a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

01

06

Rafmögnuð verkefni

5 6 8 10 12

Ljós er best í hófi Heilt hús vaktað af einni tölvu Hið fullkomna fundarherbergi Matarmikið eldhús Betur sjá augu en auga

05


Yfirgefur ekki fræðin Gunnar Guðni Tómasson tók við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra um síðustu áramót. Var það liður í töluverðum breytingum sem VST hefur gert á skipulagi sínu til að mæta auknum umsvifum. Gunnar Guðni mun taka virkan þátt í daglegri stjórnun VST við hlið Viðars Ólafssonar framkvæmdastjóra – en hyggst þó áfram gefa sér tíma fyrir sérsvið sitt. „Að gera starf aðstoðarframkvæmdastjóra að virkri stjórnunarstöðu var þýðingarmikil breyting til að koma til móts við aukið umfang starfseminnar og fjölgun starfsmanna,“ útskýrir Gunnar Guðni. „Við höfum einnig styrkt innri stjórnun fyrirtækisins enn frekar með ráðningu sérstaks starfsmannastjóra, en því starfi gegnir nú Elín Greta Stefánsdóttir.“

umhverfismálum, snjóflóðavörnum og þróun reiknilíkana í straumfræði. „Ég get þó lofað því að þótt ég taki nú á mig aukna stjórnunarlega ábyrgð mun ég ekki alveg yfirgefa fræðin. Ég mun því áfram sinna völdum verkefnum á mínu sérsviði.“

Verkefni flutt til

Af öðrum breytingum á skipulagi VST má nefna að Kristján G. Sveinsson hefur tekið við starfi yfirverkfræðings burðarvirkjasviðs af Níelsi Indriðasyni. Níels lét af starfinu að eigin ósk og mun einbeita sér að verkefnum fyrir tiltekna viðskiptavini. Kristján hefur lokið námi í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og meistaranámi frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn. Sérsvið Kristjáns er hönnun burðarvirkja, framkvæmdaeftirlit og stjórnun verkefna.

Gunnar Guðni var áður yfirverkfræðingur Þróunar- og umhverfissviðs en með skipulagsbreytingunum var það svið lagt niður og verkefni þess flutt á önnur svið. „Umhverfismál eiga mikla samleið með verkefnum á byggðasviði og þau fluttust því þangað ásamt verkefnum tengdum snjóflóðamálum. Samhliða þessu var nafni sviðsins breytt í Byggðaog umhverfissvið,“ segir Gunnar.

Fréttabréf VST 1. tbl. 6. árgangur, júní 2005 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg

„Áhættu- og neyðarstjórnunarverkefni voru síðan flutt til verkefnastjórnunarsviðs, brunahönnun sett undir burðarvirkjasvið og straumfræðiverkefni falin virkjanasviði. Allar þessar breytingar eru rökréttar og styrkja mjög innviði verkfræðistofunnar,“ útskýrir hann.

Ljósmyndir: Anna Fjóla og fleiri Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 437 1317 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 2 • 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Strandvegi 63 • 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 • Fax: 481 3294 vstsf@vst.is VST Austurvegi 6 • 800 Selfoss Sími: 577 5015 • Fax: 577 5010 vstsf@vst.is

Gunnar er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með doktorspróf í straumfræði frá MIT í Bandaríkjunum. „Ég hóf störf hjá VST árið 1995, þá sem sérfræðingur í straumfræði. Áður starfaði ég meðal annars sjálfstætt sem verkfræðingur og var um tíma dósent við Verkfræðideild Háskóla Íslands.“ Helstu verkefni Gunnars Guðna fram að þessu hjá VST hafa lotið að straumfræðilegri hönnun virkjana,

2

Nýr yfirverkfræðingur


FRETTIR STUTTAR

í tveimur flokkum, minni og stærri fyrirtækja. Tuttugu efstu fyrirtækin í hvorum flokki fengu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2005. VST varð einmitt í 20. sæti í hópi 106 stærri fyrirtækja í könnun félaga hjá VR.

Lagarfossvirkjun stækkuð

Fyrirmyndarfyrirtækin hafa rétt til að nota sérstakt merki á kynningarefni sitt og auglýsingar næstu tólf mánuði.

Framkvæmdir við stækkun Lagarfossvirkjunar hófust í apríl og er áætlað að þeim ljúki árið 2007. Stækkunin nemur 20 MW og fer virkjunin því úr 7 í 27 MW.

Verkfræðistofan Hönnun hlaut titilinn fyrirtæki ársins í flokki stærri fyrirtækja og Tandur í flokki minni fyrirtækja.

Byggingarhluti verkefnisins felur í sér stækkun stöðvarhúss til norðurs, nýtt inntak norðan við það sem fyrir er og þrýstivatnsstokk á milli nýja inntaksins og stöðvarhúsviðbyggingar. Ennfremur verður aðrennslisskurður rýmkaður með tilheyrandi vatnsvarnarvirkjum og stíflugerð. Nýr 20 MW hverfill af Kaplan gerð verður settur upp ásamt rafala og öllum hjálparbúnaði, þar á meðal nýjum 100 tonna stöðvarkrana. Samið hefur verið um kaup á vél- og rafbúnaði við Litostroj í Slóveníu og Koncar í Króatíu. Lokubúnaður kemur frá Montavar, Slóveníu. VST er aðalhönnuður og sér um byggingarvirki og vélbúnað, en Rafteikning sér um allan rafbúnað. Íslenskir aðalverktakar annast byggingarhluta virkjunarinnar.

Fyrirtæki til fyrirmyndar VST er fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt niðurstöðum í árlegu vali félagsmanna VR á fyrirtæki ársins. Alls voru 300 fyrirtæki metin

Byggt yfir Sparisjóð Mýrasýslu Framkvæmdum við nýbyggingu Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgarnesi lýkur í sumarbyrjun en stefnt er að því að flutt verði inn í nýtt húsnæði í lok júní. Byggt er á landfyllingu, skammt frá Borgarfjarðarbrú. Húsið er staðsteypt hús á þremur hæðum, klætt náttúrusteini og samtals um um 1200 fermetrar að flatarmáli. Ein hlið hússins er bogadreginn veggur úr álgluggakerfi. Aftan við húsið verður tjörn sem liggur frá nærliggjandi klettum upp að húsinu.

VST sér um alla verkfræðihönnun ásamt því að hafa umsjón með verkefninu. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir húsið fyrir Sparisjóð Mýrasýslu. Arkitektar eru Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. Verktaki er Sólfell ehf. en um lóðina sér Borgarverk ehf. Eftirlit er í höndum Guðmundar Eiríkssonar.

Gjöf til Lyngáss Sigur Grikka á EM í knattspyrnu á síðasta ári hafði ófyrirséðar en mjög ánægjulegar afleiðingar. Starfsmenn VST hafa í nokkur ár lagt í pott í tilefni af stórmótum og sá unnið pottinn sem giskar á nýja heimseða Evrópumeistara. Vitanlega datt engum í hug að Grikkir ynnu. Starfsmenn sátu því uppi með smá upphæð en engan verðlaunahafa. Þar sem upphæðin var nú ekki upp á marga fiska ákvað stofan að hækka hana lítillega og var ákveðið að gefa Lyngási sem er elsta þjónustustofnun Styrktarfélags vangefinna. Lyngás var stofnað 1961. Þar fá mikið fötluð börn og unglingar á aldrinum 1-18 ára þjálfun og umönnun. Fyrir andvirði gjafarinnar var fjárfest í ljósaborði (Black Light) sem örvar samhæfingu hugar og handa. Auk þess voru keypt hljómflutningstæki, DVD og CD geisladiskar auk búnaðar fyrir ljósleiðara.

Hjólað í vinnuna Starfsfólk VST lét ekki sitt eftir liggja í reiðhjólakeppninni „Hjólað í vinnuna“ sem þreytt var í maí. Þriðji hver starfsmaður hjólaði, gekk eða hljóp á línuskautum í vinnuna, samtals 2033,4 km. Það samsvarar rúmlega einum og hálfum hring umhverfis Ísland – ef hringveginum er fylgt.

3


Allt rafmagnssviðið Rafmagnssvið VST er eitt af sjö markaðssviðum stofunnar og sinnir margvíslegum verkefnum sem tengjast rafmagni á einn eða annan hátt. Á sviðinu starfa alls 15 starfsmenn undir stjórn Sigurðar Jóns Jónssonar. Svi›i› var› til í ársbyrjun 2004 eftir kaup VST á fyrirtækinu Raftákni Reykjavík hf. „Í sinni allra einföldustu mynd er það hlutverk okkar að gera flókna hluti einfalda og auðvelda líf fólks á heimilum og vinnustöðum,“ útskýrir Sigurður Jón Jónsson, yfirtæknifræðingur rafmagnssviðs VST. „Við reynum sem sagt að búa til einfalt umhverfi úr flóknum hlutum. Þetta á til dæmis við um lýsingu, tölvukerfi af ýmsu tagi og eftirlits- og öryggiskerfi.“ Að sögn Sigurðar getur sviðið veitt mjög fjölbreytta ráðgjöf á sviði rafmagnsverkfræði og nýtist það í stórum sem smáum verkefnum. Starfsmenn sviðsins hafa meðal annars sett upp mjög öflugt hússtjórnarkerfi í höfuðstöðvum KB-banka þar sem í raun er hægt að fylgjast með heilu húsi á einum skjá. Rafmagssviðið er þegar orðið mjög þýðingarmikið í starfsemi VST að mati Viðars Ólafssonar, framkvæmdastjóra. „Það er afar mikilvægt fyrir stofuna að geta veitt víðtæka verkfræðiþjónustu sem spannar allt sviðið,

Starfsmenn rafmagnssviðs. Frá vinstri: Edda Jóhannsdóttir, Jón Otti Sigurðsson, Helena R. Sigmarsdóttir, Sigurður Jón Jónsson, Magnús Þórðarson, Vikar Pétursson, Bragi Sveinsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Bjarnþór Harðarson, Jón Viðar Baldursson og Halldór K. Júlíusson. Á myndina vantar Ingólf Arnarson, Ragnheiði Þórólfsdóttur, Sesselju Jónsdóttur og Sigurþór H. Tryggvason.

4

einnig rafmagnssviðið. Starfsmenn VST búa yfir mikilli sérþekkingu á ólíkum sviðum sem er mikilvægt að geta kynnt viðskiptavinum,“ sagði Viðar. Undir rafmagnssviðið heyra eftirtalin verkefni: Raflagnir Lágspennukerfi Tölvukerfi Símakerfi Öryggiskerfi Myndavélakerfi Stýrikerfi Hljóðkerfi Myndkerfi Meginefni Gangverks að þessu sinni tengist starfsemi rafmagnssviðsins og verkefnum þess. Næstu síður eru helgaðar þessu efni.


Dæmi um þrjár tegundir ljósgjafa. Hver þeirra ætli henti best?

Ljós er best í hófi Líklega er það almennt viðhorf að telja raflýsingu af hinu góðu. En það á við um lýsingu eins og margt annað að allt er best í hófi. Ef ekki er vandað til verka er hætta á ljósmengun. Sérfræðingar VST veita ráðgjöf um val og stillingu ljósgjafa, ekki síst við stórar byggingar, íþróttavelli og við samgöngumannvirki. „Raflýsing er fyrirbæri sem að við getum auðveldlega stjórnað ólíkt náttúrulegri lýsingu,“ útskýrir Sigurður Jón Jónsson, yfirtæknifræðingur rafmagnssviðs. „Of mikil lýsing og röng notkun eða stilling á lýsingu getur verið afar hvimleið og er hrein ljósmengun.“ 1. Dæmi um glýju. Þegar ökumaður kemur að göngunum blindast hann af lýsingu við íþróttavöll.

2. Dæmi um himinbjarma frá gróðurhúsum. Hægt er að velja búnað sem minnkar áhrif ljósmengunar um allt að 60%. Slíkar ráðstafanir myndu spara orku um allt að 30%.

Rétt val og stilling á lýsingu Við val á ljósgjöfum þarf að velja ljósgjafa sem henta til þess verkefnis sem á að leysa, þ.e. lýsa upp viðfangsefnið en ekki umhverfið allt um kring. „Þegar rangur ljósgjafi er notaður eða þegar illa er gengið frá þeim getur ljós valdið meiri skaða en það gerir gott,“ segir Sigurður. „Við uppsetningu ljósgjafa þarf sérstaklega að gæta þess að ljósið hafi ekki truflandi áhrif á næsta nágrenni.“ Glýja (e. glare) kallast það þegar mikil birta ljósgjafa við dökkan bakgrunn veldur óþægindum. Gott dæmi um það er á mynd 1 þegar ökumaður ekur skyndilega inn í ljósbjarma af íþróttavelli. Himinnbjarmi (e. sky glow) verður til þegar næturhiminn ljómar vegna ljósa sem lýsa beint eða óbeint upp í himininn og endurkastast til að mynda á raka, ryki eða reyk í andrúmsloftinu. Sjá mynd 2.

3. Dæmi um óvelkomið ljós. Þarf að vera kveikt á öllum ljósunum við sumarhúsin?

Óvelkomið ljós (e. light trespass) kallast ljós sem „lekur“ út fyrir mörk þess svæðis sem

ætlunin er að lýsa upp. Slík dæmi eru mörg í sumarhúsalöndum, sbr. mynd 3. Þegar hafist er handa í verkefni styðst hönnuður við staðla eða leiðbeiningar um lýsingu á tilteknu svæði við ákveðnar aðstæður, til dæmis á íþróttavelli. Þá er gerð krafa um birtu á svæðinu þar sem æfingar eiga að fara fram, en sjaldnast gert ráð fyrir svæðinu umhverfis æfingarsvæðið, sem ekki er síður mikilvægt. Í slíkum tilvikum þarf til að mynda að varast að lýsing trufli samgöngur um nærliggjandi vegi.

Kröfur til lýsingar Sigurður Jón segir það sjálfsagða kröfu að taka tillit til næsta nágrennis við hönnun lýsingar. „Mér þykja ljós oft loga að óþörfu. Margir nota ljós til að fæla þjófa frá mannlausum húsum eða sumarbústöðum. Ljósið kann hins vegar að hafa öfug áhrif og vekja athygli á húsum. Miklu nær væri að notast við hreyfiskynjara.“ „Mikil ljósmengun kemur ennfremur í veg fyrir að fólk fái notið að horfa stjörnubjartan himinn á dimmum vetrarkvöldum, að ekki sé talað um norðurljósin. Hönnuðum ber skylda að taka tillit til þessara sjónarmiða,“ segir Sigurður. Sigurður telur rétt að opinberir aðilar og sveitarfélög geri átak í að sporna við ljósmengun. Það væri til að mynda mjög æskilegt að sveitarfélög tækju frumkvæði og settu fram tilteknar kröfur um takmörkun á ljósmengun.

5


Heilt hús vaktað Nútímafyrirtæki og stofnanir gera ríkar kröfur til tæknibúnaðar og aðstöðu fyrir starfsmenn sína. Í stórum húsum er mikilvægt að hafa miðlægt eftirlitskerfi, svokölluð hússtjórnarkerfi. Með slíku kerfi er fylgst me› heilu húsi – rafmagni, hita, l‡singu og öryggiskerfi – me› einni tölvu. VST hefur teki› þátt í uppsetningu margra slíkra kerfa og n‡legt dæmi eru höfu›stö›var KB banka. Hússtjórnarkerfi geta verið misumfangsmikil í útfærslu. Me› slíkum kerfum er unnt a› hafa eftirlit me› og st‡ra loftræsingu, hita, ljósum, orkukaupum (orkun‡ting, rafmagn og vatn), vakt á dyrum, gluggum, vatns- og gasleka og brunavörnum. Í einu hússtjórnarkerfi er PC tölva me› skjámyndum og i›ntölvur, ein e›a fleiri samtengdar me› neti. I›ntölvurnar fylgjast me› hva› er í gangi og safna saman uppl‡singum um loftræsikerfin, innblásturshitastig, hita í einstökum r‡mum, ástand kerfanna. Þær skynja í hva›a r‡mum ljós eru kveikt, hvert hitastig er á hitaveituvatni og þannig mætti lengi telja.

Húsvörður með góða yfirsýn Dæmi um samtengingu stjórnkerfa í einu herbergi Græna línan s‡nir búna› sem tengist vi› EIB kerfi› og rau›a línan táknar tengingu vi› i›ntölvur.

Á skjánum hefur húsvör›urinn og a›rir sem á þurfa a› halda a›gang a› öllum uppl‡singum. Hann getur slökkt ljós, stjórna› loftræsikerfunum, stillt hita og fylgst me› gangtíma, sírita› orkunotkun og sé› þannig me› samanbur›i hvort allt er í lagi. Allar vi›varanir koma upp á skjánum me› tímastimplum þannig

a› sjá má hvenær vi›komandi atbur›ur átti sér sta› og greina þannig upphafi› ef um ke›juverkun var a› ræ›a. Kerfishugbúnaður skjákerfisins heitir IGSS (Interactive Graphical Supervisory System) og er þróað af Seven Technologies í Danmörku. Notendaviðmót er á íslensku og að sjálfsögðu eru allar viðvaranir og annar texti á íslensku með íslenskum stöfum. Innbyggt er í kerfið lifandi viðhaldskerfi þar sem miða má við gangtíma, fjölda ræsinga/stöðvana eða áraun, það getur sent SMS textaboð á GSM síma, auk ýmissa annarra möguleika. Hægt er að fara inn á kerfið með lykilorðum t.d. geta vaktmenn farið inn og séð hvað er að gerast heiman frá sér með ferðavél og einnig er hægt að gera breytingar á forritum í gegnum símalínu, en það getur sparað mikinn tíma og ferðalög.

Höfuðstöðvar KB banka Gott dæmi um hvernig tæknibúnaði, orku og eftirlitskerfum í stóru atvinnuhúsnæði er stýrt nánast með einni tölvu eru höfuðstöðvar KB banka. VST hafði yfirumsjón með öllum raf- og sérkerfum við hönnun höfuðstöðvanna á sínum tíma og hefur tekið þátt í að þróa aðgangs- og öryggiskerfi hússins. Hönnun stýrimynda og forritun iðntölvubúnaðar annaðist Raftákn Akureyri, hönnun loftræsingar annaðist VGK hf. og hönnun lagna annaðist Verkfræðistofa Þráins og Benedikts, en VSI ehf annaðist hönnun öryggis- og aðgangskerfa. Arkitektar eru TARK arkitektar. Húsnæði bankans er að mestu leyti opið, með fullkominni vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn og í fundarherbergjum er búnaður sá besti sem völ er á. Það er að mörgu að hyggja við hönnun raflagna í húsnæði sem þessu. Meðal hönnunarforsendna voru: Óbein lýsing yfir borðum Iðntölvustýring á loftræsistýringu á opnum vinnusvæðum með tengingu í skjákerfi Sjálfstæð stýring á loftræsingu og ofnum í herbergjum með tengingu í skjákerfi 400 V flatkapall verður notaður eins og kostur er vegna sveigjanleika

6


af einni tölvu

Ljósum stýrt með EIB-Instabus kerfi Gardínur rafstýrðar með EIB-Instabus kerfi Brunavi›vörun tengd skjákerfi í gegnum OPC samskiptasta›al Upplýsingar um stöðu ljósa í skjákerfi Öll fundarherbergi búin fjarstýringu fyrir ljós, gardínur, skjávarpa, sýningartjaldi, hljóð, afspilunartæki, fjarfundi og tölvur Eftir útbo› og í samvinnu vi› verkkaupa var eftirfarandi ákve›i› a› st‡ring á ljósum og gardínum yr›i me› EIB kerfi. Hitanemar yr›u nota›ir frá EIB kerfi me› samskipti í gegnum Profibus inn á i›ntölvubúna›. Jafnframt var ákveðið að skjákerfi frá IGSS yrðu notuð sem stjórnun og vöktun á öllum helstu hitastigum. Hljóð- og myndkerfi yrði samkeyrt um allt húsið og tengdist inn á EIB kerfi hússins þar sem þráðlaus stjórnborð eru notuð í helstu fundarherbergjum.

Hva› er EIB Instabus, hússtjórnarkerfi og OPC Or›i› braut (e. bus) kemur úr tölvuheiminum og er nota› um samskiptamáta alls sem er inni í tölvunni. Þar tengist búna›urinn innbyr›is í braut og fær svo rafmagn í gegnum a›ra snúru. Í BUS-kerfum þarf búna›urinn ekki nau›synlega a› tengjast vi› rafmagn, heldur getur hann eins nota› innrautt ljós e›a útvarpsbylgjur. Instabus er þekktasta BUS-kerfið í dag. Það er í mikilli þróun og möguleikar þess aukast stöðugt. Það er raflagnakerfi þar sem allar stofnlagnir að lömpum eða öðrum notendum

sem nota rafmagn er lagt á hefðbundinn hátt, en kveikingar og stýringar eru lagðar á einum tölvustreng / Instabus streng. Instabus er staðlað raflagnakerfi fyrir evrópskan markað þar sem allir helstu raflagnaframleiðendurnir vinna saman. Þetta þýðir að hægt er að kaupa raflagnaefni eða stjórnbúnað frá öllum stærstu framleiðendum s.s. Siemens, Gira, Bus-Jeger, Berker, ABB og yfir fimmtíu öðrum aðilum. Me› því a› raflagnakerfi› er mi›st‡rt er unnt a› draga úr rekstrarkostna›i. Þa› má öllum vera ljóst a› þa› er ód‡rara ef ljós eru a›eins kveikt þar sem vi›vera er einhver e›a ef ljós kvikna a›eins ef utana›komandi ljós er ekki nægjanlegt. Þessu er hægt a› st‡ra me› Instabus. Me› sambærilegum hætti er hægt a› draga úr rekstrarkostna›i vegna hita og loftræsingar sem tengjst hússtjórnarkerfi svo tvö dæmi séu tekin. Hægt er a› fylgjast me› ástandi heillar byggingar e›a hluta byggingar me› litlu og me›færilegu skjámyndakerfi sem tengist instabus, þar sem ástand kemur upp á skjái t.d. birtustig á skrifstofu og opinn e›a loka›ur gluggi. OPC stendur fyrir OLE for Process control, þar sem OLE stendur fyrir Object Linking and Embedding. OPC er hanna› til þess a› brúa bili› milli Windows hugbúna›ar og annars st‡ribúna›ar svo sem i›ntölva og brunavarnarkerfa eins og í þessu tilviki. OPC er opinn samskiptasta›all sem gerir notendum kleift a› hafa samskipti vi› ja›arbúna›. A›fer›in er sú sama fyrir hvers kyns gögn, því getur hva›a hug- og vélbúna›ur sem er tengst tölvunni í gegnum OPC. Langflestir framlei›endur setja búna› sinn á marka› me› möguleika á OPC gátt.

7

Rofi til að stjórna ljósum, s‡ningartjöldum og hitastigi.

Nokkrir af kostum tengingar ólíkra kerfa inn á eitt eftirlitskerfi • Sveigjanleg hönnun me› óendanlegum möguleikum til breytinga e›a stækkunar. • Stjórnun á öllum búna›i frá einum sta›. • Au›velt og fljótlegt a› finna upptök bilana. • Mikill sparna›ur í orkunotkun me› skynsamri n‡tingu. • Falleg hönnun me› fjölmörgum útlitsmöguleikum. • Hægt a› stjórna af hverjum notenda og/e›a úr einni mó›urstö›. • Öruggt og hefur sanna› skilvirkni sína.


Hið fullkomna fundarherberg Þegar talað er um hljóð- og myndsýningakerfi dettur eflaust mörgum í hug skjávarpi og hátalarar í loftum. Þetta er eðlilegt. Enn í dag er þetta staðalbúnaður flestra fundarherbergja og þurfa menn jafnan að kalla til tæknimann til að gera klárt fyrir einföldustu fundi. Nú er á hinn bóginn farið að hanna sérstök hljóð- og myndsýningakerfi sem eru forrituð við ýmsar stjórneiningar svo sem stýringar fyrir ljós, glugga og hita. Þessu til viðbótar notast menn nú orðið við þráðlausa tækni þannig að unnt er að nota aðeins eina miðlæga fjarstýringu fyrir alla þá þætti sem nefndir hafa verið. Stjórnbúnaður tengist allur með samskiptum á tölvukerfum hússins. Mestu máli skiptir að notendaviðmót sé sem fullkomnast.

Allar aðgerðir á snertiskjá Í hinu fullkomna fundarherbergi er hægt að framkvæma allar aðgerðir á þráðlausum snertiskjá, sjá myndir á spássíu. Eftirfarandi aðgerðir eru mögulegar á þessum skjá með því að þrýst á viðeigandi hnappa:

8

Tölvusýning: Kviknar á skjá, tölvuinngangur tengist og ljós dofna um 50% yfir skjá. Myndsýning – Video: Kviknar á skjá, mynd fer í gang og ljós dofna í 40% í rýminu. Myndsýning – DVD: Kviknar á skjá, mynd fer í gang og ljós dofna í 40% í rýminu. Gagnamyndavél: Kviknar á gagnamyndavél, mynd varpast á tjald og ljós dofna í 40% í rýminu. Einnig er hægt að þysja inn og þysja út á sama valmyndaglugga. Fjarfundur: Við val á fjarfundi er nóg að þrýsta á viðkomandi glugga skammvals og hringir þá fjarfundarbúnaðurinn í viðkomandi númer og fundur er klár með skjá og öðrum valmöguleikum klárum. Útvarp/sjónvarp: Hægt er að skipta milli útvarps- og sjónvarpsstöðva með því að ýta á kennimerki hverrar stöðvar.


Ólík herbergi

rgi Opinn fundur: Fundarstjóri getur opnað fyrir fundi með því að ýta á gluggahnapp í aðalglugga og geta þá þeir sem hafa aðgang fylgst með því sem verið er að sýna á sýningartjaldi annars staðar í húsinu. Hljóðrásir: Á snertiskjá er hægt að þrýsta á einn takka sem opnar/lokar fyrir allar hljóðrásir í fundarherbergi. Hiti: Hægt er að breyta hitastigi með því að þrýsta á stillihnapp á snertiskjánum. Lýsing: Hægt er að kveikja/slökkva/dimma öll ljós í fundarherberginu með snertiskjánum. Fjórar ljósasenur eru algengastar. a) Full lýsing, b) fundarlýsing, c) þægileg lýsing og d) öll ljós af, gluggatjöld upp og sýningartjald upp.

Stjórnarfundarherbergi Á stjórnarfundum eru mikilvægustu ákvarðanir fyrirtækja teknar. Stjórnarherbergi þurfa að vera búin mjög fullkomnum búnaði og þráðlausu stjórnborði með góðu notendaviðmóti. Nauðsynlegur búnaður er meðal annars skjávarpi sem hægt er að fela, plasma- eða LCD skjáir, stjórnkerfi, gagnamyndavél, hraðvirk tölva, öflugt hljóð- og myndkerfi og fjarfundarbúnaður.

Fundarherbergi Í meðalstórum fundarherbergjum er jafnan sambærilegur búnaður og í stjórnarfundarherbergjum nema að fjarfundarbúnaður er ekki nauðsynlegur. Hins vegar mætti bæta við rafrænni töflu, sem er eins og stór snertiskjár. Hægt er að skrifa á töfluna eða nota áherslupenna þegar rafrænum skjölum er varpað upp á skjáinn. Hægt er að vista allar aðgerðir á skjánum og senda til fundarmanna.

Hljóðkerfi valið Hátalarakerfi eru notuð í margvíslegum tilgangi, meðal annars til að flytja talað mál eða tónlist og ennfremur til að rýma hús með fyrirfram skilgreindum skilaboðum um rýmingarleiðir. Eftirfarandi þættir eru mikilvægir við val á hátalarakerfum: Á að nota hátalara fyrir talað mál, tónlistarflutning eða hvort tveggja? Verða þeir notaðir sem uppkallskerfi?

Lítil fundarherbergi Herbergi þar sem hægt er að setjast niður með tveimur til fjórum einstaklingum. Nauðsynlegur búnaður er LCD skjár sem tengdur er við tölvu- og hátalarakerfi herbergisins.

Er hátt til lofts? Þarf að vera víðóma hljómur? Hversu langt er frá hátalara að magnara? Í fundarherbergjum er yfirleitt notast við tvenns konar uppsetningu á hátölurum, annars vegar þá sem settir eru upp í kerfisloft og hins vegar þá sem settir eru á sama vegg og myndflöturinn er. Eru báðar aðferðir mikið notaðar. Í litlum fyrirlestrasölum er þessum aðferðum oft skellt saman. Í stærri fyrirlestrasölum og kirkjum er hægt að nota svo kölluð Line Array hátalarakerfi með DSP (Digtal Signal Processor) og innbyggðum magnara fyrir hvern hátalara. Þannig tekst að stýra hljóði frá hverjum hátalara fyrir sig eftir gráðu hátalarans í samsetningunni. Fyrir kemur að sett séu upp fullkomin heimabíókerfi í fyrirlestrasali til að ná sem bestum hljómgæðum.

Fyrirlestraog ráðstefnusalir Fyrirlestra- og ráðstefnusalir eru í raun fjölnotasalir sem þurfa að vera búnir fullkomnum búnaði. Grunnbúnaður er í reynd sá sami og í fundarherbergjum en stjórnbúnaður er fullkomnari og hugsanlega þarf aðstoð tæknimanns. Yfirleitt er aðgangur að stjórnbúnaði á tveimur stöðum, annars vegar í púlti og hins vegar í tækniherbergi. Í þessum sölum eru hljóðkerfi öflugri og skjávarpar fleiri og bjartari. Gera þarf ráð fyrir hljóðlúppu í alla fyrirlestrarsali svo auðveldara sé fyrir heyrnarskerta að heyra það sem fram fer. Mikilvægt er að velja búnað sem hægt er að tengja utanaðkomandi leigubúnaði ef um er að

9 ræða stærri viðburði eða fundi.


Matarmikið Eitt stærsta eldhús landsins er rekið í þjónustumiðstöðinni við Vitatorg. Þar er framleiddur matur sem sendur er í 19 móttökueldhús og til einstaklinga víða um borgina. VST sá um verkfræðihönnun þegar þjónustumiðstöðin var byggð árið 1993 en arkitektar hússins eru VA arkitektar efh. Verkfræðistofan tók svo þátt í að endurskipuleggja vinnuferla eldhússins á síðasta ári sem jók afköst verulega. Á fyrstu árum eldhússins sem tekið var í notkun árið 1996 voru framleiddir 400-500 matarskammtar daglega. Borgaryfirvöld tóku síðan þá ákvörðun í fyrra að hagræða í rekstri mötuneyta borgarinnar og sameina á einum stað alla útsendingu matar. Eldhúsið við Vitatorg varð þá fyrir valinu. Breytingarnar fólust í endurskipulagningu vinnuferla og endurnýjun á tækjakosti. Afköstin jukust verulega og framleiðslan er nú að jafnaði 900-1.000 máltíðir daglega. Á hátíðisdögum hafa mest verið eldaðar um 1.300 máltíðir. Ávinningurinn mælist einnig í krónum og aurum. Áætlað er að sparnaður Reykjavíkurborgar vegna uppstokkunar í rekstri mötuneyta sinna nemi um 25 milljónum króna árlega.

1 Birgjar boðnir velkomnir

Birgjar koma með hrávöru í vörumóttöku á 1. hæð. Um er að ræða kjöt- og fiskmeti, grænmeti, ávexti, mjólkurvörur og ýmsa þurrvöru. Varan er síðan flutt áfram í kæliklefa og kaldvinnslurými á sömu hæð eða í lyftu upp á 2. hæð í frysta eða þurrvörugeymslu. Leitast er við að velja hrávöru miðað við framboð hverju sinni. Varan er keypt eins unnin og hægt er, t.d. er ýsa keypt flökuð og roðdregin og kjötvara úrbeinuð.

8

Anddyri

10

Frystir

Kælir

2

Hraðkælir

Þurrvörugeymsla

Kælivélar

Frá því að hráefni er pantað, móttekið, matreitt og þar til maturinn er kominn í hendur neytandans er GÁMES eftirlitskerfinu fylgt í einu og öllu. GÁMES (Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða) byggir á HACCP kerfinu sem er viðurkenndur alþjóðlegur eftirlitsstaðall. HACCP má rekja til geimferðaáætlunar Bandaríkjamanna þar sem krafist var 100% öryggis matvæla. Í eftirlitskerfinu er sífellt reynt að skilgreina og finna hættur á ýmsum stigum í matvælaframleiðslu og leita fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir skemmdir og mengun matvæla. Það skal einnig tryggja heilnæmi vinnslurýma og annarra rýma sem tilheyra eldhúsinu. Eldhúsið á Vitatorgi var hið fyrsta sinnar tegundar til að hljóta sérstaka viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda fyrir innra eftirlit.

Skrifstofa

Bakkaþvottur

270.000 máltíðir á ári Áætluð heildarframleiðsla ársins 2005 er 270.000 máltíðir, 170.000 í móttökueldhús og 100.000 til einstaklinga í heimahúsum. Auk forstöðumanns starfa þarna þrír matreiðslumenn og 12 almennir starfsmenn. Hópur sendibílstjóra sér síðan um útkeyrslu í verktöku.

Skömmtun

6

Sendibílar

2 Hraðkæling Undirbúningur máltíðar hefst oft 1-2 dögum áður en hún er send út úr húsi. Hluti fæðis er eldaður daginn áður og hraðkældur í til þess gerðum hraðkæli. Hraðkælingin tryggir að gæði og bragð matarins rýrnar ekki þótt hann sé eldaður deginum fyrr.

Snyrtingar og búningsaðstaða starfsfólks

Kaffistofa eldhúss

Vörumóttaka Eldhúsinnréttingar og búnaður

Hreinir bakkar

Matarbakkar á útleið

Óhreinir bakkar


eldhús

4 Potturinn og pannan

3 Algjör gufa

Pottar eru m.a. notaðir við sósu- og súpugerð. Fremst á mynd eru tveir veltipottar, annar 120 lítra og tekur 20kW en hinn 250 lítrar og tekur 32kW. Báðir eru búnir sérstökum kælibúnaði sem kælir innihaldið eftir eldun. Það er til dæmis mjög hentugt þegar laga þarf kaldan sveskjugraut. Bak við pottana, á miðri mynd, er veltipanna. Pannan er notuð í upphafi steikingar til að ná fram réttum lit áður en matur er færður inn í gufuofna til frekari steikingar. Algeng raforkuþörf stórrar steikingarpönnu er á bilinu 8 til 10 kW.

Notkun gufuofna við matvælaframleiðslu eykst sífellt og án þeirra er vart lengur mögulegt að elda. Ástæða þess er sú hve fjölhæfir þeir eru. Í þeim er hægt að steikja, sjóða og gufusjóða mat; hefa og baka brauð – allt í sama ofninum. Algeng raforkuþörf steikingarofns af stærri gerðinni er á bilinu 35 til 40 kW.

1 Skömmtun

3

Eldhús

Vagnageymsla

Lyfta Uppþvottur eldhúss

Afgreiðslulína matsal

5

5 Á hröðu undanhaldi Með tilkomu gufuofna er gamla góða eldavélarhellan ekki mikið notuð í stóreldhúsum. Nú er hún einkum notuð til að elda sérfæði og sjúkrafæði. Algeng raforkuþörf eldavélar er á bilinu 8 til 10 kW.

Gufuofnar

4

Hella/panna

Pottar

Vörumóttaka er á 1. hæð, undir eldhúsi

7

6 Alveg útkeyrðir Hópur sendibílstjóra sér um að keyra út matarbakka. Venjulega leggja þeir af stað milli kl. 10:30 og 11. Þeir koma með óhreina bakka til baka frá deginum áður upp úr kl. 12. Matarbakkarnir eru þá yfirleitt útkeyrðir og bíða spenntir eftir uppþvotti.

Matsalur

7 Fjölmennt í mat Að jafnaði koma um 150-200 manns í mat í glæsilegan matsal, sem tekur allt að 220 manns í sæti. Mestur hefur gestafjöldi verið um 300 manns á Þorláksmessu.

Þjónustumiðstöð

Stál og hnífur Sérstakt litakerfi er notað fyrir hnífa, bretti og önnur áhöld eins og myndin sýnir. Rauður merkir hrátt kjöt, blár táknar hráan fisk, grænn er litur salats og ávaxta o.s.frv. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir krossmengun örvera.

8 Uppþvotturinn Uppþvottavélar stóreldhúsa eru fyrirferðarmiklar og orkufrekar. Óhreint leirtau er sett á færiband og eftir fáeinar mínútur er það tandurhreint. Myndin sýnir bakkaþvottavél en stærri vél þrífur eldhúsbúnað og tæki eldhúss og matsalar. Algeng raforkuþörf stórrar uppþvottavélar er á bilinu 30 til 40 kW.

11


Betur sjá augu en auga Eftirlit og öryggi sundlauga hefur verið aukið verulega á síðustu misserum. Myndavélakerfi hafa átt sinn þátt í því en með aðstoð þeirra er unnt að vakta sundlaugar betur. VST hefur sérhæft sig í uppsetningu slíkra kerfa.

Þessi innfellda myndavél getur fylgst með hreyfingum meðfram langvegg sundlaugarinnar. „Í flestum nýjum laugum eru nú settir gluggar í laugar og myndavélar í þá. Þessi lausn er algengust og ódýrust sem stendur,“ segir Ingólfur Arnarson rafiðnfræðingur á rafmagnssviði VST. „Í eldri laugum eru oft settar upp myndavélar yfir potta og tiltekin svæði. Það er tiltölulega einfalt í framkvæmd en ókostirnir eru að erfitt getur verið að láta myndavélar á staurum vakta stórar laugar. Ástæðan er meðal annars staðsetning staura, gufumyndun yfir laugum við ákveðin skilyrði og eins er sólarljósið oft blindandi.“ Ingólfur segir það vandkvæðum bundið að setja glugga í eldri laugar því oft væri lagnagöngum ekki til að dreifa. Í þeim tilvikum þar sem lagnagangar eru séu oft sundlaugakerfi sem þarf að færa til. Við það skapaðist kostnaður sem er óviðunandi. Jafnvel þótt koma megi fyrir myndavélum í sundlaugum þarf að vanda val þeirra vel að mati Ingólfs. Meta þurfi aðstæður og taka tillit til ýmissa þátta, svo sem sundlaugalagna og mögulegra lagnaleiða fyrir raflagnir.

12

Vítt sjónsvið Mikil þróun hefur verið í myndavélum og hugbúnaði tengdum þeim. Komnar eru á markað myndavélar sem hægt er að setja hálfinnfelldar í vegg sem einn maður í sundskýlu getur þjónustað á sundlaugarbakkanum. „Nýlega voru settar upp hálfinnfelldar myndavélar í Breiðholtslaug með 98° sjónsviði,“ útskýrir Ingólfur. „Vítt sjónsvið þeirra gerir það að verkum að mögulegt er að horfa meðfram þeim sundlaugarvegg, sem vélin er felld inn í. Þess vegna er tiltölulega auðvelt að fylgjast með allri lauginni með nokkrum vélum.“ Til skamms tíma hafa eftirlitsmenn sundlauga þurft að vakta allar myndir úr kerfinu. Nú er hins vegar í þróun hugbúnaður sem vinnur úr myndum, greinir hættuleg atvik og gefur viðvaranir. Til dæmis ef hreyfingarlaus maður liggur á botni laugar. „Myndavélakerfi og hugbúnaður sem þeim fylgja koma þó aldrei í staðinn fyrir mannsaugað,“ fullyrðir Ingólfur. „En hér gildir hið fornkveðna að betur sjá augu en auga.“


Hvað er brunahönnun? Ein af yngri sérgreinum innan verkfræ›i er brunahönnun. Á árum á›ur var brunahönnun oftast á ábyrg› arkitekta en hefur þróast og veri› kennd sem sérgrein í verkfræ›i undanfarin ár. Brunahönnun, e›a hönnun bruna varna, felst í a› hanna byggingar og brunavarnir þeirra me› þeim hætti a› fólki og eignum stafi ekki hætta af bruna. Á sí›ari árum hefur einnig veri› huga› meira a› mengun og menningarver›mætum í eldsvo›a. Brunahönnun fjallar m.a. um hönnun flóttalei›a, brunahólfun, brunavarnir bur›arvirkja, vi›vörunar- og slökkvikerfi, útog ney›arl‡singu, reyklosun og sta›setningu brunaslangna. Í stærri húsum og þar sem vænta má fjölmennis eru gjarnan ger›ir ‡msir útreikningar. Sem dæmi má nefna útreikninga á reyk- og hitamyndun og þeim tíma sem þa› tekur fólk a› r‡ma byggingu. Þessar tölur eru sí›an bornar saman til a› tryggja a› öryggi sé fullnægt og a› bur›arvirkjum stafi ekki hætta af hita.

Markvissari aðferðir Þróun greinarinnar hefur veri› mjög hrö› undanfarin ár, ekki síst vegna aukinnar reiknigetu tölva, en reikningar geta veri› mjög flóknir og umfangsmiklir. Einnig kalla stærri og flóknari byggingar og n‡ byggingarefni á n‡jar lausnir. Á›ur fyrr var mest um a› ræ›a forskriftarhönnun, þ.e. a› fari› var eftir ákvæ›um regluger›a, en vi› samningu þeirra var stu›st vi› reynslu. Sí›ustu ár hafa menn æ meir a›hyllst svokalla›a markmi›shönnun, þ.e. a› s‡nt sé fram

á a› fyrirkomulag byggingar og brunavarna uppfylli ákve›nar lágmarkskröfur um öryggi. Þá er stu›st vi› áhættumat sem vinna má eftir ‡msum a›fer›um. Þetta gerir fagmönnum kleift a› fást vi› óvenjulegar byggingar á kerfisbundnari hátt og a› samræma öryggiskröfur milli ólíkra bygginga. Guðrún Ólafsdóttir verkfræðingur á burðarvirkjasviði

Áralöng reynsla Frumherjar hjá VST í hönnun brunavarna voru þau Inga Hersteinsdóttir og Níels Gu›mundsson. Níels hefur um árabil veri› a›albrunahönnu›ur stofunnar. Á sí›ari árum hefur Gu›rún Ólafsdóttir smám saman teki› vi› því starfi og Daví› Snorrason hyggur á sérnám í faginu í haust. Akureyringurinn Þorsteinn Sigur›sson hefur einnig veri› drjúgur í þessum efnum. †msir a›rir hönnu›ir vinna a› brunavörnum, t.d. brunavi›vörunarkerfum, ney›arl‡singu og ú›akerfum. Þetta svi› snertir ennfremur hönnun loftræsikerfa og annarra lagna. Á VST eru starfandi sérfræ›ingar á öllum þessu svi›um og samrá› og samvinna því au›veld. Á sí›ustu árum hefur VST loks fengist vi› alveg n‡ verkefni á þessu svi›i, ger› brunavarnaáætlana, sem unnar eru fyrir sveitarfélög í samvinnu vi› A›gát ehf. Dóra Hjálmarsdóttir og Susanne Freuler hafa me›al annars komi› a› þessum verkefnum.

Minning: Sigrún Hulda Jónsdóttir f. 25. október 1947 - d. 9. apríl 2005 Sigrún Hulda Jónsdóttir kom til liðs við okkur á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen árið 1987 og starfaði sem tækniteiknari öll þau ár sem liðin eru síðan. Fyrst með tússpennann að vopni og síðan miklu lengur tölvuna, skjáinn og lyklaborðið. Lengstum vann hún á húsagerðarsviði við gerð burðarvirkja-, lagnaog loftræsiteikninga. Í samstarfi var Sigrún traust og áreiðanleg. Hún gerði fyrst kröfur til sjálfs sín og síðan til annarra. Lét þó ekki eiga hjá sér ef henni fannst að sér vegið. Oft hafa vinnuhroturnar

verið strangar þegar skiladagur verkefna nálgaðist óðfluga, mátti þá jafnan reiða sig á starfsfýsi hennar og vinnusemi. Og glaðlyndið og jafnlyndið. Við starfsfélagar Sigrúnar á verkfræðistofunni þökkum henni samfylgdina og eigum um hana minningu um heilsteypta og sterka konu, og sendum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Starfsfélagar á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen

13


Kristín Martha

Finnst gaman að klifra Kristín Martha Hákonardóttir kann vel við sig úti í náttúrunni. Í vinnunni er snjórinn rannsóknarefni hennar og í frítíma sínum klífur hún snarbratta kletta og fjöll. Kristín Martha lauk doktorsprófi í straumfræði við University of Bristol í Englandi og í doktorsnámi sínu rannsakaði hún hvernig snjóflóð og hraðskreið kornaflóð flæða um varnarfyrirstöður. Starf hennar á virkjanasviði VST felst einmitt í því að hanna slíkar fyrirstöður eða leiðigarða.

Gangverk: Hvers vegna varð verkfræði fyrir valinu? Kristín Martha: Eftir MR ákvað ég að fara í verkfræði meðal annars vegna þess að það er praktíkst nám, eftir á gæti ég svo farið í eitthvað ópraktískt. Annars langaði mig að læra ansi margt, til dæmis íslensku, sagnfræði, lífefnafræði, jarðfræði og læknisfræði.

Í Siurana í Pradesarfjöllum í Katalóníu á Spáni í maí 2004.

Náttúran hefur reyndar alltaf togað dáldið í mig og það hefur kannski endurspeglast í námsvalinu. Ég lauk námi í byggingaverkfræði við Háskóla Íslands árið 1997 en bætti svo við mig fögum í jarðeðlisfræði veturinn 1998-1999 áður en ég fór út í framhaldsnám. Ætlaðir þú kannski sem lítil stelpa að verða verkfræðingur þegar þú yrðir stór? Sko pabbi er náttúrlega verkfræðingur. Ég man eftir því að þegar ég var svona sjö ára teiknaði ég mig með hjálm að stjórna brúarsmíði þegar við áttum að teikna það sem okkur langaði að verða þegar við yrðum stór. Svo man ég að mig langaði líka að verða hljómsveitarstjórnandi, prestur og sagnfræðingur. Hvernig æxlaðist það að þú hófst að rannsaka snjóflóð? Á meðan ég var í jarðeðlisfræðinni bauðst mér að taka þátt í tilraunavinnu tengdri snjóflóðarannsóknum í háskóla í Bristol í Englandi og flétta inn í það meistaranámi. Á þessum tíma var VST að hanna snjóflóðakeilur neðan Drangagils í Neskaupstað. Þar sem hönnunarforsendur fyrir slíkar varnir voru hreinlega ekki til var ákveðið að rannsaka betur virkni slíkra mannvirkja. Veðurstofan var komin í samband við fræðimenn í Bristol og vantaði íslenskan meistaranema til þess að taka tilraunavinnuna að sér. Þetta leysti líka smá vanda sem ég var í. Ég hafði nefnilega velt því töluvert fyrir mér hvers

14

konar framhaldsnám ég ætti að velja, til hvaða lands mig langaði og í hverju mig langaði að sérhæfa mig. Ég hafði verið að spá í að fara til Noregs til að skoða hafís. Hvers vegna Bristol? Í háskólanum í Bristol er mjög sterkur straumfræðihópur með sérhæfða þekkingu á flæði hvers konar „vökva“ – kviku, vatns, gasa, ösku og núna snævar. Hvað tók svo við eftir meistaranámið? Eftir eins árs meistaranám fór ég upp á Veðurstofu og byrjaði á doktorsverkefninu mínu sem var beint framhald af meistaraverkefninu. Svo var ég líka í því að mæla snjóflóð sem féllu á Íslandi þann vetur og snjósöfnun í upptakasvæðum snjóflóða. Ég byrjaði svo fljótlega doktorsnám í Bristol sem var líka í samstarfi við Veðurstofuna. Já, já auðvitað felst sérhæfing í doktorsnámi. Ég var aðallega að skoða hvernig hraðskreið kornaflóð flæða kringum fyrirstöður. Þær rannsóknir má svo yfirfæra á flæði snjóflóða. Í þeim tilgangi fór ég nokkrum sinnum til Sviss og setti þar af stað lítil snjóflóð á nokkurs konar vörupílspalli hátt uppi í fjalli. Doktorsritgerðina varði ég í mars í fyrra. Hvernig nýtist sérþekkingin þér í starfi? Bara vel. Ég byrjaði hjá VST í febrúar á þessu ári og hef tekið þátt í hönnun varnargarða vegna snjóflóða síðan. Ég hef annars vegar unni› vi› frumhönnun á lei›igar›i á Bíldudal og hins vegar við að gera ráðstafanir til að verja tengivirkishús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal gegn hugsanlegum snjóflóðum. Ég nýti þannig beint þá þekkingu sem ég hef aflað mér í doktorsnáminu í hönnun á vörnum gegn snjóflóðum.


Víkjum að allt öðru. Þú ert mikil áhugamanneskja um klifur, ekki satt? Jú. Ég eyði alltaf meiri og meiri tíma utan á klettum. Á veturna æfir maður í inni-klifurveggjum, það er að segja ef maður er ekki að klifra úti á suðlægum slóðum. Á sumrin kemst maður svo í alvöru kletta hérna heima. Klifur er frábært áhugamál því það felur í sér útiveru. Það er líka mjög fín afslöppun því það krefst 100% einbeitingar. Hvenær byrjaðir þú að klifra? Ég hef alltaf verið mikið úti við í gönguferðum, á skíðum og þannig, svo ég skráði mig í „mountaineering“ klúbbinn í skólanum í Bristol þegar ég kom fyrst út. Þegar ég mætti í fyrsta skiptið átti ég von á labbi um enskt „hálendi“ en í staðinn fórum við beint í kletta. Ég ætlaði aldrei að fara að klifra því ég er mjög lofthrædd – en mér hefur samt alltaf þótt það dáldið svöl íþrótt. Sumarið eftir að ég fór út fór ég með klifurklúbbnum í ferð í frönsku Alpana. Ég var skíthrædd, treysti ekki kerfinu almennilega og þorði rosa lítið að klifra. Svo ég labbaði í staðinn á 3000 m tinda í nágrenninu. Eftir að ég kom heim hélt ég áfram að klifra. Klifurfélag Reykjavíkur hefur komið upp fínni aðstöðu í Klifurhúsinu í Skútuvogi. Þar eru grjótglímuveggir til æfinga. Við værum til í að hafa líka veggi fyrir leiðsluklifur (sportklifur) en til þess þarf húsnæði með minnst 12 m lofthæð. Í Klifurhúsinu eru veggirnir um 4 metrar á hæð og dýnur undir þeim svo línur eru óþarfar. Veggirnir eru mjög góðir til að æfa styrk en okkur vantar mun hærri veggi til að æfa úthald eins og alls staðar annars staðar í heiminum. Við bíðum bara eftir rétta húsinu – og góðum styrktaraðilum.

miðað við sjálfan sig og snöggur að velja auðveldustu leiðina upp. Svo hjálpar mikið að vera þrjóskur. Er keppt í sportklifri? Já. Klifrarar leggja samt meira upp úr því að klifra erfiðar leiðir í klettum en úrslitum á mótum. Í sportklifri eru lei›ir grá›a›ar eftir erfi›leika. Erfi›asta lei›in sem ég hef rau›punkta›, þa› þ‡›ir a› ég hef æft hana á›ur, er grá›u› 7a+í franska grá›ukerfinu. Byrjendur ættu að komast upp leið sem er gráðuð 5a. Erfiðustu leiðirnar í heiminum í dag eru gráðaðar 9b. Er þetta ekki tímafrekt sport? Jú, ef maður vill bæta sig. Það fer mikill tími í æfingar og á sumrin þarf oft að keyra langt til að komast í kletta. Er nokkur tími fyrir önnur áhugamál? Hm, fyrir utan að lesa bækur, fara í bíó, ganga á fjöll, skíða, hanga á kaffihúsum, búa til mat, hlusta á tónlist og þannig fyrirsætudót hef ég aðeins verið í ashtanga jóga. Fyrst úti í Bristol. Það passar vel með klifri því það styrkir mótstæða vöðva við klifrið og eykur liðleika og samhæfingu í líkamanum. Svo hef ég upp á síðkastið verið að æfa mig á harmonikku sem ég fékk frá pabba. Hann keypti hana í Varsjá um daginn. Ég hef smá grunn því ég lærði á píanó í mörg ár. Hver eru markmið þín fyrir framtíðina? Klifra erfiðari leiðir. Viltu eitthvað meira? Ég vil gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur. Gera það sem ég hef gaman að og hafa gaman að því sem ég geri.

Í hverju felst sportklifur? Sportklifur er ein grein innan klettaklifurs. Þá klifrar maður upp allt að 40 m langar leiðir í klettum. Það er fyrirfram búið að koma boltum og augum fyrir í klettunum sem maður getur tryggt sig í með línu á leiðinni upp, svo sígur maður yfirleitt niður þegar leiðinni er lokið. Takmarkið er svo að klifra sífellt erfiðari leiðir. Maður þarf góða fótatækni, vera sterkur

15

Kristín Martha sígur ni›ur úr lei› í Siurana á Spáni.


Líkani› af yfirfallinu í tilraunastofunni í Zurich í Sviss. Vatni› rennur úr tankinum fyrir ofanver›ri mi›ri mynd (Hálslóni) yfir brún yfirfallsins ni›ur í hli›arrennu og þa›an ni›ur yfirfallsrennuna á›ur en þa› steypist ni›ur í gljúfrin ne›st á myndinni.

Líkan af yfirfalli í yfirstærð Yfirfall við Kárahnjúkastíflu er flókið mannvirki og aðstæður mjög sérstakar, ekki síst við neðsta hluta þess þar sem vatninu er steypt ofan í Hafrahvammagljúfur. Orkan í þessum fossi er gríðarleg og rofmátturinn eftir því. Til viðmiðunar má nefna að fallhæð vatnsins niður í gljúfrin er um 90 metrar, en Dettifoss er 44 metra hár.

Vi› enda yfirfallsrennunnar þar sem vatni› steypist ofan í gljúfrin. Arnoldo Baumann, verkfræ›ingur hjá Electrowatt í Sviss og Gunnar Gu›ni Tómasson VST. Rennsli á yfirfallinu 950 m3/s.

Algengt rennsli á yfirfalli verður 150-200 m³/s, sem er um helmingur meðalrennslis í Dettifossi að sumarlagi. Ólíkt aðstæðum við Dettifoss rennur vatnið við Kárahnjúka hins vegar á 90-120 km/klst. hraða áður en að steypist fram af brúninni og fellur niður í gljúfrið! Hönnun yfirfallsins er nú langt komin. Á síðari stigum hefur hún að stórum hluta farið fram í tilraunastofu við Tækniháskólann í Zürich í Sviss, þar sem byggt hefur verið líkan af rennsli um yfirfallið. Líkanið er í mæli-

Hugarleikfimi 1 2 5 11 8 6

? 35 13 27

Hva›a tölu vantar?

kvarðanum 1:45 og engin smásmíð. Til dæmis er í því meira en fjögurra metra hæðarmunur á vatnsborði lónsins og gljúfurbotninum. Hönnun yfirfallsins er í höndum sérfræðinga VST í samvinnu við samstarfsaðila hjá Electrowatt í Sviss og sérfræðinga Tækniháskólans í Zürich. Ýmsir aðrir sérfræðingar voru fengnir víða að til samstarfs um þetta verkefni. Nánar er fjallað um hönnun yfirfallsins á vef Kárahnjúkavirkjunar: www.karahnjukar.is.

2

Sjö manneskjur sátu saman á kaffihúsi og helmingur þeirra er verkfræ›ingar. Hvernig er þa› mögulegt?

Svörin er að finna á vef VST www.vst.is

Profile for Verkís Consulting Engineers

Gangverk 2005 1  

Gangverk 2005 1  

Profile for verkis
Advertisement