Page 3

VERKTÆKNI Efnisyfirlit 4 6 8 9 10 11 12 14 16 17 18 20 21.

Um Sjúkrasjóð VFÍ VFÍ á tímamótum Ný bók: Haugseldur Af stjórnarborði VFÍ Hugleiðingar formanns Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands Fjölskyldudagur verkfræðinnar og samstarf við Vísindasmiðju HÍ Dagur verkfræðinnar Af kjaramálum VFÍ Veikindaréttur og hlutverk sjúkra- og styrktarsjóða Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið Rýni 2018 Heiðursveitingar VFÍ ANE (Association of Nordic Engineers) Siðferði og gervigreind Nordic Engineers stand on Artificial Intelligence and Ethics

Ritrýndar vísindagreinar 25 Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu. 31 Hönnun og virkni léttra gróðurþaka við íslenskar aðstæður

Tækni- og vísindagreinar 42

Falin verðmæti í jarðvarmaorku

VFÍ á Facebook – Rafbílahópur VFÍ Við hvetjum félagsmenn VFÍ til að fylgja félaginu sínu á Facebook. Við leggjum áherslu á að setja jafnóðum inn upplýsingar umsóknarfresti í sjóðum og viðburði á vegum félagsins. Þá er einfalt að senda okkur skilaboð í gegnum Facebook síðuna, þau komast til skila. https://www.facebook.com/vfi.1912/ Rafbílahópur VFÍ á Facebook (Rafbílar VFÍ) er í mikilli sókn. Þar eru áhugaverðar upplýsingar og umræður um rafbílavæðinguna.

LEIÐARINN Að meta viðhorf

Á fyrri hluta ársins 2018 voru birtar niðurstöður könnunar á viðhorfi félagsmanna til VFÍ. Þar kom margt gagnlegt og áhugavert fram. Fyrir það fyrsta eru væntingar félagsmanna til félagsins auðvitað afar mismunandi. Sumir vilja að félagið sinni fyrst og fremst kjaramálum, aðrir vilja leggja áherslu á starfsemi sem tengist faginu og tengslaneti félagsmanna. Sumir eru mjög ánægðir aðrir mjög óánægðir, eins og gengur. En ég fullyrði að starfsfólk skrifstofu VFÍ er allt af vilja gert til að bæta í og gera enn betur. Til þess eru mörg tækifæri, sérstaklega gagnvart þeim hópi sem er tiltölulega hlutlaus í afstöðu sinni. – Er svona „hvorki né“. Kannski var það ánægjulegast við könnunina hve þátttakan var góð og margir gáfu sér tíma til að segja skoðun sína og koma með ábendingar í svörum við opnum spurningum. Þetta kom kannski dálítið á óvart þegar litið er til afar lélegrar þátttöku í kosningum hjá mörgum stéttarfélögum. Þátttaka í viðhorfskönnun VFÍ var tæp 55%og má kannski túlka á þann veg að sinnuleysið sé ekki alveg það sama hjá félagsmönnum VFÍ og víða annarsstaðar. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar eru á vef VFÍ undir „útgáfa – ýmis skjöl“. Þegar þetta er skrifað hefur verið ákveðið að gera könnun á viðhorfum félagsmanna í aðdraganda kjaraviðræðna. Hvað er það sem félagsmenn vilja að lögð verði áhersla á? Er það mismunandi eftir hópum? – Annars vegar þeim sem heyra undir kjarasamning við Félag ráðgjafarverkfræðinga og hins vegar þeim sem vinna á opinberum markaði. Það verður án efa fróðlegt að rýna í þær niðurstöður. Þeir félagsmenn sem heyra undir kjarasamning VFÍ við SA fá ekki könnunina enda er þar um að ræða ótímabundinn grunnréttindasamning sem inniheldur ekki launatölur. Þeirra viðhorf munu þó koma fram í næstu kjarakönnun VFÍ þar sem fyrirhugaðar eru breytingar á könnuninni þannig að fleira verði mælt en bara laun. Aðsóknin á Dag verkfræðinnar hefur aukist ár frá ári og síðast mættu á sjötta hundrað manns. Verður það að teljast góður árangur en við viljum gera enn betur. Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir Dag verkfræðinnar 2019 og verður það í fimmta sinn sem þessi viðburður er haldinn. Sú stefna hefur verið farsæl að leita eftir hugmyndum félagsmanna og hafa fyrirlestrar nær undantekningalaust farið á dagskrá eftir ábendingar frá þeim. Ég vil því hvetja félagsmenn til að koma með hugmyndir og jafnvel taka þátt í vinnuhópi um þróun og framkvæmd Dags verkfræðinnar. Þeir sem vilja vera með fyrirlestur á Degi verkfræðinnar mega gjarnan láta vita sem fyrst. Við erum líka alltaf á höttunum eftir áhugaverðu efni fyrir samlokufundina. Áhugasamir geta sent skilaboð gegnum Facebook síðu VFÍ eða tölvupóst á sigrun@ verktaekni.is. Nú er þetta að líkindum í síðasta sinn sem Verktækni - Tímarit Verkfræðingafélags Íslands er gefið út á prentuðu formi. Ég vil þakka þeim sem lögðu til efni í blaðið, sérstaklega greinahöfundum og þeim sem tóku að sér að ritrýna. Á nýju ári verða breytingar á útgáfumálunum sem vonandi falla í góðan jarðveg. Áherslan verður á rafræna útgáfu þar sem upplýsingum, til dæmis um kjaramál, er miðlað til félagsmanna jafnt og þétt samhliða því að gera ritrýndu efni hátt undir höfði.

V E R K TÆ K N I

Sigrún S. Hafstein, ritstjóri

Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Morgunblaðið · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Profile for vfi1912
Advertisement