Page 3

Verktækni Efnisyfirlit

Af vettvangi VFÍ og TFÍ 4 Kjaramál.

6 9 10 11 12 14 16

Átak sjúkra- og styrktarsjóða, kjarakönnun. Af stjórnarborði TFÍ. Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni. Af stjórnarborði VFÍ. Dagur verkfræðinnar. Heiðursveitingar VFÍ. Frumkvöðlar í íðorðasmíð. Í klóm ísbjarnarins.

Ritrýndar vísindagreinar 19 32 39

Tjónnæmi lágreistra íbúðarhúsa byggt á gögnum frá Suðurlandsskjálftunum 2000 og 2008. Íslenskt neysluvatn: Yfirlit og staða gæða. Frostþol ungrar steypu.

Tækni- og vísindagreinar 4 9 61 66 69

Um gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar. Vindorka – tækifæri og áskoranir. Bensínbíl breytt í rafbíl – uppgjör verkefnis og reynsla af notun bílsins. Áhrif gæðastjórnunar á starfsánægju og helgun starfsmanna.

Tækni- og vísindagreinar Skilafrestur fyrir næsta blað

Skilafrestur ritrýndra greina vegna næsta tölublaðs er til 1. október. Frestur vegna almennra tækni- og vísindagreina er til 1. nóvember. Greinarhöfundar eru hvattir til að skila greinum sem fyrst þar sem þeim er komið strax í ritrýni og í umbrot um leið og henni er lokið. Þeir sem vilja vilja koma að efni í blaðið eru beðnir um að tilkynna það með tölvupósti til ritstjóra: sigrun@verktaekni.is Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst.

V E R K TÆ K N I Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is

LEIÐARINN Sterkari saman? VFÍ og TFÍ hafa rekið sameiginlega skrifstofu frá árinu 1994. Samvinnan hefur verið báðum félögum til góðs. Eins og kemur fram á blaðsíðu 4 er nefnd að fara yfir samstarf og rekstur félaganna. Fara á yfir alla möguleika, líka hugsanlega sameiningu, sem hefur áður verið til skoðunar, greidd atkvæði en tillagan naumlega felld. Hvort málið gangi svo langt nú er ómögulegt að segja á þessu stigi. Hvað sem verður þá er það án efa til góðs að rýna starfsemina og greina sóknarfæri. Það er ánægjulegt að á síðasta ári var metfjöldi umsókna um inngöngu í bæði félögin og fjárhagur þeirra er góður. Nánara samstarf eða jafnvel sameining er því ekki rekin áfram af brýnni þörf eða tilvistarkreppu, ef svo má segja. – Heldur þeirri skoðun margra að hagsmunum verkfræðinga og tæknifræðinga sé best borgið í einu félagi. Á Degi verkfræðinnar var rafmagnsverkfræði gert hátt undir höfði í tilefni af 75 ára afmæli Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ. Deildin var fyrsta sérdeildin sem stofnuð var innan VFÍ og aðeins 13 verkfræðingar á Íslandi á þeim tíma, 7. febrúar 1941. Það er merkilegt að á fyrsta aðalfundi deildarinnar, 16. maí sama ár, var „orðanefndarmálið“ fyrsta mál á dagskrá. Í þessu tölublaði er fróðleg grein eftir Sigurð Briem um merkilegt starf Orðanefndar Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ en í störfum hennar hefur hugsjónin alla tíð ráðið för. Innan vébanda VFÍ starfar einnig Orðanefnd byggingarverkfræðinga sem var stofnuð 1980. Starf orðanefndanna er ein glæsilegasta skrautfjöðrin í starfi félagsins. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja félagsmenn til að koma viðfangsefnum sínum á framfæri í Verktækni og leggja þannig sitt af mörkum við að miðla faglegu efni og halda merkjum tæknifræðinnar og verkfræðinnar á lofti. Allt útgefið efni félaganna, allt frá stofnun VFÍ árið 1912 og TFÍ árið 1960 má finna á timarit.is. Félagsmenn sem vilja leggja útgáfumálum félaganna lið, koma með ábendingar um áhugavert efni eða eitthvað sem betur má fara mega gjarnan senda undirritaðri tölvupóst á netfangið: sigrun@verktaekni.is – Á sama netfang má senda hugmyndir og tillögur um efni fyrir Samlokufundi vetrarins og næsta Dag verkfræðinnar, sem verður 7. apríl 2017. Í lokin vil ég þakka þeim sem lögðu til efni í þetta blað, sérstaklega þeim sem ritrýndu greinar.

Sigrún S. Hafstein, ritstjóri

Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Morgunblaðið · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Profile for vfi1912
Advertisement