Page 6

AF stjórnarborði TFÍ

6 / VERKTÆKNI

Aðalfundur TFÍ ársskýrsla 2015 – 2016 Aðalfundur TFÍ var haldinn 31. mars 2016. Jóhannes Benediktsson er nýr formaður félagsins. Afkoma TFÍ var góð og fjölgun félagsmanna aldrei verið meiri.

Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins nam rúmum 3,3 milljónum króna en rekstrartekjur námu rúmum 22,8 milljónum króna.

Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu rúmum 28,4 milljónum króna en heildarskuldir tæpum 16,5 milljónum króna á sama tíma. Eigið fé var því jákvætt um tæpar 12 milljónir króna.

Menntunarnefnd Nefndin hélt níu fundi á starfsárinu. Á öllum fundum nefndarinnar er fjallað um umsóknir um inngöngu í TFÍ, leyfi til að nota starfsheitið tæknifræðingur og

Jóhannes Benediktsson, nýr formaður TFÍ.

Árni B. Björnsson framkv.stj. TFÍ færði Önundi Jónassyni fráfarandi formanni TFÍ blóm með kærum þökkum fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið, netbankinn og hraðbankarnir auðvelda þér að sækja bankaþjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar. Kynntu þér hraðþjónustuna á arionbanki.is

endurinnkomu í félagið. Auk afgreiðslu á umsóknum er á fundum nefndarinnar fjallað um menntunarmál tæknifræðinga. Má þar nefna inntökuskilyrði, námslengd, samsetningu námsins og atvinnumöguleika að námi loknu. Samtals afgreiddi Menntunarnefndin 116 umsóknir á árinu sem er mun meiri fjöldi en á fyrra ári. 59 tæknifræðingar voru samþykktir sem fullgildir félagar í TFÍ og 27 fengu aðild sem ungfélagar.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Profile for vfi1912
Advertisement