a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

F R É T T A B R É F

Hitaveita í Kína

0 1 •0 3•0 2

3

Hundrað ár frá fæðingu Sigurðar Thoroddsen 15

Hátíðarhöld á afmælisári 6 Saga VST 1932-2002 7-14

Rannsóknir á aurburði í Efri-Þjórsá 18


Norðurbakki séður úr norðri í verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar KuiperCompagnons.

Bryggjuhverfi skipulagt á Norðurbakka Nýlega fór fram verðlaunasamkeppni um skipulag nýs bryggjuhverfis á Norðurbakka Hafnarfjarðar. Efnt var til samkeppninnar í janúar og þremur aðilum boðið að gera tillögur. Það voru danska arkitektastofan Schmidt, Hammer & Lassen, Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar ásamt Archús og hollenska arkitektastofan KuiperCompagnons. ø

VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 Fax: 481 3294 ge@vst.is

Tillaga Hollendinganna hlaut fyrstu verðlaun og verður hún þróuð áfram í samvinnu við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Þó var tekið fram að allar tillögurnar muni nýtast að einhverju leyti við áframhaldandi vinnu. Verðlaunatillagan þótti nútímaleg og sýna tillitssemi við nánasta umhverfi án þess að líkja eftir því og sýna jafnframt hugmyndaflug og fjölbreytni. Höfundar hennar lögðu áherslu á að fjaran og hafnarbakkinn yrðu aðgengileg almenningi og varðveita þannig þau einkenni Hafnarfjarðar. Í íbúðabyggðinni á Norðurbakka yrðu um 500-600 íbúðir í 1-7 hæða húsum en byggðin yrði þó mest í 3-5 hæðum. Skipulagssvæðið skiptist í þrjá ólíka hluta. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Norðurbakka taki um þrjú ár. Þetta yrði ein umfangsmesta íbúðaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. Svæðið yrði án efa mjög eftirsótt, enda er það skjólgott og vísar í suður. Stofnað hefur verið hlutafélagið Norðurbakki ehf. sem mun sjá um þróun skipulag og hönnun verkefnisins og er það í eigu Þyrpingar hf., Hafnarfjarðarbæjar og J&K eignarhaldsfélags. ø

Kortið sýnir skiptingu bryggjuhverfisins í þrjá meginhluta.

VST veitti tæknilega ráðgjöf við undirbúning verksins og útbjó útboðsgögn samkeppninnar.

Til hægri er Hafnarbærinn (Harbour Village), fyrir miðju er Byggðarmörk (Land's End) og lengst til vinstri eru Eyjarnar (Islands).

2


Fyrirtæki stofnað um hitaveitu í Kína VST hefur á vegum Enex hf. lokið við gerð hagkvæmniathugunar um hitaveitu í Lishuiqiao í Beijing, höfuðborg Kína, síðla árs 2001. Áætlunin gerir ráð fyrir að hita upp um 400 þúsund fermetra húsnæði í fyrsta áfanga en alls um tveggja milljóna fermetra húsnæði í síðari áföngum. Athugunin hefur leitt í ljós að framkvæmd þessi er hagkvæm og ákveðið hefur verið að reyna ná samningum við kínversku aðilana um samvinnu um uppbyggingu og rekstur hitaveitu í Beijing. Í nóvember 2001 skrifuðu borgarstjóri Reykjavíkur og aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur undir viljayfirlýsingu í Beijing um að stofna fyrirtæki (Joint Venture Company) með Kínverjum um uppbyggingu og rekstur á hitaveitu í Beiyuan Garden í Lishuiqiao í Beijing. Síðan þá hefur verið unnið að gerð samninga milli aðila um slíkt fyrirtæki. Eignaraðild íslenskra aðila, Enex og Orkuveitu Reykjavíkur, verður á bilinu 25 til 45%. Búist er við að niðurstaða liggi fyrir um mitt ár 2002. VST hefur samræmt undirbúning og stýrt samningaviðræðum við Kínverja. ø

Jarðhiti á Olympíuleikum? Í næsta nágrenni á að reisa Olympíuþorpið sem tekið verður í notkun árið 2008 og er nú rætt um að hita hluta af því eða það allt með jarðhita. Frumathuganir eru nú að hefjast á því svæði.

Kínverjar eru byrjaðir að bora eftir heitu vatni á svæðinu og er lokið við borun tveggja hola, önnur um 2.400 m djúp með hitastig um 68°C en hin um 3.600 m djúp og hitastig um 74°C. Við dælingu gefa holurnar um 2.500 m3 á sólarhring. Unnið er nú að borun þriðju holunnar. Dæla verður öllu jarðhitavatni niður aftur í jarðhitageyminn eftir notkun. ø Hitaveitan sem unnið er að því að byggja upp er í Lishuiqiao-hverfi í Beijing, höfuðborg Kína.

Kárahnjúkar í biðstöðu Síðastliðið sumar hófst vinna við útboðshönnun og útboðsgagnagerð vegna Kárahnjúkavirkjunar að undangengnu verkfræðiútboði á Evrópska efnahagssvæðinu. VST er í þessu verkefni í samstarfi með tveimur íslenskum verkfræðifyrirtækjum og tveimur erlendum. Fyrri áfanga verkefnisins, sem er gerð helstu útboðsgagna, lýkur fyrrihluta sumars. Síðari áfanganum, sem er lokahönnun og gerð vinnuteikninga, var frestað, þar sem ekki leit út fyrir að framkvæmdir hæfust í haust. Fyrst var samið um sex mánaða frestun, þegar Norðmenn óskuðu eftir frestun til haustsins 2002, en síðan var samið um að hönnunarvinnu lyki í júní, þegar þeir gáfu til kynna ótímasetta seinkun á því að taka ákvörðun um verkefnið. Fyrir vinnuhóp ráðgjafanna eru þetta vonbrigði, þar sem síðari áfanginn, sem meðal annars felur í sér lokahönnun virkjunarinnar, er um fjögurra ára spennandi verkefni. Þó rofaði fljótt til þegar nýr álrisi sýndi áhuga á verkefninu og virðist hann taka undirbúning sinn föstum tökum. Næstu frétta af áformum aðila er að vænta 19. júlí og er þeirra vissulega beðið með eftirvæntingu.

Kínverjar eru þegar byrjaðir að bora eftir heitu vatni.

3


Heilsuefling starfsmanna Starfsfólk VST vinnur, sem von er, afar mikið fyrir framan tölvur. Því er þess vegna nokkuð hætt við vöðvabólgu og öðrum kyrrsetueða streitueinkennum.

Bílakjallari undir Tjörninni Starfsmenn búa hins vegar svo vel að geta brugðið sér upp á nuddbekk í einu herbergi skrifstofubyggingarinnar og fengið bót meina sinna hjá útlærðum nuddfræðingi og væntanlegum höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, Þorkötlu Sigurgeirsdóttur. Hún hefur unnið á fjármálasviði fyrirtækisins árum saman. Auk verkefna í bókhaldi sinnir Þorkatla heilsueflingu og vinnuvernd starfsmanna og er einn fjögurra fulltrúa í öryggisnefnd fyrirtækisins.

VST tók nýlega þátt í alútboði að loknu forvali um gerð bílakjallara undir Tjörninni í Reykjavík. Stofan tók þátt í tillögugerð með ASK arkitektum og Landslagi en verktaki var ÍAV. Svæðið, sem um ræðir, er í norðurhluta Tjarnarinnar fyrir norðan Stórahólma og nær svæðið frá Tjarnargötu og Fríkirkjuvegi að Vonarstræti. ø Gengið var út frá því að aðkoma bíla yrði frá nærliggjandi umferðaræðum, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi og að tengingin yrði sem greiðust til allra átta. Útgangur fyrir notendur bílakjallarans yrði síðan sem næst miðbænum.

Allur undir vatnsborði Bílakjallarinn er allur undir vatnsborði tjarnarinnar og verður þakplata um 0,8 m undir vatnsfleti. Aðeins uppgangar mega rjúfa vatnsflötinn og þá við Tjarnarbakka. Vatnsdýpi Tjarnarinnar er almennt um 0,6 m og er vatnsyfirborð í 2,1 m hæð yfir sjávarmáli. Á botni tjarnarinnar er botnleðja allt að 2 m þykk en undir henni er lag af sendinni misþykkri möl og síðan klöpp. Austast næst Fríkirkjuvegi er klöppin í 1 m hæð undir sjávarmáli en hún hallar til vesturs og næst ráðhúsinu er hún í 10 m hæð undir sjávarmáli. Verði bílageymslan

4

byggð austarlega í Tjörninni þarf því að sprengja fyrir henni að hluta og sér í lagi ef aðkoman verður frá helstu umferðaræðum.

Allt að 280 stæði Áformað er að bílakjallari rúmi minnst 220 stæði en allt að 280 stæðum. Samkvæmt tilboðum má búast við að kostnaður við hvert fullgert bílastæði nemi á bilinu 3,1-3,9 milljónum króna ef miðað er við 220 stæða kjallara. Verði hann stærri lækkar einingarkostnaðurinn hlutfallslega. Þar sem tillögurnar eru til umfjöllunar hjá dómnefnd er ekki hægt að sýna myndir af tillögum eða greina nánar frá þeim á þessu stigi. Búist er við að mati á tillögum verði lokið í byrjun júní. Áætlað hefur verið að þörf verði fyrir allt að 1000 ný bílastæði í Kvosinni á næstu árum.


Kafli Reykjanesbrautar tvöfaldaður Skrifað hefur verið undir samning milli Vegagerðarinnar og VST hf. um hönnun Reykjanesbrautar í Kópavogi og Garðabæ. Verkefnið felst í fyrsta lagi í forhönnun og verkhönnun vegna tvöföldunar þjóðvegar 41, Reykjanesbrautar milli Fífuhvammsvegar í Kópavogi og Kaplakrika í Hafnarfirði. Veghlutinn sem um ræðir er fjögurra kílómetra langur. Í annan stað felst það í forhönnun á þrennum mislægum gatnamótum á leiðinni við Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg og Urriðaholt. Loks er VST falin verkhönnun vegna fyrstnefndu gatnamótanna við Arnarnesveg. Stefnt er að því að breikkun Rekjanesbrautar verði boðin út á þessu ári en að mislæg gatnamót við Arnarnesveg verði boðin út á miðju næsta ári. ø

Magnús Freyr í vinnugallanum.

VST kafar dýpra í málin! Magnús Freyr Ólafsson, líf- og fiskifræðingur á þróunar- og umhverfissviði VST, hefur nú fengið alþjóðlegt atvinnukafaraskírteini frá Siglingastofnun Íslands. Um er að ræða svokallað C-skírteini en í því felst að Magnús hefur leyfi til þess að sinna atvinnuköfun í froskköfunarbúnaði niður á 30 metra dýpi. VST hefur fest kaup á sérstöku köfunarhylki utan um eina af stafrænu myndbandsupptökuvélum sínum, sem gerir kafaranum kleyft að taka upp myndbönd á allt að 10 metra dýpi. Fyrirtækið getur því notað sinn mann til köfunarverkefna, þar sem áður hefur þurft að kalla til utanaðkomandi aðila.

Yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæðið úr matsskýrslu frá Hnit hf. Nýir vegir eru merktir með rauðum lit, nýir stígar með bláum lit.

5


Fjölbreytt afmælisár VST Hátíðarhöld í tilefni af sjötíu ára afmæli VST eru hafin. Afmælishátíð fyrir starfsmenn og maka þeirra var haldin í Hlégarði 13. apríl sl. Í lok sumars verður haldið afmælishóf í Ármúlanum þar sem viðskiptavinum verður boðið að fagna afmælinu með starfsmönnum og mökum. Þá verður haldin grillveisla fyrir börn, barnabörn og barnabarnabörn starfsmanna. Loks er stefnt að útgáfu afmælisrits um virkjanir landsins á haustdögum. Afmælisárið hófst með því að gengið var frá 70 ára afmælismerki stofunnar sem Gísli B. Björnsson hannaði. Merkið verður notað í allri útgáfu sem tengist afmælisárinu. Í lok sumars er fyrirhugað að halda afmælishóf að Ármúla 4-6 þar sem starfsmenn og makar þeirra munu gleðjast með viðskiptavinum VST í tilefni afmælisins. Í tengslum við hófið er ráðgert að minnast þess að á árinu eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sigurðar Thoroddsen. Sólardag í sumar verður börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum starfsmanna boðið í grillveislu í garði VST við Ármúla til að fagna afmælinu. Undirbúningur hátíðarhalda á afmælisárinu er í höndum afmælisnefndar VST en hana skipa Sigurður Þórðarson, Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir og Flosi Sigurðsson. ø

Veglegt rit um virkjanir Eggert V. Valmundsson flytur ræðu reynda ungliðans.

Í tilefni af afmælinu verður gefið út veglegt rit um virkjanir landsins en stefnt er að því að það verði komið úr prentsmiðju á haustdögum 2002. Helgi Máni Sigurðsson sagnfræðingur var ráðinn til verksins og vinnur hann starf

Afmælisgestir í hátíðarskapi.

sitt í samvinnu við afmælisnefnd VST. Í ritinu verður umfjöllun um virkjanir á Íslandi og nánari lýsing á þeim, sem tengdar eru almenningsrafveitum, hvar þær er að finna og hvað sé áhugavert við þær og nærliggjandi umhverfi. Gísli B. Björnsson og Næst sjá um úlitshönnun afmælisritsins en það verður prýtt fjölmörgum myndum og upplýsandi kortum.

VST ljóminn Afmælishátíð starfsmanna og maka 13. apríl þóttist takast í alla staði mjög vel. Hlégarður var fagurlega skreyttur blómum í litum afmælismerkisins. Borin var fram dýrindis fjórrétta máltíð og Jazztríó Carls Möller annaðist tónlistarflutning. Gestir voru um 150 talsins. Fjölmörg skemmtiatriði og ávörp voru flutt og afmæliskór VST söng fyrir gesti. Meðal skemmtiatriða var frumflutningur virkjanasviðs VST á Virkjanafantasíunni. Tónvísir starfsmenn virkjanasviðs léku þar tónlist á virkjað og óvirkjað vatn af Ströndum. Nýtt markaðsátak VST var kynnt í leikinni kvikmynd þar sem starfsmenn voru í aðalhlutverkum. Loks var hinn ástsæli VST-ljómi sunginn en hann hljóðar svo: Á VST lagnir og ljómandi góðir leysa hvern vanda sem hugsa má sér. Fallegir, frábærir, fjölhæfir, fróðir faglega ráðgjöf þar vel veita þér. Stofan á skilið allt lof sem hún fær sjá veg hennar aukast í dag frá í gær. Sjötíu ára, með kollana klára hún landsmönnum verður að eilífu kær.

Afmæliskór VST syngur um Rósina.

6


1932-2002

1932 Sigurður Thoroddsen hefur sjálfstæðan rekstur á vormánuðum.

’32

Brot úr sögu Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen er elsta verkfræðistofa landsins og eitt fyrsta fyrirtækið, sem hóf að veita sérhæfða ráðgjafarþjónustu hér á landi fyrir fyrirtæki og einstaklinga. VST er nú ein stærsta verkfræðistofa landsins með um 100 starfsmenn. Í sögu VST endurspeglast gríðarmikil uppbygging í íslensku samfélagi á lýðveldistímanum. Starfsmenn stofunnar tóku virkan þátt í nýsköpun landsins eftir seinna stríð þegar skriður kom á ýmsar verklegar framkvæmdir. Frá þeim tíma hefur stofan verið í fararbroddi í mannvirkjagerð á Íslandi.

7

A R ÁÐ UG

1932

ÖF GJ

Á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá stofnun VST hafa um fimm hundruð starfsmenn kappkostað að veita úrvals þjónustu og þróa og beita nýjustu tækni við úrlausn verkefna. Á meðfylgjandi tímaási er saga VST rakin í máli og myndum og sagt frá helstu tímamótum og nokkrum athyglisverðustu verkefnum sem stofan hefur komið að, ýmist ein eða með öðrum.

ÁRA T

Stofan hefur verið brautryðjandi í virkjun vatnsafls og hönnun virkjanamannvirkja. Stofan hefur tekið þátt í hönnun heilu hverfanna í sveitarfélögum víða um land og unnið að vegagerð, brúarsmíði og gangagerð og á öðrum sviðum, svo sem gerð hitaveitna, sundlauga og opinberra bygginga – skóla, sjúkrahúsa og íþróttahúsa.


1937 Síldarmannvirki hönnuð á Hjalteyri fyrir Kveldúlf hf. Sigurður teiknaði öll mannvirki, þ.m.t. verksmiðjuhús, bryggjur, olíugáma og vatnsveitu.

1933 Eftirlitsstarfi sinnt með smíði Landakotsspítala. Sigurður segir það hafa verið eina fasta starfið sem hann hafði á árunum 1932-1934.

1940 Sigurður Thoroddsen tekur að sér ýmsa verktakavinnu fyrir breska hernámsliðið í félagi með tveimur mönnum, Gunnari Bjarnasyni, síðar skólastjóra, og Jóni Gauta, tæknifræðingi. Þessi verktakaumsvif urðu umfangsmikil á stríðsárunum og taldi starfslið þremenninganna á fjórða hundrað manns þegar best lét.

1934 Þátttaka í hönnun á síldarmannvirkjum á Djúpuvík á Ströndum fyrir Hf. Djúpavík. Sigurður teiknaði löndunarbryggju, útskipunarbryggju, færibandaundirstöður og síldarolíugáma.

1933

1934

1935

1936

1933 Hitler nær völdum í Þýskalandi.

1935 Hoover-stíflan tekin í notkun í Bandaríkjunum.

1938 Sundlaugar á Siglufirði og í Eiðaskóla.

1937

1938 1937 Loftskipið Hindenburg ferst.

1939

1940

1939 Síðari heimsstyrjöldin hefst.

’42

1941

1940 Ísland hernumið af Bretum.

1942

1935 Rafveita hönnuð fyrir Eiðaskóla og Hallormsstaðaskóla með virkjun Fiskilækjar og Staðarár. Vatnsaflsvirkjanirnar að Eiðum og Hallormsstað voru hinar fyrstu er Sigurður hannaði og til framkvæmda komu.

1942 Sigurður Thoroddsen tekur sæti á Alþingi sem landskjörinn þingmaður Ísafjarðarkjördæmis fyrir Sósíalistaflokkinn. Sigurður sat á þingi til ársins 1946.

1934 VST flytur í Austurstræti 14. Sigurður fékk tvær litlar stofur hjá Jóni Þorlákssyni, ráðherra, sem átti húsið. Hann var þar með teiknistofu sína þar til hún sprengdi húsið af sér á sjötta áratugnum. Sama ár ákvað Sigurður að gerast ráðgjafarverkfræðingur alfarið.

1939-40 Síldargámar og reykháfur fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði.

8


1945 Undir lok síðari heimsstyrjaldar fjölgar verkefnum mikið og hjólin fara að snúast hjá VST. Stofan tók þátt í byggingu heilu hverfanna í Reykjavík á þessum árum, annars vegar í Hlíðunum, Túnum, Teigum og Sundum í Austurbænum og hins vegar á Melunum og Skjólum í Vesturbænum.

1945 Verkfræðiteikningar gerðar af húsi Halldórs Kiljans Laxness að Gljúfrasteini. Árið 1961 sá VST um járnbendingu sundlaugar við húsið. 1949 Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði gangsett. Unnið var við hönnun vatnsorkuversins á vegum VST á árunum 1947-1949. Virkjunin er enn í notkun og hefur stofan annast endurhönnun hennar á síðari árum.

1943

1944

1945

1944 Lýðveldi stofnað á Íslandi.

1946

1947

1948

1945 Síðari heimsstyrjöldinni lýkur. Kjarnorkusprengju varpað á Hiroshima.

1944 Hafist handa við byggingu Melaskóla. Einar Sveinsson, arkitekt, teiknaði skólann en VST annaðist hönnun járnbendingar.

1949

1952 Sundlaugar í Borgarnesi og Stykkishólmi hannaðar.

1950

1949 NATO stofnað. Átök um inngöngu Íslands.

1950 Hitaveita og vatnsveita á Sauðárkróki. Þetta var fyrsta hitaveituverkefni VST.

1946 Fyrsta járnateikning gerð af Hallgrímskirkju. VST hefur unnið við hönnun og smíði kirkjunnar með hléum fram til dagsins í dag.

9

’52

1951

1952

1951 Varnarsamningur gerður milli Íslands og Bandaríkjanna.

1951 VST vinnur að fjölmörgum verkefnum á Höfn í Hornafirði. Meðal þess sem VST hannaði á þessum árum var vatnsveita, sundlaug, fiski mjölverksmiðja, dæluhús, og kennarabústaðir.


1954 Sigurður Thoroddsen semur fyrstu heildaráætlun um virkjanir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár. Þar eru nú virkjanir við Búrfell, Hrauneyjafoss, Sigöldu, Sultartanga og Vatnsfell.

1957 Laugardalsvöllur, íþróttaleikvangur fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu, tekinn í notkun. Vinna hófst við hönnun vallarins og eldri stúkunnar 1952 og lauk að mestu 1960. Ný stúka var hins vegar reist árið 1996. 1959 Bygging háhýsis við Hátún 8. Í þessu verkefni reyndi fyrst á jarðskjálftareikninga.

1962 Sameignarfélag stofnað um rekstur VST. 1962 Sigurður Thoroddsen semur yfirlitsáætlun um vatnsafl Íslands, að undirlagi Jakobs Gíslasonar raforkumálastjóra. Honum taldist til að virkjanlegt vatnsafl á Íslandi næmi 35 þúsund GWH á ári.

1955 Teikningar gerðar fyrir strengjastokka fyrir símaleiðslur í Reykjavík.

1953

1954 1953 Sir Edmund Hillary klífur Everest fyrstur manna.

1955

1956

1956 Elvis slær fyrst í gegn.

1953 Tvær vatnsaflsvirkjanir gangsettar, hvor í sínum landshluta. Þetta eru Þverárvirkjun í Steingrímsfirði og Laxárvirkjun (Laxá II) í SuðurÞingeyjarsýslu. Laxá var virkjuð fyrst árið 1939 (Laxá I) og þriðja virkjunin (Laxá III) var gangsett 1973.

1957

1958

1959

1957 Rómarsáttmálinn undirritaður, upphaf Evópubandalagsins.

1960 1960 Landsvirkjun stofnuð.

1962

1961 Berlínarmúrinn reistur.

1961 Sigurður Thoroddsen hefur frumkvæði að stofnun Félags ráðgjafarverkfræðinga. Var hann formaður félagsins fyrstu sex árin.

1956 VST flytur á Miklubraut 34 en þar bjó Sigurður Thoroddsen áður.

1958 Grímsárvirkjun í Skriðdal á Fljótsdalshéraði gangsett. Undirbúningur fyrir virkjun Grímsár hófst fyrir alvöru árið 1952 en framkvæmdir fáeinum árum síðar. Hugmyndir voru einnig um virkjun Lagarins en slík virkjun þótti of stór á þessum tíma.

10

’62

1961


1964 Háskóli Íslands eignast tölvu og í kjölfarið semur VST forrit til að hanna vatnsveitur. Forritið var síðan notað við hönnun á vatnsveitum í Kópavogi og á Akureyri.

1969 Virkjun í Smyrlabjargahrauni gangsett. Áform voru fyrst um að virkja ána á fyrri hluta sjötta áratugarins. Hætt var við framkvæmdir þá en undirbúningur hafinn að nýju tíu árum síðar. Í tengslum við þessa virkjun var byggð fyrsta jarðstífla á Íslandi.

1965 Burðarvirki og lagnir hannaðar fyrir Menntaskólann í Hamrahlíð.

1967 Aukin umsvif VST kalla á aukið skrifstofurými. Skrifstofur VST fluttar í nýtt húsnæði í Ármúla 4.

1964 Fyrsta útibú VST stofnað á Akureyri. 1967 Útibú stofnað á Ísafirði.

1963

1964

1965

1963 John F. Kennedy myrtur.

1966 1966 Íslenska sjónvarpið hefur útsendingar.

1967

1971 Veitu- og miðlunarmannvirki við Þórisvatn hönnuð.

1968 1967 Fyrsta hjartaígræðslan.

1969

1970

1969 Fyrsti maðurinn á tunglið.

’72

1971

1972 Skákeinvígið í Reykjavík.

Anna Fjóla Mynd frá svæðinu.

1966 Dráttarbraut í Njarðvík hönnuð. Verkefnið hófst 1965 og lauk þremur árum síðar. Rúmlega þrjátíu árum síðar, 1997, hannaði VST síðan sérstaka málningarskemmu fyrir Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

1968 Laugardalslaug tekin í notkun. VST annaðist hönnun burðarvirkja og lagna. Endurbótum og gerð nýrra setlauga lauk 1986. Stofan vinnur nú að hönnun nýrrar 50 m yfirbyggðrar keppnislaugar og heilsuræktarmiðstöð í viðbyggingu við núverandi Laugardalslaug.

1970 VST annast hönnun vegna endurbyggingar og lagningar slitlags á Suðurlandsveg frá Reykjavík inn í Svínahraun (SV1).

1972 Útibú stofnað í Borgarnesi.

11

1972


1973 Fyrsta tölvan keypt Canola SE-600 frá Canon – 600 stafa.

1975 Lagarfossvirkjun í Lagarfljóti gangsett. Fyrstu hugmyndir um virkjun Lagarins voru viðraðar á 5. áratugnum. Nýjar áætlanir voru gerðar 1966 og á grundvelli þeirra var ákveðið að virkja Lagarfoss. Framkvæmdir hófust árið 1971.

1973 Miklar deilur spinnast um þriðja orkuverið í Laxá, Laxá III, sem er gangsett þetta ár. Raunar tókst aðeins að ljúka fyrsta áfanga af þremur, vegna mikillar andstöðu við ráðgerða stífluhækkun.

1977 Ýmsar leiðir eru kannaðar á 8. áratugnum til að virkja jökulárnar þrjár frá norðanverðum Vatnajökli, Jökulsá á Fjöllum, Jöklu og Jökulsá í Fljótsdal. Ein hugmyndin var að virkja þær allar saman en þær áætlanir voru uppnefndar Langstærsti draumurinn, eða LSD.

1976 Hlutafélag stofnað um rekstur VST.

1973

1974

1975

1976

1973 Eldgos í Heimaey.

1974 VST hannar loftræsikerfi fyrir sögualdarbæinn að Stöng í Þjórsárdal. Stofan gerði þó ekki verkfræðiteikningar af bænum á sínum tíma!

1982 Unnið að hverfisskipulagi Grafarvogshverfis. VST hannaði hverfið og gatnakerfi þess frá grunni. Við hönnun á hverfinu var í fyrsta sinn tekin upp tölvustýrð teiknun og hannaði VST allt gatnakerfið hverfisins í tölvu, fyrst íslenskra verkfræðistofa.

1977

1975 Microsoft stofnað. Apple stofnað ári síðar.

1978

1979 1978 Fyrsta glasabarnið, Louise Brown, fæðist.

1980

’82

1981

1982

1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti fyrst kvenna í heiminum.

1978 Kröfluvirkjun gangsett. Hún var fyrsta mannvirkið, sem virkjaði gufuafl til raforkuframleiðslu, og er því eitt af merkari verkfræðiafrekum síðustu aldar. Unnið var að hönnun Kröfluvirkjunar hjá VST á árunum 1974-1975.

1975 Loftur Þorsteinsson tekur við starfi framkvæmdastjóra af Sigurði Thoroddsen.

1981 Hrauneyjafossvirkjun gangsett. Unnið var að undirbúningi hennar og hönnun á áttunda áratugnum. Tillögur um verkhönnun lágu fyrir árið 1971 en framkvæmdir hófust árið 1978. 1981 Ný hitaveita hönnuð á Akureyri en við hönnun hennar var gert ráð fyrir fimmtán þúsund manna byggð. Á þessum árum kom VST að mörgum veituverkefnum og hannaði m.a. hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar.

12


1986 Starfsmannafélag VST tekur í notkun orlofshúsið Hrafnagil í Skorradal.

1983 Unnið að verkhönnun 20 MW vatnsaflsvirkjunar fyrir Jakobshöfn á Grænlandi í samvinnu við LIC-consult AS í Kaupmannahöfn.

1986 Starfsmenn VST hanna forritið SATS10 fyrir útreikning úr landmælingu, hönnun gatna og tengdum teikningum.

1991 Virkjun í Blöndu gangsett. Virkjunin er hin fyrsta sem alfarið er hönnuð og reist af Íslendingum. Saga virkjunaráforma á svæðinu nær aftur til árins 1949 en 1974 var ákveðið að ráðast í frumhönnun. Verkhönnun lauk 1982 og hófust framkvæmdir nokkru síðar.

1987 Á þessum árum fæst stofan við mörg verkefni sem tengjast gatnahönnun. Árin 1987 og 1988 hannar stofan götur og lagnir í Setbergshverfi í Hafnarfirði og í Keldnaholti og Grafarvogi í Reykjavík.

1991 Ný glæsileg 50 m útilaug tekin í notkun í Kópavogi. Högna Sigurðardóttir, arkitekt, teiknaði laugina en VST sá um burðarvirki og lagnir.

1985 Veitu- og miðlunarmannvirki við Kvíslaveitur hönnuð

1983

1984

1985

1986

1984 Fyrsta Macintosh tölvan frá Apple kynnt.

1987

1988

1989

1990

1986 Reagan og Gorbatsjoff funda í Reykjavík.

1989 Berlínarmúrinn fellur.

’92

1991

1992

1991 Hrun Sovétríkjanna. Persaflóastríðið hefst.

1990 Jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla opnuð. VST annaðist útboð og eftirlit með verkinu, áhættumat og brunahönnun.

1984 Hönnun Kringlunnar hefst en hún var opnuð með viðhöfn árið 1987. Allar teikningar við hönnun Kringlunnar voru unnar í tölvuforritinu AutoCad. Forritið var þá nýkomið á markað og var VST fyrsta verkfræðistofan sem tók það í notkun.

1988 Hönnun íbúðarhúsa aldraðra við Vitatorg hefst. VST annast alla verkfræðiþjónustu.

1991 VST tekur þátt í hönnun og byggingu lakkrísverksmiðju í Gunangzhou í Kína, en stofan sá m.a. um hönnun vélbúnaðar og endurbyggingu verksmiðjuhúsa.

1990 Vinna hefst af krafti við hönnun og gerð útboðsgagna fyrir Fljótsdalsvirkjun.

1992 Viðar Ólafsson tekur við starfi framkvæmdastjóra af Lofti Þorsteinssyni.

13


Tölvuteikning: Onno

1994 Með þátttöku í Virki hf. tekur VST þátt í uppbyggingu hitaveitu í Tanggu í Kína. Einnig er nú í undirbúningi hitaveita í Peking, sem m.a. er ætlað að þjóna Ólympíuþorpinu, sem byggt verður í tengslum við Ólympíuleikana í Peking 2008.

1993

1994

1993 Maastricht sáttmálinn undirritaður.

1993 VST stofnar verkfræðifyrirtæki í Palestínu ásamt fleirum. Fyrirtækið tók þátt í byggingu opinberra bygginga, þ.á.m. lögreglustöð, sem Arafat, leiðtogi Palestínumanna, notaði sem höfuðstöðvar sínar.

1996 Nýr 20 þúsund fermetra kerskáli tekinn í notkun í álverinu í Straumsvík. 1996 Snjóflóðavarnargarðar reistir ofan við byggð á Flateyri. Í fyrsta sinn hér á landi voru hönnuð umfangsmikil varnarvirki á grundvelli straumfræðilegra athugana á snjóflóðum. Mannvirkin sönnuðu gildi sitt í miklum snjóflóðum árin 1999 og 2000.

1995

1996

1995 Jarðskjálftinn mikli í Kobe.

1995 VST fæst við fjölmörg húsagerðarverkefni á tíunda áratugnum. Þeirra á meðal eru hönnun og bygging nýrrar fangelsisbyggingar á Litla-Hrauni (1995), skrifstofubyggingar ÍS í Sigtúni (1995) (mynd), Engjaskóla (1996), íþróttahúss Hauka á Ásvöllum (2000) auk nokkurra stórra skrifstofubygginga.

1998 Hvalfjarðargöng opnuð. Einu göng landsins undir sjó. VST annaðist hönnun veglínu, vegskála, lagna, dælukerfa og áhættumat fyrir verkkaupa.

2000 Útibú opnað í Vestmannaeyjum.

2000 Unnið að tjónamati eftir jarðskjálftanna stóru á Suðurlandi sumarið 2000. 1998 Fyrsti áfangi álvers á Grundartanga, kerskáli með 60 þúsund tonna ársframleiðslu, tekinn í notkun. Síðari áfangi tekinn í notkun á árunum 1999-2000.

1997

1998

1999

1997 Kindin Dolly er fyrsta klónaða spendýr heims.

1999 VST tók þátt í gerð samræmds svæðisskipulags í samvinnu við danska ráðgjafa og Vinnustofu arkitekta. Unnið í verkefninu frá 1998 til 2001.

2002 Mörg mannvirki sem VST hefur komið að eru nú í byggingu. Þeirra á meðal eru Náttúrufræðahús HÍ, Barnaspítali Hringsins, yfirbyggð sundlaug og heilsuræktarmiðstöð í Laugardal (mynd), íþróttamannvirki í Salahverfi í Kópavogi og yfirbyggt knattspyrnuhús í Grafarvogi, Egilshöll.

2000 1999 Selma nær öðru sæti í Eurovision.

2000 Sultartangavirkjun gangsett. Stíflumannvirki var reist á árunum 1982-1984 en hönnun virkjunarinnar hófst 1996. Frárennslisskurðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að hann sést frá tunglinu. Listaverkið Sólalda eftir Sigurð Árna Sigurðsson prýðir inntaksvegg virkjunarinnar. VST sá um hönnun verksins og ráðgjöf.

’02

2001

2002

2001 Stærstu gatnamót landsins, mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar, tekin í notkun. VST sá um hönnun ásamt samstarfsaðilum.

14 Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir, Starfsmenn VST, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Steingríms og fleiri.


Hundrað ár frá fæðingu Sigurðar Thoroddsen

Hundrað ár verða liðin frá fæðingu Sigurðar Thoroddsen 24. júlí nk. Sigurðar er fyrst og fremst minnst sem verkfræðings og fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði virkjunarmála. En Sigurður var meira en verkfræðingur. Hann hafði ríkan áhuga á þjóðfélagsmálum og var um skeið landskjörinn alþingismaður Ísfirðinga. Hann hafði yndi af listum og menningu og var afkastamikill frístundamálari. Loks helgaði hann fjölbreyttum félagsstörfum krafta sína, einkum í félögum verkfræðinga.

Sigurður fæddist árið 1902 á Bessastöðum á Álftanesi en þangað höfðu foreldrar hans, Theódóra og Skúli, flutt frá Ísafirði. Skúli var þar sýslumaður og kaupmaður en var líklega kunnari fyrir þingmennsku og ritstjórn Þjóðviljans eldri. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1908 en þar hafði Skúli reist allstórt timburhús í Vonarstræti 12 sem hvort tveggja var íbúðarhús fjölskyldunnar og prentsmiðjuhús fyrir Þjóðviljann. Heimilislífið í Vonarstræti var iðandi af lífi og mjög litað af pólitík, sem von var á heimili þingmannsins. Stjórnmálaumræðan og agað menntauppeldi mótaði Sigurð fyrir lífstíð. Sigurður segir að frá sínum sjónarhóli hafi pólitíkin verið einföld á æskuárunum. Hún hafi snúist um sambandið við Dani og hann hafi borið Danahatur í brjósti – og það hafi einnig átt við íslenska heimastjórnarmenn.

Stúdent 16 ára Sigurður steig fyrstu skrefin á menntaveginum í Landakotsskóla. Hann skráðist í Menntaskólann beint úr 6. bekk Landakotsskóla eftir að hafa staðist inntökupróf og varð því samferða Bolla bróður sínum, sem var einu ári eldri. Sigurður reyndist ágætur námsmaður og sóttist nám jafnan auðveldlega. Hann las 5. og 6. bekk utanskóla til stúdentsprófs, eins og títt var á þessum árum, og varð stúdent aðeins 16 ára gamall árið 1919. Að námi loknu var Sigurður óráðinn hvað framtíðin bæri í skauti sér. Bolli bróðir hans var harðákveðinn að nema verkfræði en Sigurður segist í ævisögu sinni hafa haft mestan hug á náttúrufræðum, en hafa einnig velt fyrir sér læknisfræði og lögfræði. Eftir eins árs nám í heimspeki við Háskóla Íslands sigldi hann til Hafnar þar sem verkfræðin varð ofan á.

Sigurður nam byggingarverkfræði í Polyteknisk Læreanstalt (Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn) og lauk þar meistaranámi í verkfræði, M.Sc. Á ýmsu gekk á Hafnarárunum eins og íslenskra stúdenta er siður þar á bæ. Skemmtanir voru tímafrekar en einnig próflestur. Lokaprófin voru sérstaklega þung og yfirlesturinn mikill. Sigurður minnist þess í ævisögunni. Á einum stað segir einfaldlega: „Þannig var helvítis vegagerðin einar 6000 síður.“ ø

Fá atvinnutækifæri Þegar Sigurður Thoroddsen lauk verkfræðinámi í Danmörku í ársbyrjun 1927 var ekki unnt að ganga að atvinnu í faginu vísri. Stöður fyrir verkfræðinga voru flestar setnar á Íslandi. Fyrstu árin eftir námið vann Sigurður við ýmis störf. Hann gerði úttekt á hafnarstæðum á Norð-Austurlandi, vann við athuganir á virkjunarmöguleikum, m.a. í fossum Rangáa, og var starfsmaður Vitamálastofu í fjögur ár. ø Eftir að Sigurður hætti hjá Vitamálastofu 1931 ákvað hann að reyna fyrir sér að nýju á eigin spýtur. Hann stofnaði verkfræðistofu á vormánuðum 1932 og smám saman fjölgaði verkefnum unga verkfræðingsins. Sjálfur segist hann hafa gert upp hug sinn á miðju ári 1934 að gerast ráðgjafarverkfræðingur alfarið. Þá hafði Sigurður hafnað nokkrum tilboðum um stöður í embættismannakerfinu, m.a. hjá Vitamálastofu og sem skipulagsstjóri Reykjavíkurbæjar. Rekstur verkfræðistofunnar fór rólega af stað og segir Sigurður í endurminningum sínum að reksturinn hafi verið fremur lítill allt fram til loka seinna stríðs. Hann tók að sér kennslu meðfram rekstri stofunnar og las meira að segja læknisfræði með vinnunni á stofunni fyrstu tvö árin. Frá stríðslokum óx reksturinn óðfluga einkum vegna áhrifa nýsköpunarinnar með framkvæmdum á ýmsum sviðum. ø

15


Hundrað ár frá fæðingu Sigurðar Thoroddsen

1

1 Sigurður um 1904. (Mynd MaÓ) 2 F.v: Júlíus Björnsson, Gunnar Bjarnason, Sigurður Ólafsson, Sigurður Thoroddsen og Jakob Gíslason.

3 Sigurður og Gunnar Bjarnason í Kaupmannahöfn að morgni dags 1922.

Margfróður og stálminnugur Starfsfélagar minntust Sigurðar í minningargrein árið 1983. Þar sagði meðal annars: „Sigurður var snjall verkfræðingur en sýslaði auk þess við býsna margt. Hann var gæddur stálminni og svo athugull var hann að fátt fór fram hjá honum. Hann hafði þann hátt á að setja vandamál í undirvitundina, og vitja lausna þegar á þurfti að halda. Hann var margfróður í náttúrufræðum, skógræktarmaður og umhverfisverndarsinni, þótt hið síðarnefnda vægist stundum á við virkjanafrumkvöðulinn. ... Sigurður var jafnan í ljúfu skapi og stundum leiftrandi fyndinn, en hann átti sér einkaorðfæri sem ekki hentar öðrum. Samkomumaður var hann góður og jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem við átti.“

3

2

Brautryðjandinn

Þingmaðurinn

Þótt Sigurður hafi sinnt öllum verkfræðistörfum hefur nafn hans ævinlega mest verið tengt virkjunum, rannsóknum á því sviði og hönnun virkjanamannvirkja. Frumraun sína þreytti hann með gerð áætlana um virkjun Árbæjarfoss og Tungufoss í Ytri- og InnriRangám árið 1928. Sjö árum síðar hannaði hann sínar fyrstu vatnsaflsvirkjanir, að Eiðum og í Hallormsstað, í félagi við Jakob Gíslason, síðar raforkumálastjóra.

Eins og áður segir var pólitíkin Sigurði í blóð borin. Faðir hans og Þórður föðurbróðir hans voru báðir þingmenn um árabil og tvö systkini hans, Skúli og Katrín, sátu um tíma á Alþingi og í borgarstjórn. Sigurður hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og hafði róttækar hugsjónir. Hann studdi Sósíalistaflokkinn og var fenginn í framboð árið 1942 í Ísafjarðarkjördæmi. Sigurður var kjörinn á þing þetta ár sem landskjörinn þingmaður Ísfirðinga og sat kjörtímabilið allt til ársins 1946. Sigurður lét raforkumál sig mestu varða á þingi. Þingmennskuna segir hann hafa verið þroskandi reynslu, ekki síst hafi það komið sér vel að læra að koma fyrir sig orði í ræðu.

Rannsóknir Sigurðar á vatnsafli Íslands reyndust afar þýðingarmiklar. Allra fyrstu heildaráætlun um vatnsorku á Íslandi, sem birtist árið 1919, gerði Jón Þorláksson, verkfræðingur. Sigurður hóf sínar athuganir í frístundum en kynnti fyrstu yfirlitsáætlun sína um vatnsafl Íslands á norrænni ráðstefnu árið 1952. Hann gerði síðan nýja áætlun árið 1962 á grundvelli ítarlegri gagna og taldist honum þá til að virkjanleg vatnsorka í meðal vatnsári næmi 35 þúsund GWH á ári. Í erindi sem Sigurður flutti til kynningar á heildaráætluninni árið 1962 segir m.a. að þjóðin væri „vel birg að því er vatnsorku varðar næstu 70-80 árin. Það er þó að segja, ef vel og skynsamlega er á haldið og vatnsafl okkar nýtt með þjóðarhag fyrir augum, en því ekki sleppt í hendur erlendra auðfélaga, að lítt athuguðu máli.“ Jakob Gíslason, raforkumálastjóri og góður vinur Sigurðar, skrifaði í minningargrein um hann að með brautryðjendastarfi sínu hefði Sigurður átt drjúgan þátt í góðri nýtingu orkulinda landsins.

16

Þótt þingferill Sigurðar yrði ekki langur var hann kjörinn til starfa í fjölmörg ráð og nefndir einkum á sérsviði sínu. Hann sat m.a. í raforkuráði 1947-1949, í Náttúruverndarráði 1956-1972. Hann var skipaður í ráðgjafarnefnd í virkjunarmálum 1957 og útboðsnefnd 1959. Þá sat hann í stjórn Landsvirkjunar á árunum 1965-1969 og í raforkunefnd frá 1971-1975. Sigurður var í senn virkjunarsinni og náttúruverndarsinni. Hann var alla tíð talsmaður hófsamrar nýtingar virkjunarkosta, sem sannanlega væru hagkvæmir. Hann var einnig málsvari þess að náttúru landsins yrði ekki spillt við mannvirkjagerð nema ríkir hagsmunir krefðust. Í grein sem hann skrifaði í Tímarit verkfræðinga árið 1955 skrifar hann um mikilvægi náttúruverndar, ekki síst í tengslum við mannvirkjagerð. Í greininni segir að verkfræðingum beri „beinlínis skylda til að sjá um að mannvirkjagerð sé svo af höndum leyst, að sem til minnstra lýta verði í landslagi, því ef svo verður, er gengið á rétt almennings, en heill hans á verkfræðingurinn að bera fyrir brjósti ...“.


Loftur Þorsteinsson 6

5

Hann hóf snemma störf við hönnun og undirbúning vatnsaflsvirkjana, fyrst hjá Raforkumálastjóra og síðar hjá VST. Á árunum 1961-1975 var hann prófessor við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands og samdi þá meðal annars kennslubækur í burðarþolsfræði og landmælingu sem mikið eru notaðar.

4

Frístundamálarinn

Virkur í félagsmálum

Myndlistin var áhugamál Sigurðar alla ævi. Segist hann hafa haft yndi að því að teikna og fara með liti frá barnsaldri. Hann fékk nokkra tilsögn í gagnfræðadeild Menntaskólans en fékk einnig hvatningu frá móður sinni og Muggi frænda sínum, sem gat sér gott orð á myndlistarsviðinu. Hann teiknaði þó nokkuð á Hafnarárunum og skissaði stundum myndir í bréf sín, sem hann sendi vinum og vandamönnum heima á Fróni.

Sigurður var mjög virkur í félagsstarfi verkfræðinga. Hann beitti sér fyrir stofnun Félags íslenskra ráðgjafarverkfræðinga árið 1961 að erlendri fyrirmynd og var formaður félagsins til 1966. Hann var sérstaklega áhugasamur um að koma á samræmdum siðareglum ráðgjafarverkfræðinga hérlendis þar sem megin áhersla væri lögð á að ráðgjafarverkfræðingurinn væri óháður öðrum viðskiptahagsmunum en þeim sem snerta ráðgjafarþjónustuna. Hann var einnig formaður Verkfræðingafélags Íslands á árunum 19621964.

Sigurður hélt áfram að teikna og mála eftir að hann stofnsetti verkfræðistofuna. Þegar verkefnin voru af skornum skammti hóf hann að teikna skopmyndir af fólki sem átti erindi á stofuna. Hann gerði einnig tilraunir með vatnslitamyndir og þrykkmyndir. Sigurður hélt fáeinar sýningar á myndum sínum og tók m.a. þátt í samsýningu skopmyndateiknara snemma á sjötta áratugnum. Sigurður lagði pensilinn á hilluna á árunum frá 1954 til 1967 – að eigin sögn vegna anna í verkfræðistörfum. Myndlistaráhuginn blossaði þá upp að nýju og hóf Sigurður að mála vatnslitamyndir í gríð og erg. Árið 1972 átti Sigurður orðið svo margar myndir að hann ákvað að efna til sýningar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin var vel sótt og margar myndanna seldust. Sigurður átti einnig myndir á haustsýningum FÍM á árunum 1974-1977 og loks var haldin sýning á vatnslitaverkum hans á Kjarvalsstöðum í júní 1977. ø

Verkfræðistofuna rak Sigurður af krafti en einnig af hugsjón og sanngirni. Sjálfur þakkaði hann velgengni stofunnar því úrvalsfólki sem réðist á stofuna. Verkfræðistofan var gerð að sameignarfélagi fimm manna árið 1962. Nýjum félögum hefur síðar verið bætt við er unnið hafa vissan árafjölda og reynst vel. Nú eru eigendur VST 39 talsins. Sigurður lét af starfi framkvæmdastjóra í árslok 1974 og seldi þá hlut sinn í verkfræðistofunni. Hans verður ávallt minnst sem brautryðjanda, sem stofnaði fyrstu verkfræðiskrifstofu landsins, og frumkvöðuls á margvíslegum sviðum rannsókna og mannvirkjagerðar á Íslandi. Sigurður lést í júlí 1983, þá nýorðinn 81 árs gamall. Hann var tvíkvæntur og eignaðist átta börn.

4 Vatnslitamynd eftir Sigurð. 5 Skopmynd af Páli Ísólfssyni. 6 Sjálfsmynd eftir Sigurð.

Loftur Þorsteinsson tók við starfi framkvæmdastjóra hjá VST árið 1975 og gegndi því starfi til ársins 1992.

Við þessa samantekt var einkum stuðst við endurminningar Sigurðar Thoroddsen sem gefnar voru út árið 1984 undir heitinu „Eins og gengur“ og nokkrar minningargreinar um Sigurð.

17

Loftur stýrði um tíma virkjanasviði VST og lagði þar ásamt öðrum grundvöll að skipulegum vinnubrögðum við hönnun og áætlanagerð virkjana. Á því sviði var hann brautryðjandi og liggja eftir hann ýmis ritverk sem eru notuð enn í dag en hafa ekki verið gefin út með skipulegum hætti.

Jafnframt stjórnunarstörfum sínum starfaði hann sem sérfræðingur í virkjanarannsóknum og vann að áætlunum um vatnsafl Íslands og nýtingu þess. Síðustu ár sín hjá verkfræðistofunni vann hann að ýmsum áætlunum um nýtingu á vatnsafli Íslands m.a. í tengslum við hugmyndir um að leggja 500 MW sæstreng frá Austfjörðum til Evrópu. Ennfremur tók hann fyrir Íslands hönd þátt í vinnu um skipulag orkumála á vettvangi Alþjóðaorkuráðsins. Fyrir störf sín hefur Loftur hlotið ýmsar viðurkenningar og er hann heiðursdoktor í verkfræði við HÍ. Framlag Lofts í verkfræði og þá einkum til virkjanahönnunar og áætlana um orkumál skiptir verulegu máli í sögu verkfræðinnar á Íslandi.


Aurburður Mynd 2: Eyramyndun efst í Sultartangalóni.

Kvíslar frá Hofsjökli

Þjórsá

Kvíslaveita 6 Kvíslaveita 5 Þjórsárlón

Vesturlón Kvíslar frá Hofsjökli

Þjórsárskurður

Kvíslaveita 1-4 Norðlingaölduveita Norðlingaöldulón

Göng til Sauðafellslóns

Kvíslar (Kisa)

Sultartangalón

Tungnaá

Til Sultartangavirkjunar

Mynd 1: Kerfi núverandi og hugsanlegra lóna í Efri-Þjórsá.

Á undanförnum árum hefur VST unnið að viðamiklum aurburðarrannsóknum fyrir Landsvirkjun. Markmið rannsóknanna er að geta spáð fyrir um umhverfisáhrif setmyndunar í uppistöðulónum, áhrif setmyndunar á líftíma lóna og aurburð í gegnum lón til vatnsvega virkjana. VST hefur meðal annars lagt mat á aurburð og setmyndun í Efri-Þjórsá. Á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru nú fimm virkjanir, við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjarfoss, Sultartanga og Búrfell. Einnig er Búðarhálsvirkjun á teikniborðinu ásamt Norðlingaölduveitu, en mat á umhverfisáhrifum hennar var auglýst af Skipulagsstofnun í lok apríl 2002. Vatni úr Efri-Þjórsá er veitt til þessara virkjana með kerfi af veitulónum, miðlunarlónum, skurðum og árfarvegum eins og sést á mynd 1. Megin miðlunarlónið er Þórisvatn, um 1400 Gl. Helstu veitulónin eru Þjórsárlón (hluti Kvíslaveitu 5), sem veitir efsta hluta Þjórsár inn í Kvíslaveitukerfið, Hreysislón, Kvíslavatn og Dratthalavatn, sem eru hluti af Kvíslaveitu, og loks Sauðafellslón, sem veitir vatni úr Köldukvísl og frá Kvíslaveitu til Þórisvatns. Þjórsárlón er efsta lónið í farvegi Þjórsár, en um 30 km neðar í farveginum er fyrirhugað lónstæði Norðlingaöldulóns, sem ætlað er að veita hluta Þjórsár (á þeim stað) um göng til Sauðafellslóns og þaðan til Þórisvatns. Í dag rennur Efri-Þjórsá neðan Þjórsárlóns hins vegar öll til Sultartangalóns, þar sem miðlunargeta er takmörkuð. Af þessari upptalningu er ljóst að veitukerfið í Efri-Þjórsá er orðið flókið og samspil lóna mikilvægt. Þetta á ekki síst við um aurburðinn í kerfinu.

Aurburður Sigurður M. Garðarsson Sigurður er sérfræðingur á virkjana- og jarðtæknisviði. Hann fæst meðal annars við straumfræðilega hönnun, vatnafræði, aurburðarrannsóknir og umhverfisverkfræði.

Aurburður er flutningur á aur með streymi vatns. Aurinn verður til úr bergmylsnu, í einni eða annarri mynd, sem hefur molnað niður vegna rofáhrifa útrænu aflanna. Útrænu öflin eru drifin áfram af orku sólar og eru þau helst frost, úrkoma, rennsli vatns, jöklar, vindur og sjávargangur. Útrænu öflin eru í stöðugri baráttu við innrænu öflin, landrek, eldsumbrot og jarðskjálfta sem hlaða upp land og koma í

18

veg fyrir að jörðin sé marflöt. Rof og flutningur efnis frá einum stað hefur alltaf í för með sér setmyndun á öðrum stað, yfirleitt á láglendi eða í sjó. Þannig á sér stað hringrás af efni sem svipar til hringrásar vatns, en þó á margfalt lengri tímaskala. Öll fljót og ár bera fram aur en í mjög mismiklum mæli. Lindár bera yfirleitt lítið fram, hafa lágan styrk af aur í hverjum lítra, en jökulár, vegna rofafls jökla, bera mikið fram og hafa því háan aurstyrk sem sést glögglega á lit þeirra.

Flókið ferli að meta aurburð Þegar kom að mati á umhverfisáhrifum hugsanlegs Norðlingaöldulóns varð strax ljóst að aurburður til lónsins og setmyndun í því myndu vera mikilvægur þáttur í matinu. VST var falið, í samvinnu við Almennu verkfræðistofuna, að vinna kerfisbundið mat á aurburði og setmyndun í þeim lónum sem þegar eru á svæðinu í þeim tilgangi að afla grunngagna fyrir mat á aurburði og setmyndun í Norðlingaöldulóni. Mat á aurburði í ám er erfitt og flókið ferli þar sem aurburður er háður mörgum ólíkum þáttum. Öruggasta aðferðin við að mæla aurburð er að búa til setgildru og mæla hversu hratt hún fyllist með tíma. Slíkt er þó ekki raunhæft að gera í stórri jökulá eins og Þjórsá þar sem setgildran myndar í raun stórt lón. Hins vegar vill svo til að slíkt hefur í raun verið gert neðst í Efri-Þjórsá (reyndar ekki í þeim tilgangi) með byggingu Sultartangalóns um miðjan níunda áratuginn. Lónið virkar þannig í raun sem setgildra og mælir þann aur sem berst til þess með Efri-Þjórsá. Mynd 2 sýnir hluta aursins sem hefur sest út í Sultartangalóni í formi eyrarmyndunar efst í lóninu. Myndin var tekin í september 2001 við lónstöðu 296,5 m y.s.


í Efri-Þjórsá

Aurburður vatnsfalla er mjög breytilegur: Árlegur aurburður „Meðalstyrkur“ (millj. tonna) aurs (g/m3)

Landsvirkjun lét gera nákvæmar mælingar á botni lónsins árið 1989 og aftur árið 2000. VST fékk gögnin og reiknaði mismun mælinganna tveggja og út frá honum metið hversu mikill aur hefur sest í lónið á þessu tímabili. Með því að áætla hversu mikill hluti aursins kemst í gegnum lónið (fínasti hluti aursins) er hægt að reikna út heildaraurburð til lónsins. Niðurstöður útreikninganna sýna að um 1,5 milljónir tonna af aur settust að jafnaði árlega í lónið á tímabilinu, sem þýðir að um tvær milljónir tonna hafi borist til lónsins árlega. Á grundvelli þessara niðurstaðna er metið hversu mikið jökulsvæðin og um leið hver hluti vatnasviðs árinnar gefa af sér af aur.

ekki áður verið notað hér á landi til að gera líkan af setmynduninni innan og ofan lónsins. Niðurstöður líkansins sýna meðal annars hvernig aurkeilan þróast inn í Norðlingaöldulón (mynd 3) og hversu mikið aurarnir ofan lónsins munu hækka með tíma.

Aurburður til Norðlingaöldulóns Að lokinni ofangreindri grunnvinnu lá fyrir áreiðanlegt mat á magni aurburðar til Norðlingaöldulóns. Þó er ekki nægjanlegt að vita hvert magnið er, þar sem það er ekki síður mikilvægt að spá fyrir um hvernig og hvar aurinn muni setjast til í lóninu. Þetta er sérstaklega mikilvægt varðandi Norðlingaöldulón, þar sem nyrsti hluti þess teygir sig inn í Þjórsárver. VST réðst því í að setja upp bandarískt aurburðarreiknilíkan, HEC-6, sem hefur

1800

Mississippi 210

400

Amazon 900

150

Gula fljótið 1600

35000

Yangtze 530

1200

Jökulsá á Dal 10

3000

Þjórsá (Norðlingaalda) 2 1200

Mynd 3: Þróun aurkeilu inn í Norðlingaöldulón. Laxá 0,05

40

Setmyndun í uppistöðulónum og aurburður í gegnum lón hefur áhrif á ýmsa þætti í umhverfi og rekstri virkjana:

Samspil lóna Málið er þó ekki alveg svona einfalt þar sem gera þarf ráð fyrir samspili við þau lón sem eru þegar í farvegi Efri-Þjórsár ofan við Sultartangalón. Þjórsárlón var myndað 1997 og tekur því í dag hluta af þeim aur sem áður barst til Sultartangalóns, annað hvort í formi setmyndunar í Þjórsárlóni eða veitir honum inn í Kvíslaveitukerfið um Þjórsárskurð. Með því að nota niðurstöður útreikninga á setmyndun í Sultartangalóni er gera ráð fyrir því að tæplega hálf milljón tonna af aur berist árlega til Þjórsárlóns og þar af setjist rúmlega 300 þúsund tonn þar til. Þetta þýðir að lónið verður orðið hálffullt eftir um 30 ár. Miðað við núverandi aðstæður má loks gera ráð fyrir að Sultartangalón verði orðið hálffullt af aur eftir um 80 ár. ø

Ganges 1670

Stærð aurkeilu eftir: 10 ár 20 ár

40 ár

60 ár

Friðlandalína Þegar útbreiðsla aursins innan og ofan lónsins liggur fyrir er hægt að gera tillögur að mótvægisaðgerðum, til dæmis byggingu varnargarða eða dælingu aurs, ásamt því að skoða hvaða áhrif lónstýring hefur á dreifingu setsins. Einnig má með líkaninu spá fyrir um afturkræfni farvegarins ef Norðlingaöldustífla yrði fjarlægð eftir að rekstri veitunnar er hætt. Áhrif Norðlingaöldulóns á líftíma Sultartangalóns eru veruleg þar sem líftíminn mun lengjast um svipaðan tíma og nemur rekstrartíma Norðlingaöldulóns. Eftir því sem veitu- og miðlunarlónum fjölgar verður flutningur aurs innan og á milli vatnasviða sífellt flóknari. Því er ljóst að nákvæmur skilningur á aurburði Efri-Þjórsár er mikilvægur, bæði með tilliti til reksturs lónanna og ekki síður með tilliti til umhverfisáhrifa núverandi og hugsanlegra lóna.

19

Áhrif á umhverfi • Fokhætta úr eyrum efst í lónum • Auramyndun ofan lóna • Rofhætta neðan lóna • Tilflutningur aurburðar á milli vatnsfalla/vatnasviða Áhrif á rekstur • Minnkandi miðlunarrými • Líftími lóna • Erfiðleikar við inntaksvirki/botnrásir • Slit vatnsvéla Spár um aurburð og setmyndun styðjast við: • Mælingar á aurburði • Mælingar á setmyndun • Fræðilega greiningu á aurburði • Kornastærðargreiningu • Reiknilíkön sem herma aurburð og setmyndun í lónum


Breytingar á Vesturlandsvegi VST vinnur nú að gerð frumáætlana um breytingar á Vesturlandsvegi (Hringvegi 1) milli Víkurvegar í Reykjavík og Skarhólabrautar í Mosfellsbæ. Breikka á Vesturlandsveg úr tveimur akreinum í fjórar og athuga möguleika á nýju vegstæði á vegarkafla norðan Korpu. Í verkefninu felst að gerð verða frumdrög að mislægum gatnamótum við Hallsveg og Korpúlfsstaðabraut og að nýjum brúm yfir Korpu, þar sem Vesturlandsvegur og Hallsvegur þvera ána. Þá verða einnig gerð frumdrög að nýrri stofnbraut inn með suðurhlíðum Úlfars-

fells í framhaldi af Hallsvegi, en sá vegur verður helsta samgönguæð nýrrar byggðar, sem þar er fyrirhuguð. Samkvæmt rammaskipulagi sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir um 15-17.000 manna byggð á þessu svæði.

Yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæðið frá Vegagerðinni.

VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is

Verðlaunagáta Fréttabréf VST 1. tbl. 3. árgangur, júní 2002 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Gísli B. Útgáfuráðgjöf: Boðberi almannatengsl Uppsetning: Næst... Prentun: Gutenberg Forsíðumynd: Sig. Th. á skrifstofu sinni í Austurstræti á 5. áratugnum. Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

Áhöfn sjóræningjaskips rænir 1000 gullpeningum. Fengnum þurfa þeir að skipta á milli sín, en í áhöfninni eru fimm sjóræningjar og eru þeir kallaðir sjóræningi 1, 2, 3, 4 og 5.

Tillaga er aðeins samþykkt ef meirihluti sjóræningjanna sættir sig við hana. Hafa þarf í huga að þessir sjóræningjar eru óendanlega snjallir, blóðþyrstir og fégráðugir. Sjóræningi samþykkir tillögu þá og því aðeins að hann viti að hann fengi minna ef hann gerði það ekki.

Þeir mega hver um sig koma með tillögu að skiptingu fengsins og númer 5 má gera fyrstu tillögu. Tillaga hans verður annað hvort samþykkt eða honum hent fyrir borð. Ef svo fer má númer 4 gera tillögu og svo koll af kolli.

Hvaða tillögu gerir sjóræningi númer 5?

?

Lausnir á gátunni má senda á dkb@vst.is eða til Dóru Kristínar á VST fyrir 25. júní. Þá verður dregið úr réttum lausnum og tveimur snjöllum lesendum fréttabréfsins boðið í mat fyrir tvo á Apótekið í Austurstræti. ø Svarið verður að finna á www.vst.is eftir 25. júní.

Profile for Verkís Consulting Engineers

Gangverk 2002 1  

Gangverk 2002 1  

Profile for verkis
Advertisement