Glaðvakandi 2021

Page 1


2

GLAÐVAKANDI

Útgefandi / Publisher Vaka, hagsmunafélag stúdenta Ritstýra / Editor in Chief Urður Helga Gísladóttir Hönnun / Design Stefanía Elín Linnet Prentun / Printing Háskólaprent Glaðvakandi 13. nóvember 2021


GLAÐVAKANDI

3


4


ÁVARP FORSETA

BIRTA KAREN TRYGGVADÓTTIR

Kæri lesandi,

Dear reader,

Margir segja að menntaskólaárin séu bestu ár ævinnar, það var þó ekki alveg mín upplifun. Vissulega var menntaskóli mjög skemmtilegur en háskólinn er töluvert skemmtilegri og á ég meðal annars Vöku það að þakka. Ég gekk til liðs við Vöku á öðru ári í háskólanámi, ég byrjaði í málefnanefnd, tók svo sæti á lista í kosningum til Stúdentaráðs í vor og gegni nú embætti forseta. Það sem heillaði mig mest við Vöku er krafturinn í fólkinu sem starfar í Vöku en auk þess er andinn innan hreyfingarinnar svo hvetjandi. Félagslífið innan Vöku skemmir svo ekki fyrir en við elskum að halda góð partý.

Many say that high school is the best years of your life, but that was not quite my experience. Of course, high school was a lot of fun, but university is a lot more fun and I owe it to Vaka. I joined Vaka in my second year of university, I started on the Issues Committee, then I was on Vaka’s list for the elections to the Student Council this spring and now I hold the position of president. What fascinated me most about Vaka was the power of Vaka’s members, but in addition, the spirit within the movement is so inspiring. The social life within Vaka does not hurt, but we love to have a good party.

Þið sem að kannist við Vöku rekið eflaust upp stór augu en ásýnd Vöku hefur breyst aðeins núna. Þegar að ný stjórn tók við í vor fórum við í smá vinnu að því að uppfæra útlitið og við erum vægast sagt hæstánægð með útkomuna. Fallega blómið okkar er komið til baka en hefur þó fengið smá andlitslyftingu og hefur verið fært í nútímalegri búning. Vaka hefur barist fyrir bættum hag stúdenta síðan árið 1935 og hefur náð miklum árangri. Endurvakning Stúdentakjallarans, stúdentakortin og stofnun Félagsstofnunar stúdenta eru meðal þeirra fjölda verka sem að Vökuliðar stóðu á bakvið. Síðustu fimm ár hefur Vaka verið í minnihluta en nú er kominn tími til að spyrna upp frá botni og viljum við fá sæti við borðið. Við sjáum fjölda tækifæra til að bæta hag stúdenta og við viljum grípa þau strax. Það er gömul saga á ný að tengja stúdentapólitíkina við landspólitíkina en Vaka starfar þvert á stefnur flokka í landspólitík og er eina hagsmunahreyfing stúdenta sem að tengir sig ekki við landspólitík. Innan Vöku koma saman sjónarmið úr öllum áttum, bæði frá vinstri og hægri, og saman finnum við leið til þess að bæta hag stúdenta.

Those of you who know Vaka will no doubt have big eyes, but Vaka’s appearance has changed. When a new board took over this spring, we did a bit of work to update the look and we are, to say the least, very happy with the result. Our beautiful flower has returned, but has received a slight facelift and has been brought into a more modern costume. Vaka has fought for the interests of students since 1935 and has achieved great things. The revival of the Student Cellar, the student cards and the establishment of the Student Association are among the many works that Vaka’s members were behind. For the last five years, Vaka has been in the minority, but now it’s time to kick in from the bottom and we want a seat at the table. We see a number of opportunities to improve students’ interests and we want to seize them immediately. It is an old story again to connect student politics with national politics, but Vaka works contrary to the policies of parties in national politics and is the only interest group of students that does not connect itself with national politics. Within Vaka, points of view come together from all directions, both from the left and the right, and together we find a way to improve the lives of students. Now I hope you, dear reader, ask yourself how you can participate in Vaka. The answer to that question is simple; attend our next event, send us a message on social media or simply chat with us in the hallway. We always love when new people take part in Vaka. I look forward to seeing you at the next Vaka event and enjoy your university years!

Nú vona ég að þú, kæri lesandi, spyrjir sjálfan þig að því hvernig þú getir tekið þátt í starfi Vöku. Svarið við þeirri spurningu er einfalt; mættu á næsta viðburð hjá okkur, sendu okkur línu á samfélagsmiðlum eða einfaldlega spjallaðu við okkur á göngunum. Við elskum þegar að nýtt fólk tekur þátt í starfi Vöku. Ég hlakka mikið til að sjá þig á næsta viðburði Vöku og njóttu háskólaáranna þinna!

PRESIDENT’S ADDRESS

5


6

ÁVARP RITSTÝRU

URÐUR HELGA GÍSLADÓTTIR

Kæri samnemandi við Háskóla Íslands, eða hver sem situr með þetta blað í höndunum, vertu velkominn og takk fyrir að gefa þér tíma til að lesa Glaðvakandi. Eins og þú hefur kannski orðið var við þá er Glaðvakandi einungis gefið út rafrænt í ár. Það er okkar framlag til þess að minnka óþarfa sóun hér á jörðinni og áhrifin sem sú sóun hefur á umhverfi okkar. Ég vona að það komi ekki að sökum við lestur blaðsins. Nú fer haustönninni að ljúka, það er svona korter í jólapróf og bæði prófastressið og jólaskapið farið að láta á sér kræla. Þú ert kannski farinn að sjá eftir því, eins og ég, að hafa ekki lært jafnt og þétt yfir önnina, byrjaður að pæla í því hvort þessi próf verði nú staðpróf eða heimapróf, eða farinn að hugsa um hvað gerist ef þú verður veikur í prófunum eða bara þau ganga ekki alveg nógu vel, þarftu þá í alvöru að taka sjúkra- eða endurtektarpróf í maí? Við í Vöku erum nefnilega byrjuð að hugsa um þetta, fyrir þig!. Nú er ég á mínu þriðja ári í háskóla og er þetta einnig mitt þriðja ár í Vöku. Ákveðið fyrirbæri, sem ég nefni ekki frekar hér, hefur einkennt þessi ár en það hefur Vaka gert sömuleiðis. Það er ekki bara gefandi að fá að taka þátt í baráttunni fyrir bættum hag stúdenta heldur er líka ótrúlega gaman að kynnast nýju fólki og djamma af sér rassgatið. Það er sko aldrei langt í stuð og stemningu hjá Vökuliðum. Eins og þú kannski veist þá er Vaka í miklum minnihluta þetta skólaárið. En það kemur ekki svo mikið að sök því Vökuliðar láta vel í sér heyra þegar hlutirnir eru ekki í lagi. Ég get lofað þér að Vökuliðar brenna fyrir því að bæta líf stúdenta og að þeir fái rödd sem endurspegli fjölbreytt sjónarmið og ólíkar skoðanir þeirra, hvar sem þær skoðanir eru á hinum pólitíska skala. Við viljum alltaf og endilega heyra þína skoðun.

VAKA ER FYRIR ÖLL Annars óska ég þér bara góðs gengis á komandi tímum, þú munt rústa þessum prófum og svo lærðirðu bara jafnt og þétt yfir önnina á næstu önn, eða ekki!

Dear fellow student at the University of Iceland, or whoever has this paper in their hands, welcome and thank you for taking the time to read Glaðvakandi. As you may have noticed, Glaðvakandi is only published online this year. It is our contribution to reducing unnecessary waste here on Earth and lowering the impact that waste has on our environment. I hope this doesn’t make reading the paper less enjoyable . Now that the autumn semester is coming to an end, Christmas exams are right around the corner and both exam stress and the Christmas mood are starting to kick in. You may have begun to regret, like me, that you didn’t study steadily throughout the semester. You may have begun to wonder if these exams will be taken in school or at home, or have started to think about what happens if you become sick during the exams, will you really have to take the makeup exam in May? Vaka has already started to think about this for you. Now, I am in my third year at university and this is also my third year in Vaka. A certain phenomenon, which I will not mention further here, has characterized these years, but so has Vaka. It is not only rewarding to be involved in the fight for students’ interests, but it is also so much fun to meet new people and party your ass off. In Vaka, great fun is never far away. As you may know, Vaka is not in the majority in the student council this academic year. But despite that Vaka’s members always speak up, loud and clear, when things aren’t right. I can promise you that the people in Vaka are incredibly passionate about improving the lives of students and ensuring that students have representatives that reflect their diverse views and differing opinions, wherever those are on the political compass. We always want to hear your opinion. VAKA IS FOR EVERYONE. Otherwise, I wish you good luck in the future, you will crush these exams and maybe you will t study steadily next semester, or maybe not!!

EDITOR’S ADDRESS


7


8

STJÓRN VÖKU

2021-2022

Arent Orri Jónsson

Birta Karen Tryggvadóttir

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

Guðmundur Skarphéðinsson

Ísabella Rún Jósefsdóttir

Skemmtanastjóri / Event Coordinator

Alþjóðafulltrúi / International Representative

Forseti / President

Meðstjórnandi / Board Member

Oddviti / Spokesperson

Varaforseti / Vice President

BOARD OF VAKA


STJÓRN VÖKU

2021-2022

Jóhanna Björg Jónsdóttir

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir

Kamila Antonina Tarnowska

Laufey Sara Malmquist

Magnús Orri Magnússon

Ólína Lind Sigurjónsdóttir

Sóley Arna Friðriksdóttir

Sunneva Sól Árnadóttir

Urður Helga Gísladóttir

Gjaldkeri / Treasurer

Meðstjórnandi / Board Member

Meðstjórnandi / Board Member

Ritari / Secretary

Meðstjórnandi / Board Member

Meðstjórnandi / Board Member

Markaðsstýra / Marketing Executive

Útgáfustýra / Publishing Director

Meðstjórnandi / Board Member

BOARD OF VAKA

9


10

ÁVARP ODDVITA

Þegar við lifum á óvissutímum, eins og þeim sem hafa ríkt seinustu misseri er mikilvægt að ákveðna staðfestu sé að finna í daglegu lífi. Staðfesta í lífi margra nemenda í námi er ef til vill tengd við byggingar Háskóla Íslands og fólkið sem er að finna innan þeirra. Innan veggja skólans er fólk sem allt er að feta sinn eigin veg og eru aðstæður þeirra gífurlega mismunandi, en mikilvægt er að HÍ þjóni öllum nemendum sínum á þann hátt sem á við hverju sinni. Með fjölbreyttum nemendahópi koma alls kyns áskoranir sem skólanum ber að leysa til þess að öll innan hans geti stundað nám til jafns. Ekki er nóg að halda sömu þjónustu úti fyrir öll innan háskólans, en ef það er gert endar háskólinn á því að vera einungis í stakk búinn til þess að þjónusta og útskrifa ansi einsleitan hóp út í samfélagið. Nemendahópar sem HÍ kemur ekki að fullu til móts við, á þeim tíma sem þessi pistill er skrifaður eru meðal annarra eftirfarandi:

Fjölskyldufólk. Fólk sem býr fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Fólk sem talar ekki íslensku sem móðurmál. Fólk sem lifir með andleg og líkamleg veikindi. Fólk sem er með einhverskonar fatlanir eða skerðingar.

ELLEN GEIRSDÓTTIR HÅKANSSON

á mikilvægan upprifjunartíma fyrir próf, þar sem kennarinn gefur ef til vill vísbendingar um hvað mikilvægt sé að leggja áherslu á. Upptökur myndu gefa fólki utan höfuðborgarsvæðisins tækifæri til þess að stunda draumanámið sitt við stærstu menntastofnun landsins án þess að rífa allt sitt upp með rótum. Námsframboðið í HÍ er það fjölbreyttasta sem þjóðinni býðst innan landsteinanna og er með engu móti skiljanlegt af hverju námið við skólann virðist sérsniðið fyrir manneskjur sem eru ófatlaðar, barnlausar, íslenskumælandi, undir miðjum aldri og fullhraustar á líkama og sál. Ef einu manneskjurnar sem fá greiða leið í gegnum HÍ eru þær sem tilheyra þessum hópi hlýtur íslenska fræðasamfélagið að verða ansi einsleitt og með einsleitu fræðasamfélagi koma einsleitar skoðanir, ekki satt? Í raun mætti færa rök fyrir því að HÍ sé að hefta framþróun og fjölbreytileika samfélagsins á hinum ýmsu vígstöðum, sé svona stórum hópi fólks meinaður inngangur í stærstu menntastofnun landsins. Vaka, hagsmunafélag stúdenta, stendur með fjölbreyttum hópi nemenda við HÍ sem þurfa að berjast fyrir tilverurétti sínum innan veggja skólans og er tilbúin til þess að leggja þeim lið. Ef þú telur að HÍ geti gert betur, ef þú vilt láta í þér heyra, hafðu samband við Vöku, því við látum verkin tala.

Þetta er vissulega ekki tæmandi listi en þó er hægt að samþætta úrbætur fyrir þessa nemendahópa að einhverju marki og hefja þá loksins þá framþróun sem nemendur hafa beðið í ofvæni eftir, allt of lengi. Mörg vandamál væru leyst ef að kennslustundir væru teknar upp og þær settar á netið. Það myndi til dæmis gefa fjölskyldufólkinu sem þarf að sækja börnin sín í leikskólann tækifæri á að horfa

SPOKESPERSON’S ADDRESS


ÁVARP ODDVITA

ELLEN GEIRSDÓTTIR HÅKANSSON

When we live in times of uncertainty, such as those that have prevailed in recent times, it is important to have a certain constant in our daily lives. In the lives of many students, this constant is perhaps connected to the buildings of the University of Iceland and the people who are found within them. Within the walls of the school are people who are all finding their own path and their circumstances can differ enormously, but it is important that UI serves all its students in the way that applies to their needs at any given time. With a diverse group of students come all kinds of challenges that the school must solve in order for everyone within it to be able to study equally. It is not enough to maintain the same service for everyone within the university, that would result in the university only being able to serve and graduate a fairly homogeneous group into the academic community. Groups of students that UI does not fully cater for, at the time this is written, include the following: People with families. People living outside the capital area. People who do not speak Icelandic as their first language. People living with mental and physical illness. People with some kind of disability or impairment. This is certainly not an exhaustive list, but it is possible to integrate the improvements for these groups of students to some extent and then finally catapult the progress that students have been longing for. Many problems would be solved if lessons were recorded and posted online. This would, for example, give people with families who have to pick up their children from kindergarten the opportunity to watch important revision lessons, where the teacher might give clues as to what is important to know for any given exam. Recordings would give people outside the capital area the opportunity to pursue their dream studies at the country’s largest educational institution without uprooting their whole lives. The study opportunities at the University of Iceland are the most diverse in the country, and it is incomprehensible why studying at UI seems to only be tailored for people who are non-disabled, childless, Icelandic-speaking, middle-aged and completely free of physical or mental illnesses. If the only people who get a clear path through UI are those who belong to this group, the Icelandic academic community must become quite homogeneous and with a homogeneous academic community come homogeneous opinions and research, right? In fact, it could be argued that UI is hampering the development and diversity of society on various fronts if such a large group of people is denied entry to the country’s largest educational institution. Vaka, a student advocacy group, stands with the diverse group of students at the University of Iceland who have to fight for their right to exist within the school’s walls and is ready to help them in any way possible. If you think that UI can do better, if you want to be heard, contact Vaka, because we make things happen.

SPOKESPERSON’S ADDRESS

11


12

STEFNA VÖKU

Stefna Vöku spannar háskólasamfélagið vítt og breitt, enda er hún líkt og Vaka og háskólasamfélagið sjálft, lifandi. Í stað þess að fara hér yfir stefnu Vöku frá A til Ö verða settir inn punktar úr henni sem okkur þykja lýsandi fyrir félagið, en þessir punktar eru alls ekki tæmandi og spanna ekki allan fjölbreytileikann sem er innan Vöku. Ef þér dettur eitthvað í hug sem gæti bætt stefnu okkar í ákveðnum málaflokki, endilega sendu okkur línu á samfélagsmiðlum eða tölvupóst á netfangið vakahfs@gmail.com. Ef þú vilt hafa áhrif, komdu þá í Vöku, því við látum verkin tala!

Aðgengismál Vaka telur ótækt að háskólinn haldi starfsemi sinni áfram án þess að miklar lagfæringar séu gerðar hvað varðar aðgengi. Sem dæmi um lagfæringar mætti nefna aðgengi að byggingum háskólans, nemendur eiga að geta gengið að því vísu að geta setið tíma í byggingum skólans óháð eigin aðstæðum. Einnig má nefna þá staðreynd að nemendum við HÍ er ekki mætt þar sem þau eru stödd, enn er skyldumæting við lýði í mörgum námskeiðum og þó nemendur hafi í höndum sér undanþágur eru kennarar ekki endilega tilbúnir að koma til móts við þau, til dæmis með upptökum á kennslustundum. Fjarnám og rafrænir kennsluhættir Stúdentar eiga skilið að hafa jafnan aðgang að námi, svo einfalt er það. Fólk utan af landi á ekki að þurfa að rífa allt sitt upp með rótum til þess að stunda háskólanám. Fólk með fatlanir á ekki að þurfa að treysta á velvild einstaka kennara til þess að geta sinnt námi. Fólk sem glímir við andleg eða líkamleg veikindi á ekki að þurfa að forgangsraða mætingu á fyrirlestur fram yfir heilsu sína. Fjölskyldufólk á ekki að þurfa að missa af prófum eða kennslustundum vegna þess að það þarf að sækja börnin sín í leikskólann eða fara með þau til læknis. Fjarnám og rafrænir kennsluhættir við HÍ eiga langt í land en þekkingin er til staðar innan háskólans, til dæmis á Menntavísindasviði. HÍ getur ekki borið fyrir sig þekkingar- og viljaleysi lengur og þarf að taka stór og snögg skref í þessum málum ef skólinn á að geta talist háskóli í fremstu röð! Vaka hefur sýnt vilja sinn til breytinga hvað þetta varðar í verki og mun halda því áfram um ókomna tíð því alltaf má gera betur.


Fjölskyldumál Þriðjungur íslenskra stúdenta eru foreldrar. Vaka leggur sérstaka áherslu á hagsmuni og baráttumál þeirra. Mikilvægt er að tekið sé tillit til ólíkra aðstæðna fólks og þannig tryggt að stúdentar sem eiga börn og/eða eiga von á barni/börnum sé ekki mismunað eða neitað um nám. Fyrir þá sem stunda nám á meðgöngu eða fyrsta árið eftir fæðingu barns vill Vaka að mæting sé sveigjanleg. Einnig er mikilvægt að foreldrum sé sýnd tillitssemi varðandi veikindadaga barna. Vaka vill að leikskólar FS hafi sumarleyfi leikskólanna sveigjanlegra og að háskólinn taki tillit til starfsdaga leikskóla FS og vetrarfría grunnskóla. Vaka leggur mikla áherslu á að fæðingarstyrkur námsmanna verði hækkaður til muna enda á nám foreldra ekki að bitna á börnum þeirra og koma fjölskyldum í fátæktargildru. Lánasjóðsmál Á síðasta kjörtímabili urðu verulegar umbætur á lánasjóðskerfinu. Lánasjóði íslenskra námsmanna var skipt út fyrir Menntasjóð námsmanna. Þeirri breytingu fylgdi meðal annars 30% niðurfærsla á höfuðstól og verðbótum ef námi er lokið innan tiltekins tíma, stúdentum til bóta. Til stendur að endurskoða núverandi námslánakerfi á komandi kjörtímabili og er þetta því einstakt tækifæri fyrir okkur til að hafa áhrif, þar sem það er margt sem má bæta. Afnema þarf frítekjumark námslána en eins og stendur að þá eru réttindi til námslána skert um 45 krónur fyrir hverjar 100 kr. sem að lántaki þénar umfram 1.410.000 kr. á ári. Hækka þarf grunnframfærslu námslánanna þannig að þau miðast við dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Hvort tveggja er til þess fallið að bæta fjárhagsstöðu stúdenta. Skoða á að setja vaxtaþak á námslánin. Að lokum þarf að auka gagnsæi sjóðsins þannig að umsækjandi viti við hverju á að búast við umsókn um námslán.

STEFNA VÖKU

13


14

VAKA’S AGENDA

Vaka’s agenda spans the university community far and wide, as it is, like Vaka and the university community itself, ever changing and alive. Instead of reviewing Vaka’s agenda from A to Z here, a quick overview will be provided that we find descriptive of the association, but these points are not at all exhaustive and do not do all the diversity within Vaka justice. If you can think of something that could improve our agenda in a particular area, please send us a message on social media or contact us via email at vakahfs@gmail.com. If you want to make an impact, join Vaka, because we make things happen! Accessibility Issues Vaka considers it unacceptable for the university to continue its operations without major adjustments in terms of accessibility. An example of improvements could be access to the university’s buildings, students should be able to easily get to their classes in the university’s buildings regardless of students’ circumstances. Also worth mentioning is the fact that attendance is still compulsory in many courses and although some students have exemptions from that obligation, teachers are not necessarily willing to meet them where they are at, that can for example be done by recording lessons. Distance learning and online teaching Students deserve equal access to education, it’s that simple. People from outside the capital region should not have to uproot their lives in order to pursue university studies. People with disabilities should not have to rely on the goodwill of individual teachers to be able to pursue their studies. People who live with a mental or physical illness should not have to prioritize attending a lecture over their health. People with families should not have to miss exams or lessons because they have to pick up their children from kindergarten or take them to the doctor. Distance learning and online teaching methods at the University of Iceland have a long way to go, but the knowledge is available within the university, at the School of Education for example. Lack of knowledge or will is no longer an excuse and UI must take action in these matters if it is to be considered a renowned university! Vaka has shown its willingness to make changes in this regard and will continue to do so for the foreseeable future as there is always room for improvement.

Family Issues One third of Icelandic students are parents. Vaka places special emphasis on their interests and issues. It is important to take into account the different circumstances of people and thus ensure that students who have children and/or are expecting a child/ children are not discriminated against or denied access to their studies. For those studying during pregnancy or in the first year after the birth of a child, Vaka wants attendance to be flexible. It is also important that parents are shown consideration when it comes to children’s sick days. Vaka wants Icelandic Student Services’ kindergartens to have more flexible summer holidays and for the University to take into account the teachers organizing days of the kindergartens and the winter holidays of primary schools. Vaka places great emphasis on raising students’ maternity/ paternity grant significantly, as parents’ education should not hurt their children and trap families in poverty. Loan Fund Issues During the last electoral period, significant improvements were made in the loan fund system. The Icelandic Student Loan Fund was replaced by the Student Education Fund. This change was accompanied by, among other things, a 30% write-off of principal and indexation if studies are completed within a certain period of time, for the benefit of students. The current student loan system will be reviewed in the coming electoral period and therefore this is a unique opportunity for us to make an impact, as there is much that can be improved. The income threshold for student loans needs to be abolished, but at present the rights to student loans are reduced by ISK 45 for every ISK 100 which the borrower earns in excess of ISK 1.410.000. in a year. The basic maintenance allowance for student loans must be increased so that it is based on the Ministry of Social Affairs’ typical consumption criteria. Both are conducive to improving students’ financial situation. An interest-rate cap on student loans should be considered. Finally, the fund’s transparency needs to be increased so that the applicant knows what to expect when applying for a student loan.


15

Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki í eigu stúdenta við Háskóla Íslands. Hlutverk FS er að veita stúdentum fjölbreytta og góða þjónusta á góðum kjörum til að auka lífsgæði þeirra. FS styrkir einnig starfsemi Stúdentaráðs og deildarfélög stúdenta.


Stjórnarkosningar Ný stjórn tekur við

Útilega Vöku Vaka’s Camping Trip

SEPTEMBER

JÚLÍ

Elections for Vaka’s board A new board takes over

OKTÓBER

STARFSÁR VÖKU

APRÍL

16

Partý fyrir Októberfest Octoberfest Party

Útgáfa Glaðvakandi Útgáfupartý Glaðvakandi Haustferð Vöku Release of Glaðvakandi Glaðvakandi Release Party Vaka’s Autumn Trip


JANÚAR FEBRÚAR MARS Dúndurfest Vöku

DESEMBER

Vaka’s Doundurfest

Próflokapartý

End of Semester Party

Kosningar til Stúdentaráðs Elections for the Student Council

Kosningabaráttan byrjar af alvöru Kosningaferð Vöku The election campaign begins for real Vaka’s Elections Trip

VAKA’S YEAR

17


ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA

18


ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA ELÍN HIRST fréttamaður hjá Torgi ehf., rithöfundur, fyrrum alþingismaður og fréttastjóri Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Bylgjunnar ásamt fleiru

Hvað var það sem heillaði þig við Vöku? Það sem heillaði mig við Vöku var auðvitað stefnuskráin og málflutningurinn og svo var það félagsskapurinn. Þar kynntist ég mörgum af mínum bestu vinum og sá vinskapur hefur haldið allar götur síðan eða í 40 ár. Hvað lærðirðu í Vöku sem hefur nýst þér í starfi? Það sem ég lærði í Vöku var að hlusta á þá sem voru eldri og reyndari innan Vöku. Svo fékk ég tækifæri til að koma fram á fundum, vinna í félagi við aðra fyrir kosningar í háskólanum og að útgáfu blaðsins okkar. Síðast en ekki síst fékk ég mína fyrstu reynslu í gegnum Vöku af því að sækja ráðstefnur á erlendri grundu, vera fulltrúi Íslands á þeim, láta reyna á málakunnáttuna og kynnast jafnöldrum mínum frá ólíkum löndum. Hver er þín uppáhaldsminning úr Vöku? Uppáhaldsminningin mín eru eiginlega ferðalögin. Eitt sinn fórum við þrjú saman á stóra ráðstefnu á vegum Evrópusambands lýðræðissinnaðra stúdenta til Möltu. Það gekk afar brösulega að komast alla leið, við misstum af flugi og upplifðum mjög óþægilegar flugferðir vegna sviftivinda. Þetta situr í minningunni. Þegar við komum til Möltu var hins vegar allt í himnalagi, en ég man hvað mér brá að koma þangað og hvað landið var langt á eftir okkur Íslendingum þarna árið 1980. Elín Hirst, journalist at Torg ehf., published author, former member of parliament and former news editor at RÚV, Stöð 2 and Bylgjan

What was it about Vaka that charmed you? What charmed me about Vaka was, of course, the policy and its arguments and the companionship. There I met many of my best friends and that friendship has remained ever since, or for 40 years. What did you learn in Vaka that has been useful to you in your work? What I learned in Vaka was listening to those who were older and more experienced in Vaka. I also got the chance to go to meetings, work in association with others for elections at the university and on publishing our paper. Last but not least, through Vaka I got my first experience of attending conferences abroad, being Iceland’s representative, letting my language skills be tested and getting to know my peers from different countries. What is your favorite memory from your time in Vaka? My favorite memory is of the travels. One time, three of us attended a big conference in Malta which was organized by European Democrat Students. It was difficult to get there, we missed our flight and experienced very uncomfortable flights because of winds. This sits in my memory. But when we arrived in Malta everything was fine, but I remember how startled I was coming there and by how far behind Iceland the country was back then in 1980.

19


20

ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA BOGI ÁGÚSTSSON frétta- og dagskrárgerðarmaður

Hvað var það sem heillaði þig við Vöku? Skoðanir og stefna féllu að eigin afstöðu og í Vöku voru félagar og samherjar sem ég þekkti úr menntaskóla. Hvað lærðirðu í Vöku sem hefur nýst þér í starfi? Starfið í Vöku var þroskandi og kenndi mér meðal annars mikilvægi hópvinnu og þess að taka tillit til skoðana annarra, en einnig að fylgja sannfæringu sinni. Hver er þín uppáhaldsminning úr Vöku? Að hafa fagnað sigri í kosningum til Stúdentaráðs vegna þess að Vaka bætti við sig atkvæðum! Bogi Ágústsson, news reporter What was it about Vaka that charmed you? Opinions and policies aligned with my own and in Vaka there were companions and allies that I knew from high school. What did you learn in Vaka that has been useful to you in your work? Vaka gave me a chance to grow and taught me, among other things, the importance of teamwork and being mindful of other people’s opinions, but also the importance of following my own convictions. What is your favorite memory from your time in Vaka? To have celebrated victory in the elections for the Student Council because Vaka got more votes than the year before!


KRISTÓFER MÁR MARONSSON sérfræðingur hjá Byggðastofnun

Hvað var það sem heillaði þig við Vöku? Drifkrafturinn og gleðin í Vökuliðum heillaði mikið, það voru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að bæta háskólann og síðast en ekki síst hafa gaman saman. Hvað lærðirðu í Vöku sem hefur nýst þér í starfi? Samvinna. Starfið í Vöku er svo ótrúlega skemmtilegt og öflugt, en það myndi ekki ganga upp ef það væri ekki fyrir allt þetta kröftuga fólk sem vinnur saman og lætur verkin tala. Hver er þín uppáhaldsminning úr Vöku? Þegar að “kjörstaðir” lokuðu árið 2015. Allir búnir að vera að hringja á fullu í marga daga og þegar það var ekki hægt lengur sameinuðumst við í dans við Uptown Funk í kosningamiðstöðinni. Kristófer Már, specialist at the Institute of Regional Development What was it about Vaka that charmed you? The drive and joy in the people fascinated me, everyone was willing to contribute to improving the university and of course have fun together. What did you learn in Vaka that has been useful to you in your work? Collaboration. The work in Vaka is so incredibly fun and powerful, but it would not work if it wasn’t for all these powerful people who work together to make things happen. What is your favorite memory from your time in Vaka? When the “polling stations” closed in 2015. Everyone had been making calls for days and when there was nothing more to do we just danced to Uptown Funk.

ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA

21


22

ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA HILDUR BJÖRNSDÓTTIR borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík

Hvað var það við Vöku sem heillaði þig? Ég hreifst með félagsskapnum sem samanstóð af jákvæðu og metnaðarfullu fólki úr gjörólíkum áttum innan háskólans. Saman brunnum við fyrir hagsmunabaráttunni og mynduðum vinskap sem mun vara um langa framtíð. Hvað lærðirðu í Vöku sem hefur nýst þér í starfi? Tíminn í Vöku og starfið sem formaður SHÍ voru mín fyrstu skref í stjórnmálum. Þar lærði ég eitt og annað um samskipti við fjölmiðla, ræðu- og greinaskrif en ekki síst að halda saman öflugum hópi. Hver er þín uppáhaldsminning úr Vöku? Kosningasigurinn okkar árið 2009. Það voru fyrstu kosningarnar eftir bankahrunið. Í þjóðfélaginu ríkti ákveðinn tíðarandi og enginn reiknaði með okkar sigri. Ég hef aldrei upplifað önnur eins fagnaðarlæti. Það er tilfinning sem gleymist seint. Hildur Björnsdótttir, city representative for the Independence Party in Reykjavík What was it about Vaka that charmed you? I was fascinated by the company, which consisted of positive and ambitious people from completely different directions from within the university. Together we fought for students’ interests and formed friendships that will last forever. What did you learn in Vaka that has been useful to you in your work? My time in Vaka and the job as chairman of SHÍ were my first steps in politics. There I learned a lot about communication with the media, writing speeches and articles, and last but not least about keeping a strong group together. What is your favorite memory from your time in Vaka? Our election victory in 2009. It was the first election after the global financial crisis. There was something in the air and no one expected our victory. I have never experienced such cheer. It was a feeling I will never forget.


ÍSAK EINAR RÚNARSSON MPA nemi við Harvard og MBA nemi við Dartmouth háskóla.

Hvað var það við Vöku sem heillaði þig? Það sem heillaði mig við Vöku var annars vegar frábær félagsskapur fólks allstaðar að úr háskólanum, allt frá hagnýtri stærðfræði til heimspeki og hins vegar tækifæri til þess að hafa áhrif á starfsemi háskólans og lífsgæði stúdenta. Hvað lærðirðu í Vöku sem hefur nýst þér í starfi? Reynslan mín í Vöku kenndi mér flest af því litla sem ég kann í dag. Mér finnst ég alltaf hafa útskrifast með gráðu í stúdentapólitík með hagfræði sem aukagrein frekar en öfugt! Hver er þín uppáhaldsminning úr Vöku? Þó það hafi verið gaman að vinna sigur í kosningum og ná árangri í hagsmunabaráttunni eru það ekki endilega minningarnar sem standa upp úr. Í rauninni er engin ein minning sem stendur upp úr, heldur einfaldlega tíminn í heild sinni. Fegurðin felst í hversdeginum. Ég kynntist mörgum af mínum bestu vinum í Vöku og hópurinn er enn mjög þéttur í dag. Ísak Einar, MPA student at Harvard and MBA student at Dartmouth University What was it about Vaka that charmed you? What fascinated me about Vaka was, on one hand, the great company of people from all over the university, from practical mathematics to philosophy, and on the other hand the opportunity to influence the university and the quality of students’ lives. What did you learn in Vaka that has been useful to you in your work? My experience in Vaka taught me most of the little I know today. I always feel like I graduated with a degree in student politics with economics as a minor rather than the other way around! What is your favorite memory from your time in Vaka? While it was fun to win the election and succeed in the fight for students’ interests, those are not necessarily the memories that stand out. In fact, there is no single memory that stands out, but simply my time in Vaka as a whole. Beauty lies in the everyday. I got to know many of my best friends in Vaka and that group of friends is still very close today.

ÚR VISKUBRUNNI VÖKULIÐA

23


24


AÐ BLÓMSTRA Í HÁSKÓLA

Ég líkt og svo margir taldi að mín allra bestu ár ættu að vera liðin. Samt er ég einungis að skríða í 25 ára aldurinn. Hversu fáránlegt er það? Ég hef sterkan grun um að þetta stafi af endalausri bið, bið eftir betri tíð og leit að fólki með gildum sem líktust mínum eigin. Ég fór í gegnum öll skólastig haldandi að það næsta yrði betra, jafnvel það allra besta. Miðstig í grunnskóla einkenndist af bið eftir unglingastigi. Á unglingastigi beið ég óþreyjufull eftir menntaskólanum. Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla þá stóð ég á villigötum og vissi ekkert hvert lífið togaði mig. Þegar ég skráði mig í nám við Háskóla Íslands þá vonaði ég að þar myndi ég finna allt sem ég leitaði að. Þessi stutti tími var mér gjöfull því ég myndaði djúp vinatengsl meðal skólafélaga og eignaðist börn með kærastanum mínum. Þegar ég hélt að háskólinn gæti ekki gefið mér meira þá gekk ég til liðs við Vöku og sú ákvörðun hefur verið ein sú allra besta sem ég hef tekið. Því að vinskapurinn, dugnaðurinn og þrautseigjan sem einkennir þennan fjölbreytta hóp er engu líkt. Vaka er frábær vettvangur til að kynnast fólki með ólíkan bakgrunn, skoðanir og markmið. Í Vöku eru tækifæri til að kanna reynsluheim annarra, skemmta sér með fólki sem þú hefði aldrei kynnst annars staðar og eignast félaga út lífið. Ég verð ávallt stoltur Vökuliði því:

JÓNA GUÐBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR

Like so many, I felt that my best years should be over by now. Still, I haven’t even reached my 25th birthday. How ridiculous is that? I have a strong suspicion that this is due to endless waiting, the waiting for better times and the search for people with values ​​that resembled my own. I went through each school level thinking that the next one would be better, even the very best. Middle school was characterized by waiting for adolescence. As a teenager, I waited impatiently for high school. When I graduated from high school, I was standing at a crossroads and didn’t know where my life was headed. When I registered for my studies at the University of Iceland, I hoped that there I would find everything I was looking for. This period has been incredibly rewarding, I formed deep friendships with my schoolmates and my boyfriend and I became parents. Therefore, I thought the university experience could not give me more, until I joined Vaka. That decision has been one of the best I have made. Because the friendship, diligence, and perseverance that characterize this diverse group are unparalleled. Vaka is an excellent place to meet people with different backgrounds, opinions and goals. In Vaka there are opportunities to learn from others’ experiences, have a good time with people you usually wouldn’t have met and possibly make friends for life. For those reasons, I will always be a proud member of Vaka, because: When I thought my voice did not matter, Vaka listened. When I doubted myself, Vaka bet on me. When I aim for a set goal, Vaka will be there to encourage me. If you are looking for or want any of the things I listed above, you have a seat at our table. Welcome to Vaka.

Þegar ég hélt að mín rödd skipti ekki máli, þá hlustaði Vaka. Þegar ég efaðist um sjálfa mig, þá veðjaði Vaka á mig. Þegar ég stefni að settu markmiði, þá hvetur Vaka mig áfram. Ef þú ert að leita að einhverju sem ég taldi upp að ofan, þá er pláss fyrir þig hjá okkur. Verið velkomin í Vöku.

FLOURISHING IN UNIVERSITY

25


26

MYNDIR FRÁ STARFINU


PHOTOS FROM VAKA

27


28

MYNDIR FRÁ STARFINU


PHOTOS FROM VAKA

29