref á brautarskíðum en gönguskíðaiðkun getur verið af mun fjölbreyttara tagi. Andrea Sigurðardóttir andrea@vb.is

Á

hugi landsmanna á gönguskíðaíþróttinni hefur stóraukist undanfarin ár og ekki dró úr áhuganum þegar skíðalyftur voru lokaðar vegna veirufaraldursins. Ásókn í byrjendanámskeið vítt og breitt um landið hefur enda verið gríðarlega mikil. Gönguskíði eru einstaklega góð alhliða hreyfing. Á þeim getur hvert og eitt farið á sínum eigFerðaskíðin eru yfirleitt in hraða auk þess nokkuð breiðari en sem hreyfingar eru einstaklega brautarskíðin og henta mjúkar á skíðunþví ekki í spori ætluðum um og því laus við brautarskíðum, enda högg á liði sem skemma þau sporið. fylgja mörgum öðrum íþróttum. Íþróttin hentar þannig mjög fjölbreyttum hópi fólks. Brautarskíðin vinsælust Flestir byrjendur stíga sín fyrstu skref í íþróttinni á brautargönguskíðum, ætluðum til notkunar í spori sem troðið er í snjó. Algengt er að byrjendur velji sér skinnskíði, en skinnið varnar því að skíðin renni aftur á bak í

Gönguskíði á malbiki

G

önguskíðaíþróttin er ekki alfarið bundin við snjó. Einstaklingar sem vilja þjálfa og viðhalda gönguskíðatækni sinni og formi með virkum hætti yfir sumartímann nota gjarnan hjólaskíði á malbiki. Hægt er að fá hjólaskíði sem henta fyrir klassíska skíðagöngu eða fyrir skaut. Enn er algengt að fólk í höfuðborginni reki upp stór augu

brekkum auk þess sem þau fara almennt ekki jafn hratt og skinnlaus áburðarskíði. Ekki þarf að bera jafn oft á skinnskíði og skinnlaus áburðarskíði, en þó er mikilvægt að hafa í huga að slíkt þarf að gera af og til yfir veturinn. Sum gera slíkt sjálf en þá þjónustu er jafnframt hægt að kaupa. Áburðarskíðin hafa verið vinsælli meðal vanara fólks, en þau þarf að bera á fyrir hverja ferð og þá með réttum áburði miðað við aðstæður í braut hverju sinni. Skautað á skíðum Á níunda áratugnum ruddi sér til rúms ný gönguskíðatækni, skíðaskaut, þar sem gönguskíðaiðkendur hófu að ýta sér áfram á skíðunum líkt og á skautum. Þannig reyndist mögulegt að ná meiri hraða en með klassískri tækni í sporinu og varð aðferðin því mjög umdeild í keppnismótum, enda að margra mati hreint ekki um sömu íþrótt að ræða. Innan fárra ára var því farið að skipta gönguskíðakeppnum upp í klassíska aðferð annars

þegar þau mæta vösku gönguskíðafólki á stígum borgarinnar að sumri til, þó undrunin minnki með hverju árinu samhliða auknum vinsældum hjólaskíðanna. Í annáluðum gönguskíðabæjum á borð við Ísafjörð og Ólafsfjörð lyftir þó enginn brúnum yfir þessari sjón, enda hjólaskíðin verið algeng þar nokkuð lengur.

vegar, þar sem skaut var alfarið bannað, og frjálsa aðferð hins vegar, þar sem hvort tveggja var leyfilegt. Í dag er hægt að fá sérstök skautaskíði sem eru hönnuð gagngert fyrir þessa tækni og við flestar brautir er troðið svæði til hliðar við klassíska sporið sem hentar skauti og ferðaskíðum (utanbrautarskíðum). Jöklaferðir á gönguskíðum Gönguskíðaiðkun þarf ekki að vera bundin við brautir og troðnar slóðir. Sum hver kjósa heldur, eða í bland við brautarskíðin, að fara ótroðnar slóðir á svokölluðum ferðaskíðum, sem sum hver kalla utanbrautarskíði. Ferðaskíðin eru yfirleitt nokkuð breiðari en brautarskíðin og henta því ekki í spori ætluðum brautarskíðum, enda skemma þau sporið. Á þessu er þó sú undantekning að hægt er að fá ferðaskíði í sömu breidd og brautarskíði, en þau koma þó seint í staðinn fyrir brautarskíðin sem eru hönnuð sérstaklega fyrir sporið. Ferðaskíðin opna aftur á

móti nýja vídd fyrir gönguskíðaiðkendur, enda er hægt að skíða á þeim nánast hvar sem snjór er til staðar og eru þau til að mynda mjög vinsæll ferðamáti um jökla og hálendi. Rétt er þó að benda á að ferðaskíði henta almennt ekki á fjöllum með miklum bratta, enda erfiðara að stýra þeim en til að mynda fjallaskíðum, sem henta betur við slíkar aðstæður. Það er ekki þar með sagt að þau séu ætluð til notkunar á eintómu sléttlendi, enda er hægt að fá undir þau skinn sem auðvelda ferð um hóla og hæðir. Ekki er óalgengt að fólk fari að sumri til í jöklaferðir á ferðaskíðum og er framboð skipulagðra ferða í þeim dúr sífellt að aukast. Skíðaskotfimi skýtur rótum Þau sem fylgst hafa með vetrarólympíuleikunum kannast eflaust við skíðaskotfimi, íþrótt sem sameinar gönguskíði og skotfimi í eina sæng. Í einföldu máli felur skíðaskotfimi í sér að skíða ákveðna vegalengd með viðkomu á skotsvæðum og er þar skotið úr riffli á skotmark en refsitími eða refsivegalengd bætist við skíðakeppnina fyrir skot sem missa marks. Skíðaskotfimi hefur verið að skjóta rótum á Íslandi undanfarin ár og verður spennandi að fylgjast með henni þróast áfram. Hér á landi eru jafnan notaðar leiserbyssur í stað riffla öryggisins vegna.


8

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Helstu skíðasvæði á Íslandi Siglufjörður

Fjórar lyftur eru í Skarðsdal sem alls eru 2,3 kílómetra langar. Troðnar gönguskíðabrautir eru einnig á svæðinu.

Sauðárkrókur

Í Tindastóli eru tvær lyftur og töfrateppi, meira en 2 km að lengd, brautir fyrir snjóbrettafólk og gönguskíðabrautir.

Ísafjörður

Dalirnir tveir, Tungudalur þar sem finna má þrjár skíðalyftur og Seljalandsdalur þar sem finna má fjölbreyttar skíðagöngubrautir.

Ak

Hl No fja hæ Hl

Skálafell

Í Skálafelli við Mosfellsheiði eru þrjár toglyftur og ein stólalyfta ásamt troðnum gögnguskíðabrautum þegar aðstæður leyfa.

Reykjavík

Þrjár skíðalyftur eru í íbúðahverfum í Reykjavík, við Jafnasel í Breiðholti, í Ártúnsbrekku og við Húsahverfi í Grafarvogi.

Heiðmörk

Vinsælt gönguskíðasvæði með fjölbreyttum troðnum brautum, kippkorn út úr bænum og rómað fyrir náttúrufegurð.

Bláfjöll

Stærsta skíðasvæðið við höfuðborgarsvæðið. Tvær stólalyftur og nokkur fjöldi toglyfta og gönguskíðabrauta.
Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Ólafsfjörður

Um 650 metra löng diskalyfta er í Tindaöxl, skíðaskáli með veitingasölu og myndarlegt gönguskíðasvæði.

Dalvík

Í Böggvisstaðafjalli við Dalvík eru tvær lyftur, sem eru samtals 1.200 metra langar ásamt troðnum gögnguskíðabrautum.

Húsavík

Nýtt skíðasvæði við Húsavík var opnað á Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk fyrir ríflega ári. Gönguskíðabrautir eru reglulega troðnar.

Krafla

Sjálfboðaliðar lagfærðu og opnuðu skíðalyftuna á Kröflusvæðinu í Mývatnssveit á ný í vetur eftir að hafa verið óstarfhæf í nokkur ár.

Stafdalur

Á skíðasvæðinu í Stafdal á Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða eru 3 lyftur, samtals 1.700 m auk troðinnar gönguskíðabrautar.

kureyri

líðarfjall er stærsta skíðasvæði orðurlands. Sjö lyftur eru í allinu sem ná hæst í 950 metra æð. Gönguskíðabrautir eru bæði í líðarfjalli og í Kjarnaskógi.

Oddsskarð

Í „austfirsku Ölpunum“ milli Eskifjarðar og Norðfjarðar eru tvær toglyftur og barnalyfta, sem ná mest upp í 840 metra hæð.

Skíðalandið Ísland Skíðaáhugi landsmanna er mikill um þessar mundir, sér í lagi hefur áhugi á gönguskíðum aukist. Hér má finna upplýsingar um helstu skíðasvæði landsins og gönguskíðaaðstöðu í námunda við þau. Troðnar gönguskíðabrautir í rauntíma Á vefnum og snjallsímaforritinu skisporet.no er hægt að fylgjast með í rauntíma hvar gönguskíðabrautir eru troðnar, til að mynda í Heiðmörk, við Ísafjörð og í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi á Akureyri.

9


10

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Hundrað hæstu enginn hægðarleikur Þorvaldur Víðir Þórsson plægði akurinn fyrir „Hundrað hæstu“ áskorunina þegar hann gekk á 167 tinda árið 2007 til að finna út hverjir væru þeir 100 hæstu á landinu. Elísabet Sólbergsdóttir er langt komin með að ljúka áskoruninni en segir vegferðina engan hægðarleik.

Andrea Sigurðardóttir andrea@vb.is

Á

rið 2007 gekk Þorvaldur Víðir Þórsson, kallaður Olli, á 167 tinda á Íslandi til að komast að því hvaða tindar væru meðal 100 hæstu tinda landsins en verkefnið tók hann ekki nema 9 mánuði og 13 daga en heildarfjöldi klukkustunda á göngu var um 690. Olli miðaði við að hver tindur þyrfti að ná að minnsta kosti 50 metra upp úr umhverfi sínu til að vera gjaldgengur á listann. Það kallast trónun. „Á þessum tíma voru 100 hæstu tindar landsins ekki þekktir og ég varð hreinlega að fara á staðinn og láta GPS tækið tikka og mæla svo eftir á hvaða tindar reyndust með næga trónun,“ segir Olli. Næstu tveir til að toppa 100 Ég hef því farið á hæstu voru Kristflesta tindana tvisvar ján Þ. Halldórsson og Magnús og suma oftar. Það þarf Ingi Óskarsson líka að taka tillit til þess árið 2014, en Olli að ég verð 63 ára á vinnur með þeim þessu ári og þetta eru um þessar mundir þannig ferðir að þær að útgáfu bókar krefjast gífurlegrar um tindana og seiglu og kapps. er markmiðið að koma henni út sem fyrst. Í bókinni verður að finna leiðarlýsingar og leiðbeiningar til gagns fyrir þau sem hyggjast sigra 100 hæstu. Skortur á leiðarlýsingum áskorun Bók Olla og félaga mun vafalaust koma að miklu gagni, en Elísabet Sólbergsdóttir segir það einmitt flækja verkefnið að hafa engar lýsingar. Elísabet sat í stjórn Ferðafélags Íslands þegar „Hundrað hæstu“ verkefnið var samþykkt. Spurð hvort hún ætlaði að taka þátt svaraði hún umhugsunarlaust játandi, án þess að gera sér grein fyrir umfanginu. „Ég taldi mig hafa farið á miklu fleiri tinda en ég hafði í raun og

Elísabet á Suðurtindi Hrútfjallstinda. Hvannadalshnjúkur og Dyrhamar í bakgrunni. 

VB MYND/aðsend

H u n d r a ð h æ st u ás ko r u n i n

F

erðafélag Íslands (FÍ) hleypti „Hundrað hæstu“ áskoruninni af stað á 90 ára afmælisári sínu, árið 2017, þar sem fólki býðst að koma í 10 ára ferðalag með félaginu sem lýkur með því að lokið verður við að ganga

Olli gekk á 167 tinda á um 9 mánuðum. VB MYND/aðsend 

það hvarflaði ekki að mér að ég þyrfti að fara margoft á öll svæðin aftur. Margir tindanna eru á jökli þannig þú þarft að rýna í sprungukort og vera með jöklabúnað. Það er líka oft flókið að komast að upphafsstað og frá endastað. Þetta er flókið vinnulega séð, því þú verður að ná veðurglugga í mörgum ferðanna.“ segir hún. Elísabet hefur þegar gengið á um 70 tinda og stefnir að því að ljúka áskoruninni á næsta ári. Hún segir öll fjöll hafa sinn sjarma en að ögrandi tindar Tröllaskaga hafi komið sér mest á óvart. Helsta áskorunin á vegferð hennar hafi verið skortur á leiðarlýsingum. „Oft eru engar leiðarlýsingar til staðar, það er hvernig kom-

ast megi að og hver besta uppgönguleiðin er. Oft eru engar myndir til, þannig ég var stundum í vandræðum með að átta mig á því um hvaða tind á svæðinu væri að ræða. Það eru heldur ekki til GPS hnit af mörgum leiðanna og stundum er erfitt að finna tindana á korti, til dæmis bæði í Vonarskarði og á svæðinu við Kverkfjöllin.“ Gengið flesta tindana tvisvar eða oftar Upphaflega ætlaði hún að safna tindunum með skipulögðum ferðum en eftir því sem á leið áttaði hún sig á því að það gekk of hægt. Ferðirnar eru enda ekki sérsniðnar að hennar lista og því hafi hún sífellt verið að ganga á tinda sem hún hafði þegar gengið á til að ná þeim sem hún átti eftir á því svæði og jafnvel án þess að ná tindunum sem vantaði. „Ég hef

á alla hæstu tinda landsins sama ár og félagið verður hundrað ára, árið 2027. FÍ býður þannig upp á skipulagðar ferðir á 100 hæstu tinda landsins sem geta komið sér vel, enda flestir tindanna úr alfaraleið.

því farið á flesta tindana tvisvar og suma oftar. Það þarf líka að taka tillit til þess að ég verð 63 ára á þessu ári og þetta eru þannig ferðir að þær krefjast gífurlegrar seiglu og kapps. Með þessu framhaldi sá ég fram á að ég yrði búin að þessu á mínu 100 ára afmæli, í stað ferðafélagsins,“ segir Elísabet. Sumarið 2019 fór hún því að gefa í og síðasta sumar fór hún markvisst að safna tindum með aðstoð vinnufélaga og leiðsögumanna. „Þetta árið er ég meðal annars búin að semja við Leif Örn Svavarsson að fara í nokkrar ferðir með mér. Núna er lag vegna faraldursins, því maður hefur ekki aðgang að svona flottum leiðsögumönnum í eðlilegu árferði. Nú get ég einblínt á þá tinda sem ég á eftir og ég stefni á að fara í að minnsta kosti sex Vatnajökulsferðir í ár.“


SELÁSBRAUT 98 - 110 REYKJAVÍK - 419 7300

Fiskbarinn er glænýr veitingastaður á Hótel Berg í Keflavík Þar leika sjávarréttir og grænmeti úr nærumhverfi lykilhlutverk. Borðapantanir á fiskbarinn.is


12

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Norðurland konungur þyrluskíðanna Fimm ferðaþjónustufélög bjóða upp á þyrluskíðaferðir hér á landi. Öll einblína þau á Norðurlandið, enda þykja veðurskilyrði þar alla jafna hentugust fyrir slíkar ferðir. Fleiri Íslendingar sækja í þyrluskíðaferðir en áður eftir að COVID-19 faraldurinn skall á. Sveinn Ólafur Melsted sveinn@vb.is

Þ

yrluskíðaferðir hafa sífellt meira verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár. Fyrst um sinn voru það aðallega erlendir ferðamenn sem sóttu í slíkar ferðir en eftir að COVID-19 faraldurinn lamaði nær alveg millilandaflug fóru Íslendingar að sækja í þyrluskíðaferðir í auknum mæli. Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst bjóða fimm ferðaþjónustufyrirtæki upp á þyrluskíðaferðir og hér að neðan verða þau, eitt af öðru, kynnt til leiks.

Arctic Heli Skiing Fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann á og rekur félagið Bergmenn ehf. og er Arctic Heli Skiing ein af þeim fjölmörgu ferðum sem fyrirtækStefnt er á að hótelið, ið býður upp á. sem mun rísa fyrir Bergmenn, sem ofan 50 metra er með aðsetur á háan klettavegg á Dalvík, hafa um Þengilhöfða, verði árabil sérhæft sig opnað í árslok 2022 og í fjallaskíðaferðverður sérstök áhersla um á Tröllaskaga. Samkvæmt lögð á afþreyingar heimasíðu félagsferðamennsku fyrir ins hefst þyrluhótelgesti, þar á meðal skíðavertíðin um þyrluskíðaferðir. miðjan febrúar og endist fram í lok júní í hefðbundnu árferði. Þá er því lýst sem einstakri upplifun að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur í miðnætursólinni. Starfsemi félagsins teygir sig einnig út fyrir landsteinana þar sem það býður upp á V e ð u r h e n t u ga st f y r i r n o r ða n

Þ

að er ljóst að þyrluskíðafólk hefur úr nokkrum möguleikum að moða er kemur að vali á hvert það kýs að beina viðskiptum sínum. Öll fyrirtækin einblína á Norðurland í þyrluskíðaferðum sínum, en þeir sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við sögðu ástæðu þess vera þá að veðurskilyrði fyrir þyrluskíðamennsku séu alla jafna hentugust fyrir norðan.

Þyrluskíðaferðir njóta síaukinna vinsælda. Aðstæður til þyrluskíðaiðkunar þykja hentugastar á Norðurlandi.

þyrluskíðaferðir á Grænlandi og í Lapplandi í Svíþjóð. Viking Heliskiing Viking Heliskiing sérhæfir sig, rétt eins og Arctic Heli Skiing, í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga á Norðurlandi og er með aðsetur á Siglufirði. Stofnendur og eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins eru Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, fyrrverandi landsliðsmenn á skíðum en báðir hafa þeir keppt fyrir hönd Íslands á vetrarólympíuleikum. Saman eiga þeir félagar einnig félagið Scandic Mountain Guides sem býður upp á fjallaskíðaferðir á Norðurlandi. Auk þess standa þeir nú, ásamt erlendum fjárfestum, fyrir byggingu 5.500 fermetra lúxushótels við Grenivík í Eyja-

firði. Stefnt er á að hótelið, sem mun rísa fyrir ofan 50 metra háan klettavegg á Þengilhöfða, verði opnað í árslok 2022 og verður sérstök áhersla lögð á afþreyingar ferðamennsku fyrir hótelgesti, þar á meðal þyrluskíðaferðir. Eleven Experience Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience, sem rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum á Tröllaskaga, býður gestum sínum upp á möguleikann á að skella sér í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið, sem leggur áherslu á útivistartengda afþreyingu, rekur lúxusgististaði víða um heim, m.a. í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Chile og Klettafjöllunum í Colorado

VB MYND/EPA

í Bandaríkjunum. Síðastliðið haust var greint frá því að rekstraraðilar hefðu þurft að loka hótelinu á Tröllaskaga tímabundið, þar sem ekki fékkst leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu þá dvalið í sóttkví á staðnum. Deplar Farm hefur vakið athygli utan landsteinanna og hefur hótelið m.a. verið valið í hóp bestu lúxushótela heims og meðal flottustu hótela Evrópu. Heli Austria Austurríska fyrirtækið Heli Austria hefur verið starfandi í tæplega fjóra áratugi og hóf starfsemi á Íslandi í byrjun árs 2019. Líkt og nafn félagsins ber með sér leggur það áherslu á ýmiss konar þyrluþjónustu, auk þess að einblína á svokallaða lúxusferðamenn. Sem dæmi stendur
Útivist & ferðalög

25. mars 2021

HÚSAFELL

HÓTEL HÚSAFELL Boðið er upp á 48 vel búin herbergi, veitingasal, bar og fundaraðstöðu. Rómaður veitingastaður þar sem einungis er notað ferskasta og besta hráefnið hverju sinni.

AFÞREYING

Deplar Farm hefur vakið athygli utan landsteinanna og hefur hótelið m.a. verið valið í hóp bestu lúxushótela heims og meðal flottustu hótela Evrópu.

viðskiptavinum félagsins til boða að fá afnot af þyrlu meðan þeir sigla í kringum landið á snekkju. Í viðtali við Viðskiptablaðið síðasta sumar sagði Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heli Austria Iceland, að þyrluskíðaferðir félagsins hefðu verið mjög vinsælar. „Það hefur verið gott færi á skíðum fyrir norðan og gestir eru að nýta sér þetta grimmt,“ sagði hún. Summit Heliskiing Síðasta félagið sem kynnt er til leiks og býður upp á þyrluskíðaferðir, er jafnframt það nýjasta. Summit Heliskiing sérhæfir sig

í þyrlu- og fjallaskíðaferðum á Tröllaskaga í samstarfi við Norðurflug. Eigendur Summit Heliskiing eru tvenn hjón; Jóhann Friðrik Haraldsson og Bryndís Haraldsdóttir, og Arnar Þór Árnason og Ólöf Ýrr Atladóttir. Þau síðarnefndu eru jafnframt eigendur Sóta Travel og Sóta Lodge, en Sóti Lodge býður viðskiptavinum upp á gistingu í Fljótum á Tröllaskaga. Í nýlegu viðtali við Viðskiptablaðið þar sem Summit Heliskiing var kynnt til leiks sagði Jóhann Friðrik, sem er framkvæmdastjóri félagsins, að formlegur rekstur þess myndi hefjast í vor.

Á svæðinu eru margs konar ævintýraferðir í boði fyrir einstaklinga, sem og stærri og smærri hópa, meðal annars hestaferðir, hraun- og íshellakoðun.

FLJÓTA OG NJÓTA Laugar við allra hæfi, sundlaugin í Húsafelli er ein vinsælasta afþreyingin. Einnig er hægt að fara í Giljaböðin okkar, sem eru einstök upplifun, eða láta líða úr sér í Kraumu.

TJALDSVÆÐI Tjaldsvæðið er landsþekkt og einstakur staður fyrir fjölskylduna. Góð salernis- og sturtuaðstaða ásamt rafmangstenglum á u.þ.b. 70 stæðum.

GÖNGU- OG HJÓLALEIÐIR Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt í kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Eins eru tvær fjallahjólaleiðir fyrir þá vilja aðra upplifun í náttúrunni.

VEITINGASTAÐIR Enginn þarf að vera svangur í Húsafelli, því þar eru tveir veitingastaðir. Á Hótel Húsafelli er lögð áhersla á árstíðabundna matseld og eingöngu er notað besta hráefni sem í boði er hverju sinni. Á Húsafell Bistró er matseðill sem hentar allri fjölskyldunni í afslöppuðu umhverfi.

Husafell Resort · +354 435 1551 · booking@hotelhusafell.is · www.hotelhusafell.is

SELÁSBRAUT 98 - 110 REYKJAVÍK - 419 7300

13


14

Útivist & ferðalög

25. mars 2021

Töfrandi slóðir Tómasar Andrea Sigurðardóttir andrea@vb.is

T

ómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og fjallaleiðsögumaður, hefur ferðast víða um fáfarnari svæði landsins. Hann segir lesendum frá töfrandi náttúruperlum sem vert er að heimsækja, einni í hverjum landsfjórðungi: Kaldbaki á Vestfjörðum, Efri-Hveradal í Kverkfjöllum, Brunnhorni og Jarlhettum.

VB MYND/ÓMB

Tilkomumiklir móbergstindar n Á suðvesturhorni landsins sjást Jarlhettur víða að, en þessir tilkomumiklir móbergstindar eru í miklu uppáhaldi hjá Tómasi. Hann segir göngu á vinsælustu hettuna, Tröllahettu, vera þægilega og taka um 6-8 tíma. Hann segir auðvelt að komast þangað og einfalt að gera sér dagsferð úr bænum, enda eru hetturnar skammt frá Gullfossi. „Vegna þess hve Jarlhetturnar sjást víða hafa margir séð þær, en miklu færri hafa gengið á þær eða í kringum þær. Þetta er alveg stórkostlegt svæði og þarna er mikil litadýrð bæði í sandinum og jökulurðinni. Atriði í Hollywoodmyndinni Oblivion voru tekin uppi á Jarlhettum og má sjá Tom Cruise sitja á einni hettunni í myndinni. Yfirleitt er ekki gengið á hæstu hettuna sem er nyrst, heldur Tröllahettu sem einnig kallast Stóra-Jarlhetta. Meðaljóninn kemst að vísu ekki alla leið á hátind Tröllahettu, sem aðeins er fært atvinnuprílurum, en nógu hátt til að njóta stórkostlegs útsýnis yfir Langjökul og Suðurlandið.“

Tómas Guðbjartsson VB MYND/TG

Hinn íslenski Batman n Á Stokksnesi, skammt frá Höfn í Hornafirði, er fjara sem verið hefur vinsæl meðal ferðamanna. Fjaran fræga liggur sunnan við Vestrahorn en að sögn Tómasar eru færri sem vita hve skemmtilegt er að skoða Vestrahorn norðanmegin. „Austasti tindur Vestrahorns nefnist Brunnhorn en hann minnir óneitanlega á Batman, sérstaklega þegar horft er til þess úr Papafirði. Undir Brunnshorninu er bærinn Syðri-Fjörður, sem er einn dimmasti staður landsins en dagsbirtu nýtur þar hvar minnst við á Íslandi í klukkutímum talið vegna skugga frá fjöllum Vestrahorns. Við bæinn er hægt að skilja bílinn eftir og þræða skemmtilegar gönguleiðir, til dæmis meðfram Papafirði út að Papósi. Hægt að ganga hringinn í kringum Brunnhorn og er gengið í fjörunni út fyrir Brimnestanga og yfir skarð aftur ofan í Papafjörð. Frá Syðri-Firði er jafnframt skemmtileg 14 km löng gönguleið þar sem gengið er um skarð sem nefnist Kex yfir í Hornsvík, en sú leið er ekki fyrir lofthrædda. Frá Hornsvík er gengið rangsælis út fyrir Hafnartanga og Brimnestanga, fyrir Brunnhorn, fram hjá Papósi og loks aftur að Syðri-Firði. Á þeirri leið fer maður um hina frægu fjöru og nýtur Brunnshornsins í návígi. Svo er vert að minnast á gönguleiðina upp á hæsta tind Vestrahorns, Klifatind (890 mys) en ólíkt flestum tindanna er sá fær almenningi.“

Útsýnisperla á Vestfjörðum n Kaldbakur (999 mys) er hæsta fjall Vestfjarða. Tómas hefur gengið Kaldbak fjölmörgum sinnum og segir fjallið aðgengilegt og flestum fært, gangan taki einungis um fjóra tíma úr Kvennaskarði. Hann segir gríðarlega fallegt útsýni um Vestfirði af tindinum, þá sérstaklega ofan í firðina sem standa honum næst, Dýrafjörð og Arnarfjörð. „Skemmtilegast þykir mér að hefja göngu við mynni Fossdals í Arnarfirði og ganga jeppaslóðann upp í Kvennaskarð og þaðan eftir þægilegum stíg á tindinn, en einnig er hægt að aka jeppaslóðann og ganga úr skarðinu. Það er jafnframt skemmtilegt að ganga eða fara á fjallahjóli frá Kirkjubóli í Dýrafirði og fylgja sama jeppaslóða í suður. Efsti hluti fjallsins reynir ögn á, enda þarf að þræða stutt klettabelti, en gangan telst þó ekki flókin. Yfirleitt er snjór á toppnum en almennt er ekki þörf á broddum, ísexi eða þess háttar. Toppur Kaldbaks er sléttur, en þar verður að vara sig á mögulegum hengjum.“ VB MYND/TG

VB MYND/TG

Andstæður elds og íss n Kverkfjöll eru í sérstöku uppáhaldi hjá Tómasi og hefur hann komið þangað yfir 50 sinnum. Gangan er krefjandi, getur tekið um 12 tíma og gott fjallaform því nauðsynlegt auk jöklabúnaðar og leiðsagnar staðkunnugra. „Ég geng yfirleitt yfir Kverkjökul, sem er með fallegustu skriðjöklum á Íslandi. Á jöklinum er stefnt á vestari klett Kverkarinnar, en þar er krækt fyrir sprungur á leið á Löngufönn. Á milli sigkatlanna tveggja er skáli Jöklarannsóknafélagsins og á nálægum hrygg vestan skálans er útsýnið stórbrotið. Þaðan sést ofan í Efri-Hveradal og í norðri má sjá einn stærsta gufuhver landsins niðri í dalnum á milli litríkra klettadranga. Í gegnum gufuna blasir Herðubreið við, ásamt Holuhrauni og Dyngjufjöllum – sannkallað póstkortaútsýni. Ég fer ég yfirleitt ofan í dalinn ef hópurinn er sprækur og veður gott. Það er stórkostleg upplifun að koma í Efri-Hveradal, en þar eru gríðarlega stórir og síbreytilegir hverir alveg við jökulröndina. Andstæður elds og íss gerast ekki skýrari og þarna er einstök litadýrð.“


M A R Q™ G O L F E R

L E I Ð I N A Ð Á R A N G R I E N D U R H E I M T.


Profile for vidskiptbladidi

Útivist og ferðalög  

Viðskiptablaðið

Útivist og ferðalög  

Viðskiptablaðið

Advertisement