Page 1


Efnisyfirlit 4. Ávarp ritstjórnar 6. Busadagur 8. Busaferð 10. Hið fullkomna kúk 13. Þórður í Rússlandi 14. Plötusskápurinn 15. Grand theft auto 16. Jón og almúginn 19. Kakóland 20. Skipulagsperrinn 21. Pælingar Emils 22. Gettu betur 28. Hinn mikli Gatsby 32. Pallapunt 34. Snyrtivörusmökkun 36. Straujun skirtu 37. Viðtal við Leo 38. Árshátíðarbrunch

Ritstjórn

Emil Sölvi Ágústsson Hermann Ólafsson Hugi Hólm Jóhann Ragnarsson Jón Tómas Jónsson Saga Ólafsdóttir Þórður Atlason

Uppsetning og hönnun: Gunnar Birnir Ólafsson

Sérstakar þakkir:

Anna Bjarnsteinsdóttir Árshátíðarnefnd Bergrós Fríða Jónasdóttir Birkir Örn Hafsteinsson Edda Lárusdóttir Emil Örn Kristjánsson

Engilbert Fáfnir Erla Dilja Sæmundsdóttir F. Scott Fitzgerald Gettu betur liðið Gunnar Birnir Ólafsson Herdís Hergeirsdóttir Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar Hlynur Hólm Hauksson Jenna Björk Guðmundsdóttir Karl Ólafur Hallbjörnsson Kristborg Sóley Þráinsdóttir Magnús Jochum Pálsson Markaðsnefnd Skólafélagsins Ónafngreindir sk8erar Ólafur Jóhann Briem Páll Ársæll Hafstað Rannveig Dóra Baldursdóttir Skólafélagsstjórn

6

16

32

Sóley Sif Helgadóttir Þórir Már Ingólfsson

Prentun:

Stafræna prentsmiðjan

Upplag:

600 eintök

Forsíðufyrirsætur:

Stefán Gunnlaugur Jónsson Guðjón Bergmann

Gæðafatnaður fyrirsæta:

Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar

Ábyrgðaraðili

Birna Ketilsdóttir Schram


´Avarp

Inspectors Gleðilega árshátíð elsku MR-ingar! Nú er kominn tími til að dusta rykið af dansskónum, líta upp úr bókunum og láta gleðina og kæruleysið taka völdin. Eftir langar og strembnar prófvikur er komið að því sem við höfum öll beðið eftir, árshátíðarviku Skólafélagsins. Árshátíð Skólafélagsins er eins og jól okkar MR-inga, það lifnar yfir öllu og skemmtileg stemning myndast á göngum skólans. Um er að ræða einn flottasta viðburð skólaársins; heila viku stútfulla af skemmtilegheitum, tjútti og hléi frá þungum bókalestrinum. Það er kominn tími til þess að sletta úr klaufunum og njóta lífsins í botn. Við í Skólafélagsstjórn höfum unnið hörðum höndum ásamt frábæru og afar duglegu fólki í skemmtinefnd, árshátíðarnefnd og skreytingarnefnd að því að gera vikuna eins fjölbreytta, spennandi og flotta og mögulegt er. Kæru Menntskælingar – skemmtið ykkur fallega, gangið hægt um gleðinnar dyr og munið, smá partý hefur aldrei skaðað neinn…

Birna Ketilsdóttir Schram, Inspector scholae


Ávarp ri Hæ kæru vinir og hinir. Nú er biðin á enda, annað tölublað Menntaskólatíðinda undir ritstjórn Lionklúbbsins Kidda komið út. Við viljum bjóða Sögu, nýjasta meðlim Kidda, velkomna í klúbbinn. Milkil vinna var lögð í blaðið og við erum sérlega stolt af því. En þið verðið að muna að blaðið okkar er eins og það er, 4


itstjórnar hvernig á það að vera eitthvað annað. Hvað verður um blaðið okkar ef það sem blaðið okkar er, er bölvað og hreint út sagt bannað. Elsku lömbin okkar, munið nú að smá teiti drepur aldrei neinn. Gangið nú hægt á gleðinnar dyr. Knús í hús, Ritstjórn Menntaskólatíðinda.


Busadagur Sóley Sif Helgadóttir, 3.H

É

g man eftir þessu degi eins og hann hefði verið í gær. Ég vaknaði um morguninn og skalf næstum úr hræðslu. Hann var loksins kominn. Busadagurinn. Ég staulaðist á fætur, klæddi mig í hvítann bol og gallabuxur og skellti á mig buffið. Djöfull var ég sexy. Í strætó hlógu nokkrir kvennskælingar af mér en eftir þennan dag yrði það ég sem myndi hlægja af þeim! Í þýsku var andrúmsloftið spennuþrungið, taugastyrkur hlátur hljómaði um stofuna og það voru farnir að myndast partyblettir undir höndunum. Þetta var eins og geðveikrarhæli. Í gegnum daginn gáfu 4. og 5.bekkingar okkur busunum illkvittnisleg glott sem skutu okkur skelk í bringu. Allir áttu í

erfileikum með að borða eitthvað að viti. Svo eins og hendi væri veifað var biðin á enda. Fyrir hvert klukkuslag seig hjartað neðar í brækurnar. Allt gerðist svo hratt. Rúna var allt í einu komin inn útötuð í blóði að öskra á okkur. Við sungum eins og við gátum en það var ekki nóg. Við vorum leidd út í réttirnar og þá loks skildi ég af hverju eldribekkingarnir höfðu glott allan daginn. Eina stundina var ég geltandi beikon að steikjast og þá hina var ég ljósastaur að rappa Gaudann. Eins og það hefði ekki verið nógu mikið áfall þann daginn þá var mér kippt til hliðar og grýtt upp í loft. En þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum þetta allt þá veit ég að hjálpardekkin eru komin af, ég get pissað sjálf í koppinn. Ég er orðin MR-ingur

„Fyrir hvert klukkuslag seig hjartað neðar í brækurnar”

Busadagur Bergrós Fríða Jónasdóttir, 3.I

Þ

egar ég vaknaði um morguninn var klukkan lítið. Of lítið til þess að vera að vakna. Ég fór ekki í sturtu því ég vissi að ég myndi hvort sem er svitna af hræðslu á eftir, því að það var busadagur. Bláar gallabuxur, hvítur bolur, buff og latex hanskar. Ég leit í spegilinn og það fyrsta sem ég hugsaði var: „Guðdómleg“. Seríós bragðast eins og pappi þegar maður er stressaður en það var ekkert annað til heima. Í dönsku skammaði Magdalena mig fyrir rangan framburð á orðinu rigtigt. Orðin bergmála enn inni í litla busahausnum mínum: „Nej, forkert, forkert, FORKERT!“ Ég gerði mér upp blóðnasir, fór inn á klósett og grét í tíu mínútur. Í hádeginu er örbylgjuröðin allt of löng þannig að ég borðaði bara plokkfiskinn frá í gær kaldan, kúgaðist bara tvisvar, en ég ældi samt einu sinni. Í miðjum sögutíma kom Magdalena og sótti okkur. Við vorum eins og lömb á leið í slátrun. Hjarðeðlið kom fljótt upp og við héngum hvort í öðru. Fólkið fyrir utan Casa Nova var blóðugt, hávaxið og hálfnakið. Hvað var í gangi? Einhver togaði í hárið á mér og Þórhildur í 6.Y öskraði á mig, hún hafði líka ofsótt mig alla vikuna. Okkur var smalað inn í stofu í Gamla skóla og það stóðu allir við gluggann.

6

Ég er samt bara einn fimmtíuogsjö þannig að ég sá ekki neitt. Svo hringdi bjallan tólf sinnum og litla hjartað mitt tók kipp við hvert slag. Þórhildur kom inn og bað alla um að drullast til þess að leggjast á gólfið. Þau sögðu okkur að syngja og ég söng en það var ekki nógu gott, svo að ég lék beikon en það var ekki nógu gott, þannig að ég var ristavél. Svo var mér sagt að fara út. Ljósið var blindandi og hávaðinn ærandi. Mér var hrint inn í hóp svartklæddra ungmenna sem sögðu mér að fæða, steikjast, syngja, gelta, mjálma og hvæsa. Svo var ég dregin út úr hópnum, hent yfir stéttina og ýtt í fang ýmissa stráka, sjælir. Nema að ég slæ þá í andlitið í seinustu tolleringunni, fokk hvað ég sökka. En eftir köku, mjólk og hughreystingarorð frá mömmu og pabba meðan þau þerruðu tárin mín var öndunin orðin eðlileg aftur. Þó að minningin sé enn slæm og hún eltir mig í martröðum mínum veit ég að þetta var dagurinn sem að ég losaði mig við hjálpardekkin, sleppti pissulakinu, hysjaði upp um mig buxurnar og drullaðist til þess að gera alltaf mitt besta í fokking öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Dagurinn sem ég gerðist stoltur MR-ingur, og lærði að bera fram orðið rigtigt.


Busaferð Jónhann Ragmarsson , 3. S

É

g og vinir mínir í bekknum mínum fórum saman í busa ferðina sem var á flúðum og það var mjög gaman :-D! Mesta peppið var að vera inn á nýnemahópnum fyrir ferðina því þar var bara verið að tala um hina einu sönnu busa ferð. Við mættum kl. 5 fyrir framan stjórnarráðið þar sem það voru svona rútur sem að fluttu okkur í sér á Flúðir. Ferðin var nefnilega á Flúðum og þar fórum við og gistum og höfðum gaman. Það var samt líka gaman í rútunni því að þar hlustuðum við vinirnir á ýmsa tónlist sem við unga fólkið hlustum á :-). Við komum svo á Flúðir og fórum út úr rútunum sem við vorum inni í. Svo fórum við inn í félagsheimilið þar sem við myndum gista um um næstu nóttu. Síðan grilluðum við pulsur og borðuðum þær. Síðan fórum við og fórum í fullt af leikjum eins og hollin skollinn, dimmalimm, stórfiskaleik og skotbolta. Ég og allir hinir

busarnir fórum líka í sund þar sem við syntum chilluðum og hössluðum smá ;)(þú veist hver þú ert ;) ) Við fengum líka að sjá framtíðar og skólafélagsstjórnina. Sumir af okkur gerðust svo hugrakkir að tala við þau, ég var hugrakkur. Ég talaði við Óla og Gissur og Birnu og Simma (við erum orðnir svo góðir vinir að ég kalla hann Simma) það var gaman, núna er ég orðinn bara frekar vinsæll :-D. Síðan fórum við að sofa klukkan 3 um nóttina og sungum smá og hlustuðum á meiri tónlist því það er svo gaman. Við vöknuðum öll rosa þreytt en rosa ánægð með kvöldið, þá tók fótboltamótið við þar sem við spiluðum fótbolta og skemmtum okkur rosalega vel. Síðan fengum við okkur að boða og fórum svo í rútana sem keyrði með okkur aftur í borgina sem var gaman. Ég vill bara þakka öllum sem að voru með mér í ferðinni því það var rosalega gaman og ég vildi að ég gæti gert þetta aftur með ykkur öllum(nema sumum). Elska ykkur rosamikið. Bless

Busaferð Birkir Örn Hafsteinsson , 3.J

S

íðastliðinn 14. september settust æstir busar úr Menntaskólanum í Reykjavík upp í rútur við Lækjartorg. Förinni var heitið á Flúðir í hina árlegu busaferð Menntaskólans. Í rútunum var sungið og gleði ómaði yfir farþegum rútnanna. Þegar komið var á áfangastað tók við sveitt tjill í samkomuhúsi á Flúðum. Vindsængur voru upppumpaðar og svefnaðstaða var gerð til. Þegar chillið var farið að ná clímaxi var allt stoppað og fótboltamót var haldið. Mikið var barist og allflestir tóku mótinu mjög alvarlega. Eftir klukkutíma af testósteróni, svita, blóði og tárum var sigurvegarinn krýndur. 3.J vann fótboltamótið eftir að hafa unnið alla leiki sína og ekki tekið

á sig mark. Eftir mótið nýttu ófáir sér sykurpúðatilboðið í verslun Samkaup strax sem lá rétt handan við hornið. Yfir fimm kíló af sykurpúðum voru keyptir, þvílík veisla sem það var! Boðið var upp á pylsur og þó nokkrir pulluðu sig vel í gang. Eftir pylsupartýið var farið í sundlaugarpartý. Að því loknu var haldin kvöldvaka með mörgum skemmtiatriðum og leikjum. Þegar dagskránni lauk tók við flakk á milli svefnplássa, spjall, nammiát og bossadans sem flestir þekkja sem twerking. Þegar að langri nóttu af sykurpúðum og kynferðislegum spenningi var lokið settust busar en á ný upp í rútur og fóru aftur til Reykjavíkur með bros á vör.

„Í rútunum var sungið og gleði ómaði yfir farþegum rútnanna”

8


Hið fullkomna

kúk

Ö

llum þykir óþæginlegt að kúka í skólanum. Flest salernin eru illa lyktandi, illa innréttuð og básar veita lítið næði. Við í MT þekkjum vel þá kvöl og pínu af þurfa að gera stórt í skólanum og höfum dýpstu samúð með hverjum þeim sem neyðist til þess að leggja gump á salernissetu með almennu aðgengi. En þó þú neyðist til að kúka þér utan eigin heimilis þýðir það ekki að það þurfi að vera erfið eða ónotaleg reynsla. Ritsjórnarmeðlimir löggðu hönd á plóg og skófu upp helstu ráð og brögð til að gera nauðþurftir þínar utan heimilis sem ánægjulegastar. Oft getur verið gott að koma með hjálpargögn líkt og góða bók, auka klósettpappír, rektorsleyfi, heilsusamlegt nesti, vasadiskó, enska leskafla, sótthreinsi, jórturleður, áttavita, framlengingarsnúru, neyðarhnapp, númerið hjá Portnernum, spilastokk, naglaþjöl og ekki má gleyma ilmkertinu. Margir taka líka upp á því að búa til svokallaða “pappírs setu”, en þá er lagt lag af ónotuðum klósettpappír á bera setuna, þykkt fer eftir smekk. Sjóaðir skólakúkarar sleppa því jafnan að búa til fyrrnefnda gervisetu einkum til að flýta fyrir. Við mælum þó eindregið með pappírssetunni ef tíminn er fyrir hendi því að setan getur verið svolítið köld, og þá er svo fælir maður kúkinn.

Hvað ef pappírinn klárast?

Margir hafa lent í því að skeinispappírinn klárast meðan þeir eru að gera þarfir sínar, flestir vita ekki hvernig á að bregðast við en aðal málið er að slakka á og taka mið af aðstöðunum.

1.

3.

2.

4.

Gáðu í næsta bás, oft leynist góður skólabróðir eða skólasystir þér við hlið, sem getur lánað þær skræmu af pappír, þetta getur verið upphafið á góðri vináttu sem mun endast þér alla tíð. Ritstjórn leggur þó til að allir velji sér manneskju sem er hægt að samhæfa hægðir sínar og kalla salernisfélaga. Við þá er hægt að fara í hinn eiginlega félagsskít. Oft má nota ýmsa hluti sem þú ert með á þér. Sokkarnir þínir eru hið fullkomna vopn þegar kemur að hægðum. Þá má nota sem skeinipappír. Þá getur maður eytt afgangi dagsins á tánum og ef þú sleppir sokkunum minnkar þú líkurnar á æðahnútum í fótum.

Almennar saurgunarstöður 10

Flestir eiga veski, og meirihluti þeirra eiga debet- og/eða kreditkort. Þau eru gjarna úr sterku og góðu hitaþolnu plasti. Í algjöru neyðartilviki má nota kort eða tvö til þess að skrapa og skafa burt ósköpnuðinn kringum boruna þína, svo ég tali nú ekki um að slétta aðeins úr hárunum. Ef svo vill til að þú situr berfættur á klósettinu, gleymdir veskinu þínu heima og klósett pappírinn er barasta líka búinn, er alltaf hægt að einfaldlega hífa upp um sig brækurnar og labba aftur uppí stofu. Ekki pæla í lyktinni því það er hvorteðer alltaf svo vond lykt af þér að það myndi ekki skipta neinu máli.

Hér á næstu síðum munum við fara í gegnum helstu stöður klósettferða


1) Hin almenna skitunarstaða:

Þessi klassíska. Bara að setjast niður og láta gossa!

2) Knúsa kassann:

Þessi aðferð sést ekki oft á almannafæri, en hún felst í því að sitja klofvega og öfugsnúinn yfir saurskálinni og knúsa vatnskassann eins og ungabarn knúsar móður sína eftir erfiðan dag á dagheimilinu. Skilvirk og góð aðferð.

3) Hugsuðurinn:

Nefnd eftir frægustu höggmynd Auguste Rodin einkum vegna þess að hún líkist henni.


4) Örninn:

Ef þú ert snertifælinn eða hrjáist af hræðslu við bakteríur er þessi staða best. fyrir þig. Í henni felst sem minnst snerting við saurugar klósettseturnar. Auk þess sýna rannsóknir að hún sé best fyrir bristilkirtilinn.

6) Ferðamaðurinn:

Ef þú forðast almenningssalerni eins og Arnbjörn forðast augnsamband en þarft bara að gøre fedt þá er Ferðamaðurinn stelling fyrir þig. Fyrst leggurðu hendur á kné og hallar búknum fram. Því næst beinirðu gumpinum að setunni svo þú líkist einna helst ferðamanni að grænka hinu guðs græna. Önnur útfærsla er að hvíla hendurnar á kassanum fyrir aftan bak og lyfta bossanum tignarlega ofan við setuna. Sú er ævinlega kölluð Köngulóin.

5) Vitinn

Þessi staða er ein af þeim einföldu. Bara standa á setunni og beygja sig aðeins í hnjánum og hlusta á hávært splassið þegar saurinn fellur tignarlega í skálina


´ ipordur ´íi Russlandi ´ Mannstu eftir myndböndunum af rússnesku umferðinni? Þau voru ekkert að grínast. Um leið og ég kem af flugvellinum er ég dreginn inn í Lödu með “dashcam” í framrúðunni og fer af stað í einhverja hættulegustu og ólöglegustu umferð sem ég hef nokkurn tímann séð. Akreinar, hámarkshraði og gangbrautir eru bara lausleg viðmið sem ekkert þarf að taka alvarlega mark á. Ráðandi reglan virðist vera “Ég þarf að vera á undan bílnum fyrir framan mig.” og til að það markmið náist er allt gert og fer árangurinn aðallega eftir því hversu úrræðagóðir menn reynast. Í verri umferðarteppum er ekki óalgengt að gangstéttirnar og sporvagnateinarnir nýttir til að skjótast fram úr umferðinni. Þó mer þetta tvíeggja sverð því stundum myndast lengri raðir á þessum “styttrileiðum” og ef löggan nær þér er voðinn vís og þú skalt gerast tilbúinn að

borga heilar 2000 krónur í sekt fyrir slíkt guðlast. Skemmtilegast fannst mér þegar 2 akreina vegur breyttist í 4 akreina veg með hjálp taumlauss frumkvæðist og seiglu ökumanna. Mönnum eru bókstaflega allir vegir færir í þessum efnum. En það er líka eins gott því oft eru vegir bara alls ekkert færir; vegagerð er gjarnan ábótavant. Á milli borga keyrðum við á holóttum “malbikuðum” mistökum sem þeir kölluðu hraðbraut. Eftir gott sjö mínútna rassnudd spyr ég bróður minn:”Is this a normal Russian road?” og hann svarar orðrétt:”This good Russian road.” En þrátt fyrir síðri vegagerð þá kemur það ekki í veg fyrir að menn kitli pinnann. 90 km hámarkshraði og vægustu sektir sem ég hef heyrt um gera það að verkum að 150 kílómetra rúnt á klukkustund er ekki sjaldséð og lögreglan vopnuð flota

af LADA SAMARA bílum og mútugleði er lítil fyrirstaða. Það virðast vera gildar ástæður fyrir því að ökuleyfið mitt er ekki gilt hérna. Það er samt mesta furða hvað umferðin getur verið biluð þegar hún samanstendur að mestu af gömlum og nýjum(aðallega gömlum) LADA bílum. Út um allt má finna “Lada sjigúlí” en sú tegund var síðast endurbætt árið 1975 og er enn framleidd í dag og rokselst! Bíllinn er nákvæmlega jafn mikið rusl og hann lítur út fyrir að vera. Óþarfi er að taka fram að ég varð ástfanginn af þessum bíl um leið og ég sá hann. En þegar ég tilkynnti vini mínum hugmynd mina um að kaupa svona bíl og flytja hann til Íslands svarar hann af bragði This is bad idea”. TL;DR Rússarnir kalla Svamp Sveinsson “Vúbka Bob”. Mér fannst það fyndið.

13


plötuskápurinn Persónulegt ferðalag

Því hefur verið haldið fram að munurinn á manni og dýri sé fólginn í tilfinningu mannsins fyrir tónlist. Það sem kisan þín skynjar sem óútskýranlega háværar og handahófskenndar hljóðbylgjur í loftinu getur haft mikið listrænt gildi fyrir þig. Heilinn þinn ákveður að tónarnir séu fallegir. Það er vegna þess að þú býrð yfir því sem fræðimenn kalla “rhüthmussé,” sem er það sem gerir þér kleift að opnast tilfinningalega fyrir hljóðum og tengja þau sjálfsímynd þinni órjúfanlegum böndum. Þessari upplifun breytir heilinn svo í minningu og úr verður heill banki af nostalgíu sem þú tengir við ákveðnar plötur eða lög. Sumir standa á þeirri kenningu að þetta eitt sanni tilvist sálarinnar en ég fer ekki nánar út í það í þessum tiltekna bleðli. Í staðinn tók ég saman nokkrar plötur sem hafa hrært minn innri mann í gegnum árin.

Bob Marley and the Wailers - Lively up Yourself Hagaskóli. Unglingur. Þreyta og melankólía. Tímabilið er þakið móðu en þó er ljós í myrkrinu. Gömlu lögin hans Bob Marley eru svo mjúk og hlý að skammdegisþunglyndið á ekki séns. Hvílíkt gull af manni. Eins og svo margir listamenn virkar hann einlægari áður en hann “meikar það.”

Miles Davis - Kind of Blue Þessi á náttúrulega sinn stall í tónlistarögunni sem goðsögn í djassheiminum. Plötusafnarar ættu allir að næla sér í eintak. Ég tengi þessi lög bæði við hardcore prófalærdómstarnir og svo líka matarboð. Hentar vel í bæði. Maður segir ekki nógu oft “Hey! Vó hvað þetta er nett trompet sóló!” en maður gerir það með þessa plötu á fóninum. Guðjón sögukennari diggar þessa plötu líka.

Bon Iver - Bon Iver

4. bekk aflokið. Sumar og sól í Hvalfirðinum. Krúttleg stemning. Erum á leiðinni í útilegu þegar við föttum að það er ekki að virka að tengja ipod við bílhátalarana. Sem betur fer var eitt stykki diskur falinn í bílnum. Diskur sá var spilaður u.þ.b. hundrað sinnum í útilegunni og gekk þannig í gegnum öll þrep vináttunnar hjá okkur: Allt frá skemmtilega nýja gaurnum til uppáþrengjandi gaursins sem þú ert kominn með nóg af og loks varð hann að ómissandi kumpán. Bon Iver klæðir íslenska náttúru mjög vel og ég hugsa jafnan um niðnætursól Hvalfjarðarins þegar ég heyri í honum í dag.

Can - Flow Motion

Þú getur leitað á náðir Can þegar þú ert kominn með leið á allri annarri tónlist í heiminum og þeir munu blása byr undir segl þín. Hafa allavega gert það af og til fyrir mig í gegnum árin. Þeir eru mjög sérstakir. Ef þú fílar ekki söngvarann ætla ég ekkert að álasa þér þótt ég diggi þetta sound í döðlur. 95% tilfella sem ég hef hlustað á þessa plötu var ég labbandi rösklega einhvert. Mæli með því. Þeir tilheyra tónlistarstefnu sem kallast “Kraut-Rock” sem er samt mjög leiðinlegur stimpill. “Huh! Þjóðverjar!”betur.

14

Flying Lotus - Cosmogramma Góð plata. Man að ég var einhvern tíman andvaka og tók upp á því að fara út að hlaupa með þessa plötu umlykjandi eyrun á mér. Vanalega sökka ég í að hlaupa en þegar ég hlustaði á þetta fór ég í einhvern trans og ég er ekki frá því að platan hafi veitt mér ómannlega krafta þessa einu nótt. Prufið bara ef þið trúið mér ekki.

Pink Floyd - Animals Get ekki gert persónulegt ferðalag um undraheim platnanna án þess að hafa Pink Floyd þarna einhvers staðar. Þetta er plata sem ég enduruppgötva alltaf á nokkurra ára fresti, nú síðast þegar ég var að keyra frá Akureyri til Reykjavíkur í sumar og þurfti að drepa tíman, enda sirka 20 mínútur hvert lag á þessu. Eina platan sem lætur mig fá gæsahúð eina mínútuna og kjánahroll þá næstu. Samt á góðan hátt. Flott konsept líka um dýrin og manngerðir sem endurspegla þær. Það var gerður stuðull sem mældi lagafjölda vs. gítarsólóafjölda á plötum hér í denn árið 1978 og það var einmitt þessi plata sem hampaði flestum gítarsólóum á hvert lag. Geri aðrir betur.

Nicolas Jaar - Space is Only Noise

Mjög nett plata. Bæði sem partý og sem róleg einvera. Ég var á tónlistarhátíð að hlýða á lag af þessari plötu “live” þegar ég fattaði að það getur verið gaman að dansa og hef notið góðs af því æ síðan. Þetta var alveg svona móment í lífi mínu. Fram að því var ég semi bara að þykjast. Hann notar allskonar upptökur af fólki að tala, t.d. af heimspekifyrirlestrum, í lögin sín. Svo syngur hann og forritar smooth as fuck bassa inn á þetta. Netti.

-Engilbert Fáfnir, 6.C


Grand

theft H

Auto

alló allir! Hver er ekki búinn að taka eftir því að GTA5 er kominn á markaðinn? Hann sem er ekki búinn að spotta það mæli eg með að hann haldi áfram lestri sínum á þessari blaðsíðu. Ég hef einhverja reynslu af þessum leikjum sem hafa unnið hug og hjörtu ungra tölvuleikjadýrkenda víðs vegar um heiminn. Ég skal deila einni með ykkur. Eins og einhverjir kannast við þá er Grand Theft Auto ekki sá blíðasti í bransanum enda stendur 18 plús á coverinu og svoleiðis. En það er bara til þess að vernda þá yngri frá því að taka söguhetjurnar sér til fyrirmyndar sem hefur borið mismikinn árangur í gegnum tíðina. Ég á vin. Hann er soldil skræfa. Ég man að einu sinni vorum við að gera símaat og hann var svo hræddur að hann þorði ekki einu sinni að vera í herberginu. Ojæja, basic. En hann

á nánast alla GTA leikina sem hafa verið gefnir út og spilaði þá af mikilli ástríðu. Hann byrjaði að safna þegar hann var svona 8 ára gamall. Faðir drengsins leyfði honum að fá þessa leiki með EINU skilyrði. Það er margt hægt að gera í þessum leik, skjóta kalla, sprengja, kýla og keyra hratt og bara allt sem er ólöglegt nánast. En honum var heimilt að gera þetta allt. Hann mátti bara ekki fara á svona stroberrístaði sem voru til í þessum leikjum og hann mátti sérstaklega ekki taka svona konu upp í bíl og svoleiðis. Það var samasem mikil vandræði fyrir gutta. Við forum stundum heim til hans þegar við vorum litlir og forum í pleisteisjon hjá honum og vorum að gera alla þessa hluti sem voru honum óheimilaðir með bros á vör. Hann var ekki svo ánægður með það, reyndar bara rosalega óánægður. Einu sinni forum við í tú pleijer mód og þá gat annar

spilarinn valið fullt af ólíkum köllum til að leika. Þegar þú varst búinn að velja gastu ýtt á L1 á fjarstýringunni og þá gat þinn kall og hinn kallinn farið að kyssast og svona. Ég var alltaf að nota þennan takka og einn gaurinn var kornið sem fyllti mælinn. Þá tók vinurinn sem átti GTA leikinn upp púða og kastaði með öllu afli. Félaginn þurfti að bregðast örsnöggt við. Hann náði að dodge-a og púðinn fór í blómapott sem var nokkuð stór og mold fór á okkur alla. Ekki svo gaman. Lexía dagsins: ekki spila Grand Theft Auto. Hann kemur þér bara í vandræði.

Ólafur Jóhann Briem

15


Jón & almúginn Skaterinn Listinn við að fylgjast með fólki, þ.e. mannfélagsrýni, er gífurlega vanmetin. Það besta við erfiðan og annasaman dag er að setjast á bekk niðri í bæ og fylgjast með mannlífinu, þannig fæst innsýn í líf annara og skilningur á náunganum. Einn af þeim hópum sem áhugavert er að fylgjast með eru áhugamenn um jaðaríþróttir en þeir vilja í daglegu tali kalla sig hjólabrettaþorpara eða skater (borið fram [sgeider]). Skater-inn er löngu orðinn rótgróinn í íslensku samfélagi og flykkjast þeir flestir á næsta torg eða hjólabrettagarð og verða þá engin handrið örugg fyrir öflugum hjólabrettum og knöpum þeirra. Hjólabrettin er ekki einungis ferðamáti heldur einnig hin fínasta afþreying. Upphaf hjólabrettisins má rekja aftur til 4. áratugsins þegar brimbrettaiðkendur vildu óðir sýna listir sínar þegar sjórinn var spegilstéttur. Þá tók fólk á ráðin að festa hjól á spítur og þannig varð hið eiginlega hjólabretti til. Staðalímynd hljólabrettagarpsins er oft ekki fögur, ungir piltar í tættum fötum, illa klæddir og oft með derhúfuna aftur á bak til að hlífa hálsinum frá sterkri skammdegissólinni. Oft er dreginn dökk hlið á skaplyndi hans. Haugafúll, illur og leiðinlegur til svara. En hvað liggur í því að vera skater og hvers vegna sækjast ungmenni um allan heim í liferni þessa þjóðfélags hóps? Ég, Jón, leiðkönnuður og þjóðfélagsrýnir með meiru ákvað að kynna mér þennan áhugaverða og vanmetna þjóðfélagshóp. Þegar sólin var í hæstu stöðu á sunnudegi einum í ágústmánuði var leið minni haldið á

16

Ingólfstorg. Á dauða mínum átti ég von en ekki því sjónarspili sem ég varð fyrir augum mér. Litlir krakkar renndu sér þvert og endemis eftir Ingólfstorginu hjalandi barnahlátri með bros á vör. Þetta voru ekki þeir bólugröfnu hasshausar sem bandarískar kvikmyndir höfðu sýnt mér. Ég ákvað að nota heldur óvísindalega aðferð til að kynnast hópnum og fór upp að tveimur drengjum og kynnti mig með fullu nafni og kennitölu. Eftir stutt spjall bað ég þá að kenna mér á undraheim hjólabrettisins.


Einn af drengjum lánaði mér gjöfullega hjólabrettið sitt. Ég steig upp á það efins en eftir dyggan stuðning frá drengjunum tókst mér að halda jafnvægi mínu í töluverða stund.

Í adrenalínkastinu sem fylgdi þessari spennandi ferð gekk ég svo geist að fara einn á hjólabrettið án nokkurs stuðnings. Upp úr þurru birtist steinvala á götunni. Þar komst ég í kynni við dauðleika minn. Allt í einu lá ég á jörðinni með hjólabrettið ofan á mér. Ég hafði gert mig að bjána fyrir framan alla. Í gegnum tárin reis ég upp og þá rann fyrir mér sú uppgötvun. Ég var orðinn einn af þeim. Ég var orðinn skater.

Niðurstaða

Skaterinn er vingjarnlegur og áhugaverður þjóðfélagshópur sem hefur upp á mikið að bjóða. Þrátt fyrir staðalmyndir í kvikmyndum þá einkennist þessi þjóðfélagshópur að mestu af börn á unga árum en ekki af óprúttnu ungu fólki með buxurnar á hælunum. Ég vil hvetja þig kæri lesandi að kynna þér atferli skatersins, því þannig fæst skilningur á tilvist hans. Lifið ekki undir súð dæmandi allt fólkið sem gengur fram hjá, setið ykkur í þeirra spor og lifið lífinu með sóma.

Eftir stutt kynni við brettið rúlluðu drengirnir mér kraftlega af stað. Ég var með hjartað í buxunum en óttaslegnum var mér rúllað líkt og silakeppi yfir endilangt Ingólfstorgið. Andrenalínið byrjaði að flæða um líkamann og hjartað byrjaði að slá ákaft, líkt og þegar maður nær augnsambandi við Árna Inriða.

Eftir drjúgan tíma með drengjunum var kominn tími á heimferð. Ég kvaddi þá með brosi á vör. En áður en ég yfirgaf þá kenndu þeir mér leynihandabandið sitt. Leynihandabandið reyndist mér þó fremur flókið svo ég held að ég haldi mér bara við gamla góða handabandið.


Kvikmyndahorn Magnúsar

Ég hef lengi verið mikill kvikmyndasérfræðingur og tel það því vera mitt hlutverk í þessu blaði að fræða ykkur þekkingarsnauðu MR-inga um heim kvikmyndanna. Ég hef ákveðið að taka fyrir nunnumyndir og að einhverju leyti nunsploitation myndir (fyrir ykkur fáfróðu þá er nunsploitation undirflokkur exploitation mynda).En nunnumyndir eru mjög vanmetinn kvikmyndaflokkur og hafa þær fengið litla umfjöllun á öldum ljósvakans. Þess vegna hef ég tekið saman lista yfir góðar nunnumyndir.

Sister act

Le Moine

nude nuns with big Guns Sister act 2:

Hver þekkir ekki hina frábæru Sister Act. Hún kom út árið 1992 í leikstjórn Emile Ardolino en hann gerði einnig myndirnar 3 Men and a Little Lady og Alice at the Palace. Sister Act er af mörgum talin ein besta mynd allra tíma. Whoopi Goldberg leikur hér söngkonuna Dolores sem verður vitni að morði og þarf að fara í vitnavernd (witness protection) í nunnuklaustur. Goldberg vinnur hér gríðarlegan leiksigur. Hún var því miður ekki tilnefnd til Óskars það árið og er oft talað um það sem eina fáránlegustu ákvörðun Akademíunnar.

Le Moine (Munkurinn) er mynd frá 1972 eftir Adonis Kyrou en hann leikstýrði m.a. grísku þáttunum Dim Dam Dom sem margir þekkja. Le Moine fjallar um munk sem er tældur af útsendara djöfulsins og hvernig hann fellur ofan í pytt syndar. Tónlistin í myndinni er líka mjög góð. Hljómsveitirnar N.W.A. og Sigur Rós komu saman fyrir myndina og mynduðu súpergrúppuna N.W.S.R. (Niggas With Sigur Rós) og sömdu tónlistina í myndinni saman.

Nude Nuns With Big Guns er spennutryllir frá 2010 í eftir leikstjórann Joseph Guzman. Myndin fjallar um Systur Söru sem er seld til mótorhjólagengis af spillta prestinum Föður Carlitos. Gengið notar hana sem kynlífsleikfang og skilja hana eftir alvarlega særða, uppdópaða og nær dauða en lífi úti í skurði. Þar fær hún boðorð frá Guði sem segir henni að hefna sín. Því næst nær hún sér í vopn þ.á.m. “big guns” (eins og í titlinum) og hefnir sín á þeim. Það þarf ekki að segja mikið um þessa mynd. Maður sér á titlinum að það var gríðarlega hæfileikaríkt fólk sem kom að gerð myndarinnar

Back in the habit Back in the Habit er framhald fyrstu Sister Act myndarinnar. Í myndinni þá þurfa nunnurnar aftur á hjálp Dolores að halda. Skólinn sem nunnurnar kenna við er að keppa í kórkeppni og þurfa þær á hennar stjórnunarhæfileikum að halda. Ef að líkja mætti fyrri myndinni við gott kókaín þá er þessi eins og gott heróín. Engin framhaldsmynd hefur staðið jafn vel undir væntingum sem fyrri myndin hafði kveikt heldur en þessi ef frátaldar eru Godfather II og Speed 2: Cruise Control.

- Magnús Jochum Pálsson


Kakóland Ég, eins og margir aðrir MR-ingar, var gjörsamlega hlessa þegar ég gekk inn í Cösu í fyrsta sinn eftir að skólinn hófst aftur í haust. Litla hornsjoppan, þekkt sem Kakóland, hafði bætt umtalsvert við sig og húkti ekki lengur úti í horni. Það gerði það að verkum að aðstaða og aðgengileiki í henni bættist umtalsvert. Í fyrstu taldi ég að þessi hlutur væri aðeins af hinu góða, það er jú vel þekkt staðreynd að aðstaðan hefði mátt vera betri. Þegar ég kynnti mér málið nánar sá ég óveðursskýin hrannast upp, mér sortnaði fyrir augum, mér leist hreint ekki á blikuna. Nú spyrð þú sjálfa/n þig hvaða vitleysa er þetta, Kagóland er orðið miklu betra núna og ég er bara max sátt/ur með þetta dæmi. Ef þetta er þinn hugsunarháttur þá verð ég að tilkynna þér að þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér. Þessi útþensla gæti í fljótu bragði virðst saklaus, en svo er ekki. Til að byrja með bæta þau örfáum fermetrum við Kagóland “fyrir nemendurna og starfsmennina”, þar næst “þurfa” þeir að stækka sjoppuna því aðstaðan er ekki mannsæmandi. Það fyrsta sem þeir gera er að þeir bæta við sjoppuna þannig að ekki verður lengur hægt að ganga hringinn í Cösu, næst verður aðeins aðgengilegt í Cösu niður hringstigann og ég spái því að fyrir árið 2017 verði öll neðrihæð Cösu Nova undirtekin af Kagólandi. Eftir það er ekki gott að segja hvað verður. Þá er aðeins tímaspursmál hvenær næstu hæð í Casa Nova verður náð og hún hertekin. Samkvæmt nákvæmum útreikningum mínum ætti Ka-

kóland að vera búið að taka yfir allt húsið, þar með talið Elísabetarhús, þann 24. mars 2022. Eftir það er voðinn vís. Hægt og bítandi tekur það yfir sig Cösu Christi þar næst íþróttahúsið og Íþöku. Sjálfur Gamli Skóli mun falla í desember 2031 ef allt gengur eftir hjá glæpsamlegu útrásarvíkingunum í Kagólandi. Þegar svo langt er náð er öll von úti um að hefta útbreiðslu Kagólandsins yfir Reykjavík. Ég spái því að árið 2045 muni Reykjavík ekki vera til í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag, heldur hafi Kagóland dreift sér yfir hana alla. Loksins á því herrans ári 2123 mun útbreiðslunni vera lokið og Ísland mun ekki lengur heita Ísland heldur KAGÓLAND. Við verðum að gera eitthvað í þessum málum meðan við enn getum! Berjumst fyrir rétti okkar! Berjumst fyrir Casa Nova! En fyrst og fremst verðum við að berjast fyrir frelsi okkar tignarlega lands! Segjum nei við nýjungum! Segjum nei við spillingunni! Segjum nei við frekari útþenslu Kagólands! Ég vitna hér í hinn mikla baráttumann William Wallace: “Frelsiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!”

Kakóland Gamla smiðjan

Hér sést útþensla Kakólands


Skipulagsperrinn Æ

tli þetta hafi ekki allt byrjað í sá penna sem bekkjarsystir mín átti. Hann var tíunda bekk. Það var þá sem ég fékk svo einstaklega sniðugur. Hann var svona grár fyrstu tvo pennana að gjöf frá bestu og þríhyrningslaga. Hann var með mjóum vinkonum mínum. Þær höfðu greinilega tekið oddi og gerði hin fínustu pennastrik. Þetta eftir einhverju sem ég sá ekki sjálf. Ég ætla var penni sem ég varð að eignast. Þegar ég ekkert að neita því að þessi gjöf gladdi mig. hugsa til baka hefur það eflaust verið perrinn sem varð að eignast hann, ekki endilega Þegar ég gat farið að skipuleggja glósur ég. Það var þá sem ég fór í mína með litum var ekki snúið til baka. fyrstu ferð í Eymundson, ein. Skipulagið var frekar Ég Mér fannst hálf vandræðalegt einhæft til að byrja með. Það man voða að fara ein þangað inn, var þegar ég hélt að tveir takmarkað eftir en vá sú tilfinning hvarf pennar væru nóg. Það um leið og ég var mætt var þegar ég var yngri og jóla og vorprófunum, á pennabarinn á neðstu vitlausari. Ég komst svo enda perrinn á hæðinni. Það var eins og sem af á þessu einhæfa að komast í draumaland skipulagi en það gerði í blússandi siglingu skipulagsperrans. Þrátt fyrir raun ósköp lítið fyrir mig. þá dásamlegt úrval af allskonar Svo byrjaði ég í MR. pennum var ég harðákveðin í Það er nú alþekkt að námið í að kaupa bara svona penna eins og MR tekur á. Að sjálfsögðu ætlaði bekkjarsystir mín átti. Ég ætlaði bara að ég að standa mig vel, læra alltaf heima en líka mæta á æfingar og spila á píanóið. Ég kaupa einn. Bara einn. Fór út með tvo. Ég man ennþá tilfinninguna þegar ég gerði mér grein fyrir því að það krefðist mikils skipulags. Ætli það hafi ekki verið þá sem labbaði þarna út. Hún var ólík öllu öðru sem skipulagsperrinn í mér byrjaði að vaxa fyrir ég hafði áður upplifað. En þetta var tilfinning alvöru. Svo þegar Morkinskinna kom á borðið sem ég ætlaði að finna aftur, það var á hreinu. til okkar fann ég hvernig hún fyllti upp í tóm Einhvernvegin varð lífið betra eftir þessa ferð í Eymundsson. Ég fann mig þegar ég hafði sem hafði verið til staðar. Mér leið vel. Það var svo einu sinni í skólanum sem ég eignast þetta. Perrinn var glaður.

20

Ferðirnar í Eymundsson urðu tíðar í 3.bekk. Ég reyndi samt að halda þeim frekar leyndum. Mér fannst þetta vandræðalegt. Í lok fyrsta ársins í MR var ég búin að sættast við ástandið. Ég gat ekki breytt þessu sama hvað ég vildi. Í 4.bekk var perrinn frekar vandræðalaus. Auðvitað fór ég oft í ritfangaverslanir, maður gerir nú það sem lætur manni líða vel. En mér tókst að lifa þokkalega eðlilegu lífi þrátt fyrir hann. Hann tók þó yfir þegar mikið var að gera. Ég man voða takmarkað eftir jóla og vorprófunum, enda perrinn á blússandi siglingu þá. Núna í 5. bekk hef ég alveg viðurkennt fyrir fólki þessa hneigð mína til skipulags. Lífið er einfaldlega betra þegar maður skipuleggur það. En þessi skipulagspervertismi höfðar ekki til allra. Það er ekki allra að hafa herbergið sitt skipulagt eftir litum, en það hentar mér. Það eru ekki allir sem raða í töskuna sína eftir stærð bóka, en ég geri það. Það eru ekki nógu margir sem flokka fögin sín eftir litum, en ég geri það. Það er bara eitthvað við skipulag sem lætur mér líða vel. Þess vegna er ég perri. Stoltur skipulagsperri.

-Rannveig Dóra Baldursdóttir


Pælingar Emils Ég var heima hjá mér eitt gott laugardagskvöld og tók þá skyndiákvörðun að horfa á Ghost Rider. Er ég var kominn nokkuð inn í myndina fór ég að hugsa um hvað hefði orðið að hinum mikla Nicholas Cage. Nicholas Cage leikur einmitt aðalgaurinn í Ghost Rider, semsagt Ghost Rider, og á þessum tíma var hann eiginlega á hápunkti ferilsins síns (til þessa). Ghost Rider kom út árið 2007 en sama ár var Cage-maðurinn með annan blockbuster, National Treasure. Sú mynd var drullugóð og var með alveg slatta af gucci leikurum. Þar má nefna Jon Voight, Sean Bean og Diane Kruger. Fólk man kannski best eftir Diane Kruger úr Inglorious Basterds. Djöfull var það góð mynd. Mér finnst magnað að mönnum hafi tekist að gera svona geðveika mynd úr því að gera ekkert annað en að drepa nasista. Og Brad Pitt var líka þarna. Sem og Michael Fassbender. Þessi mynd var í sjálfu sér bara samansafn af rosalega töff gaurum, eins og Christoph Waltz, Til Schweiger og Mike Myers. Talandi um Mike Myers, hvað varð eiginlega um hann? Ég held að ég sé ekki búinn að sjá Mike Myers í aðalhlutverki síðan í The Love Guru. Það var samt alveg rosalega vanhugsuð mynd. Einhvern veginn, þegar ég hugsa um mann sem hefur kvennamálin alveg á hreinu þá kemur Mike Myers ekki upp. Samt var hann einnig álíka vinsæll meðal kvenna í myndinni Austin Powers og Johnny Depp á ráðstefnu einhleypra mæðra. Sú ráðstefna er samt örugglega ekki til. Ég er bara eitthvað í ruglinu hérna. Ef við hugum aðeins að hlutum sem eru í ruglinu þá er ég einmitt á þessari stundu að horfa á ipod heyrnartólasnúruna mína. Jesús Kristur. Hvað er að gerast þarna? Það er eins og að snúran hafi verið að koma úr leiðangri frá ystu endum undirheimanna. Ég gæti ekki talið á annarri hendi hversu oft ég hef misst af strætó vegna þess að þessi snúra hafi litið út eins og pokémoninn Tangela. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að öll heyrnartólin mín séu alltaf að bila. Heyrnartólin mín eiga það mjög oft til að bila á rosalega leiðinlegum stöðum. Eins og í strætó á morgnana. Það að vera einn í strætó og með biluð heyrnartól er hin versta böl. Sérstaklega vegna þess að það tekur alltaf góðar 20 mínútur til hálftíma að komast á leiðarenda og það er óþægilega langur tími þar sem ég er einn með hugsunum mínum. Og ef þið eruð ekki búin að taka eftir því hingað til þá eru hugsanir mínar alveg mökk-undarlegar. En ég var hins vegar að muna eftir því að ég er með mozzarella sticks í ofninum þannig að ég verð að slútta þessu.

L8r, Emmz


Gettu betur Af hverju eruði í gettu betur liði mr? Útaf því að við erum strákar og eins og allir vita eru strákar með stærri heila og þess vegna komumst við inn í liðið. NOT. Grétar er transsexual og hálfnaður með kynleiðréttingu því mætti segja að við værum alveg að nálgast kynjakvótamarkið. Við skömmumst okkar fyrir kyn okkar. Það væri miklu betra að hafa líka einhverjar stelpur í þessu. og okkur finnst pizzur góðar Hvað æfið þið ykkur mikið í venjulegri viku? Nokkrum sinnum, þrisvar á fullu tungli annars tvisvar. En ef það er þriðjudagstilboð, fullt tungl og megavika þá hættum við aldrei að æfa.

Hvað þarf marga skóla í gettu betur? Einn. Finniði fyrir frægðinni? Já. Hver er flipparinn í hópnum? Atli klárlega. Hvað finnst ykkur um kynjakvótann í gettu betur? Jón: Nauðsynlegur Grétar: Ágætis hugmynd. Atli: ekki góður Hver er sérgrein ykkar? Grétar er með landbúnað og þvottamerki, Atli er með fuglaegg, Jón pikkuplínur

Eruði nördar? Bara Atli Hver er klárastur af ykkur? Ég segi Grétar Hver er kyntákn liðsins? Björn Reynir Hvenær föttuðið þið að þið væruð mennirnir með svörin? Pass Eruði með einhverja leynda hæfileika? Grétar getur fullnægt konum með því að horfa á þær og Atli getur sungið.Jón er rosa góður að baka. Hver er hjúskapastaða ykkar? Atli og Grétar eru í sambandi (ekki með hvorum öðrum). Þótt ótrúlegt megi virðast þá hleypur Jón einn.

Atli Freyr Seinustu 4: 2849 Bekkur: 5.M Gælunafn: Clement

Jón Kristinn Seinustu 4: 2299 Bekkur: 4.A Gælunafn: JohhnyPlayboy

Grétar Guðmundur Seinustu 4: 2179 Bekkur: 6.R Gælunafn: Grelli Bagg


HAX

Ein stór spurning hefur setið á allra vörum síðustu mánuði; “Hvað er þetta hax?” Hax er andvarp heillar kynslóðar. Hax er bylting. Hax er stærra en við öll. Hax umlykur þig. Það umlykur mig. Hax er alheimurinn, og alheimurinn er hax. Jesú sagði: “Hax veri með ykkur. Beltens á blend í kvöld, max hax gratt. Gúffens á eftir? Sú migt þynnka.” (Nýja Testamentið, Jóhannes, 11:35). Nóg um þessa ljóðrænu. Tölvuleikurinn Counter-Strike kom út fyrir um það bil tveimur öldum internet-ára. Hann varð strax gríðarlega vinsæll meðal netverja og sýndarveruleikafíkla. Í honum getur maður skotið hryðjuverkamenn og handleikið ýmis skotvopn, svo það er varla furða. Einhver óprúttinn skrifaði svindlforrit fyrir CS sem gerði spilurum kleift að sjá í gegnum veggi og þar með sigra leik eftir leik. Á ensku er þetta kallað “to hack”. Internetið afskræmdi orðið hratt – og “hax” varð til. Hax þýðir semsagt svindl. Þegar eitthvað er svo ýkt að það er svindli líkast, þá er það hax. Samkvæmt Urban Dictionary, traustverðri heimildaveitu þegar kemur að slangri og nýmállýskum, þýðir hax eftirfarandi: “Something deemed unfair or unexpectedly unfavorable. Could be used to accuse someone of using cheating/hacking/some sort of trickery to accomplish something, usually jokingly.” Þegar haxisti segir “Tölvan mín er hax góð.”, þá meinar hann “Tölvan mín er ofboðslega góð.” Tölva notandans er þá yfirburðabetri í notkun en aðrar staðlaðar tölvur. Hax kemur inn í okkar ástkæru menntastofnun á sama hátt og svarta plágan kom til Feneyja – það barst með rottunum. Þegar ég segi rottunum meina ég samt busunum. Gildir einu. Eftir miklar rannsóknir og viðtöl við ýmsa busa hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þessi stórundarlega mállýska berist hingað frá Hagaskóla (stundum kallaður Haxaskóli), og eigi meðal annars rætur að rekja til nýknattspyrnuliðsins KV. Hax er vægast sagt bráðsmitandi, og undirritaður hefur staðið sig að því að segja “migt gúffens” er hann pantaði sér pönnupítsu eftir kröftugan tegrunar/bókhalds-hitting.

Nú ber að nefna ýmis orð frá sömu stofnveitu – Vesturbæ Reykjavíkur.

Gúffens – so. Að borða, að troða í sig. Beltens – so. Að hætta við fyrrákveðnar áætlanir Migt – lo. Mikið, í miklu magni Latt – lo. Latur, hugrænt getuleysi Gratt – lo. Graður, kynferðisleg spenna eða löngun til kynferðislegra athafna Max – lo. Mest, hæsta stig af mikið eða migt Ábendingarfornafnanotkun yfir ýmis nafnorð og lýsingarorð, t.d. “Sú þreyta”, eða “Það”, notað til að auka áherslu á mikilvægi eða sérstakleika þess sem notandi er að gera/nota/hafast við. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi þar sem tungumálið er enn í fæðingu. Fleiri orð afskræmast á hverjum degi. Hver veit nema að það verði þörf á nýrri grein bráðlega? Vonandi veitti þessi stutta grein ykkur innsýn í hinn stórundarlega og nýstárlega heim haxistans. Nú er um að gera að þú, lesandi góður, farir að feta þig áfram í þessarri framandi og skemmtilegu mállýsku. Það er nefnilega svo afskaplega gaman að taka þátt og vera með. Max beltens á heimalærdóminn, það styttist óðum í hax árshátíð! ~ Karl Ólafur Hallbjörnsson, málvísindamaður með meiru.


#Skologram

24


iV รฐ sรฆkjum a r b a r b รก

u t รถ ! g a g a r B

Bragagata, Laugavegur og Suรฐurlandsbraut / 562 3838 / eldsmidjan.is


Ökukennarar

Jón Haukur Edwald s. 8977770 Oddur Hallgrímsson s. 8987905 Páll Andrés Andrésson s. 8931560 Sverrir H Björnsson s. 8924449 Örn Kristján Arnarson s. 8992263 Jens Karl Ísfjörð s. 864577 Jón Hannes Kristjánsson s. 8216534 Kristófer Sæmundsson s. 8949404 Birgir Bjarnason s. 8961030 Björn Lúðvíksson s. 8970346 Eggert Valur Þorkelsson s. 8934744

Jens Karl Ísfjörð s. 8624577 Jón Haukur Edwald s.8977770 Jón Hannes Kristjánsson s. 8216534 Kristófer Sæmundsson s. 8949404 Oddur Hallgrímsson s. 8987005 Pétur Andrés Andrésson s. 8931560 Sverrir H. Björnsson s. 8924449 Örn Kristján Arnarson s. 8992263

Eiríkur Hans Sigurðsson s. Elvar Örn Erlingsson s. 8972806 Gylfi Guðjónsson s. 6960042 Guðný Ingibjörg Einarsdóttir s. 8929490 Halldór R. Halldórsson s. 8924686 Lárus Wöhler s. 6947597

Styrkir

Gúmmívinnustofan SP dekk, Skipholti 35 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns

R MA

Adgongumidi

A OT N G

ad godum degi

Bjóðum upp á samlokur, pizzur og salöt. Góð aðstaða fyrir barnaafmæli. Rennibraut og boltaland.

Nýbýlavegi 32 S:577-5773

Eins mörg salöt m/kjúkling eða roastbeef og þú vilt fyrir 624.-kr. stk.

Gegn framvísun miðans færð þú 16” pizzu með 2 áleggjum eins oft og þú vilt á 999-kr. stk. til 1.apríl 2014

prentun.is


Ást er... Þe ...

ga

f y lg i s t m ann eð h r þ

ér

ha ar eg ...þ

nn

el t ir þ

ig h vert s

em þú ferð

..

ð

n veit alltaf h han að g r era va ga ú ert e þ .Þ

...þegar

hann ke

mur þér

á óvart


Hinn Mikli

Gatsby Eftir F. Scott Fitzgerald


H

inn mikli Gatsby er saga um ást, græðgi, spillingu og neikvæðu hliðar ameríska draumsins. Hún gerist í heimi þar sem samskipti fólks eru yfirborðskennd, ástarsambönd eru ótraust og líf fólks einkennist af losta og þrá eftir einhverju meira. Einhverju sem mun líklega alltaf vera utan seilingar. Hrífandi útlit breiðir yfir erfiðleikana sem fólk býr við og til dæmis er ekkert ástarsambanda sögunnar fullkomlega hamingjusamt. Í grunninn er bókin ástarsaga þeirra Gatsby og Daisy en hún fjallar um miklu meira en ást. Í raun er þetta meira samfélagssaga um ást heldur en ástarsaga. Hún gerist á þriðja áratugnum sem var tími breytinga. Konur hættu að ganga í korselettum, og fóru að klæðast þægilegum fötum eins og skyrtum og buxum. Stríðsárin voru liðin og lífið einkenndist af bjartsýni og slökum siðferðisvenjum. Listir og menning blómstruðu og uppsveifla í hlutabréfabréfamarkaðnum varð til þess að fullt af fólki eignaðist mikinn pening á skömmum tíma. Áfengisbannið var virt að vettugi af flestum. Þegar við lesum bókina kynnumst við Jay Gatsby hægt og rólega. Í upphafi er okkur gefin mynd af kurteisum draumóramanni sem hefur náð langt í lífinu og er í senn dularfullur og hrífandi. Eftir því sem sögunni vindur fram kynnumst við honum nánar og komumst að því hvað gerir hann svona leyndardómsfullan. Allar ákvarðanir sem hann tók á fullorðinsárum miðuðu að því að uppfylla æskudrauma sína. Hann ólst upp bláfátækur og hafði óbeit á lífinu sem fjölskylda hans lifði. Hann þráði auð og fágun yfirstéttarinnar og setti sér það markmið að lifa betra lífi en foreldrar hans gerðu. Strax í æsku var hann því fús til vinnu. Þegar hann kynntist Daisy varð samstundis ástfanginn af henni, en fyrir honum táknaði hún allt sem hann óskaði eftir; ríkidæmi, þokka og vellystingar. Það varð helsta hvatning hans að vinna ást hennar. Hún var af ríkri fjölskyldu og til þess að sanna fyrir henni að hann væri nógu góður fyrir hana laug hann til um fortíð sína. Þau kynntust stuttu áður en hann var sendur burt í herþjónustu og áður en hann kom aftur giftist hún öðrum manni, Tom Buchanan. Þegar hingað er komið í ævi

30

Gatsby er hann í raun búinn að endurskapa sjálfan sig algjörlega. Hann hefur útilokað sig frá þeim sem þekktu hann og getur verið sá maður sem hann vill vera. Hann þótti því leyndardómsfullur og um hann gengu ýmsar sögur, sumar sem hann sjálfur hafði komið á fót og aðrar sem gengu milli þeirra sem dáðust að honum eða öfunduðu hann. Ástin sem Gatsby ber til Daisy er sérstök og óeðlileg. Hún er svo sterk að á endanum verður hún aðal drifkraftur hans. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur er gert til að fanga athygli hennar. Hann kaupir sér hús í nágrenni

við hana. Hann heldur veislur um hverja helgi í þeirri von að hún frétti af þeim og láti sjá sig og hann sýnir öðrum gestum sínum engan áhuga nema til að spyrjast fyrir um Daisy. Þau hafa verið aðskilin í nokkur ár á meðan Gatsby gengdi herþjónustu en tilfinningar hans til hennar eru óbilandi. Aðskilnaðarárin virðast hafa orðið til þess að Daisy er komin á nánast guðlegan stall í huga Gatsby. Að sumu leyti virðist hann vera ástfangnari af ímyndinni en stúlkunni sjálfri. Það óeðlilega við þessa ást er hvað hún er blind. Í augum Gatsby er Daisy fullkomin. Hann sér ekki galla hennar,


ást hans er þráhyggjukennd og fyrir honum er hún eitthvað sem hann verður að eignast, rétt eins og stórhýsið hans og peningarnir. Hún er táknmynd yfirstéttarinnar og hann þarf ást hennar sem staðfestingu á því að hann sé orðinn sá nýi maður sem hann hafði unnið að því að skapa. Ekki er nóg með að Gatsby ætlist til þess að Daisy fari frá manninum sínum, heldur vill hann að hún segist aldrei hafa elskað hann. Hann er fastur í þeim hugsunarhætti að hann geti endurskrifað fortíðina eins og honum sýnist og geti ekki haldið áfram fyrr en hann er viss um að það liðna hafi verið fullkomið eins og nútíðin. Hann getur ekki lifað með því að hún hafi einhvern tímann elskað annan mann, hann þarf að slá algjörri eign sinni á hana. Ég held að Gatsby sé svo fastur í leit sinni að hamingjunni í gegnum peninga að hann sé hreinlega ekki fær um að komast út úr þessum hugsunarhætti, þó hann sé að mörgu leyti búinn að ná markmiði sínu. Hann er í leit að fullkomnun, og trúir því að Daisy muni færa honum hana. Henni hefði þó líklega aldrei tekist að fylla tómið innra með honum. Hann lifði lífinu sínu í leit að einhverju meira og elskaði Daisy á þann takmarkaða hátt sem hann var fær um. Gatsby sjálfur var ráðgáta. Hann var goðsögn. Allir höfðu heyrt hans getið, sumir státuðu af því að hafa hitt hann og flestir höfðu heyrt margvíslegar sögur af honum. Fólk skemmti sér við að bera saman lygasögur af honum, og álitu hann ýmist hetju eða skúrk. Þeir voru þó afskaplega fáir sem gátu sagt að þeir þekktu manninn á bak við sögurnar. Nick Carraway var þó einn þeirra, en hann bjó í litlu húsi við hlið hallar Gatsbys. Hann segir okkur söguna frá sínu sjónarhorni en tekur fram í byrjun bókarinnar að hann sé ógagnrýninn og lýsi öllu með opnu hugarfari. Við lesendurnir tökum því mark á öllu sem hann segir, um atburðarás og tilfinningar hans í garð annarra persóna. Nick tekur óbeint þátt í atburðarrásinni. Hann er merkilegur fyrir þær sakir að hann er ekki hluti af efri stéttinni en hefur þó góð tengsl innan hennar. Hann er metnaðarfullur í starfi og vill ná árangri án þess að vera í leit að ameríska draumnum eins og aðrar persónur. Hann sækir í yfirstéttafólkið en leyfir sér ekki að blindast af glamúrnum sem einkennir lífstíl þeirra.

Eftir því sem líður á söguna verður hann neikvæðari og gagnrýnni á fólkið í kringum sig. Þegar töfraljóma auðæfanna er svipt af þeim áttar hann sig á því hvernig manneskjur þau eru í raun og veru, grunnhyggin og sjálfsmiðuð. Hann reynir ekki að koma sér í mjúkinn hjá þeim heldur reynir að fjarlægjast þau. Hann birtist okkur sem eina persónan sem býr yfir heiðarleika og umhyggju. Við verðum samt að athuga að hann segir söguna í fyrstu persónu og þó hann haldi því fram að hann sé umburðarlyndur og fordómalaus, þá gæti enginn maður verið fullkomlega hlutlaus í lýsingum á sjálfum sér og þeim sem standa honum nærri. Daisy Buchanan er ein óljósasta persóna bókarinnar. Höfundurinn sýnir hana í aðstæðum sem leggja áherslu á hreinleika og sakleysi, til dæmis klæðist hún oft hvítu. Hún er þokkafull og falleg og virðist heillandi í alla staði. Lesandinn vill sjá hana sem manneskju sem verðskuldar þessa ótakmörkuðu ást sem Gatsby ber til hennar en smátt og smátt kemur í ljós að hún er eigingjörn, grunn og ómerkileg. Hún veit að eiginmaður hennar er henni ótrúr en hún sættir sig við það vegna öryggisins sem hann veitir henni. Henni líkar vel við lífið sem hún lifir og hún er tilbúin til að lifa með öllum göllunum á hjónabandi sínu svo lengi sem hún er rík og valdamikil. Hún er fordómafull gagnvart neðri stéttum og álítur sjálfa sig æðri flestum sem hún umgengst. Hún virðist ófær um að sýna umhyggju, jafnvel gagnvart dóttur sinni en í eina skiptið sem dóttir hennar kemur fram í sögunni er þegar Daisy sýnir hana gestum sínum eins og sýningargrip. Íannað sinn segir hún um dóttur sína að hún voni að hún verði fífl því það besta sem stelpa geti orðið sé fallegt lítið fífl. Sagan á sér samt stað á þeim tíma þegar konur fengu kosningarrétt í Bandaríkjunum og fóru að vera meira áberandi á vinnumarkaði. Þetta álit hennar á stöðu konunnar hlýtur að vera afleiðing af hennar eigin reynslu en hún komst vel áfram á því að vera falleg frekar en gáfuð. Hún leggur meira upp úr efnislegum gæðum en öðru. Hún er hrifin af athyglinni sem hún fær frá Gatsby og dáist að glæsileika hans og auði. Tom, maðurinn hennar þekkir hana nógu vel til að vita að þegar hann

sannar fyrir henni að Gatsby hafi orðið ríkur á óeðlilegan hátt, og sé af lægri stétt en þau, þá muni hún snúa bakinu við honum. Það reynist rétt og á endanum valdi hún þægindin sem Tom og peningar hans og völd höfðu upp á að bjóða. Eftir dauða Gatsby sýnir hún enn frekar hvernig hún er innrætt þegar hún stingur af án þess að votta honum þá virðingu að mæta í jarðarför hans. Daisy er fær um að sýna ástúð, en ekki viðvarandi tryggð og umhyggju. Hún er efnahyggjumanneskja og líf hennar snýst um peninga og vellíðan.

Þegar er á heildina litið er höfundur að lýsa þriðja áratugnum sem tíma gallaðra félagslegra og siðferðislegra viðmiða. Samskipti eru yfirborðskennd og einkennast af kæruleysislegri gleði. Persónurnar lifa í núinu og hugsunarháttur þeirra er grunnhygginn. Veislurnar sem Gatsby heldur eru ímynd þessa lifnaðarháttar, villt djass tónlist og eftirlátssemi. Fyrr en varir er partýið búið, höllin er tóm og einmanaleikinn verður aftur ráðandi.

- Kristborg Sóley Þráinsdóttir 31


Pallapunt

Pallapabbinn hefur lengi verið kunnugur menntskælingum. Hann sló eftirminnilega í gegn í síðasta tölublaði og við gátum ekki annað en fengið hann til að taka aðra sýnikennslu. Nú er árshátíðin í vændum og á henni er mikilvægt að vera með smettið á tæru. Við fengum því Palla Pabbann, sem ásamt því að vera hættulega góður dansari er einn færasti förðunarfræðingur landins, til þess að sýna okkur smá listir með burstann. Hann segir að nokkrir hlutir skipta höfuð máli þegar kemur að förðun..

A) Mjúkar hreyfingar. Það gengur ekkert B) Það er ekki stærðin á burstanum sem C) Það er eins með þetta og allt annað sem að vera að spassla þessu á sig eins og skiptir máli, heldur hvernig þú notar þú tekur þér fyrir hendur. Maður á alltaf að hafa gaman annars á maður bara að sleppa einhver múrari. hann. því.

1

Byrjaðu á því að hreinsa andlitið og bera á þig gott rakakrem.

4

Nú skaltu taka dökkan augnskugga og setja hann á ytri helming augnloksins. Stoppaðu fyrir miðju en ekki hafa áhyggjur þó það séu augljós skil. Taktu síðan ljósari augnskugga, þó dekkri en fyrsta litinn. Taktu svo blöndunarbursta og lagaðu skilin.

Páll vill koma því á framfæri að hann farðar til að gleyma

2

Næst seturðu á þig meik. Passaðu að velja lit sem hentar þér svo þú fair nú ekki grímu.

5

Náðu þér svo í mjóan bursta, t. d. eyeliner bursta og settu dökka litinn meðfram neðri augnhárunum. Blandaðu línuna svo með ljósa miðlitnum. Svo er komið augabrúnunum. Þægilegt er að nota augabrúnablýant til að móta útlínur og fylla lét inn í og svo fylla upp í rest með máttum augnskugga.

3

Svo er komið að augunum. Byrjaðu á að setja ljósan augnskugga yfir alt augnlokið.

6

Nú er komið að lokaskrefunum. Settu púður yfir T-svæðið og þar sem þú vilt losna við glampa. Settu svo sólarpúður undir kinnbeinin og highlighter ofan á kinnbeinin. Settu kinnalit á epli kinnana. Loka touchið er svo fallegur varalitur. Nú ertu reddý á árshátíð!

33


Snyrtivöru SMÖKKUN

MAC Varalitur Ilmur: Mild Kirsuberjalykt Áferð: Silkimjúk góð þéttni Bragð: Kirsuberjabragð með mildu estrógen eftirbragði. Áhrif: Ef þú vilt eiga gott kvöld fáðu þér þá einn McVaralit. Prófandi fylltist góðmennsku og trú á mankyninu. Einkunn: 18 gleði af 4408/256 gleði. Þetta er lífið, þetta er tilveran.

34

Dolce and Gabbana After shave Ilmur: Ef Árni Indriða væri ilmur. Áferð: Mjúk og blaut eins og hjartað hans SDG. Bragð: Svalur keimur af beiskum þurrk, eftirbragðið er afstætt. Áhrif: Fyrst finnuru fyrir syfju en svo eins og eld sé kastað fyrir horn þá verðuru hyper eins og busastelpa eftir einn breezer (hellað stöff sko). Einkunn: 2/10 would not sniff again.

Calvin Klein rakspyri Ilmur: Ferskur keimur af sjávarlöðri og ævintýramennsku. Áferð: Vökvakenndur úði. Bragð: Ólýsanleg upplifun, ef einhver lesanda hefur drukkið hreinsað bensín þá er þetta mjög svipað. Ljúfur keimur af sítrusávöxtum í eftirbragðinu, skemmtilegt twist. Áhrif: Eftir þriðja brúsa af kölnarvatninu komst prófari að því að hann væri ofsóttur, síðar kom í ljós að svarti maðurinn sem elti hann út um allt var skuggi hans. Einkunn: 6 swag af 2 Gísla Pálma.


Nú fer áshátiðin að ganga í garð, þá þarf að huga að huga að ýmsum hlutum. Menn þurfa að ilma vel, vera með “Dewið” á tæru, vera rétt sminkaðir og svo mætti lengi áfram telja. Á meðan Lionsklúbburinn lá í vangaveltum yfir þessu undirbúning, kviknaði sú spurning hvernig þetta allt bragðaðist? Við sáum okkur því ekkert annað fært í stöðunni en að fórna sér fyrir málstaðinn og bragða á öllu heila klabbinu. Við í ritstjórninni þar á meðal Nýji Þórður (Saga) smökkuðum vörurnar og niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Maybelline maskari

Kiko-pudur

American Crew Hargel

Ilmur: Dauf hreinsiefnalykt Áferð: Kornótt áferð, seigt undir tönn dálítið eins og gamalt tyggjó. Bragð: Var svipað hjólbarðaræmum, lítur út eins og lakkrís en bragðast ekki eins og lakkrís. Vont en venst, mjög ávanabindandi. Áhrif: Eftir fyrsta smakkið réði prófandi ekki við sig hann hélt áfram og áfram, er sem stendur í stuðningshóp þar sem hann reynir að vinna á þessari fíkn sinni. Einkunn: 12 smjör af 8 rjómar

Ilmur: Mildur ilmur, minnir um margt á barnapúður. Áferð: Þurrt, alveg rosalega þurrt, mjög þurrt. Mælum með að neyslu um nefhol. Bragð: Lítið bragð svipar til ullarfeiti blandaðri við brostna drauma. Áhrif: Eftir neyslu púðursins heltók útlitsdýrkun prófanda, hann hefur nú skipt yfir í versló. Einkunn: 0,3 mm af 1 dm.

Ilmur: Lyktin minnir á rakarastofu sem maður

myndi trúa Sigmundi Davíð til að fara á, stór plús þar. Áferð: Mjúkt kremið flæddi silkimjúkt inn fyrir varirnar ekki of þykkt en samt ekki þunnfljótandi. Bragð:Sætur keimur fyllti munnholið sem síðan færðist meir og meir yfir í beiskt litróf. Skyldi mann eftir í vangaveltum um lífið og tilveruna. Áhrif: 5-10 mínútum eftir neyslu vörunnar fékk prófandi alvarlegt kast af gráa fiðringnum og keypti sér í kjölfarið blæjubíl. Einkunn: 5*10^3 swög af 8,35 KSwegum

35


Skyrtu Straujun

Þá er loksins komið að því. Árshátíð Skólafélagsins. Brátt munu nemendur Menntaskólans punta sig í gang og henda sér í fína tauið. Flestir eiga fínan fatnað falinn í fatafötunni sinni. Margir þurfa að fara og kaupa ný föt, og enn aðrir spyrja pabba hvort hann eigi ekki bindi til að lána. Busarnir mæta að sjálfsögðu í fermingarfatnaðinum. Óstraujuð skyrta er þó líklegasti mesta reðurteppa (e. cockblocker) sem fyrirfinnst á Norðurhveli jarðar, því er bráðnauðsynlegt að allir læri listina á bakvið straujárnið. Með því að fylgja þessum örfáu skrefum munuð þið geta straujað hvaða skyrtu sem er betur en nokkur húsmóðir

1. skref: Útbúnaður

2. skref: Bak skyrtunnar

Árinni kennir illur ræðari, ekki vera með lélegt strauborð eða straujárn en þar að auki getur vatnsspreybrúsi gert gæfu mun. Góður útbúnaður er besti vinur fagmannsins. Auk þess er ávallt verið að setja nýja eiginleika í straujárnin og því er nauðsynlegt að endurnýja það árlega ef ekki oftar. Mikilvægt er að strauja skyrtuna meðan hún er rök því þannig næst besti árangurinn.

3. skref: Kragi og ermar

4. skref: Fremri hluti skyrtunnar

Hafið kragann opinn á meðan þið straujið hann. Flýtið ykkur hægt þegar þið straujið ermarnar, vel straujaðar ermar segja mikið um þá manneskju sem er í skyrtunni.

36

Byrjið að strauja bak skyrtunar, leggjið bakið á á strauborðið og látið ermarnar hanga niður af strauborðinu. Straujið frá miðju með mjúkum og tignarlegum hreyfingum.

Loks er það fremri hluta skyrtunnar, sá hluti sem targetið þitt mun taka best eftir. Straujaðu jafnt og þétt og forðast að mynda krumpur, straujaðu frá hliðunum og að hnöppunum (forðastu að strauja frá hnöppunum að hliðunum). Þegar þú straujar hnappasvæðið skaltu forðast við það að stauja ofan á hnappana, því þannig afmyndast þeir. Straujið einungis í kringum hnappana.

Ritstjórn ábyrgist ekki ónýtar skyrtur né annan árshátíðarfatnað! Straujið með varúð.


Spjallað við

Leonardo DiCaprio Við í Lionsklúbbnum urðum vitstola af gleði þegar við fréttum hvert árshátíðarþemað þetta árið væri. Við erum allir miklir aðdáendur myndarinnar The Great Gatsby, þó svo að innan ritsjórnarinnar séu skiptar skoðanir um ágæti bókarinnar sem skrifuð var í kjölfar myndarinnar. Myndin er skipuð einvala liði leikara, til dæmis gellunni sem lék í Drive, gamla Spidermann og gaurnum úr Inception. Það lastaði enginn frammistöðu þessara stjarna, þó ein þeirra hafi staðið upp úr. Frammistaða Lenodardo DiCaprioes kórónaði þessa mynd og við, sem hans æstustu aðdáendur, fengum þá snilldar hugmynd að taka viðtal við hann og fá að kynnast honum aðeins. Því miður náðist ekki í hann, svo við skópum heilt viðtal nóttina fyrir prentun svo þið hefðuð eitthvað að lesa í dönskutíma.

Jæja, Leo. Megum við kalla þig Leo? Jújú, ætli það nú ekki, við erum allir vinir hér, ekki satt? Annars kalla vinir mínir mig bara herra.

Hvernig fannst þér seinasta tölublað MT? Þegar ég frétti að

Lionsklúbburinn ætlaði í framboð þá fyrst var ég spenntur. Blaðið var reyndar algjör vonbrigði.

Af hverju byrjaðiru að leika? Ég keyrði ruslabíl hérna í denn og svo sá ég myndina Transformers og ég vildi að ruslabíllinn minn yrði eins og Transformers. Uppáhalds myndin mín var alltaf Transformers, sérstaklega Shia LeBöef. Mig langaði alltaf að vera svona Transformer en fyrst ég gat það ekki ákvað ég að vera það sem komst næst því, leikari.

Hvaðan kemur nafnið DiCaprio?

Upphaflega er ég frá útlöndum en svo flutti ég og ég vildi fá flott innlent nafn og ég valdi Leonardo.

Já er það já? Áhugavert. En þú lékst nú í stórkvikmyndinni The Great Gatsby, ekki satt? Finnst þér toppinum á ferlinum hafa verið náð með þessari nýjustu mynd þinni?

Jú, mikið rétt, og jú, algjörlega. Það er bara niðurávið eftir þetta.

Hvers vegna gerðist þú leikari? Ég vildi ávallt verða leikari. Foreldrar mínir voru svona latte-lepjandi listrænar týpur sem létu ekki stóra manninn segja sér til verka, og gáfu mér fullt frelsi sem barn. Satt að segja þá skildu þau mig eftir í heilt ár þegar ég var átta ára svo þau gætu ferðast um AusturEvrópu og kynnst bóhem fólki eins og þeim.

Ég lifði á túnfisk og hrísgrjónum að mestu, og hjó eldivið úr garðinum til að kynda yfir veturinn. Morgan Freeman kom oft í heimsókn og gaf mér þá gjarnan sætabrauð og sveskjur til að eiga í morgunmat. Fínn kall sá, þó hann sé svona svartur sauður. Ég var líka alltaf að gera eftirhermur þegar ég var lítill. Fyrsta fullkomna eftirherman mín var Óli Grís, og ég gat lengi vel hermt ágætlega eftir Geir Ólafs.

Myndir þú segja að frægðin hafi breytt þér sem manneskju? Frægðin

breytir hugsunarhætti manns. Fólk er alltaf að horfa á mann á götunni og það er erfiðara að klóra sér í pungnum á almannafæri. Og ef ég missi eitthvað eins og t.d. kaffibolla eða ungabarn er það komið inn á reddit svona tíu sekúndum seinna. Frekar mikill bömmer. Það er samt erfiðara að takast á við hluti eins og eiginhandaráritanir eða þegar feitt fólk vill fá mynd af sér með mér. Ég sver það, ég get ekki borðað Doritos lengur því lyktin minnir mig bara á sveitt feitt fólk sem hefur ekkert betra að gera heldur en að horfá kvikmyndir allan liðlangan daginn.

Værir þú til í að stunda skriftir, og ef svo, værir þú þá til í að skrifa fyrir okkur? Leiklistin er nóg í bili, og ef ég myndi skrifa væri það aðeins til að létta af mínum frjóa hug. Mest vil ég samt ferðast. Kannski fara til Færeyja, eða Eistlands eða eitthvað svona flipp lands. Helst vil ég samt finna ástina. (Hér blikkaði hann okkur og við misstum legvatnið sem ekki hafði áður verið til staðar.)

Hvort væriru frekar til í að chilla með pítsu í hægri og börjer í vinstri, eða pítsu í hægri og pítsu í vinstri? Börjer og pítsu. Hefur þú einhver skilaboð til nemenda Menntaskólans? Aldrei

gefast upp á draumum ykkar en eins og ég segi alltaf, eða allavegana frekar oft. Ég á mér draum um að einn daginn þessi þjóð mun rísa upp og lifa út hið sanna merkingu trúar hans: “. Við halda þessum sannleika til að vera sjálfgefið, að allir menn eru búnar jafnir” Ég á mér draum um að einn dag á rauðu hæðum Georgíu synirfyrrverandi þræla og synir fyrrum eigendur þræll verður fær um að setjast niður saman við borðið bróðurlega. Við viljum þakka Leo fyrir gott viðtal og legvatnsmissi. lestu introið sæti


Árshátídarbrunch

Að mínu mati er skemmtilegast að útbúa mat fyrir bruncha, skemmtilegra en allt annað. Brunch-ar bjóða upp á svo skemmtilega stemmningu og þú hefur líka algjörlega frjálst val um hvað þú berð fram, ekkert er vitlaust eða rangt. Það er miklu skemmtilegra að útbúa árshátíðarbrunchinn að öllu eða mestu leyti sjálf/ur. Það þarf ekki heldur að vera neitt rosalega flókið. Helsti kosturinn er líka að það er töluvert ódýrara en að hoppa út í bakarí og tæma vasana. Þessar uppskriftir eru mjög einfaldar og góðar. Njótið!

Amerískar pönnukökur 1. Sigtið öll þurrefnin saman, gott að sigta þetta 2-3 sinnum, ef þið hafið tíma. 2. Setjið fyrst eitt egg saman við og hrærið vel saman, því næst setjið þið 1 dl. Af mjólkinni og 1 dl. Af ab mjólkinni, hrærið því vel saman. Þegar blandan er orðin jöfn setjið þá seinna eggið saman við og síðar restinni af mjólkinni. 3. Brædda smjörinu og vanilludropunum er bætt við kekkjalausu blönduna.

300 gr. Hveiti 4 tsk. Lyftiduft 50 gr. Sykur 3/4 tsk. Salt 2 egg 2 dl. Ab mjólk 2 dl. Mjólk 70 gr. Smjör 3 tsk. Vanilludropar

4. Takið þá fram pönnukökupönnu (eða viðloðunarfría) Hafið smjör til hliðar og setjið reglulega væna smjörklípu út á pönnuna. 5. Smjörklípa er sett út á pönnuna, þegar að smjörið er alveg brætt og pínulitlar búbblur eru farnar að myndast (smjörið er þó alls ekki farið að breyta um lit) skellið þá ca. 3/4 dl. á pönnuna. 6. Þegar að önnur hliðin er bökuð og sú sem snýr upp er með fullt af (loft)bólum, notið þá spaðann til þess að snúa henni við. Hafið disk til hliðar til þess að setja tilbúnu pönnukökurnar á.

7. Berið þær fram með ferskum berjum, bráðnu súkkulaði, nutella, hnetusmjöri, ferskum ávöxtum, HLYNSÝRÓPI, smjöri, karamellusósu, sultu, sykri, rjóma eða hverju sem ykkur dettur í hug! Hlynsýrópið er alveg krúsjalt með pönnukökunum, sem innihalda ekki mikinn sykur.

Grískt jógúrt

38

Mér finnst grísk jógúrt algjörlega krúsjal. Best finnst mér að setja botnfylli af hlynsírópi í botninn á skálunum/ glösunum, setja slatta af hreina grískri jógúrt ofan á og loks slatta af hunangi á toppinn, ásamt hnetum að eigin vali! Einnig er hægt að setja hindberjamauk í staðinn fyrir hunangið (frosin hindber, sítrónusafi og 2 msk. Flórsykur sett í blandara þar til úr verður mauk)


Klessukökumöffins

Begg og akon

Bræðið smjörið. Blandið öllum þurrefnum saman og hrærið smjörinu síðan saman við. Hrærið eggjunum síðast í deigið. Skiptið deiginu í um 12 muffinsform og bakið við 175° í um 12-15 mínútur.

Stillið ofninn á 220ºC. Smyrjið möffins form/ bakka með smjöri. Steikið því næst beikonið í 30 sek á hvorri hlið. Raðið beikoninu í bakkann þannig að það liggi í hring og þekji hliðarnar. Sláið því næst egg með písk og hellið því í miðjuna. Bakið í 10-15 mínútur.

Hollara túnfisksalat

Dós af túnfisk í vatni. 2 skeiðar af grísku jógúrti. Maukaður avocado. Vorlaukur. Hvítlaukssrif skorið í litla bita. Pipar. Smá chilli ef þið viljið. Harðsoðið egg, valfrjálst.

100 g smjör 2 egg 3 dl sykur 1,5 dl hveiti 1 dl kakó 1 msk vanillusykur 1/4 tsk lyftiduft

- Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir

Venjan er á að bekkir hittist morguninn fyrir árshátíðina og snæði saman morgunverð. Þá er Cheeriosið skilið eftir heima en hvað skal koma með á hlaðborðið. Ritstjórn kynnti sér málið

Sjúklega viðurkennt • • • • • •

Egg og beikon Góða skapið Afjónað vatn Leonardo DiCaprio Lifrapaté Yngvi rektor (ekki til átu)

Sjúklega óviðurkennt • • • • • •

Sviðasulta Kjammi og kók Vini(ég á hvort eð er enga) Haggis Jónað vatn Hross, lífs eða liðið


Menntaskólatíðindi - 2. tölublað haustannar 2013  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you