Page 17

VERKTÆKNI / 17

Viðurkenning fyrir besta veggspjaldið Verkin tala er yfirskriftin á veggspjaldadegi í HR sem haldinn var er árlega. Meistaranemar í verkfræði við tækni- og verkfræðideild HR kynna lokaverkefni sín á veggspjöldum í Sólinni í HR. Undanfarin tvö ár hefur VFÍ veitt viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið en við valið er bæði tekið tillit til innihalds og efnistaka í lokaverkefninu og framsetningar á veggspjaldaformi. Þóra Björg Sigmarsdóttir hlaut verðlaun Verkfræðingafélags Íslands fyrir besta veggspjaldið í ár. Þóra Björg útskrifaðist í vor með MSc gráðu í heilbrigðisverkfræði. Rannsóknin bar heitið: Describing the Glucose-Lactate Consumption Rate During Expansion and Osteogenic Differentiation of Human Bone Marrow Derived MSCs. Að venju var umfjöllunarefni nemenda í rannsóknunum afar fjölbreytt. Má nefna verðbólguvörn, jarðboranir, þrívíddarlíkön af jarðhitasvæði í Mosfellsbæ, myndatökur með dróna til að greina jarðhita, flutningskerfi raforku, flokkunarkerfi fyrir uppsjávarfisk, notkun loftneta í bergmálslausu herbergi, nanóvíra í sólarhlöðum, rekstrarlíkön fyrir einstaka atvinnugreinar, fjöðrunarkerfi kappakstursbíls og margt, margt fleira.

Á myndinni eru Þóra Björg Sigmarsdóttir, Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ, Halldór Guðfinnur Svavarsson dósent og Guðrún A. Sævarsdóttir, þáverandi forseti tækniog verkfræðideildar HR.

Rýni 2018 – Singapúr og Balí Það var gríðarlegur áhugi á Rýnisferð VFÍ sem að þessu sinni var farin til Singapúr og hægt að framlengja með dvöl á Balí. Þetta var nítjánda Rýnisferðin á vegum félagsins en ferðirnar hófust á vegum Tæknifræðingafélags Íslands árið 1998 og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda.

Við undirbúning var gert ráð fyrir 150 manns í ferðina en hún seldist upp á örfáum mínútum. Það tókst að bæta við sætum þannig að þegar upp var staðið taldi hópurinn 183 ferðalanga á vegum VFÍ. Ferðin gekk mjög vel og margt áhugavert var skoðað. Í Singapúr heimsótti hópurinn meðal annars Háskólann, nýja þróunarmiðstöð Schneider, þar sem 1200 manns starfa, samgöngustofu Singapúr og íþróttamiðstöð sem er sú stærsta í Asíu. Einnig flóðgáttirnar og Gardens by the bay sem eru stærstu ylgarðar í heimi.

Fararstjórar voru Jóhannes Benediktsson, Hreinn Ólafsson og Þorvarður Jóhannesson. Þegar er hafinn undirbúningur fyrir næstu Rýnisferð, þeirri tuttugustu.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Verktækni Tímarit VFÍ  

Verktækni Tímarit Verkfræðingafélags Íslands. (The Icelandic Journal of Engineering).

Profile for vfi1912
Advertisement