Page 59

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur langstærsta dreifikerfi raforku hér á landi, en lengd háspennuhluta þess er um 8.700 km. Í þéttbýli er allt í jarðstrengjum og frá árinu 1991 hefur verið unnið að því að endurnýja kerfið í dreifbýli með jarðstrengjum. Við það hefur afhendingaröryggi í dreifbýlinu aukist til muna og á síðasta ári náðist sá áfangi að helmingur dreifikerfisins er nú í jarðstrengjum. Lögð hefur verið áhersla á að leggja loftlínur í jörð á svæðum sem eru þekkt fyrir miklar ísingar og hefur það leitt til verulegrar fækkunar rafmagnstruflana vegna veðurs. Auk viðbóta er árlegur kostnaður við endurnýjun kerfisins um 1 milljarður króna. Miðað við núverandi áætlun er gert ráð fyrir að allt dreifikerfi RARIK verði komi í jarðstrengi árið 2035.

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Profile for vfi1912
Advertisement