Page 1

ÞRÍVÍÐ LANDLÍKÖN MEÐ AÐSTOÐ LIDAR ÞYRILDIS


ÞJÓNUSTA Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar LIDAR skanna (e. light detection and ranging) sem flogið er með þyrildi (e. drone). Unnið er í samstarfi við Svarma ehf. sem hefur sérhæft sig í notkun þyrilda. Með þessari nýju tækni verður uppmæling mannvirkja og/eða umhverfis mun fljótlegri og nákvæmari en ella. LIDAR skönnun gefur mestu nákvæmni í landmælingum sem býðst í dag. Með LIDAR er hægt, í fyrsta skipti á Íslandi, að gera nákvæmt líkan af yfirborði snjós, íss, jökla og annarra einsleitra yfirborða þar sem að fótogrammetría virkar ekki. Þar sem fyrir eru hættulegar aðstæður eykur notkun LIDAR skönnunar öryggi mælingarmannsins. Hjá Verkís og Svarma starfa sérfræðingar í þessari tækni til hagræðingar fyrir viðskiptavini sína.


LIDAR SKÖNNUN MEÐ ÞYRILDI Flugið gerir það kleift að skanna viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhornum til að fá heildaryfirsýn. Afurðin er punktský (e. point cloud). Punktskýið myndar þrívítt líkan af viðfangsefninu. Almennt dugar punktskýið til viðmiðunar en í sumum tilvikum er það notað til að teikna upp líkan. Hægt er að flokka (e. classify) punktaskýið í ýmsa þætti svo sem mannvirki, hágróður, lággróður, jörð og fleira og þannig auðveldlega fjarlægja burt þá hluti sem ekki eru áhugaverðir.


NOTKUN Líkön sem búin eru til með LIDAR henta sérstaklega vel þegar skanna þarf inn margvíðan strúktúr svo sem háspennumöstur, fjarskiptamöstur, röralagnir og fleira sambærilegt. Enn fremur hentar LIDAR einkar vel til líkanagerðar þegar fjarlægja þarf gróður úr líkani svo sem tré, lúpínu, hátt gras og aðrar óæskilegar breytur. Skönnuð mynd af mannvirki nýtist sem undirlag við hönnun og greiningu af ýmsu tagi. Skönnun minnkar áhættu og hugsanlegt ósamræmi í viðhaldi og endurbótum. Á framkvæmdartíma er hægt að beita skönnun í eftirliti, t.d til að bera hönnunarlíkön saman við eiginlega framkvæmd.


NOTKUNARSVIÐ Hönnun: • Þrívítt líkan af fyrirliggjandi aðstæðum. • Greining staðhátta vegna nýbygginga og framkvæmda. • Líkanagerð af yfirborði jökla og snjós. • Kortlagning á gróðri, lífmassa, hæð og undirlagi. • Líkanagerð af margvíðum strúktúr svo sem háspennu og fjarskiptamöstrum. • Yfirborðslíkan (DTM) með gróðri og mannvirkjum fjarlægð. Framkvæmd: • Samanburður framkvæmda-þátta við BIM líkön. • Regluleg magntaka við jarðvinnu. • Eftirlit vegna krafna um nákvæmni. Annað: • Jöklarannsóknir • Skrásetning fornminja • Framkvæmdaeftirlit • Eftirlit mannvirkja svo sem á hásepnnulínum • Líkanagerð snjóalaga fyrir ofanflóðahermun • Skönnun jarðganga


Lidar skanni Verkís notar RIEGL miniVUX-1UAV skanna ásamt hugbúnaði frá RIEGL. Þetta er tæki sem getur skannað umhverfi sitt með mikilli nákvæmni á skömmum tíma. Á tækinu er myndavél sem tekur ljósmyndir á sama tíma og tækið skannar umhverfið, með þessum upplýsingum má lita punktaskýið í raunverulegum litum í eftirávinnslu og þannig fá mjög raunverulegt landlíkan. RIEGL miniVUX-1UAV, eiginleikar: • Mælir vítt sjónsvið, getur skannað meira en 180°. • Mælir 100 þúsund punkta á sek. • Dregur allt að 250m. • Skekkjumörk +/- ±0mm.


HAFĂ?U SAMBAND verkis@verkis.is svarmi@svarmi.com


Verkís verkis@verkis.is Ofanleiti 2 103 Reykjavík +354 422 8000 www.verkis.is

Svarmi svarmi@svarmi.com Árleyni 22 112 Reykjavík +354 555 1338 www.svarmi.is

Profile for Verkís Consulting Engineers

Þrívíð landlíkön með aðstoð lidar þyrildis  

Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar Lidar skanna sem flogið er með þyrildi. Unnið er í samstarfi við Svar...

Þrívíð landlíkön með aðstoð lidar þyrildis  

Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar Lidar skanna sem flogið er með þyrildi. Unnið er í samstarfi við Svar...

Profile for verkis
Advertisement