__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Verktækni Tímarit VFÍ / TFÍ 1. TBL. 20. ÁRG. 2014

Verkfræðingafélag Íslands / Tæknifræðingafélag Íslands

01/2014


2 / VERKTÆKNI

Imagine, Design, Create Ímyndun, Hönnun, Sköpun

KYNNIÐ YKKUR:

Autodesk AutoCAD Design Suite 2015 Autodesk Factory Design Suite 2015 Autodesk Product Design Suite 2015 Autodesk Navisworks 2015 Autodesk Vault 2015

CAD ehf. Silver P artner

Specializatio n Product Design & Manufacturing

Skúlagata 10 IS-101 - Reykjavik - Iceland tel: +354 552 3990 www. cad.is - cad@cad.is


Verktækni Efnisyfirlit Af vettvangi VFÍ og TFÍ 4 Kjaramál.

Kjarakannanir, samningar, átak sjúkra- og styrktarsjóða.

6

Af stjórnarborði VFÍ. Aðalfundur, stytting framhaldskóla, Dagur verkfræðinnar.

7 8

9 10 11

Heiðursveitingar VFÍ. Af stjórnarborði TFÍ. Stefnumótun, viðhorfskönnun, menntunarmál. Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni. Heiðursfélagi TFÍ. Nýsköpun og viðskiptaþróun. Nýtt nám við Háskóla Íslands.

12 Tæknifræðinám á vegum HÍ á vettvangi Keilis. 14 Verkefnastjórnunarfélagið 30 ára. Ritrýndar vísindagreinar 17 Áhrif gæðakerfa vatnsveitna á lýðheilsu. 24 Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. 30 Microbial Methane Oxidation at the Fíflholt landfill in Iceland. 39 Er virði í vottun? Tækni- og vísindagreinar 46 Nýr sæstrengur til Vestmannaeyja á mettíma. 53 Áhrif eldsvoða á umhverfið. 57 Hönnun og framleiðsla á kerréttingavél.

Tækni- og vísindagreinar Skilafrestur fyrir næsta blað Ráðgert er að næsta tölublað Verktækni – Tímarits VFÍ og TFÍ komi út í nóvember. Tímaritið kom fyrst út haustið 2013 og leysti af hólmi Árbók félaganna og er meðal annars vettvangur ritrýndra greina og almennra tækni- og vísindagreina. Skilafrestur ritrýndra greina vegna næsta tölublaðs er til 1. október. Frestur vegna almenna tækni- og vísindagreina er til 1. nóvember. Þeir sem vilja koma að efni í blaðið eru beðnir um að tilkynna það með tölvupósti til ritstjóra: sigrun@verktaekni.is Þar sem takmarkað pláss er í blaðinu er ráðlegt að láta vita um væntanlegar greinar sem fyrst.

V E R K TÆ K N I Engjateigi 9 · 105 Reykjavík Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur: sigrun@verktaekni.is

LEIÐARINN Útgáfa Haustið 2013 voru gerðar breyt­ingar á útgáfumálum VFÍ og TFÍ. Útgáfu Árbókar var hætt og ritrýndum greinum og almennum vísinda- og tæknigreinum fundinn vettvangur í þessu blaði, sem þið hafið í hönd­ unum eða fyrir framan ykkur á skjánum. Jafnframt var hafin útgáfa á vefriti Verktækni sem er sent félags­ mönnum í tölvupósti. Almennt var góður rómur gerður að þessum breytingum. Enn er stefnt að því að Verktækni – Tímarit VFÍ og TFÍ verði skráð í alþjóðlega gagna­ grunna þó hægar hafi gengið í þeim málum en að var stefnt. Metnaðarfull útgáfa er kostnaðar­ söm og þurfa félögin að treysta á áhuga og velvild fyrirtækja og stofnana. Það snýr ekki einungis að því að auglýsa í blaðinu heldur ekki síst því að leggja til efni. Rétt er að taka fram að birting greina er fyrir­ tækjum og höfundum að kostnaðar­ lausu. Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja félagsmenn til að koma viðfangs­ efnum sínum á framfæri í blaðinu og leggja sitt af mörkum við að miðla faglegu efni og halda merkjum tæknifræðinnar og verkfræðinnar á lofti. Allt útgefið efni félaganna, allt frá stofnun VFÍ árið 1912 og TFÍ árið 1960 má finna á timarit.is. Þar með er varðveisla gagnanna tryggð, miðlun um upplýsingaveitur, textaleit og tengingar við aðrar leitarvélar. Félagsmenn sem vilja leggja útgáfumálum félaganna lið, koma með ábendingar um áhugavert efni eða eitthvað sem betur má fara mega gjarnan senda undirritaðri tölvupóst á netfangið: sigrun@verktaekni.is Í lokin vil ég þakka þeim sem lögðu til efni í þetta blað. Ekki síst þeim sem ritrýndu greinar, það er óeigingjarnt og oft vanmetið framlag. Sigrún S. Hafstein, ritstjóri

Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein. Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Kristján Logason · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 558 8100 · utgafa@utgafa.is


AF kjaramálum VFÍ og KTFÍ

4 / VERKTÆKNI

Skimun á ristilkrabbameini Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ og KTFÍ gerðu nýverið tímamóta samstarfssamning við Miðstöð meltingarlækna ehf. Markmið samningsins er að fræða og beita for­varnar­ aðgerðum gegn krabbameini í meltingar­ vegi. Greitt verður fyrir skimun hjá sjóð­

félögum sem eiga réttindi í sjóðunum. Fjölmennur kynningarfundur var haldinn í byrjun júnímánaðar. Bein útsending var frá fund­in­um og má nálgast upptöku á heima­síðum félaganna. (Frétt á forsíðu). Einnig er rétt að benda á

vef Krabbameinsfélagsins en þar er mynd­ band um ristilspeglun. Nánari upplýsingar um átakið verða sendar sjóð­félögum og birtar á heimasíðum félag­anna. Athugið að byrjað verður að taka við tíma­pöntunum 1. september.

Staða kjarasamninga Samningar framlengdir og breyttir með eftirfarandi samkomulagi við viðsemj­ endur:

Samkomulag KVFÍ og KTFÍ við ríkið undir­ritað 30. apríl 2014 Gildistími: 1. mars 2014 - 30. apríl 2015. Prósentuhækkun kemur fram í launatöflu í fylgiskjali 1 með gildistíma frá 1. mars 2014. 1.4.2015: Eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í febrúar 2015. Þeir sem eru í hlutastarfi eða hafa starfað hluta úr mánuði fá hlutfallslega greiðslu. Orlofsuppbót á árinu 2014 er 39.400 kr. Desemberuppbót/persónuuppbót 2014 er 73.600 kr. Breytingar á: grein 2.6.2 um Framlagn­ingu vaktskrár, grein 5.4.1.2 um Vinnusókn og ferðir og grein 10.3.1 um greiðslu í Vísindaog starfsmenntunarsjóði félag­anna. Fimm bókanir fylgja samningnum og er vakin athygli á Bókun 4 sem ítrekar fram­kvæmd ákvæðis um frí í stað yfirvinnu. Þar er áréttað að greiða skal út yfirvinnu­ álagið við næstu reglulegu útborgun og síðan er frí tekið 1 klst. fyrir hverja unna yfirvinnustund. Fjármálaráðuneytið mun fylgja því eftir við stofnanir ríkisins að þær framkvæmi þetta ákvæði samkvæmt kjarasamningi.

Samkomulag KVFÍ og KTFÍ við Reykja­ víkurborg undirritað 19. júní 2014 Gildistími: 1. apríl 2014 - 31. ágúst 2015. Prósentuhækkun kemur fram í launa­ töflu í fylgiskjali 1 með gildistíma frá 1. apríl 2014. Eingreiðslur: Við samþykkt samningsins greiðast 14.600 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í maí 2014. Þeir sem eru í hluta­ starfi eða hafa starfað hluta úr mánuði fá hlutfallslega greiðslu. Þann 22. desember 2014 greiðist sérstök eingreiðsla 20.000 kr. miðað við þá sem eru í fullu starfi í nóvember 2014. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall í nóvember 2014. Þann 1. júní 2015 greiðist sérstök ein­ greiðsla kr. 20.000 m.v. fullt starf hverjum starfsmanni sem var við störf í apríl 2015. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfs­ tíma og starfshlutfall í april 2015. Orlofsuppbót á árinu 2014 er kr. 39.500 og á árinu 2015 kr. 40.500.

Desemberuppbót 2014 er 79.500 kr. Undirbúningur næstu samninga hefst í ágúst 2014 í samræmi við viðræðu­áætl­ un sem er hluti samkomulagsins, sjá nánar í kjarasamningi.

Kjarasamningur KVFÍ, KTFÍ og SFB við samninganefnd sveitarfélaga undirritað 20. júní 2014 Gildistími: 1. mars 2014 - 31. ágúst 2015. Prósentuhækkun kemur fram í launa­ töflu í fylgiskjali 1 með gildistíma frá 1. mars 2014. Orlofsuppbót á árinu 2014 er kr. 41.200 og 1. maí 2015 kr. 42.000, sjá nánari út­færslu í kjarasamningi. Desemberuppbót 2014 er kr. 87.500, sjá nánari útfærslu í kjarasamningi. Frídagar vegna yfirvinnu Grein 2.3.8. hljóði svo: Heimilt er starfsmanni, með samkomu­ lagi við vinnuveitanda, að safna allt að 10 frídögum á ári vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglu­ legu útborgun. Frí vegna yfirvinnu frá fyrra ári, sem ekki hefur verið nýtt fyrir 15. apríl ár hvert, skal greitt út sem dagvinnustundir við næstu reglulegu útborgun. Yfirvinnuálag er 44,44% af yfirvinnutíma­ kaupa starfsmanna. Yfirvinnuálag skal ekki tekið út í fríi, heldur skal það greitt við næstu reglulegu útborgun, þ.e. þegar yfirvinnan ella ella hafð komið til greiðslu. Verðgildi atriða varðandi menntun og reynslu í kafla 10 er fært yfir í launa­ töflu.

Um er að ræða annars vegar niðurfellingu á persónuálagi vegna 13 ára fagreynslu viðbótar 2% og hinsvegar niðurfellingu á mati fyrir ECTS einingar umfram 180 ECTS grunnnám í BS gáðu. Nú er miðað við að BS, BA og sambærileg próf gildi sem lág­ mark óháð einingafjölda á bak við prófið. Um fyrra atriðið gildir að þeir sem hafa náð hafa 13 ára fagreynslu við gildistöku samn­ ingsins og hafa fengið 2% persónuálag vegna þess, halda því meðan þeir eru í samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Um síðara atriðið gildir að þeir sem við gildistöku samningsins hafa fengið 4% persónuálag vegna mats á grunnnámi umfram 180 ECTS í BS prófi, halda persónu­ álaginu meðan þeir eru í samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda og þeir sem við gildistöku samningsins hafa fengið persónuálag vegna mats á tvöföldu BSprófi halda persónuálaginu meðan þeir eru í samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Fjórar bókanir voru gerðar undir lok sam­komulagsins. Sú fyrsta um ráðstöfun 0,1% iðgjaldsins. Önnur fjallar um tvö verkefni sem falin eru samaráðsnefndum. Sú þriðja snýst um endurskoðun á starfa­ skilgreinum sem skal lokið fyrir 1. mars 2015. Sú fjórða segir að viðræðuáætlanir vegna næstu kjarasamninga skuli liggja fyrir ekki síðar en 15. september 2014. Á almennum vinnumarkaði voru fram­lengdir og breyttir kjarasamningar eftirfar­andi: Orkuveita Reykjavíkur og RARIK. Endurskoðun á kjarasamningi félaganna við SA og kjarasamningur við Landsnet/SA bíða fram yfir sumarleyfi.

Kjarakannanir 2014 Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ liggja fyrir. Þær má nálgast á heimasíðum félaganna. Til að auðvelda félagsmönnum lestur kjara­könn­ unar er þeim bent á að skoða heildarlaun hvers árgangs í töflu 2 og síðan töflurnar fjórar nr. 24, 26, 28 og 30 sem greindar eru eftir starfsvettvangi. Breyturnar í þessum töflum eru starfsaldur í töflu 24, lífaldur í töflu 26, fagsvið í 28 og starfssvið í töflu 30. Með þessum hætti má nálgast til muna

þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling. Verið er að skoða könnunina samkvæmt líkani sem dregur fram breytur með mikilli marktækni ss. hversu laun stjórnenda, verkefnisstjóra osfrv. eru hærri en ella og verður það birt á heimasíðunni þegar þeirri skoðun er lokið. Það er ánægjulegt að ekki kemur fram kynbundinn launamunur.


verktækni / 5

NÚ ER RÉTTI TÍMINN Nú er rétti tíminn til að greiða í viðbótarlífeyrissparnað þar sem tækifæri gefst til að nota óskattlögð iðgjöld til þess að greiða niður húsnæðislán eða leggja fyrir vegna mögulegra húsnæðiskaupa. Ef þú ert nú þegar að greiða 2% í slíkan sparnað þá hvetjum við þig til þess að hækka það í 4% frá og með 1. júlí 2014. Nauðsynlegt er að vera með samning um viðbótarlífeyrissparnað áður en sótt er um ráðstöfun séreignarsparnaðar skattfrjálst til greiðslu inná íbúðalán eða til húsnæðiskaupa. Samning um viðbótarlífeyrissparnað er að finna á www.lifsverk.is. Við hvetjum alla sem tök hafa á til þess að nýta sér þetta hagkvæma sparnaðarform.

Láttu þetta tækifæri ekki fram hjá þér fara

Sækja þarf um á vef Ríkisskattstjóra fyrir 1. september n.k. til að umsóknin gildi frá 1. júlí n.k. Eftir það gildir umsókn frá því hún berst. Frádráttarbært iðgjald launþega í séreignarsjóð hækkar úr 2% í 4% af heildarfjárhæð launa þann 1. júlí n.k. Framlag launagreiðanda er að lágmarki 2%.

Allir geta gert samning um viðbótarlífeyrissparnað við Lífsverk Viðbótarlífeyrissparnaður er launahækkun

Ávöxtun séreignarleiða

Stór hluti launþega greiðir ekki í viðbótarlífeyrissparnað og verður því af 2% launahækkun vegna mótframlags launagreiðanda. Ef þú ert einn af þeim hafðu þá samband í síma 575-1000 eða sendu okkur tölvupóst á radgjof@lifsverk.is, og við aðstoðum þig við val á séreignarleið sem hentar þér. Góð ávöxtun var á séreignarleiðum sjóðsins á árinu 2013. Allar ávöxtunarleiðirnar skiluðu umtalsvert betri ávöxtun en markaðsviðmið þeirra. Meðalávöxtun síðastliðinna fimm ára var á bilinu 6,9% - 14,9%.

14,9%

5 ára meðaltal

14,3%

Nafnávöxtun 2013 Viðmið 2013

7,5% 6,9%

6,2% 5,0%

4,6%

3,8%

2,8%

LÍFSVERK 1

LÍFSVERK 2

LÍFSVERK 3

Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 31.12.2008 – 31.12.2013 fyrir Lífsverk 1 og 2, en frá ágúst 2009 – 31.12.2013 fyrir Lífsverk 3.

Hafðu samband í síma 575 1000 eða lifsverk@lifsverk.is Engjateigi 9 105 Reykjavík www.lifsverk.is


Af stjórnarborði VFÍ

6 / VERKTÆKNI

Aðalfundur VFÍ 2014 Aðalfundur VFÍ var haldinn fimmtudaginn 27. mars. Lagabreytingar varðandi aðal­ fundartíma og Vinnudeilusjóð voru sam­ þykktar einróma. Á fundinum var tilkynnt um niðurstöðu stjórnarkjörs. Kristinn Andersen var endurkjörinn for­maður til tveggja ára. Ársskýrslan er birt í heild á vfi.is en hún inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefnda og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess. Sem fyrr segir var Kristinn Andersen var endurkjörinn formaður VFÍ til tveggja ára. Auk hans voru kosnir í stjórn Bjarni G.P. Hjarðar, Páll Gíslason og Gísli Georgs­ son, varameðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru Guðrún A. Sævarsdóttir, Arnór B. Kristinsson og Sveinbjörn Pálsson.

Stjórn Kjaradeildar Kári Steinar Karlsson var endurkjörinn formaður Kjaradeildar VFÍ. Auk hans voru kosin í stjórn Halldór Árnason, Kristinn Steingrímsson og Elísabet Vilmarsdóttir, varameðstjórnandi. Aðrir í stjórn Kjara­ deildar eru Auður Ólafsdóttir, Kristján Sturlaugsson og Rúnar Svavar Svavarsson.

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi Sveinn I. Ólafsson, var endur­kjörinn formaður. Auk hans voru kosnir í stjórn Steinar Friðgeirsson, Davíð Á. Gunnarsson og Gylfi Árnason, vara­með­stjórnandi.

Lagabreytingar Fyrir aðalfundi lágu tvær breytingar á lögum félagsins og voru þær báðar sam­ þykktar. Fyrri breytingin gengur út á að aðalfund skuli halda fyrir lok aprílmánaðar, í stað marsmánaðar áður. Þá var, að tillögu

Glæsilegur fundasalur Aðal fundasalurinn í Verkfræðingahúsi var í upphafi árs tekinn í notkun eftir gagngerar endurbætur. Salurinn er á neðstu hæð og var hún öll tekin í gegn. Skipulagi hæðar­ innar var breytt, nýtt eldhús sett upp og salurinn endurnýjaður frá grunni. Endurbæturnar gjörbreyta aðstöðunni og hljóðvist salarins er allt önnur en áður. Beinar útsendingar og upptökur af félags­ fundum hafa tekist ágætlega og hafa sérstaklega félagsmenn á landsbyggðinni nýtt sér þá nýjung. Félagsmönnum VFÍ og TFÍ stendur til boða að taka salinn á leigu. Skrifstofan veitir nánari upplýsingar.

Kjaradeildar, Vinnudeilusjóður lagður niður og innistæða lögð í félagssjóð, en Vinnu­ deilusjóður hefur verið óvirkur um margra ára skeið. Rekstur VFÍ er verkefnabundinn og Kjaradeild fær fjármagn úr aðalsjóði.

Stytting framhaldsskólanáms og áhrif á verkfræði og tæknigreinar Fulltrúar stjórnar VFÍ, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands áttu nýverið fund með mennta- og menningarmálaráðherra og ræddu styttingu framhaldsskólastigsins. Fulltrúar VFÍ komu sjónarmiðum sínum á framfæri og óskuðu eftir að eiga þess kost að fylgjast með fyrirætlunum ráðuneytisins sem kunna að hafa áhrif á undirbúning fyrir nám í verkfræði og tæknigreinum. Fulltrúar VFÍ buðu einnig fram krafta félagsins við stefnumótun og umræðu um þessi mál. Í bréfi VFÍ sem afhent var ráðherranum segir meðal annars: „Stytting náms til stúdentsprófs getur skilað verulegum áviningi ef vel er að henni staðið, en þá er nauðsynlegt að horfa til allra skólastiga fram til stúdentsprófsins. Til þess að tryggja undirbúning nemenda fyrir nám og störf 21. aldarinnar er jafn­ framt nauðsynlegt að styrkja kennslu á öllum skólastigum, þ.m.t. grunnskóla­ stigsins, í stærðfræði og raungreinum. Verði þessu ekki sinnt mun stytting framhalds­ skólanáms skila stækkandi hópum nem­ enda sem ekki eiga kost á að stunda nám í verkfræði og skyldum greinum, hérlendis og erlendis.“

Dagur verkfræðinnar Ákveðið hefur verið að gera breytingar á tímasetningu og umgjörð árshátíðar VFÍ frá og með næsta ári. Hugmyndir eru um að

Kristinn Andersen, formaður VFÍ.

helga sérstakan dag verkfræðinni, með ráðstefnu, sýningu og/eða öðrum viðburð­ um. Vinnuheitið er „Dagur verkfræðinnar“ og ráðgert er að hann verði í apríl, en 12. þess mánaðar er afmælisdagur VFÍ. Mark­miðið er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræð­ inga. Þeir sem vilja vera með í undirbúnings­ hópnum eru beðnir um að hafa samband við Árna B. Björnsson, framkvæmdastjóra VFÍ. Kristinn Andersen, formaður VFÍ.


verktækni / 7

Heiðursveitingar VFÍ Fyrr á þessu ári voru fimm verkfræðingar heiðraðir af VFÍ. Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson voru útnefndir heiðursfélagar sem er æðsta viður­ kenning félagins. Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Sigurjón Arason voru sæmd heiðursmerki félagsins. Karl Ómar lést skömmu eftir útnefninguna, 86 ára að aldri. Það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki og kjörnir heiðursfélagar. Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræðieða vísindastörf. Alls hafa 25 einstaklingar hlotið þetta sæmdarheiti í 102 ára sögu félagsins. Heiðursmerki VFÍ má veita í viður­kenn­ ingarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðinga­stétt­ arinnar. Alls hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu.

Heiðursfélagar Sem fyrr segir er það Merkisnefnd VFÍ sem útnefndir þá einstaklinga sem hljóta sæmdarheitið heiðursfélagi VFÍ. Hér á eftir fara umsagnir nefndarinnar sem ritaðar voru í viðurkenningarskjöl sem Karli Ómari og Tryggva voru afhent.

Heiðursfélagar VFÍ – Karl Ómar Jónsson og Tryggvi Sigurbjarnarson.

formaður 1995 – 1996. Hann var um skeið formaður BVFÍ, sat lengi í stjórn Lífeyris­ sjóðs VFÍ og sem formaður 1984 – 1985 og var í stjórn Félags ráðgjafar­verkfræðinga. Hann situr nú í Siðanefnd VFÍ. Karl Ómar hefur verið Verkfræðingafélagi Íslands einstakur liðsmaður. Hann var sæmdur heiðursmerki VFÍ 1998.

Tryggvi Sigurbjarnarson Tryggvi Sigurbjarnarson lauk Dipl. Ing. námi í raforkuverkfræði frá TH í Dresden 1961. Hann var rafveitustjóri hjá Rafmagns­ veitu Siglufjarðar í nokkur ár, deildar­verk­ fræðingur hjá RARIK og síðan hjá Lands­

virkjun. Hann var meðeigandi í verk­ fræðistofunni Rafteikningu frá 1975, yfir­ verkfræðingur um skeið og síðan fram­ kvæmdastjóri. Stofnaði ásamt fleirum verkfræðistofuna Línuhönnun hf. 1979 og ráðgjafarstofuna Skipulag og stjórnun sf. 1989 þar sem hann starfaði í mörg ár. Tryggva má með sanni kalla frumkvöðul í faglegri verkefnastjórnun á Íslandi. Hann var einn af stofnendum Verkefnastjórnunar­ félagsins og formaður þess um skeið. Hann stundaði símenntun í verkefnastjórnun hjá Morten Fangel frá 1984 og kenndi það fag árum saman á styttri námskeiðum hjá Endurmennt­unar­stofnun HÍ og um nokkurra ára skeið sem stundakennari við HÍ. Hann var einn af stofnendum Nordica ráðgjafar ehf. sem þróaði námsbrautina Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og hundruð Íslendinga hafa sótt. Tryggvi hefur verið formaður fjölmargra nefnda á vegum opinberra aðila, m.a. skipulagsnefndar um raforkuöflun, ráð­ gjafanefndar iðnaðarráðuneytisins, nefndar um endurskipulagningu Orkustofnunar og Orkustefnunefndar. Eftir starfslok 2008 lauk hann námi í ferðaleiðsögn hjá EHÍ og hefur haldið námskeið um Íslendingasögurnar hjá FEB og verið fararstjóri í ferðum á söguslóðir innanlands og erlendis. Hann sat í Merkisnefnd VFÍ í nokkur ár og var formaður nefndar um endurskoðun siðareglna félagsins sem tóku gildi 2011. Tryggvi var sæmdur heiðursmerki VFÍ 2005.

Karl Ómar Jónsson Karl Ómar Jónsson lauk M.Sc. prófi í bygg­ ingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1955. Hann starfaði í nokkur ár hjá Vega­ gerð ríkisins og síðan hjá Hitaveitu Reykja­ víkur. Hann ásamt fleirum stofnaði verk­ fræðistofuna Fjarhitun sf. árið 1962 og starfaði sem framkvæmdastjóri til 1994. Hann stóð fyrir stofnun Verkfræðistofu Norðurlands á Akureyri 1974 og Verk­fræði­ stofu Suðurnesja 1980. Karl var leiðandi í uppbyggingu hita­ veitna um allt land meðal annars í Reykja­ vík, á Suðurnesjum, Akureyri og í Borgar­ firði. Karl Ómar hefur gegnt ýmsum félagsog trúnaðarstörfum, einkum á sviði lax- og silungsveiði en hann var um skeið for­ maður Stangveiðifélags Reykjavíkur og Landsambands stangveiðifélaga. Hann sat í ýmsum stjórnskipuðum nefndum um orku­ mál, byggingamál og nýtingu laxa­stofna. Karl Ómar hefur starfað mikið fyrir VFÍ og spanna störf hans óvenju langt tímabil. Hann sat í stjórn 1962 – 1964 og 1984 – 1985 var varaformaður 1994 – 1995 og

Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ, Tryggvi Sigurbjarnarson, Karl Ómar Jónsson, Sigurjón Arason, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson og Kristinn Andersen, formaður VFÍ.


Af stjórnarborði TFÍ

8 / VERKTÆKNI

Aðalfundur TFÍ 2014 Aðalfundur TFÍ var haldinn fimmtudaginn 20. mars. Önundur Jónasson var endur­ kjör­inn formaður til tveggja ára, Helgi Páll Einars­­son og Jens Arnljótsson voru kosnir meðstjórnendur til tveggja ára og Þorleifur Magnús Magnússon varameðstjórnandi til eins árs. Aðrir í stjórn TFÍ eru Sigurður Rúnar Guðmundsson og Sonja Schaffel­ hoferová. Fulltrúi KTFÍ er Þór Sigurþórsson, til vara Arnlaugur Guðmundsson. Fulltrúi STFÍ er Magnús Þór Karlsson, til vara Ingvar Blængs­son. Ársskýrslan er birt í heild á tfi.is en hún inniheldur skýrslu stjórnar, skýrslur nefnda og deilda, reikninga félagsins og sjóða í vörslu þess.

Viðhorfskönnnun Rafræn viðhorfskönnun var gerð meðal félagsmanna TFÍ í marsmánuði. Spurn­ing­ arnar voru útfærðar að undangenginni stefnumótunarvinnu. Í kaflanum þar sem niðurstöður könnunarinnar eru dregnar saman segir meðal annars. „Afdráttarlaus og jákvæð viðhorf eru hjá félagsmönnum TFÍ til núverandi starfsemi félagsins, sam­ starfsins við VFÍ og þeirrar þjónustu sem þeir fá á skrifstofu félagsins.

Ekki er áhugi á því hjá félagsmönnum TFÍ að draga úr eða auka kröfur til náms í tæknifræði. En hins vegar er afdráttarlaus vilji félagsmanna til þess að til verði meist­ aranám M.Sc. gráða sem byggir á hag­ nýtum þáttum tæknifræðinnar.“ Stjórn félagsins mun hafa niðurstöður könnunarinnar til hliðsjónar í áfram­hald­ andi stefnumótun en vinnuhópar sem skipaðir voru starfa áfram.

Tengsl við skóla TFÍ hefur ætíð haft sterk tengsl við skóla hér á landi sem kenna tæknifræði. Styrkir til nemendaverkefna, viðurkenningar loka­ verk­­efna, vísindaferðir, kynningar fyrir nemendur og fundir með forsvarsmönnum skólanna eru meðal verkefna stjórnar til að viðhalda góðum tengslum. Enda er það eitt megin­hlutverk félagsins að fylgjast með þróun námsins og tryggja gæði þess.

Menntunarmál og starfsheiti Menntunarnefnd TFÍ hefur unnið að endur­skoðun reglna um starfsheitið tækni­ fræð­ingur. Ekki verða gerðar meiriháttar efnis­legar breytingar á kröfum, heldur er um að ræða minniháttar leiðréttingar auk skýringa sem varða form og samskipti við

Önundur Jónasson, formaður TFÍ.

ráðuneytið. Meðal annars er sundurliðun náms og flokkun faga skýrð betur. Önundur Jónasson, formaður TFÍ.


verktækni / 9

Viðurkenningar TFÍ fyrir lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík Á Tæknidegi Háskólans í Reykjavík, sem haldinn var 16. maí, voru afhentar viður­ kenningar TFÍ fyrir framúrskarandi loka­ verkefni. Helgi Páll Einarsson, varafor­mað­ ur TFÍ, afhenti nemendum viðurkenn­ing­ arnar. Þrjú verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Á myndinni eru nemendur sem hlutu viðurkenningu, Ari Kristinsson, rektor HR (lengst til vinstri) Helgi Páll Einarsson, varaformaður TFÍ,og lengst til hægri er Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR.

Birgir Þór Guðbrandsson, vél- og orkutæknifræði. Hönnun hreinsistöðvar fyrir reykköfunartæki.

Keilir og Háskóli Íslands Föstudaginn 20. júní fór fram brautskráning tæknifræðinemenda Keilis á Ásbrú í Reykja­nesbæ. Þetta er í þriðja skipti sem Keilir og Háskóli Íslands útskrifa í sam­ einingu nemendur með BSc-gráðu í tækni­ fræði og brautskráðust í ár fimm nemendur af tveimur brautum, orku- og umhverfis­

tæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Við þetta tækifæri flutti Önundur Jónasson formaður TFÍ ávarp og afhenti viðurkenn­ ingu félagsins fyrir vel unnið lokaverkefni. Sigurður Örn Hreindal fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt um hönnun á nýrri nálavindivél í netagerð.

Gunnar Ingi Valdimarsson, rafmagnstæknifræði. Aukið rekstraröryggi íslenska raforkukerfisins með kvikri álagsstjórnun Norðuráls.

Þórdís Björnsdóttir, byggingartæknifræði. Fjaður­stuðull steinsteypu.

Önundur Jónasson, formaður TFÍ veitti Sigurði Erni Hrafnkelssyni viðurkenningu frá TFÍ.


10 / VERKTÆKNI

Kolbeinn er heiðursfélagi TFÍ Á aðalfundi TFÍ var Kolbeinn Gíslason, raf­magnstæknifræðingur gerður að heiðurs­­félaga. Heiðursfélagi Tækni­fræð­ingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotn­ast þeim einstaklingum sem unnið hafa sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála TFÍ eða í þágu þjóð­ félagsins. Kolbeinn hefur unnið ötullega að mennt­­unarmálum og sýnt eljusemi og dugnað við að kynna nám í tæknifræði. Aðeins hafa níu tæknifræðingar hlotið þessa viður­kenningu í 54 ára sögu félags­ins. Kolbeinn fékk afhent gullmerki félagsins og heiðursskjal með eftirfarandi umsögn: Kolbeinn Gíslason, rafmagnstæknifræð­ ingur, er fæddur í Reykjavík 25. júní 1935. Að loknu sveinsprófi og meistaraprófi í út­varpsvirkjun starfaði hann sem radíó­við­ gerðarmaður hjá Flugmálastjórn í fimm ár. Að því loknu hóf hann nám í raf­magns­ tæknifræði í Sönderborg Teknikum í Dan­ mörku. Hann útskrifaðist sem tækni­fræð­ ing­ur árið 1966 og fékk inngöngu í Tækni­­­fræð­inga­félag Íslands sama ár. Kolbeinn vann hjá Flugmálastjórn frá 1967 til 1971 við flugprófanir. Árið 1972 hóf hann kennslu í rafeinda­

Önundur Jónasson, formaður TFÍ, Kolbeinn Gíslason, heiðursfélagi og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri.

virkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Þar starf­aði hann til ársins 2000 að undan­ skildum árunum 1981-1983 er hann var í kennslu­leyfi og starfaði hjá Sjónvarpinu. Kolbeinn hvatti efnilega nemendur til fram­haldsnáms og margir nemendur hafa útskrifast sem tæknifræðingar frá Sönder­ borg vegna eljusemi hans og dugnaðar við að kynna nám í tæknifræði. Kolbeinn

stóð fyrir kynningum á tæknifræðinámi í Sönder­borg í áratugi. Tæknifræðingafélag Íslands þakkar Kolbeini fórnfúst og árangursríkt starf í þágu stétt­arinnar og til framfara og bættrar verk­ menn­ingar. Í viðurkenningarskyni hefur stjórn félagsins sæmt hann nafnbótinni heiðurs­félagi Tæknifræðingafélags Íslands.

Næsta kynslóð

Flexicut vinnslulína fyrir hvítfisk

HJÁ MAREL Á ÍSLANDI S TA R FA Y F I R 100 S TA R F S M E N N Í VÖRUÞRÓUN

MAREL LAGÐI 7 MILL JARÐA KRÓNA Í NÝSKÖPUN ÁRIÐ 2013

Í FYRRA KYNNTI M A R E L 48 NÝJAR VÖRUR O G S Ó T T I U M 24 EINKALEYFI

Nýsköpun sprettur úr samstarfi marel.is


verktækni / 11

Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ:

Nýtt nám í nýsköpun og viðskiptaþróun Háskóli Íslands er að fara af stað með nýtt nám í nýsköpun og viðskiptaþróun. Námið er á meistarastigi og er sam­ starfs­verkefni Félagsvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Það miðar að því að undirbúa nemendur fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi, hvort sem það er með stofnun eigin fyrirtækja, störfum innan sprota- eða vaxtar­fyrir­ tækja, eða við viðskiptaþróun stærri fyrirtækja. Rögnvaldur Jóhann Sæmunds­son, dósent í iðnaðarverkfræði, hefur unnið að undirbúningi námsins fyrir hönd Verkfræði- og náttúruvísindasviðs ásamt Magnúsi Þór Torfasyni fyrir hönd Félagsvísindasviðs. Við hittum Rögnvald og spurðum hann nánar út í námið. „Námið er hugsað þannig að sem flestar deildir háskólans geta tekið þátt í því. Skil­ greindur hefur verið ákveðinn kjarni, alls 30 einingar, sem veitir grunnfærni í ný­­sköp­un og viðskiptaþróun. Nemendur geta fléttað þennan kjarna inn í sitt nám sem gefur þeim tækifæri til að vinna að hagnýt­ingu meðan á náminu stendur eða gera rann­ sóknir sem tengjast hagnýtingu,“ segir Rögnvaldur. „Sérstök námslína hefur verið stofnuð í viðskiptafræði þar sem kjarna­nám­ skeiðin eru skylda en í öðrum deildum eru þau tekin sem val. Þannig útskrifast nem­end­ ur sem sérfræðingar á sínu sviði frá þeirri deild þar sem þeir stunda sitt meist­aranám.“ Samkvæmt Rögnvaldi þá er þetta nám byggt þannig upp að nemendur úr ólíkum

deildum öðlist þjálfun í að meta ólíkar tegundir viðskiptatækifæra og hvernig hægt sé að nýta þau á árangursríkan hátt. Þá vinna nemendur saman að afurðaþróun í umfangsmiklu verkefni þar sem viðskipta­ legar forsendur eru í forgrunni. Verkefnið getur verið sprottið úr sjálfstæðu viðskipta­ tækifæri nemenda eða komið úr ranni samstarfsfyrirtækja.

En fyrir hverja hentar námið? „Það hentar fyrir nemendur sem hafa áhuga á að vinna að nýsköpun og við­ skipta­­þróun, hvort heldur sem sérfræðingar í viðskiptum eða á öðrum sviðum,“ segir Rögnvaldur. „Einu formlegu kröfurnar til að sækja um námið eru að viðkomandi sé skráður í meistara- eða doktorsnám við Háskóla Íslands. Í náminu öðlast nemendur þrenns konar færni. Í fyrsta lagi öðlast þeir skilning á nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum og þeim rannsóknum sem hafa verið stund­ aðar á því sviði. Í öðru lagi öðlast þeir færni í aðferðafræði sem notuð er við rannsóknir á þessu sviði og til að greina og meta viðskiptatækifæri. Síðast en ekki síst öðlast nemendur færni í framkvæmd nýsköpunar og viðskiptaþróunar.“

Góðir atvinnumöguleikar eftir námið „Að loknu námi eru nemendur sérfræð­ ingar á sínu sviði sem geta unnið á árangurs­­ríkan hátt með öðrum að nýsköp­ un hvort heldur sem þeir eru viðskipta­ fræðingar, verkfræðingar, tölvunar­fræð­ing­ ar, ferðamálafræðingar, eða eitthvað annað. Helstu vinnustaðir eru fyrirtæki sem byggja

Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson.

samkeppnishæfni sína á nýsköpun, bæði stór og smá, auk þess sem námið hentar þeim sérstaklega vel sem vilja koma að stofnun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja.“ Rögnvaldur segir að nám af þessu tagi hafi ekki verið í boði hér á landi áður en fyrirmyndir eru til víða í Evrópu og í Banda­ ríkjunum. „Í þessu námi koma saman nemendur sem hafa sérfræði­þekkingu á mörgum sviðum, námið er í senn bæði fræðilegt og praktískt, auk þess sem gengið er lengra í útfærslu og prófun viðskipta­ hugmynda en tíðkast hefur hér á landi.“ Frekari upplýsingar um námið má nálgast á nyskopun.hi.is og http://www.hi. is/sites/default/files/nyskopun_og_ vidskiptathroun_2014.pdf


12 / VERKTÆKNI

Tæknifræðinám á vegum Háskóla Íslands á vettvangi Keilis á Ásbrú Háskóli Íslands og Keilir bjóða í sam­ starfi upp á þriggja og hálfs árs háskóla­nám í tæknifræði, en námið er námsleið undir Verkfræði- og náttúru­ vísindasviði Háskóla Íslands. Tækni­ fræðinámið hefur verið starfrækt í fimm ár. Á þessu ári var stigið það skref að innleiða námið í kennsluskrá Háskóla Íslands. Nemendur eru skráðir í Háskól­ ann og útskrifast þaðan en námið fer alfarið fram á vettvangi Keilis á Ásbrú. Með náminu er leitast við að koma til móts við ákall atvinnulífsins eftir aukinni og fjölbreyttari tæknimenntun. Tæknifræði miðar að því að nýta þá tækniþekkingu sem er til staðar hverju sinni til þróunar á nýjum lausnum fyrir iðnað og atvinnulíf. Undirtitill Keilis er miðstöð vísinda, fræða og atvinnu­ lífs, sem undirstrikar það hlut­verk að tengja menntun og þekkingu við atvinnulíf og nýsköpun. Það hlutverk fellur vel að mark­ miðum tæknifræðinnar og má því segja að náminu sé vel fyrir komið í því mennta­ umhverfi sem Keili er falið að skapa í því ört vaxandi þekkingarsamfélagi sem hefur orðið til á Ásbrú á fyrrum varnasvæði NATO.

Námslínur Boðið er upp á tvær þverfaglegar náms­ línur, orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Orðið meka­ tróník er samsett orð úr ensku heitunum mechanisms og electronics og snýst meka­ tróník um að nýta rafeinda- og hugbún­ aðar­fræði samhliða hönnun á vélbúnaði til að búa til sjálfvirkan vélbúnað. Námið nýtist þeim sem vilja vinna í hátækniiðnaði og við nýsköpun, til dæmis við hönnun og smíði á búnaði sem eykur arðbærni í fram­leiðsluiðnaði eða bætir lífsgæði fólks.

Orku- og umhverfistæknifræði snýst um nýtingu vistvænnar, endurnýjanlegrar orku og aðferðir til að beisla, umbreyta, flytja og geyma hana. Áhersla er lögð á fjölþætta tækniþekkingu sem nýtist á flestum svið­ um orkugeirans, meðal annars efna-, vélaog rafmagnsfræði. Helstu viðfangsefnin eru nýting vistvænna orkugjafa eins og lífræns eldsneytis, jarðvarmaorku, vindorku o.fl.

Námið, aðstaða og tengsl við atvinnulíf Uppsetning námsins er óvenjuleg að því leyti að námsárinu er skipt upp í þrjár tíu vikna lotur þar sem bókleg fög og verk­ efna­vinna fléttast saman og tvær þriggja vikna verkefnalotur þar sem áhersla er lögð á raunveruleg viðfangsefni, tengd atvinnu­ lífi og nýsköpun. Lengra námsár þýðir að hægt er að ljúka 80 ECTS einingum á ári í stað 60 eins og venja er á Íslandi og klára þriggja og hálfs árs nám á þremur árum. Á síðusta misseri námsins vinna nemendur lokaverkefni, sem þeir gera grein fyrir í skýrslu og ljúka með munnlegri vörn. Í náminu er mikil áhersla á verklega kennslu og verkefnavinnu. Auk hefð­bund­ inna kennslustofa fyrir bóklegt nám og verklegar tilraunir hafa nemendur aðgang að sérhæfðum rannsóknar- og tilrauna­ stofum sem reknar eru af Orku­rannsókn­ um ehf, sjálfstætt starfandi ein­ingu innan Keilis. Orkurannsóknir bjóða upp rann­ sóknar- og stoðþjónustu fyrir atvinnulíf og sprotafyrirtæki. Verkefnavinna nemenda fer fram í stöðugt stækkandi aðstöðu Orku­ rannsókna, sem saman­stendur af: Efnarannsóknastofu sem búin er há­þróuðum tækjabúnaði til efnagreininga og örverurannsókna. Möguleg þjónustusvið eru efnagreiningar á loftmengun og elds­ neyti, söfnun og greiningar á þrávirkum efnum í umhverfi, rannsóknir á útfellingum og tæringu í jarðhitavatni og hagnýtar

rannsóknir á nýtingu kísils og annarra efna í jarðhitavatni og rannsóknir tengdar sjávarútvegi og matvælaiðnaði. Rafmagns- og stýritæknistofu, sem býður upp á þróun á hverskonar sjálfvirkum búnaði sem fléttar saman örtölvum, hug­ búnaðargerð, rafeindafræði og vélbúnaði. Votrýmisaðstöðu fyrir meðhöndlun vökva í tilraunaskyni og þróunarverkefnum. Mjög rúmgóðri smiðju sem er meðal annars búin öllum helstu verkfærum sem þarf til hefðbundinnar plast og málm­ vinnslu. Auk þess er rými smiðjunnar nýtt fyrir umfangsmikil verkefni og fyrirferða­ mikinn búnað. Öflug tengsl hafa skapast milli atvinnu­lífs og tæknifræðinámsins þau fimm ár sem það hefur starfað og stöðug aukning er í aðkomu fyrirtækja að bæði verkefnalotum og loka­ verkefnum nemenda. Verkefnin hafa tengst orkuiðnaði, álframleiðslu, hátækni­fyrir­tækj­ um, umhverfiseftirliti og sprota­fyrirtækjum á Ásbrúarsvæðinu og víðar svo fátt eitt sé talið. Einnig má nefna fjölmörg þróunar­ verkefni í samstarfi við fyrirtæki í og tengd sjávarútvegi, sem hafa komið til vegna aðkomu Keilis að sjávarklasanum á Suður­ nesjum. Verkefnin snúa m.a. að auk­inni sjálfvirkni í vinnslu og bættri nýtingu afurða. Í þekkingarsamfélaginu á Ásbrú hefur orðið til skapandi umhverfi frumkvöðla og fyrirtækja með áherslu á nýsköpun og tæknigreinar. Að loknu námi býðst nem­ endum ódýr aðstaða í einu glæsi­legasta frumkvöðlasetri landsins, Eldey, þar sem þeir geta þróað hugmyndir og komið sprota­ fyrirtækjum á legg. Sterk tengsl hafa mynd­ ast milli tæknifræðinámsins og frum­kvöðla­ setursins. Sem dæmi um það hefur nem­ enda­félag tæknifræðinema Keilis (NOT) haldið utan um uppbyggingu á vel útbúinni hugmyndasmiðju í 80 fermetra vinnuaðstöðu sem félaginu var úthlutað í Eldey. Með þessu

Inntökuskilyrði í tæknifræðinámið er stútentspróf eða sambærilegt nám. Sam­bærilegt nám er 4. stigs vélstjórapróf og lokapróf úr Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis eða Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Námið hentar vel þeim sem koma úr tæknimiðuðu iðnnámi eða vélstjórnanámi. Keilir býður þeim sem ekki uppfylla inntökuskilyrði að brúa bilið með stuttu hnitmiðuðu undirbúningsnámi í staðnámi hjá Keili eða í fjarnámi í samstarfi við SÍMEY á Akureyri.


verktækni / 13

Námið fer fram allt árið að undanskyldu sex vikna sumarfríi. Námið saman­ s­tendur af þremur tíu vikna bóklegum lotum með verklegri tengingu og tveimur þriggja vikna verkefnalotum. Verkefnalotur tengjast raunverulegum verk­efn­um á seinni stigum námsins, gjarnan í samstarfi við atvinnulíf.

hefur skapast vettvangur fyrir nemendur til að tengja á lifandi hátt saman nám og störf í skapandi umhverfi frumkvöðla.

Nemendur

ANTON & B ER GUR

Tæknifræðinám Keilis hefur verið starfrækt í tæp fimm ár og eru því komnir þrír út-­ skrift­arárgangar. Nemendum hefur fjölgað um vel rúmlega helming frá upphafi og eru nú yfir 70 nemendur að jafnaði á öllum árum tækni­fræðinámsins. Útskrifaðir nemendur hafa meðal annars farið í framhaldsnám í tæknifræði og skyld­

Á Ásbrú er boðið upp á ódýrt leigu­húsnæði í öflugu samfélagi námsmanna. Nemendur fá frítt í almenningssamgöngur milli allra svæða í Reykjanesbæ sem og milli Reykjanesbæjar og höfuðborgar­svæðisins.

um greinum bæði hérlendis og erlendis, ráðið sig í vinnu til orkufyrirtækja, hug­ búnaðarfyrirtækja, sprotafyrirtækja, á verk­ fræðistofur og fyrirtækja sem þjónusta atvinnulíf og iðnað. Að auki hafa nemendur stofnað sín eigin nýsköpunarfyrirtæki í framhaldi af loka­verkefnum sínum og meðal annars nýtt til þess aðstöðu við frumkvöðlasetrið Eldey. Sem dæmi er þar nú starfandi fyrirtækið Geosilica sem sprottið er úr tæknifræði­námi Keilis og vinnur að þróun fæðu­bótar­efna úr jarðhitavatni í samstarfi

við Orkurannsóknir og tæknifræðinám Keilis. Í tæknifræðináminu öðlast nemendur mikla sérhæfingu og reynslu sem nýtist við lausn krefjandi verkefna á fjölmörgum áhugaverðum sviðum, en að auki veitir námið öfluga grunnþekkingu sem nýtist við áframhaldandi útvíkkun á þekkingu og færni, bæði í námi og starfi. Nánari upplýsingar um tæknifræðinámið má nálgast í kennsluskrá Háskóla Íslands (https://ugla.hi.is/kennsluskra) og á heimasíðu Keilis (keilir.net).

AÐ HVERJU ÞARF ÉG AÐ HUGA? • lífeyrissjóði og eftirlaunum • vörn gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa • skipulegum sparnaði • uppbyggingu eigna Almenni lífeyrissjóðurinn veitir faglega og persónulega ráðgjöf og fer vel yfir þín mál. Hafðu samband við okkur og við finnum hentuga leið fyrir þig og þína Borgartúni 25 • sími 510 2500 • www.almenni.is


Framfarir með áli Mikilvægi áls í heiminum eykst með hverju ári, sérstaklega hvað varðar nýsköpun og hönnun. Alls kyns tól og tæki eru í auknum mæli framleidd úr áli og sú þróun mun halda áfram á næstu árum. Ál er merkilegt efni, lipur og meðfærilegur málmur. Mikil tækifæri liggja í þróun áls. Því er gleðilegt að nú er undirbúningur hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum á Íslandi. Að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Með samstilltu átaki er ætlunin að styðja rannsóknir og nýsköpun og auka verðmætasköpun og útflutningstekjur.


verktækni / 15

Verkefnastjórnunarfélagið 30 ára Verkefnastjórnunarfélag Íslands var stofnað 23. maí 1984 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni af afmælinu var tekin saman saga félagsins og gefið út ritið: Hálfnað er verk þá hafið er. Höfundur þess er Þorgrímur Gestsson, blaðamaður og rithöfundur. Einnig voru tekin viðtöl við frumkvöðlana og fólk sem setti mark sitt á þróun félags­ ins. Ritið og viðtölin má finna á heimasíðu félagsins, vsf.is. Þar eru viðtöl við verkfræð­ ingana Daníel Gestsson, Egil Skúla Ingi­ bergsson, Hildi Hrólfsdóttur, Stanley Páls­ son, Ómar Imsland og Tryggva Sigur­bjarnar­ son auk Steinunnar Huld Atla­dóttur. VSF hefur unnið ötullega að því að efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Innan vébanda IPMA (Inter­ national Project Management Association) hefur verið unnið að því að móta skil­grein­ ingar fyrir vottun verkefna­stjóra á alþjóð­ lega vísu og hefur VSF frá upphafi tekið virkan þátt í því starfi. Á vef VSF kemur fram að VSF hefur vottað íslenska verkefnastjóra samkvæmt alþjóðlegum kröfum allt frá 1997. Fyrstu vottunarferlin voru með aðstoð erlendra matsmanna sem komu meðal annars frá Þýskalandi, Englandi og Danmörku. Nú er svo komið að reynsla íslenskra matsmanna er orðin mjög góð þannig að ekki er nauð­ synlegt að notast við erlenda mats­menn nema í undantekningartilvikum, til að tryggja samræmi við önnur vottunarferli IPMA. „IPMA-vottun verkefnastjóra“, eins og það heitir fullu nafni, skiptist í fjögur stig: A-vottun er æðsta stigið og veitir rétt til að taka að sér yfirstjórn stórra verkefna á alþjóðavísu, „Certificated Project Director, Certificated International PM“. Enn hefur

Ómar Imsland formaður afmælisritnefndar og fyrrverandi formaður VSF.

aðeins einn Íslendingur fengið slíka vottun, en það er Sigurður R. Ragnarsson fram­ kvæmdastjóri hjá ÍAV. Vottun verkefnastjóra samkvæmt B-stigi er fyrst og fremst stað­ festing á hæfni og fenginni reynslu um­sækj­­andans; stuðst er við mat á verkefni sem hann hefur unnið við og borið ábyrgð á sem verkefnisstjóri. Ekki er hægt að sækja um slíka vottun nema að hafa unnið sem verkefnisstjóri í fimm ár, þar af þrjú ár sem verkefnastjóri umfangs­mikilla verk­ efna. C-vottanir verkefnastjóra eru miðaðar við þá sem hafa minni reynslu en krafist er til B-vottunar og við D-vottun er engrar starfsreynslu við verkefnastjórnun.

Theodór Ottósson, framkvæmdastjóri VSF, Steinunn Halldórsdóttir, for­maður, Jóhanna Þórunn Ásgríms­dóttir, Laufey Ása Bjarnadóttir og Þór Hauksson sem eru í stjórn félagsins.

Vottun verkefnastjóra hefur vaxið fiskur um hrygg í áranna rás eins og sjá má í þeim fjölda aðildarfélaga IPMA sem votta verkefnisstjóra. Nú er vottað samkvæmt IPMA staðlinum í 48 aðildarlöndum IPMA, af þeim 55 sem eigað aðild að sambandinu. Í árslok 2013 var áætlað að heildarfjöldi útgefinna skírteina aðildarfélaga IPMA væri um 200 þúsund. Hlutfall vottunarstiga er þannig að 0,3% eru með A stigs vottun, 5,5% með B stig, 24,8% með C stig og 69,4% með D stigs vottun. Upplýsingar fengnar á vsf.is og í afmælis­ ritinu Hálfnað er verk þá hafið er, höfundur Þorgrímur Gestsson.

VSF fagnaði 30 ár afmæli sínu á sjálfan stofndaginn 23. maí.


1

A

2

3

4

5

6

Árangur í verki

A

B

B

C

C

D

Traust Víðsýni Þekking Gleði

1

Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar, jarðvísinda, byggingarefnarannsókna, rekstrar og heildarumsjón verkefna. Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu.

2

3

4

D

5

6


ritrýndar vísindagreinar

Áhrif gæðakerfa vatnsveitna á lýðheilsu María J. Gunnarsdóttira, Sigurður M. Garðarssona, Guðrún Sigmundsdóttirb Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, Vatnaverkfræðistofa, Háskóla Íslands, Hjarðarhagi 6, 107 Reykjavík. b Embætti landlæknis, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík.

a

Fyrirspurnir: María J. Gunnarsdóttir mariag@hi.is

Greinin barst 31. janúar 2014. Samþykkt til birtingar 16. apríl 2014.

ÁGRIP

Abstract

Aðgangur að nægu og hreinu drykkjarvatni er ein af undirstöðum lýðheilsu og velferðar í hverju samfélagi. Mikilvægt er að tryggja að vatn njóti vernd­ ar bæði lagalega og í allri umgengni um vatnsauðlindina. Á Íslandi var neysluvatn flokkað sem matvæli í matvælalöggjöf árið 1995. Með þeirri löggjöf voru lagðar skyldur á vatnsveitur að beita kerfisbundnu fyrirbyggjandi innra eftir­ liti til að tryggja gæði neysluvatns samhliða lögbundnu ytra eftirliti heilbrigðiseftirlits og var Ísland þar meðal fyrstu þjóða til að lögleiða innra eftirlit í vatnsveitum, svonefnt gæðakerfi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessarar lagasetningar á heilsufar íbúa. Það var gert með því að skoða skráningu á niðurgangi hjá heilsugæslustöðvum og bera saman tíðni hans við vatnsveitur sem voru með og án innra eftirlits og þjónuðu svæði heilsugæslustöðvanna. Niðurstöðurnar sýndu marktækt lægri tíðni niðurgangs á svæðum þar sem vatnsveitur höfðu sett upp innra eftirlit.

Access to adequate and clean drinking water is one of the fundamentals of public health and a good and prosperous society. A comprehensive regulatory framework as well as institutional guidelines and procedures are necessary to secure this at any time. Iceland was one of the first countries to categorize drinking water as food in legislation passed in 1995. According to the legislation water utilities are obligated to implement systematic preventive management, Water Safety Plan, to ensure good quality water in conjunction with the regular external control by the regulator. The aim of the research was to evaluate the effect of the legislation on public health. This was done by evaluating change in incidence of clinical cases of diarrhea using comprehensive surveillance data from Primary Health Care Centers and compare with water utilities serving the area with and without water safety plan. The results of the research show significant reduction in diarrhea risk.

Lykilorð: Innra eftirlit vatnsveitna, neysluvatn, lýðheilsa

Keywords: Water safety plan, drinking water, public health

Inngangur Gnægð af heilnæmu neysluvatni er einn af mikilvægustu þáttum lýð­ heilsu. Heilnæmt vatn er vatn sem ekki inniheldur sjúkdómsvaldandi örverur, þungmálma eða önnur efni sem eru skaðleg heilsu manna. Til að afhenda íbúum gnægð af heilnæmu vatni þarf að vera aðgengi að nægum vatnslindum, sem eru vel verndaðar fyrir allri mengun. Kerfið sem flytur vatnið til notenda þarf að vera þannig hannað og viðhaldið að vatnið mengist ekki á leiðinni, og innanhússkerfið hjá notendum þarf að vera öruggt. Aðgangur að vatni er sjaldan vandamál hér á landi, því Ísland er eitt af vatnsríkustu löndum í heimi miðað við íbúafjölda. Neysluvatnsforðinn hefur verið áætlaður um 600 þúsund tonn á mann á ári (UNESCOWWAP, 2006). Vatnsauðlindin er að stórum hluta grunnvatn sem talið er ómengað og öruggara til neyslu en yfirborðsvatn og þarf sjaldan að meðhöndla á nokkurn hátt. Um 95% af neysluvatni landsmanna er ómeðhöndlað grunnvatn sem tekið er úr borholum, brunnum eða upp­ sprettum. Einungis um 5% af neysluvatni hér á landi er yfirborðsvatn og er það þá oft hreinsað með síun og síðan geislað (Umhverfisstofnun, 2010). Heilnæmi vatns er skilgreint í reglugerðinni um neysluvatn (Um­hverfisráðuneyti, 2001), sem er sett í samræmi við tilskipun Evrópu­ sambandsins um neysluvatnsgæði (European Council, 1998). Markmið reglugerðarinnar er að vernda heilsu manna með því að tryggja að neysluvatn sé heilnæmt og hreint og það eru vatnsveitur og aðrir sem dreifa neysluvatni sem bera þar ábyrgð. Báðar þessar reglugerðir byggja á leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðis­ málastofnunarinnar um leyfð hámarksgildi (WHO, 2011). Í íslensku neysluvatnsreglugerðinni kemur fram að það eigi að mæla vatnsgæði reglulega og umsjón með því hefur viðkomandi heilbrigðiseftirlit. Alls eru kröfur um 46 rann­ sóknarþætti sem mæla á. Mest er áherslan á að finna lífræna mengun og þá sérstaklega vísbendingu um saurmengun frá mönnum eða dýrum þar sem slík mengun veldur flestum vatnsbornum faröldrum.

Algengustu vatnsbornu faraldrar sem hafa verið skráðir hér á landi undanfarna áratugi eru af völdum nóróveiru og kampýlóbakter. Á tímabilinu frá 1997 til ársloka 2010 voru tólf vatnsbornir faraldrar skráðir hér á land, sá síðasti árið 2007 (Geirsdóttir, 2011). Þeir hafa allir orðið hjá litlum vatnsveitum og engin þeirra var með innra eftirlit. Að minnsta kosti tvö óhöpp hjá vatnsveitu hafa verið skráð hjá heil­ brigðiseftirlitum á þessu tímabili en væntanlega eru þau fleiri. Hjá annarri mengaðist neysluvatn íbúanna á Eskifirði árið 2010 í fiski­ mjölverksmiðju við krosstengingu inn á kerfið þegar verið var að hreinsa lestar skips en aðeins eitt tilfelli af niðurgangi var skráð hjá heilsugæslunni sem talið var að mætti rekja til mengunarinnar (HAUST, 2010). Hitt atvikið var olía sem lak niður á fjarsvæði vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum árið 2013 og er ítarleg skýrsla um það tilvik á vef Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæð-is (HHK, 2013) en báðar þessar vatnsveitur hafa skráð innra eftirlit. Það kemur því ekki í veg fyrir óhöpp og mengun að hafa innra eftirlit en mikilvægt er að læra af reynslunni og bæta verkferla og innra eftirlit í kjölfarið. Kerfisbundinni skráningu og skoðun á vatnsbornum far­ öldrum er ábótavant hér á landi þannig að erfitt er að nálgast lærdóm af þeim. Auk þess er það ekki trygging fyrir því að undirliggj-andi eða tímabundin mengun neysluvatns eigi sér ekki stað að enginn faraldur sé skráður. Almennt er álitið að skráning niðurgangstilfella sé mjög vanskráð (Craun o.fl., 2006; Roy o.fl., 2006). Mengun getur átt sér margvíslegar orsakir. Vatnið getur mengast vegna mengandi starfsemi á vatnsverndarsvæðum eða lélegs frágangs á vatnstökumannvirkjum. Sýnt hefur verið fram á tengsl mikillar úr­komu og bæði mengunar og vatnsborinna faraldra (Curriero o.fl., 2001; Beaudeau o.fl., 2010). Almennt er álitið að mengun berist ekki inn í dreifikerfi ef nægur þrýstingur er á kerfinu en þrýstifall getur orðið í leiðslum við bilanir, dælustopp eða skyndilega aukningu í notkun. Þessi tilfelli geta staðið stutt yfir en samt valdið mörgum veikindatilfellum (LeChevallier o.fl., 2003; Teunis o.fl., 2010; Besner o.fl., 2011) og

verktækni 2014/20

17


ritrýndar vísindagreinar

Samanburður II

Samanburður I

hættan er meiri þar sem engin sótthreinsun Tafla 1 Yfirlit heilsufarsgagna á sér stað í dreifikerfi. Áhættuþáttur hér á Fjöldi landi er einnig að skolplagnir eru oftast í Staða innra eftirlits í vatnsveitu Fjöldi mánaða tiltæk Íbúafjöldi 2009 heilsugæsluá svæðinu 1997-2009 Samtals (dreifisvið) sama skurði og neysluvatnslagnir í dreifi­ stöðva kerfi vatnsveitna. Fyrir innleiðingu innra Í flestum þéttbyggðari löndum er skylda 358 eftirlits að sótthreinsa vatn, oftast með klórun, þar 59.957 7 sem hún sótthreinsar vatnið alla leið til (1.573-19.942) Eftir innleiðingu innra 638 notenda. Slík meðhöndlun hefur áhrif á eftirlits vatnsgæði og jafnframt er hætta á að ýmis Án innra eftirlits allan 23,727 aukaefni sem eru hættuleg heilsu manna 7 895* tímann (625-17.554) verði til ef íblöndun klórs er ekki vandlega stýrt (Richardson, 2003). Hér á landi hefur Með innra eftirlit allan 36.581 4 517* verið meiri áhersla á vatnsvernd og fyrir­ tímann (4.086-12.240) byggjandi aðgerðir. Árið 1995 var sett ný Samtals 18 120.265 2408 matvælalöggjöf á Íslandi. Þar var neyslu­ vatn skilgreint sem matvæli og þeim sem *Fjöldi mánaða frá 1998 til 2009 dreifa matvælum gert skylt að hafa fyrir­ byggjandi innra eftirlit, svonefnt gæðakerfi, þar með talið vatnsveitum (Lög nr. 93/1995 um matvæli). Á árabilinu sem greint var. Skil á gögnum frá heilsugæslustöðvum voru nokkuð 1997 til 2009 innleiddu þrjátíu og ein vatnsveita, sem þjóna u.þ.b. mismunandi. Af 60 heilsugæslustöðvum í landinu voru 18 heilsu­gæslu­ 80% landsmanna, innra eftir­lit (Gunnars­dottir og Gissurarson, 2008; stöðvar, sem voru með um 90% skil á gögnum, teknar með í rann­ Gunnarsdottir o.fl., 2012a). Fyrst í stað voru það aðallega stærri vatns­ sóknina. Samanburðurinn var tvíþættur. Tíðni niðurgangs var skoðaður veiturnar sem þetta gerðu og flestar notuðu leiðbeiningar sem voru hjá sjö heilsugæslustöðvum fyrir og eftir innleiðingu. Að auki var tíðni þróaðar innan vébanda Samorku – samtökum veitna (Pálmadóttir niðurgangs á fjórum stöðvum, sem voru á vatnsveitusvæðum með ofl., 1996). Seinna var þróað einfaldara eftirlit fyrir minni vatnsveitur innra eftirlit frá 1998, borin saman við tíðni niðurgangs á sjö stöðvum (Samorka, 2009) og hefur það verið notað af mörgum minni vatnsveitum á vatnsveitusvæðum án innra eftirlits á sama tímabili. Heildarfjöldi síðan 2004. Ellefu vatns­veitur sem þjóna færri en eitt þúsund íbúum mánaða sem hægt var að skoða var 2408. Íbúafjöldi sem þessar átján eru með innra eftirlit. Lauslega áætlað eru tuttugu og átta vatnsveitur heilsugæslustöðvar þjóna var um 38% af íbúafjölda landsins árið sem þjóna fleiri en 500 íbúum sem ekki eru með innra eftirlit. Alþjóða 2009. Tafla 1 sýnir yfirlit yfir heilsufarsgögnin. heilbrigðis­mála­stofn­unin hefur mælt með að nota kerfisbundið fyrir­ Til að kanna hvort aðrir þættir, t.d. breyttar starfsaðferðir við skráningu byggjandi innra eftirlit í vatnsveitum síðan 2004 og gefið út leið­bein­ sjúkdóma á heilsugæslustöð breyttu tíðni sjúkdóma á tímabilinu frekar ingar fyrir slík kerfi bæði stór og lítil (WHO, 2004 & 2011; Bartram et en aðgerðir í vatnsveitu, var gerður samanburður við annan sjúkdóm al., 2009; WHO, 2012). sem ekki er talinn vatnsborinn. Lungnabólga, með ICD10 kóða J12Markmiðið með þessar rannsóknar var að skoða hvort virkt innra J18 er skráningaskyldur sjúkdómur sem er með svipaða tíðni og niður­ eftirlit á Íslandi hafi áhrif á heilsu fólks og tryggi heilnæmi neysluvatns gangur varð fyrir valinu. Mögulegt var að fá samhliða gögn um niður­ eins og til stóð með lagasetningunni. gang og lungnabólgu hjá þremur af þeim sjö heilsugæslustöðvum þar sem hægt var að skoða fyrir og eftir innleiðingu innra eftirlits hjá Aðferðarfræði vatnsveitu. Í þessari rannsókn voru fjöldatölur um niðurgang í gagnagrunnum Tölfræðileg úrvinnsla ganga var með SPSS 19. Meðaltal, miðgildi, sóttvarnalæknis greind með tilliti til innleiðingu innra eftirlits hjá vatns­ 5% og 95% mark (percentile) og dreifisvið (range) var reiknað fyrir öll ­­veitum. Sóttvarnarlög voru sett árið 1997 (nr. 19) og þar er sótt­varna­ gögnin. Fyrir tölfræðilega marktækan mun var gerð krafa um tveggja lækni gert skylt að safna upplýsingum um tilfelli smitsjúkdóma. Skrán­ þátta greiningu og 5% (p=0,05). F-próf byggt á einvíðri tveggja þátta ingaskyldu er skipt niður í ópersónugreinanlega skráningarskylda sjúk­ fervikagreiningu var notað til að bera saman tilfelli niðurgangs fyrir og dóma og tilkynningaskylda sjúkdóma þar sem senda skal sótt­varnar­­ eftir innleiðingu innra eftirlits. Munurinn í meðaltali fyrir og eftir inn­ lækni persónugreinanlegar upplýsingar um sjúkdómstilvik. Skrán­­­­ing leiðingu var greindur með t-prófi leiðréttu með tilliti til fjölda saman­ á skráningarskyldum sjúkdómum er byggð á alþjóðlegu skráningarburða. Til að leiðrétta fyrir fjölda samanburði var Bonferroni leið­ kerfi ICD-10 fyrir sjúkdóma (WHO, 2007). Sjúkdómstilfellin eru skráð réttingin notuð og marktækni var deild með fjölda prófa (n=7) p=0,007 hjá viðkomandi heilsugæslulækni og síðan send til sótt­varna­læknis. (0,05/7). Fylgnin milli niðurgangs og lungnabólgu var fundin með Fengnar voru mánaðarlegar skráningar á tveimur skrán­ingarskyldum stikalausu Kendall´s tau prófi. sjúkdómum sem voru niðurgangur og maga og þarma­bólga með ICD10 kóða A09 og aðrar matareitranir af völdum baktería sem ekki Niðurstöður og umræður flokkaðar annars staðar með ICD-10 kóða A05. Safnað var saman Tafla 2 sýnir tíðni niðurgangs með gögnum frá 18 heilsugæslustöðvum, öll­um skráningum frá janúar 1997 til ársloka 2009, alls þrettán ár samkvæmt stöðu innra eftirlits. Tíðni niðurgangs fyrir allt tímabilið er (156 mánuðir). Jafnframt var upplýsingum um íbúafjölda viðkomandi 1,71 á mánuði á 1000 íbúa. Í samanburði I voru sömu sjö heilsu­ svæðis aflaðs fyrir hvert ár af vef Hagstofunnar og tíðni reiknuð út frá gæslustöðvar bornar saman fyrir og eftir innleiðingu innra eftirlits með því. litlum eða engum breytingum á ytri aðstæðum, en í samanburði II voru Skráning sóttvarnarlæknis á smitsjúkdómum byrjaði um svipað leyti borin saman mismunandi svæði og þar sem ytri aðstæður geta verið og innleiðing innra eftirlits hjá vatnsveitum. Heilsugæslustöðvar voru mjög mismunandi. Meðaltal og miðgildi tíðni niðurgangs lækkar mark­ valdar með tilliti til samræmis milli þjónustusvæða vatnsveitna og tækt í báðum tilfellum (p<0,001) eftir innleiðingu innra eftirlits. Jafn­ heilsu­gæslustöðva og þess gætt að samræmið næði til alls tímabilsins framt lækkar 95% markið um helming í báðum tilfellum.

18

verktækni 2014/20


ritrýndar vísindagreinar

Fjöldi mán.

Meðaltal

Samanburður I

7 fyrir innra eftirlit

358

2,74

7 eftir innra eftirlit

638

Samanburður II

Tafla 2 Tölfræðileg samantekt á niðurstöðum samanburðar I og II (tíðni niðurgangs á mánuði á hverja 1000 íbúa)

7 án innra eftirlits 4 með innra eftirlit

Heilsugæslustöðvar

Alls 18 heilsugæslustöðvar

Hundraðsmark 5th and 95th

Bil

1,60

0,30 – 9,37

20,37

1,88

1,37

0 - 4,90

28,52

895

1,63

1,23

0 – 5,16

16,78

517

0,94

0,80

0,11 – 2,25

4,29

2408

1,71

1,16

0 – 5,35

28,52

Miðgildi

Mark-tækni p param

Mark-tækni p non-param

2tail

2tail

<0,001

<0,001

<0,001

<0,001

Meðaltíðni niðurgangs per mánuð per 1000 íbúa

4.5 4.0 3.5 3.0 2.5 2.0 1.5 1.0 0.5 0.0 1997

1999

2001

2003

2005

2007

2009

Mynd 1 Meðaltíðni niðurgangs frá heilsugæslustöðvum með vatns­ veitum með og án innra eftirlits. Brotnu línurnar sýna leitnilínur fyrir tvö af gagnasöfnunum.

Mynd 2 Samanburður á tíðni niðurgangs hjá heilsugæslustöðvum þar sem vatnsveitur hafa innra eftirlit (svartar línur) og án innra eftirlits (rauðar línur). Brotnu línurnar sýna meðaltal hvors hóps um sig.

Mynd 1 sýnir þróun á tíðni niðurgangs yfir tímabilið sem rannsóknin nær til í bæði samanburði I og II. Hjá þeim sjö heilsugæslustöðvum, á vatnsveitusvæðum sem innleiddu innra eftirlit á tímabilinu, varð töluverð lækkun, sem virtist vera orðin stöðug árið 2005, en þá höfðu stærri veitur sett upp innra eftirlit. Á þeim fjórum heilsugæslustöðvum, sem voru á vatnsveitusvæðum með innra eftirlit frá 1998 til loka árs 2009 virtist tíðni niðurgangs lækka en munurinn var ekki marktækur (p=0,159). Tíðni niðurgangs hjá þessum heilsugæslustöðvum var að meðaltali 0,94 á mánuði á 1000 íbúa, sbr. töflu 2. Veitur sem þjónuðu þessum fjórum heilsugæslusvæðum voru allar stórar. Marktæk hækkun (p>0,001) var á tíðni niðurgangs á sjö heilsugæslustöðvum fyrir íbúa á vatnsveitusvæðum stöðva án innra eftirlits, með yfir 70% hækkun á tíðni niðurgangs. Rétt er að taka þessa hækkun með fyrirvara því svæðin eru mismunandi og flestar veiturnar litlar með miklum mun á hæsta og lægsta gildi eins og mynd 2 sýnir. Hins vegar gæti þetta verið vísbending um versnandi ástand, sem gæti til dæmis skýrst af versnandi ástandi veitukerfis.

Tafla 3 sýnir tíðni niðurgangs fyrir og eftir innleiðingu gæðakerfis á vatnsveitusvæðum fyrir þær sjö heilsugæslustöðvar sem skoðaðar eru í samanburði I. Tíðni niðurgangs lækkaði hjá sex af sjö heilsu­gæslu­ stöðvum, munurinn var marktækum hjá fimm þeirra með p < 0,007. Bæði meðaltal og miðgildi eru umtalsvert lægri eftir innleiðingu innra eftirlits. Hjá þessum fimm heilsugæslustöðvum lækkaði 95% markið einnig umtalsvert . Fækkun á niðurgangstilfellum getur líka verið vegna breyttrar að-­ stæðna í heilbrigðiskerfinu á tímabilinu eða annarra ytri þátta í þjóð­ félaginu. Til að styðja við tilgátuna um að umbætur í vatnsveitu fækki niður­gangstilfellum var athugað hvort lungnabólga breyttist á sam­ svarandi hátt á tímabilinu hjá þremur heilsugæslustöðvum sem voru hluti af rannsókninni. Svo reyndist ekki vera og er engin fylgni milli tíðni þessara sjúkdóma (V1: r=0,094, p=0,119, n=129; V16: r=0,053, p=0,363, n=135; V17: r= -0,053, p=0,377, n=144). Mynd 3 sýnir tímaröðina fyrir V16 þar sem glöggt má sjá að niðurgangstilfellum fækkar eftir innleiðingu en lungnabólga er óbreytt. Það styður tilgátuna um jákvæð áhrif innra eftirlits vatnsveitna á tíðni niðurgangs en ekki einhverri óskilgreindri breytingu í rekstri heilsugæslustöðvarinnar á tíma­bilinu.

verktækni 2014/20

19


ritrýndar vísindagreinar Tafla 3 Tölfræðilegar niðurstöður á tíðni niðurgangs í hverjum mánuði á hverja 1000 íbúa á sjö heilsugæslustöðvum fyrir og eftir innleiðingu innra eftirlits í vatnsveitu. Heilsugæslustöð V0

V1

V3

V9

V15

V16

V17

Fjöldi mánaða

Meðaltal

Miðgildi

Hundraðsmark 5th, 95th

Bil

Fyrir IE

68

1,12

1,04

0,30 – 2,13

2,56

Eftir IE

87

0,84

0,73

0,25 – 1,66

2,17

Fyrir IE

48

2,16

1,88

0,50 – 4,76

8,04

Eftir IE

93

1,59

1,45

0,49 – 2,78

5,06

Fyrir IE

17

6,01

5,91

2,30 – 10,99

10,11

Eftir IE

103

2,15

1,09

0 – 7,27

12,67

Fyrir IE

117

2,07

1,58

0,29 – 5,95

10,26

Eftir IE

32

1,76

1,50

0,46 – 4,55

4,29

Fyrir IE

53

0,84

0,80

0,10 – 2,12

2,34

Eftir IE

80

1,02

1,00

0,27 – 2,05

2,37

Fyrir IE

34

5,22

5,16

1,74 – 9,40

7,99

Eftir IE

116

2,48

2,30

1,06 – 4,50

5,86

Fyrir IE

21

11,19

12,22

4,57 – 20,00

16,21

Eftir IE

127

2,59

1,54

0 – 7,61

28,52

Staða í vatnsveitu

Marktækni ppost-hoc <0,001

0,005

<0,001

0,362

0,056

<0,001

<0,001

Mynd 3 Samanburður á tilfellum niðurgangs og lungnabólgu fyrir 13 ár fyrir heilsugæslustöð V16. Láréttu brotalínurnar sýna meðaltal niður­gangs fyrir og eftir innleiðingu innra eftirlits.

20

verktækni 2014/20


ritrýndar vísindagreinar Það eru takmarkaðar upplýsingar til um tíðni vatnsborinna veikinda á heimsvísu og erfitt er að áætla hana þar sem orsökin er flókið samspil mengunar og smitleiða. Samkvæmt nýlegu mati virðist vera hægt að koma í veg fyrir 6,6% sjúkdómstilfella á heimsvísu með einföldum fyrirbyggjandi aðgerðum í vatnsveitu, fráveitu og í hreinlæti (Bartram og Cairncross, 2010; Pruess-Ustun o.fl., 2008). Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við einstakar aðgerðir í vatnsveitum og benda þær til að frá um 8,5% og upp í 15% af iðrakveisu sé hægt að skrifa á mengun í vatnsveitu. Nánar er fjallað um þessar rannsóknir í Gunnars­ dottir o.fl. (2012b). Þessi rannsókn gefur til kynna að rekjanleg áhætta (AR=attributable risk) sé um 14%, þ.e. að 14% af niðurgangi megi rekja til vatnsveitu. Þá er borið saman miðgildi í tíðni niðurgangs fyrir og eftir innleiðingu innra eftirlit hjá sjö vatnsveitum, sbr. töflu 2, og er reiknað á eftirfarandi hátt: AR%=((1,6-1,37)/1,6)*100= 14%. Líkur benda því til að við innleiðingu innra eftirlits í vatnsveitum, þar sem kerfisbundið er reynt að fyrirbyggja mengun með aðgerðum í vatns­ veitu, viðhaldi, verklagsreglum og reglulegu eftirliti, komi í veg fyrir mengun og bæti þannig lýðheilsu.

Samantekt Gögn um niðurgang frá átján heilsugæslustöðvum voru greind með hliðsjón af innleiðingu innra eftirlits vatnsveitna á viðkomandi svæði. Niðurstöðurnar benda til að verulega dragi úr tíðni niðurgangs með innleiðingu fyrirbyggjandi innra eftirlit í vatnsveitum og er sá árangur mælanlegur. Rannsóknin bendir einnig til að 14% af niðurgangstilfellum eigi sér uppruna í neysluvatni og að öflugt fyrirbyggjandi eftirlit og aðgerðir séu mikilvægur áhrifaþáttur í að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra og þannig bæta lýðheilsu.

Þakkir Þessi rannsókn var styrkt af Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orku­ veitu Reykjavíkur (ORUS–2010–06–30:00109731) og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Höfundar vilja einnig þakka starfsfólki vatnsveitna, Samorku – samtökum vatnsveitna, heilbrigðisstofnana, sóttvarnalækni ásamt starfsfólk Embættis landlæknis fyrir aðstoð og samvinnu við söfnun og úrvinnslu gagna fyrir þessa rannsókn.

Heimildir Bartram, J., Corrales, I., Davison, A., Deere, D., Drury, D., Gordon, B., Howard, G., Rinehold, A. & Stevens, M. (2009). Water Safety Plan Manual: step-bystep risk management for drinking-water suppliers. Geneva: World Health Organization. Available: http://www.who.int/water_sanitation_health/publ­ ic­ation_9789241562638/en/ [accessed 10 January 2012] Bartram, J.& Cairncross, S. (2010). Hygiene, Sanitation, and Water: Forgotten Foundations of Health. PLoS Med 7(11): e1000367. doi:10.1371/journal. pmed.1000367 Beaudeau, P., Valdes, D., Mouly, D., Stempfelet, M. & Seux, R. (2010). Natural and technical factors in faecal contamination incidents of drinking water in small distribution networks, France, 2003-2004: a geographical study. J. Water Health 8(1):20-34. Besner, M-C., Prévost, M. & , S. (2011). Assessing the public health risk of microbial intrusion events in distribution systems: Conceptual model, available data, and challenges. Water Research 45:961-979. Craun, G.F., Calderon, R.L. &Wade, T. (2006). Assessing waterborne risks: an introduction. J Water Health 4(suppl 2):3-18.

Curriero, F.C., Patz, J.A., Rose, J.B., & Lele, S. (2001). The Association Between Extreme Precipitation and Waterborne Disease Outbreaks in the United States, 1948-1994. American Journal of Public Health, 91 (8), 1194-1199. Geirsdottir, M. (2011). Óopinber listi yfir vatnsborna faraldra frá Matís ohf. Gunnarsdottir, M.J. & Gissurarson, L.R. (2008). HACCP and water safety plans in Icelandic water supply: Preliminary evaluation of experience. J Water Health 6(3):377-382. Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M. & Bartram, J. (2012a). Icelandic Experience with Water Safety Plans. Water Science & Technology 65 (2):277-288. Gunnarsdottir, M.J., Gardarsson, S.M., Elliott, M., Sigmundsdottir, G. & Bartram, J. (2012b) Benefits of Water Safety Plans: Microbiology, Compliance, and Public Health. Environmental Science & Techno­logy 46, 7782-7789. European Council (1998). Directive 98/83/EC of 3 November 1998 on the quality of water intended for human consumption. HAUST (Heilbrigðiseftirlit Austurlands). (2010). Greinargerð – Mengun neyslu­ vatns á Eskifirði í júlí 2010. Retrieved from http://fjardabyggd.is/media/ PDF/2010_08_neylsuvatnsmengun_a_Eskifirdi.pdf [accessed 23 October 2011] HHK Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. 2013. Olíuslys á Bláfjallavegi 8. Mai 2013 http://www.heilbrigdiseftirlit.is/Innihald_heima­ sida/Vatnsverd/Olíuslys%20í%20Bláfjöllum%20%208.%20maí%202013. pdf LeChevallier, M.W., Gullick, R.W., Karim, M.R., Friedman, M. & Funk, J.E. (2003). The potential for health risks from intrusion of contaminants into the distribution system from pressure transients. J. Water Health 1(1):3-14. Palmadottir, E., Bjarnason, E., Bergmann, J., Gunnarsdottir, M.J., Palsson, P. & Stefansson, S. (1996). Leiðbeiningar um innra eftirlit vatnsveitna. Samorka – Samtök orku- og veitufyrirtækja. Pruess-Ustun, A., Bos, R., Gore, F. & Bartram J. (2008). Safer Water, Better Health. World Health Organization, Geneva. Available: http://whqlibdoc. who.int/publications/2008/9789241596435_eng.pdf [accessed 14 January 2012] Richardson, S.D. (2003). Disinfection by-products and other emerging cont­ aminants in drinking water. Trends in Analytical Chemistry 22 (10):666-684. Roy, S.L., Scallan, E. & Beach, M.J. (2006). The rate of acute gastr­ointestinal illness in developed countries. J Water Health 04(suppl 2):31-70. Samorka – Association of Icelandic utilities. (2009). Water safety plan for smaller waterworks. – Five step model. (in Icelandic). Retrieved from http:// samorka.is/doc/1659?download=false. [Accessed 29.6.2011]. Teunis, P.F.M., Xu, M., Fleming, K.K., Yang, J., Moe, L.C. & LeChevallier, M.W. (2010). Enteric virus Infection Risk from Intrusion of Sewage into a Drinking Water Distribution Network. Environ.Sci.Technol. 44:8561-8566. Umhverfisráðuneytið (2001). Reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001. Umhverfisstofnun (2010). Report to the EFTA Surveillance Authority regarding the implementation of Directive 91/271/EU on the treatment of wastewater from built-up areas. Retrieved from http://cdr.eionet.europa.eu/is/eu/ coltufcgw/envtp0zhg /ICELAND_UWWD_Report_2010_revised_edition. pdf UNESCO-WWAP. (2006). Water a shared responsibility. The United Nations World Water Development Report 2. New York, p.132. WHO - World Health Organization (2004). Guidelines for Drinking- water Quality- 3rd edition Volume 1 Recommendations, Geneva. WHO - World Health Organization (2007). International Statistical Classification of Diseases and Related Health Problems, 10th Revision. Version for 2007. Available: http://apps.who.int/classi­fications/apps/icd/icd10online/ [accessed 10 July 2011] WHO - World Health Organization (2011). Guidelines for Drinking- water quality, fourth edition. Geneva, World Health Organization. WHO -World Health Organization (2012). Water safety planning for small community water supplies: step-by-step risk management guidance for drinking-water supplies in small communities. Geneva: World Health Organization.

verktækni 2014/20

21


VSÓ RÁÐGJÖF VSÓ Ráðgjöf er elsta starfandi verkfræðistofa landsins með áralanga reynslu af verkfræðiráðgjöf. Fyrirtækið var stofnað 1958 og er nú í eigu 18 aðila sem allir eru starfsmenn þess. Framkvæmdastjóri er Grímur M. Jónasson. Hjá VSÓ Ráðgjöf starfa nú um 70 manns, þar af eru yfir 85% með háskólamenntun á sviði húsbygginga, mannvirkja, jarðtækni, vegagerðar, gatnagerðar og veitna, umhverfismála og rekstrar- og hagfræði. Um 40% starfsmanna hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi í ofantöldum fagreinum. VSÓ Ráðgjöf er með vottað gæðakerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2008 og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2004. VSÓ Ráðgjöf tekur að sér allar tegundir verkfræðiþjónustu m.a. á eftirfarandi þjónustusviðum: Öryggismál og stjórnun

Umhverfi og skipulag

Umhverfisstjórnun Neyðarstjórnun Matvælaöryggi Öryggissjórnun Umhverfisráðgjöf

Mat á umhverfisáhrifum Skipulagsgerð Samgöngumál Umhirða grænna svæða Landslagshönnun

Verkefnastjórn

Mannvirki

Verkefnastjórnun Áætlanagerð Framkvæmdaráðgjöf Framkvæmdaeftirlit Byggingarstjórn Þjónustuútboð Vörustjórnun

Burðarvirki Húsagerð Hönnunar- og kostnaðarrýni Mannvirkjagerð Viðhald og rekstur mannvirkja

Byggðatækni og samgöngur

Vega- og gatnagerð Veitukerfi Umferðar- og samgöngutækni Hljóðvist Landmælingar Jarðtækni Íþróttamannvirki

Tæknikerfi

Lagna- og loftræsikerfi Rafkerfi Öryggiskerfi Lýsingarhönnun Hússtjórnar- og iðnstýrikerfi

www.vso.is STOFNAÐ 1958


PIPAR\TBWA-SÍA - 140406

Draumarnir rætast á Ásbrú Arinbjörn Kristinsson hefur átt sér þann draum frá því hann var strákur að sigra í hönnunarkeppni véla- og verkfræðinema. Hann hóf nám í hátæknifræði við Keili haustið 2012 og tók þátt í keppninni í ár ásamt Thomas Edwards samnemanda sínum og Fanneyju Magnúsdóttur sakfræðinema. Saman hönnuðu þau og þróuðu eina tækið sem náði að ljúka þrautinni og fengu þar með fullt hús stiga. Verður þinn draumur að veruleika á Ásbrú? Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


ritrýndar vísindagreinar

Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð Anna Hulda Ólafsdóttir a, Dr. Helgi Þór Ingason a

b

Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Háskóli Íslands, Hjarðarhagi 2-6, 107 Reykjavík. b Tækni- og verkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík.

Fyrirspurnir: Anna Hulda Ólafsdóttir aho4@hi.is Greinin barst 4. janúar 2013. Samþykkt til birtingar 29. nóvember 2013.

Ágrip Greinin er byggð á meistaraverkefni Önnu Huldu Ólafsdóttur í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands árið 2011. Helsta markmið verkefnisins var að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð en sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif gæðastjórnunar á verkkaupa og sér í lagi hvort marktækur munur væri á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem störfuðu eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem ekki störfuðu eftir gæðastjórnunarkerfi. Spurningalisti var lagður fyrir verkkaupa og verktaka og og gögnin notuð til að mæla fylgni milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka við þætti úr könnun verktaka, eins og hvort hann starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Helstu niðurstöður eru að marktækur munur og sterk fylgni mældist milli ánægju verkkaupa með framkvæmd og hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi. Einnig sýna niðurstöður að þeir verktakar sem segjast starfa eftir gæðastjórnunarkerfi beita markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir sem starfa ekki eftir slíku kerfi. Lykilorð: mannvirkjagerð, megindleg rannsókn, gæðastjórnun, virkt gæða­ stjórnunarkerfi.

Abstract The paper is based on Anna Hulda Ólafsdóttir masters thesis conducted in Industrial engineering at the University of Iceland in 2011. The objective of the thesis was to examine the effect of quality management system (QMS) in the Icelandic construction industry. Particular emphasis was placed on examining how quality management affects the client and whether differences exist in client satisfaction with regard to project execution depending on whether the project involved is completed by contractors that work in accordance with a quality management system. Also to examine whether there is a discernable difference in the working methods of those contractors who claim to work in accordance with a QMS compared to those who do not. A questionnaire was designed and circulated among clients and contractors in an effort to answer these questions. The main conclusions drawn from the thesis were that there is a strong correlation between client satisfactions with a project’s execution depending on whether or not the contractor conducts his operations in accordance with a QMS. It was also concluded that those contractors who claim to conduct their operations in accordance with a QMS employ much better aimed and effective working methods compared to those contractors who do not. Key words: construction industry, quantitative research, quality manage­ ment, active quality management system.

Inngangur Miklar sveiflur hafa verið í mannvirkjagerð á Íslandi á undanförnum árum. Efasemdaraddir gerðu vart við sig á árunum fyrir hrun sem álitu gallatíðni í mannvirkjagerð vaxa samhliða auknum byggingahraða. Ekki liggja þó fyrir rannsóknir sem staðfesta það. Rétt vinnubrögð og gæðastjórnun skipta sköpum til að tryggja vandaða mannvirkjagerð að mati höfunda en rannsóknir hafa gefið til kynna að ávinningurinn af gæðastjórnun felist meðal annars í betri samskiptum, minni endurvinnu, tíma- og peningasparnaði, aukinni framleiðni og aukinni markaðs­ hlutdeild (Young, 2007). Markmið rannsóknarinnar sem greinin byggir á er að rannsaka áhrif gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi. Rann­sóknaspurningar, sem leitast var eftir að svara, eru eftirfarandi: • Hver er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi ? • Í hverju felst munurinn á verktökum, sem starfa eftir gæða­stjórn­ unarkerfi, og þeim sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi ? • Hvaða þættir hafa mest áhrif á ánægju verkkaupa ? Leitast var við að fá svör við þessum spurningum með notkun spurn­ ingalista sem voru lagðir fyrir verkkaupa og verktaka sem voru hann­ aðir með það að markmiði að rannsaka verklag verktaka með tilliti til

24

verktækni 2014/20

ánægju verkkaupa og hvort verktaki starfar eftir gæða­stjórn­unarkerfi eða ekki. Í upphafi fyrsta kafla er fræðilegum bakgrunni sem við kemur gæða­ stjórnun í mannvirkjagerð og mannvirkjalögunum, gerð skil. Því næst er aðferðafræði rannsóknar lýst ásamt könnunum sem gerðar voru í tegslum við rannsóknina. Næst er niðurstöðum rannsóknar gerð skil og að lokum eru lokaorð og tillögur til frekari rannsókna dregin fram.

Fræðilegur bakgrunnur Mannvirkjagerð er mikilvæg uppspretta verðmætasköpunar og atvinnu fyrir íslensku þjóðina, fjárbinding í mannvirkjum er mikil og þegar fjallað er um mannvirkjagerð og möguleika á hagræðingu í greininni er um að ræða mikla þjóðhagslega hagsmuni (Óskar Valdimarsson, 2006). Mannvirkjagerð og byggingastarfsemi spannaði til að mynda í kringum 4% af allri heildarveltu þjóðarinnar árin 2011, 2012 og 2013 og árið 2007 fór hlutfallið yfir 11% samkvæmt tölum frá Hagstofunni (Hagstofa Íslands, 2013) (Hagstofa Íslands, 2011). Þar eru ekki með­ talin afleidd störf og það er því óhætt að segja að til mikils sé að vinna ef hægt er að ná betri nýtingu á hráefni og mannafla í greininni. Um­­ talsverðar upphæðir gætu sparast ef hægt væri að lækka kostnað vegna frábrigða en endurvinna vegna frábrigða getur verið gríðarlega


ritrýndar vísindagreinar kostnaðarsöm og tímafrek og verður oft til þess að áætlanir riðlast. Peter E. D. Love et. al, birtu niðurstöður rannsókar um endurvinnu1 (e. rework) vegna frábrigða á framkvæmdum og áhrif hennar á kostnað og tímaáætlun framkvæmda. Rannsóknin byggist á gögnum um 260 byggingar víðs vegar í Ástralíu og er notuð leiða-greining (e. path analysis) til þess að búa til líkan af marktækustu og sterkustu fylgni­ þáttum við endurvinnu vegna frábrigða. Rannsóknin leiddi í ljós að marktæk fylgni er milli minni áherslu á gæðastjórnun og hærri kostn­ aðar vegna endurvinnu á frábrigðum (Peter E. D. Love, David J. Edwards, Jim Smith & Derek H. T. Walker, 2009). Lopez et al. benda á að frávik á hönnunarstigi megi meta á verkefnastigi í gegnum kröfur og óskir um breytingar, en þar fyrir utan má ætla að áhrifana gæti einnig í félagslegu og umhverfislegu samhengi sem erfitt getur verið að meta (Lopez & Love, 2012). Wannberg et al. benda á að qæði hönnunar geti einnig haft áhrif á öryggi sem gæti leitt af sér slys á framkvæmdatíma (Wanberg, Harper, Hallowell, & Rajendran, 2013). Fræðimennirnir Kiavash, Rahmandad og Haghani settu einnig fram líkan til að meta áhrif frávika. Líkanið var sérstaklega hannað með það að markmiði að meta áhrif leyndra frávika á hönnunarfasa á gæði framkvæmdafasa. Niðurstöður gáfu til kynna að hulin frávik á hönn­ unarfasa hafi vaxandi neikvæð áhrif á gæði framkvæmda (Parvan, Rahmandad, & Haghani, 2012). Fleiri fræðimenn hafa útbúið ein­ hverskonar ramma eða líkan (e. Framework, model) til þess að forma vandamál er snúa að gæðastjórnun í mannvirkjagerð (Yusof & Aspinwall, 2000). Annað dæmi um slíkt er líkanið sem Delgado og Hernandez fengu birt í Total Quality Management journal. Líkanið hefur þríhyrningslaga framsetningu en helstu nýnæmin sem líkanið býður upp á er að gæði eru metin út frá þremur sjónarhornum og það styður við allar hliðar framkvæmdaferlisins í mannvirkjagerð (Delgado & Hernandez, 2008). Líkanið má nota sem nálgun til þess að auka gæði í framkvæmdum og þó að ekki sé farið fram á vottað gæða­ stjórnunarkerfi eru aðferðir gæða­ Eigindlegt ­stjórnunar hjarta líkansins. Hönnun Oakland og Marosszek benda spurningalista fyrir Kenning sett fram verkkaupa á að mannvirkjagerð hefur ýmis um samband milli ánægju verkkaupa sérkenni sem gera hana frá­ og gæðastjórnunarbrugðna öðrum atvinnu­greinum kerfis (John Oakland & Marton Maros­ szek, 2006) líklega hafa þessi sér­kenni ýtt undir þann skilning sem ríkt hefur innan hennar að Mynd 1 Aðferðafræði rannsóknar, gæðastjórnun sé aðeins fyrir 2011). framleiðslu- og þjón­ ustuiðnað. Þetta er ekki byggt á traust­um grunni og hefur það sýnt sig að gæða­ stjórnun á mjög vel við í mann­virkjagerð (Guðjóna Björk Sigurðardóttir, 2008). Margt getur komið að máli, en hugsanlega kemur vanþekking á faginu inn í þetta mat, en margar rannsóknir hafa sýnt fram á að þekking á gæða­ stjórnun meðal verktaka sé ekki nægjanlega góð (Boaden, 1992). En líkt og Leonard bendir á í grein sem birtist í The TQM Journal þurfa fyrirtæki í mann­virkjagerð á hag­nýtum ráðum og stuðningi að halda til þess að innleiða gæða­stjórnunarkerfi með stöð­ ugum umbótum (Leonard, 2010). Sam­ hljómur virðist ríkja meðal flestra fræðimanna um að gæði verkefna­stjórnunar og stuðningur frá æðstu stjórnendum hafi veigamikil áhrif á gæði framkvæmda í mann­ virkjagerð (Jha & Iyer, 2006), (Laufey Sigurðar­dóttir, 2011). Einnig hafa margir bent á mikil­vægi skilvirkra samskipta milli aðila sem koma að sömu framkvæmd í mannvirkjagerð (Serpell, Solminihac, & Figari, 2002). 1 Með endurvinnu er átt við hvers konar vinnu sem hefur þurft að framkvæma aftur vegna þess að gæðakröfur voru ekki uppfylltar.

Ný lög um mannvirki á Íslandi tóku gildi 1. janúar 2011 en ætlun þeirra er meðal annars að auka gæði mannvirkja, efla neytendavernd og gera stjórnsýslu mannvirkjamála sem skilvirkasta. Orðið gæða­stjórn­ un kemur 27 sinnum fram í lögunum og þykir það bera vott um aukna áherslu á gæðastjórnun. Gerð er krafa um að hönnuðir, bygg­ingastjórar og iðnmeistarar starfi eftir gæðastjórnunarkerfi en einnig er bent á að ábyrgð eiganda mannvirkis er gerð skýrari en í fyrri lögum og kemur greinilega fram að hin endanlega ábyrgð er eigandans, en það er hann sem sér um að ráða fagaðila sem sjá svo um einstaka þætti mann­ virkjagerðarinnar og eru ábyrgir gagnvart eigandanum (Alþingi, 2010).

Aðferðafræðin Óraunhæft er að mæla nákvæmlega hver áhrif gæðastjórnunar eru á mannvirkjagerð, og ekki tekur rannsóknin sem greinin byggir á öllum hliðum þar sem talið er að áhrifa hennar gæti. Rannsóknin tekur að hluta til á þeim áhrifum sem gætir á verkefnastigi, en notast var við staðgengilsþætti (e. proxy measurement) eins og ánægju verkkaupa með ýmsa þætti byggingaframkvæmda (Sarah Boslaugh & Paul Andrew Watters, 2008). Aðferðafræðin byggist á sex þáttum, en ferlinu eru gerð skil á Mynd 1 hér að neðan. Kenning um samband milli ánægju verkkaupa og gæða­stjórnunarkerfis verktaka var fyrst sett fram. Næst var spurningalisti hannaður fyrir verkkaupa og hann síðan lagður fyrir stóran hóp verk­ kaupa. Því næst var spurningalisti fyrir verktaka hannaður og hann síðan lagður fyrir verktaka og að lokum var unnið úr gögnum og niður­ stöður greindar úr könnunum annars vegar sér í lagi og hins vegar voru svör verkkaupa tengd við svör þess verktaka sem viðkomandi verkkaupi hafði haft í huga við svörun spurningann. Samhliða var staða þekkingar könnuð þar sem rannsakandi sótti fundi, tók viðtöl við sérfræðinga og las fræðigreinar.

Megindlegt

Eigindlegt

Megindlegt

Könnun lögð fyrir verkkaupa símleiðis

Hönnun spurningalista fyrir verktaka

Könnun lögð fyrir verktaka Unnið úr gögnum og niðurstöður greindar

Eigindlegt

Staða þekkingar könnuð (viðtöl, greinar, fundir)

mynd tekin úr meistaraverkefni Önnu Huldu Ólafsdóttur (Ólafsdóttir,

Kannanir fyrir verkkaupa og verktaka Könnun fyrir verkkaupa var hönnuð með ISO og ÍST-30 staðla að leiðarljósi en hún skiptist í 14 þætti sem taka meðal annars á ánægju verkkaupa, áætlanagerð, fyrirkomulagi verkfunda og samninga, frá­ brigðum, umgengni og öryggismálum verktaka, samskiptum, gæða­ tryggingu og gæðum og að sjálfsögðu gæðastjórnunarkerfi verktaka. Verkkaupar voru spurðir út í framkvæmdir sem þeir höfðu staðið í árin 2005-2010. Þeir voru beðnir um að hafa þann verktaka sem þeim fannst hafa unnið mest í verkinu í huga er þeir svöruðu. Skilgreint þýði fyrir verkkaupa er eftirfarandi: „Þeir verkkaupar sem stóðu í framkvæmdum á árunum 2005-2010 á/í Akranesi, Akureyri, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ eða Reykjavík og voru með verk­ taka í vinnu í það minnsta 30% af framkvæmdinni og voru ekki sjálfir verktakar í framkvæmdinni“ (Ólafsdóttir, 2011). Samkvæmt gefn­um forsendum er stærð þýðis um 895 en þar af voru 116 verkkaupar (einstaklingar jafnt sem fyrirtæki) sem tóku þátt í könnuninni símleiðis.

verktækni 2014/20

25


ritrýndar vísindagreinar Verktakarnir sem haft var samband við voru annars vegar slembi­ úrtak verktaka og hins vegar þeir verktakar sem verkkauparnir höfðu haft í huga við svörun spurninganna, nefndir „umræddir verktakar“ í þar til gerðri könnun. Í úrtakinu var því fjölbreyttur hópur verktaka, sumir með vottun, aðrir sem fullyrtu að þeir störfuðu eftir gæða­stjórn­ unarkerfi sem væri óvottað og aðrir sem voru ekki að starfa eftir neinu gæðastjórnunarkerfi. Könnunin var hönnuð með ISO og ÍST-30 staðla að leiðarljósi, líkt og fyrri könnunin, en hún skiptist í 8 þætti sem tengjast m.a. gæðastjórnunarkerfi og verklagi verktaka, viðhorfi og þekkingu á gæðastjórnun, ásamt kröfum verkkaupa í garð verktaka. Skilgreint þýði fyrir verktaka er eftirfarandi: „Starfandi byggingaverktakar á Íslandi 2010 sem vinna á opnum tilboðsmörkuðum“ (Ólafsdóttir, 2011). Stærð þýðis er 3032 en nettóúrtak verktaka var 96. Við úrvinnslu gagna var fylgni milli þátta meðal annars greind með því að tengja saman svör verkkaupa og þess verktaka sem viðkomandi verkkaupi hafði haft í huga við svörun spurninga. Gerður var greina­ munur á því hvort verktakinn starfaði eftir vottuðu/óvottuðu eða engu gæðakerfi.

Niðurstöður Hér er stutt samantekt á niðurstöður úr báðum könnunum en þannig er leitast við að gefa svör við rannsóknaspurningum. Við greiningu gagna voru verktakar sem störfuðu eftir vottuðu gæðastjórnunarkerfi, þeir sem störfuðu eftir óvottuðu gæðastjórnunarkerfi byggðu á viðurkenndum gæðastöðlum og þeir sem voru að klára innleiðingarferlið flokkaðir saman í mörgum tilfellum. Í slíkum tilfellum var notast við breytuheitið GSK um þann hóp, þ.e. verktakar sem starfa eftir gæða­ stjórnunarkerfi byggðu á viðurkenndum gæðastöðlum. Rann­ sókna­ spurningarnar eru eftirfarandi: 1. Hver er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð? a. Hver er þekking verktaka á gæðastjórnun ? 2. Í hverju felst munurinn á verktökum, sem starfa eftir gæða­stjórn­ unarkerfi, og verktökum sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi? a. Eru fyrirtæki, sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi, með ánægðari viðskiptavini en fyrirtæki sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi? b. Er munur á verklagi íslenskra byggingaverktaka með tilliti til þess hvort þeir starfa eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? c. Er munur á samskiptum milli verktaka og verkkaupa með tilliti til þess hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? d. Er munur á viðhorfi verktaka til gæðastjórnunar eftir því hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? e. Er munur á kröfum til verktaka, um skipulag og markvissa stjórn­ un, milli verktaka sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi og þeirra sem gera það ekki ? f. Er munur á stöðu gæðatryggingar í mannvirkjagerð meðal verk­ taka sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi og þeirra sem gera það ekki? 3. Hvaða þættir hafa mest áhrif á ánægju verkkaupa? (Ólafsdóttir, 2011) 1. Hver er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð ? Samkvæmt niðurstöður úr báðum könnunum er stöðu gæða­stjórn­­ unar á Íslandi almennt ábótavant. Almenn þekking verk­taka á gæða­ ­stjórnun mældist lítil en að sama skapi sýna niðurstöður einnig að sökin liggur ekki öll verktakamegin, heldur virðist þekking verk­ kaupa á gæða­stjórnun ónóg og kröfur þeirra til verktaka í mörgum tilfellum í sam­ræmi við það. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að

26

verktækni 2014/20

kröfur fyrir­tækjaverkkaupa til verktaka um markviss vinnubrögð og stjórnun væru umtalsvert meiri en hjá einstaklingsverkkaupum. Mikill munur mældist á stöðu gæðastjórnunar með tilliti til stærðar verktakafyrirtækja þar sem þekking á gæðastjórnun er minni hjá smærri verktökum. Svör við opinni spurningu í könn­un fyrir verktaka sýndu að margir fulltrúar smærri verktaka­fyrirtækja töldu að gæða­stjórnunarkerfi hentaði síður litlum fyrirtækjum en þeim stærri, en algeng skýring var að verklag þeirra gæti verið mun einfaldara. 1. a) Hver er þekking verktaka á gæðastjórnun? Niðurstöður úr könnun fyrir verktaka gefa til kynna að um helm­ ingur þátttakenda hafi eitthvað kynnt sér gæðastjórnun. Fleiri sögðust hafa kynnt sér innihald ÍST 30 en ISO 9001. Rúmlega 61% þátttakenda fannst mjög eða frekar mikil vöntun á stöðluðum og samræmdum útboðsgögnum. 2. Í hverju felst munurinn á verktökum, sem starfa eftir gæða­stjórn­ unarkerfi, og verktökum sem starfa ekki eftir gæðastjórnunarkerfi? Stuðst var við spurningar 2a)-2f) til að meta hvort munur væri á starfsháttum verktaka eftir því hvort þeir starfa eftir gæða­stjórn­ unarkerfi byggðu á viðurkenndum stöðlum eða ekki. 2. a) Eru fyrirtæki sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi með ánægð­ari viðskiptavini en fyrirtæki sem starfa ekki eftir því? Útreikningar með stikalausu prófi, (Mann–Whitney U test), gefa til kynna að marktækur munur sé á ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka eftir því hvort hann er GSK verk­taki2 eða ekki. Þegar ánægja verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka er könnuð sést að almennt eru verkkaupar, sem voru með GSK verk­ taka í huga, ánægðari en þeir sem voru með verktaka í huga sem starfar ekki eftir slíku. Mynd 2 hér að neðan sýnir þetta með tilliti til hlut­fallslegrar skiptingar á GSK, þ.e. annars vegar bláu súlurnar sem standa fyrir verktökum sem störfuðu ekki eftir gæða­­­ stjórn­ unarkerfi byggðu á gæðastöðlum og hins vegar grænu súlurnar sem merkja GSK verktaka.

Hversu ánægð/ur eða óánægð/ur ertu með framkvæmd verksins sem umræddur verktaki vann?

Mynd 2: Ánægja verkkaupa með framkvæmd hjá verktaka með tilliti til GSK, tekin úr meistararitgerð Önnu Huldu (Ólafsdóttir, 2011). 2 Með GSK verktaka er átt við verktaka sem starfar eftir gæðastjórnunarkerfi sem byggt er á gæðastjórnunarstaðli (ISO eða ÍST-30) eða er kominn langleiðina í inn­ leiðingarferli á slíku kerfi.


ritrýndar vísindagreinar Einnig var fylgni milli GSK og allra breyta í könnun fyrir verkkaupa sem snéru að því hversu ánægðir þeir voru með tiltekna þætti í framkvæmd könnuð og gáfu niðurstöður til kynna að verkkaupar séu almennt ánægðari með framkvæmd verka hjá GSK verktökum. 2. b) Er munur á verklagi íslenskra byggingaverktaka með tilliti til þess hvort þeir starfa eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? Niðurstöður gáfu til kynna mörg sóknarfæri sem leynast í bættum vinnubrögðum meðal verktaka á Íslandi. Fylgni milli þátta sem tengdust verklagi verktaka og hvort verktaki er GSK verktaki var könnuð með tilliti til svara úr báðum könnunum. Í heildina á litið sýndu niðurstöður að GSK verktakar starfa eftir mun markvissari og skilvirkari vinnubrögðum en þeir verkkaupar sem ekki starfa eftir því. 2. c) Er munur á samskiptum milli verktaka og verkkaupa með tilliti til þess hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? Sterk fylgni mældist á milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verksins hjá umræddum verktaka og ánægju verkkaupa með sam­ skipti við verktaka. Eins og sjá má á mynd 3 sem sýnir hlutfall svara þegar verkkaupar voru spurðir hversu ánægðir þeir voru með samskipti við verktaka. Niðurstöður gáfu til kynna að stærstur hluti verkkaupa var frekar eða mjög ánægður með samskipti sín við verktaka, eða um 75%. Hversu ánægð/ur eða óánægð/ur ertu með samskipti þín og umrædds verktaka?

2. e) Er munur á kröfum til verktaka, um skipulag og markvissa stjórnun, milli verktaka sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi og þeirra sem gera það ekki? Niðurstöður sýna að verktökum fannst kröfur einstaklings- og fyrir­ tækjaverkkaupa hafa aukist eftir efnahagshrunið 2008 en almennt fannst verktökum kröfur í garð verktaka um skipulag og markvissa stjórnun vera miklar hjá opinberum stofnunum en almennt vera litlar hjá einstaklingsverkkaupum. Ekki nema um 16% verkkaupa fóru fram á gæðatryggingu frá verktaka. 2. f) Er munur á stöðu gæðatryggingar í mannvirkjagerð meðal verk­ taka sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi og þeirra sem gera það ekki? Markmiðið með gæðatryggingu er að útvega viðskiptavinum raun­ verulegar upplýsingar um hve vel fyrirtækið er í stakk búið til að uppfylla kröfur um pöntun eða samninga og styrkja þannig trú við­ skiptavinarins (Samtök Iðnaðarins, 2008), (Ferdinand Hansen, 2007) (Staðlaráð Íslands, 2003). Í rannsókninni var notast við eftirfarandi skilgreiningu á gæðatrygging; Gæðatrygging er skriflegt plagg þar sem verktaki setur fram allar þær vinnureglur sem hann ætlar að vinna eftir í verkinu til að tryggja ákveðin gæði. Sambærilegt skil­ greining og notast er við í ÍST-30 staðlinum3. Samkvæmt niðurstöðum beggja kannana er stöðu gæðatryggingar í mannvirkjagerð á Íslandi ábótavant. Tæplega 84% verkkaupa sögðust ekki hafa farið fram á gæðatryggingu. Almennt virtust verktakar ekki gera kröfu um gæðatryggingu til undirverktaka en einungis 3% verktaka sögðust alltaf fara fram á gæðatryggingu frá undirverktökum. Mynd 4 hér að neðan sýnir hlutfallslega skiptingu á GSK, með tilliti til þess hvort/hversu oft verktaki fór fram á gæðatryggingu frá undirverktökum sínum.

116 gild tilfelli

Mynd 3: Ánægja verkkaupa með samskipti við verktaka. Mynd tekin úr meistaraverkefni Önnu Huldu (Ólafsdóttir, 2011). Þó að 75% verkkaupa væru mjög eða frekar ánægðir með samskipti sín við verktaka kom gjarnan upp óánægja í opnum spurningum. Sem dæmi að þegar einstaklingsverkkaupar voru spurðir hvort haldnir hefðu verið verkfundir með verktaka var algengt að svo hafði ekki verið, þrátt fyrir að verkkaupi hefði kosið slíkt. Nokkuð algengt var einnig að verkkaupi kvartaði yfir því að mjög erfitt hefði verið að ná í verktaka á verktíma og kröfur verkkaupa hafi þotið sem vindur um eyru á verktaka. 2. d) Er munur á viðhorfi verktaka til gæðastjórnunar eftir því hvort verktaki starfar eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki? Niðurstöður sýna að mikill meirihluti verktaka hefur almennt já­kvætt viðhorf til gæðastjórnunar og telur að hún eigi við byggingaiðnaðinn. Yfir 90% töldu að ávinningur af innleiðingu gæðastjórnunarkerfis í byggingaiðnaði væri frekar eða mjög mikill og tæplega 85% svar­enda töldu einnig að samkeppnishæfi fyrirtækja myndi aukast með inn­leiðingu gæðastjórnunarkerfis. Tæplega þriðjungur verktaka skilja gæða­stjórnunarkerfi einungis sem skráningarkerfi.

Farið þið fram á gæðatryggingu frá undirverktökum?

Mynd 4: Hlutfallsleg skipting á GSK með tilliti til þess hvort verktaki fer fram á gæðatryggingu frá undirverktökum, mynd tekin úr meistara­ verkefni Önnu Huldu (Ólafsdóttir, 2011) Fylgni milli annars vegar GSK og hins vegar hvort verktaki lagði fram gæðatryggingu í upphafi framkvæmda samkvæmt verkkaupa reyndist marktæk og sterk. Á mynd 5 að neðan má sjá hlutfallslega skiptingu á GSK, með tilliti til þess hvort verkkaupar fengu gæðatryggingu frá verktaka. 3 Almennur útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir

verktækni 2014/20

27


ritrýndar vísindagreinar

Sýndi umræddur verktaki þér í verkbyrjun skriflega hvernig hann ætlaði að vinna verkið til að uppfylla gæðakröfur?

Mynd 5: Hlutfallsleg skipting á GSK með tilliti til þess hvort verktaki lét verkkaupa fá gæðatryggingu, mynd tekin úr meistaraverkefni Önnu Huldu (Ólafsdóttir, 2011) Að auki greindist marktæk og sterk fylgni milli þess annars vegar hvort verktaki starfaði eftir gæðastjórnunarkerfi og hins vegar hversu oft/ hvort verktaki taldi sig hafa lagt fram gæðatryggingu í upphafi fram­ kvæmda eða hversu oft verktaki krefur undirverktaka um gæða­ tryggingu. 3. Hvaða þættir hafa mest áhrif á ánægju verkkaupa? Fylgni milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verks hjá verktaka og allra annarra þátta sem spurt var um í könnun verkkaupa var reiknuð. Þar að auki var fylgni milli ánægju verkkaupa og allra þátta sem umræddir verktakar voru spurðir um reiknuð. Að fráskyldri fylgni við ánægju verkkaupa með gæði verks og ánægju verkkaupa með fram­ kvæmd verks í heild vógu atriði í eftirfarandi flokkum hæst með tilliti til fylgni við ánægju verkkaupa; samskipti, gæðatrygging og gæða­ stjórnunarkerfi. Þessum venslum eru gerð stutt skil hér að neðan. Samskipti verkkaupa og verktaka eru flókin og þeim mætti skipta í marga hluta sem tengjast samningagerð, verkfundum, gæðatryggingu og almennum samskiptum. Níu samskiptaþættir úr könnun verkkaupa mælast með marktæka fylgni við ánægju verkkaupa með umræddan verktaka. Hæsta (jákvæða) fylgnin við ánægju verkkaupa með um­ræddan verktaka við samskiptaþátt var við breytu sem lýsti því hvort verkkaupar hefðu viljað hafa fleiri verkfundi með verktaka. Fjórða sterkasta marktæka fylgnin við ánægju verkkaupa var við hversu oft verktakar sögðust krefja undirverktaka sína um gæða­trygg­ ingu, sem er fylgni milli kannana. Þ.e. fylgni milli þess sem verkkaupar svöruðu í könnun fyrir verkkaupa er pöruð við svör viðkomandi verktaka í könnun fyrir verktaka. Fimmta sterkasta fylgnin við ánægju verkkaupa með framkvæmdir hjá umræddum verktaka og jafnframt sú veigamesta, var við það hvort umræddur verktaki væri GSK verktaki, sem er einnig fylgni milli kann­ana. Þ.e. þeir verkkaupar sem voru með GSK verktaka mældust ánægð­­­ari með framkvæmdirnar en þeir sem voru ekki með GSK verk­ taka.

Lokaorð og frekari rannsóknir Helstu niðurstöður eru að stöðu gæðastjórnunar í mannvirkjagerð og þekkingu verktaka á fræðigreininni er ábótavant og þá sérstaklega hjá litlum fyrirtækjum. Um verklag verktaka má segja að verktakar

28

verktækni 2014/20

sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi hafi talsvert skilvirkari og skipu­ lagðari vinnubrögð. Að mati höfunda voru kröfur verkkaupa til verk­ taka um skipulag og markvissa stjórnun ekki nægar þegar rann­sóknin fór fram en líklegt er að þær séu vaxandi með nýjum mann­virkjalögum þar sem áhersla lögð á að aðilar innan mannvirkjagerðar starfi eftir gæðastjórnunarkerfi. Hugsanlegt að kröfurnar séu til staðar hjá verk­ kaupum en menningin hamlandi á þann hátt að þeir láti þær síður í ljós. Niðurstöður gefa einnig tilefni til að áætla að verkkaupum sé umhugað um samskipti við verktaka og það minnki ánægju þeirra með framkvæmd verksins hjá verktaka ef ekki er séð til þess að verk­fundir séu reglulega í samráði við verkkaupa. Einnig er dregin sú ályktun út frá niðurstöðum að verktakar sem krefji undirverktaka um gæða­ tryggingu skili sér með aukinni ánægju til verkkaupa. Að lokum telst það með merkilegri niðurstöðum rannsóknarinnar að jákvæð og mark­ tæk fylgni mældist milli ánægju verkkaupa með framkvæmd verksins og hvort verktaki starfaði eftir gæðastjórnunarkerfi eða ekki. Margt á eftir að rannsaka í tengslum við gæðastjórnun í mann­ virkjagerð á Íslandi. Unnið er að framhaldi þessarar rannsóknar þar sem áhrif gæðastjórnunar eru rannsökuð í víðara samhengi með að­ferðafræði kvikra kerfislíkana.

Heimildaskrá Ólafsdóttir, A. H. (2011). Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. Háskóli Íslands, Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Reykjavík: Háskólaprent. Óskar Valdimarsson. (2006). Gæðastjórnun við mannvirkjagerð. Verktækni. Alþingi. (2010). Lög um mannvirki. Alþingi. Boaden, R. D. (1992). Total quality management in the construction industry: A preliminary analysis. International Journal of Technology Management. , 7 (4,5), 244-254. Delgado, D. J., & Hernandez, E. A. (2008). A framework for building quality into construction projects – Part I. Total Quality Management, 19 (10), 1013–1028. Ferdinand Hansen. (14. 08 2007). Samtök Iðnaðarins. Sótt 20. 09 2009 frá Hver er gæðatryggingin þín!: http://www.si.is/malaflokkar/gaedastjornun-ogrekstur/gaedafrettir/nr/3023 Guðjóna Björk Sigurðardóttir. (2008). Gæðastjórnun verktaka í mann­virkjagerð á Íslandi. Háskólinn á Bifröst. Hagstofa Íslands. (19. 5 2011). Hagstofa Íslands. Sótt 3. 1 2014 frá Talnaefni, fyrirtæki og velta: http://www.hagstofa.is/?PageID=2595&src=https://rann­ sokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=FYR04202%26ti=Heildarvelta +eftir+atvinnugreinum+og+t%EDmabilum+2001%2D2010++++%26pa th=../Database/fyrirtaeki/veltutolur/%26lang=3%26units=Millj%F3nir%20 kr%F3na Hagstofa Íslands. (19.1.2013). Hagstofa Íslands. Sótt 2.1.2014 from Talnaefni, Fyrirtæki og velta, Veltutölur: http://www.hagstofa.is/?PageID=2595&src= https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=FYR04101%26ti=H eildarvelta+eftir+atvinnugreinum+og+t%EDmabilum+2010%2D2013%26 path=../Database/fyrirtaeki/veltutolur/%26lang=3%26units=Millj%F3n ir%20kr%F3na Jha, K. N., & Iyer, K. C. (2006). Critical Factors Affecting Quality Performance in Construction Projects. Total Quality Management & Business Excellence, 17 (9), 1155-1170. John Oakland & Marton Marosszek. (2006). Total Quality in the Construction Supply Chain. Great Britain: Butterworth-Heinemann is an imprint of Elsevier. Laufey Sigurðardóttir. (2011). Gæðastjórnun – fjárhagslegur ávinningur. Háskól­ ann á Akureyri. Háskólann á Akureyri. Leonard, D. (2010). Quality management practices in the US homebuilding industry. The TQM Journal, 22 (1), 101 – 110. Lopez, R., & Love, P. (2012). Design Error Costs in Construction Projects. Journal of Construction Engineering and Management, 138, 585-593. Parvan, K., Rahmandad, H., & Haghani, A. (2012). Estimating the impact factor of undiscovered design errors on construction quality. The 30th International Conference of the System Dynamics Society St. Gallen, Switzerland. St. Gallen: System dynamic Review. Peter E. D. Love, David J. Edwards, Jim Smith & Derek H. T. Walker. (nov/des 2009). Divergenceor Congruence? A Path Model of Rework for Building and Civil Engineering Projects. Journal of performance of constructed facilities © ASCE, 480-488.


ritrýndar vísindagreinar Samtök Iðnaðarins. (16. 06 2008). Samtök Iðnaðarins. Sótt 04. 02 2013 frá Gæða­tryggingarferli - 3-F15-0801: http://www.si.is/si-docs/gsi-flaedirit/3-F150801.htm Sarah Boslaugh & Paul Andrew Watters. (2008). Statistics in a nutshell. 1005 Gravenstein Highway North, Sebastopol, CA95472: O’Reilly Media, Inc. Serpell, A., Solminihac, H. d., & Figari, C. (2002). Quality in construction: the situation of the Chilean construction industry. TOTAL QUALITY MANAGEMENT, 13 (5), 579- 587. Staðlaráð Íslands. (2003). ÍST 30:2003, Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir. Reykjavík: Staðlaráð Íslands.

Smiðjuvegi 74 - 200 Kópavogur Sími 515 8701 - www.funi.is - funi@funi.is

Wanberg, J., Harper, C., Hallowell, M., & Rajendran, S. (2013). Relationship between Construction Safety and Quality Performance. Journal of Con­ struction Engineering and Management. Young, D. (3.9.2007). Construction Industry Must Take Quality Seriously. Sótt 23.6.2011 from University of Ulster: Ulster news: http://news.ulster.ac.uk/ releases/2007/3380.html Yusof, S., & Aspinwall, E. (2000). A conceptual framework for TQM imple­ mentation for SMEs. TQM Magazine, 12 (1), 31–36.

Engjaási 2 | 310 Borgarnesi Sími 433 9000 | loftorka@loftorka.is

Ármúla 16 - 108 Reykjavík Sími: 552 2222 - Fax: 562 4966 hitastyring@hitastyring.is

SÍÐUMÚLA 12-14 - Sími: 510-5500

Iðnaðar- og eldvarnarhurðir Ármúla 42, 108 Rvk. S: 553 4236 - www.glofaxi.is

Virkni loftræstikerfa er okkar fag!

Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland www.rafstjorn.is

Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði- og véltækni

Sími 569-2100 – hedinn.is

verktækni 2014/20

29


Alhliða byggingaplatan Útlit Viroc klæðningarinnar er sígilt sjónsteypu útlit með náttúrulegum blæbrigðum. Hentar vel fyrir Íslenskar aðstæður Umhverfisvænt eldþolið efni í flokki 1. Fjölmargir notkunarmöguleikar.

Nýtt !

Nú eru fáanlegir 6 litir í VIROC Ljósgrátt, Koksgrátt, Krem hvítt, Terracotta rautt, Gult og Ocher gult. Þykkt: 10, 12, 16 og 19mm Plötustærð: 1200 x 2600 mm Aðrar stærðir og þykktir fáanlegar

Byggingavöruverslun

Þ. ÞORGRÍMSSON & CO

Traust fyrirtæki í yfir 70 ár


ritrýndar vísindagreinar

Microbial Methane Oxidation at the Fíflholt landfill in Iceland Alexandra Kjeld1,2, Alexandre R. Cabral3, Lúðvík E. Gústafsson4, Hrund Ó. Andradóttir2, Helga J. Bjarnadóttir1, 1 EFLA consulting Engineers, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, Iceland Faculty of Civil and Environmental Engineering, Háskóli Íslands, Hjarðarhagi 2-6, 107 Reykjavík, Iceland Fyrirspurnir: 3 Alexandra Kjeld Department of Civil Engineering, Université de Sherbrooke, 2500 boul. de l'Université, alexandra.kjeld@efla.is Sherbrooke, QC J1K 2R1, Canada 4 Icelandic Association of Local Authorities in Iceland, Borgartúni 30, 128 Reykjavík, Iceland Greinin barst 2

31. janúar 2014. Samþykkt til birtingar 21. maí 2014.

Ágrip Yfirborðslög sem innihalda lífræn efni og oxa metan hafa hlotið viður­ kenningu á undanförnum árum sem hagkvæm og áhrifarík leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum. Oxunarhæfni yfir­borðs­ laga á íslenskum urðunarstöðum hefur hinsvegar ekki verið rannsökuð og það er takmörkuð þekking á metanoxun örvera í köldu loftslagi. Þessari rannsókn var hleypt af stað til að meta hlutfallslega oxunarhæfni núverandi yfirborðslags í rein 2 á urðunarstaðnum í Fíflholtum á Mýrum með því að nota gasprófílaðferðina (hlutfall CO2/CH4). Urðunarstaðurinn er ekki bú­inn gassöfnunarkerfi og yfirborðið er samansett af 15-25 cm timburkurli undir u.þ.b. 1 m af malarkenndum sandi með 7% (w/w) lífrænu innihaldi. Mælirör voru sett niður á tveim stöðum á rein 2 á mismunandi dýpi (5 - 120 cm) og punktmælingar gerðar á haust- og vetrarmánuðum 2012-2013. Niðurstöður sýna að andrúmsloft smýgur almennt djúpt niður í yfirborðslagið og mikil oxunarvirkni sást í gasprófílum. Oxunin átti sér aðallega stað á 40 cm dýpi og neðar, mögulega alveg frá botni yfirborðslagsins eða frá 1 m dýpt. Oxunarhlutfall var á bilinu 0 til 99% og náði hámarki á 30 - 60 cm dýpi, eða meðalgildum 59% og 77% fyrir hvort tveggja staðanna á öllu tímabilinu. Athygli vakti að tiltölulega mikil oxun átti sér stað um vetur. Þetta bendir til þess að oxun metans geti átt sér stað árið um kring á Íslandi, en frekari vettvangsrannsókna er þörf til að sannreyna umfang þessa fyrir­ bæris í íslenskum urðunarstöðum. Slík rannsókn myndi einnig sannreyna hvort að sjálfgefið 10% oxunarhlutfall, sem notað er víða í líkönum sem meta myndun og losun hauggass, eigi við. Lykilorð: oxun metans, urðunarstaðir í köldu loftslagi, losun hauggass.

Abstract Methane oxidizing biosystems have received wide recognition in recent years as a cost effective and important means to reduce emissions from landfills. However, there is no documentation of the oxidation capacity of Icelandic landfill covers to date and there is limited information on microbial methane oxidation in boreal climates. The present study was carried out to qualitatively assess the oxidation capacity of the current top cover of one of the cells of the Fíflholt landfill, located in West Iceland, using the gas profile method (CO2/CH4 ratio). The landfill has no gas recovery system and the cover is composed of 15-25 cm crushed wood overlain by about 1 m of gravelly sand with 7% (w/w) organic matter content. Sampling probes were installed at two locations on cell 2 at different depths (5 to 120 cm). Several gas concentration measurements were carried out during the autumn and the winter of 2012-2013. It was observed that atmospheric air penetrated deep into the cover and oxidation activity was observed in the gas profiles. The oxidation zone was situated mainly below 40 cm from the surface and went as deep as about 1 m below surface, i.e. to the base of the cover. Oxidation efficiencies ranged from 0 to 99%, reaching maximal values between 30 and 60 cm depth, with mean values 59% and 77% respectively for the two sampling locations for the whole study period. It must be highlighted that relatively high oxidation efficiencies were obtained during winter. This indicates that methane oxidation can occur yearlong in Iceland, although a more thorough field study is needed to verify the extent of this phenomena in Icelandic landfill covers. Such a study would also permit to verify the applicability of the default value of 10% methane oxidation used in biogas generation and emission models. Keywords: methane oxidation, landfills in boreal climate, landfill gas emissions.

1. Introduction Landfill gas is produced through microbial anaerobic degradation of organic waste and is mainly composed of methane and carbon dioxide, typically in the concentrations of 55-60% methane and 40-45 % carbon dioxide (Scheutz et al., 2009). Methane is a greenhouse gas up to 25 times more potent than carbon dioxide over a 100-year period, as it is more effective at absorbing infrared radiation (IPCC, 2007). Landfills are estimated to contribute with up to 5% of overall global greenhouse gas emissions today or about 18% of global CH4 emissions (Bogner et al., 2007). They rank among the largest anthropogenic CH4 sources worldwide - second largest in Europe (EEA, 2009) - making them a good target for mitigation (e.g. Forster et al., 2007). Methane emissions from landfills is a product of landfill gas gener­ ation, gas recovery and microbial CH4, which largely depends on both site-specific soil characteristics and meteorological factors. Many modern landfills have gas collection systems that either extract the gas for energy production or incineration. With the adoption of the EU Landfill directive through Icelandic regulation no. 738/2003 on landfill waste, landfills in Iceland receiving biodegradable waste were required to collect landfill gas for utilization or flaring after July 16, 2009.

Gas collection systems can only recover a fraction of the gas due to leaks in the system and because of fugitive gas emissions that escape through cracks or other preferential pathways in the landfill cover (e.g. Christophersen & Kjeldsen, 2011; Börjesson et al., 2007; Scheutz et al., 2009; Scheutz et al., 2011). In smaller and older landfills, methane production is too low for recovery or flaring, and installation of a gas extraction system is inefficient (Huber-Humer et al., 2009), thus allowing all of the generated gas to pass through the cover soil. In shallow landfills (<8 m depth), which are common in Iceland, the installation of gas extraction systems is furthermore technically either very difficult or near impossible (Scharff et al., 2011), whether it be with horizontal or vertical wells. Such a system is also likely to partially take in atmospheric air, highly reducing the recovery efficiency, as all Icelandic landfills to date do not have a top liner. The technique of enhancing the activity of methanotrophs in landfill cover soils to oxidize methane has received wide recognition in past years as a cost-effective and important means to reduce fugitive emissions (e.g. Gebert and Gröngröft, 2006; Huber-Humer et al., 2009; Scheutz et al., 2009; Cabral et al., 2010; Chanton et al, 2011, Roncato & Cabral., 2012). It serves as a complementary strategy for

verktækni 2014/20

31


ritrýndar vísindagreinar methane emissions escaping gas collection, and for emissions miti­ gation at smaller and older sites without gas recovery systems. Furthermore, since gas is still being generated after landfills are no longer in operation, landfill after-care with oxidizing biosystems is considered among key mitigating measures to reduce long-term green­house gas emissions from landfills (Bogner et al., 2007). Metanotrophs are a certain class of prokaryotic bacteria that consume methane as their only source of carbon and energy. At lower flow rates, methanotrophic bacteria can consume a larger portion of the methane delivered. A passive methane oxidizing system can therefore be considered a viable management approach for the treatment of fugitive emissions at landfills with recovery systems, or for landfills with a low methane generation rate per area due to size or age of wastes. The majority of Icelandic landfills receiving biodegradable waste are relatively small. Aside from the three largest landfills currently in operation (Álfsnes, Stekkjarvík, Fíflholt), all other landfills in Iceland receive <5,000 tons of waste per year, and the waste degradation rate and thus methane generation rate in small Icelandic landfills is likely lower than in landfills in a moderate European climate (Scharff et al., 2011, Kamsma & Meyles, 2003). A study carried out in 2010 (Júlíusson, 2011) furthermore suggested that most landfills in Iceland generate too little methane for it to be technically or economically feasible to collect biogas, as required by regulation. No documentation on the oxidation capacity of Icelandic landfill covers exists to date. Since there is limited information on microbial methane oxidation in boreal climates, a recent TAIEX mission report (Scharff et al., 2011) recommended a demonstration project to gather information on the current situation. The Icelandic Association of Local Authorities therefore launched a project in cooperation with The Solid Waste Management of West Iceland Regional Office, EFLA Consulting Engineers and the University of Iceland to study and assess the oxidation capacity of the current top cover in cell 2 at the Fíflholt landfill in West Iceland, 64°N, using the gas profile method (CO2/CH4 ratio) (Gebert et al., 2011b). In addition to assessing the oxidation efficiency of the cover, the method enables identification of the optimum zone for methane oxidation or oxidation horizon, i.e. the depth at which environmental conditions such as temperature and moisture promote methanotrophic growth. The objective of this study was to investigate whether there was evidence of methane oxidation in the top cover at the Fíflholt landfill, particularly during colder months of the year, and to examine whether this oxidation could be assessed to a certain extent, i.e. using the gas profile method. This information will prove valuable in the near future when performing emissions estimations, for individual landfills in Iceland and for National Inventory Reports on greenhouse gas emiss­ ions.

2. Materials and Methods 2.1. Study site and measurements The Fíflholt landfill currently receives up to 10,000 tpa of waste, including biodegradable waste from rural and urban areas in the region. It is situated roughly 10 km from the shore and has been in operation since 1999. It is one of the larger Icelandic landfills, although small in international comparison, and has no gas collection system. The gas generated in the landfill therefore migrates freely through the top cover. The top cover of the landfill is 1 - 1.2 m thick and is composed of 15 - 25 cm of shredded wood mulch overlain by appr­ oximately 1 m of excavated local soil. Stainless steel sampling probes of different depths (5, 10, 20, 30, 40, 60, 80 and 120 cm) were installed at two locations at cell 2, about

32

verktækni 2014/20

100 m apart, and sealed with rubber stops (Figure 1). The two locations were identified as C2-N and C2-S, in proximity to two previously installed gas monitoring wells. Cell 2 is about 3-5 m deep, covers 0.9 ha of surface area, and received waste between the years 2003 and 2006, i.e. a total of 36,000 tons of waste. Monthly point measurements of gas composition (CH4, CO2, O2, and N2) at probe depth were carried out from August 2012 to February 2013, and again in August 2013. During each measurement, after initial purge, gas from the probes was extracted using a syringe and needle and fed into a portable gas analyser (Geotechnical Instruments GA2000 Plus). Soil temperatures at probe depths were also measured on selected dates, using a FLUKE 54-II thermometer. More information on data procedures and results can be found in Kjeld (2013).

Figure 1 Plan view (upper figure) and profile view (lower figure) of cell 2 of the Fíflholt landfill. The upper figure shows the location of C2-N and C2-S on cell 2 (VERKÍS Consulting Engineers) and the lower figure shows the gas probe setup at both locations. Meteorological data was collected from the on-site weather station run by the Iceland Meteorological Office. A soil sample from an approx. 1 m3 excavation of the top cover in the middle of cell 2 was extracted in December 2012, divided into two subsamples, and analysed at the Innovation Center Iceland. As the top cover soil at Fíflholt is fairly homogeneous, one sample was regarded sufficient to roughly estimate organic matter content and grain size distribution. The soil analysis revealed a highly porous gravelly sand with 7% organic matter content (loss-on-ignition test).

2.2 Gas profile method (CO2/CH4 ratio) and oxidation efficiency (Effox) calculation

The gas profile method is based on the change in the ratio of CO2 to CH4 in the gas profile, compared to the ratio in the raw landfill gas (Gebert et al, 2011b). It is assumed that the change occurs as a result of an oxidation process, i.e. the following reaction:


ritrýndar vísindagreinar

CH4 + 2 O2 → CO2 + 2 H2O

(1)

The ratio CO2 to CH4 is higher near the surface, since CH4 gradually gets converted to CO2 in the oxidation process. The method is based on a few assumptions (Gebert et al., 2011b); e.g. that the size of the methanotrophic population is stable in the landfill cover, i.e. no net transfer of carbon into the microbial biomass; that the system is under steady state; and that the net increase in CO2 is due to oxidation of CH4 only, i.e. microbe respiration plays a minor role in the production of CO2. The last assumption applies for biofilters with high CH4 loading and oxidation rates, in daily and temporary landfill covers, and it is assumed that it can be applied for medium sized landfills without gas extractions systems, such as those found in Iceland. The method assumes that the volume of CO2 produced equals the volume of CH4 oxidized, which can be derived from the following equation: CO2(LFG )  x CO2(i)  (2) CH 4(LFG )  x CH 4(i) where x = share of oxidized CH4 (%) at a certain depth i, CH4(LFG) = CH4 concentration  of the landfill gas (%), CO2(LFG) = CO2 con­centration of the landfill gas (%), CH4(i) = CH4 concentration at depth i (%) and CO2(i) = CO2 concentration at depth i (%). From the above assumptions it follows that CO2(LFG) = 100 – CH4(LFG), i.e. other landfill gasses are in trace amounts (≤1%) and considered negligible. For calculations, values of CH4(LFG) and CO2(LFG) were applied where CH4(LFG) concentrations were the highest, sometimes from monitoring wells and sometimes from the deepest sampling probes. The oxidation efficiency, Effox, is obtained by dividing the share of oxidized CH4 at each monitored depth, x, by the concentration of CH4 in the landfill gas, CH4(LFG), i.e. Eff ox 

x CH 4(LFG )

(3)

In the soil profile, this efficiency represents the cumulative percentage of CH4 oxidized. The  higher the efficiency, the more methane oxidized. The method is independent of the nature of the flux (diffusive or advective) of both landfill gas seeping up through the cover and of the influx of atmospheric gas from the surface. The method also assumes that CH4 and CO2 are diluted to the same extent in the pore volume by atmospheric gases.

80 cm depth, indicating an existing oxidation horizon right from the bottom of the top cover. At C2-S, the increase in the CO2/CH4 ratio was observed between 40 and 80 cm depth, indicating that the oxidation horizon was situated slightly higher at that location. On a few occasions, such as in December 2012 at both locations and in August 2013 at C2-N, the gas concentration profiles did not converge and thus little or no increase in the CO2/CH4 ratio occurred. This was coupled with little observed penetration of atmospheric air (Figure 2b), indicating that little or no oxidation took place during these sampling periods.

Figure 2 Two exemplary soil gas profiles from the study: (a) C2-S on Nov 18, 2012; (b) C2-N on Dec 12, 2012.

3.2 Methane oxidation efficiency, Effox

Oxidation efficiencies within the soil profiles, calculated according to Eq. 3, are shown in Figures 3 and 4 for locations C2-S and C2-N, respectively. The average oxidation profiles for the entire study period are also shown. Oxidation efficiencies ranged from 0 to 99%. As can be observed, Effox increased moving up the profile and reached a maximum value between 30 cm and 60 cm depth, a clear indication of the position of the oxidation horizon. Average Effox values for the entire study period attained a maximum of 59% at 60 cm for C2-N and 77% at 30 cm for C2-S. It must be emphasized that the oxidation efficiency is neither an accurate nor constant value, and that this method is only intended to give an indication of the overall efficiency (Gebert et al. 2011b).

3. Results and discussion 3.1 Gas profiles A total of 8 gas concentration profiles were obtained at C2-N and 6 profiles at C2-S. Figure 2 shows two typical gas concentration profiles obtained during the study period, i.e. one showing evidence of high oxidation (Figure 2a) and little or no oxidation (Figure 2b). A high oxidation profile was the most common profile during the study. The concentration of nitrogen, N2, can be used as a tracer gas, since N2 is neither produced nor consumed in the cover. At both locations, it was observed that atmospheric gases O2 and N2 were in significant concentrations at 80 cm depth (32-73%). This indicates that atmospheric air penetrates deep into the soil cover, creating part of the conditions needed for methane oxidation to occur. This deep penetration of atmospheric air was expected, given the coarse texture of the soil cover. An indication of methane oxidation can be inferred from gas concentration profiles, where the CH4 and CO2 profiles converge from the bottom to the top of the profile (Figure 2a), thus increasing the CO2/CH4 ratio (see Eq. 2). At C2-N, this phenomena was observed at

Figure 3 Methane oxidation efficiency Effox vs. depth during the study period at C2-S.

verktækni 2014/20

33


ritrýndar vísindagreinar 3.4 Influence of meteorological parameters

Figure 4 Methane oxidation efficiency Effox vs. depth during the study period at C2-N.

In addition to soil moisture and texture, the microbial oxidation process is sensitive to climatic factors including temperature and barometric pressure changes (e.g. Gebert et al., 2011a; Börjesson et al., 2004), many of which are interrelated. In this study, soil temp­ eratures at probe depths were measured from November to February, and also in August 2013. Figure 5 shows the relationship between calculated oxidation efficiencies and soil temperatures with depth for both sampling locations, C2-S and C2-N. It is quite striking to observe that high efficiencies were calculated despite the generally low temperatures (2-12°C) at the bottom of the cover. Also worthwhile noting is the fact that the same level of oxidation efficiency was calculated for higher (~12°C) and lower (2-4°C) temperatures. Temp­ erature has been observed to be one of the controlling factors in the oxidation process in a number of studies, and in warmer climates, optimum oxidation has been reported at much higher soil temperatures, i.e. around 25-35°C (Scheutz et al., 2009). Oxidation has, however, also been reported in colder areas at temperatures down to 2°C (Christophersen et al., 2000) and 1°C (Einola et al., 2007), although documentation is sparse for colder climates. The limited data base of this study seems to indicate that methane oxidation can take place throughout the year, and that the low temperatures prevailing yearlong in Iceland are not the most important factor controlling methane oxidation.

A reduction in efficiency was commonly observed in the shallowest tubes at both locations, i.e. from depth 40 cm and upward. Since CH4 and CO2 concentrations were generally very low in the top 40 cm (typically <1% at C2-S and <15% at C2-N), the drop in efficiency may result from CO2 dilution by atmospheric N2 and O2, present in concentrations quite close to those in the air. This tends to skew the CO2/CH4 ratio and therefore reduce the accuracy of the efficiency calculation.

3.3 Spatial variability There were some differences observed between C2-N and C2-S, indicating spatial variability within cell 2. The intrusion of atmospheric air and depth of oxidation was slightly more pronounced at C2-N than at C2-S. There was also more consistency in the data collected from C2-S (Figure 3), whereas profile data from C2-N showed more disparities (Figures 4). During the time of measurement, the age of the waste at C2-N was about 9 years and about 7 years at C2-S. The waste composition changed slightly between years, with more biodegradable waste below C2-S. The differences observed between C2-N and C2-S do not conform with the age or the biodegradability of the waste body below, indicating that the observed variability between the two locations it is rather due to characteristics and conditions of the overlying top cover. Oxidation activity depends on soil texture, specifically on pore size distribution and on soil moisture retention capacity (e.g. Röwer et al., 2011). A higher share of air-filled pores increases the availability for gaseous transport. During the study period, the 120-cm tube at C2-N was filled with water on every sampling date, except in December 2012, indicating that the bottom of the top cover was typically saturated at that location, except during very dry periods such as encountered in December. The presence of decomposing chopped wood at this depth may have caused accum­ ulation of moisture and this might have driven landfill gases to migrate via preferential pathways such as cracks in the cover or via lateral diffusion to areas adjacent to the cell. Such phenomena could explain the greater variability in oxidation efficiencies with time at this location (Figure 4), and the generally lower oxidation efficiencies, as compared to C2-S.

34

verktækni 2014/20

Figure 5 Soil temperature at depth i, Tsoil_i (°C), vs oxidation efficiency at depth i, Effox_i (%), for both measurement locations C2-S and C2-N during the study period. A number of studies have shown a relationship between pressure change and landfill gas release through the top cover (e.g. Kjeldsen & Fischer, 1995; Gebert & Gröngröft, 2006). When atmospheric pressure drops rapidly, the formed pressure gradient can lead to advective gas transport out of the waste layer. This can result in higher emissions, possibly overriding the maximum oxidation rate of the soil and resulting in lower efficiencies. Over the study period, atmospheric pressures between 1001 and 1031 hPa were recorded and it did not undergo any significant changes during sampling. During the study period, the most important pressure drops were observed in December 2012 and in August 2013, where over the course of 12 hours the pressure dropped by about 5 hPa or the equivalent of a 5-cm water column, see Figure 6. This is a relatively mild drop in atmospheric pressure and the decrease in oxidation efficiencies observed on those dates can therefore not be associated with changes in atmospheric pressure. Furthermore, the high efficiencies at C2-S vs zero efficiencies at C2-N in August 2013 indicate that other environmental factors than temperature or atmospheric pressure, e.g. water content, were more important in the oxidation process.


ritrýndar vísindagreinar

Figure 6 48-hour atmospheric pressure (hPa) development prior to and after sampling on December 12, 2012. The blue vertical line denotes the time of sampling. Based on the sparse data on accumulated precipitation obtained in this study (24 hrs, 48 hrs, 7 days), which gives an idea of the soil moisture conditions during measurement dates, no correlation could be established between precipitation and oxidation efficiency. The bottom of the top cover at C2-N appears to have been generally prone to saturation, with accumulated water at 120 cm depth, possibly due to the capillary barrier effect (Berger et al., 2005). An exception to this was in December 2012 when conditions were relatively dry, i.e. only 4.5 mm accumulated 7 days prior to sampling and none 48 hours prior to sampling. Despite the favourable conditions on this date, i.e. no accumulation of water and no obstruction of gas flow, no oxidation was observed. Further field investigation is be needed to explain this phenomenon.

3.5 Suitability of the gas profile method The gas profile method is subject to some limitations, particularly regarding steady state conditions and microbial soil respiration. Steady state conditions are rarely encountered in the field as gas flow rates vary continuously with precipitation and changes in atmospheric pressure. Only further investigation would permit better understanding of the influence of the lack of steady state and of microbial respiration on the results presented herein. A larger data set would also improve global Effox estimations, as under- and overestimations due to this assumption would even each other out. The method assumes that respiration is negligible compared to CO2 produced due to CH4 oxidation. In soils with little or no organic matter content, this assumption is respected. In the case of Fíflholt, with an organic matter content of the soil at around 7%, it can be assumed that respiration plays a minor role in the total production of CO2, accounting nonetheless for a certain error in Effox calculations that can only be quantified through further examination. In a batch experiment using soil with total organic carbon 4.9% - 7.5%, CO2 respiration accounted for 1.2 - 1.9% of the observed CO2 production from CH4 oxidation (Gebert et al., 2011b), and the oxidation efficiency was only slightly overestimated using a soil with 6% organic matter. The gas profile method would however not suit a soil with a higher organic matter content, as this would need to be accounted for in the design of a passive methane oxidation biosystem in Iceland.

4. Conclusions Given the results obtained, the current top cover at Fíflholt can be considered as a passive methane oxidation biosystem, capable of oxidizing a significant fraction of the landfill gas passing through it, albeit not on a continuous basis. The top cover was however not

designed with this purpose in mind. It was installed to comply with the operational permit, requiring a 1-m thick soil cover, which is why considerations were not made regarding the base of the cover where the layer of decomposing shredded wood may be prone to moisture retention, altering upward gas transport. Appropriate measures have to be taken in the design of a methane oxidation biocover, with particular regard to gas distribution at the base of the top cover and soil geotechnical properties. It is of particular interest that the cover at Fíflholt was observed to oxidize methane despite generally low temperatures within the top cover, and that other factors, e.g. soil water content, may be a more controlling factor for methane oxidation. Thorough field studies are needed to provide a better understanding of the role of different soil specific and climatic factors in the oxidation process and will also prove useful in the near future for all landfills regardless of gas collection requirements. In modelling gas emissions for National Inventory Reports on green­ house gas emissions, a default oxidation factor of 10% is recommended in the IPCC guidelines for industrial countries with well managed landfills, although a factor of 0% has been used thus far for Iceland. The default value has however been questioned, particularly at land­ fills or in countries where measurements have demonstrated much higher oxidation efficiencies (e.g. Scharff & Jacobs, 2006; Chanton et al., 2009). A field study which is conducted on a larger landfill area and includes measurements during all climatic seasons would improve modelling emissions estimates and would verify the applicability of the current default oxidation factor.

Acknowledgements Sveinn Ingi Reynisson, Þorsteinn Eyþórsson and Guðrún Meyvantsdóttir are acknowledged for their technical assistance. The study was supp­ orted by The Association of Local Authorities in Iceland (Samband íslenskra sveitarfélaga), EFLA Consulting Engineers and The Solid Waste Management of West Iceland (Sorpurðun Vesturlands). Soil analysis was carried out with support of the Innovation Center Iceland (Nýsköpunarmiðstöð Íslands).

References Berger, J, Fornés, L.V., Ott, C., Jager, J., Wawra, B. & Zanke, U., 2005. Methane oxidation in a landfill cover with capillary barrier. Waste Management 25; 369-373. Bogner, J., Abdelrafie Ahmed, M., Diaz, C., Faaij, A., Gao, Q., Hashimoto, S., Mareckova, K, Pipatti, R. & Zhang, T., 2007. Waste Management. In: Climate Change 2007: Mitigation. Contribution of Working Group III to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA. Börjesson, G., Sundh, I., Svensson, B., 2004. Microbial oxidation of CH4 at different temperatures in landfill cover soils. FEMS Microbiology Ecology 48; 305-312. Börjesson, G., Samuelsson, J. & Chanton, J., 2007. Methane Oxidation in Swedish Landfills Quantified with the Stable Carbon Isotope Technique in Combination with an Optical Method for Emitted Methane. Environmental Science & Technology, Vol. 41, no. 19. Cabral, A.R., Moreira, J.F.V. & Jugnia, L.B., 2010. Biocover Performance of Landfill Methane Oxidation: Experimental Results. Journal of Environmental Engineering, 08.2010; 785-793. Chanton, J.P., Powelson, D.K. & Green, R.B., 2009. Methane oxidation in landfill cover soils, is a 10% default value reasonable? Journal of Environmental Quality 25;38(2):654-63. Chanton, J., Abichou, T., Langford, C., Spokas, K., Hater, G., Green, R., Gold­ smith, D. & Barlaz, M.W., 2011. Observations on the methane oxidation capacity of landfill soils. Waste Management 31; 014-925. Christophersen, M., Linderod, L., Jensen, P.E. & Kjeldsen, P., 2000. Methane oxidation at low temperatures in soil exposed to landfill gas. Journal of Environmental Quality 29:1989-1997.

verktækni 2014/20

35


ritrýndar vísindagreinar Christophersen, M. & Kjeldsen, P., 2001. Lateral gas transport in soil adjacent to an old landfill: factors governing gas migration. Waste Management & Research, 19; 144-159. Einola, J.K.M., Kettunen, R.H. & Rintala, J.A., 2007. Responses of methane oxidation to temperature and water content in cover soil of a boreal landfill. Soil Biology and Biochemistry, 39, 1156-1164. European Environmental Agency (EEA), 2009. Annual European Community Greenhouse Gas Inventory 19902-007 and Inventory Report 2007. Submission to the UNFCCC Secretariat. EEA Technical Report, No. 4. 2009; Annex I Key category analysis. Forster, P., Ramaswamy, V., ARtazo, P., Berntsen, T., Betts, R., Fahey, D.W., Haywood, J., Lean, J.,, Lowe, D.C., Myhre, G., Nganga, J., Prinn, R., Raga, G., Schulz, M. & Van Dorland, R., 2007. Changes in atmospheric constituents and in radioactive forcing. In : Climate Change 2007: The Physical Science Basis. Contribution of Working Group I to the Fourth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA. Gebert, J. & Gröngröft, A., 2006. Performance of a passively vented field-scale biofilter for the microbial oxidation of landfill methane. Waste Management. 26, 399-407. Gebert, J., Rachor, I., Gröngröft, A. & Pfeiffer, E.M., 2011a. Temporal variability of soil gas composition in landfill covers. Waste Management 31; 935-945. Gebert, J., Röwer, I.U., Scharff, H., Roncato, C.D.L.& Cabral, A.R., 2011b. Can soil gas profiles be used to assess microbial CH4 oxidation in landfill covers? Waste Management 31; 987-994. Huber-Humer, M., Röder, S. & Lechner, P., 2009. Approaches to assess biocover performance on landfills. Waste Management; 2092-2104. IPCC, 2007. Intergovernmental Panel on Climate Change Working Group II, Fourth Assessment Report (2007). Climate Change 2007: Mitigation of Climate Change, http;//www.ipcc.ch/SPM040507.pdf Júlíusson, A.G., 2011. Hauggasrannsóknir á urðunarstöðum á Íslandi. MS-thesis from the University of Iceland. Faculty of Civil and Environmental Engine-

e­ring. School of Engineering and Natural Sciences, University of Iceland. Kamsma, R.P.M & Meyles, C.A., 2003. Landfill Gas Formation in Iceland. A study on Landfill Gas Formation in landfills in Iceland, in relation to the implementation of the Landfill Directive into the national law. Environmental Agency of Iceland. Kjeld, A., 2013. Microbial methane oxidation at the Fíflholt landfill in Iceland. MS-thesis from the University of Iceland. Faculty of Civil and Environmental Engineering. School of Engineering and Natural Sciences, University of Iceland. Kjeldsen, P. & Fischer, E.V., 1995. Landfill gas migration - field investigations at Skellingsted landfill, Denmark. Waste Management & Research 13; 467484. Roncato, C.D.L. & Cabral, A., 2012. Evaluation of Methane Oxidation Efficiency of Two Biocovers: Field and Laboratory Results. Journal of Environmental Engineering, 138:2 Röwer, I.U., Geck, C., Gebert, J., & Pfeiffer, E.M., 2011. Spatial variability of soil gas concentration and methane oxidation capacity in landfill covers. Waste Management 31; 926-934. Scharff, H. & Jacobs, J., 2006. Applying guidance for methane emission estimation for landfills. Waste Management 26; 417-429. Scharff, H., Hansen, J. & Gústafsson, L., 2011. Mission report: TAIEX Assistance Iceland concerning the implementation of the EU Landfill Directive and landfill gas control. TAIEX reference 45985. Scheutz, C., Kjeldsen, P., Bogner, J.E., Visscher, A., Gebert, J., Hilger, H.A., Huber-Humer, M. & Spokas, K., 2009. Microbial methane oxidation processes and technologies for mitigation of landfill gas emissions. Waste Management & Research, 27; 409-455. Scheutz, C., Samuelsson, J., Fredenslund, A.M. & Kjeldsen, P., 2011. Quantification of multiple methane emission sources at landfills using a double tracer technique. Waste Management, Volume 31, Issue 5; 10091017.

Sterkir í stálgrindarhúsum

Á undanförnum árum hefur Landstólpi selt um 80 stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum sem reist hafa verið um allt land. Við höfum sérhæfðan og öflugan tækjakost og afbragðs starfsfólk með mikla reynslu.

Stálgrindarhúsin eru framleidd í Hollandi af H.Hardeman sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. H.Hardeman hannar og framleiðir stálgrindina og allar klæðningar og eykur það mjög öryggi okkar viðskiptavina að hafa framleiðsluna á einni hendi.

Þekking - Reynsla - Öryggi 36

verktækni 2014/20

Gunnbjarnarholti 801 Selfoss 480 5600 landstolpi.is


Sigurjón Sigurjónsson: Auk þess að vera með staðreyndirnar á hreinu við stjórnun flókinna verkefna er Sigurjón á heimavelli þegar kemur að gagnslausum upplýsingum sem hvergi nýtast nema í spurningaspilum. Á golfvellinum vinnur hann síðan langa frídaga að því eilífðarverkefni að lækka forgjöfina.

Vigfús Björnsson: Styrkur Vigfúsar felst ekki síst í fjölhæfninni og það má í raun segja að hann sérhæfi sig í öllu, hvort sem það snýr að starfinu eða fjölskyldulífinu. Á námsárunum í Danmörku tók hann ástfóstri við hjólreiðar og fer þannig flestra sinna ferða, bæði þegar veður leyfir – og ekki.

Við eflum samfélagið EFLA verkfræðistofa hefur það að markmiði að skapa lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið. Starfsfólkið er dýrmætasta auðlindin okkar og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu milli himins og jarðar. Það eru hæfileikar þess sem gera fjölbreytileg verkefni um allan heim að veruleika á degi hverjum.

E F L A H F. • H Ö F Ð A B A K K I 9 • 1 1 0 R E Y K J AV Í K • 4 1 2 6 0 0 0 • w w w. e fl a . i s • Í S L A N D • D U B A I • F R A K K L A N D • N O R E G U R • S V Í Þ J Ó Ð • P Ó L L A N D • R Ú S S L A N D • T Y R K L A N D


FANGAÐU UMHVERFIÐ NÚNA, MÆLDU SEINNA Þarftu stundum að endurmæla? Þá þarftu Trimble® V10 myndræna róverinn. Með enn frekari útvíkkun á Trimble VISION™ myndrænu tækninni kemur sambyggða kerfið Trimble V10, sem tekur 360° myndir til nákvæmra mælinga á umhverfinu. Mældu hraðar í mörkinni og komdu í veg fyrir endurmælingu. Með V10 geturðu verið viss um að allar upplýsingar séu til staðar þegar svæði er yfirgefið. Hvort sem þú þarft að framkvæma grunnmælingu, eftirlit eða rannsókn þá skilar þessi róttæka nýja tækni ótrúlegum gögnum sem gerir verkefnið skilvirkara, óháð því hvort um nýframkvæmdir eða önnur verkefni er að ræða. Saman með Trimble Access™ mælingarhugbúnaðinum og TBC skrifstofuhugbúnaði er Trimble V10 sú faglega lausn sem hentar nútíma mælingum og vinnuferli. Sjáðu það á Trimble.com/V10

ᦾᵹ㔅䬶୼ Viðurkenndur Authorized Umbðsaðili Dealer

www.ismar.is

© 2014, Trimble Navigation Limited. Allur réttur áskilinn. Trimble alheims- þríhyrningsmerkis er vörumerki Trimble Navigation Limited, skrásett í Ameríku og öðrum löndum. Access og Vision er vörumerki Trimble Navigation Limited. Öll önnur vörumerki eru eign hluteigandi. PN GEO-015-ISL


ritrýndar vísindagreinar

Er virði í vottun? Fyrirspurnir: Ari Hróbjartsson ari.hrobjartsson@nyherji.is

Ari Hróbjartssona, Dr. Helgi Þór Ingasonb, Dr. Haukur Ingi Jónassonb b

a Nýherji, Borgartúni 37, 105 Reykjavík. Tækni- og verkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík

Greinin barst 2. febrúar 2013 Samþykkt til birtingar 15. september 2013

Ágrip Á undanförnum árum hafa mörg íslensk fyrirtæki innleitt gæðastjórnunarkerfi á grunni ISO9001 staðals og fengið vottun. Engin fjárhagsleg greining hefur verið gerð á því hvort vottun skilar íslenskum fyrirtækjum fjárhagslegum ávinningi, þó gerðar hafi verið nokkrar almennar athuganir á útbreiðslu vott­unar og viðhorfum fyrirtækja til vottunar. Í þessari rannsókn eru tekin til skoðunar öll íslensk fyrirtæki með ISO9001 vottun sem störfuðu á sam­ keppnismarkaði og þau borin saman við sambærileg fyrirtæki sem ekki höfðu vottun, til að kanna hvort greina mætti mun á þessum fyrirtækjahópum hvað varðar ýmsar fjárhagslegar kennistærðir. Niðurstaðan er meðal annars sú að vottuðu fyrirtækin hafa hærri söluhagnaðarhlutfall og hærra eigin­fjárhlutfall en þau óvottuðu. Lykilorð: ISO9001, gæðastjórnun, verkefnastjórnun, vottun.

ISO samtökin (International Organization for Standardization) eru stærstu staðlasamtök heims. Þau hafa höfuðstöðvar í Genf og eru hópur 100 stærstu iðnþjóða í heimi (Kerzner, 2009). ISO hefur þróað fleiri en 19000 alþjóðlega staðla fyrir mismunandi atvinnugreinar á heimsvísu (International Standards for Business, Government and Society, 2012). ISO 9000 staðlaröðin var kynnt árið 1986 og viðfangsefni hennar var gæðastjórnun. Á árinu 2008 var hartnær ein milljón fyrirtækja í 176 löndum með ISO 9001 vottun. Útbreiðsla vottunar er langmest í Kína en þar eru 225 þúsund fyrirtæki með vottun (The ISO Survey – 2008, 2009). Ísland er lítið í samfélagi þjóðanna og fjöldi fyrirtækja á fyrirtækjaskrá er um 32 þúsund. Íslenska efnahagslífið lenti sem kunnugt er í djúpri kreppu árið 2008 og áhugavert er að hafa það í huga við skoðun á útbreiðslu gæðastjórnunar. Hugsanlega hefur það freistað margra fyrirtækja í miðri niðursveiflu að spara sér vottunarkostnaðinn. Mörg fyrirtæki hafa innleitt ISO9001 staðalinn. Árið 2001 var ekkert fyrirtæki á Íslandi með vottun en árið 2002 voru sex fyrirtæki með vottun. Í desember 2005 voru 43 fyrirtæki með vottun (Ingason, 2006) en árið 2010 voru þau orðin 48 (Gunnlaugsdóttir, 2010) og vorið 2012 eru 53 fyrirtæki vottuð samkvæmt úttekt greinarhöfunda. Enda þótt flest fyrir­tæki telji sig hafa góða reynslu af vottun hefur aldrei verið gerð megind­­leg úttekt á fjárhagslegum ávinningi þess að ganga í gegnum ISO9001 vottun á Íslandi (Sigurðardóttir, 2011). Erlendis hafa þessir þættir verið skoðaðir og niðurstöður eru ekki afgerandi, eins og vikið verður að síðar. Markmið þessarar rannsóknar er því að kanna hvort greina megi fjárhagslegan ávinning af innleiðingu gæðakerfis skv. ISO9001 staðli og vottun þess, þegar borin eru saman vottuð fyrirtæki og samanburðarfyrirtæki sem ekki hafa vottun.

Fræði ISO 9000 staðlaröðin skilgreinir hugtakið gæði sem „það að hvaða marki safn tiltekinna eðlislægra eiginleika uppfyllir kröfur” (Staðlaráð Íslands, 2001). Í dag þykir augljóst að hverju fyrirtæki sé nauðsynlegt að skilja kröfur viðskiptavina sinna og miða starfsemi fyrirtækisins við

Abstract In recent years, a number of Icelandic organizations have implemented a quality management system based on the ISO9001 standard and been certified. No effort has yet been made to analyse if certification leads to any financial benefits, yet there have been some general assessments of the distribution certified quality management systems. This paper reports from a study of all ISO9001 certified organizations in Iceland, operating in a competitive environment. They were compared to similar organizations not certified - to assess if any differences could be found in some financial variables between the two groups. The study shows that the certified organizations have higher return on sales and higher equity ratio. Keywords: ISO9001, Quality management, Project management, certifi­ cat­ion

það að uppfylla þessar kröfur. Gæðahreyfingin á rætur í Bandaríkjunum og Japan á miðri 20. öld. Nokkrir lykilfrumkvöðlar gæðastjórnunar eru E. Deming (Deming, 1986), J. Juran (Juran, 1986), P. Crosby (Crosby, 1979), K. Ishikawa (Ishikawa, 1986) og Feigenbaum (Feigenbaum, 1991). Allir hafa þeir lagt sitt af mörkum við að skilgreina þá heildstæðu hugmyndafræði sem í dag er nefnd í einu orði gæðastjórnun. Á síðustu 20 árum eða svo hafa orðið töluverðar breytingar á áherslum í gæðastjórnun. Kröfur um meiri skilvirkni, meiri hraða í vöruþróun og fleiri tæknilega eiginleika í vörum og þjónustu hafa vaxið og þetta hefur haft í för með sér aukna þörf á gæðastjórnun til að finna jafnvægi á milli eiginleika og kostnaðar við að uppfylla þarfir. Gæðastjórnun hefur þróast á síðustu áratugum út í heildstæðari hugmyndafræði þar sem öll starfsemi fyrirtækisins er undir en ekki einungis það sem gerist við hina eiginlegu framleiðslu. Áhersla er þá lögð á úrbótastarf, sam­ eiginlega ábyrgð allra starfsmanna á að lágmarka tilkostnað og á sama tíma koma til móts við væntingar viðskiptavinanna. Þessi hugmynd er oft nefnd altæk gæðastjórnun (Kerzner, 2009). Íslenskar rannsóknir á sviði gæðastjórnunar eru ekki margar. Nefna má grein Helga Þórs Ingasonar í Dropanum - tímariti Stjórnvísi - árið 2006. þar var reynt að skoða hvort ISO vottuð fyrirtæki á Íslandi væru hlutfallslega jafn mörg og í nokkrum nágrannalöndum og hvort þeim væri að fjölga. Athugunin leiddi í ljós að hlutfallslega voru færri vottuð fyrirtæki á Íslandi en í viðmiðunarlöndum. Hins vegar var hlutfall vottaðra fyrirtækja og allra fyrirtækja að vaxa nokkuð hratt á Íslandi hraðar en í nágrannalöndum þar sem hlutfallið virtist vera að ná jafnvægi. Bent var á að ef hlutfall vottaðra fyrirtækja og allra fyrirtækja á Íslandi ætti að vera hliðstætt og í Noregi myndi vottuðum fyrirtækjum á Íslandi fjölga verulega á komandi árum (Ingason, 2006). Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur gert tvær rannsóknir, þá fyrri 2001 og þá seinni 2010, þar sem viðfangsefnið er af hverju fyrirtæki ráðast í að fá vottun skv. ISO9001 staðli og hvaða ávinning þau sjá af því. Í rannsókn Jóhönnu frá 2010 kemur fram að meginástæðan fyrir vottun er þrýstingur frá viðskiptavinum og samkeppnissjónarmið; 39% af fyrir­tækjum til skoðunar fóru í gengum vottun vegna þess að stjórnvöld

verktækni 2014/20

39


ritrýndar vísindagreinar eða viðskiptavinir kröfðust þess. Aðspurð um ávinning af vottun sögðu fyrirtækin m.a. að hún auðveldaði að mæta væntingum viðskiptavina og stjórnvalda og hún leiddi til betri stjórnunar. 11.9% sögðu að vottun skilaði þeim samkeppnisforskoti (Gunnlaugsdóttir, 2010). Árið 2007 gerðu Laufey Karlsdóttir og Sigrún Hallgrímsdóttir loka­ verkefni í MPM námi og fjallaði það um hvort ISO9001 vottun hefði áhrif á stýringu verkefna. 64 einstaklingar tóku þátt í spurningakönnun, þar af 32 úr fyrirtækjum með ISO vottun og 32 úr hliðstæðum fyrir­ tækjum sem ekki höfðu vottun. Niðurstöður þeirra voru að ekki væri neinn munur á þessum tveimur flokkum fyrirtækja þegar borin voru saman verkferli varðandi skjölun, samskipti við viðskiptavini, skil­ greiningu ábyrgðar og umboðs. Á hinn bóginn kom fram að fyrirtæki með ISO9001 vottun unnu meira eftir formlegum ferlum en saman­ burðarfyrirtækin (Karlsdóttir & Hallgrímsdóttir, 2007). Í rannsókn frá árinu 2011 skoðaði Laufey Sigurðardóttir hvort finna mætti fjárhagslegan ávinning af vottun stjórnkerfa. Hún sendi spurn­ ingalista á forstjóra eða gæðastjóra fyrirtækja með vottun skv. ISO9001, ISO14001 og OHSAS 18001 staðli – Svörin sýna fram á að að vottuð fyrirtæki töldu að vottunin hefði fært þeim fjárhagslegan ávinning (Sigurðardóttir, 2011). Við túlkun þessara niðurstaðna verður þó að hafa í huga hér svöruðu forstjórar og gæðastjórar fyrirtækjanna almenn­ um huglægum spurningum og svör þeirra kunna að vera bjöguð. Ekki fundust aðrar opinberar heimildir um íslenskar rannsóknir á fjárhagslegum ávinningi af vottun en allmargar erlendar rannsóknir eru til á þessu sviði. Corbett, Montes-Sancho og Kirsch rannsökuðu fleiri en 1000 fyrirtæki á opnum hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum á árabilinu 1987 - 1997. Þeir skoðuðu m.a. arðsemi eigin fjár (ROA) hagnað af sölu (ROS) en einnig Tobin›s Q stuðul og hlutfallslegan sölu­ kostnað (COGS/Sales). Til skoðunar voru tveir fyrirtækjahópar, með vottun og án vottunar. Marktækur munur fannst á milli hópanna þar sem vottuð fyrirtæki stóðu sig betur fjárhagslega þremur árum eftir vottun (Corbett, Montes-Sancho, & Kirsch, 2005). Í rannsókn Terziovski, Samson og Dow voru framleiðslufyrirtæki á Nýja Sjálandi og í Ástralíu til skoðunar. Rannsóknin var gerð með spurningalistum og fram kom að engan marktækan mun var hægt að finna á ýmsum fjárhagslegum kennistærðum hjá vottuðum fyrirtækjum og fyrirtækjum sem ekki höfðu vottun (Terziovski, Samson, & Dow, 1997). 11 árum seinna var gerð sambærilega rannsókn á sama efni. Þá voru niðurstöðurnar að veruleg tengsl voru milli vottunar venja starfs­ hátta og rekstrarafkomu. Það sem kom á óvart var að vottunin virtist ekki vera lykilbreyta. Það sem hafði mest áhrif var skuldbindingin við að sækja sér vottun (Feng, Terziovski, & Samson, 2008). Benner og Veloso gerðu rannsókn á fyrirtækjum sem framleiða bíla­ íhluti sem sóttust eftir ISO9001 vottun. Niðurstaða þeirra var meðal annars að þegar að meirihluti fyrirtækja í iðnaðinum var kominn með ISO 9001 vottun þá fengu þau fyrirtæki sem síðast bættu við lítil sem engin bætt fjárhagsleg áhrif (Benner & Veloso, 2008). Í rannsókn sem gerð var á 82 greinum um þetta efni var ábáta af vottun skipt í 13 flokka. Í rannsókninni var tekið saman hver ávinn­ ingurinn af vottun var. Þrátt fyrir að greina mætti ýmsan ávinning til dæmis betri nýtingu, færri galla og skilvirki þjálfun starfsmanna þá virtust greinarnar ekki benda til þess að beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir af vottunum (Tarí, Molina-Azorín, & Heras, 2012). Rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem ganga betur á markaði eru líklegri til að sækjast eftir vottun sem og að fyrirtækjum gengur fjárhagslega betur eftir vottun en fyrir (Gavin, Heras, & Casadesús, 2008) (Heras, Casa­ desús, & Gavin, 2002). Han, Chen og Ebrahimpour skoðuðu framleiðslufyrirtæki í Banda­ ríkjunum og vildu skoða hvort - og þá hvernig - ISO9001 vottun leiddi til betri árangurs í rekstri. Notuð var formgerðargreining (structural equation modeling) til að útskýra vensl milli m.a. ISO9001 vottunar,

40

verktækni 2014/20

samkeppnishæfni, ánægju viðskiptavina og viðskiptalegs árangurs. Til skoðunar voru gögn úr spurningakönnun þar sem 441 fyrirtæki tók þátt og ekki tókst að sýna fram á að vottun leiddi til betri viðskiptalegs árangurs (Han, Chen, & Ebrahimpour, 2007). Í einni rannsókn voru skoðuð áhrif ISO9001 vottunar á hagnaðar­ hlutfall, söluaukningu og hagnað á hlut hjá 70 fyrirtækjum sem skráð voru í kauphöllinni í Singapore á 6 ára tímabili. Sýnt var fram á að flest fyrirtækin í könnuninni bættu árangur sinn á tímabilinu og ályktað m.a. að vottun myndi gagnast fyrirtækjum sem tryðu því sjálf að stjórn­ kerfi skv. ISO9001 staðli hjálpaði þeim að ná betri árangri (Sharma, 2005). Árið 2011 var birt rannsókn frá Portúgal þar sem markmiðið var að sýna fram á áhrif ISO9001 vottunar á fjárhag fyrirtækja. Greiningin var gerð á grunni fjárhagslegra upplýsinga úr opinberum gagnabanka í Portúgal. Fram kom að fyrirtæki sem drifin voru áfram af innri ásetningi náðu betri árangri en fyrirtæki sem drifin voru áfram af ytri kröfum um vottun. Hins vegar leiddi rannsóknin í ljós að fyrirtæki sem ekki höfðu vottun virtust jafnvel ná betri fjárhagslegum ávinningi en vottuð fyrir­ tæki (Sampaio, Saraiva, & Rodrigues, 2011). Hliðstæð rannsókn hafði áður verið gerð á Spáni þar sem ársreikningar 400 vottaðra fyrir­tækja og 400 sambærilegra fyrirtækja sem ekki höfðu vottun voru bornir saman. Fram kom að að jafnaði stóðu vottuðu fyrirtækin sig mun betur (Heras, Casadesús, & Ochoa, 2001).

Rannsóknin Meginmarkmið þessa rannsóknaverkefnis var að skoða hvort ISO9001 vottun skilaði fjárhagslegum ávinningi fyrir íslensk fyrirtæki. Þetta var gert með því að skoða fjárhagslegar kennistærðir úr ársreikningum fyrirtækja og bera saman tvo hópa fyrirtækja, vottuð fyrirtæki og sam­ bærileg fyrirtæki sem ekki eru vottuð. Tilgáturnar sem lagðar eru til grundvallar eru sem hér segir: • ISO vottuð fyrirtæki hafa hærra brúttó hagnaðarhlutfall (gross profit margin) en þau fyrirtæki sem ekki eru vottuð. • ISO vottuð fyrirtæki hafa meiri söluhagnað (return on sales) en þau fyrirtæki sem ekki eru vottuð. • ISO vottuð fyrirtæki hafa hærra eiginfjárhlutfall (equity ratio) en þau fyrirtæki sem ekki eru vottuð. Ákveðið var að notast við þessar kennitölur þar sem þær hafa verið notaðar í sambærilegum rannsóknum erlendis. Erfitt var að notast við kennitölur sem tengjast arðsemi á hlutabréfaverði þar sem fæst þessara fyrirtækja eru skráð í kauphöll og virði þeirra endurspeglast í bókfærðu hlutabréfavirði. Sem dæmi þá er bókfært hlutafé TK bíla 670.000 kr en ljóst er að það endurspeglar engan veginn virði fyrirtækisins. Þessar kenningar eru prófaðar með einhliða t prófi þar sem meðaltöl úr safni ISO vottaðra fyrirtækja eru borin saman við meðaltöl úr safni óvottaðra samanburðafyrirtæki. Notast er við alfa gildið 0.05 og hið krítíska gildi úr t dreifingu þarf því að vera hærra en 1.96 en það þýðir að hægt er að fullyrða með 95% vissu að marktækur munur sé á hóp­ unum. Dreifingar sem fram koma í könnuninni eru fyrirtæki með ISO 9001 vottun og fyrirtæki á sambærilegum sviðum sem ekki hafa vottun. Skilyrðin sem lögð voru til grundvallar við val á fyrirtækjum í hóp vottaðra fyrirtækja voru sem hér segir: • Þau höfðu fengið ISO9001 vottun fyrir 2010. • Þau þurftu að starfa á samkeppnismarkaði og því komu t.d. skólar, opinber fyrirtæki og fyrirtæki í einokunarstöðu ekki til greina. • Samanteknir ársreikningar þeirra þurftu að vera aðgengilegir í gagna­ ­banka CreditInfo. • Fyrir hvert fyrirtæki í hópi vottaðra fyrirtækja þurfti að vera til staðar sambærilegt fyrirtæki sem starfaði á svipuðu sviði en hafði ekki vottun.


ritrýndar vísindagreinar Skilyrðin sem lögð voru til grundvallar við val á fyrirtækjum í saman­ burðarhópinn voru sem hér segir: • Þau þurftu að starfa í sömu eða hliðstæðri atvinnugrein skv. flokk­ unarkerfi Sameinuðu þjóðanna (United nations statistics division (2012).• Samandregnir ársreikningar þurftu að vera aðgengilegir.

ákvörðuð. Þau voru ekki valin af handahófi; fyrst þurfti að kanna hvort skilyrðin að ofan voru uppfyllt en að því gefnu voru valin saman­ burðarfyrirtæki sem höfðu svipaða veltu og fyrirtækið í vottaða hópn­ um. Í öllum tilfellum nema tveimur var samanburðarfyrirtækið að starfa á nákvæmlega sama markaði og vottaða fyrirtækið. Lista yfir hópana tvo má sjá í töflu 1.

Tafla 1. Hópur vottaðara fyrirtækja og samanburðarhópur með fyrir­ tækjum sem ekki eru vottuð.

Þegar fyrirtækjahóparnir lágu fyrir voru ársreikningar þeirra allra á ára­bilinu 2007-2010 sóttir í gagnagrunna CreditInfo, sem birtir fjár­ hagslegar upplýsingar um íslensk fyrirtæki. Til að skoða sérstaklega áhrif stærðar fyrirtækjanna var þeim einnig skipt í niður í hópa eftir veltu. Sem dæmi má taka vottaða fyrirtækið Vinnslustöðina og saman­ burðarfyrirtækið Ísfélag Vestmannaeyja. Ef Vinnslutöðin hafði hærri veltu en Ísfélagið var Vinnslustöðin sett í hóp stærri fyrirtækja en Ís­­ félagið í hóp minni fyrirtækja. Þannig urðu í raun til alls fjórir fyrir­ tækjahópar í könnuninni, hver með alls 23 fyrirtæki. Sá fyrsti var vott­uð fyrirtæki, annar var ekki vottuð fyrirtæki, þriðji var stærri fyrir­ tæki og fjórði var minni fyrirtæki. Meðaltöl nokkurra fjárhagsstærða voru reiknuð fyrir alla hópana, m.a. meðaltöl brúttó hagnaðarhlutfalls, sölu­­­hagnaðar og eiginfjárhlutfalls. Kannað var hvort marktækur munur væri milli meðaltala á milli hópa.

ISO vottuð fyrirtæki

Atvinnugrein

Samanburðarfyrirtæki

Vinnslustöðin

Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra

Ísfélag vestmannaeyja

Mjólkursamsalan

Mjólkurbú og ostagerð

Auðhumla

Sorpa bs.

Meðhöndlun og förgun hættulítils sorps

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja

Orkuveita Reykjavíkur

Hitaveita

HS Orka

Distica

Heildverslun með lyf og lækningavörur

Actavis

ÍAV

Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Ístak

Gagnaveita Reykjavíkur

Fjarskipti um streng

Míla

Alcan á Íslandi

Álframleiðsla

Norðurál

Skýrr

Ráðgjafarstarfsemi á sviði upplýsingatækni

Nýherji

EJS

Heildverslun með tölvur, jaðartæki fyrir tölvur og hugbúnað

Opin Kerfi

Almenn póstþjónusta

DHL

Pósturinn Brimborg

Bílasala

TK Bílar

Kögun

Hugbúnaðargerð

TM Software Origo

Vífilfell

Framleiðsla á gosdrykkjum, ölkelduvatni og öðru átöppuðu vatni

Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Marel

Framleiðsla á vélum fyrir matvæla-, drykkjarvöruog tóbaksvinnslu

Stálnaust

Norðurorka

Dreifing rafmagns

Rarik

Teiknistofan Tröð

Starfsemi arkitekta

Landform

Almenna verkfræðistofan

Starfsemi verkfræðinga

Hornsteinar arkitektar

Niðurstöður Þegar allar tölur liggja fyrir og tilgáturnar eru prófaðar með einhliða t prófi lítur út fyrir að vottuðum fyrrirtækjum gangi betur en þeim sem ekki eru vottuð. Þessa staðreynd er ekki hægt að útskýra út frá tekjum fyrirtækjanna, eins og sjá má í töflu 2. Tafla 2 Niðurstöður rannsóknar, meðaltöl (AVG), staðalfrávik (STDV), fjöldi í úrtaki (N) og öryggismörk (UCL og LCL). Dálkar töflunnar sýna brúttó hagnaðarhlutfall (GPM), arðsemi heildareigna (ROA), söluhagn­ að (ROS), arðsemi eigin fjár (ROE), ávöxtun fjármagns (ROC) og eigin­ ­fjárhlutfall. Vottuð fyrirtæki Tekjur

GPM ROA 45,1%

1,3 17,3%

5,9

8,1%

35,6%

STDV

17.844 m isk.

26,0%

2,5 18,1%

9,7

30,3%

26,4%

75

50

70

72

69

88

N

60

UCL

14.640 m isk.

52,3%

1,9 21,8%

8,1

15,3%

41,1%

LCL

6.563 m isk.

37,9%

0,7 12,7%

3,7

1,0%

30,1%

ROS ROE

ROC

Eiginfjárhlutfall %

Starfsemi verkfræðinga

Hatch Technologies

Starfsemi verkfræðinga

Útrás

VSÓ ráðgjöf

Starfsemi verkfræðinga

Verkfræðistofan Vista

Efla

Starfsemi verkfræðinga

EL-Rún

AVG

7.309 m isk.

40,2%

HRV

STDV

10.095 m isk.

21,8%

Ekki vottuð fyrirtæki Tekjur

N

Fyrsti þáttur verkefnisins var að setja saman lista yfir öll vottuð fyrirtæki á Íslandi. Vottun ehf hefur annast vottun fyrirtækja á Íslandi skv. ISO9001 staðli frá árinu 1991 og lét í té upplýsingar um sína við­skipta­ vini (Vottun, 2012). Að öðru leyti var upplýsinga aflað með upp­lýs­ ingum frá Staðlaráði Íslands og upplýsingum frá BSi á Íslandi. Þessar upplýsingar fengust með samtölum við starfsmenn ofangreindra fyrir­ tækja. Af þeim 53 fyrirtækjum sem eru vottuð voru 23 sem uppfylltu al­mennu skilyrðin hér að ofan. Algengustu ástæður þess að vottuð fyrirtæki féllu úr hópnum voru að þau störfuðu ekki á samkeppnismarkaði, eða að ársreikningar þeirra voru ekki aðgengilegir. Þegar öll fyrirtæki í vottaða hópnum höfðu verið tekin saman voru samanburðarfyrirtækin

Eiginfjárhlutfall %

10.602 m isk.

Verkís

Starfsemi verkfræðinga

ROC

AVG

Strendingur

Mannvit

ROS ROE

GPM ROA

7,4

7,5%

26,9%

10,9 13,5% 13,2

3,5

41,7%

38,0%

66

9,7%

80

64

54

86

UCL

9.521 m isk.

45,5%

6,2 13,1% 10,7 18,64%

61

35%

LCL

5.097 m isk.

34,9%

0,9

6,4%

62

4,1

-4%

19%

ROS ROE

ROC

Eiginfjárhlutfall %

Stærri fyrirtæki Tekjur

GPM ROA

AVG

12.611 m isk.

43%

2,4 13,9%

5,0

7,5%

31,5%

STDV

17.797 m isk.

24%

7,4 14,3%

9,2

28,5%

29,5%

72

50

71

63

70

88

N

57

UCL

16.722 m isk.

49,3%

4,1 17,6%

7,2

14,2%

37,6%

LCL

8.501 m isk.

35,7%

0,7 10,2%

2,7

0,8%

25,3%

verktækni 2014/20

41


ritrýndar vísindagreinar

Minni fyrirtæki Tekjur

GPM ROA

ROS ROE

ROC

Eiginfjárhlutfall %

AVG

5.898 m isk.

42,2%

2,3 13,1%

8,1

8,3%

29,9%

STDV

9.772 m isk.

23,3%

8,3 18,0% 13,0

43,6%

35,5%

82

64

71

53

84

UCL

N

8.013 m isk.

47,9%

4,3 17,5% 11,1

66

64

20,1%

37,5%

LCL

3.783 m isk.

36,5%

0,3

-3,4%

22,3%

8,7%

5,0

Helstu niðurstöður má annars sjá í myndum hér á eftir. Fjallað verður um mun á tekjum, arðsemi heildareigna, brúttó hagnaðarhlutfalli, söluhagnaði, ávöxtun fjármagns og eiginfjárhlutfalli. Við fyrstu skoðun virðist sem arðsemi heildareigna í hópi óvottaðra fyrirtækja sé hærri en í hópi vottaðra fyrirtækja. Þennan mun verður þó að skoða í ljósi hins háa staðalfráviks sem fram kemur í gagnasafninu, sérstaklega fyrir óvottuðu fyrirtækin. Munurinn á hópunum er ekki marktækur.

Mynd 3 Söluhagnaður (Return on sales) í öllum hópum, þ.e. vottuð, óvottuð, stærri og minni. Öryggismörkin eru einnig sýnd. Í mynd 3 má sjá að munur á söluhagnaði vottaðra og óvottaðra fyrirtækja er mikill eða 77% og tilgátan er staðfest í tölfræðilegu martækniprófi með 95% vissu. Þessi munur verður ekki skýrður út frá stærð fyrirtækjanna enda er munur á söluhagnaði litlu og stóru fyrir­ tækjanna ekki marktækur. Svo virðist sem arðsemi eigin fjár í hópi óvottaðra fyrirtækja sé hærri en í hópi vottaðra fyrirtækja. Aftur verður að skoða muninn í ljósi hins háa staðalfráviks í gagnasafninu og munurinn á hópunum er ekki marktækur. Sama gildir um ávöxtun fjármagns sem virðist hærri í hópi vottaðra fyrirtækja. Staðalfrávikið er þó afar hátt og þessi munur er ekki tölfræðilega marktækur.

Mynd 1 Tekjur fyrirtækjanna í milljónum króna í öllum hópum, þ.e. vott­uð, óvottuð, stærri og minni. Öryggismörkin eru einnig sýnd. Gögnin sýna mikinn mun á milli vottaðra fyrirtækja og saman­burðar­ hópsins hvað varðar tekjur, sjá mynd 1. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fyrirtækjunum var skipt í stærri og minni fyrirtæki, til að draga mætti þennan mun sérstaklega fram sem hugsanlegan áhrifaþátt í túlkun gagnanna. Vottuðu fyrirtækin hafa allt að því 50% meiri tekjur en þau óvottuðu. Mynd 4 Eiginfjárhlutfall (Equity ratio) í öllum hópum, þ.e. vottuð, óvottuð, stærri og minni. Öryggismörkin eru einnig sýnd. Að síðustu má benda á mun á eiginfjárhlutfalli sem er verulegur á milli vottaðra og óvottaðra fyrirtækja, sjá mynd 4. Þessi munur er staðfestur í tölfræðilegu marktækniprófi með 95% vissu. Skýringin getur að hluta legið í stærð þar sem stærri fyrirtæki hafa hærra eiginfjárhlutfall en þau smærri. Munurinn á milli vottaðra og óvottaðra fyrirtækja er hins vegar mun meiri, eins og myndin sýnir.

Umræður og ályktanir Mynd 2 Brúttó hagnaðarhlutfall (gross profit margin) í öllum hópum, þ.e. vottuð, óvottuð, stærri og minni. Öryggismörkin eru einnig sýnd. Enginn munur virðist vera á brúttó hagnaðarhlutfalli smærri og stærri fyrirtækja skv. mynd 2. Hins vegar sýnir myndin mun á hagnaðarhlutfalli vottaðra og óvottaðra fyrirtækja þar sem vottuðu fyrirtækin hafa 12% hærra hagnaðarhlutfall en þau óvottuðu. Tilgátupróf (einhliða t próf) gefur engu að síður þá niðurstöðu að ekki er hægt að staðfesta þennan mun á hagnaðarhlutfalli með 95% vissu. Tilgátunni er því hafnað en það skal þó nefnt að tilgátan heldur miðað við 93% öryggismörk.

42

verktækni 2014/20

Fyrst skal nefnt að marktækur munur er á ISO vottuðum fyrirtækjum og samanburðarfyrirtækjum hvað varðar tekjur þar sem meðaltekjur í hópi vottaðra fyrirtækja eru miklu hærri en í hópi óvottaðra. Af þessum sökum var gripið til þess ráðs í rannsókninni að búa til tvo viðbótar viðmiðunarhópa, þ.e. stærri fyrirtæki og minni fyrirtæki, til að skoða hvort finna mætti mun eftir stærð fyrirtækja á þeim fjárhagslegu stærð­ um sem hér eru til skoðunar. Í niðurstöðum kemur fram verulegur munur á bæði söluhagnaði og eiginfjárhlutfalli vottaðra og óvottaðra fyrirtækja. Þessi hlutföll eru í báðum tilfellum hærri fyrir vottuð fyrirtæki en óvottuð. Ekki reyndist marktækur munur milli hópanna hvað varðar aðrar fjárhagslegar


ritrýndar vísindagreinar kennistærðir sem hér voru skoðaðar, arðsemi heildareigna, arðsemi eigin fjár og arðsemi fjármagns. Brúttó hagnaðarhlutfall virðist vera hærra hjá vottuðum fyrirtækjum en óvottuðum, enda þótt sú fullyrðing fáist ekki staðfest með þeim 95% öryggismörkum sem hér voru lögð til grundvallar. Munurinn á fjárhagslegum kennistærðum í hópum vottaðra og óvott­aðra fyrirtækja sem fram kemur í þessari rannsókn verður ekki skýrður með stærð fyrirtækjanna. En því verður þó að halda til haga að vottuðu fyrirtækin hafa meiri tekjur; þau hafa meiri umsvif og eru stærri en þau óvottuðu. Ýmsar skýringar mætti nefna á þeim mun sem fram kemur á vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum. Til dæmis er freist­ andi að svara titli þessarar greinar játandi og segja að „virði sé í vottun”. Rökfærslan væri þá á á leið að betri gæðakerfi leiði til meiri skilvirkni í starfseminni og þar með lægri framleiðslukostnaðar. Einnig mætti færa rök fyrir að gæðakerfi geti leitt til lægri gæðakostnaðar, þ.e. minni kostnaðar vegna rangra gæða og lægri kostnaðar við eftirlit. Kostnaður við rekstur gæðakerfis er vissulega til staðar en hann er þá mun minni en annar gæðakostnaður. En til að gæta allrar sanngirni verður að benda á fleiri hugsanlegan skýringar á þeim mun á vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum sem hér kemur fram. Áréttaður skal sá möguleiki að stór og öflug fyrirtæki sem gengur vel séu líklegri til að hafa áhuga á að innleiða gæðakerfi og fá það vottað. Stór fyrirtæki kunna að vera líklegri til að vilja leggja út í slíka vegferð, sem felur í sér allnokkra fyrirhöfn, tilbúnari til að fjárfesta með þeim hætti og tilbúnari til að bíða eftir að afrakstur skili sér í bættri rekstrarafkomu. Í sumum rannsóknum hefur einmitt verið bent á að fyrirtæki sem gengur vel séu líklegri til að hafa áhuga á að leita eftir ISO vottun. Með vísan til þess munar sem hér hefur komið fram á t.d. söluhagnaði og eiginfjárhlutfalli vottaðra og óvottaðra fyrirtækja er ekki hægt að álykta með óyggjandi hætti hvort ástæða fyrir þessum mun er sjálf vottunin eða það að íslensk fyrirtæki sem gengur vel séu líklegri til að sækjast eftir vottun. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við aðrar niðurstöður sem raktar voru í fræðakafla má raunar benda á að flestar hinna alþjóðlegu rannsókna benda til þess að vottuðum fyrirtækjum gangi betur eða amk. jafn vel og óvottuðum. Tafla 3 Samantekt á niðurstöðum nokkurra rannsókna. Research

Method

Result

Corbett, Montes-Sancho, & Kirsch, 2005

Quantitative

Positive impact

Gunnlaugsdóttir, 2010

Qualitative

Positive impact

Han, Chen, & Ebrahimpour, 2007

Quantitative

Insignificant difference

Heras, Casadesús, & Ochoa, 2001

Quantitative

Positive impact

Hróbjartsson, 2012

Quantitative

Positive impact

Karlsdóttir & Hallgrímsdóttir, 2007

Qualitative

Insignificant difference

Sampaio, Saraiva, & Rodrigues, 2011

Quantitative

Negative impact

Sharma, 2005

Quantitative

Positive impact

Sigurðardóttir, 2011

Qualitative

Positive impact

Terziovski, Samson, & Dow, 1997

Qualitative

Insignificant difference

Útboðsskilmálar opinberra verkkaupa eru gjarnan þann­ig að bjóðendur eru metnir m.a. eftir því hvort þeir starfrækja gæðakerfi og hvort þau eru vottuð. Þannig geta til dæmis verkfræðistofur með vottuð gæðakerfi fengið verk í opinberum útboðum, jafnvel þó tilboð þeirra séu hærri í fjármunum talið en annarra bjóðenda sem ekki hafa vottuð gæðakerfi. Ljóst má því vera að íslenskar verkfræðistofur hafa séð beinan fjárhagslegan ávinning í starfrækslu og vottun stjórnkerfa skv. ISO9001 staðli. Þegar þetta er ritað hafa stærstu verkfræðistofurnar allar innleitt gæðakerfi skv. staðlinum og fengið vottun. Þær standa því jafnt að vígi í samkeppninni hvað þetta varðar.

Takmarkanir og frekari rannsóknir Benda verður á nokkrar takmarkanir þessarar rannsóknar. Í fyrsta lagi er íslenskur markaður lítill og algengt að fyrirtæki séu í ráðandi stöðu. Þess vegna var í sumum tilfellum erfitt að finna góð samanburðarfyrirtæki í þessari rannsókn. Íslenskur hlutabréfamarkaður er nokkuð tak­ mark­aður, mörg fyrirtæki hafa opinbert virði sem er ekki í samhengi við raunveruleg verðmæti þeirra og því eru útreikningar á fjárhagslegum kennistærðum erfiðir. Sem dæmi má nefna að TK bílar hafa eignir up á 670 þúsund krónur en söluhagnaður þeirra á einu ári var meira en 13 miljarðar. Ekki er mögulegt að bera saman stök fyrirtæki innan atvinnugreina. Sumar atvinnugreinar hafa einungis eitt vottað fyrirtæki en í öðrum atvinnugreinum eru tiltekin fyrirtæki með svo ráðandi stöðu að allur samanburður er marklaus. Af þessum sökum var búinn til hópur vottaðra fyrirtækja og samanburðarhópur ekki vottaðra. Að lokum verður að benda að sum fyrirtæki kunna að hafa gæðakerfi sem ekki byggja á ISO9001 staðli. Sem dæmi má nefna upplýs­inga­ tæknifyrirtæki sem mörg hver starfa eftir gæðakerfum sem byggja á strangari kröfum en ISO9001 staðall. Áhugavert væri að bera saman árangur vottaðra og saman­burðar­ fyrirtækja yfir tímabil. Með því mætti finna út hvort fyrirtækjum gengur betur vegna vottunar eða hvort fyrirtæki sem gengur vel séu líklegri til að sækjast eftir vottun. Einnig skal bent á portúgölsku rannsóknina sem sýndi fram á að fyrirtæki sem drifin voru áfram af innri ásetningi náðu betri árangri en fyrirtæki sem drifin voru áfram af ytri kröfum um vott­ un (Sampaio, Saraiva, & Rodrigues, 2011). Rannsókn Jóhönnu Gunn­ laugsdóttur frá 2010 sýndi fram á að 39% vottaðra fyrirtækja á Íslandi fóru í gegnum vottun vegna ytri þrýstings. Áhugavert væri því að gera sambærlega úttekt á íslenskum fyrirtækjum eins og gerð var í Portúgal. Í því samhengi má benda á stóru verkfræðistofurnar á Íslandi. Fróðlegt væri að gera samanburð á gæðakerfum þeirra og árangri af starfs­rækslu þeirra.

Þakkir Þakkir skulu færðar rannsóknasjóði Stjórnvísindastofu við Verkfræði­ stofnun Háskóla Íslands fyrir fjárhagslegan stuðning. Höfundar þakka einnig Credit Info á Íslandi fyrir stuðning sinn, sér í lagi Helgu Hrönn Jónasdóttur fyrir ómældan stuðning. Páll Jensson prófessor fær þakkir fyrir ábendingar og Ólafur Páll Einarsson og Þórey Hannesdóttir fá þakkir fyrir prófarkalestur og stuðning.

Heimildir

Að síðustu er rétt að víkja stuttlega að fyrirtækjum á sviði bygg­inga­ framkvæmda. Þeir sem starfa á opinberum útboðsmarkaði geta staðið frammi fyrir því að fyrirtæki með vottuð gæðakerfi hafa mögu­leika á að bjóða hærra í opinberum útboðum um ráðgjöf og fram­kvæmdir.

Corbett, C. J., Montes-Sancho, M. J., & Kirsch, D. A. (2005). The Financial Impact of ISO 9000 Certification in. MANAGEMENT SCIENCE, 1046-1059. Creditinfo. (2012, April 22). Tekið af vefsíðunni http://www.creditinfo.is/ lanstraust/onnur-thjonusta/framurskarandi-fyrirtaeki-2011/ Crosby, P. B. (1979). Quality Is Free: The Art of Making Quality Certain: How to Manage Quality - So That It Becomes A Source of Profit for Your Business. McGraw-Hill Companies. Deming, W. E. (1986). Out of the Crisis. Massachusetts Inst Technology. Feigenbaum, A. V. (1991). Total Quality Control. New York: McGraw-Hill. Gunnlaugsdóttir, J. (2010). Vottað gæðakerfi: Hvatar og áskoranir. Þjóðar­ spegillinn, 133-148.

verktækni 2014/20

43


ritrýndar vísindagreinar Han, S. B., Chen, S. K., & Ebrahimpour, M. (2007). The Impact of ISO 9000 on TQM and Business Performance. Journal of Business and Economic Studies. Heras, I., Casadesús, M., & Ochoa, C. (2001). Effects of ISO 9000 certification on companies’ profitability: an emprical study. Ingason, D. H. (2006). Útbreiðsla ISO9001 – þróunin á Íslandi og erlendis. Dropinn. International Standards for Business, Government and Society. (2012, March 4). Retrieved from http://www.iso.org/iso/about.htm Ishikawa, K. (1986). Guide to Quality Control. Asian Productivity Organization. ISO (2009). The ISO Survey – 2008. Genève: ISO Central Secretariat. Juran, J. M. (1986). Planning for Quality. Juran Institute. Karlsdóttir, L., & Hallgrímsdóttir, S. (2007). Hefur ISO 9001 vottun áhrif á stýr­ ingu verkefna. Kerzner, H. (2009). Project Management. New York: John Wiley & Sons. Sampaio, P., Saraiva, P., & Rodrigues, A. G. (2011). The economic impact of

quality management systems in Portuguese certified companies. International Journal of Quality & Reliability Management. Sharma, D. S. (2005). The association between ISO 9000 certification and financial performance. The international journal of accounting. Sigurðardóttir, L. (2011). Gæðastjórnun – fjárhagslegur ávinningur? Háskólinn á Akureyri. Staðlaráð Íslands. (2001). ÍST EN ISO 9000:2000 (3 ed.). Reykjavík: Staðlaráð Íslands. Terziovski, M., Samson, D., & Dow, D. (1997). The business value of quality management systems certification. Journal of Operations Management, 1-18. Vottun hf. (2012). Sótt 10. mars 2012 á heimasíðu Vottunar hf, http://vottunhf. is/images/vottun/vottud.pdf United nations statistics division (2012). Sótt 10. mars 2012 á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna http://unstats.un.org/unsd/cr/registry/default.asp?Lg=1

Við flytjum rafmagn! Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | Fax 563 9309 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is

44

verktækni 2014/20


Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Velkomin í heimsókn! Búrfellsstöð Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17, frá 1. júní. Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar alla laugardaga í júlí kl. 13-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst

15 m/s

Kjöraðstæður til raforkuvinnslu

28 m/s

verktækni 2014/20

45

34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvast


TÆKNI- OG vísindagreinar

Nýr sæstrengur til Vestmannaeyja á mettíma Ingólfur Eyfells, byggingarverkfræðingur Landsnet, Framkvæmdadeild, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík Fyrirspurnir: eyfells@landsnet.is

Ágrip Nýr sæstrengur til Vestmannaeyja var á langtímaáætlun Landsnets en þegar Vestmannaeyjastrengur 2 (VM2) bilaði haustið 2012 kom í ljós að fram­ kvæmdin þoldi enga bið. Ástand VM2 var tvísýnt og afhendingaröryggi raforku til Eyja í uppnámi. Landsnet lagði því upp með það metnaðarfulla markmið að ljúka við lagningu á nýjum sæstreng á einu ári. Með öflugu tengslaneti fyrirtækisins og aðstoð reyndra norska sérfræðinga tókst að vinna útboðsgögn með hraði og semja í framhaldinu við ABB í Svíþjóð um framleiðslu og lagningu nýs strengs sumarið 2013. Markmiðið náðist, með samstilltu átaki og velvilja allra hagsmunaaðila, og var strengurinn spennu­ settur með viðhöfn í Vestmannaeyjum þann 9. október 2013.

Abstract On Landsnet‘s long term plan there was a new submarine cable to Vest­ mannaeyjar on the agenda. However when Vestmannaeyjacable 2 (VM2) failed in the fall of 2012 it became clear that laying a new cable was urgent and had to be expedited as much as possible. The condition of VM2 had deteriorated to a point that the safe delivery of electrical power to the islands was in jeopardy. Landsnet therefore set out with the ambitious goal to lay a new submarine cable within one year. Through a strong liaison with Landsnet´s sisterfirm in Norway, Statnett, and very experienced Norwegian experts, it was made possible to make bidding documents in a very short time and make a contract with ABB in Sweden to produce and lay the cable during the summer 2013. With well coordinated efforts and the goodwill of all concerned stakeholders, the goal was reached and the new cable was commissioned in a ceremony on the 9th of October 2013.

Tifandi tímasprengja Þann 12. september 2012 bilaði Vestmannaeyjastrengur 2 og stóð Landsnet þá frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Þó að viðgerð gengi vel á strengnum leiddi bilunin í ljós að ástand hans var mun verra en menn höfðu gert sér grein fyrir. Var það deginum ljósara að nauðsynlegt væri að leggja nýjan sæstreng eins fljótt og auðið væri svo tryggja mætti afhendingaröryggi raforku til Eyja, sem tengdar eru meginflutningskerfi Landsnets með tveimur sæstrengjum; Vestmannaeyjastreng 1 frá 1962 og Vestmannaeyjastreng 2 frá 1978. Setti Landsnet sér það metnaðar­ fulla markmið að ljúka verkinu á einu ári en auk 13 km sæstrengs fól það einnig í sér lagningu 3,5 km jarðstrengs á Landeyjasandi og 1 km jarðstrengs í Eyjum. Vinna við skipulagsmál vegna nýja strengsins til Vestmannaeyja hafði staðið yfir um nokkurra ára skeið hjá Landsneti og í ágúst 2012 var ákveðið að hefja undirbúning framkvæmda. Þá var reiknað með að ljúka verkefninu á þremur til fjórum árum, sem telst eðlilegur fram­ kvæmdatími fyrir sæstreng. Í mörgum verkefnum eru skipulags- og leyfismál tímafrek og stranda verkefni jafnvel stundum á þeim en í þessu tilviki var nýi strengurinn í samþykktu skipulagi og þau mál því engin hindrun. Spurningin var einungis hvort mögulegt væri að ljúka hönnunarvinnu og framkvæmdum á einu ári.

Hraðferð Ljóst var að fara þyrfti óhefðbundnar leiðir ef ná ætti því markmiði að ljúka verkefninu á einu ári. Tengslanet Landsnets var virkjað til hins ýtrasta og þaulreyndir norskir sérfæðingar fengnir til að aðstoða við hönnun og undirbúning framkvæmda. Systurfyrirtæki Landsnets, Stat­ nett í Noregi, á öflugt lagningarskip og stóð til boða að nýta það ef þörf krefði. Samband var haft við helstu framleiðendur sæstrengja í Evrópu og töldu þrír þeirra sig geta uppfyllt væntingar Landsnets, og framleitt strenginn innan tilskilinna tímamarka. Útboðsferlið sem var valið kallast samningskaup og hentaði það sérlega vel í þeirri tímaþröng sem vinna þurfti verkið. Með gríðarlega öflugum stuðningi norsku sérfræðinganna og velvilja Statnett tókst að ganga frá vönduðum útboðsgögnum á einum og hálfum mánuði. Þau voru send á strengja­ framleiðendurna snemma í nóvember 2012 en áður hafði þeim verið kynnt áform Landsnets og því voru þeir viðbúnir því að skila inn

46

verktækni 2014/20

Lega strengs.

tilboði á innan við mánuði. Til að auðvelda framleiðendunum til­boðs­ gerðina tók Landsnet á sig áhættu vegna óvissuþátta sem snéru að lagningu strengsins á landi en þar voru ýmsar hindranir enn óleystar.


TÆKNI- OG vísindagreinar Tæknikröfur og samningaferlið Vestmannaeyjar hafa verið tengdar með 33 kV sæstrengjum en nú var ákveðið að bjóða út 66 kV streng með flutningsgetu upp á 60 MVA til að eiga möguleika á auknum raforkuflutningi til Eyja. Upphaflega var miðað við koparstreng, eins og hefðbundið er í sæstrengjum, og einnig var boðið var upp á ál sem valkost. Að tillögu norsku sérfræðinganna var óskað eftir tvöfaldri víravörn (e. double armouring) til að tryggja betur endingu strengsins á grýttum sjávarbotni. Framleiðendunum bauðst einnig að koma með eigin tillögur til að ná fram sem mestri hagkvæmni. Eina tilboðið sem uppfyllti allar kröfur Landsnets kom frá fyrirtækinu ABB í Karlskrona í Svíþjóð. Það bauð upp á streng með 400 mm2 heilum álkjarna, sem er nýmæli sem virðist vera að ryðja sér til rúms. ABB gat einnig orðið við kröfunni um tvöfalda víravörn og einnig er í strengnum innbyggður ljósleiðari sem getur bæði þjónað fjarskiptum og fylgst með rekstrarhita sæstrengsins. Jarðstrengurinn sem var valinn til að nota á Landeyjasandi og í Eyjum er 630 mm2 álstrengur. Hann er mun efnismeiri en sæstrengurinn og skýrist það fyrst og fremst af því að kæling í sjó er mun betri en á landi og því hægt að hafa sæstrenginn efnisminni. ABB bauðst einnig til að annast flutning sæstrengsins til Íslands og lagningu hans milli lands og Eyja. Enginn vafi er á því að hinir öflugu norsku bandamenn og lagningarskip Statnett, sem Landsnet átti kost á, styrktu mjög stöðu fyrirtækisins í samningaviðræðunum. Í ljósi allra aðstæðna verður því samningurinn að teljast ásættanlegur sem undirritaður var þann 14. janúar 2013 milli ABB og Landsnets.

Ófyrirséðar hindranir Hjá Landsneti var mönnum verulega létt þegar samningurinn um sæ­strenginn lá fyrir og töldu að nú væri björninn unninn! Öll orkan og athyglin hafði farið í sæstrenginn en það átti þó eftir að koma í ljós að lagning strengsins á landi var langt frá því að vera einfalt verk. Fyrsta stóra hindrunin var í Vestmannaeyjum. Landtaka strengsins er í Gjábakkafjöru og á leiðinni að tengihúsinu á Skansinum er klettabeltið Brimnes, og nær í sjó fram. Í samræmi við umhverfisstefnu Landsnets var ákveðið að bora undir klettabeltið til að raska ekki sérstæðu og stórkostlegu umhverfi þess. Það reyndist þrautinni þyngra þar sem bergið var bæði þversprungið og í því holrými full af lausamöl sem nær ógerlegt var að bora í gegnum. Um tíma leit út fyrir að ekki tækist að komast í gegnum bergið og það var ekki fyrr en keyptur var

Landtaka í Gjábakkafjöru.

sér­staklega til verksins öflugur höggbor frá Svíþjóð að það tókst að yfirstíga þessa hindrun. Auk klettanefsins Brimness er Gjábakkafjara umkringd bröttum vikurhlíðum og var ekki ljóst í upphafi hvernig koma ætti tækjum þar að. Ákveðið var að freista þess að leggja bráða­ birgðaslóða í fjöruborðinu framan við klettanefið en brimið skolaði honum fljótlega burt. Hann var þá endurbyggður með stærra grjóti og dugði það allan framkvæmdatímann. Á Landeyjasandi var reiknað með að leggja jarðstrenginn á hefð­ bundinn hátt í skurð með sérvöldu varmaleiðandi fyllingarefni. Efnið úr þeim námum sem komu til greina á svæðinu uppfyllti ekki kröfur Landsnets og þurfti á endanum að sækja fyllingarefnið alla leið í Þóru­ staða­námu í Ingólfsfjalli. Byrjað var á því að leggja jarðstrenginn frá Landeyjasandsfjöru að tengivirki Landsnets í Rimakoti og gekk fyrsti kaflinn bærilega. Það viðraði hins vegar illa fyrir framkvæmd af þessu tagi sumarið 2013. Það var bæði vinda- og úrkomusamt og var svo mikill vatnsagi í skurðinum fyrir strenginn að ógerlegt var að fylgja fyrirhuguðu verklagi. Vegna leirs og fínefna gekk illa að dæla vatninu burt en þó var hægt að mjaka verkinu áfram með því að grafa stórar holur til hliðar við skurðinn og ausa vatninu úr þeim með gröfum. Lausn vandans var að nota plóg einn mikinn sem jarðvinnuverktakinn átti og réð við að plægja niður strengi af þessari stærð. Aðstæður til plægingar voru hinar ákjósanlegustu á sand­inum og engin hætta á því að grjót skaddaði strengina. Verður að segjast eins og er að þetta tókst með ágætum og vannst verkið bæði hratt og vel og er þetta vissulega aðferð sem Landsnet mun skoða sem raunhæfan valkost í framtíðinni. Ókosturinn við plæging­una var sá helstur að eld­ fjallaaskan, sem er meginuppistaða jarð­ vegs­­ins á sandinum, leiðir illa varma og er þess vegna ekki æskilegt fyllingarefni næst strengn­ um. Á móti kemur að rakinn í sandinum eykur varmaleiðnina og vegur þannig upp á móti óheppilegum varmaeinangrandi eiginleikum ösk­­unnar. Þá verður hægt að fylgjast með hita­ stigi jarðstrengsins og aðlaga raforku­flutn­ing­ inn að hámarksgetu hans með hjálp ljós­leiðara sem lagður var með strengnum. Sem fyrr segir axlaði Landsnet ábyrgð á lausn tæknilegra vandamála við lagningu jarðstrengj­ anna sem og landtöku sæstrengsins. Var land­ takan sérstaklega krefjandi í Gjábakkafjöru þar sem stórgrýtisurð í fjöruborðinu veltist um í aftaka brimi, eins og oft gerir þar. Ljóst var að verja þyrfti sæstrenginn aukalega á þessum kafla, þrátt fyrir tvöföldu víravörnina. Hugmyndir

verktækni 2014/20

47


TÆKNI- OG vísindagreinar

Slóðagerð við Brimnes.

voru settar fram um að borað yrði fyrir strengn­um í fjöruborðinu og einnig var kannaður sá möguleiki að fergja hann eða skorða með steinsteypu. Reynslan frá því að bora undir Brimnesið fældi menn frá fyrri kostinum og steypt hlíf þótti ekki heldur vænleg vegna hins öfluga brims. Lausnin sem varð á endanum ofan á voru hálfmánahlífar úr pottjárni sem hlekkjast saman og mynda þannig rör utan um strenginn í stórgrýtisurðinni í fjöruborðinu. Jafnframt voru kafarar fengnir til að forma rás í stórgrýtið svo koma mætti strengnum af stærstu kletta­ nibbunum og í betra var. Frágangur á jarðstrengnum við tengihúsið á Skansinum í Eyjum var tæknilega ekki sérlega krefjandi. Áhersla var hins vegar lögð á að vanda allan frágang þar, m.a. vegna mikils fjölda ferðamanna sem á þar leið um. Markmiðið var að ganga þannig frá að ekki sæjust nein verksummerki að framkvæmdinni lokinni og er það mál manna að vel hafi tekist til.

Lagning sæstrengsins Landtaka sæstrengsins fyrir opnu Atlantshafinu var þekkt áhættuatriði í verkefninu. Veðurfarið sumarið 2013 vann vissulega gegn okkur og því var ekki á vísan að róa að hægt yrði yfir höfuð að leggja sæstrenginn. Þannig lenti til dæmis lagningarskipið Pleijel í hremmingum á leið til landsins með sæstrenginn. Skipið, sem var með burðargetu rétt umfram þyngd strengsins, var lítt aflögufært þegar það lenti í stormi við Færeyjar og varð það að liggja þar í vari í nokkra daga meðan óveðrið gekk yfir. Það komst þó að lokum til Vestmannaeyja og var áformað að hefja lagningu strengsins þann 2. júlí 2013. Á Landeyjasandi var allt til reiðu og meðal annars búið að leggja 500 metra braut fyrir strenginn upp á land. Hugmyndin að henni kom frá HS Veitum sem höfðu notað gamlar netakúlur með góðum árangri við að taka vatnslögn á land á sandinum árið 2008. „Ræs-fundur“ var haldinn með öllum þátttakendum og á miðnætti 2. júlí 2013 var allt starfslið og tæki í viðbragðsstöðu. Þar á meðal var lagningaskipið Pleijel, sem lónaði 1200 metra utan við fjöruborðið þar sem sandrif hindraði að það kæmist nær landi, en í kjölfar veðurspár sem barst um miðnættið ákvað aðgerðastjóri á skipinu að fresta aðgerðum þar sem of stutt væri í næstu lægð. Það voru veruleg vonbrigði fyrir alla en viðbúnaðurinn reyndist samt sem áður frábær æfing fyrir næstu tilraun. Viku síðar spáði bærilega og þann 9. júlí var ákveðið að gera aðra atlögu að lagningu sæstrengsins. Í fyrstu tilraun lentu tveir kafarar í miklum hremmingum þegar þeir reyndu að koma dráttartaug á land úr lagningarskipinu. Flatbotna gúmmíbát þeirra hvolfdi og lentu þeir undir honum. Betur fór þó en á horfðist og varð hvorugum kafaranna meint af en annar þeirra var samt nokkuð þrekaður eftir atburðinn. Í

48

verktækni 2014/20

Fjarstýrður kafbátur.

næstu tilraun var dráttartauginni skotið á land úr lagningarskipinu og tókst þá betur til. Í framhaldinu var sæstrengnum fleytt í rólegheitum að landi á loftbelgjum. Smátt og smátt mjakaðist strengurinn nær og eftir fimm klukkutíma, eða á miðnætti þann 9. júlí, náði hann fjöru­ borðinu. Þetta var stóra stundin í verkefninu, landtakan var að heppnast og í framhaldinu var strengurinn festur við gröfu sem dró hann eftir netakúlubrautinni góðu 500 metra upp á land. Tók þetta alls um þrjá klukkutíma og skipti þar sköpum hárnákvæm samstilling hópsins í landi annars vegar og áhafnar lagningaskipsins hins vegar þegar strengn­­um var slakað út á flotholtunum og þau síðan losuð frá í fjöru­ borðinu, eftir því sem strengurinn mjakaðist á land á sama tempói. Fylgst var stöðugt með toginu við jarðýtuna sem fór mest í 12 tonn og var það í samræmi við það sem reiknað hafði verið með. Miðvikudaginn 10. júlí hófst lagning strengsins á sjávarbotninn milli lands og Eyja eftir leið sem búið var að ákveða fyrirfram að vandlega athuguðu máli. Sjávarbotninn er ákaflega mismunandi á þessum slóð­ um en víða er hrjúft hraun sem getur farið illa með strengi og lagnir í sterkum sjávarfallastraumum. Við val á leiðinni var botninn myndaður með fjarstýrðum kafbáti (ROV) og kom þá í ljós að besta staðsetningin fyrir nýja sæstrenginn væri í nánd við gamla VM1 strenginn. Fjarstýrður kafbátur með myndavél var einnig notaður við lagningu sæstrengsins, til að forðast klettanibbur og aðrar hindranir. Lagning hans var tímafrek nákvæmnisvinna sem, til að gera langa sögu stutta, gekk með ágætum. Lagðir voru að jafnaði 200 - 300 metrar á klukkustund og var það í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Að morgni föstudagsins 12. júlí 2013 náði lagningarskipið leiðarenda í Vestmannaeyjum. Skilyrði voru þá eins og best var á kosið fyrir landtöku í Gjábakkafjöru, hæg vestlæg gola og ládautt. Skorið var á strenginn samkvæmt nákvæmum mæl­ingum um borð í lagningarskipinu, þvínæst var endanum vandlega lokað og settur á hann vírnetssokkur (e. Chinese finger) með lykkju


TÆKNI- OG vísindagreinar

Plógurinn ógurlegi.

fyrir dráttartaugina. Strengnum var síðan slakað út á flotholtum, eins og við Landeyjasand, en í Gjá­bakka­fjöru var hann hins vegar dreginn á land með handafli, enda öll skil­yrði eins og best varð á kosið. Í framhaldinu var strengurinn svo dreginn með traktorsvindu eina 150 metra upp á fjöruborðið. Þá fyrst gátu allir varpað öndinni léttar, vissir um að úr þessu gæti ekkert komið í veg fyrir að verkið kláraðist, en sökum þess hversu illa viðraði almennt sumarið 2013 var það í raun alveg á mörkunum að það tækist að leggja nýja Vestmannaeyjastrenginn. Í ljósi þess hve biðtíminn fyrir lagningarskipið er rándýr vill maður ekki hugsa til enda hvernig mál stæðu ef þetta hefði ekki heppnast!

Geymsla á varaefni Sæstrengir eru hannaðir og framleiddir fyrir sérhvert verkefni fyrir sig. Það er mikið verk að framleiða ákveðna strengtegund og þess vegna er talið nauðsynlegt að eiga varaefni til viðgerða, ef til þess kæmi að strengurinn yrði fyrir skemmdum. Því voru keyptir aukalega 600 metrar af nýja sæstrengnum til að eiga á lager í Vestmannaeyjum. Það vafðist reyndar nokkuð fyrir mönnum við undirbúning og hönnun verk­efnisins hvernig best væri að geyma slíkt varaefni. Kom meðal

Borað við Brimnes.

annars fram sú hugmynd að sökkva efninu í sjó þar til á því þyrfti að halda. Niðurstaðan varð þó sú að smíða gríðarstóra snældu, með þriggja metra innri radíus, og finna henni stað í Eyjum. Þar sem þetta var ákveðið frekar seint í ferlinu þurfti að hafa hraðann á, bæði við smíði snældunnar og úthlutun lóðar fyrir hana, því allt þurfti að vera tilbúið strax og lagningu sæstrengsins lyki svo ekki yrði töf á brottför lagningarskipsins. Tókst bæði að smíða snælduna í tíma og fá lóð á Eiðinu, ekki langt frá viðlegukanti hafnarinnar, og er það mjög ákjós­ anlegur geymslustaður. Vegna stífleika strengsins, meðal annars út af tvöföldu víravörninni og heila álkjarnanum, þurfti að beita öllum tiltækum ráðum við að vinda hann upp á risasnælduna. Tókst að lokum að yfirstíga þá hindrun, eins og allar aðrar í þessu áhugaverða verkefni, en vonandi þarf aldrei að hreyfa varaefnið aftur úr stað.

Unnið í sátt og samlyndi Enginn efast um nauðsyn þess að Vestmannaeyjar búi við örugga teng­ ingu við flutningskerfi Lands­ nets. Í þessu til­ viki var um að ræða lagningu sæstrengs og jarð­strengja, ekki loftlína, þannig að verkefnið var óumdeilt og naut alls staðar með­byrs. Allir, bæði aðstandendur verkefnisins og hags­­munaaðilar, studdu það og greiddu götu fram­kvæmdarinnar þar sem á þurfti að halda. Jafnframt var nokkuð fjallað um það í fjölmiðlum og þá ávallt á já­­kvæðum nótum. Sá velvilji sem verkefnið naut var algjör forsenda þess að hægt var að ná því metn­aðarfulla mark­ miði sem Lands­net setti sér í sept­ember árið 2012 – að ljúka lagningu og teng­ingu strengsins á einu ári. Kom þessi já­ kvæða afstaða til verkefnisins skýrt fram þegar iðnaðar­ ráðherra spennusetti streng­inn formlega við hátíð­lega athöfn í Eyjum þann 9. október 2013. Í nýrri verkefnastjórnunarbók eftir danska sér­ fræðinginn Morten Fangel er talað um marg­vísleg framlög og þá margslungnu stjórnun sem fram fer vítt og breitt í stærri verkefnum, án þess endilega að verk­ efnastjóri eiganda viðkomandi verkefnis eigi þar hlut að máli. Þetta eru auðvitað augljós sannindi en samt sem áður er það vel þess virði að vekja á þeim sérstaka athygli og reyndi verulega

verktækni 2014/20

49


TÆKNI- OG vísindagreinar á þetta í því verkefni sem hér er fjallað um. Að lokum er full ástæða til að þakka þeim ótal mörgu sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar svo koma mætti þessu margslungna verkefni í höfn. Jafnframt þakkar Landsnet öllum verktökum sem hér komu við sögu vel unnin störf. Þekking þeirra og sérhæfður búnaður var grundvöllur þess að hægt var að ráðast í verkið.

Fyrirtæki sem unnu að verkinu og þeirra framlag ABB:

Ótrúlegur hraði í hönnun og framleiðslu á hátækni­ sæstreng. Gerði Landsneti fært að ná sínum mark­ miðum um að ljúka verkinu á einu ári. Baltic Offshore: Flinkir og metnaðarfullir kapallagningamenn. Lóðsinn: Aðstoð við lagningarskipið í þungum straumum sjávar­­­­falla. ARA Eng.: Norskir sérfræðingar tryggðu vandaða hönnun og studdu Landsnet í samningagerð og eftirliti með fram­­ leiðslu strengja. Voru lykillinn að velgengni verk­efnis­ ins. Statnett: Studdi Landsnet við gerð útboðsgagna og bauð upp á kapallagningarskip. HS Veitur: Studdu við verkefnið á allan hátt og miðluðu af ómetan­legri reynslu frá fyrri verkefnum. Verkís: Nýttu reynslu frá lagningu vatnslagnar til Eyja árið 2008 og fylgdu verkinu dyggilega eftir frá upphafi til lúkningar. Ósérhlífnir og fylgnir sér þegar á reyndi. Djúptækni: Myndaði sjávarbotn við undirbúning. Ráðgjafi í verk­ efninu og aðgerðastjórn við landtöku. Gerðu rás í stórgrýtissjávarbotn við Gjábakkafjöru. Veðurvaktin: Flott fagfólk með nákvæma veðurspá. Tiltækt hvenær sem var sólarhringsins.

I. Jónsson: Línuborun:

Orkuvirki: Héðinn hf.: Þjótandi: Profilm: G. Óskarsson:

Dokkan:

Öflugur, ósérhlífinn og metnaðarfullur jarð­vinnu­verk­ ­taki. Nýttu öflugan plóg til þess að leggja jarð­strengi. Ótrúleg þrautseigja og útsjónarsemi við að bora í gegnum klettanefið Brimnes – var á mörkum hins mögu­lega. Háþróaður rafverktaki sem sá til þess að endatengingar gengu hratt og vel fyrir sig. Smíðuðu vandaða risasnældu á mettíma. Slóðagerð úti í sjó undir Brimnesi við erfiðar að­stæður. Fagmannlega unnin heimildamynd. Gott næmi við að draga fram það athyglisverðasta. Ómetanlegur stuðningur við heimildamyndagerðina með myndatökum í Eyjum. Vandaður fréttaflutningur af verkefninu. Vettvangur til að kynna verkefnið og stuðla þannig að því að reynslan varðveitist.

Heimildir Fangel, M. (2013). Proactive Project Management Knutsen, R.G. & Skog, J.E. (2014). Submarine Cable to Vestmannaeyjar. Lessons Learned Landsnet-13045, Verkís. (2013). VM3 – 66 kV háspennustrengur, Fram­kvæmda­ skýrsla Landsnet-13046, Verkís. (2013). VM3 – 66 kV háspennustrengur, Borun gegnum Brimnes Landsnet-13047, Verkís. (2013). VM3 – 66 kV háspennustrengur, Umhverfis­ skýrsla Landsnet-13048, Verkís. (2013). VM3 – 66 kV háspennustrengur, Strengjasandur Landsnet, Eyfells, I. (2013). VM3 – 66 kV háspennustrengur, Matsskýrsla verk­ efnastjóra

ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI FYRIR MÁLM- OG BYGGINGARIÐNAÐ

- Framleiðsluvörur, ljósastaurar, vegrið o.fl. - Smíðastál, svart og sand blásið og grunnað - Ryðfrítt stál - Plast - Ál

- Boltar, rær og aðrar festingarvörur - Hesta- og girðingarvörur - Verkfæri og vinnufatnaður - Zinkhúðun - Alfa Laval búnaður fyrir matvælaiðnað

Ferro Zink hf. • www.ferrozink.is • ferrozink@ferrozink.is Árstíg 6 • 600 Akureyri • sími 460 1500 Álfhellu 12-14 • 221 Hafnarfjörður • sími 533 5700

50

verktækni 2014/20


Lowara dælur... fyrir lífríkið Vatn er undirstaða lífsins og samnefnari allra þeirra aðstæðna þar sem Lowara dælur koma við sögu. Lowara dælur eru gerðar úr pressuðu ryðfríu stáli, sem varnar mengun í vatninu. Lowara dælur eru framleiddar með lasersuðutækni sem gerir þær ónæmar fyrir ætandi efnum og tryggir jafnframt að framleiðsluferillinn skaðar ekki náttúruna.

2014/20 51 Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: verktækni www.danfosshf.is


Náttúran kallar

Til liðs við náttúruna

á bestu lausnirnar í umhverfismálum

Þriggja hólfa rotþrær fyrir sumarhús og heimili. CE-vottaðar samkvæmt staðli: ÍST EN 12566-1:2000/A1:2003. Fylgja einnig séríslenskum kröfum um uppbyggingu rotþróa. Fást í byggingavöruverslunum um land allt.

411.117/ thorri@12og3.is

Promens ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á rotþróm.

vottaðar www.promens.is PROMENS DALVIK • GUNNARSBRAUT 12 • 620 DALVÍK • SÍMI: 460 5000 • FAX: 460 5001 • sales.dalvik@promens.com


TÆKNI- OG vísindagreinar

Áhrif eldsvoða á umhverfið Óskar Þorsteinsson, byggingartæknifræðingur Verkfræðistofan Mannvit, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir: oskart@mannvit.is

Formáli Þann 22. nóvember árið 2004 var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað að Kletta­görðum í Reykjavík. Eldur hafði komið upp í stál­grind­ ar­­ skemmu á lóð endur­ vinnslu­ fyrirtækisins Hringrásar og læst sig í dekkjahaug sem var við hlið skemmunar. Mikill eldur var í dekkja­­haugnum og þykkan reyk lagði frá honum þegar slökkvi­liðið ­­ kom á staðinn. Áætlað er að um 20.000 m3 af tættum og heilum dekkj­ um hafi verið í samfelldum haug á lóðinni [1]. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis­sviði Reykjavíkurborgar er talið að um 3.000 m3 af dekkjum hafi brunnið í þessum eldsvoða eða um 15% af heildarmagni dekkja. Samkvæmt úttekt Mannvirkjastofnunar (áður Brunamálastofnunar) [2] var tilkynnt um eld klukkan 21:42 þann 22. nóvember. Áætlað er að eldurinn sem olli mestum reyk hafi verið slökktur um klukkan 18:00 þann 23. nóvember eða um 20 klukku­tímum síðar. Upptök þessa eldsvoða má rekja til rafmagns. Mikinn reyk lagði mestan tímann til suð­vesturs og vestsuðvesturs þegar á brun­ann leið. Um nóttina var mikill éljagangur og sterkur vindur. Reykinn lagði yfir íbúðabyggð og á tímabili var óttast að hann bærist yfir hjúkrunarheimilin Hrafnistu og Skjól. Rýma þurfti fjöl­býlis­ hús við Klepps­ veg. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og fjöldahjálparmiðstöð opnuð í Langholtsskóla. Um tvö hundruð manns komu í fjöldahjálparmiðstöðina og um sexhundruð manns höfðu sam­ band og skráðu sig hjá Rauða krossinum, sam­kvæmt frétt Morgun­ blaðsins daginn eftir [3]. Mikill fjöldi sjálfboðaliða og sérfræð­inga var við störf þann tíma sem slökkvi­starfið tók. Á þriðja tug starfsmanna frá Rauða krossinum tók á móti fólki. Á staðn­um voru læknar og hjúkr­ unarlið, auk 86 manna í 13 björgunarsveitarbifreiðum frá Slysa­varna­ félaginu Landsbjörg. Björgunar­sveitarfólkið var bæði til aðstoðar lög­ reglu og á fjöldahjálparstöðinni. Nær allt starfs­fólk Slökkviliðs höfuð­ borgarsvæðisins, þar af um 130 slökkviliðsmenn, unnu að þessu verk­ efni á einn eða annan hátt. Stór hluti lögregluliðs höfuð­borgar­svæðisins vann einnig að þessu verkefni. Bruninn hafði áhrif á stórt svæði í nágrenninu. Kennsla féll meðal annars niður í Langholtsskóla og Laugar­­lækjarskóla, auk þess sem einhver fyrirtæki voru lokuð í einn eða fleiri daga vegna brunans. Við slökkvistarfið slasaðist einn maður á hendi og fjórir slökkviliðs­menn fengu reykeitrun og lungnabólgu í kjölfarið, samkvæmt úttekt Mann­virkja­stofnunar [2]. Staðfest tjón varð í atvinnu­fyrirtækjum í námunda við brunann. Einnig þurfti víða að rýma fyrirtæki og þar með lá starfsemi þeirra niðri um tíma með til­ heyr­ andi tjóni. Kostnaður Slökkviliðs höfuð­ borgarsvæðisins vegna slökkvi­starfs er metinn á rúmar 83 Mkr. á verðlagi í mars 2014 [1]. Annar kostnaður sem hlaust af þessum eldsvoða hefur ekki verið metinn. Þetta er dæmi um atburð sem er slæmur fyrir samfélagið. Aðfararnótt 12. júlí 2011 kviknaði aftur í dekkjum á sama stað hjá Hringrás. Mikinn reyk lagði frá þessum eldsvoða í um það bil fjórar klukkustundir eða frá klukkan 03:00 til klukkan 07:00 um morguninn. Vindátt var hagstæð allan tímann með tilliti til íbúðabyggðar og at­vinnustarfsemi í nágrenninu og lagði reykinn á haf út [4]. Áhrif þessa bruna voru lítil sem engin á samfélagið en hefðu getað orðið mikil hefði vindátt verið óhagstæð.

Ný skipulagsreglugerð Í nýrri skipulagsreglugerð 90/2013 [5] sem tók gildi í byrjun árs 2013 segir í gr. 4.5.1: „Gera þarf grein fyrir hugsanlegum áhrif­ um land­ -

notk­un­ar á landnotkun aðliggjandi svæða svo sem vegna lyktar, hávaða, óþrifn­aðar, mengunar eða hættu fyrir heilsu og öryggi al­mennings“. Sam­ kvæmt þessu þarf að gera grein fyrir áhrifum land­ notkunar á ná­grenn­ið meðal annars með tilliti til heilsu og öryggis almennings. Mögulegur eldsvoði í miklu magni af brennanlegu efni kallar á grein­ ingu á afleiðingum slíks atburðar. Í þessu ljósi er áhugavert að fara yfir þá eldsvoða sem urðu á lóð Hringrásar og skoða hvort slík starfsemi sé ásættanleg á þessum stað. Rétt er að taka fram að þó að hér séu þessir eldsvoðar sérstaklega til umfjöllunar þá er ýmis önnur starfsemi í þéttbýli sem ekki síður væri þörf á að skoða með tilliti til brunaöryggis. Einnig er rétt að geta þess að gerðar hafa verið verulegar úrbætur á brunavörnum hjá Hringrás.

Áhrif reyks vegna eldsvoða Þegar leggja á mat á afleiðingar eldsvoða og reyks frá honum eru margir þættir sem geta haft áhrif. Eftirfarandi þrjú atriði skipta miklu máli þegar áhrif á umhverfi eru metin: • Eituráhrif frá reyknum. • Áhrif veðurs á dreifingu reyksins. • Slökkvistarf, hversu langan tíma tekur að slökkva.

Eituráhrif Reykur vegna eldsvoða i dekkjahaugum er mjög sótugur og inniheldur mikið af svif­ryki og ýmsum hættulegum efnum. Þar á meðal eru koldíoxíð, kolmónoxíð og brennisteinsdíoxíð. Svifryk PM10, (Parti­ culate Matter <10μm) er það sem berst lengst með reyknum í skaðlegu magni. Það dregur hraðar úr styrk annarra efna við uppblöndun við ferskt loft og verða þau þannig hættuminni. Þau efni sem sem fjallað er nánar um hér, þar á meðal útbreiðslu þeirra með reyknum, eru eftirfarandi: • Svifryk PM10. Viðmiðunarmörk 11.000ppm, (parts per million). Við þessi mörk er PM10 talið valda bráðum einkennum sérstaklega í öndunarfærum hjá flestum. • CO2 eða koldíoxíð. Viðmiðunarmörk 18.000ppm. Öndunartíðni eykst um 50%. • CO eða kolmónoxíð. Viðmiðunarmörk 200ppm. Flestir fá höfuðverk eftir 2-3 tíma og meðvitundarleysi getur orðið eftir 4-5 tíma. • SO2 eða brennisteinsdíoxíð. Viðmiðunarmörk 6ppm. Særindi í nefi og öndunarfærum. • Benzo(a)pyrene. Viðmiðunarmörk 0,03ppm. Krabbameinsvaldandi efni. Skaðlegt magn eiturefna í reyk getur verið mismunandi og fer mikið eftir því hversu lengi fólk þarf að vera í reyknum. Ofan­talin mörk miðast við að þeir sem lenda í reyknum verði fyrir bráðum einkennum. Viðmiðunarmörkin eru þau sömu og notuð eru í sænskri skýrslu „Riskanalys– Brandrisker vid hantering av fordonsdäck för återvinning“ [6]. Til að áætla hversu langt eiturefni í reyknum geta borist var notað reikniforritið ALOFT-FT. Þrátt fyrir að útreikningarnir séu háðir óvissu gefa þeir samt nokkuð góða vísbendingu um hvernig dreifing eiturefna með reyknum getur orðið. Mynd 1 sem er tekin úr forritinu ALOFT-FT sýnir útbreiðslu svifryks, PM10, frá bruna í 1000 m3 dekkjahaug miðað við 10 m/s vind­hraða.

verktækni 2014/20

53


TÆKNI- OG vísindagreinar

ALOFT-FT 3.10: Hringras (Fire=300m^2 - V=10m/s) 11000

6000

3000

1000

500

1

Smoke Particulate PM10 Concentration (micrograms/cubic meter - one hr avg) Vertical Plane, 0 km Crosswind Mynd 1. Útbreiðsla og þéttleiki svifryks PM10 frá bruna í 1000 m3 dekkjahaug miðað við 10 m/s vindhraða.

Dökkbláa svæðið á mynd 1 sýnir hvar þétt­leiki svifryks er yfir við­ miðunarmörkum og nær það 500m frá upptökunum. Í töflu 1 eru samanteknar niðurstöður á dreifingu þeirra hættulegu efna í reyknum sem skoðuð voru fyrir tvær stærðir af dekkjahaugum miðað við 5, 10 og 15 m/s vindhraða. Eins og sést í töflunni dreifast efni í reykn­um lengra eftir því sem eldsvoðinn er stærri og vindhraðinn meiri. Næstu ná­grannar sem eru innan við 250 metra frá eldsvoðanum geta alltaf lent í hættulegum aðstæðum. Innan þessara marka er meðal annars íbúðabyggð. Viðkvæm starfsemi eins og hjúkrunarheimili er í um 400 metra fjarlægð og því innan áhrifasvæðis fyrir báðar stærðir af dekkjahaugum miðað við 10 m/s vindhraða og meira. Á mynd 2 sést til dæmis útbreiðslusvæði PM10 fyrir 1000 m3 haug og mismunandi vindhraða.

Áhrif veðurs Það gefur auga leið að veðurfar og sérstaklega ríkjandi vindáttir á svæðinu hafa mikil áhrif á aðstæður. Það sýndi sig best í eldsvoðanum 2011 hjá Hringrás þegar reykinn lagði allan tímann út á sjó og olli litlum vandræðum. Eins og sést á mynd 3 eru algengustu vindáttirnar við Sunda­höfn frá austanátt og til suðaustanáttar sem er hagstætt fyrir þennan stað því þá eru mestar líkur á að reykur fari á haf út. Tafla 2 sýnir tíðni vindátta fyrir ákveðna staði í nágrenni Hringrásar ásamt meðal­vindhraða sem búast má við. Samkvæmt þessu er tíðni

Mynd 2. Krítísk mörk svifryks (PM10) fyrir mismunandi vindhraða. Mið­ punktur er á lóð Hringrásar. Grunnur úr borgarvefsjá Reykjavíkurborgar. vindáttar sem getur feykt reyk að íbúðabyggð 27,6% sem þýðir að komi upp eldur á lóð Hringrásar þá fer reykur í um það bil þriðja hvert sinn yfir íbúðabyggð. Vegna þess að atvinnu­starfsemi og iðnaður er allan hringinn í kringum Hringrás þá geta þau orðið fyrir áhrifum

Tafla 1. Fjarlægð frá upptökum elds að krítískum mörkum fyrir dæmigerð hættuleg efni samkvæmt ALOFT-FT.

300m3 dekkjahaugur Efni í reyk

1000m3 dekkjahaugur

Krítísk mörk V =5 m/s

V=10 m/s

V =15 m/s

V =5 m/s

V =10 m/s

V =15 m/s

PM10

11000 µg/m3

270 m

425 m

440 m

250 m

500 m

600 m

CO2

18000 ppm

-

-

-

-

-

-

CO

200 ppm

40 m

110 m

125 m

-

80 m

130 m

SO2

6 ppm

140 m

215 m

280 m

140 m

380 m

410 m

Benso(a)pyren

30 µg/m3

140 m

290 m

310 m

140 m

390 m

430 m

54

verktækni 2014/20


TÆKNI- OG vísindagreinar

Wind rose at Sundahöfn [%] (2007 - 2011) N 18

NNW

NNE

16 14

NW

NE

12 10 8

WNW

ENE

6 4 2 W

0

E

WSW

ESE

SW

SE

SSW

SSE S

Mynd 3. Vindrós við Korngarða frá 1.1.2007 til 31.12.2011. Tíðni vind­ átta í %, byggt á upplýsingum frá sjálfvirkri veðurstöð í eigu Faxa­flóa­ hafna. Tafla 2. Tíðni vinds og vindhraði sem getur borið reyk frá Hringrás.

Vindátt

Tíðni [%]

Meðal vindhraði (m/s)

Hrafnista og Skjól

342° - 6°

5.1

7.5

Íbúðabyggð

319° - 88°

27.6

6.4

Vöruhótel Eimskipa

297° - 323°

7.2

4.2

0° - 360°

100

5.5

Vindur með stefnu að

Iðnaðarsvæði

Mynd 4. Dekkjabruni við Klettagarða 2011, séð frá Ægisgarði kl. 03.40. Mynd fengin frá Faxaflóahöfnum. og afleiðingar þess. Afleiðingar voru metnar bæði fyrir 300 m2 brunaflöt (1000m3 haug) og einnig voru metin áhrif af 100 m2 brunafleti (300m3 haug). Eftirfarandi sviðsmyndir voru skoðaðar: • A. Reykur í átt að hjúkrunarheimilunum Hrafnistu og Skjóli. • B. Reykur í átt að íbúðabyggð. • C. Reykur í átt að Skemmtiferðaskipi við Korngarða. • D. Reykur í átt að stærri vöruhúsum (Eimskip og Bakkinn). • E. Reykur í átt að minni fyrirtækjum.

alltaf ef eldur kemur upp. Hins­vegar sést vel á mynd 4 sem tekin var úr öryggismyndavél á Ægisgarði þegar seinni bruninn átti sér stað að í hægviðri fer reykurinn hátt upp og veldur ekki miklum vandræðum hjá nágrönnum. Til að kanna betur áhrif vinds á reyk­útbreiðslu var gert líkan af til­teknu svæði í suður frá Hringrás og hermt eftir eldsvoða með CFDforriti (Computer Fluid Dynamics). Með þessu er hægt að áætla reyk­ útbreiðslu og sjá áhrif mismunandi þátta eins og vindsstyrks, áhrif bygginga, stærð bruna og fleira. Helstu niðurstöður þessara útreikninga eru að í logni truflast reyk­ strókur minnst og stígur þar með hæst frá jörðu sem minnkar líkur á að hann leggist yfir byggð. Með auknum vindhraða stígur reykur ekki eins hátt upp og meiri líkur eru á að reykur leggist yfir nágrennið. Minni dekkjahrúga þýðir að uppdrifskraftur reykstróks minnkar vegna minni hitamyndunar og þar með aukast líkur á að reyk leggi yfir nágrennið. Sambærileg eru áhrif kælingar slökkviliðs. Sviptivindar auka mjög kælingu á reykstrók og fella reykinn nær jörðu.

Aðstæður til slökkvistarfa Það hversu lengi reykur berst frá eldsvoða hefur mikið að segja um áhrifin á nágrenn­ið. Í brunanum 2004 kom mikill reykur frá eldinum í um 20 klukkutíma en í brun­anum 2011 í um 4 klukkutíma. Tíminn sem fer í að slökkva ræður því miklu um hversu mikið magn af hættu­ legum efnum fer út í andrúmsloftið. Það sem ræður mestu um hversu langan tíma slökkvistarfið tekur er fyrst og fremst magnið af brennanlegum efnum, aðstaða til slökkvi­ starfa, þekking slökkviliðs á aðstæðum og búnaður þess.

Áhættugreining Til að meta áhrif af dekkjabruna hjá Hring­rás voru settar upp nokkrar sviðsmyndir og metnar líkur á að tiltekin sviðsmynd geti átt sér stað

Mynd 5. Niðurstöður útreikninga í CFD. Við meiri vindhraða leggst reykur nær jörðu.

verktækni 2014/20

55


TÆKNI- OG vísindagreinar Engar tölulegar upplýsingar um tíðni bruna í sambærilegri starfsemi fundust þó víða væri leitað og því er eingöngu hægt að áætla tíðni bruna út frá sögulegri reynslu Hringrásar sem gaf uþb. einn stórbruna á 10 ára fresti. Að öllum líkindum er tíðni stór­bruna lægri sérstaklega eftir þær umbætur sem Hringrás hefur gert. Út frá öllum þessum upp­ lýsingum og tíðni vindátta má reikna út líkurnar á að reykur berist yfir þessi svæði: • A. Reykur fer í átt að Hrafnistu og Skjóli að meðaltali á 206 ára fresti. • B. Reykur fer í átt að íbúðabyggð að meðaltali á 38 ára fresti. • C. Reykur fer í átt að skemmti­ ferðaskipi að meðaltali á 2900 ára fresti. • D. Reykur fer í átt að stærri vöru­ húsum (Eimskip og Bakkinn) að meðaltali á 97 ára fresti. • E. Reykur fer í átt að minni fyrir­ tækum að meðaltali á 10 ára fresti.

TÆKNI- OG vísindagreinar Alvarleiki

verktækni 2014/20

5 - Næstum öruggt

2 - Minniháttar

4 - Líklegt

3 - Talsverðar

3- Mögulegt

4 - Mjög miklar

2- Ólíklegt

5 - Hamfarir

1 - Sjaldgæft

Fyrir Nr.

Sviðsmynd Reykur í átt að Hrafnistu/Skjól í

A

B

400 m fjarlægð frá 1000 m dekkjahaug.

3

Reykur í átt að íbúabyggð í 250 m 3 fjarlægð frá 1000 m dekkjahaug.

Eftir

Afleiðingar

Alvarleiki

Líkur

Flokkur

Eldur varir í a.m.k. 8 klukkustundir, rýma þarf Hrafnistu og íbúabyggð.

5

1

Möguleg áhætta

Eldur varir í a.m.k. 8 klukkustundir, rýma þarf íbúabyggð

3

2

Möguleg áhætta

3

1

Möguleg áhætta

1

Möguleg áhætta

Eldur varir í a.m.k. 8 klukkustundir. Ekki þarf að rýma farþegaskip en það þarf 500 m fjarlægð frá 1000 m að sigla því í burtu, veruleg dekkjahaug. óþægindi fyrir farþega Eldur varir í a.m.k. 8 klukkustundir. Farga gæti þurft miklu magni af vörum Reykur í átt að vöruhóteli sem ekki verður hægt að Eimskips eða Bakkans frá 1000 selja vegna reykskemmda, 3 stórtjón. Hugsanlegt að m dekkjahaug. einhver tímabundinn vöruskortur á tilteknum vöruflokkum. Vinnutap Eldur varir í a.m.k. 8 klukkustundir. Farga gæti Reykur í átt að minni fyrirtækjum í þurft miklu magni af vörum sem ekki verður hægt að næsta nágrenni við Hringrás selja vegna reykskemmda, vinnutap, stórtjón.

Reykur í átt að farþegaskipi í 450C

D

E

3

Tillögur að úrbótum. Haugur minnkaður niður í Alvarleiki 3 300 m Minnka haug niður í 300 3 m , eldur varir í 2-3 klst. 4 Líklega þarf ekki þarf að rýma Hrafnistu Minnka haug niður í 300 3

m , eldur varir í 2-3 klst, rýma gæti þurft nærliggjandi íbúabyggð Minnka haug niður í 300

Líkur

Flokkur

1

Möguleg áhætta

3

2

Möguleg áhætta

3

1

Möguleg áhætta

4

1

Möguleg áhætta

3

3

Mikil áhætta

3

m , eldur varir í 2-3 klst sem kallar samt sem áður á að skipið þurfi að koma sér í burtu.

Minnka haug niður í 300 5

3

3

Mikil áhætta

3

m , eldur varir í 2-3 klst. Getur samt valdið reykskemmdum á vörum og vinnutapi

Minnka haug niður í 300 3 m , eldur varir í 2-3 klst. Getur samt sem áður valdið reykskemmdum og vinnutapi.

Tafla 3. Áhættuskrá.

Setja má ofangreindar niðurstöður upp í áhættuskrá og meta áhættu til dæmis samkvæmt áhættuviðmiði sem Almanna­ varnadeild ríkis­ lögreglustjóra hefur gefið út [7]. Þessi áhættugreining miðast við að skoða hver ávinningurinn er af því að minnka dekkjahauginn hjá Hringrás úr 1000 m3 niður í 300 m3, og þar með hvort árangur af slíkri aðgerð leiði til niðurstöðu sem hægt væri að flokka sem ásættanlega áhættu. Samkvæmt þessari greiningu er eitt tilvik sem fellur undir mikla hættu en það eru minni fyrirtæki í grennd við Hringrás. Hætta fyrir nálæg öldrunarheimili, íbúðabyggð, skemmtiferðaskip og Vöruhótel Eimskipa og Bakka er metin möguleg. Ástæðan fyrir því að hættan er talin meiri í tilviki minni fyrirtækjanna en í öðrum er sú að minni fyrirtækin eru fleiri og dreifð allt í kringum Hringrás. Komi upp eldur eru því miklar líkur á að eitthvert af þessum fyrirtækjum muni verða fyrir einhverju tjóni. Hafa ber í huga að áhættugreining eins og þessi tekur bæði til afleiðingu þess að einhver atburður eigi sér stað og einnig eru líkurnar á því að atburðurinn eigi sér stað metnar. Vegna þeirrar sögulegu staðreyndar að brunar hafa átt sér stað í starfsemi Hringrásar með stuttu millibili eru líkurnar miklar. Niðurstaðan úr greiningunni er að hættan minnkar óverulega og flokkunin er óbreytt bæði fyrir 1000 m3 og 300 m3 hauginn. Því var ákveðið að leggja til að minnka hauga af dekkjum og öðrum brennanlegum efnum á lóðinni niður í 200m3 og gera ýmsar aðrar ráðstafanir í brunavörnum á lóðinni, þar með yrði ástandið ásættanlegt og sambærilegt því sem víða annarsstaðar er að finna í at­vinnu­ starfsemi.

56

Líkur

1 - Smávægilegar

Lokaorð Eins og greint var frá í byrjun er það krafa samkvæmt skipulagsreglugerð að gera þurfi grein fyrir áhrifum landnotkunar á að­liggjandi svæði, meðal annars þarf að meta hættu fyrir heilsu og öryggi almennings. Með þeim aðferðum sem hér hafa verið kynntar er hægt að skoða mögulegar afleiðingar af eldsvoða fyrir nágranna vegna ákveðinnar starfsemi og hvaða aðgerða er þörf til að bæta úr. Augljóst er að það borgar sig að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní hann og þess vegna er þetta ákvæði í nýrri skipulagsreglugerð mjög til bóta.

Heimildaskrá: Greinin er byggð á skýrslu Mannvits: Gúmmí­dekkjavinnsla Hringrásar í Kletta­ görðum – áhættumat, unnið fyrir Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins í júlí 2012. Höfundar Guðni Ingi Pálsson verkfræðingur, Óskar Þorsteinsson tæknifræðingur, Georges Guigay verkfræðingur. 1. Matsgerð. Mál nr. M211/209. Bruni á athafnasvæði Hringrásar 22. nóv.2004. Gunnar H. Kristjánsson verkfræðingur, Einar Guðbjartsson dósent. 2. Úttekt Brunamálastofnunar vegna brunans á athafnasvæði Hringrásar ehf 22. nóvember 2004. Brunamálastofnun. 3. Frétt af heimasíðu Morgunblaðsins. (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/ 11/23/ibuar_fa_ad_snua_aftur_heim/ 4. Útkallsskýrsla SHS ódagsett um brunann í Hringrás 2011. 5. Skipulagsreglugerð 90/2013. Umhverfis og auðlindaráðuneytið 2013. 6. Riskanalys – Brandrisker vid hentering av fordonsdäck för återvinning. Bengt Dahlgren Brand & Risk AB. 2009. 7. Áhættuskoðun Almannavarna. Helstu niðurstöður. Ríkislögreglustjórinn Al­manna­varnardeild 2011.

verktækni 2013/19

56


TÆKNI- OG vísindagreinar

Hönnun og framleiðsla á kerréttingavél Sveinn Hinrik Guðmundsson, véltæknifræðingur Verkfræðistofan Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. Fyrirspurnir: shg@verkis.is Í janúar 2013 var Norðuráli á Grundartanga afhent kerréttingavél af gerðinni PSM300. Búnaður þessi er sá fyrsti sem Verkís, í gegnum hlut­ deildarfélag sitt HRV, hannar og framleiðir. Hér á eftir verður farið stuttlega yfir aðdraganda verkefnisins ásamt hönnunarforsendum og virkni vélbúnaðarins. Einnig verður þeirri spurningu varpað fram hvort hægt sé að gera betur, skapa störf með íslensku hugviti og auka hagkvæmni í íslenskum álverum með hönnun og framleiðslu á sér­ hæfðum búnaði.

Álver – markaðurinn Álver heimsins notast við margs konar búnað af ýmsum stærðum og gerðum við framleiðslu sína. Á Íslandi eru árlega framleidd um 820 þúsund tonn af áli sem samsvarar um það bil 2,6% af heimsframleiðslunni utan Kína. Samanlögð velta álveranna á Íslandi á hverju ári er u.þ.b. 1,5 milljarður bandaríkjadollara af 60 milljarða heildarveltu álgeirans í heiminum. Hráefnisinnkaup og raforkukostnaður eru stærstu kostnaðarliðirnir í rekstri álvera en einnig er stórum fjárhæðum varið til kaupa, endurnýjunar og viðhalds á búnaði til notkunar þar sem rekstrarumhverfið er mjög krefjandi. Álver samanstendur meðal annars af miklum fjölda kera þar sem hin eiginlega framleiðsla áls fer fram með rafgreiningu. Kerskeljarnar eru úr stáli sem er meðal annars fóðrað að innan með hitaþolnum steinum. Taka þarf hvert einasta ker úr rekstri á 3 – 5 ½ árs fresti til endur­ fóðrunar en þá er kerskelin einnig yfirfarin og lagfærð. Nauð­synlegar viðgerðir einstakra kera eru mismiklar en almennt fer ástand keranna eftir kertækni og hvernig rekstur viðkomandi kers hefur gengið. Nauð­ syn­legar viðgerðir eru metnar hverju sinni eftir að kerskelin hefur verið hreinsuð og sandblásin að innan.

Hlutverk PSM300 Viðgerðir á kerskeljum fela oft í sér að rétta þarf burðarvirkið og skipta um einhvern hluta af stálskelinni sem soðin er innan á burðarvirki kersins. Útbeygja kers getur hlaupið á nokkrum sentímetrum eftir að ker hefur verið í rekstri í langan tíma. Þar sem tregðuvægi skammhliðar er gríðarhátt getur verið nokkuð snúið að ná skammhlið kersins í svo til upprunalegt horf (með frávik uppá 2-4mm). Þetta þarf að gerast án þess að kiknun eigi sér stað á óæskilegum stöðum á um það bil 4 metra löngu hafi. Mikilvægt er að rétta skammhlið hvers kers sem næst upprunalegu ástandi þannig að ný fóðring kerskeljarinnar verði sem best. Gæði nýju fóðringarinnar hefur svo áhrif á endingu kersins í gegnum varma­ jafnvægi í rekstri.

PSM300. kerréttingavélarinnar hafði verið greind nánar var ákveðið að hafa öryggi, nákvæmni og afköst að leiðarljósi við hönnun og útfærslu vélarinnar. Einnig miðaðist hönnun vélarinnar við að þyngd og umfang væri sem minnst, í því fólst mikil áskorun með tilliti til krafna um styrk í burðarvirki. Úr varð nettur, hálfsjálfvirkur búnaður sem stórbætir öryggi starfsmanna, styttir þann tíma sem það tekur að rétta hvert ker og minnkar neikvæð umhverfisáhrif. Tíminn sem fer í hverja réttingu telur nú í mínútum í stað klukkustunda, gasnotkun við hitun hefur verið minnkuð til mikilla muna og að lokum er nákvæmni við réttingu ker­ anna stóraukin. Við hönnunina var einnig hugað að líf­ tímanotkun vélarinnar (e. Life Cycle Analysis) og tekið sérstakt tillit til þeirra fjöl­ mörgu þátta sem ekki snúa beint að réttingaferlinu sjálfu. Það ferli spannar til dæmis flutning, samsetningu, prófanir, stillingar, þjálfun starfs­­­manna, notkun, ástandsskoðun, viðhald, þrif og loks að taka vélina úr rekstri í lok áætlaðs líftíma hennar. Útfærsla vélarinnar byggði á ítar­ legu áhættumati sem unnið var í samráði við tæknideild Norðuráls og væntanlega notendur, ásamt því að styðjast við vinnu­ vistfræðilega nálgun. Hvert handtak við meðferð vélarinnar var rýnt og ákvarðanir teknar til að gera vélina eins notendavæna og hægt var. Lögð var áhersla á skipulagt viðhald út frá skilvirkum viðhalds­leið­beiningum. Miðað var við að fljótlegt væri að vinna reglulegar ástandsskoðanir á vélinni og að viðhald yrði einfalt og gæti farið fram á öruggan hátt. Eftir að smíði vélarinnar var lokið tóku við mánaðar prófanir á ker­ viðgerðarsvæði Norðuráls. Unnið var út frá prófunaráætlun þar sem álagið var aukið í þrepum og niðurstöður ýmissa mælinga bornar saman

Verkís í fararbroddi Verkís hefur frá stofnun Norðuráls á Grundartanga unnið náið með álverinu við nánast allt sem viðkemur verkfræði nema það sem snýr að framleiðslu á eigin vélbúnaði til notkunar í framleiðsluferlinu. Það breyttist hinsvegar þegar Verkís í gegnum hlutdeildarfélag sitt afhenti Norðuráli kerréttingavélina PSM300 í byrjun þessa árs. Kerréttingavélin er sérsniðin að þörfum Norðuráls til að rétta skammhliðar fram­ leiðslu­kera álversins á Grundartanga. Eftir töluverða hugmyndavinnu lá að lokum fyrir tillaga að lausn sem hægt var að byggja á. Fyrstu drög voru þannig að gert var ráð fyrir að búnaðurinn yrði handvirkur en það myndi áfram kalla á tölu­ verða vinnu starfsmanna við að rétta kerin af. Þegar þörfin fyrir virkni

Prófanir á PSM300.

verktækni 2014/20

57


TÆKNI- OG vísindagreinar

Hafsteinn Óskarsson (Verkís) og Indriði Ríkharðsson (HR) við strain gauge mælingar. við niðurstöður útreikninga. Þegar komið var að því að setja fullt álag á kerréttingavélina voru framkvæmdar „strain gauge“ mæl­ingar í sam­ vinnu við Háskólann í Reykjavík. Sérhæfður mæli­búnaður var settur á mikilvæga (krítíska) staði og útreikningar staðfestir með álagsprófi.

Virkni PSM300 Þegar vélin er notuð er henni fyrst slakað ofan á skammhlið kersins og stjórnkerfi hennar ræst. Til að nákvæm rétting náist án þess að fá óæski­lega kiknun í kerið eru allir átaksstaðir ákveðnir fyrirfram. Vélin stillir sig sjálf af á kerinu, keyrir þann búnað sem við á í rétta stöðu og læsir sér eftir að stilling hefur átt sér stað. Áður en hin eiginlega rétting getur farið fram er nauðsynlegt að hita afmörkuð svæði á svokallaðri dekkplötu á kerskelinni úr fjaðrandi fasa (e. elastic) á fyrirfram ákveðnum stöðum. Þetta er gert til þess að lág­ marka kiknun á dekkplötunni. Þó svo að afl búnaðarins sé nægjan­legt til þess að rétta kerið kalt, þá er þetta nauðsynleg aðgerð því samdráttur á efni í úthring dekkplötunnar er nauðsynlegur. Hlutfall á tregðuvægi í láréttu og lóðréttu plani dekkplötunnar er óhagstætt m.t.t. kiknunar ásamt því að innri spennur eru losaðar úr efninu með hitun sem einnig leiðir af sér að ekki þarf að yfirbeygja skammhliðina jafn mikið og annars þyrfti. Að lokum eru tjakkar valdir eftir ákveðinni röð og skammhlið kersins rétt. Yfirbeygjan sem þarf að eiga sér stað tekur mið af því að hægt sé að taka búnaðinn strax af kerinu að lokinni réttingu og ekki þurfi að halda við á meðan kólnun fer fram. Skráð er í iðntölvu hversu langt hver tjakkur á að fara. Sjálfvirkni og fyrirfram ákveðin gildi á réttingatjökkum gerir kerréttinguna örugga, nákvæma og hag­ kvæma og kerréttingavélina nokkuð einfalda í notkun. Vélinni er stýrt

Útskrift úr iðntölvu á einni réttingu í prófunum.

58

verktækni 2014/20

með fjarstýringu og því á starfsmaðurinn aldrei að þurfa að mæla sjálfur hvort rétting sé innan marka né standa nærri vélinni á meðan hún er að vinna. Þar sem um miklar þyngdir og stóra krafta er að ræða (eigin þyngd 13 tonn og 3000kN (300 tonn)) má ekkert út af bregða þegar kerskeljar eru réttar án þess að öryggi starfsmanna sé ógnað eða hætta sé á skemmdum á vélinni sjálfri eða kerinu sem verið er að vinna við. Öll stýring er vönduð og vel uppsett. Þegar unnið er með vélina þarf að fylgja ákveðinni aðgerðaröð, en einnig er hægt að fylgjast nákvæmlega með aðgerðum, staðsetningu og þrýstingi tjakka. Hægt er að tengjast búnaðnum þráðlaust og þannig fylgjast með ástandi og stað­ setningu kerfa. Búnaðurinn skráir sögu (hvernig búnaðurinn hefur verið notaður) sem hægt er að nota til frekari greininga. Umræddur búnaður hefur nú verið í notkun frá janúar 2013 og hefur hann staðið fyllilega undir öllum þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Tækifæri – Hönnun og framleiðsla á búnaði Hluti þess búnaðar sem álverin fjárfesta í er fjöldaframleiddur af stórum erlendum framleiðendum svo sem lyftarar og fleira. Einnig eru lausnir og búnaður sem þekktar eru innan álgeirans sem sérsníða þarf að hverjum notanda fyrir sig. Ljóst er að samkeppni á þessum markaði er hörð og erfitt fyrir óþekkta aðila að koma sínum vörum á framfæri. Álframleiðendur eru kröfuharðir kaupendur og leggja mikinn metnað í öryggi starfsmanna, áreiðanleika og umhverfisvernd ásamt kröfu um hagkvæmni í rekstri. Hafandi í huga alla þá ferla, tæki og tól sem hvert álver þarf til framleiðslu á vöru sinni eru tækifærin til vöruþróunar með nýjar lausnir fjölmörg. Ef vel tekst til eins og raunin var með PSM300 kerréttingarvélina þá uppfylla nýjar lausnir þessi skilyrði og verða að nýju viðmiði sem gæti gagnast mörgum álframleiðendum um allan heim. Þó svo að framleiðsla á búnaði fyrir álver hafi aukist hérlendis á undanförnum árum er enn hægt að gera betur. Koma fram með vel ígrundaðar nýjar og endurbættar lausnir og sýna fram á ávinning um­fram þau tæki sem nú eru notuð til viðmiðunar. Samhliða hönnun og þróun á þekktri tækni þarf að leggja áherslu á að skapa ný viðmið. Nú er það svo að þrjú álver eru rekin á Íslandi og velta þau gríðarlegum fjármunum eins og fram kom í innganginum og þurfa öll mikla þjón­ ustu og endurnýjun. Nýta þarf þann góða og frjóa mannafla sem við búum yfir og nálægðina við þessi stóru fyrirtæki og sækja fram á sviði framleiðslu og nýjunga. Þó svo að þau íslensku fyrirtæki sem sækja á þennan markað hafi staðið sig með ágætum er enn eftir miklu að slægjast. Vonandi verður vöxtur í þessari grein á komandi árum og Íslandi þannig skapað nafn á heimsvísu sem virtum framleiðanda á sviði búnaðar fyrir álver og annan þungaiðnað. Íslenskt – já takk ! Höfundur er aðalhönnuður PSM300


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur langstærsta dreifikerfi raforku hér á landi, en lengd háspennuhluta þess er um 8.700 km. Í þéttbýli er allt í jarðstrengjum og frá árinu 1991 hefur verið unnið að því að endurnýja kerfið í dreifbýli með jarðstrengjum. Við það hefur afhendingaröryggi í dreifbýlinu aukist til muna og á síðasta ári náðist sá áfangi að helmingur dreifikerfisins er nú í jarðstrengjum. Lögð hefur verið áhersla á að leggja loftlínur í jörð á svæðum sem eru þekkt fyrir miklar ísingar og hefur það leitt til verulegrar fækkunar rafmagnstruflana vegna veðurs. Auk viðbóta er árlegur kostnaður við endurnýjun kerfisins um 1 milljarður króna. Miðað við núverandi áætlun er gert ráð fyrir að allt dreifikerfi RARIK verði komi í jarðstrengi árið 2035.


PLAN

PRELIMINARY DESIGN

DESIGN

BUILD

MANAGE

Profile for Verkfræðingafélag Íslands

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Verktækni_2014 1 tbl net  

Verktækni tímarit Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands.

Profile for vfi1912
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded