a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

01

4

08

07

Forgangsröðun vegaframkvæmda

7 10 12

Hrein torg, fögur borg

13

Þrenging í Jökulsárgöngum

Hljómhönnun Stúkan stækkar


Alþjóðlegar kröfur Í mars síðastliðnum afhenti Vottun hf. VST skírteini til staðfestingar því að gæðakerfi VST hafi staðist vottun samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001:2000.

Gæðakerfi með alþjóðlega vottun. Sigþór Hallfreðsson gæðastjóri VST segir vottunina hafa mikla þýðingu fyrir verkfræðistofuna.

Fréttabréf VST 1. tbl. 8. árgangur, júlí 2007 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Textagerð: Helga Guðrún Jónasdóttir og Anna Tryggvadóttir Hönnun og uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Ljósmyndir: Árni Torfason og fleiri Mynd á forsíðu sýnir umferð skv. skipulagstölum 2012 á vegakerfi 2017, sjá umfjöllun á bls. 4-6 Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 569 5000 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 569 5000 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 3b • 700 Egilsstaðir Sími: 569 5000 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Austurvegi 10 • 800 Selfoss Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vstsf@vst.is VST Brekkustíg 39 • 260 Reykjanesbær Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vstrn@vst.is

„ISO 9001 er stjórnunarstaðall sem segir til um hvernig skipulagi fyrirtækisins skuli háttað. Kröfur staðalsins ná yfir allt frá stefnumótun og markmiðssetningum til skipulagningar verk- og vinnuferla til að ná þeim fram,“ segir Sigþór Hallfreðsson gæðastjóri VST sem hefur undanfarin tvö ár unnið að því að samræma gæðakerfi verkfræðistofunnar að þessum alþjóðlega staðli.

dæmi atriði er varða stjórnunarábyrgð, verkaskiptingu og vinnureglur um útgáfu teikninga og merkingu skjala.

Mannlegi þátturinn

Þýðing vottunarinnar er gríðarlega mikil fyrir verkfræðistofuna, bæði þegar litið er til áhrifa út á við og á innviði hennar. „Vottunin hefur markaðslega þýðingu því alltaf er að aukast að verkkauparnir geri kröfu um að þeirra ráðgjafar séu með gæðakerfi sem er vottað af þriðja aðila. Hún hefur þó ekki síður áhrif inn á við þar sem gæðakerfi skilar mikilli hagræðingu í vinnubrögðum. Við samræmum markvisst vinnulag, menn læra betur hver af öðrum og festa í sessi það sem vel er gert.“ segir Sigþór að lokum.

ISO vottunin hefur átt sér langan aðdraganda en vinna við hana hófst snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Það var svo upp úr aldamótunum sem stjórn verkfræðistofunnar markaði þá stefnu að vinna markvisst að innleiðingu staðalsins. „Hér hjá VST hefur þó í áratugi verið unnið í þessum anda. Mjög gamlir pappírar eru til hérna þar sem er verið að taka á og skipuleggja svipaða þætti og koma fyrir í staðlinum,” segir Sigþór og nefnir sem

Sigþór viðurkennir að uppbygging gæðastjórnunarkerfisins sé ekki það flóknasta við að uppfylla slíkan gæðastaðal. „Það er kannski meira mál að fá fólk til að fara eftir því,“ bætir hann hlæjandi við.

Uppgangur á Reykjanesi Nýtt útibú VST var sett á fót í Reykjanesbæ um síðustu áramót. Bætist útibúið í hóp fimm útibúa verkfræðistofunnar sem bjóða viðskiptavinum þjónustu í heimabyggð. „Reykjanesið er landshluti sem við höfum ekki sinnt sérstaklega nema frá Reykjavík. Núna er mjög mikið að gerast á svæðinu, mikill uppgangur í atvinnulífinu sem opnar á allskonar möguleika“, segir Viðar Ólafsson framkvæmdarstjóri VST um ástæður þess að ákveðið var að stofna útibú í Reykjanesbæ. Viðar nefnir sérstaklega möguleg verkefni hjá Hitaveitu Suðurnesja, Bláa lóninu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og væntanlegt álver í Helguvík. „Sama er að segja um þróun á Keflavíkurvelli, þaðan sem varnarliðið er farið. Allt eru þetta atriði sem okkur fannst vega þungt í því að stofna útibú í Reykjanesbæ.”

Aukin þjónusta VST hefur nú komið sér fyrir í stærstu byggðakjörnum landsbyggðarinnar. Að sögn Viðars hefur mikla þýðingu fyrir verkfræðistofuna að geta boðið upp á þjónustu í heimabyggð. „Viðskiptavinirnir, hvort sem þeir stjórna fyrirtækjum eða sveitarfélögum, finnst gott að

2

fá þjónustu á heimasvæði. Rekstur útibúanna mælist mjög vel fyrir enda erum við einfaldlega að veita meiri þjónustu.“ Hann bendir á að þótt grunnstarfseminni sé sinnt af starfsmönnum útibúanna fái viðskiptavinirnir eftir sem áður notið sérhæfingar sem VST hefur í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Útibússtjóri á Reykjanesi er Hlín K. Þorkelsdóttir byggingaverkfræðingur og er Viðar sérstaklega ánægður með að hæfasti einstaklingurinn í starfið hafi verið ung kona. „Þetta hefur verið karlagrein og mest karlmenn sem stjórna hjá okkur, svo það var ánægjulegt að fá konu til verksins.” Starfsmenn útibúsins eru nú þrír en stefnt er að frekari stækkun og að starfsmenn verði orðnir milli átta og tíu innan tíðar. Skrifstofur útibúsins í Reykjanesbæ eru á 2. hæð Brekkustígs 39 í svokölluðu Besta húsi við Njarðvíkurveg.


FRETTIR STUTTAR

Álftnesingar fá nýjan miðbæ Undirbúningur stendur nú yfir að nýju deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi í kjölfar niðurstöðu arkitektasamkeppni um hönnun svæðisins. Samið hefur verið við GASSA arkitekta, höfunda verðlaunatillögunnar um að útfæra deiliskipulagið og hefur sveitarfélagið samið við VST um ýmsa verkfræðilega þætti deiliskipulagsins og gatnahönnun á svæðinu. „Vinna okkar er mjög fjölþætt,” segir Ólafur Erlingsson yfirverkfræðingur á byggðaog umhverfissviði VST. Verðlaunatillagan er um margt sérstök þar sem gert er ráð fyrir opnum vatnsrásum sem mynda tvo meginása í byggðinni og lögð er áhersla á góð göngutengsl um svæðið. Verkefni VST eru meðal annars jarðtækni og grunnvatnsmál, umferðarskipulag, umhverfismál, gatnahönnun ásamt gerð hæðar- og mæliblaða fyrir nýju lóðirnar. Eitt af því sem skipulagsarkitektarnir leggja til er að bílastæði verði að stórum hluta neðanjarðar. Ólafur segir að aðstæður á Álftanesi geri það að verkum að því fylgi viss áhætta. Há grunnvatnsstaða og flóðahætta er meðal vandamála sem glíma þarf við. „Hluti af Álftanesi er á lágsvæði þar sem hætta er á flóðum og mega bílakjallararnir því ekki liggja of lágt. Einnig veldur há grunnvatnsstaða hættu á að það leki inn í þá þeim megin frá, ef þeir eru hafðir of djúpir,“ bætir hann við.

Hjólað í vinnuna

Andakílsárvirkjun

ÍSÍ hefur um nokkurt skeið staðið fyrir átaksverkefninu Hjólað í vinnuna og hafa sífellt fleiri verið að slást í hópinn, enda alveg kjörin leið til að stunda holla líkamsrækt og draga um leið úr mengandi bílaumferð. Árangur starfsmanna VST var að þessu sinni sérlega glæsilegur, en þeir hrepptu 1. sætið í sínum flokki miðað við dagafjölda og 2. sætið að teknu tilliti til vegalengdar. Þess má svo geta, að þeir 122 starfsmenn frá VST sem tóku þátt, lögðu samtals 7.027 km og 878 þátttökudaga að baki, þá tuttugu daga í maí síðastliðinn sem átaksverkefnið stóð yfir.

Verulegar endurbætur hafa staðið yfir á Andakílsárvirkjun, en þessi 8,2 MW virkjun, sem er í eigu OR, er í samnefndum hreppi rétt hjá Skorradalsvatni. Eftir að endurnýjun á botnloku við inntakslón var lokið sl. haust, var m.a. hafist handa við að skipta út þrýstipípu virkjunarinnar, en athygli vekur að þar er um upprunalega trépípu að ræða frá árinu 1947. Er því óhætt að fullyrða að hún hafi gegnt hlutverki sínu með sóma eða allt frá því að spennu var hleypt á virkjunina fyrir réttum sextíu árum. Nýja pípan er 580 m löng trefjaplastpípa af stærðum DN 2400 og DN 2100. Meðaltals ársorkuvinnsla virkjunarinnar er 34 GWh, en til gamans má geta þess að hún var upphaflega byggð sem 1500 hestafla orkuver.

Lagarfossvirkjun stækkar

Fyrirmyndarfyrirtæki VST er meðal fyrirmyndarfyrirtækja þriðja árið í röð, en þennan flokk fylla þau fyrirtæki sem eru í 20 efstu sætunum í könnun VR á Fyrirtæki ársins. Könnunin fer fram árlega meðal félagsmanna VR og voru niðurstöður fyrir árið 2007 birtar nýlega. VST reyndist í 6. sæti í hópi fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri og hafði þar með hækkað sig um eitt sæti á milli ára. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 11.000 manns, en um framkvæmd sá Capacent. Fyrirtæki ársins er ánægjukönnun þar sem starfsmenn leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfi sínu.

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að stækkun Lagarfossvirkjunar á Héraði. Ný vélasamstæða var prófuð og gangsett í maí síðastliðnum, en frekari prófanir, þar á meðal samkeyrsla við eldri vél virkjunarinnar, fara fram núna í júlí. Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar jókst rennsli Lagarfljóts svo mjög, að unnt var að stækka Lagarfossvirkjun um 20 MW, en mesta afl fyrir stækkun var 8 MW og verður hún því komin í 28 MW eftir stækkunina. Þá hafa verulegar endurbætur farið fram á eldri stöðinni samhliða stækkuninni. VST hefur annast verkefnisstjórn, hönnun byggingarvirkja og vélbúnaðar en Rafteikning hönnun rafbúnaðar ásamt stjórnog varnarbúnaði. Saman hafa fyrirtækin annast heildarhönnun og skipulag. ÍAV sáu um byggingarframkvæmdir en vatnshverfill og raflall eru frá Litostroj í Slóveníu.

3


Forgangsröðun á höfuðborgars Umferðarspár sem miða við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna fram til ársins 2012 sýna að umferð á helstu stofnleiðum mun aukast um 10-20 þús. bíla á sólarhring. Spárnar sýna að umferð á helstu stofnleiðum verður þá orðin meiri en þær geta með góðu móti flutt. Umferð um Reykjanesbraut í Elliðaárdal eykst skv. spánum úr ríflega 60 þús. bílum árið 2005 í hátt í 80 þús. bíla á sólarhring. Umferð um Sundagöng og Hlíðarfót/Öskjuhlíðargöng verður skv. spánum um 23 þús. bílar á sólarhring árið 2012.

Með aukinni fólksfjölgun hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu færst nær því sem við þekkjum úr erlendum stórborgum. Þó vandinn sé ekkert í líkingu við þann sem þar er glímt við, hafa íbúar svæðisins fengið forsmekkinn af þeim vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja auknu umferðarálagi. Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, verkfræðingur hjá VST, hefur fylgst grannt með þessari þróun.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) mynda þann vettvang, sem sveitarfélögin hafa til að vinna að sameiginlegum viðfangsefnum. Fyrir nokkrum árum skipuðu samtökin forstöðumenn tæknideilda í sérstakan starfshóp sem falið var að gera úttekt á þeim úrbótum sem gera þyrfti á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins á næstu árum. Sú vinna ól af sér ítarlegar tillögur, sem SSH lagði fram í febrúar sl. í tengslum við samgönguáætlanir stjórnvalda fyrir árin 2007-2018. Þær höfðu þegar þarna var komið sögu, verið lagðar fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögur, en þetta eru afar umfangsmiklar áætlanir, sem hafa bein áhrif á þróun vegakerfisins á höfuðborgarsvæðinu.

Skipulagsáætlanir og umferðarspá Á haustdögum árið 2005 fékk starfshópurinn VST til liðs við sig, en fyrir höndum var talsverð vinna við að safna saman skipulagsgögnum hvers einstaks sveitarfélags, áður en vinna við sjálfa úttektina gæti farið af stað. Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, verkfræðingur, stýrði verkefninu af hálfu VST og má að hennar sögn skipta vinnu starfshópsins í grófum dráttum í tvennt, annars vegar í gerð umferðarspáa fyrir höfuðborgarsvæðið og hins vegar mat á þeirri framkvæmdarþörf sem spárnar gefa til kynna. „Umferðarspár byggja aðallega á skipulagsáætlunum, en í þeim kortleggja sveitarfélögin þróun lykilstærða á borð við fólksfjölda, íbúðafjölda og umfang atvinnuhúsnæðis. Áður en hægt var að hefjast handa, þurfti því að safna saman til úrvinnslu þessum skipulagsáætlunum. Þetta þýðir að umferðarspárnar byggja á gildandi skipulagi hjá sveitarfélögunum, með þeim breytingum sem talið er að komi inn í næstu aðalskipulagsgerð.“

Ítarlegar tillögur Guðrún Dröfn undirstrikar að þessar áætlanir verði að taka með vissum fyrirvara. Þar geti margt spilað inn, s.s. efnahagsþróun og þróun fasteignaverðs. Þá sé eðli málsins það, að sú fólksfjölgun sem hvert og eitt sveitarfélag geri ráð fyrir í þessum áætlunum er meiri, en líklegt megi teljast fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. Af þessum sökum var skipulagsáætlunum sveitarfélagana fyrir árið 2012 seinkað til ársins 2017, sem Guðrún Dröfn segir að geti reyndar gefið misvísandi mynd fyrir þróunina, en þá aðallega innan einstakra sveitarfélaga. Í framhaldinu hófst síðan vinna við sjálfa úttektina og felur hún í sér eins og áður segir,

4


vegaframkvæmda svæðinu

ítarlegar tillögur til vegáætlana fyrir árin 2007-2018. „Tillögurnar eru raktar í sérstakri greinargerð sem hópurinn skilaði af sér í febrúar sl., þar sem þær eru settar upp í forgangsröð, auk þess sem gerð er grein fyrir fjárveitingum til einstakra framkvæmda.

Umfangsmikil framkvæmdarþörf Til forgangsverkefna teljast þær framkvæmdir sem lagt er til að ráðist verði í fyrir árið 2010. Meðal þeirra eru, auk þeirra verkefna sem þegar voru á vegáætlun 2005-2008, mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og vegstokkar á Miklubraut, á milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, á Hafnarfjarðarvegi við Vífilstaðaveg og á Mýrargötu. Af framkvæmdum sem lagðar eru til á árunum 2011-2014 má nefna gerð Sundabrautar og Hlíðarfótar/Öskuhlíðarganga, auk framkvæmda

við Reykjanesbraut í Hafnarfirði á milli Álftanesvegar og Lækjargötu og á síðasta tímabilinu eða á árunum 2015-2018 gerð Kópavogsganga. Guðrún Dröfn bendir jafnframt á, að þrátt fyrir þær umfangsmiklu framkvæmdir sem áætlanirnar geri ráð fyrir til að bæta flutningsgetu stofnvegakerfisins, bendi umferðarspárnar til þess að þær dugi ekki til. „Í tillögunum er því lagt til að árlega verði varið 150 til 250 milljónum króna í aðgerðir sem efli almenningssamgöngur, auki umferð hjólandi og gangandi vegfarenda og bæti hljóðvist.“

Vantar talsvert upp á Það er til marks um umfang þeirra verkefna sem lagt er til að verði í forgangi, að heildarkostnaður vegna þeirra nemur tæpum 22 milljörðum króna til viðbótar fjárveitingum á

5

Með vaxandi umferðarálagi verður aksturshraði minni og biðraðir myndast á annatímum. Tafir og biðraðir aukast og verða tíðari þar til flutningsgetu vegarins er náð. Eftir það fellur aksturshraðinn enn frekar, flutningsgeta minnkar og raðir standa langtímum í stað.


Forgangsröðun vegaframkvæmda

Tillögur sveitarfélaganna að forgangsröðun vegaframkvæmda á stofnleiðum á höfuðborgarsvæðinu eru umfangsmiklar.

vegáætlun 2005-2008. Til samanburðar má nefna að verkefni í öðrum forgangsflokki eru metin á tæpa 17 milljarða króna og í þeim þriðja á um 16 milljarða króna. Jafnframt er rétt að geta þess að fjármögnun Sundabrautar er utan þessa ramma, þar sem ráðgert er að hún verði fjármögnuð með sérstökum hætti. Í greinargerðinni kemur jafnframt fram, að með hliðsjón af því fjármagni sem stjórnvöld ætla til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, sé ljóst að talsvert vanti upp á, eigi tillögurnar að ná fram að ganga. „Hvernig tekið verður á því, er hins vegar úrlausnarefni stjórnmálanna,“ segir Guðrún Dröfn og bendir í þessu sambandi á ályktun sem framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu samþykktu 23. febrúar sl. Í ályktuninni er meðal annars bent á hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, aukist afkastageta vegakerfisins ekki á næsta áratug til muna og stjórnvöld eindregið hvött til þess að laga samgönguáætlanir sínar að fyrirsjáanlegri umferðarþróun á höfuðborgarsvæðinu.

Í fyrsta forgangsflokki er m.a. gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut milli Vesturlandsvegar og Hafnarfjarðar, ásamt tengingu um Elliðaárvog (Sundabraut) og áframhald hennar upp á Kjalarnes í framhaldi af því.

Nú er lag „Við eigum ekki, sem eitt ríkasta land heims, að taka mið af ástandinu eins og það gerist í útlöndum, ef við eigum þess kost að búa við betri aðstæður. Við getum betur,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Gunnar hefur veitt Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu formennsku undanfarin misseri og hefur því fylgst náið með gangi samgöngumála svæðisins. Hann er ekki í nokkrum vafa um, að nú sé lag fyrir ríki og sveitarfélögin sem í hlut eiga, að taka höndum saman í þessum mikilvæga málaflokki og þakkar það ekki hvað síst vandaðri undirbúningsvinnu. „VST leiddi fyrir hönd SSH afar umfangsmikla gagnaöflun og –úrvinnslu meðal annars við gerð umferðarspáa. Þau faglegu gögn sem fyrir liggja, sýna svo að ekki verður um villst, að samgöngumálin hafa setið á hakanum hér,

6

með þeim afleiðingum að umferð á helstu stofnleiðum stefnir í að verða um og yfir flutningsgetu á næstu fimm til tíu árum.“ Verði ekkert að gert hefur það í för með sér miklar tafir á umferð, langar biðraðir, aukna slysahættu og verulega skert lífsgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru að sögn Gunnars ótalin þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fyrirsjáanleg eru meðal annars af völdum útblásturs og hávaða og verða meiri en ella, nái vegakerfið ekki að þjóna tilgangi sínum nægilega vel. „Á grundvelli umferðarspánna, er jafnframt unnt að meta hvar framkvæmdaþörfin er brýnust hverju sinni, sem er ekki síður mikilvægt í þessu sambandi. Stjórnvöld samþykktu þannig síðastliðið vor að auka framlög til höfuðborgarsvæðisins um einn

Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og formaður SSH. milljarð króna í fyrsta hluta samgönguáætlunar og í framhaldinu af því undirrituðu þáverandi samgöngu- og fjármálaráðherrar viljayfirlýsingu þess efnis, að stjórnvöld muni tryggja eðlilega framvindu á uppbyggingu á vegakerfinu hér næsta áratuginn, gegn ítarlegri forgangsröðun á þeim samgönguverkefnum sem talin eru brýnust.“


Hrein torg, fögur borg

Rusl á götum hefur verið vaxandi vandamál víða í Reykjavík, ekki hvað síst í miðborginni á hátíðar- og tyllidögum. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, landfræðingur hjá VST, vann nýlega tillögur til úrbóta í þessum efnum sem gefið hafa góða raun, auk þess sem almenningssalerni í Reykjavík hafa verið til skoðunar. „Kveikjan var sú að skrifstofa gatna- og eignaumsýslu Framkvæmdasviðs leitaði til okkar eftir tillögum, en henni hafði verið að berast sífellt fleiri kvartanir vegna málsins,“ segir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, landfræðingur, en hún hefur ásamt Flosa Sigurðssyni, verkfræðingi unnið að þessum málum af hálfu VST. „ Í framhaldinu var skoðað hvernig fyrirkomulagi á hreinsun og dreifingu ruslastampa í miðborginni væri háttað, með sérstakri áherslu á þau svæði þar sem umferð gangandi vegfarenda er hvað mest. Afrakstur þeirrar vinnu var tillaga að staðsetningu yfir 100 nýrra ruslastampa við Laugaveginn, Skólavörðustíg og í Kvosinni.” Tillagan gerði ráð fyrir nýrri gerð frístandandi stampa, sem eru nokkuð stærri en þeir sem voru fyrir. Þeir eru boltaðir niður á steypta undirstöðu, eru gríðarsterkir og skemmdir á þeim verða ekki unnar auðveldlega.

Tillögur fyrir borgina í heild Reynslan af nýju stömpunum hefur í stuttu máli verið mjög góð, en á meðan Hrafnhildur var að kortleggja hentugustu staðsetningar fór hún bæði gangandi og hjólandi um miðbæinn. Þótt áberandi séu, falla þeir vel inn í götumyndina og fyrir vikið skilar mun meira rusl sér í þá, en gömlu gerðina. Þeir sem sjá um götusópun segjast finna mikinn mun á því hvað rusl á götunum er minna. „Í framhaldi af miðbæjarverkefninu var VST falið að vinna að tillögum um staðsetningu ruslastampa í öllum hverfum borgarinnar,” segir Hrafnhildur. „Verkefnið er nú hálfnað og er markmiðið að skoðun allra hverfa verði lokið á árinu. Sérstaklega er farið eftir ábendingum frá borginni um álagssvæði, skoðaðar eru gönguleiðir í nágrenni skóla, íþróttamiðstöðva og í nágrenni verslana og þjónustu.“

7

Nýju ruslastamparnir í miðbænum eru staðsettir á öllum götuhornum, þegar gengið er niður Laugaveginn.


Hrein torg, fögur borg

Sem fyrr hjólar Hrafnhildur um hverfin og kortleggur tillögur að staðsetningu nýrra stampa eftir því sem við á. „Á vinsælum göngustígum er fjöldi gangandi vegfarenda á öllum aldri. Unga fólkið er við skólana,

Stampar í Mjóddinni Árangur miðborgarstarfsins vakti fljótlega athygli og var VST fengið til að skoða ástand mála í Mjóddinni. Starfsmaður svæðisfélagsins í Mjódd, hafði séð nýju stampana í miðbænum og vildi gjarnan fá þá í staðinn fyrir opna steinsteypta stampa, sem gegndu hlutverki sínu heldur illa. Niðurstaðan var að sögn Hrafnhildar sú, að komið var fyrir 14 nýjum ruslastömpum á vegum Svæðisfélagsins og þeir gömlu fjarlægðir. Um leið voru fest upp stubbahús við alla útganga. „Árangur þessarar breytingar er mikill. Fyrst og fremst þá skilar miklu meira rusl sér í nýju stampana og sér mikla breytingu á umhverfinu.”

Nýju ruslastamparnir í Mjóddinni þykja mun fallegri, en þeir gömlu, sem voru steinsteyptir. Þá skilar ruslið sér mun betur í þá.

Tillaga Hrafnhildar að staðsetningu nýju stampanna í miðbænum.

umferð hlaupandi eykst í hádeginu og á öllum tíma dagsins má sjá fólk njóta útivistar eða á gangi með hundana sína. Áberandi er hvað viðmót fólks á stígunum er gott, margir heilsa og eldra og yngra fólk er oftar en ekki til í að spjalla.

Með tilkomu nýju ruslastampana hefur dregið verulega úr rusli á götum.

8


Stefnumörkun um almenningssalerni Í upphafi árs 2007 var skipaður starfshópur á vegum Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar um almenningssalerni í Reykjavík og var Hrafnhildur fengin til að vera verkefnisstjóri starfshópsins. „Verkefni okkar var að skoða í fyrsta lagi framtíðarlausnir að nýju almenningssalerni eða -salernum sem gætu leyst „Núllið“ af hólmi, í öðru lagi að koma með hugmyndir að bráðabirgðalausnum og í þriðja lagi að finna nútímalegum salernisturnum stað í miðbænum,” segir Hrafnhildur. Vinna starfshópsins fór fram á vordögum 2007. Sett voru fram þjónustumarkmið, núverandi þjónusta var kortlögð, ásamt þeim svæðum þar sem þjónustu skortir, auk þess sem mismunandi útfærslur af almenningssalernum voru skoðaðar. Afraksturinn af þessari vinnu eru tillögur sem nú eru til skoðunar hjá Framkvæmdasviði.

Meira rusl í stampana

„Núllið“ í Bankastræti, fyrsta almenningssalernið á Íslandi.

„Nýju stamparnir hafa heppnast afburðavel, miklu betur en við reiknuðum með,” segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri hjá gatna- og eignaumsýslu Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefni VST hafa verið mjög mikilvægt, enda hafi engin heildstæð sýn legið að baki gömlu stömpunum. Að sögn Sighvatar var aðdragandi verkefnisins einfaldlega að gömlu staurastamparnir voru ekki að virka sem skyldi. „Mér hefur alltaf þótt stamparnir sem fyrir voru þannig að maður þyrfti að leita að þeim. Svo var sífellt verið að berja botnana úr þeim og þeir voru ekki fallegir í borgarmyndinni.” Útkoman hefur þó verið aðeins önnur en borgin sá fyrir sér í upphafi. „Við vorum að vonast til þess að þegar við færum úr 35 lítra stömpum í 80 lítra, þá þyrfti að tæma þá sjaldnar og þar með gætum við sparað í tæmingu. Það er þó ekki, því nýju stamparnir safna í sig margfalt meira rusli,” segir Sighvatur sem bætir við að sparnaðurinn komi þó fram á öðrum stöðum enda hljóti nú að vera minna rusl á gangstéttunum. Sighvatur segir samstarfið við verkfræðistofuna hafi líka verið sérstaklega ánægjulegt og útkoma verksins góð. Einnig hafi samvinnan verið skemmtileg og starfsmenn VST oft komið á óvart.

Nýir stampar hafa leyst eldri gerðir af hólmi í miðbænum. Þeir eru mun stærri og sterkbyggðari að auki.

9


Listin að hanna Hljómhönnun, hönnun á hljóðeinangrun, hljóðprófanir og gerð hljóðkorta eru meðal þess sem Steindór Guðmundsson, hljóðtæknifræðingur hjá VST, fæst við dags daglega. Starfssviðið er að sama skapi breitt, en það spannar allt frá hljómburði í kirkjum að umferðarhávaða og annarri hljóðmengun.

Steindór Guðmundsson hljóðtæknifræðingur við mælingar á ómtíma.

Algengustu verkefnin sem Steindór vinnur að á þessu sviði tengjast hljóðeinangrun eða hljóðdeyfingu í íbúðarhúsum, skólum og íþróttamannvirkjum og hávaða af völdum bílaumferðar. Hann segir jafnframt að alltaf sé eitthvað um verkefni vegna endurbóta á eldri byggingum. Slíkum verkefnum sem rekja megi til mistaka í upphafi fari þó smám saman fækkandi, þar sem hljóðtæknileg hönnun sé orðin fullgildur þáttur í hönnun bygginga. Steindór þakkar það m.a. aukinni fagþekkingu hér á landi, þar sem stærri verkfræðistofur hafi komið sér upp sérstökum hljóðtæknideildum. Hjá VST starfa allt að fjórir til fimm starfsmenn í þessum verkefnum, þar á meðal Halldór K. Júlíusson og Sverrir Sigurðsson verkfræðingar, sem hafa sérhæft sig á mismunandi sviðum, Halldór einkum í hljómburði og Sverrir í útbreiðslu hávaða,

10

frá m.a. bílaumferð og atvinnustarfsemi. „Þá má benda á að mælitækin, tölvuforritin og –líkönin sem unnið er með í dag eru orðin verulega góð, sem auðveldar alla hljóðhönnun og –prófanir. Síðast en ekki síst hafa kröfurnar breyst samfara aukinni vitund um mikilvægi hljóðtæknifræðinnar.“

Andstæður tals og tóna Hljómhönnun fyrir kirkjur er einnig stór hluti af hljóðtæknilegum verkefnum VST. Þessa dagana er m.a. verið að hanna hljóm fyrir kirkju sem er að rísa í Lindahverfi í Kópavogi, svo og nýja kirkju og kapellu við Gufuneskirkjugarðinn. Að mörgu er að hyggja þegar kirkjur eru annars vegar, en þær eru hljóðtæknilega séð langt frá því að vera einfalt viðfangsefni. „Ástæðan er sú að hljómburður


rétta hljóminn tals annars vegar og tónlistar hins vegar byggja á ólíkum forsendum,“ útskýrir Steindór. „Tónlist þarf lengri ómtíma, sem kallar á harða fleti fyrir endurkast. Svo að skiljanlegt tal berist vel, þarf ómtíminn í rýminu á hinn bóginn að vera stuttur, sem krefst mjúkra flata sem deyfa hljóðið. Að öðrum kosti er hætt við að hið talaða orð leysist upp í bergmáli. Kjörskilyrði tals annars vegar og tóna hins vegar, eru því gjörólík, en í kirkjum er venjan sú að setja tónlistina í forgang. Talinu er þá „bjargað“, eins og sagt er, með hátalarakerfi.“

Sami hljómur um allt rýmið Þessar andstæður í hljómburði tals og tónlistar vega einnig þungt í hljómhönnun fyrir ýmiss konar fjölnotasali. Menningarhúsið á Akureyri er stórt og spennandi hljómburðarverkefni sem VST tók að sér í samstarfi við sænskan samstarfsaðila, Akustikon ab. Þar er m.a. gert ráð fyrir stórum sal sem rúma á bæði tónlist og leiklist. Við það verkefni hafa þeir starfað saman Steindór og Stefán Einarsson, verkfræðingur í Gautaborg, sem VST hefur ráðið til starfa við verkefni á Íslandi, og kemur hann einkum að stærri hljómburðarverkefnum. Leiðir þeirra Steindórs og Stefáns hafa legið saman í fjölda áhugaverðra hljóðtækniverkefna áður en þeir hófu störf á VST og má þar sem dæmi nefna Borgarleikhúsið, endurbætur á Þjóðleikhúsinu, Tónlistarskólann í Hafnarfirði og Salinn í Kópavogi, fyrsta sérhannaða tónlistarhúsið á Íslandi. „Mælikvarði fyrir góða hljómburðarhönnun er ekki bara að hljómurinn sé góður í vel völdum sætum, heldur einnig að hljómurinn sé jafn góður um allt rýmið og í Salnum berst hljómurinn þér alls staðar jafn vel til eyrna, óháð því hvort þú situr fremst, aftast eða á svölunum.“

Kortlagning hávaðans Af öðrum áhugaverðum verkefnum á þessu sviði nefnir Steindór nýja Háskólatorgið sem áætlað er að rísi í tveimur áföngum á lóð Háskóla Íslands fyrir lok þessa árs. Þar er VST hljóðtæknilegur ráðgjafi verksins, og meðal þess sem sérstaklega hefur verið skoðað er hljómburður í stórum fyrirlestrarsölum. Slík ráðgjafarstörf eru ekki óalgeng, en Steindór, sem lauk doktorsprófi í hljóðtæknifræði (akustik, acoustics) frá Tækniháskólanum í Lundi árið 1984, er almennt talinn einna fremstur á sínu sviði hér á landi. Eins og áður var getið, einskorðast störf hans þó engan veginn við hljómhönnun. „Ef hljómhönnunin er á öðrum enda starfssviðsins, þá má segja að hávaði sé á hinum endanum,“

bendir Steindór á. „Í þeim tilvikum er hávaðinn oft kortlagður með svonefndum hljóðkortum, sem yfirleitt eru unnin með útreikningum í tölvulíkani, m.a. fyrir hávaða frá vegum eða hávaða frá atvinnustarfsemi. Nýlegt dæmi er kortlagning á hávaða frá mótorkrossbraut. Auk útreikninganna er niðurstaða tölvulíkansins stundum prófuð með mælingum á hljóðstiginu á nokkrum stöðum.“ Kosturinn við að vinna með útreiknaðan hávaða í tölvulíkani í samanburði við kortlagningu með fjölda mælinga er m.a. sá, að unnt er að hljóðprófa hugsanlegar mótvægisaðgerðir í tölvulíkaninu, áður en farið er út í þær. Einnig er unnt að reikna út hávaða frá fyrirhuguðum vegi eða atvinnustarfsemi sem enn er aðeins til á teikniborðinu, en í þeim tilvikum verður sjálfur hávaðinn augljóslega ekki mældur. Steindór segir jafnframt að verkefni vegna iðnaðarhávaða séu vaxandi þáttur. „Þarna er yfirleitt um verulega hagnýt verkefni að ræða, sem fyrirtæki eru að leita eftir í auknum mæli. Það á við bæði í tengslum við nýframkvæmdir og eins til að draga úr hljóðmengun á vinnusvæði. Við erum einmitt að vinna að einu slíku verkefni fyrir Alcan á Íslandi, en það felst í gerð hljóðkorts fyrir skauthreinsistöð. Ætlunin er að teikna upp hljóðkort sem hengt verður upp á staðnum svo að starfsmenn geti áttað sig á því hvar hávaðinn er mestur. Ennfremur verður prófað í líkaninu hvað unnt sé að gera til að draga úr hávaðanum.“

11

Útreiknaður umferðarhávaði í nýju íbúðarhverfi í Úlfarsárdal. Af hljóðkortum má lesa hvernig hljóð best um tiltekið rými eða svæði. Þau eru unnin í tölvulíkönum og út frá þeim er unnt að meta m.a. hvort mótvægisaðgerðir hafi tilætluð áhrif, áður en ráðist er í þær.


Áfram Ísland!

Stúkan stækkar Fræðslusetur KSÍ er meðal þess sem verður til húsa í nýbyggingu sem er risin við vesturhlið nýju aðalstúkunnar.

Aðalstúka Laugardalsvallarins eða stóra stúkan, eins og hún er gjarnan nefnd, hefur tekið verulegum stakkaskiptum. Auk nýbyggingar, sem risin er við vesturhlið hennar, hafa verið reistar nýjar áhorfendastúkur beggja vegna gömlu stúkunnar, ásamt áhorfendapöllum og aðstöðu fyrir leikmenn. Við þessar breytingar rúmar þjóðarleikvangurinn nú um tíu þúsund áhorfendur í sætum, en rúmaði um sjö þúsund áður. Nýbyggingin á vesturhliðinni er kjallari og þrjár hæðir og leggst hún utan á eldri bygginguna, svo að úr verður samstæð heild. Á tveimur efstu hæðum verður fræðslusetur, kennslustofur og skrifstofa KSÍ til húsa, en aðalinngangur og móttaka gesta á jarðhæð. Það gefur ágætis hugmynd af umfangi framkvæmdanna, að við þær hefur húsnæðið stækkað úr 3.300 í 6.000 m2, auk þess sem hvor hinna nýju áhorfendastúka er um 1.000 m2 að grunnfleti. Jafnframt fóru viðamiklar endurbætur fram á eldri mannvirkjum, en þeirra var víða þörf, svo sem á þaki eldri stúkunnar. Stúkuþök eru sérlega viðkvæm fyrir vindálagi að sögn Kristjáns G. Sveinssonar, yfirverkfræðings á burðarvirkjasviði, en öll verkfræðihönnun vegna nýju stúkunnar var unnin á VST, þar á meðal jarðtækni, lagna-, raflagna og brunahönnun og hönnun burðarvirkja. Bjarni Snæbjörnsson, arkitekt hjá T.ark, er arkitekt bygginganna og verkfræðistofa Magnúsar Bjarnasonar sá um eftirlit með framkvæmdum og umsjón fyrir hönd KSÍ.

12

Göt með tilgang Fyrir verkfræðinga er hönnun og lausn stúkuþaksins spennandi viðfangsefni, en það er í 12,5 metra hæð og eðli málsins samkvæmt mun stærra en eldra þakið, sem var endurbyggt í heild sinni. „Álag frá vindi, sem blæs innundir þakið er yfirleitt ráðandi álagstilfelli fyrir svona þök og var m.a. þess vegna ákveðið að skoða sérstaklega vel þær hönnunarforsendur,“ segir Kristján. Reiknistofa í veðurfræði var fengin til að meta mesta meðalvindhraða í 10 metra hæð með 50 ára endurkomutíma og var niðurstaðan m.a. sú að styðjast við 29,6 m/s fyrir austlægar áttir og 37,1 m/s fyrir aðrar áttir. „Í framhaldinu leitaði VST svo samstarfs við dr. Jón Þ. Snæbjörnsson, hjá Verkfræðistofnun H.Í., um leiðir til að minnka álagstoppa við þakbrúnina, en með því að trufla streymi undir hana og yfir, er hægt að draga verulega úr vindálaginu. Það er ástæðan fyrir „götunum“, sem sjá má við þakbrúnina, en með þessari hönnun minnkar vindálag á brúnina um allt að þriðjung.“


Þrenging í Jökulsárgöngum Útreikningar í sérhönnuðu tölvulíkani, sem hermdi eftir áhrifum rennslisbreytinga í gangakerfi Kárahnjúkavirkjunar við skyndilega stöðvun vatnsvéla hennar, leiddu í ljós að bakrennsli í Jökulsárgöngum gæti valdið nokkrum usla. Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá VST, kom að lausn vandans. Í Jökulsárgöngum er loki sem hefur þann eina tilgang að geta lokað þeim frá aðalgöngum virkjunarinnar. Hann er hannaður fyrir 90 m3/s rennsli, en getur þolað allt að 100 m3/s í stuttan tíma. Hörn segir að við útreikninga á rennslisbreytingum í gangakerfinu við stöðvun vatnsvélanna hafi komið í ljós, að við ákveðin skilyrði gæti bakrennsli upp göngin orðið meira en lokinn þolir. „Til að vernda lokann var ákveðið að koma fyrir sérhannaðri þrengingu neðst í Jökulsárgöngum, til að draga úr bakrennslinu og þar af leiðandi álagi á lokann.“ Um mjög vandasama hönnun er að ræða, þar sem þrengingin þarf að valda miklu orkutapi við bakrennsli, en mjög litlu orkutapi við venjulegt rennsli. Að öðrum kosti myndi nýtanleg orka tapast. Upphafleg hönnun byggðist á útreikningum, en til þess að fullhanna þrenginguna voru líkantilraunir nauðsynlegar, enda um einstaka hönnun að ræða.

Líkangerð í Lausanne Líkangerðin fór fram í tilraunastofu Tækniháskólans í Lausanne í Sviss, samkvæmt fyrirskrift sérfræðinga KEJV og var mesta

Mælistaðir Skematísk mynd af líkaninu. prófaða rennslið í líkaninu 67 l/s sem samsvarar 120 m3/s í sjálfum göngunum. „Auk þess sem líkanið gerði okkur kleift að finna bestu hönnunina á þrengingunni, þá gátum við einnig séð hvernig best væri að lágmarka orkutap í gegnum mannvirkið við rennsli niður Jökulsárgöngin, en tryggja um leið nægilegt orkutap við bakrennsli upp göngin og takmarka þannig bakrennslið,“ segir Hörn. „Síðast en ekki síst þurfti með aðstoð líkansins að fá staðfestingu á eiginleikum vatnsstreymisins hvað varðar orkutap, þrýsting, undirþrýsting og staðbundið iðustreymi auk annarra krafta sem verka á mannvirkið.“ Líkanið af þrengingunni var í stærðarhlutföllum 1:20. Smíði þess fór fram ásamt prófunum og tilraunum í Tækniháskólanum í Lausanne.

13


Á hlaupum í Lundúnarmaraþoninu 2007.

Unir sér best á hlaupum Í janúar sl. var nýju útibúi VST komið á fót í Reykjanesbæ. Útibústjóri þar á bæ er Hlín Kristín Þorkelsdóttir og hefur hún eðlilega haft í mörg horn að líta upp á síðkastið. Ekki er svo að skilja að henni leiðist það, enda kann hún best við sig, þar sem nóg er að gera.

Þar sem hlutirnir gerast „Mikill uppgangur er á Reykjanesi og hefur útibúið því farið mjög vel af stað. Búið er að ganga frá ráðningu tveggja starfsmanna og í haust flytjum við í nýtt og hentugra húsnæði,” segir Hlín Kristín hress í bragði og það leynir sér ekki að nýja starfið á vel við þessa atorkusömu konu. „Stærsti kosturinn er hversu fjölbreytt starfið er. Ég fæ tækifæri til að vinna með mörgu skemmtilegu fólki að ólíkum verkefnum, en mér hefur alltaf fundist lang skemmtilegast að vinna með öðrum að nýjum lausnum. Þá er alltaf gaman að vinna við framkvæmdir á verkstað, þar sem hlutirnir gerast hratt.“

Á verkstað í Noregi Þessi löngun Hlínar Kristínar til að vera á verkstað hefur komið ýmsu áhugaverðu til leiðar, þar á meðal 18 mánaða dvöl í Hammerfest í Norður-Noregi. Þar var svokölluðu Mjallhvítar-verkefni hrundið af stað fyrir nokkrum árum, gríðarstóru verki á vegum Statoil við að reisa LNG gasvinnslustöð. Henni bauðst vinna við kostnaðareftirlit í gegnum Ístak og ákvað

að slá til, en starfinu var þannig háttað að unnið var í þrjár vikur í senn og síðan tók við vikufrí. Þetta fyrirkomulag átti vel við hana, ekki hvað síst í tengslum við annað af stærstu áhugamálunum, en Hlín Kristín er ástríðufullur hlaupari.

Líkamsrækt með tilgangi „Í Noregi tók ég m.a. þátt í Miðnæturmaraþoni, sem fer árlega fram í Tromsö, en þar náði ég mínum besta tíma eða 3:22,“ segir Hlín Kristín, sem gerði sér reyndar lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki hlaupsins.„Ég þarf að hafa einhvern tilgang með hlutunum. Það er, held ég, helsta ástæðan fyrir því að ég hleyp. Ég á t.d. bágt með að mæta í ræktina til þess eins að mæta í ræktina,“ útskýrir hún hugsi og bætir síðan við að þessi tegund af líkamsrækt henti sér einfaldlega vel, þar sem hún sé hvorki bundin af tíma né stað. „Þetta er jafnframt frábær aðferð til að hreinsa hugann og byggja sig upp og síðast en ekki síst þá kynnist maður betur umhverfi sínu „á hlaupum“, t.d. þeim erlendu borgum sem maður sækir heim.“ Hlín Kristín sér jafnframt marga góða kosti við að vinna erlendis. „ Ég mæli með því. Ágóðinn er

14

nýtt tundumál og öðruvísi vinnubrögð, en að ná tökum á nýju máli í gegnum vinnu er verulega góð reynsla og þannig hef ég byggt upp góða þekkingu á norsku, ensku og þýsku. Þá er það líka góð reynsla að vinna með fólki af öðru þjóðerni. Það víkkar sjóndeildarhringinn og síðast en ekki síst bætist við í tengslanetið. Að vera vel tengd innan verkfræðigeirans bæði heima og erlendis er mikils virði.”

Frá Hammerfest til Reyðarfjarðar Að borgarferðir beri á góma hjá Hlín Kristínu er engin tilviljun, en ferðalög eru annað helsta áhugamálið. „Á þessum tíma notaði ég vikufríin til að ferðast um Evrópu og heimsótti vini og vandamenn óspart. Þannig komst ég upp á bragðið og hef ekki getað hætt síðan. Skíðaferðir eru einnig í miklu uppáhaldi sem og fjallgöngur hvort heldur hér heima eða erlendis.“ Að Noregsdvölinni lokinni, leið ekki á löngu þar til Hlín Kristín var komin á annan verkstað, sem var ekki síður stór í sniðum, en hún stjórnaði og hafði eftirlit með jarðvegs- og byggingarframkvæmdum


við Fjarðaál í Reyðarfirði á árunum 2004 til 2006. Þá reynslu segir hún hafa verið ómetanlega.

Getum mikið lært „Fyrir utan það, hvað þetta verkefni var gríðarlega stórt í sniðum, þá leiddi samstarfið við Bechtel mann inn í nýjan reynsluheim hvað stjórnun og skipulag varðar og getum við margt af þeim lært, sérstaklega í öryggismálum og umhverfismálum,“ segir Hlín Kristín og undirstrikar að staðið hafi verið að þessum málaflokkum af miklum metnaði. „Áhersla var t.d. lögð á að greina þær hættur sem leyndust á mismunandi stigum verksins og skilaði sú

vinna áhættustýringarferlum fyrir hvert framkvæmdaþrep. Þannig var kerfisbundið stuðlað að því að þeir, sem komu að verkinu, væru alltaf meðvitaðir um hvað bæri að varast og hvernig.“ Verkinu var þannig frá fyrsta degi stjórnað með öryggi að sjónarmiði og hefur það skilað sér margfalt til baka. „Í árslok 2006 var 3 milljónum vinnustunda náð án slysa og held ég að ekkert fyrirtæki á Íslandi hafi náð svo góðum árangri. Þetta sýnir fyrst og fremst, að með skýrri markmiðssetningu, starfsaga og markvissri eftirfylgni er unnt að reka slysalausa verkstaði, óháð ytri skilyrðum á borð við veðurfar eða starfsálag.“

15

Hlín Kristín Þorkelsdóttir, útibússtjóri VST í Reykjanesbæ.

Hlaup, fjallgöngur og verkfræði. Hlín Kristín sigurhreif í Tromsö. Á næstu mynd má sjá hana á toppi Hvannadalshnjúks og á þeirri þriðju með móður sinni, Margréti Sæmundsdóttur, í álveri Fjarðaráls á Reyðarfirði.


Pöntunarfélag verkamanna Vesturgötu 33 Það lætur ekki mikið yfir sér, grænmálaða húsið við Vesturgötu 33a, en þeim mun ríkara er það af sögu, sér í lagi ef litið er til Kreppuáranna og áhrifa þeirra á mótun samvinnuhreyfingarinnar. Þegar Kreppan mikla risti hvað dýpst hér á landi í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar, bundust fátækir verkamenn víðs vegar um Reykjavík samtökum um stofnun pöntunarfélaga, með það fyrir augum að reyna að lækka matarkostnað. Þessi félög urðu sjö talsins, þegar mest lét, en sameinuðust á árinu 1934 í Pöntunarfélagi verkamanna.

Teiknistofan Austurstræti 14 Þremur árum síðar kemur félagið við sögu á Teiknistofu Austurstræti 14, eins og VST hét þá, vegna lagfæringa á húsinu við Vesturgötu , auk nýrra innréttinga í sölubúð félagsins. Eins og sjá má er gert ráð fyrir verslun í austari helmingi hússins, en í vestari hluta þess voru skrifstofa og vörulager. Frumteikningarnar sýna enn fremur að lagfæringunum var ætlað að laga húsnæðið betur að þörfum starfseminnar, en tillögurnar gera ráð fyrir stærri gluggum að framanverðu og nýrri lagerhurð á vesturhlið hússins, auk þess sem myndarlegur reykháfur hefur verið fjarlægður af þaki þess.

Teikningar fyrir Vesturgötu 33, sem í dag er nr. 33a. Þetta eru einu teikningarnar fyrir verslunarhúsnæði, sem vitað er um að Sigurður Thoroddsen kom að.

Teikningarnar veita óneitanlega skemmtilega innsýn í verslunarsögu höfuðborgarinnar. Gildi þeirra felst þó ekki síður í því, að þetta er eina skjalfesta tilvikið sem vitað eru um, um aðkomu Sigurðar Thoroddsen að verslunarinnréttingum. Ekki herma þær heimildir sem tekist hefur að hafa uppi á mikið meira um málið. Hefur til að mynda ekki tekist að fá upplýst hvort innréttingarnar voru smíðaðar í húsið á sínum tíma. Kannski getur einhver glöggur lesandi upplýst Gagnverk nánar? Ef svo er, þá er um að gera að senda upplýsingar á gangverk@vst.is

KRON verður til Þrátt fyrir sameininguna hefur reksturinn hjá Pöntunarfélaginu þó áfram verið þungur og þetta sama ár og teikningarnar voru gerðar eða árið 1937, sameinaðist það Kaupfélagi Reykjavíkur, ásamt nokkrum öðrum félögum á suðvesturhorni landsins, í eitt félag sem kallað var Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis eða KRON. Það varð fljótt öflugt og myndaði síðar eina af mörgum stoðum Sambands íslenskra samvinnufélaga, en hvernig því var háttað er á hinn bóginn allt önnur saga.

Profile for Verkís Consulting Engineers

Gangverk 2007 1  

Gangverk 2007 1  

Profile for verkis
Advertisement