Page 9

verktækni / 9

Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík, sem haldinn var 16. maí, voru afhentar viður­ kenningar TFÍ fyrir framúrskarandi loka­ verkefni. Helgi Páll Einarsson, varafor­mað­ ur TFÍ, afhenti nemendum viðurkenn­ing­ arnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Á myndinni eru nemendur sem hlutu viðurkenningu, Ari Kristinsson, rektor HR (lengst til vinstri) Helgi Páll Einarsson, varaformaður TFÍ,og lengst til hægri er Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR.

Birgir Þór Guðbrandsson, vél- og orkutæknifræði. Hönnun hreinsistöðvar fyrir reykköfunartæki.

Keilir og Háskóli Íslands Föstudaginn 20. júní fór fram brautskráning tæknifræðinemenda Keilis á Ásbrú í Reykja­nesbæ. Þetta er í þriðja skipti sem Keilir og Háskóli Íslands útskrifa í sam­ einingu nemendur með BSc-gráðu í tækni­ fræði og brautskráðust í ár fimm nemendur af tveimur brautum, orku- og umhverfis­

tæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Við þetta tækifæri flutti Önundur Jónasson formaður TFÍ ávarp og afhenti viðurkenn­ ingu félagsins fyrir vel unnið lokaverkefni. Sigurður Örn Hreindal fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt um hönnun á nýrri nálavindivél í netagerð.

Gunnar Ingi Valdimarsson, rafmagnstæknifræði. Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls.

Þórdís Björnsdóttir, byggingartæknifræði. Fjaður­stuðull steinsteypu.

Önundur Jónasson, formaður TFÍ veitti Sigurði Erni Hrafnkelssyni viðurkenningu frá TFÍ.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Profile for vfi1912
Advertisement