Page 10

Af stjórnarborði VFÍ

10 / VERKTÆKNI

Aðalfundur VFÍ – ársskýrsla 2015-2016

Ávarp fráfarandi formanns

Aðalfundur VFÍ var haldinn 8. apríl 2016. Páll Gíslason  er nýr formaður félagsins. Nýr formaður Kjaradeildar VFÍ er Birkir Hrafn Jóakimsson og  Sveinn I. Ólafsson var endurkjörinn formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Afkoma VFÍ á árinu var góð og met var slegið í fjölda umsókna um inngöngu í félagið.

Í ávarpi sínu sagði Kristinn Andersen fráfarandi formaður meðal annars: „Núna, þegar 104. starfsári Verkfræðingafélags Íslands er að ljúka, er félagið öflugra en nokkru sinni fyrr. Félögum fer fjölgandi, starfsemin eflist og fjárhagur félagsins er sterkur. Félagið er því vel í stakk búið til að þjóna félagsmönnum og vinna að vexti og viðgangi verkfræðinnar á öllum sviðum. Ég hef átt þess kost að gegna formennsku í þessu ágæta félagi okkar undanfarin ár og læt nú af störfum. Starfið hefur verið gefandi og ánægjulegt, en árangur félagsins er að þakka öllu því góða fólki sem kemur að starfi þess. Framkvæmdastjóra, starfsfólki og stjórn, ásamt félagsmönnum, þakka ég einstaklega gott samstarf með góðum

Ársreikningur Rekstrarhagnaður ársins var um 12,2 milljónir króna en rekstrartekjur námu 69,6 milljónum króna. Heildareignir í lok ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu rúmum 103,8 milljónum króna en heildarskuldir rúmum 36,2 milljónum króna. Eigið fé var því jákvætt um rúmar 67,6 milljónir.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Sveinn I. Ólafsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Páll Gíslason formaður VFÍ, Kristinn Andersen fyrrv. formaður VFÍ, Kári Steinar Karlsson fyrrv. formaður Kjaradeildar VFÍ og Birkir Hrafn Jóakimsson formaður Kjaradeildar VFÍ.

Menntamálanefnd Af 246 umsóknum um inngöngu í félagið voru 237 umsóknir samþykktar, 5 var hafnað og umfjöllun um 4 ekki lokið. Sem fyrr segir var met slegið í fjölda umsókna, voru 61 fleiri en á fyrra ári. Af 170 umsóknum um starfsheitið var 151 umsókn samþykkt, 13 hafnað og umfjöllun um 6 ekki lokið.

óskum í þeim störfum sem fyrir höndum eru. Sjálfur hlakka ég til þess að taka áfram virkan þátt í starfi Verkfræðingafélags Íslands og leggja því lið.“

Stjórnir VFÍ Í aðalstjórn VFÍ starfsárið 2016-2017

Páll Gíslason, formaður VFÍ.

sitja eftirtalin: Páll Gíslason formaður, Sveinbjörn Pálsson varaformaður, Bjarni G.P. Hjarðar, María S. Gísladóttir, Snjólaug Ólafsdóttir og Helgi Þór Ingason og Guðbjartur Jón Einarsson varameðstjórnendur. Formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi sitja einnig stjórnarfundi með áheyrnar- og tillögurétt. Stjórn Kjaradeildar: Birkir Örn Jóakimsson, formaður, Hlín Benediktsdóttir, Kristinn Steingrímsson, Ólafur Vignir Björnsson og Halldór Árnason og Kristín Arna Ingólfsdóttir varameðstjórnendur. Í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi eru: Sveinn I. Ólafsson formaður, Davíð Á. Gunnarsson, Gylfi Árnason og Svana Helen Björnsdóttir, varameðstjórnandi.

Lagabreyting Lagabreyting um ungfélaga var samþykkt. Hún varðar aðild ungfélaga á þann hátt að nú er ekki skilyrði að þeir hafi lokið einu ári í námi heldur að þeir stundi nám í verkfræði. Þar með geta nemendur á fyrsta ári orðið ungfélagar. Ársskýrsla félagsins er á vefnum: www.vfi.is

Dagur verkfræðinnar 7. apríl 2017 Ertu með hugmynd? Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga. Félagsmenn VFÍ og TFÍ eru hvattir til að koma með hugmyndir fyrir næsta Dag verkfræðinnar hvort sem það eru ábendingar um áhugaverða fyrirlestra eða annað sem snertir dagskrána. VFÍ vill sérstaklega hvetja nýsköpunarfyrirtæki og nema í verkfræði að nýta þennan vettvang til að kynna áhugaverð verkefni. Senda má tölvupóst á sigrun@ verktaekni.is eða senda skilaboð í gegnum Facebook síðu félagsins.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Verktækni Tímarit VFÍ/TFÍ 01/2016  

Verkfræðingafélag Íslands Tæknifræðingafélag Íslands

Profile for vfi1912
Advertisement