Page 7

verktækni / 7

Heiðursveitingar VFÍ Fyrr á þessu ári voru fimm verkfræðingar heiðraðir af VFÍ. Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson voru útnefndir heiðursfélagar sem er æðsta viður­ kenning félagins. Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Sigurjón Arason voru sæmd heiðursmerki félagsins. Karl Ómar lést skömmu eftir útnefninguna, 86 ára að aldri. Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki og kjörnir heiðursfélagar. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræðieða vísindastörf. Alls hafa 25 einstaklingar hlotið þetta sæmdarheiti í 102 ára sögu félagsins. Heiðursmerki VFÍ má veita í viður­kenn­ ingarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðinga­stétt­ arinnar. Alls hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu.

Heiðursfélagar Sem fyrr segir er það Merkisnefnd VFÍ sem útnefndir þá einstaklinga sem hljóta sæmdarheitið heiðursfélagi VFÍ. Hér á eftir fara umsagnir nefndarinnar sem ritaðar voru í viðurkenningarskjöl sem Karli Ómari og Tryggva voru afhent.

Heiðursfélagar VFÍ – Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson.

formaður 1995 – 1996. Hann var um skeið formaður BVFÍ, sat lengi í stjórn Lífeyris­ sjóðs VFÍ og sem formaður 1984 – 1985 og var í stjórn Félags ráðgjafar­verkfræðinga. Hann situr nú í Siðanefnd VFÍ. Karl Ómar hefur verið Verkfræðingafélagi Íslands einstakur liðsmaður. Hann var sæmdur heiðursmerki VFÍ 1998.

Tryggvi Sigurbjarnarson Tryggvi Sigurbjarnarson lauk Dipl. Ing. námi í raforkuverkfræði frá TH í Dresden 1961. Hann var rafveitustjóri hjá Rafmagns­ veitu Siglufjarðar í nokkur ár, deildar­verk­ fræðingur hjá RARIK og síðan hjá Lands­

virkjun. Hann var meðeigandi í verk­ fræðistofunni Rafteikningu frá 1975, yfir­ verkfræðingur um skeið og síðan fram­ kvæmdastjóri. Stofnaði ásamt fleirum verkfræðistofuna Línuhönnun hf. 1979 og ráðgjafarstofuna Skipulag og stjórnun sf. 1989 þar sem hann starfaði í mörg ár. Tryggva má með sanni kalla frumkvöðul í faglegri verkefnastjórnun á Íslandi. Hann var einn af stofnendum Verkefnastjórnunar­ félagsins og formaður þess um skeið. Hann stundaði símenntun í verkefnastjórnun hjá Morten Fangel frá 1984 og kenndi það fag árum saman á styttri námskeiðum hjá Endurmennt­unar­stofnun HÍ og um nokkurra ára skeið sem stundakennari við HÍ. Hann var einn af stofnendum Nordica ráðgjafar ehf. sem þróaði námsbrautina Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og hundruð Íslendinga hafa sótt. Tryggvi hefur verið formaður fjölmargra nefnda á vegum opinberra aðila, m.a. skipulagsnefndar um raforkuöflun, ráð­ gjafanefndar iðnaðarráðuneytisins, nefndar um endurskipulagningu Orkustofnunar og Orkustefnunefndar. Eftir starfslok 2008 lauk hann námi í ferðaleiðsögn hjá EHÍ og hefur haldið námskeið um Íslendingasögurnar hjá FEB og verið fararstjóri í ferðum á söguslóðir innanlands og erlendis. Hann sat í Merkisnefnd VFÍ í nokkur ár og var formaður nefndar um endurskoðun siðareglna félagsins sem tóku gildi 2011. Tryggvi var sæmdur heiðursmerki VFÍ 2005.

Karl Ómar Jónsson Karl Ómar Jónsson lauk M.Sc. prófi í bygg­ ingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Hann starfaði í nokkur ár hjá Vega­ gerð ríkisins og síðan hjá Hitaveitu Reykja­ víkur. Hann ásamt fleirum stofnaði verk­ fræðistofuna Fjarhitun sf. árið 1962 og starfaði sem framkvæmdastjóri til 1994. Hann stóð fyrir stofnun Verkfræðistofu Norðurlands á Akureyri 1974 og Verk­fræði­ stofu Suðurnesja 1980. Karl var leiðandi í uppbyggingu hita­ veitna um allt land meðal annars í Reykja­ vík, á Suðurnesjum, Akureyri og í Borgar­ firði. Karl Ómar hefur gegnt ýmsum félagsog trúnaðarstörfum, einkum á sviði lax- og silungsveiði en hann var um skeið for­ maður Stangveiðifélags Reykjavíkur og Landsambands stangveiðifélaga. Hann sat í ýmsum stjórnskipuðum nefndum um orku­ mál, byggingamál og nýtingu laxa­stofna. Karl Ómar hefur starfað mikið fyrir VFÍ og spanna störf hans óvenju langt tímabil. Hann sat í stjórn 1962 – 1964 og 1984 – 1985 var varaformaður 1994 – 1995 og

Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ, Tryggvi Sigurbjarnarson, Karl Ómar Jónsson, Sigurjón Arason, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Kristinn Andersen, formaður VFÍ.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Profile for vfi1912
Advertisement