Page 10

10 / VERKTÆKNI

Kolbeinn er heiðursfélagi TFÍ Á aðalfundi TFÍ var Kolbeinn Gíslason, raf­magnstæknifræðingur gerður að heiðurs­­félaga. Heiðursfélagi Tækni­fræð­ingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotn­ast þeim einstaklingum sem unnið hafa sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála TFÍ eða í þágu þjóð­ félagsins. Kolbeinn hefur unnið ötullega að mennt­­unarmálum og sýnt eljusemi og dugnað við að kynna nám í tæknifræði. Aðeins hafa níu tæknifræðingar hlotið þessa viður­kenningu í 54 ára sögu félags­ins. Kolbeinn fékk afhent gullmerki félagsins og heiðursskjal með eftirfarandi umsögn: Kolbeinn Gíslason, rafmagnstæknifræð­ ingur, er fæddur í Reykjavík 25. júní 1935. Að loknu sveinsprófi og meistaraprófi í út­varpsvirkjun starfaði hann sem radíó­við­ gerðarmaður hjá Flugmálastjórn í fimm ár. Að því loknu hóf hann nám í raf­magns­ tæknifræði í Sönderborg Teknikum í Dan­ mörku. Hann útskrifaðist sem tækni­fræð­ ing­ur árið 1966 og fékk inngöngu í Tækni­­­fræð­inga­félag Íslands sama ár. Kolbeinn vann hjá Flugmálastjórn frá 1967 til 1971 við flugprófanir. Árið 1972 hóf hann kennslu í rafeinda­

Önundur Jónasson, formaður TFÍ, Kolbeinn Gíslason, heiðursfélagi og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri.

virkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Þar starf­aði hann til ársins 2000 að undan­ skildum árunum 1981-1983 er hann var í kennslu­leyfi og starfaði hjá Sjónvarpinu. Kolbeinn hvatti efnilega nemendur til fram­haldsnáms og margir nemendur hafa útskrifast sem tæknifræðingar frá Sönder­ borg vegna eljusemi hans og dugnaðar við að kynna nám í tæknifræði. Kolbeinn

stóð fyrir kynningum á tæknifræðinámi í Sönder­borg í áratugi. Tæknifræðingafélag Íslands þakkar Kolbeini fórnfúst og árangursríkt starf í þágu stétt­arinnar og til framfara og bættrar verk­ menn­ingar. Í viðurkenningarskyni hefur stjórn félagsins sæmt hann nafnbótinni heiðurs­félagi Tæknifræðingafélags Íslands.

Næsta kynslóð

Flexicut vinnslulína fyrir hvítfisk

HJÁ MAREL Á ÍSLANDI S TA R FA Y F I R 100 S TA R F S M E N N Í VÖRUÞRÓUN

MAREL LAGÐI 7 MILL JARÐA KRÓNA Í NÝSKÖPUN ÁRIÐ 2013

Í FYRRA KYNNTI M A R E L 48 NÝJAR VÖRUR O G S Ó T T I U M 24 EINKALEYFI

Nýsköpun sprettur úr samstarfi marel.is

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Profile for vfi1912
Advertisement