a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

02

Öryggismál 4 5 10 12

Heildarlausnir til öryggis Neyðarstjórnun í vá Unnið á áhættunni Öruggt eldhús

07

06


VST vex á Selfossi Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. hefur fest kaup á Verkfræðistofunni Vex ehf. á Selfossi. Með kaupunum verður Suðurlandsútibú VST á Selfossi enn öflugra með samtals sjö starfsmenn.

Við kaup VST urðu fyrri eigendur Vex, þeir Birgir Leó Ólafsson byggingatæknifræðingur og Börkur Brynjarsson orkuverkfræðingur, starfsmenn í Suðurlandsútibúi VST, ásamt Helga Hálfdánarsyni vélaverkfræðingi sem starfaði einnig hjá Vex. Helstu verkefni skrifstofunnar á Selfossi um þessar mundir eru hönnun 43 íbúða í einlyftum raðhúsum ásamt bílakjallara í Hveragerði, hönnun 1400m² verksmiðjuhúss í Þorlákshöfn, hönnun 12 íbúða fjölbýlishúss úr forsteyptum einingum ásamt hönnun nokkurra íbúðarhúsa. Einnig hefur vinna við vatnsveitur og hitaveitur fyrir sveitarfélögin og veitufyrirtækin á Suðurlandi verið að aukast.

Starfsmenn VST á Selfossi frá vinstri: Ari Guðmundsson útibússtjóri, Jóhann K. Hjálmarsson, Sigrún Svavarsdóttir, Birgir Leó Ólafsson, Helgi Hálfdánarson, Börkur Brynjarsson og Guðmundur Á. Böðvarsson.

„Við erum mjög ánægð með liðsaukann,“ segir Ari Guðmundsson útibússtjóri VST á Selfossi. „Með þessum kaupum styrkjum við starfsemi VST á Suðurlandi og getum boðið fjölbreyttari þjónustu á svæðinu með öflugan hóp starfsmanna.”

HRV í Svíþjóð Fréttabréf VST 2. tbl. 7. árgangur, desember 2006 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Ljósmyndir: Árni Torfason og fleiri Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 437 1317 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 2 • 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Austurvegi 6 • 800 Selfoss Sími: 577 5015 • Fax: 577 5010 vstsf@vst.is

Verkfræðisamsteypan HRV, sem er í eigu fyrirtækjanna Hönnunar, Rafhönnunar og VST, samdi nú í október um verkefni í Kubal álverinu í Svíþjóð. Verkefnið felst í að breyta tveimur af þremur kerlínum í álverinu og taka þar í notkun forbökuð skaut, auk þess sem reisa þarf nýtt þurrhreinsivirki, endurbyggja skautsmiðju og ýmislegt fleira. „Kubal álverið er í Sundsvall, norðan við Stokkhólm, og er eina álverið í Svíþjóð. Þar eru þrjár kerlínur og er heildarframleiðsla þess um 100.000 tonn á ári. Sú tækni sem notuð var í tveimur kerlínum er komin nokkuð til ára sinna og því er þörf á endurnýjun” segir Birgir Karlsson, verkefnastjóri hjá HRV. „Í ljósi þess að vel hafði gengið við vinnu okkar í álverinu á Grundartanga, höfðu þeir hjá Kubal samband við okkur í byrjun þessa árs og báðu okkur að yfirfara áætlanir sínar um tímamörk og kostnað við þetta verkefni. Nú í október höfðu þeir samband að nýju og óskuðu eftir því að ráða HRV til verksins,” segir Birgir. Gert er ráð fyrir að verkið fari á fulla ferð nú í desember. Byrjað verður að skipta út kertækni í kerskálunum seinni part á næsta ári og gert er ráð fyrir að skiptin í báðum kerlínunum taki rúmt ár.

2

Kubal álverið er í Sundsvall, 100 þúsund manna bæ norðan við Stokkhólm. Aðspurður um hvort fleiri slík verkefni séu í farvatninu hjá HRV segir Birgir svo ekki vera að sinni. „Hins vegar eru fjölmörg álver sem byggja á þessari gömlu tækni enn í rekstri víða um heim og það er ljóst að þeim verður breytt á næstu árum. Ef vel tekst til með þetta verkefni ætti HRV að eiga þar góð sóknarfæri.”


FRETTIR STUTTAR

Björn verkefnastjóri samkvæmt B-stigi Björn Johannessen, verkefnastjóri á stóriðjusviði VST, hefur fengið staðfestingu á IPMA-vottun samkvæmt B-stigi. IPMA eru alþjóðleg samtök verkefnastjóra sem hafa skilgreint fjögur stig vottunar á hæfni og reynslu verkefnastjóra, þar sem A er hæsta stig en D hið lægsta.

VST sá um hönnun ýmissa verkhluta virkjunarinnar meðal annars inntaksvirki í aðrennslisgöngin. Nú er þar tekið að reyna á hvoru tveggja steypu og stál þar því vatnsdýpt er orðin um 30 m við inntakið. Ekki verður annað séð á þessu stigi en að mannvirkin fullnægi forsendum og að þau virki eins og til er ætlast.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Níels um algengustu gerðir tjóna og greiningu á gögnum sem söfnuðust við matsstörfin. Grein byggð á efni fyrirlestursins var birt í ráðstefnuritinu en höfundar hennar eru auk Níelsar verkfræðingarnir Freyr Jóhannesson, Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir og Ari Guðmundsson.

Botnlokur Hálslóns verða prófaðar í desember en ekki hefur verið hreyft við þeim frá því byrjað var að safna vatni í lónið. Prófanir taka tvo heila daga og verður mikill viðbúnaður af hálfu Landsvirkjunar og framkvæmdaaðila. Fyllsta öryggis verður gætt á vettvangi og björgunarsveitarmenn

Í ráðstefnuritinu var birt önnur grein á vegum VST eftir Fjólu, Eggert Vilberg Valmundsson og Stefán Bjarnason, verkfræðinga. Hún fjallar um jarðskjálftagreiningu á skrifstofubyggingu á Hellu sem skemmdist í Suðurlandsskjálftunum árið 2000.

Margnota vatn á Vestfjörðum

Vottun samkvæmt B-stigi er aðeins veitt verkefnisstjórum sem hafa umtalsverða reynslu og hafa stýrt stórum og þverfaglegum verkefnum. Aðalverkefni Björns að undanförnu hefur verið stjórnun á uppbyggingu vinnubúða og skrifstofuhúsa við álver Fjarðaáls í Reyðarfirði. Auk þess lagði hann fram gögn um tvö verkefni sem hann stjórnaði í Sádi-Arabíu. Verkefnastjórnunarfélag Íslands á aðild að IPMA samtökunum og annast vottun íslenskra verkefnastjóra. Björn er annar starfsmaður VST sem hlýtur vottun samkvæmt B-stigi en áður hefur Þröstur Guðmundsson hlotið slíka vottun. Alls hafa 37 Íslendingar fengið B-vottun á ýmsum starfssviðum.

Hálslón fyllist jafnt og þétt Vatni var hleypt í Hálslón Kárahnjúkastíflu í beinni útsendingu í sjónvarpi 28. september. Vatnsborðið steig hratt til að byrja með eða um 20 metra á fyrstu klukkutímunum. Þann 5. desember var lónið komið í ríflega 560 metra yfir sjávarmáli og mesta dýpi næst Kárahnjúkastíflu um 120 metrar. Vatnsborð hafði þá hækkað um 10 sentimetrar á sólarhring vikuna á undan.

Tungudalsvirkjun, sem staðsett er í Tungudal við Ísafjörð, verður brátt eins árs, en hún var tekin í notkun í janúar 2006. Afl hennar er um 700 kW og áætluð raforkuframleiðsla er 4,6 GWh á ári. VST sá um hönnun inntaksmannvirkja og aðrennslispípu virkjunarinnar, auk þess að annast gerð útboðsgagna fyrir vélbúnað stöðvarinnar, og sjá um samskipti við vélaframleiðanda. Virkjunin er nokkuð sérstæð fyrir þær sakir

fá það hlutverk að ganga úr skugga um að enginn sé á ferli í farvegi Jökulsár á Dal meðan á prófunum stendur.

er hverfill hennar knúinn með jarðvatni úr

Hægt er að lesa tíðar fréttir af framkvæmd-

á Íslandi. Við gerð ganganna á sínum tíma

um við Kárahnjúkavirkjun á vefnum www.karahnjukar.is.

streymi, á milli 600 og 700 sekúndulítrar.

að auk þess að notast við vatn úr Tunguá, Vestfjarðargöngunum, lengstu veggöngum

Suðurlandsskjálfti í Sviss VST átti þrjá fulltrúa á Evrópsku jarðskjálftaráðstefnunni (ECEES) sem haldin var í Genf í september síðastliðnum. Níels Indriðason verkfræðingur á burðarvirkjasviði flutti fyrirlestur um tjónamat á mannvirkjum eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000.

leystist úr læðingi gríðarmikið jarðvatnsÞetta mikla vatnsmagn er ekki aðeins nýtt til raforkuframleiðslu í Tungudalsvirkjun, heldur sér það einnig íbúum Ísafjarðarkaupstaðar fyrir neysluvatni, enda af nógu af taka. Það er því óhætt að segja að þessi aukaafurð hafi á endanum reynst töluverð búbót fyrir íbúa Vestfjarða.

3


Þessar konur tryggja öryggi þitt. Frá vinstri eru Valgerður Ásta Guðmundsdóttir matvælafræðingur, Dóra Hjálmarsdóttir verkfræðingur, Susanne Freuler tæknifræðingur og Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir verkfræðingur.

Heildarlausnir til öryggis Neyðarstjórnun, skipulag slökkviliða, og öryggi og vellíðan starfsmanna við vinnu eru meðal verkefna verkefnastjórnunarsviðs VST. Þar starfa fjórar konur sem hafa það að meginstarfi að stýra verkefnum sem lúta að stjórnun öryggismála í mjög ólíkum myndum. Öryggismál eru einn þáttur í starfi verkefnastjórnunarsviðs VST, sem er eitt af umfangsmestu sviðum stofunnar. Á sviðinu starfa 17 starfsmenn undir stjórn Arnar Steinars Sigurðssonar. Dóra Hjálmarsdóttir, verkfræðingur á verkefnastjórnunarsviði, segir víða þurfa að huga að skipulagi öryggismála. „Við veitum ráðgjöf í mikilvægum verkefnum sem lúta að neyðarstjórnun, skipulagi slökkviliða, öryggi framkvæmda, öryggi og vellíðan starfsmanna við vinnu og öryggi í matvælaiðnaði og stóreldhúsum svo nokkuð sé nefnt.“ Öll eiga verkefnin það sammerkt að mati Dóru að í þeim þarf bæði að hanna nákvæm ferli til að koma öryggismálum í góðan farveg og síðan að hafa reglubundið eftirlit með þeim í framhaldinu.

4

Öryggismál eru mjög þýðingarmikil í starfsemi VST að sögn Viðars Ólafssonar framkvæmdastjóra. ,,Öryggiþátturinn verður sífellt mikilvægari í huga fólks. Það á bæði við hversdagslegar aðstæður eins og á vinnustöðum, við matvælaframleiðslu og víðar, en ekki síður vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna eins og náttúruhamfara eða stórslysa. Á öllum þessum sviðum hafa ráðgjafar VST sérfræðiþekkingu,“ segir Viðar. Meginefni Gangverks að þessu sinni eru öryggismál. Á blaðsíðum 5 til 9 er sagt frá neyðarstjórnun á almannavarnaræfingu sem VST tók þátt í að undirbúa fyrir hönd veitufyrirtækjanna; á síðum 10 og 11 er fjallað um vinnuvernd í víðu samhengi; og á síðu 12 er loks er rætt við Valgerði Ástu Guðmundsdóttur um öryggi í matvælaiðnaði.


Neyðarstjórnun í vá Neyðarvarnir eru hluti af skipulagi öryggisstjórnunar fyrirtækja og stofnana. Þær byggja í meginatriðum á ferli sem samanstendur af fjórum þáttum: forvörnum, skipulagi viðbragða, aðgerðum og enduruppbyggingu. VST hefur sinnt neyðarstjórnunarverkefnum af ýmsu tagi, allt frá rýmingaráætlunum til mjög stórra verkefna fyrir veitufyrirtækin. Neyðarvarnir fjalla um viðbúnað og viðbrögð vegna hvers konar vár eða stóráfalls, sem valdið getur stórfelldu tjóni á starfsemi og ímynd. Hér getur verið um að ræða náttúruhamfarir af einhverju tagi, stórslys, stórfelldar bilanir eða hamfarir af mannavöldum svo sem skemmdarverk eða hryðjuverk. Þar sem slíkir atburðir eru líklegir til að hafa mun stórfelldari áhrif á starfsemina en óhöpp og bilanir sem gerast í daglegri starfsemi, er sérstakur stuðningur stjórnenda í viðbrögðum nauðsynlegur. Við slíkar aðstæður getur einnig verið um almannavarnaástand á viðkomandi svæði að ræða. Dóra Hjálmarsdóttir verkfræðingur hjá VST hefur frá árinu 1995 sinnt ráðgjöf við uppbyggingu neyðarvarna hjá fyrirtækjum. Verkefnin hafa meðal annars falið í sér hættugreiningar og áhættumat, skipulag stjórnunar og þjálfun, en helstu viðskiptavinir hafa verið stóru veitufyrirtækin í landinu.

Hvað getur ógnað? Þegar neyðarvarnir eru skipulagðar er að sögn Dóru nauðsynlegt að greina fyrst þá vá sem ógnað getur starfseminni. „Við byrjum á að greina tilvik og meta síðan áhættuna sem kann að hljótast af þeim. Þá er metið hversu líklegt er að tiltekin vá hafi tilgreindar afleiðingar fyrir starfsemina. Í framhaldi af matinu fæst úr því skorið hvort unnt sé að draga úr afleiðingum eða líkum á atburðinum með fyrirbyggjandi aðgerðum, hvort þörf sé á viðbragðsáætlunum til að draga úr tjóni, eða hvort viðbrögð fyrirtækisins vegna atburðanna séu fullnægjandi,“ segir Dóra. Þrátt fyrir fyrirbyggjandi ráðstafanir er oft ekki unnt að koma í veg fyrir atburðinn og er þá mikilvægt að eiga í fórum sínum góðar viðbragðsáætlanir og hafa þjálfað starfsmenn í viðbrögðum. Til dæmis er nauðsynlegt að eiga rýmingaráætlun og þjálfa rýmingu í fyrirtækjum þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi og slökkvibúnaður séu fyrir hendi. Dóra segir að við skipulag neyðarvarna sé skilgreind ábyrgð og verksvið æðstu stjórnenda

Úr samhæfingarstöð Almannavarna, Skógarhlíð, í Bergrisanum 2006.

og annarra sem bregðast eiga við í slíkum tilvikum. „Útbúnir eru útkalls- og gátlistar, ásamt viðbragðsáætlunum. Þetta fólk er nokkurs konar „björgunarsveit“ fyrirtækisins, sem bregst við útkalli og kemur til aðstoðar í vá.“ Slík neyðarstjórn er skipuð stjórnendum og starfsmönnum sem þekkja vel til starfsemi fyrirtækisins og hafa umboð til að taka mikilvægar ákvarðanir á neyðarstundu. Þegar neyðarstjórnin hefur verið kölluð út og er mætt til starfa, samræmir hún og stjórnar neyðaraðgerðum fyrirtækisins. Hún hefur samskipti við yfirvöld og aðra viðbragðsaðila og veitir upplýsingar um ákvarðanir og aðgerðir. Dóra segir að skráning allra samskipta og aðgerða sé mikilvæg til að unnt sé að yfirfara atburðarás síðar, sannreyna viðbrögð og gera úrbætur ef þörf krefur. „Grundvallaratriði í viðbrögðum í vá eru að boðleiðir séu skýrar og að nauðsynleg fjarskiptakerfi séu til reiðu.“

Mikilvægi æfinga Sem betur fer gerast neyðartilvik sjaldan og þess vegna er mjög nauðsynlegt að æfa viðbrögð og aðgerðir til að geta brugðist við þegar og ef kallið kemur. Æfingarnar geta verið allt frá einföldum skrifborðsæfingum til fjölmennra fjöldaæfinga í samvinnu við marga aðila.

5


Neyðarstjórnun í vá Gott samstarf veitufyrirtækjanna um neyðarvarnir VST hefur í nokkur ár veitt helstu veitufyrirtækjum landsins, Landsneti, Orkuveitu Reykjavíkur, Rarik, Landsvirkjun og Samorku, ráðgjöf um neyðarvarnir. „Veitufyrirtækin hafa um langt skeið haft með sér góða samvinnu í bilana- og neyðartilvikum,” útskýrir Dóra. „Sú samvinna hefur byggst á gagnkvæmum stuðningi varðandi búnað, varahluti og mannskap þegar alvarlegar bilanir hafa átt sér stað í rekstri eða í hamfaratilvikum. Vegna legu landsins er slík samvinna sérstaklega mikilvæg þar sem óhægt er um vik að fá aðstoð með hraði utanlands frá og raforkukerfi landsins eyland, ólíkt raforkukerfum nágrannalandanna,” segir hún. Veiturnar hafa sinnt neyðarvörnum um árabil, skilgreint verklag og viðbrögð, unnið hættu-

greiningar og áhættumat, gert viðbragðsáætlanir og tekið þátt í æfingum. Gott dæmi um slíka æfingu er Bergrisinn 2006. Atburðarás hennar snérist um Kötlugos og mögulegar afleiðingar þess, og fengu neyðarstjórnir veitufyrirtækja þar kjörið tækifæri til að þjálfa sitt starfsfólk og láta reyna á viðbragðsáætlanir og búnað.

Bergrisinn: risavaxin neyðarvarnaæfing Megintilgangur Almannavarna með æfingunni var að æfa rýmingu þeirra svæða sem gætu verið í hættu vegna flóða af völdum eldgosa í Kötlu, og láta reyna á viðbragðsáætlanir sínar. Undirbúningurinn var í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, almannavarnanefnda viðkomandi svæða, björgunaraðila, vísindamanna og fleiri aðila. Auk þess áttu aðrir aðilar, eins og veitufyrirtæki þess kost að taka þátt á eigin forsendum, en á svæðinu eru bæði vatnsveitur og hitaveitur auk

Orkuveitan við öllu búin Orkuveita Reykjavíkur hefur notið ráðgjafar VST á undanförnum árum vegna neyðarvarna. „Starfssvæði Orkuveitu Reykjavíkur hefur farið stækkandi á síðustu árum og nær nú allt austur frá Hellu, vestur á Snæfellsnes,“ segir Þorgeir Einarsson deildarstóri verkfræðideildar og formaður neyðarstjórnar hjá Orkuveitunni. „Fyrir vikið er nauðsynlegt fyrir okkur að geta tekist á við óvænt atvik sem geta haft áhrif á dreifikerfi Orkuveitunnar á öllu þessu svæði.“ „Samstarf okkar við VST nær allt til ársins 2000, þegar stjórn Orkuveitunnar samþykkti áætlun um neyðarvarnir,“ segir Þorgeir. „Sérfræðingar VST hafa setið alla fundi okkar um þennan málaflokk og aðstoðað okkur við neyðarvarnaæfingar sem haldnar eru fyrir starfsfólk Orkuveitunnar. Þar er reynt að líkja eftir ólíklegustu aðstæðum sem upp kunna að koma: allt frá náttúruhamförum og stórvægilegum bilunum til skemmdarverka og hótana,“ bætir hann við. „Við þurfum að vera með puttann á púlsinum og því eru þessar æfingar mjög mikilvægar fyrir okkur. Þetta hefur líka smátt og smátt skilað Orkuveitunni aukinni þekkingu á því verklagi sem við beitum og hefur þannig gert okkur kleift að bæta það mikið. Orkuveitan hefur einnig leitað til VST vegna uppfærslu á TETRA neyðarfjarskiptakerfinu. „Orkuveitan hefur um nokkurra ára skeið notast við þetta kerfi en ákveðin gangskör var gerð í þessum efnum fyrir um það bil ári síðan til að auðvelda okkur notkun á því við aðstæður þar sem almenn símkerfi duga ekki til,“ segir Þorgeir. En hvernig er með samstarf á milli veitufyrirtækjanna? Þorgeir segir samvinnu við aðrar veitur afar gagnlega fyrir alla aðila. „Markmiðið er að veitufyrirtækin hafi með sér sameiginlegt skipulag í neyðarvörnum og Bergrisaæfingin sem haldin var fyrr á árinu veitti gott tækifæri til að láta reyna á þessa samvinnu.“

6

Ekkert vesen og allt í góðu lagi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þorgeir Einarsson formaður neyðarstjórnar OR.

„Það má segja að Dóra Hjálmarsdóttir, sem er okkar helsti samstarfsaðili innan VST, gegni hlutverki tengils á milli veitufyrirtækjanna. Hún hefur komið að neyðarvörnum fyrir fleiri veitur en Orkuveituna og á því ekki minnstan heiðurinn af því að þetta samstarf er komið á koppinn,“ segir Þorgeir. „Ég verð nú að bæta við að við hjá Orkuveitunni erum óskaplega ánægð með þau verkefni sem Dóra hefur sinnt fyrir okkur. Hún hefur reynst með eindæmum úrræðagóð að koma okkur á óvart með því að skapa ólíklegustu „vandamál“ fyrir okkur til að vinna úr á æfingum — er hálfgerður hrekkjalómur hvað það varðar, en eigum við ekki að segja að tilgangurinn helgi meðalið,“ segir Þorgeir og brosir.


mikilvægra mannvirkja sem tengjast raforkuflutningi, framleiðslu og dreifingu. Ekki lengur utan þjónustusvæðis: TETRA-kerfið nær nú þegar til alls græna svæðisins á kortinu og stefnt er að því að bæta bláa svæðinu við á næstu árum.

VST var undirbúnings- og samræmingaraðili fyrir veiturnar og sat Dóra í æfingastjórn fyrir þeirra hönd. Æfingin var í tvennu lagi og náði yfir tvo daga. (Sjá yfirlitskort á næstu opnu.) Gert var ráð fyrir eldgosi í Kötluöskjunni með tilheyrandi gjósku, eldingum, flóðum, rofnu vegasambandi, rofnum rafmagnslínum og vatnleiðslum á Suðurlandi og allt til Vestmannaeyja. Truflanir á raforkukerfi landsins leiddu í æfingunni til skerðingar á afli til stóriðju. Aðgerðir veitnanna, sem hermt var eftir í stjórnstöð Landsnets, miðuðu að því að lágmarka þær truflanir sem atburðurinn olli á veitukerfunum, til að mynda með umtengingum, útvegun varaafls og útkalli viðbragðsflokka.

Neyðarvarnaæfingar lærdómsríkar Dóra segir að í byrjun mars á næsta ári sé fyrirhuguð landsæfing um viðbrögð við farsótt á vegum ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknis. „Í því sambandi má nefna að á vegum Samorku hefur verið unninn, með aðstoð VST, rammi að viðbragðsáætlun veitna vegna farsóttar. Þessi vinna hefur verið kynnt á vegum stýrihóps almannavarna og sóttvarnarlæknis sem vinnur að viðbragðsáætlunum vegna farsóttar, og hefur fengið þar góðan hljómgrunn og veitufyrirtæki eru farin að gera viðbragðsáætlanir,“ segir Dóra. Tengsl veitnanna við almannavarnir eru og hafa verið mjög góð og styrkti æfingin þau enn frekar að mati Dóru. Segir hún að gera megi ráð fyrir að samráðsvettvangur neyðarstjórnunar raforkukerfisins, sem nú er í uppbyggingu, muni enn frekar styrkja það samstarf. Gildi hópæfinga eins og Bergrisans er óumdeilt að mati Dóru. „Við undirbúning og framkvæmd æfinga af þessu tagi koma saman aðilar sem þurfa að vinna saman og takast á við aðstæður af einhug. Mikilvægi þess að koma á samskiptum milli fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem bregðast eiga við er því ótvírætt. Þannig skapast tengsl og samkennd sem efla og styrkja viðbrögð þegar á reynir.” Dóra segir að í slíkum æfingum megi einnig koma auga á hvers konar hnökra í skipulagi, samskiptum, aðgerðum eða fjarskiptum, sem svo mikilvægt er að virki rétt þegar á hólminn er komið. „Ekkert kemur í staðinn fyrir góða þjálfun þegar á að tryggja rétt viðbrögð í reynd.”

Hvað er TETRA? TETRA-kerfið (Terrestrial Trunked Radio) er stafrænt talstöðvar- og farsímakerfi sem hannað er fyrir neyðaraðila sem vilja áreiðanleg stafræn fjarskipti sem utanaðkomandi aðilar geta ekki hlerað. Í lok árs 2005 voru til næstum því 900 TETRA kerfi í 84 löndum. VST býður upp á ráðgjöf fyrir talhópaskipulag í TETRA kerfinu, auk forritunar og kennslu á Motorola og Cleartone TETRA stöðvar. Susanne Freuler tæknifræðingur hjá VST hefur unnið að uppsetningu Tetra-kerfisins hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, ásamt því að veita Landsneti, Rarik og Landsvirkjun ráðgjöf og kennslu. „Stærsti kostur TETRA er að það er sjálfstætt kerfi, óháð almennum símkerfum, og þess vegna dettur það ekki út þótt almenna kerfið sé undir miklu álagi,” segir Susanne. Hún segir að kerfið sameini kosti talstöðva, farsíma og boðtækja og hafi auk þess marga kosti fram yfir þessi tæki. Til dæmis er mögulegt að skilgreina lokaða notendahópa sem hafa opið samband sín á milli innan kerfisins. Hægt er að senda textaboð milli einstaklinga eða hópa og einnig geta tal- og gagnaflutningar farið fram samtímis. Síðast en ekki síst er hægt að sjá staðsetningu bíl- eða handtækja. Susanne vann að undirbúningi fjarskiptamála fyrir veitufyrirtækin í neyðarvarnaæfingunni Bergrisanum. Hún segir að í undirbúningi æfingarinnar hafi orðið nokkur umræða um fjarskipti sem eru grundvallarþáttur í öllum neyðarviðbrögðum. „Við hamfaraaðstæður verður mikið álag á almenn fjarskiptakerfi og gera má ráð fyrir að þau nýtist ekki eða mjög takmarkað eftir að hamfarir dynja á. Kerfið þótti sanna gildi sitt í æfingunni, það flýtti fyrir og auðveldaði aðgerðir. Það undirstrikar nauðsyn þess að á landinu sé virkt neyðarfjarskiptakerfi fyrir viðbragðsaðila,“ segir hún. Meðal annarra notenda TETRA kerfisins á Íslandi má nefna Neyðarlínuna, fjarskiptamiðstöð lögreglu, Ríkislögreglustjóra, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Suðurnesja, Strætó, Securitas, Vegagerðina og fleiri.

TETRA verður betra Þjónustusvæði TETRA kerfisins hérlendis er í dag nokkuð takmarkað (sjá kort). Nú eru þó í vændum gagngerar breytingar, því 20. október sl. skrifuðu Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undir samkomulag við 112 hf, um stofnun nýs fyrirtækis, Öryggisfjarskipta ehf, sem á að tryggja uppbyggingu TETRA kerfisins á landsvísu. Með samkomulaginu er stigið stórt framfaraskref í fjarskiptamálum hérlendis þar sem fram til þessa hefur ekki verið fyrir hendi samskiptakerfi sem hægt er að notast við ef almenn fjarskipti lamast, eins og gera má ráð fyrir við náttúruhamfarir.

7


Neyðarstjórnun í vá: Almannavarnaæfingin Ber SEINNI ÆFING „Almannavarnir ríkisins hafa aukið viðbúnað sinn á svæðinu í kringum Mýrdalsjökul. Skilgreining á ástandi þar hefur verið færð af viðbúnaðarstigi á hættustig og allar sveitir verið kallaðar út. Í morgun hefur verið mikil skjálftavirkni á svæðinu og sterkustu skjálftar verið af styrkleikanum um 4 á Richter. … Samkvæmt heimildum fréttastofu er óttast að eldgos í Kötlu kunni að vera í aðsigi.“ „Frétt“ frá fréttastofu Bergrisans að morgni 25. mars 2006.

10:00

Áköf jarðskjálftahrina undir Kötluöskju. Stærstu skjálftar 4–5 á Richter.

11:00 Dregur úr skjálftavirkni. Ákafur gosórói. Gos hafið. 11:35 Boð berast um að vatn fossi upp úr Entujökli, niður með Entu og Entukollum. 11:55 Hlaup nær að jaðri Entujökuls og flæðir fram af jöklinum. 12:15 Flóðbylgja nær að ármótum Fremri Emstru og Markarfljóts. Gosmökkur nær 8 km hæð. 12:50 Gjóska farin að falla í byggð innst í Fljótshlíð. Einhverjar truflanir á línum RARIK. 13:40

Hlaup nær að varnargarði við Þórólfsfell. Hvolsvallarlína 1 slær út. Truflanir á háspennulínu á Suðurlandi vegna gjóskufalls. Allar línur austan Hvolsvallar eru teknar út vegna yfirvofandi flóðbylgju. Vestmannaeyjar verða straumlausar frá landi.

12:15 15:45

11:35 12:50 13:40

14:35 Hlaup nær að Markarfljótsbrúnni. Gjóskufalls verður vart á Nesjavöllum. GSM kerfið dettur út. Búrfellslína dettur út.

14:35

15:00

Hlaup rýfur þjóðveg 1 við Markarfljótsbrú. Víkurlína rofnar. Sultartangalína 2 dettur út. Gjóskufalls verður vart í Reykjavík.

15:30

15:30

Flóð nær að Rimakoti. Ljósleiðari Símans rofnar.

13:40

15:45 Hlaup nær að þjóðvegi 1 við Þverá. Nesjavallalína slær út.

8


rgrisinn 25. – 26. mars 2006 10

2

Fjarlægð frá eldstöð í km Áætluð útbreiðsla og þykkt gjóskufalls*

FYRRI ÆFING

Dreiflínur 11 – 19 kV

10:00 Áköf jarðskjálftahrina undir Kötluöskju. Stærstu skjálftar 4–5 á Richter.

Raforkuflutningslínur 33 – 66 kV Raforkuflutningslínur 132 – 220 kV Raforkuflutningslínur 400 kV

10:30 Mælingar benda til að kvika undir Kötlu sé að leita upp á yfirborð. Neyðarstigi lýst yfir. 11:30

Sprungur hafa myndast á milli Entujökuls og Kötluöskju. Eldgos er hafið. Vatn fossar upp úr Kötlujökli og rennur niður með Huldufjöllum og Kötlukolli eystri.

12:00

Vatn fossar fram af Kötlujökli við upptök Múlakvíslar og efst í Krika.

12:30 Hlaup frá Krika nær að Rjúpnafelli. Gosmökkur nær 15 km hæð. 12:50

Hlaup nær að ósum Múlakvíslar. Gjóskufall hefst í byggð. Straumlaust austan Víkur að Klaustri, ljósleiðari milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs rofnar.

14:00 15:00

13:15

Hlaup nær að Langaskeri. Brýrnar á Leirá og Hólmsá hafa horfið í vatnsflauminn. Sigöldulína 4 leysir út.

11:30 10:00 10:00

12:00

12:30

13:15

13:15

13:45 Hlaup nær að brú á Skálm. Hún fer í flauminn. Rafmagnstruflanir á Kirkjubæjarklaustri. 13:45

14:00

14:00

Hlaup nær að varnargarði við Meðalland. GSM kerfið dettur út. Tengivirki við Prestbakka slær út vegna gjóskufalls.

15:00

Enn truflanir á rafmagni austan Kirkjubæjarklausturs allt austur að Núpsstað.

12:50

Almannavarnaæfingin Bergrisinn var skipulögð af Almannavörnum ríkisins og fór fram í tvennu lagi, dagana 25. og 26. mars 2006. Æfð voru viðbrögð við tveimur aðskildum gosum í Kötluöskju.

9

*Heimild Guðrún Larsen.


Unnið á áhættunni Álag á vinnustað er talin ein helsta orsök þeirrar fjölgunar sem orðið hefur á veikindadögum starfsfólks. Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir fræddi Gangverk um þá þjónustu sem VST býður á sviði vinnuverndar- og öryggismála. Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir, verkfræðingur hjá VST, segir fyrirtæki nú sýna áhættumati fyrir starfsfólk aukinn áhuga. „Frá sjónarhóli vinnuveitenda eru töluverðir hagsmunir í húfi. Könnun sem gerð var í Svíþjóð árið 2002 leiddi í ljós að um 60% kostnaðar vegna veikindafjarvista átti rætur að rekja til geðraskana og einkenna frá stoðkerfi. Hér á landi eru einkenni frá stoðkerfi og andleg vanheilsa algengustu orsakir örorku. Þess má geta að skráð vinnuslys á Íslandi voru um 20% allra slysa á síðasta ári, jafn hátt og hlutfall slysa í umferðinni á sama tíma.”

Babú babú, hætta á ferð? Áhættumat á starfsumhverfi er ekki lengur bundið við áhættusamar atvinnugreinar.

Þetta er þó ekki einungis spurning um hagsmuni — Halla Katrín bendir á að sú ábyrgð vinnuveitanda að tryggja starfsfólki sínu öruggt vinnuumhverfi hefur einnig verið lögfest. „Vinnuveitandi ber ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á sínum vinnustað. Markmiðið með áætluninni er að vinnuverndarstarf sé markvisst og skipulagt innan fyrirtækisins og að stöðugar umbætur eigi sér stað um leið og þekking og ábyrgð verður meiri hjá starfsmönnum og stjórnendum. Áætlunin

10

þarf að fela í sér áhættumat á störfum starfsmanna, auk þess sem gera þarf aðra áætlun um heilsuvernd og forvarnir út frá áhættumatinu. Þannig verður vinnuvernd hluti af daglegri starfsemi og skilar sér í betri líðan starfsmanna, minni veikindafjarveru, færri vinnuslysum og aukinni framleiðni“ bætir hún við. En vinnuverndarstarf nær ekki einungis til svokallaðra hættulegra starfa eins og til dæmis í byggingariðnaði, sjávarútvegi, framleiðslu eða efnaiðnaði. „Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum þar sem kyrrsetustörf eru stunduð, svo sem á skrifstofum eða í skólum, er ekki síður mikilvægt. Staðreyndin er sú að kyrrsetustörf geta reynst starfsfólki skeinuhætt með ýmsu móti,” segir Halla Katrín.

Líkamsbeiting og andlegir álagsþættir En hvaða þættir eru það sem geta valdið álagi hjá starfsfólki? „Líkamleg álagseinkenni má einkum rekja til rangar líkamsbeitingar,“


útskýrir Halla Katrín. „Starfsfólk beitir sér ekki rétt við vinnuna, hefur ekki rétt hjálpartæki, er ekki upplýst um vinnuaðferðir og svo mætti áfram telja. Andlegt álag getur líka haft mikil áhrif og valdið fjarvistum. Í því sambandi má nefna samskiptavandræði innan vinnustaðar, mikið vinnuálag, einelti og fleira því um líkt. Uppbyggileg og góð samskipti eru lykill að heilbrigðu starfsumhverfi,“ áréttar hún. „Félagslegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli og það hefur sýnt sig að skortur á óformlegum samskiptum við samstarfsmenn og togstreita á milli starfs og einkalífs getur haft slæm áhrif á líðan fólks.“

Augu og eyru

Byrjað á réttum enda Halla Katrín segir að unnið sé samkvæmt ákveðnu verkferli við áhættumat. „Við vinnum slík verkefni í nánu samstarfi við stjórnendur og vinnuhópa sem settir eru á fót innan fyrirtækis. Verkferlið er auk þess aðlagað að stærð og starfsemi fyrirtækisins. Við reynum að sjá fyrir alla mögulega áhættuþætti sem valdið geta tjóni. Vinnuaðstæður eru skoðaðar, rætt er við starfsfólk hjá fyrirtækinu og farið yfir gátlista með það fyrir augum að meta líkur á slysa- og álagsvöldum. Að því loknu er útbúinn listi sem tilgreinir áhættuþætti, fyrirbyggjandi aðgerðir og ábyrgðaraðila fyrir úrbótum innan fyrirtækisins.“

Hávaði getur einnig haft mikil áhrif á líðan starfsmanna og telur Halla Katrín að of sjaldan sé hugað nægilega að þessu grundvallaráreiti í hverju vinnuumhverfi. „Hávaði er skilgreindur sem óæskilegt hljóð, sem getur valdið allt frá þreytu og streitu til heyrnarskemmda. Bakgrunnshávaði eins og suð frá loftræsikerfum eða raftækjum getur til að mynda verið streituvaldandi, en streita er talin ein algengasta afleiðing hávaða. Í seinni tíð er þó meira tillit tekið til þessara þátta við hönnun mannvirkja og sérfræðingar VST á þessu sviði hafa víða komið að hönnun og úrbótum á vinnustöðum og stofnunum“ segir hún.

Áhættumatið sjálft er þó einungis fyrsta skrefið. Eftirfylgnin skiptir síst minna máli. „Eftir ákveðinn tíma mætum við aftur á staðinn, förum yfir þá lista sem útbúnir voru í upphafi og könnum hvað hefur verið gert í þeim tilvikum þar sem úrræða var þörf. Það getur verið gagnlegt að veita aukahvatningu til að reka smiðshöggið á úrbæturnar. Jafnframt þarf að uppfæra áhættumatið reglulega og alltaf þegar einhverjar breytingar verða á starfsemi eða vinnuumhverfi sem hafa áhrif á öryggi starfa“ segir Halla Katrín.

Annar áhrifaþáttur á heilsu og líðan starfsmanna er lýsing á vinnustað. „Slæm birta getur haft áhrif á öryggi starfsmanna, auk þess sem hún getur valdið þreytu, höfuðverk og aukinni hættu á mistökum. Það er því mikilvægt að lýsing uppfylli ákveðin skilyrði svo hægt sé að fyrirbyggja slík einkenni,“ segir Halla Katrín. „Við leggjum áherslu á að birtumagn sé hæfilegt, laust við glampa og ofbirtu, litaendurgjöf sé þægileg og ljósgjafar séu rétt staðsettir.”

Gamla orðatiltækið um að glöggt sé gests augað á einnig vel við, því fólk sem orðið er hagvant í sínu vinnuumhverfi hættir oft að taka eftir áhættuþáttum sem hreinlega blasa við. „Til dæmis er algengt að ekki sé hugað nægilega að neyðarútgönguleiðum. Þá er skrifstofubúnaður í mörgum tilvikum ófullnægjandi og úr sér genginn. Loks eru atriði eins og það að koma í veg fyrir hálku utan við vinnustað oft á tíðum vanrækt. Þess má geta að VST hefur hlotið viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili með áherslu á öryggi, slysahættu og efnamengun á vinnustöðum, og því teljum við okkur vel í stakk búin til að leiðbeina fyrirtækjum og stofnunum um þessi mál,” segir Halla Katrín.

Heilbrigði og hollusta En með hvaða hætti má bæta heilsufar á vinnustöðum? „Einn af mikilvægustu forvarnarþáttum vinnuverndar er fræðsla og því er mikilvægt að fræða bæði vinnuveitendur og starfsmenn um alla þá þætti sem geta haft áhrif á heilsufar og líðan fólks. Hollt mataræði og nægjanleg hreyfing hafa til dæmis veruleg áhrif á vellíðan starfsmanna,” segir Halla Katrín. „Fjölmörg fyrirtæki sjá starfsmönnum sínum fyrir einhvers konar fæði í hádegi og hressingu í kaffitímum. Tiltölulega fá fyrirtæki hafa sett sér stefnu í þeim málum, en færst hefur mikið í vöxt að hugað sé að hollustu mataræðis. Aðgerðir opinberra aðila hafa einnig haft áhrif til hvatningar og mörg fyrirtæki hvetja starfsmenn sína til aukinnar hreyfingar með því að veita íþróttastyrki eða með öðrum hætti. Stefna fyrirtækja í þessum málum skiptir því verulegu máli.”

Halla Katrín Svöluog Arnardóttir.

Glöggt er gests augað

Að mati Höllu Katrínar er jákvætt að vinnuveitendur hérlendis séu farnir að gefa þessum málum meiri gaum en áður, þó lengi megi gott bæta. „Áhættumat starfa og vinnuvernd almennt hafa vissulega verið við lýði á Íslandi um árabil,“ segir hún. „Vandinn er frekar sá að fram til þessa hefur athyglin aðallega beinst að ákveðnum atvinnugreinum, svo sem byggingaiðnaði, þungaiðnaði og viðlíka störfum sem almennt þykja nokkuð áhættusöm. Í seinni tíð hefur áherslan verið að færast yfir á aðrar greinar og nú þykir sjálfsagt mál og í raun nauðsynlegt að framkvæma áhættumat fyrir skrifstofu- skóla- og heilbrigðisstarfsfólk, svo dæmi sé tekið. Þessir hópar hafa að vissu leyti setið á hakanum og er því óhætt að segja að kominn sé tími til að bæta úr því.“

11

VST býður námskeið tengd vinnuvernd: Áhættumat Brunavarnir og rýming Efnaálag Hljóðvist Hollusta mataræðis Líffræðilegir skaðvaldar Líkamsbeiting Loftgæði Lýsing Neyðarstjórnun Samskipti Skyndihjálp Streita Viðbragðsáætlanir


Bon appetit: Heiða Björg og Ásta í eldhúsi Landspítalans.

Öruggt eldhús VST gerði nýverið samning við Eldhús Landspítala–háskólasjúkrahúss, um ráðgjöf við gerð rekstrarhandbókar. Eldhúsið er það stærsta sinnar tegundar á landinu og framleiðir um sex þúsund máltíðir á dag. Valgerður Ásta Guðmundsdóttir ráðgjafi á verkefnastjórnunarsviði VST segir markmiðið með verkefninu að samræma vinnubrögð og tryggja rekjanleika, auk þess sem ábyrgð og eftirlit er fært inn í sjálft ferlið. Þannig eru starfsmenn gerðir virkir þátttakendur í ferlinu: „Það eru gerðar sífellt meiri kröfur um öryggi við meðhöndlun matvæla, og í dag er fyrirtækjum skylt að sinna innra eftirliti til að tryggja gæði, öryggi og hollustu,“ segir Ásta. „Þessar reglur gilda um hvert það fyrirtæki sem rekur starfsemi í tengslum við framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla á einhverju stigi.“

Myndrænar leiðbeiningar HACCP Eftirlitskerfi sem byggist á greiningu sérstakra áhættuþátta í vinnslu og meðhöndlun matvæla, og hvaða aðgerða er þörf til að fylgjast með að ekkert fari úrskeiðis. Aðferðin er mikið notuð í matvælaiðnaði, allt frá frumframleiðslu til matvöru sem tilbúin er til neyslu.

ISO 22000 Alþjóðlegur staðall sem er sérstaklega hannaður fyrir matvælaiðnað til að tryggja öryggi, gæði og hagkvæmni í allri matvælakeðjunni.

Mikið starf hefur verið unnið á LSH fram til þessa til að tryggja öryggi matvæla og verkefnið nú byggir að töluverðu leyti á því. „Vinnuhópur hefur verið skipaður innan eldhússins sem hefur það verkefni að yfirfara öll ferli allt frá gerð matseðla til afhendingar tilbúinna matvæla frá eldhúsinu“ segir Ásta. Um leið er gert áhættumat fyrir öll störf í eldhúsinu til að tryggja öryggi starfsmanna. Áhersla er lögð á að hafa vinnuleiðbeiningar einfaldar og myndrænar þar sem mikið er af erlendum starfsmönnum. „Ein mikilvægasta forvörnin er þjálfun starfsmanna og mikið er lagt upp úr þjálfun og fræðslu fyrir þá,“ segir Ásta. „Farið er í áhættugreiningu sem byggir á að finna alla mögulega þætti sem rýrt geta öryggi matvæla. Að því loknu er fyrirbyggjandi aðgerðum og viðeigandi eftirliti komið upp. Jafnframt þessari vinnu eru skilgreindar

12

svokallaðar neyðarvarnir þar sem farið er yfir viðbrögð við óvæntum uppákomum,“ bætir Ásta við.

Stefnt að ISO vottun Heiða Björg Hilmisdóttir, forstöðumaður hjá LSH, segir verkefnið koma í beinu framhaldi af miklum breytingum á starfseminni síðastliðin fimm ár. „Fram til þessa höfum við unnið með kerfisbundna stjórnun í rekstrinum og notast við HACCP staðalinn í þeim tilgangi. Þó höfum við stefnt að ISO vottun um nokkurra ára skeið þar sem sá staðall tekur til svo margra þátta í starfseminni. Nú er kominn sá tími að taka það skref,“ segir Heiða Björg. En af hverju að leggja í alla þessa vinnu út af einni vottun? „ISO staðallinn er í raun ákveðinn gæðastimpill á okkar starf og þær máltíðir sem við framleiðum. Eldhúsið framleiðir daglega um sex þúsund máltíðir fyrir mjög fjölbreyttan hóp neytenda. Gæði matvæla geta haft mikil áhrif á meðferð sjúklinga og því allt öryggi gríðarlega mikilvægt þar sem minnsta frávik getur haft alvarlegar afleiðingar.“ Að mati Heiðu Bjargar var mikilvægt að fá ráðgjöf sérfróðra aðila við innleiðingu þessa nýja staðals. „Þetta er mikið verk og nánast óvinnandi án aðstoðar og leiðbeininga. Við þekkjum til fyrri verka Valgerðar Ástu á þessu sviði og treystum henni fullkomlega til að leiða okkur í gegnum þetta ferli á næstu mánuðum.“


Bilið brúað yfir Reykjanesbraut VST hefur unnið að hönnun Reykjanesbrautar frá Mjódd í Reykjavík suður að Kaplakrika í Hafnarfirði frá árinu 2002. Á þessu ári hefur einkum verið lögð áhersla á hönnun mislægra gatnamóta við Urriðaholtsbraut í Garðabæ en Urriðaholtsbraut tengir Urriðaholtshverfið við Reykjanesbraut. Verkefnið fól í sér veghönnun á gatnamótum og tengingum, hönnun lýsingar og burðarþolshönnun brúar. Gatnamótin eru í Vífilsstaðahrauni en hraunið er mjög lekt og um það rennur mikið vatn til sjávar. Vatn rennur bæði frá Urriðavatni og Heiðmörk um hraunið og því var mönnum nokkur vandi á höndum að gatnaframkvæmdirnar hefðu ekki teljandi áhrif á vatnsrennslið.

Óhefðbundnir endastöplar

Samkvæmt fyrstu tillögum var ráðgert að Urriðaholtsbraut yrði niðurgrafin og að Reykjanesbraut lægi yfir hana á tveimur brúm. Þessi tillaga hefði þýtt töluverðar framkvæmdir til að halda grunnvatni frá Urriðaholtsbrautinni. Eftir jarðvegs- og grunnvatnsrannsóknir á svæðinu, ásamt líkanareikningum á grunnvatnsstöðu, var horfið frá þessari tillögu. Þess í stað var ákveðið að snúa gatnamótunum við, lækka Reykjanesbraut á um 600 metra kafla og lyfta Urriðaholtsbraut yfir hana á brú. Var sá kostur metinn hagstæðari að teknu tilliti til aðstæðna.

Byrjað var að steypa undirstöður seinnipart júní og var brúarplatan steypt tveimur mánuðum síðar, þann 22. ágúst. Umferð var síðan hleypt á brúna í október. Stefnt er á að umferð verði komin á tvöfalda Reykjanesbraut fyrir árslok 2006 en að lokafrágangur fari fram á fyrri hluta árs 2007.

Hönnuð var steinsteypt plötubrú í tveimur 28 m höfum yfir Reykjanesbraut með tveimur akreinum og einni göngurein. Endastöplar voru dregnir aftar en venja er. Fyrir vikið sjást þeir því lítið sem ekkert þegar búið verður að ganga frá landmótum við endastöpla og virðist brúin keyra út úr jarðvegsfláanum.

Þangað liggur beinn og breiður vegur: Horft til suðurs að Urriðaholti yfir ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut.

13

600 m Vegarkafli Reykjanesbrautar lækkaður

56 m Lengd brúar

1.550 m3 Steypumagn í brúnni

400 l/sek Grunnvatnsrennsli um vatnsleiðara á þessu svæði

20.000 Fjöldi bíla um Reykjanesbraut á þessum kafla á sólarhring árið 2005


Eins og grár köttur

Rúm fjögur ár eru liðin frá því Sigurður Þórðarson verkfræðingur hætti formlega störfum hjá VST. Hann segist þó enn vera þar eins og grár köttur, þrátt fyrir að líffræðin hafi tekið við sem helsta viðfangsefni hans. Gangverk hitti Sigurð í Ármúlanum einn föstudagseftirmiðdag í lok nóvember og ræddi við hann um starfsferilinn, líf eftir vinnu, og ýmislegt fleira.

Í fyrirtæki þar sem starfsmenn hætta yfirleitt alls ekki, er Sigurður Þórðarson undantekning. Fyrir rúmum fjórum árum sagði hann skilið við VST, eftir 37 ára starf. „Þeir sem á annað borð ílendast hér sitja rosalega fast. Menn hafa svo gaman af vinnunni hérna. En ég ákvað löngu fyrir sextugt að stefna á að hætta ekki seinna en 65 ára. Svo varð það úr að síðasta árið sem ég var hér að einhverju gagni var 2002, þegar ég var 63ja.“ Sigurður var viðloðandi stofuna í nokkur ár eftir að hann hætti, en hefur að eigin sögn ekki unnið að verkefnum þar í rúmt ár. „Ég kem hingað aðallega af því þar er svo gott að ljósrita hér,“ segir hann og brosir kankvíslega.

Málglaður og þykir gaman að „konversera“ Það var árið 1966 sem Sigurður kom til starfa hjá VST, þá 26 ára gamall. Stofan var þá enn með bækistöðvar í gömlu raðhúsi Sigurðar Thoroddsen á Miklubrautinni og starfsmenn voru sautján. Sigurður var tiltölulega nýútskrifaður úr framhaldsnámi í hydraulik – vatnsrennslisfræði – í Kaupmannahöfn, og fór fljótt yfir í virkjanirnar sem þá voru orðnar viðamikill hluti af starfsemi stofunnar. „Sigurður gamli hafði brennandi áhuga á virkjunum og við sem voru að vinna í þeim málum vorum hans fólk. Hann hafði minni áhuga á þeim sem voru til dæmis að vinna við frárennslislagnir,“ segir Sigurður og hlær. Hann segist hafa kynnst nafna sínum Thoroddsen vel á sínum tíma, þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svolítið málglaður, eins og þú hefur tekið eftir, og ég held að Sigurði hafi þótt gaman að hafa mig með til að „konversera“. Ég kynntist honum vel í virkjanaferðum þegar við þrömmuðum út

Sigurður Thoroddsen teiknaði þessa mynd af nafna sínum Þórðarsyni á áttunda áratugnum.

14

í móa og skoðuðum plöntur. Ég heimsótti hann líka gjarnan í sumarbústaðinn hans í Mosfellssveit til þess meðal annars að fá hjá honum plöntur í garðinn minn.“

Líf(fræði) eftir vinnu Sigurður segir að það hafi legið beint við fyrir hann að fara í verkfræðinám á sínum tíma. „Ég var góður í stærðfræði, og verkfræðin var kennd hér í Reykjavík. Og þótt ég hafi alltaf haft mikinn áhuga á náttúrunni hef ég hef aldrei séð eftir því að hafa ekki lært eitthvað slíkt á sínum tíma.“ Þegar Sigurður hætti hjá VST lá leið hans hins vegar í líffræðinám í Háskóla Íslands. „Þetta var nú eiginlega bara tilviljun. Ég ætlaði fyrst og fremst að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á grasafræði, alveg frá því ég var í Staðarsveit sem krakki. Þar lærðum við krakkarnir að þekkja blóm, skeljar, plöntur og fugla. Maður fór niður í fjöru og var þar allan daginn að veiða hornsíli og týna egg frá kríunni.“ Prófessor sem Sigurður ræddi við, hvatti hann til að skrá sig í nám, því þannig fengi hann aðgang að öllum námskeiðum sem kennd væru í Háskólanum. „Ég tók fyrst og fremst grasafræðikúrsa, og eftir fyrsta veturinn sá ég að þetta gekk bara vel. Þá fór ég að tína upp það sem ég hafði skilið eftir, og lauk svo líffræðináminu á fjórum árum.“ „Það var grasafræðin sem opnaði þetta fyrir mér en nú hefur kviknað hjá mér áhugi á ýmsum smákvikindum. Í náminu hef ég kynnst dýrafræði, bakteríufræði og örverufræði, skalinn er alveg gríðarlegur — frá veirum uppí hvali og allt þar á milli. Sigurður hefur ekki hugsað sér að fara í meira líffræðinám en eftir áramót hyggst hann engu að síður vinna lítið rannsóknarverkefni á vegum Jörundar Svavarssonar hjá Líffræðistofnun. „Hugmyndin er að lýsa litlu krabbadýri úr djúpum hafsins við Ísland; teikna það upp og lýsa því, allt frá hárunum á fótunum til gaddanna á bakskildinum.“


En Sigurður segist ekki kominn jafn langt frá byggingarverkfræðinni og halda mætti. „Það hjálpaði mér mjög mikið í líffræðinni að hafa reynslu af að hugsa í þrívídd, bæði til að sjá fyrir mér hvernig lífverur eru byggðar upp og líka til að sjá fyrir mér efnafræðiformúlurnar. Og eftir rúm þrjátíu ár í burðarþolsreikningum kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér burðarþoli beinagrindanna sem maður er að skoða.“ En hvernig var það fyrir mann á sjötugsaldri að setjast á skólabekk með rétt rúmlega tvítugu fólki? „Ég upplifði það ekki sem sjokk. Maður er alltaf að læra, allan verkfræðiferilinn. Maður lærir á ný tæki, tölvur og forrit, og þarf að lesa endalausar skýrslur. Munurinn er ákaflega lítill. Að fara í próf er svipað og að skila skýrslu.“ Sigurður ber unga fólkinu vel söguna en segir að honum hafi stundum þótt það feimið við að spyrja. „Ég held þeim hafi oft þótt gott að ég skyldi spyrja kennarana; þá þurftu þau ekki að dúmma sig,“ segir Sigurður og brosir út í annað. „Við vorum nokkrir eldri nemendur og vorum fljótir að rotta okkur saman, gömlu mennirnir.“

Gerði garðinn frægan Sigurður er mikill áhugamaður um garðyrkju, og þegar ákveðið var að ganga frá garði við skrifstofurnar í Ármúla, höguðu örlögin því þannig að hann var fenginn til að hafa umsjón með honum. „Sigurður gamli lagði mikið upp úr því að fá garð, og garðurinn hér bakvið skrifstofurnar var hans hugmynd. Þegar stofan flutti hingað árið 1967 voru klappir hér fyrir suðaustan húsið sem hann lagði mikið upp úr að yrðu ekki eyðilagðar.“ Reynir Vilhjálmsson teiknaði garðinn og sumarið 1981 var ákveðið að drífa í að planta. „Það var heilmikil aksjón. Allir starfsmenn komu með maka og börn og svo var farið að moka fyrir trjám og setja niður. Þetta tókst svo vel að eftir nokkur ár var hægt að setjast út í góðu veðri, og í dag er garðurinn mjög mikið notaður af starfsfólki VST.“ Sigurður segir að til séu mikil fræði um jákvæð áhrif garða og gróðurs á sálarlíf fólks. „Menn sáu líka mjög fljótt hvað það skipti miklu máli að hafa gróðursælt afdrep, en ekki bara möl eins og víða

15

hér í hverfinu.“ Sigurður hefur fjallað um garðinn á prenti, og skrifaði meðal annars um hann greinina „Sælureitur á vinnustað“ sem birtist í Garðyrkjuritinu 2002.

Í túninu heima Þegar fjölskyldan flutti í einbýlishús í Garðabænum árið 1969 byrjuðu hjónin fljótlega að sinna sínum eigin garði. „Garðyrkjan hefur ásamt söngnum verið eitt af sameiginlegt áhugamál okkar hjónanna. Foreldrar konunnar minnar voru með fallegan verðlaunagarð í Norðurmýrinni þannig að það var ekki langt fyrir hana að sækja áhugann. Hjá okkur byrjaði þetta með þessu venjulega, grasflöt og hekk í kring, en ég held að í kringum 1975 hafi garðurinn verið búinn að fá grunnútlit sitt.“ Fjölskyldan eyðir enn miklum tíma í garðinum, og Sigurður segir að á hverju ári sé breytt, bætt og lagað. „Við erum búin að vera á kafi í garðyrkju allan þennan tíma og nú er það orðið þannig að við getum ekki flutt. Það væri ekkert mál að flytja úr húsinu en garðurinn er ekki auðfluttur!“


Melaskóli sextugur

Melaskóli fagnaði sextugsafmæli sínu 5. október síðastliðinn en kennsla í skólanum hófst þann dag árið 1946. Verkfræðistofan þekkir afmælisbarnið frá fornu fari því stofan átti þátt í byggingu skólans á fimmta áratugnum. VST annaðist burðarþolshönnun en það var Einar Sveinsson arkitekt sem teiknaði skólabygginguna.

Teikning frá 1945, úr teikningageymslu VST, sem sýnir járnbendingu í Kringlu Melaskóla.

Skólinn tók við af Skildinganesskóla sem var til húsa á ýmsum stöðum í Skerjafirði og á Grímsstaðaholti á árunum 1926 til 1946. Á fyrsta skólaári Melaskóla voru um 850 nemendur í skólanum en þegar hann var sem fjölmennastur stunduðu um 1.600 nemendur þar nám. Skólinn var þá þrísetinn.

Haustið 1999 var ný skólabygging tekin í notkun og við það varð skólinn að fullu einsetinn. Arkitekt nýju skólabyggingarinnar er Ögmundur Skarphéðinsson.

Ríkulega myndskreyttur Skólinn er ríkulega skreyttur listaverkum og er það eitt af sérkennum hans. Á efstu hæð byggingarinnar er samkomusalur skreyttur verkum eftir myndlistakonuna Barböru Árnason. Ásmundur Sveinsson myndlistarmaður gerði hanann efst á klukkuturninum og sömuleiðis nokkur smíðajárnsverk sem prýða skólann. Kringlan, bogadregin bygging undir klukkuturninum, setur sérstakan svip á skólabygginguna en þar er aðstaða yngri bekkja til að geyma skó og yfirhafnir og á efri hæð hennar er kaffistofa starfsfólks. Talið er að yfir 10 þúsund nemendur hafi útskrifast úr Melaskóla, þeirra á meðal sex starfsmenn Verkfræðistofunnar. VST óskar afmælisbarninu til hamingju með stórafmælið.

Profile for Verkís Consulting Engineers

Gangverk 2006 2  

Gangverk 2006 2  

Profile for verkis
Advertisement