Page 1

KOSNINGAR

MR 2014


KOSNINGAR 2014


4

Kosningar 2014

og aðrir sem Skólafélagið heldur, verði sem glæsilegastir, skemmtilegastir og aðgengilegastir. Það er verkefni númer eitt, tvö og þrjú. Sem formaður Skólafélagsins gegnir inspector scholae þó einnig öðrum störfum en hann er málsvari nemenda út á við og gagnvart rektor og starfsmönnum skólans. Ég heiti því að standa vörð um hagsmuni nemenda MR.

Dansleikir

Inspector Scholae Sigmar Aron Ómarsson, 5.Z Kæri MR-ingur! Ég heiti Sigmar Aron Ómarsson og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti inspector scholae fyrir skólaárið 2014 – 2015. Ástæða þess er einfaldlega sú að ég vil tryggja að MR-ingar búi áfram við öflugasta og fjölbreyttasta félagslíf allra framhaldsskóla landsins. Undanfarið skólaár hef ég setið í stjórn Framtíðarinnar og gegnt þar stöðu ritara og varaforseta. Þetta ár hefur í senn verið ákaflega skemmtilegt og um leið mjög svo lærdómsríkt. Ég tel mig hafa öðlast mikla reynslu sem mun án efa nýtast mér vel, verði ég kosinn. Áhugi minn fyrir félagsstörfum kveiknaði reyndar löngu áður en ég byrjaði í MR en ég gegndi t.a.m. stöðu formanns Framtíðarinnar, nemendafélags

Grunnskóla Borgarfjarðar. Auk þess hef ég sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir skiptinemasamtökin AFS og Landssamband æskulýðsfélaga, svo dæmi séu nefnd. Nú spyrja sig eflaust margir hvers vegna ég bjóði mig fram til að starfa innan Skólafélagsins en ekki Framtíðarinnar í ljósi liðins árs. Svarið við þeirri spurningu er einfalt: Ég vil halda áfram að starfa í þágu nemenda og félagslífs skólans en mig langar líka að breyta til og prufa eitthvað nýtt. Því ákvað ég að bjóða mig fram til forystu í Skólafélaginu.

Viðburðir

Skólafélagið stendur fyrir mjög stórum hluta félagslífsins í skólanum. Meðal viðburða má nefna busaball, árshátíð Skólafélagsins, jólaball, Herranótt, Orrann, Söngkeppnina, Gettu betur og margt, margt fleira. Helsta verkefni mitt, nái ég kjöri, verður að sjálfsögðu að sjá til þess að þessir viðburðir, sem

Böllin eru stærstu og fjölsóttustu viðburðir ársins. Það er því lykilatriði að mikið sé í þau lagt. RAVE-Busaball Skólafélagsins er eitt stærsta og fjölsóttasta menntaskólaball á landinu. Ballið í ár var sérstaklega vel heppnað. Uppröðunin á salnum virkaði vel og ljósasýningin mögnuð. Verði ég kjörinn get ég lofað því að busaballið 2014 verði ekki síðra. Árshátíðin er svo krúnudjásnið í viðburðaflóru Skólafélagsins. Við undirbúning og skipulagningu hennar verður engu til sparað svo hún hverfi MR-ingum seint úr minni. Hvað skreytingar varðar tel ég rétt að nemendur ráði för. Sé ríkur vilji til að halda skreytingum óbreyttum mun ég standa fyrir því en ég er einnig opinn fyrir öðrum kostum. Jólaballið vil ég halda með hefðbundnu sniði og gefa MR-ingum þannig kost á að fagna jólapróflokum. Ég vil kanna möguleikann á að halda lokaball eftir vorprófin sem framundan eru. Ég tel að slíkt ætti að vera samstarfsverkefni Skólafélagsins og Framtíðarinnar.

Auglýsinga- og kynningastarf

Auglýsinga- og kynningastarf er mjög mikilvægt í öflugu nemendafélagi og vil ég leggja ríka áherslu á það. Því betur sem okkur tekst að aulgýsa og kynna viðburði, því líklegra er að fólk mæti á þá og að þeir hepnist vel. Ég held að þar sé góður fyrirvari lykilatriði. Fólk þarf tíma til að skipuleggja sig og því er nauðsynlegt að allir viti hvað sé í gangi með góðum fyrirvara. Að mínu mati


5

Kosningar 2014

hefur mæting á kvöldviðburði verið heldur dræm í vetur og því spurning hvort skoða eigi að halda þá í auknum mæli beint eftir skóla. Þannig þarf ekki að fara heim og koma aftur til að taka þátt.

Fjár- og markaðsmál

Mikilvægt er að taka fjármál félagsins föstum tökum. Við höfum aldeilis lært af reynslunni að ýmislegt getur farið úrskeiðis í þeim efnum. Útgáfustarfsemi félagsins byggist að öllu leyti á sölu auglýsinga og því er mikilvægt að markaðsmálin séu í lagi. Ég vil endurskoða markaðsmálin frá grunni enda er ljóst að núverandi fyrirkomulag er ekki að virka mjög vel. Samræma þarf betur markaðsnefndir og hugsanlega koma upp einni sameiginlegri markaðsnefnd Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Skref í þá átt var stigið í ár með stofnun markaðsnefndar Skólafélagsins og embættis markaðsstjóra. Fyrirtæki úti í bæ hafa ekki skilning á tveggjanemendafélaga kerfi okkar MR-inga og því tel ég mikilvægt að sameina markaðsstarf félaganna. Þá gæti verið einn markaðsstjóri sem ynni náið með gjaldkera Framtíðarinnar og quaestor scholaris. Hann hefði yfirumsjón með öllu markaðsstarfi félaganna en nægan mannskap þyrfti í nefndina sjálfa til að tryggja að álag á hvern og einn yrði ekki of mikið. Þetta er að sjálfsögðu hugmynd sem útfæra þarf nánar í samstarfi við Skólafélags- og Framtíðarstjórn.

Cösukjallari

Eins og flestir vita hefur internetið í Cösu ekki virkað mjög vel í vetur. Ef ég á að segja alveg eins og er þá skil ég ekki hvers vegna það hefur verið. Allir reikningar voru greiddir á réttum tíma og starfsmaður frá Símanum kom oft að laga þetta. Við erum sem sagt að borga fyrir þjónustu sem við fáum ekki. Þetta verður að laga. Ef Síminn sér sér ekki fært að halda úti viðunandi tengingu

í Cösu vil ég að skoðað verði að versla við önnur fjarskiptafyrirtæki. Í vetur voru nokkrir sófar í Cösu endurnýjaðir en það voru strákarnir og stúlkurnar í Kakólandi sem sáu um það fyrir dósaog flöskupening. Að auki er búið að skreyta veggina og koma nokkrum lömpum fyrir til að gera svæðið enn huggulegra. Þetta var frábært framtak og huggulegheitavæðing Cösu er verkefni sem ég vil að haldið verði áfram með næsta vetur. Einnig væri hægt að koma upp fleiri blaðarekkum til að gera útgáfunni okkar hærra undir höfði. Að lokum vil ég athuga möguleikann á að fá Fréttablaðið borið út í Cösu.

Amtmannsstígur

Amtmannsstígur tók miklum breytingum í sumar og haust. Miklu var hent og rýmin gerð vinnuvænni. Amtmannsstígur er jú vinnustaður þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að skipulagningu og undirbúningi félagslífsins í skólanum. Ég vil halda þessu starfi áfram. Einnig stóðu Skólafélagið og Framtíðin saman að því að kaupa „green-screen“ en það hefur reynst góð og mikið notuð fjárfesting. Mikilvægt er að auka smátt og smátt við tækjakostinn og bæta þannig aðstöðuna. Umgengni hefur þó ekki alltaf verið til fyrirmyndar en hana þarf að bæta. Það er miklu auðveldara og skemmtilegra að vinna í hreinu og skipulögðu umhverfi. Skólafélagið og Framtíðin Frá mínum bæjardyrum séð er félagslíf MR ein heild. Það eru fjölmörg tækifæri til að efla samvinnu félaganna tveggja án þess að eyðileggja þá jákvæðu samkeppni sem á sér stað. Sem dæmi má nefna blaðaútgáfuna en erfitt hefur reynst að safna auglýsingum í blöðin í ár. Þetta á í raun við alla útgáfustarfsemi. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að fyrirtæki halda að sér höndum þegar kemur að því að styrkja nemendafélög. Við þessu verðum við að bregðast. Ég tel skynsamlegt að leggja aukna áherslu á sameiginlega blaðaútgáfu félaganna.

T.d. gefa bæði félög út busablað en innihald þeirra er nánast alveg það sama. Með því að gefa út sameiginlegt busablað sparast hundruð þúsunda í prentkostnað. Gott dæmi um þetta var útgáfa Lokatíðinda í desember síðastliðnum sem tókst mjög vel. Þetta er að sjálfsögðu verkefni sem vinna þarf í samstarfi við Framtíðarstjórn og ritstjórnir blaðanna. Félagslífið í MR er sameiginlegt verkefni Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Hér hef ég útlistað nokkrum af áherslumálum mínum fyrir komandi skólaár. Að sjálfsögðu eru margar hugmyndir sem veltast um í kollinum en ég tel réttara að vinna þær og þróa í samvinnu við nýja stjórn, nái ég kjöri. Þar, kæri MR-ingur, kemur þú inn í myndina. Til að ná kjöri þarf ég á þínum stuðningi að halda. Ég vona að þú kynnir þér málin vel og takir svo upplýsta ákvörðun þann 4. apríl næstkomandi! Bestu kveðjur, Sigmar Aron Ómarsson


6

Kosningar 2014

Einnig vil ég gera Cösu skemmtilegri með því að hengja upp myndir af sigurvegurum skólans, svo sem í söngkeppninni og Gettu betur, ásamt myndum af helstu nefndum skólans. Ég vil skipta út ónýtum sófum og halda áfram að betrumbæta kósý aðstöðuna í Cösu.

Aðra vatnsvél

Vatnsvélin er stór partur af daglegu lífi margra MR-inga Nú er einungis ein vatnsvél sem er staðsett í Cösu, en ég vil setja aðra vatnsvél í Cösu eða jafnvel í Casa Christi. Það kæmi í veg fyrir langar raðir og þegar vatnsvélin tekur upp á því að bila eins og hún hefur gert á síðasta skólaári, þá heldur hin vatnsvélin uppi hollri vatnsdrykkju MR-inga.

Böll

Inspector Scholae Hildur Helga Jónsdóttir, 5.R Kæru samnemendur Menntaskólaárin eru hjá flestum bestu ár lífsins og þeim er án efa vel varið í Mennaskólanum í Reykjavík. Þar fléttast saman metnaður og góð skemmtun og út frá því myndast sterk vinabönd sem oft endast alla ævi. MR er með eitt besta og öflugasta félagslíf menntaskóla landsins, en það sem gerir það svona gott er virk þátttaka nemenda skólans og auðvitað dugnaður og metnaður þeirra sem skipuleggja viðburði félagslífsins. Áhugi minn á félagslífinu kviknaði strax í grunnskóla. Allt mitt líf hef ég verið að koma fram, bæði á sviði og í ræðuhöldum og hef mikinn áhuga á því að vinna með öðru fólki meðal annars við skipulagningu viðburða. Ég sat í aðalstjórn nemendafélagsins í Árbæjarskóla, sem er einn stærsti grunnskóli landsins, þar sem ég sá um að skipuleggja alla helstu viðburði skólans og að halda ræður fyrir nemendur. Einnig var ég fulltrúi nemenda í skólanefnd þar sem ég sat fundi með skólastjóra og öðrum fulltrúum skólans og foreldrum nemenda.

Eftir að ég byrjaði í MR varð félagslífið eitt aðaláhugamál mitt. Ég tók þátt í öllu sem bauðst og alltaf verið mjög virk í öllu sem tengist félagslífinu þrátt fyrir miklar æfingar utan skóla. Ég einfaldlega elska að kynnast fólki og að vinna náið með því. Ég tel mig hafa kostin sem henta þessu stóra embætti. Allt sem ég tek mér fyrir hendur vinn ég vel. Ég er vön miklu álagi og er því mjög skipulögð. Ég er óhrædd við að koma hlutum í verk og hef tamið mér skynsemi og heiðarleika í vinnubrögðum. Ég lít svo á að hlutverk inspectors sé ekki að stjórna öllu heldur frekar að hlusta eftir og þjóna hagsmunum og vilja nemenda skólans og miðað við mína reynslu tel ég að ég geti staðið mig vel í því. Ég mun leggja mig 100% fram um að halda uppi og betrumbæta þetta frábæra félagslíf sem MR stendur fyrir. Mínar helstu hugmyndir og áherslur eru eftirfarandi:

Casa

Ég vil að þráðlausa netið í Cösu haldist í lagi allt skólaárið. Ræða þarf við gott símafyrirtæki sem getur haldið því virku og opnu fyrir nemendur skólans og vonandi verður hægt að ná hagstæðum samningi.

Böllin í MR hafa alltaf verið vel sótt bæði af nemendum MR og annarra menntaskóla. Til að halda þeim áfram skemmtilegum og fjölbreyttum vil ég hafa kosningu um tónlistarval og að nemendur fái að hafa skoðun á skipulagningu ballsins frekar en að stjórnin ákveði allt. Einnig vil ég kanna nýja staði fyrir böll, en fjölbreytileiki fyrir svona fjölmenna skóla eins og MR hefur því miður minnkað eftir að Broadway og Nasa hættu.

Árshátíð

Árshátíð Skólafélagsins hefur alltaf verið glæsileg og því vil ég halda áfram auk árshátíðarútvarpsins. Árshátíðarvikuna vil ég hafa stútfulla af skemmtun svo það myndist frábær stemming rétt fyrir árshátíðina sjálfa. Ég vil einnig að árshátíðarsjónvarpið verði vel heppnað og því verði stofnuð nefnd sem sér um það og byrjar að vinna að því strax eftir vorprófin. Bingó gæti jafnvel tekið það verkefni að sér.

Skólaband

Ég vil stofna svokallað skólaband sem nemendum myndi bjóðast að sækja um að fá að vera í. Þar myndu öflugir tónlistarmenn skólans fá að spreyta sig og gætu troðið upp á böllum og öðrum samkomum. Skólabandið myndi fá eitthvað að launum fyrir að koma fram, en þetta væri ódýr og skemmtileg ný lausn á tónlistaratriðum á böllum. Bandið myndi spila ýmis þekkt og vinsæl lög.


7

Kosningar 2014

Morgunmatur

Í mjög mörgum framhaldsskólum á Íslandi er boðið uppá ókeypis hafragraut í morgunmat og því vil ég athuga hvort við höfum aðstöðu til að bjóða upp á slíkt. Ef ekki, þá væri hægt að athuga með morgunkorna- eða skyrbar tvisvar til þrisvar í viku sem yrði niðurgreitt að miklu leyti. Ég tel að þetta gæti jafnvel bætt námsárangur hjá þeim nemendum sem ná ekki að fá sér almennilegan morgunmat áður en þeir mæta í skólann.

Hádegishlé

samstarfsverkefni flestra undirfélaga. Spilaherbergi, bíómyndir, tölvuleikir, Fifa, billjard og allskyns skemmtilegheit þar sem sem flestir MR-ingar gætu notið góðrar stundar saman.

Nemendafélagssíðan

Heimasíða Skólafélagsins og Framtíðarinnar er orðin mjög skemmtileg, þægileg og virk. Því vil ég halda áfram rekstri síðunnar og betrumbæta hana ef tækifæri gefst til þess. Þar geta eflaust snjallir MR-ingar látið ljós sitt skína.

Til að brjóta upp venjulegu Kakólandsog Bónusferðirnar vil ég öðru hverju fá til dæmis Búllubíllinn, Vöffluvagninn og jafnvel að ísbíll komi á lóð skólans í hádegishléi. Einnig finnst mér frábært halda áfram að bjóða uppá skemmtileg hádegishlé þar sem skemmtikraftar og hljómsveitir koma í heimsókn.

Hárblásarar í íþróttahús

Fjármál

Félagslíf MR er þéttskipað og því takmarkað svigrúm fyrir nýjungar, en alltaf er gaman að bæta einhverju nýju við. Gaman væri til dæmis að koma inn í skólaárið sundlaugarpartýi, keiluferð, golfmóti og bíóferð. Einnig væri ég til í að hafa “Fancy friday” einu sinni í mánuði þar sem stelpur mæta í kjólum eða pilsum og strákar í skyrtu með bindi. Það gæti myndað skemmtilega stemningu í skólanum. Ég vil halda áfram sumarferðinni og hafa skíðaferð í lok febrúar eða byrjun mars.

Öll skemmtun kostar peninga og því þarf að skipuleggja vel hvernig þeim peningum sem við höfum til ráðstöfunar er varið. Markaðsnefnd spilar stóran þátt í aukafjármögnun og því þurfa að vera til staðar nákvæmar leiðbeiningar fyrir markaðsnefndir svo starfsemi nefndanna nýtist sem best. Einnig væri hægt að selja auglýsingar í árshátíðarútvarpið og ítreka að nemendur hendi dósum og flöskum í sérstakar tunnur sem komið væri fyrir í stofum og Cösu, sem Skólafélagið gæti tekið og farið með í endurvinnslu og nýtt þann pening í félagslífið. Hver króna skiptir hér máli.

Skólaportið

Ég væri til í að endurvekja Skólaportið, sem er sambærilegt Kolaportinu, þar sem MR-ingar fá að selja föt, skart, kökur, geisladiska og DVD og fleira sniðugt þeim að kostnaðarlausu. Þetta væri opið fyrir alla sem hefðu áhuga á að koma og versla við okkur og væri haldið til dæmis einhvern vel valinn laugardag eða oftar er áhugi er fyrir hendi.

Kvöldvaka

Ég væri til í að hafa kvöldvöku sem væri

Ég hef orðið vör við að mikil eftirspurn er hjá stelpum í MR að fá hárblásara til notkunar eftir íþróttatíma. Mér finnst það mjög góð hugmynd og vil ég því koma til móts við þær og setja hárblásara í íþróttahúsið.

Ýmsir viðburðir

Undirfélögin

Ég vil styðja við öll undirfélög Skólafélagsins um að halda áhugaverða viðburði og finna út úr því með þeim hverju mætti bæta við eða breyta. Einnig myndi ég hjálpa þeim að mynda góða stemningu fyrir minni viðburði eins og Leiktu betur og Orrann með hjálp auglýsinganefndar. Til að þetta sé hægt vil ég að upplýsingaflæði milli undirfélaganna og stjórnar skólafélagsins sé gott og til að svo verði þarf að funda reglulega með hverju og einu undirfélagi. Ég vil einnig passa upp á að ljósmyndafélagið sé ávallt viðstatt stóra viðburði svo hægt sé að varðveita sem flestar af minningunum okkar úr MR.

SMS kerfi

Það hafa eflaust mjög margir upplifað það að mæta dauðþreyttir í fyrsta tíma og komast að því að fyrsti tími fellur niður. Það getur verið mjög pirrandi þar sem maður hefði alveg verið til í að kúra aðeins lengur undir sæng og safna kröftum fyrir daginn. Til að koma í veg fyrir þetta vil ég koma af stað SMS kerfi þannig að viðkomandi bekkir fái SMS ef fyrsti tíminn í stundatöflunni þeirra fellur niður.

Inspector scholae sé rödd allra nemenda

Mér finnst mikilvægwt að inspector sé manneskjan sem allir geta leitað til og sé til staðar fyrir nemendur. Hvort sem um er að ræða spurningar eða hugmyndir að einhverju sem tengist nemendafélaginu þá vil ég að fólk eigi auðvelt að leita til mín með slíkt. Verði ég kosin mun ég því vera dugleg að mæta á alla viðburði og taka þátt með samnemendum mínum, hvort sem það eru stórir viðburðir eða venjulegt hádegishlé í Cösu. Einnig vil ég hafa hugmyndakassa þar sem allir geta komið með sínar hugmyndir til Skólafélagsins. Það að vera í stjórn felst ekki bara í því að koma með góðar hugmyndir því aðalmálið er að framkvæma þær. Ég veit að það er ekkert vit í því að skrifa niður fullt af frábærum hugmyndum sem enda svo í ruslinu. Ég hef brennandi áhuga á að fá að framkvæma þessar hugmyndir og sjá þær líta dagsins ljós. Kæru samnemendur, fái ég nógu mörg atkvæði frá ykkur í kosningunum sem framundan eru til að verða kjörin inspector scholae þá mun ég verja öllum mínum tíma og kröftum utan skólans í að stuðla að því að hugmyndir okkar komist í framkvæmd, stórar sem smáar. Það er margt spennandi hægt að gera og mun sumarfríið mitt fara í undirbúningsvinnu til að tryggja að komandi skólaár verði ógleymanlegt. Það væri mér sannur heiður að fá að gegna embætti inspectors og vera talsmaður nemenda út á við og því sækist ég eftir þínu atkvæði. Hildur Helga Jónsdóttir www.hildurhelga.is


8

Scriba scholaris Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir, 4.U Kæru MR-ingar og aðrir ágætir lesendur, Ég, Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti Scribu Scholaris. Það liggja fjölmargar ástæður að baki þessarar ákvörðunnar, þar á meðal að ég hef frá unga aldri haft gríðarlegan áhuga á félagslífi ýmissa skóla og stofnanna. Þar að auki hef ég mikinn áhuga á samskiptum og samvinnu við annað fólk sem og viðburðastjórnun og skipulagningu. Síðastliðin tvö skólaár sat ég í Skemmtinefnd Skólafélagsins og þetta skólaár er ég formaður nefndarinnar. Verandi meðlimur nefndarinnar fékk ég að kynnast störfum Skólafélagsstjórnar og ég heillaðist samstundis af Scribu embættinu. Þess vegna var ég lengi með það markmið í undirmeðvitundinni, að bjóða mig fram. Núna er ég reynslunni ríkari og treysti mér til þess að sinna hinu margslungna embætti Scribunnar.

Kosningar 2014

Ég hef jafnt og þétt yfir skólaárið pælt í hlutum sem hefðu mátt fara betur hjá Skólafélaginu. Þar af leiðandi er ég með heilan aragrúa af hugmyndum um hvernig hægt væri að bæta félagslífið, viðhalda því sem gott er en um leið krydda upp á félagslífið með nýjum hugmyndum. en mér þykir ekki rökrétt að kasta fram loforðum í kosningavikunni sem eru svo stór að það þarf að bera þau undir heila stjórn þegar að því kemur. Það sem mér þykir hinsvegar viðeigandi að segja frá eru hugmyndir mínar um að leggja mikið upp úr og auka gæði auglýsinga, myndbanda, ljósmynda og þess háttar útávið. Í rauninni efla markaðssetninguna á MR. Vegna þess að það hefur sýnt sig og sannað að það hefur veruleg áhrif a grunnskólanema þegar það kemur að því að velja menntaskóla og mín skoðun er sú að flottur skóli, eins og MR, eigi ekki að hellast úr lestinni. Hins vegar er Morkinskinna aðalverkefni Scribunnar og sú bók spilar stóran þátt í ákvörðun minni að bjóða mig fram í Scribu. Sjálf er ég skipulagsfíkill og

nota Morkinskinnuna mjög mikið. Eins og skólinn okkar er orðinn frægur fyrir þá er alls ekki óalgengt að kennarar setji heimanám fyrir strax á fyrsta degi skólans og þess vegna þykir mér algjört forgangsatriði að bókin verði komin á borð nemenda strax fyrsta daginn. Þar að auki vil ég hafa reiti eða línur í bókinni fyrir markmið; fremst í bókinni yrði þá plass fyrir langtímamarkmið, í byrjun hvers mánaðar mánaðarmarkmið og loks vikumarkmið. Ég tel að þessi uppsetning gæti auðveldað okkur lífið til muna... þar sem Morkinskinna er ekki einungis fyrir heimanám heldur líka allt annað í lífi okkar. Góð dagbók ætti að gera ráð fyrir öllu því sem er að gerast í lífi okkar, hvort sem það er skólinn, vinnan, líkamsrækt eða eitthvað allt annað.  Einnig þætti mér sniðugt að hafa niðurtalningu fyrir stærstu viðburði skólaársins, nokkra daga fyrir viðburðinn sjalfan.  Það væri heldur ekki vitlaust að prenta fyrst eitt stykki prufutýpu af bókinni fyrst, vegna þess að það gengur ekki að hafa bilað lotukerfi eða eitthvað í þá áttina. Þetta er bara brotabrot af hugmyndunum sem ég er með. Þess vegna vil ég biðja ykkur um að heimsækja kosningasíðuna mína á Facebook sem heitir einfaldlega: Ásthildi Emmu í Scribu. Þar mun ég greina frá öllum mínum helstu stefnumálum ásamt meðmælum og fleira. Ég get lofað ykkur, kæru samnemendur, að ég er stútfull af metnaði til þess að framkvæma hugmyndir mínar og annara, nemenda jafnt og stjórnarmeðlima. Ég tel mig eiga helling inni þó að síðastliðið skólaár hafi verið vel heppnað þegar á heildina er litið. Þess vegna vona ég, kæru samnemendur að þið treystið mer til þess að sinna þessu mikilvæga embætti. X við Ásthildi Emmu, til þess að gera gott... enn betra!

Quaestor scholaris Karl Ólafur Hallbjörnsson, 5.B Hæ krakkar, Ég heiti Kalli og ég ætla að bjóða mig fram til embættis Quaestor scholaris, til þess að passa upp á pening Skólafélagsins á næsta ári. Þá er gaman að segja frá því að ég elska pening.  Sérstaklega þegar það er mikið til af honum. Það særir mitt litla, kúkabrúna hjarta að horfa á pening hverfa burt að ástæðulausu. Mér er fúlasta alvara. Mér fannst geðveikt vel staðið að fjárhagsstjórn Skóló á árinu sem leið. Ég


9

Kosningar 2014 vann náið með Aldísi #HBGrandaqueen og hef lært ýmis tips n’ tricks af henni. Ef hún væri ekki í kjörstjórn myndi hún peppa mig í drasl og þetta er #fact. Einnig fylgdist ég með solid stjórn eyða litlum pening í stóra hluti. Annars er ég búinn að vera að nördast í Markaðsnefnd og einhverjum fleiri nördanefndum. Árshátíðarnefnd og kynningarnefnd Herranætur. Og eitthvað. Nei ókei, smá slettu af alvarleika í þennan þrotapistil. Ég fattaði mjög snemma hvað það skiptir drullumiklu máli að vera alltaf með markaðsstörf á 110%. Mig langar að gera markaðsnefndir nettar. Gera fólkinu sem er að skapa verðmæti fyrir félagslífið hátt undir höfði. Ég vil ekki hafa þær bara eitthvað sem busar eru plataðir í og síðan er listi með nöfnum á pínkulitlum stað í

Quaestor scholaris Magdalena Anna Torfadóttir - 4. Z Ég heiti Magdalena Anna Torfadóttir og er í 4. Z. Ég ætla að bjóða mig fram í embætti quaestor scholaris. Hefði einhver sagt mér fyrir nokkurum vikum síðan að ég myndi gefa kost á mér í eitt af stærstu embættum Skólafélagsins hefði ég hlegið að viðkomandi. Ekki vegna þess að ég telji mig ekki hæfa til að gegna mikilvægu embætti á borð við quaestor. Heldur vegna þess að ég hef aldrei fundið fyrir neinni sérstakri löngun til þess. Margir sem hella sér út í framboð gera það því miður á þeim grundvelli að vilja “vera” eitthvað, eins og t.d. quaestor. Þeir vilja ná sér í einhvern titil einvörðungu til þess að geta annaðhvort klínt honum á ferilskrána sína eða til þess að uppfylla eins konar framagirnisþörf. Ástæðan fyrir mínu framboði í embætti quaestors er aftur á móti sú að ég finn fyrir einlægri þörf til að gera en ekki bara vera. Þeir eiginleikar sem eru mikilvægir í fari góðs quaestors eru metnaðargirni,

blaðinu/myndbandinu/hvað sem er verið að safna pening fyrir. Það sökkar og ég held að við getum flest sammælst um það sama hvernig lausn við ímyndum okkur. Það gerir enginn neitt nema að hann hafi hvata til þess. Þetta er ótrúlega einfalt. Og í svip er ótrúlega einfalt að breyta því. Til dæmis væri ósköp auðvelt að bjóða markaðsnefndarkrökkum á Embó. Gera markaðsnefndir að alvöru embættum. Sá sem safnar mestum pening fær frítt á Tebó eða frítt á ball. Eitthvað í þessum dúr. Kæmist ég til stjórnar myndi ég útfæra þessa pælingu nánar með samstarfsfélögum, svo ég vil ekki fullyrða neina detaila hér og nú. En þetta vil ég gera og skal gera. Annars eru bara nokkrir punktar sem ég vil útfæra svona spes. Ég vil koma upp einhverjum solid ass samning við eitthvað solid ass símfyrirtæki í staðinn fyrir

eljusemi, skipulagshæfni og skynsemi. Ég tel mig búa að öllum þessum og fleiri eiginleikum sem eru ómissandi í fari góðs quaestors. En það sem ég tel vera mikilvægast í starfi quaestors er bæði að kunna að forgangsraða rétt og að vera úrræðagóður. Einnig tel ég mig vera hugmyndaríka og geta komið með hagkvæmar lausnir sem munu verða til þess að fjárhagur skólans okkar mun nýtast okkur betur. Ég hef margar hugmyndir um það hvernig megi efla félagslíf skólans okkar og gera það skemmtilegra. Ég tel mikilvægt að unnið sé vel í því að ná fram sem flestum og bestum afsláttum fyrir nemendur á skólafélagsskírteinin og einnig að gætt sé vel að fjölbreytileika í öflun þeirra. Ég tel að þar muni reynslan sem ég hlaut í þriðja bekk í störfum mínum í markaðsnefnd fyrir Menntaskólatíðindi koma að góðum notum. Þess ber að geta að ég sat í ár sem fulltrúi nemenda í skólaráði. Ég myndi vera bæði markaðsstjóra og markaðsnefndunum til halds og trausts, efla nefndirnar og vinna með þeim að því markmiði að fjármagna starfsemi Skólafélagsins. Ég myndi vilja

auglýsingu eða eitthvað álíka, og redda kösunetinu fyrir fullt og allt. Það er svo fáránlega rugl mikið pirrandi að komast hvorki á netið né hringt í ömmu gömlu í kösu. Mig langar að geta gert amk eitt þeirra. Svona í lokin langar mig bara að segja ykkur að það hefur verið drullunæs að vinna fyrir ykkur. Mig langar að halda því áfram. Það væri mér heiður að fá að gegna þessu embætti. Ég get lofað því að ég muni gera mitt allra, allra besta til að þjóna hagsmunum ykkar. Kosningakveðjur, Karl Ólafur Hallbjörnsson, 5.B P.s. hjartað mitt er ekki kúkabrúnt heldur bara venjulegt. Sorrý lygina.

efla gegnsæi í fjármálum Skólafélagsins, t.d. gera ársreikninga Skólafélagsins aðgengilega á skólafélagssíðunni fyrir MR-inga. Þetta eru aðeins nokkrar af þeim hugmyndum sem ég hef um það hvernig bæta megi fjárhag Skólafélagsins. Einnig tel ég afar mikilvægt að ráðist sé í það strax í upphafi nýs skólaárs að gera skýrar og raunhæfar fjárhagsáætlanir. Mikilvægt er að gæta vel að því að ekki sé eytt um efni fram. Nú vil ég leggja áherslu á að ég sé ekki að tala fyrir því að Skólafélagið eigi að koma út í plús og safna fé á reikninga. Heldur tel ég að nýta beri það fjármagn sem Skólafélagið hefur á skynsaman hátt til skemmtilegra hluta, komið sé til móts við mismunandi þarfir nemanda í þeim efnum og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fjárútlát Skólafélagsins. Ég tel afar mikilvægt að quaestor sé ekki bara fullur af hugmyndum um mál sem snerta fjárhag Skólafélagsins heldur einnig reiðubúinn að hlusta á sjónarmið og hugmyndir annarra. Bæði annarra stjórnarmeðlima sem og nemenda skólans. Svo ef að þú, kæri MRingur, kæmir til mín með hugmyndir, ábendingar eða uppástungur af einhverju sem betur mætti fara gætirðu treyst því að á þig yrði hlustað. Allar slíkar tillögur yrðu skoðaðar með opnum huga og loks myndi ég nýta drifkraft minn til að hrinda þeim í framkvæmd sé því við komið. Ég tel það einmitt vera helstu rökin , kæri MR-ingur, fyrir því að þú að þú ættir að sýna mér það traust að kjósa mig í embætti quaestors. Því ég læt verkin tala. Það er ekki nóg að vera fullur af góðum hugmyndum heldur þarf einnig að hafa frumkvæðni, vilja, metnað og ákveðni til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég get fullvissað þig um það, kæri samnemandi, að nái ég kjöri sem quaestor scholaris mun ég ekki einungis leggja mig alla fram við að koma mínum hugmyndum í framkvæmd heldur mun


10 ég leggja mig alla fram við að hlusta á ÞÍNAR hugmyndir og vinna sömuleiðis að framgangi þeirra. Þú getur treyst því, ákveðir þú á annað borð að kjósa mig, að ég muni efla gegnsæi í fjármálum Skólafélagsins, beita mér fyrir því að fá góð kjör og sem besta afslætti fyrir MR-

Kosningar 2014 inga. En fyrst og fremst geturðu treyst því að ég muni beita mér fyrir betra félagslífi þar sem komið yrði til móts við þínar þarfir og á þig yrði hlustað. Ég heiti því að nái ég kjöri mun ég ynna öll verk mín af hendi eftir minni allra bestu getu og leggja mig 100%

fram. Ég vona innilega að þú, kæri MRingur, munir sýna mér það traust að kjósa mig í embætti quaestors scholaris í komandi kosningum okkur öllum til hagsbóta. Því saman getum við látið verkin tala.

netið í Cösukjallara ásamt því að virkja þau undirfélög sem hafa hingað til ekki starfað sem skyldi. En í grunnin langar mig að stuðla að áframhaldandi virku

félagslífi og gera næsta ár enn betra en það liðna. Ég vona að ég hafi traust samnemenda minna og vona að þið kjósið mig, Emil Örn, í Collegu.

Collegae Emil Örn Kristjánsson, 4.R Kæru skólafélagar, Mín ákvörðun um að bjóða mig fram í Collegu byggist fyrst og fremst á því að ég treysti mér í þessa stöðu og hef mikinn áhuga á því að leggja mitt af mörkum til þess að viðhalda nú þegar glæsilegu félagslífi skólans. Ég hef komið mikið að því á liðnu skólaári og hef fengið að kynnast því hvernig hjólin snúast, m.a. gegnum árshátíðarnefnd Skólafélagsins ásamt árshátíðarnefnd Framtíðarinnar. Það er fátt sem mig langar að breyta enda hefur félagslífið verið á grænni grein í gegnum mína skólagöngu. Að sjálfsögðu legg ég áherslu á að bæta það sem betur má fara, s.s. markaðsnefndarmál og þráðlausa

Collegae Hanna María Geirdal, 4. Z Kæru samnemendur, Ég heiti Hanna María og hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti Collegu í kosningum til Skólafélagsstjórnar, sem fram fara föstudaginn 4.apríl. Á þessu ári tók ég í fyrsta sinn fyrir alvöru þátt í félagslífi MR-inga. Ég byrjaði á því að skrá mig í árshátíðarnefnd Skólafélagsins og kynntist þar störfum stjórnarinnar. Eftir það gat ég einfaldlega

ekki hætt; skráði mig í kynningarnefnd Herranætur og var í framhaldinu tekin inn í Skrallfélag Framtíðarinnar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á félagsstörfum. Ég sat í stjórn nemendafélags Réttarholtsskóla í 9. og 10.bekk, seinna árið sem formaður. Ég geri mér grein fyrir því að starf í grunnskólanemendafélagi er umfangsminna en starf í stjórn Skólafélagsins, starf mitt sem formaður gaf mér þó reynslu af því að vera í forystusveit fyrir nemendafélag. Ég vil nýta þessa reynslu mína, bæði mér og Skólafélaginu til framdráttar. Skólaárið 2012-2013 var ég skiptinemi í Brasilíu og því svo heppin

að geta kallað mig MR-ing einu ári lengur en flestir. Þegar ég var í skiptinámi var ekkert sem mig langaði meira en að fá senda Morkinskinnu út til mín. Mig langar að athuga, í samstarfi við Skólafélagsstjórn, hvort möguleiki væri fyrir þá nemendur skólans sem hyggjast halda utan á komandi ári að fá útgefið efni á vegum Skólafélagsins sent til sín, þá að minnska kosti Morkinskinnu. Ég vil stuðla að frekari samkeppni milli Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Það er eitt af einkennum skólans að við höfum tvö mjög sterk nemendafélög, en að mínu mati er tilgangurinn takmarkaður ef félögin eru í meginatriðum að gera sömu hlutina og ítrekað að halda sameiginlega viðburði. Mér þykir mjög mikilvægt að við skiljum félögin meira í sundur. Ég vil að málefni sem snerta nemendur beint (t.d. cösunetið) verði í forgangi á komandi skólaári. Einnig vil ég að allt efni sem gefið er út á vegum Skólafélagsins sé vandað og gefi góða mynd af skólanum, Til þess að ég geti lagt mitt af mörkum þá bið ég þig, kæri kjósandi, að setja X við Hönnu Maríu. Í skiptum fyrir atkvæði þitt færð þú loforð mitt um að ég muni gera mitt allra besta til þess að gera félagslíf komandi skólaárs eins frábært og ég mögulega get. -Hanna María Geirdal, 4.Z


11

Kosningar 2014 Ég heiti Agnar Davíð og er í 5.R en ég sækist eftir endurkosningu í embætti Inspector Instrumentorum. Fyrir þá sem hafa ekki minnstu hugmynd um hvaða hlutverki Inspector Instrumentorum gegnir þá sér hann um tæki og tól skólafélagsins sem og framtíðarinnar í Cösukjallara.

Inspector instrumentorum Agnar Davíð Halldórsson, 5. R

Inspector instrumentorum Rakel Björk Björnsdóttir, 5. U

Skólaráðsfulltrúi Helgi Freyr Ásgeirsson, 5.X

Inspector platearum Ekkert framboð barst kjörstjórn

Á þessum líðandi vetri hef ég starfað sem tækjavörður skólafélagsins í Cösu en helstu verkefni mín hafa verið að passa að vel sé gengið um tækin í Cösu og þau rétt notuð ásamt því að sjá um tækin á busadeginum að miklu leyti. Þá hef ég einnig hafið við að semja lista yfir öll þau tæki sem ku leynast í tækjageymslunni en þá skrá hefur vantað undanfarin ár og mörg ný tæki bæst við. Ég sækist því eftir atkvæði þínu til að halda áfram starfi mínu sem Inspector Instrumentorum. Kæru MR-ingar!

Skólanefndarfulltrúi

Mér var sagt að embætti scribu scholaris væri fullkominn stökkpallur í embætti inspectors og því hef ég ákveðið að bjóða mig fram hér og nú! Ég, Rakel Björk Björnsdóttir í 5. U, ætla að bjóða mig fram í inspector instrumentorum. Mig hefur alltaf dreymt um að taka þetta starf að mér og hef ég að miklu leyti sinnt því á þessu skólaári. Ég vil meðal annars halda áfram að gera úrbætur á hljóðkerfinu í Cösukjallara, kaupa nýja hljóðnema og annan nauðsynlegan búnað, taka til í kompunni og setja upp góðar og skýrar leiðbeiningar um notkun hljóðkerfisins. Ég verð alltaf til halds og trausts og stefni á að læra mjög vel á allan búnaðinn fyrir næsta skólaár. Jæja, þá er allt gott og blessað, frábært mál, segjum það, bless!

Benedikt Traustason, 5.U

Nú er komið að því að Menntskælingar gangi að kjörborði og taki upplýsta ákvörðun. Í ljósi þessa hefur undirritaður ákveðið að gefa kost á sér til setu (Z) í skólaráði sem skólaráðsfulltrúi. Í ráð sem þetta þarf gott, skynsamt og áreiðanlegt fólk. Tel ég mig hafa alla burði til þess að sitja í skólaráði sem skólaráðsfulltrúi og væri það mér mikill heiður. Í gegnum tíðina hef ég staðið mína plikt með prýði og í seinni tíð reyni ég oftar en ekki að gera gott úr hlutunum. Ég vil og benda á kynningarmyndband mitt sem er að finna á fésbókarsíðu minni. Virðingarfyllst, Helgi Freyr Ásgeirsson, 5. X

Sæl öll! Ég hef ákveðið að sækjast eftir endurkjöri í embætti skólanefndarfulltrúa. Fyrir því hef ég nokkrar ástæður: 1. Ég tel mig hafa staðið mig vel á þeim tíma sem ég hef sinnt þessu embætti. Sem dæmi útvegaði ég fundi með allsherjarog menntamálanefnd alþingis vegna bágrar fjárhagsstöðu skólans. Eftir þann fund var ákveðið að veita skólanum 97 milljónir aukalega. Auk þess tókst mér að fá reiknilíkanið, sem notað er til þess að ákvarða hversu miklu fjármagni er veitt til skólans, eftir að menntamálaráðherra hafi neitað að láta það af hendi. 2. Á liðnu ári hefur byggst upp traust á milli mín og skólastjórnenda. Tel ég mikilvægt að í þessu embætti sitji einstaklingur sem að stjórnendur treysta. Auk þess hef ég öðlast reynslu af þessu embætti. 3. Ég hef áhuga á viðfangsefninu. Fjármál skólans þá sérstaklega fjárframlög til hans eru mikið áhyggjuefni sem er brýnt að leysa. Ég sinni ekki þessu embætti til þess að komast í embó. 4. Það eru krefjandi verkefni framundan. Framundan er slagurinn um hvort að skerða eigi nám til stúdentsprófs og krafa okkar um að reiknilíkani framhaldsskólanna verði breytt. Í þetta embætti er nauðsynlegt að einstaklingur sem hefur reynslu bæði reynslu og áhuga á þessum málum komi að og standi vörð um málefni nemenda.


12

Kosningar 2014

Listafélagið Hannes Arason, 5.B

Kæru samnemendur, ég veit hvers þið eruð megnug. Þessi skóli er að springa úr hæfileikum og sköpunargleði og mig langar til að sjá ykkur blómstra. Orrinn gekk mjög vel í ár og ég vil halda áfram að gera hann enn stærri og betri, auglýsa hann betur og peppa

hann meira upp. Mig langar jafnvel til að taka atriðin upp og setja á netið (með leyfi keppenda að sjálfsögðu). Það væri líka gaman að halda Orrann á föstudegi svo fólk geti farið strax á eftir að fagna saman. Mig langar líka til að skapa vettvang fyrir MR-inga til að leika listir sínar fyrir utan þessa keppnisumgjörð. Það er enginn bestur í list! Ég vil skipuleggja tónleika, hafa open mic í Cösu, halda myndlistarsýningu, jam-session og margt fleira. Ég vil að MR-ingar geti hist og skapað saman, kannski hafa kósý stemningu í Cösu þar sem fólk gæti teiknað, málað, skrifað, samið, sungið og dansað. Mig langar líka til að virkja Facebook-síðuna meira og fá nemendur

Listafélagið Salome Lilja Sigurðardóttir, 4.A Kæru samnemendur. Ég heiti Salome Lilja og ætla að bjóða mig fram í Listafélagið. Listafélagið hefur staðið sig með eindæmum vel síðastliðið skólaár. Listavikan var hrikalega fjölbreytt og skemmtileg og bíóferðirnar í Bíó Paradís afskaplega vel heppnaðar. Mig langar að gera slíkt hið sama og gott betur á næsta skólaári. Orrinn

Listafélagið Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, 5.B Listafélagið er sú nefnd sem hefur mest höfðað til mín frá því að ég byrjaði í skólanum.Sat ég í stjórn Listafélagsins síðustu 2 ár og var einnig í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa þetta skólaár. . Ég hef öðlast mikla reynslu af því en þó er margt sem ég hef áhuga á að bæta. Ég hef brennandi áhuga á kvikmyndum og list og má segja að það sé áhugamál mitt númer eitt, tvö og þrjú! Ég trúi því

til að senda inn listaverkin sín. Ég er opinn fyrir samstarfi með öðrum undirfélögum skólans. Zkáldzkaparfélagið kemur fyrst upp í hugann og svo væri t.d. hægt að skipuleggja listagjörning með Gjörningafélaginu. Bíóklúbbur Listafélagsins fór vel af stað í ár, farið var á tvær myndir í Bíó Paradís, en síðan lognaðist hann útaf. Ég vil fá hann aftur og halda honum gangandi allt árið! Mig langar til að halda tvær listavikur með frábærum uppákomum og fá einhverja klikkaða tónlistarmenn til að spila fyrir okkur. Listir eru mínar ær og kýr og það væri mér sönn ánægja að fá að njóta þeirra með ykkur á næsta ári. Ég lofa ykkur því að ég muni leggja mig allan fram í að gera næsta skólaár eins listrænt og skapandi og mögulegt er! Ást og friður, Hannes Arason

verður must go-ið sem hann hefur alltaf átt að vera og listavikan hápunktur skólaársins. Viðburðirnir verða fleiri, stærri og menningarlegri en nokkru sinni fyrr! Sjálf hef ég stundað dansnám frá blautu barnsbeini og langar til að koma þeirri listgrein inn á kortið í viðburðum félagsins, til dæmis með skipulagðri ferð á danssýningu eða jafnvel með því að halda dance-off í cösu. Mitt helsta markmið er þó að styrkja félagslíf skólans og gera næsta skólaár eins viðburðaríkt og hægt er. Lengi lifi listin!

að ég muni koma með ferskar og góðar hugmyndir á næsta skólaári. Mun ég reyna að hafa fleiri viðburði á næsta skólaári til að vekja meiri áhuga á listum en hefur verið undanfarið. Kjósið mig því þið getið treyst því að næsta skólaár muni vera mun listrænna en áður ef þið kjósið mig.

Lagatúlkunarnefnd Ekkert framboð barst kjörstjórn


13

Kosningar 2014

Síf-ari Benedikt Traustason, 5.U Ég hef ákveðið að sækjast eftir kjöri SÍF-ara. Fyrir nokkrum vikum vaknaði áhugi minn á Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, SÍF. Ég sat málstofu um framtíð framhaldsskólanna þar sem formaður SÍF kom og hélt ræðu. Þar sagði hún að almennur vilji væri fyrir því hjá nemendum í framhaldsskólum að skerða nám til stúdentsprófs og fækka námsárum um eitt. Þau tíðindi komu mér mjög á óvart enda kannaðist ég ekki við þann vilja og hafði sjaldan heyrt mikið rætt um þessi samtök. Ákvað ég í kjölfarið að kynna mér samtökin.

Ljósmyndafélagið Elísabet Tara Guðmundsdóttir, 4.T Kæru MR-ingar Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í ljósmyndafélagið núna á næsta skólaári. Ástæðan er einföld, ég hef mjög mikinn áhuga á því að taka ljósmyndir og vinna með þær. Ég hef einnig mikinn áhuga á félagslífinu og mig langar til þess að ná sem flestum viðburðum sem eiga sér stað innan þess á mynd. Þá er ég líka að tala um stemninguna í Cösu,

Komst ég að því að skólinn á að eiga einn embættismann hjá SÍF sem nefnist SÍFari. Lagði ég fram lagabreytingartillögu um stofnun embættist SÍF-ara sem yrði kosið í líkt og lög SÍF gera ráð fyrir og var hún samþykkt. Hljóti ég kosningu mun ég sjá til þess að rödd okkar heyrist á þessum vettvangi sem hefur augljóslega ekki verið raunin á undanförnum árum. Ég mun beyta mér fyrir breyttri stefnu samtakanna og kynna fyrir þeim viðhorf gegn skerðinu náms til stúdentsprófs. Ég hef setið sem skólanefndarfulltrúi undanfarið ár og hef ég þar kynnst þessu stærsta hagsmunamáli íslenskra framhaldsskólanema mjög vel. Ég hef mikinn áhuga göngum skólans og sumarferðinni svo dæmi séu nefnd. Ég vil einnig efla áhuga nemenda á ljósmyndum og gjarnan halda ljósmyndakeppni þar sem nemendur skólans geta látið ljós sitt skína. Ég tel það afar mikilvægt að ljósmyndarar ljósmyndafélagsins sjái sér fært að mæta á ALLA viðburði sem Skólafélagið stendur fyrir og taka sem flestar myndir og setja þær síðan eins fljótt og hugsast getur á ljósmyndafélagssíðuna. Með því getum við öll notið þeirra. Ennþá fleiri myndir, ennþá fleiri minningar! xoxo Elísabet Tara

og þætti því mjög gaman ef þið mynduð kjósa mig sem eques scholae.

Eques scholae Sigríður Óladóttir, 5. M Kæru samnemendur, Sigríður heiti ég og bíð mig fram til að vera formaður reglu hins brennandi fáks. Þið eruð kannski ekki mörg sem stundið hestamennsku, en ég reikna þó með því að þið hafið öll séð hest einhverntíman um ævina. Ég hef stundað hestamennsku alla mína ævi

Eques scholae Eques scholae Páll Jökull Þorsteinsson, 4.S Ég lofa að leggja ekkert allt of mikið af mörkum. Munuð eflaust aldrei taka eftir mér. Er einnig í framhaldsskólanefndinni svo kjósið mig jeii.

Benjamín Þorlákur Eiríksson, 4.R Verði ég kosinn mun ég reyna breyta þessu litla óþekkta embætti í eitthvað miklu meira. Kjósið mig í Eques Scholae formann Reglu hins brennandi fáks, þú munt ekki sjá eftir því. Sýnið mér dáð!


14

Forseti Ferðafélagsins Maríanna Björk Ásmundsóttir, 4.A

Forseti Ferðafélagsins Freyja Ingadóttir, 5.A

Kosningar 2014 Ég ætla að sjá til þess að það verði farið í að minnsta kosti eina skíðaferð á skólaárinu. Hægt væri að fara í Selið í byrjun og lok skólaárs eða einfaldlega þegar sólin lætur sjá sig. Þörf er á að bjóða upp á fleiri gönguferðir á skólaárinu s.s. að ganga Laugaveginn eða í Þórsmörk . Einnig væri hægt að ganga að villiböðum þar sem tilvalið er að taka stutt stopp og hvíla lúin bein í heitum laugum. Forseti Ferðafélagsins á að hvetja til útivistar og veit ég um ekkert betra en að njóta útiverunnar hvort sem það er á skíðum, í fjallgönguskóm eða strigaskóm og fyrir atkvæði þitt lofa ég þér að tækifæri til útivistar með samnemendum þínum á skólaárinu 2014-2015 mun ekki fara framhjá þér.

Markaðsstjóri Alexander Ísak Sigurðsson, 5.R

Ég er að bjóða mig fram í Forseta Ferðafélagsins, eins og flestir vita hefur þetta embætti verið dautt síðustu ár. Nú verður sko breyting á því! Ég hef mikinn áhuga á útivist og vil endilega vekja hjá ykkur, samnemendum mínu sama áhuga. Mig langar að skipuleggja 1-2 tvær ferðir í Selið á önn og ef nægur áhugi er fyrir verður hægt að fara í gönguferð þaðan í heitar laugar sem eru ekki langt frá. Einnig vil ég skipuleggja skíðaferð sem yrði í febrúar eða mars. Svo þætti mér mjög skemmtilegt að fá ykkur með í gönguferðir og undirbúa ykkur fyrir frekari fjallamennsku og vonandi getum við svo farið saman í ferð yfir Fimmvörðuháls. Þetta verður ekki hægt nema ég fái atkvæði ykkar næsta föstudag

Alexander heiti ég í 5.R og ég ætla að bjóða mig fram sem Markaðsstjóra Skólafélagsins. Markaðsstjóri Skólafélagsins er nýtt embætti sem fáir kannast við og var sett á stofn núna fyrr í vetur. Starf markaðsstjóra er að hafa umsjón yfir markaðsmálum og að fjármagna Morkinskinnu, MT, Skólablaðið Skinfaxa og Herranótt. Eins og undanfarin ár verður sett saman markaðsnefnd en mig langar að leggja áherslu á að verðlauna hana fyrir vel unnin störf þegar vel tekst. Tel ég mig fullfæran um gegna þessu embætti þar sem ég hef til að byrja með reynslu úr 3.bekk í markaðsnefnd, skipulagningu á ýmsum fjáröflunum og hef ég starfað sem sölumaður hjá útgáfufyrirtækinu Birting.

með því að hafa hugmyndakassa í Cösu og vera í nánara sambandi við nemendur. Við höfum metnað og fullt af fjörugum hugmyndum. Blaðið verður stútfullt af fyndnu og fjörugu stöffi, viðtölum, greinum og stjörnuspám. Þú þarft ekki að hafa setið

fyrir í Vogue til að vekja athygli okkar og taka þátt í X-tra fjörugum vetri!

Menntaskólatíðindi X-tra fjörug Arnór Jóhannsson, 4.Z Hanna Lind Sigurjónsdóttir, 3.H India Bríet Böðvarsdóttir, 3.G Kristófer Bjarmi Schram, 3.G Sara Húnfjörð Jósepsdóttir, 3.J Kæru menntskælingar, X-tra fjörug samanstendur af þremur π-um og tveimur drengjum, Arnóri, Hönnu Lind, Indiu Bríeti, Kristófer Bjarma og Söru Húnfjörð. Hópurinn stefnir á að betrumbæta Menntaskólatíðindi á komandi skólaári þannig að blaðið höfði til sem flestra t.d.

Ef eitthvað brennur þér á hjarta, ef þú þarft eitthvað að kvarta. Kjóstu X-tra fjörug í dag og allt verður þér í hag!


15

Kosningar 2014

Margmiðlunarnefnd Ari Brynjarsson, 4.T Ég, Ari Brynjarsson, 4.T býð mig fram í Margmiðlunarnefnd Skólafélagsins fyrir skólaárið 2014-2015. Ég vil í Margmiðlunarnefnd. Blöð og bæklingar, veggspjöld og miðar verður mitt framlag til yðar. Vel skal vanda sem lengi skal standa.

Menntaskólatíðindi Sex vélar

Menntaskólatíðindi Tíðindatapparnir Arngrímur Einarsson, 5. Z Guðmundur Kristinn Lee, 5.U Halldór Kári Sigurðarson, 5.Z Herdís Hergeirsdóttir, 5.S Páll Hafstað, 5.S Sara Högnadóttir, 5. Z Með tæknivæðingu, aukinni netnotkun og vanhæfri ríkisstjórn hefur skólablöðunum hrakað töluvert síðustu ár. Tíðindatöppum finnst það alveg ómögulegt því fátt jafnast á við það að finna ilminn af nýprentuðum og glæsilegum skólablöðum á köldum

Lísbet Sigurðardóttir, 5.B Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 3.I María Soffía Júlíusdóttir, 5.R Ragnhildur Arna Kristinsdóttir, 5.R mánudagsmorgni. Við viljum grípa Sandra Smáradóttir, 5.B gæsina meðan hún gefst og gefa kost á okkur í Menntaskólatíðindi fyrir Sigrún Ebba Urbancic, 4.T næsta skólaár. Tíðindatappa skipa hressir og skemmtilegir krakkar, það eru þau: Arngrímur Einarsson, Guðmundur Lee, Halldór Kári, Herdís Hergeirsdóttir, Sara Högnadóttir og Páll Hafstað. Tíðindatapparnir eru gegnsósa af frjóum hugmyndum sem líkja mætti við vökva lífsins. Þeir lofa MR-ingum þremur mánudagsmorgnum þar sem ómótstæðileg skólablöð munu liggja á hverju borði og vera sem ljós í myrkri í köldum skólastofunum. Hver vill ekki vita með hverju Ólafur Kári fóðrar bringuhárin sín og hverju Gissur Atli klínir í hárið á sér? Allt þetta og mun meira ef þú lesandi góður kýst Tíðindatappa! X við Tíðindatappa í Menntaskólatíðindi!

Það stærsta síðan Harry Potter sigraði Voldemort er mætt í Menntaskólann. Já, við erum að sjálfsögðu að tala um SEX VÉLAR sem bjóða sig fram í Menntaskólatíðindi 2014-2015. Gagnrýnendur eru á sama máli: “aldrei hefur framboð verið jafn spennandi” (The Guardian) “frábærar stelpur með enn betri stefnu” (Times) Ef þið kjósið SEX VÉLAR í MT lofum við engu nema skemmtun, alvöru blaðamennsku og frábærum fréttum. Ekki gera mistök og kjósið SEX VÉLAR í Menntaskólatíðindi.


16

Kosningar 2014

Menntaskólatíðindi Jarfi Anton Óli Richter, 3.J Birkir Örn Hafsteinsson, 3.J Breki Þórðarson, 3.B Matthías Már Kristjánsson, 3.B Snorri Egholm Þórsson, 3.J Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð eða Buddha eða Allah eða kannski Yngvi Pétursson. Við í raun vitum það ekki. Við vitum þó að atkvæði þitt gæti leitt til starfs sem markar nýtt upphaf í sögu Menntaskólatíðinda. Með því að kjósa okkur tryggir þú þér og samnemendum þínum innihaldsrík, málefnaleg en jafnframt kómísk og brakandi fersk blöð á borðinu þínu erfiða þriðjudagsmorgna næstkomandi haust. Bæði Birkir og Breki eiga langan

starfsferil sem markaðsnefndaraðilar að baki og Anton og Matthías voru báðir í ritnefndum blaða. Snorri hins vegar hefur ekkert afrekað en við munum

bæta úr skák með því að kenna honum að skrifa.

markaðssetning, fjölgun samtarfsaðila, varðveiting sögu Herranætur með nýrri heimasíðu og Youtube rás, tenging við fyrrverandi „Herranóttara“, hönnun á merki félagsins og aukin þátttaka nemenda í Herranótt. Við erum stútfull af hugmyndum, opin fyrir nýjungum og viljum skoða alla möguleika á uppsetningum, hvort sem það er farsi,

tragedía eða söngleikur. Herranótt er leikhús nemenda og viljum við að verkið höfði til sem flestra og verði lengi í minnum haft. Hlökkum til að sjá ykkur.

Með kærri kveðju, Jarfi

Herranæturstjórn NEXT LEVEL Friðrik Árni Halldórsson, 5.Y Hulda Hrund Björnsdóttir, 5.M Jenna Björk Guðmundsdóttir, 5.B Rakel Björk Björnsdóttir, 5.U Ágætu menntskælingar! Við bjóðum fram krafta okkar í stjórn Herranætur skólaárið 2014 - 2015. Öll höfum við mikla reynslu af Herranótt og brennandi áhuga og ástríðu á störfum leikfélagsins. Við þekkjum leikhúsið út og inn og erum algjörlega tilbúin í þetta stóra og krefjandi verkefni. Herranótt á skilið það besta, enda virðulegasta nemendaleikhús landins og höfum við gríðarlegan metnað til þess að viðhalda orðspori þessa frábæra leikhúss. Við ætlum að gera enn betur og stefnum að því að Herranótt nái nýjum hæðum næsta vetur. Helstu verkefni ársins verða aukin umfjöllun í fréttamiðlum, öflugri

Við vonumst eftir þínu atkvæði og þinni hjálp til þess að gera Herranótt stærri en nokkru sinni fyrr – kjóstu rétt!


17

Kosningar 2014

Herranæturstjórn Leonardo DiHerranótt Andrea Urður Hafsteinsdóttir, 4.R Karólína Jóhannsdóttir, 4.A Kristín Björg Björnsdóttir, 4.B Oddur Atlason, 4.B Steinunn Helgadóttir, 4.Z Elsku, elsku MR-ingar, Herranótt er magnað fyrirbæri. Hún er ekki bara leikfélag, hún er skóli útaf fyrir sig. Það er níunda námsbrautin í MR. Upplifunin sem maður fær úr því að vera í Herranótt er upplifun sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Það að stjórna þessu félagi krefst mikillar ábyrgðar. Það er ábyrgð sem við treystum okkur fullkomlega til að bera. Hópurinn okkar samanstendur af mjög reyndum einstaklingum. Andrea Urður Hafsteinsdóttir var stórt hlutverk í leiksýningu Herranætur í ár. Karólína Jóhannsdóttir lék einnig stórt hlutverk, en hún hefur einnig setið í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa í ár. Áður sat hún í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar, og hefur frá fyrstu dögum skólagöngunnar tekið (of)virkan þátt í félagslífinu. Kristín Björg Björnsdóttir byrjaði einnig MR-göngu sína með stæl. Hún sat í markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa og einnig í þriðjubekkjaráði. Í ár sat hún svo í Skemmtinefnd Skólafélagsins og kom þar að skipulagningu dansleikja, Söngkeppninnar og allra minni viðburða Skólafélagsins. Oddur Atlason kom eins og stormsveipur í félagslífið á sínu fyrsta ári og var busi í ritstjórn

Loka Laufeyjarsonar eftir áramót og í markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa. Þá var hann einnig aðstoðarleiksstjóri Herranætur í uppsetningunni á Fástusi. Á sínu öðru ári sat hann í Framtíðarstjórn og hefur almennt mikla reynslu af skipulagningu félagslífsins. Steinunn Helgadóttir sat í markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa á busaárinu sínu og svo í Herranæturstjórn núna í vetur ásamt því að leika. Eins og sést erum við mjög fjölbreyttur hópur með mismunandi bakgrunna en það sem við eigum sameiginlegt er mikil ástríða fyrir starfi Herranætur. Þess vegna teljum við að við séum mjög vel til þess fallin að stýra Herranótt á komandi skólaári. Undanfarin ár hefur Herranótt sett upp frekar dimm og þung leikrit. Okkur finnst að Herranótt megi víkja aðeins af þeim vegi án þess þó að missa sjarmann og sérstöðuna sem Herranótt hefur. Leikritið sem Herranótt setur upp á að fá áhorfandann til þess að hugsa, en það á

Vetur Vinavæðarinn Andrea Sif Sigurðardóttir, 5.S Herdís Hergeirsdóttir, 5.S Hlíf Samúelsdóttir, 5.M Sigríður Óladóttir, 5.M Snædis Inga Rúnarsdóttir, 5.S

líka að fá hann til að hlæja og skemmta sér. Við viljum skoða aðra möguleika en þá hefðbundnu sem valdir hafa verið undanfarin ár. Kynningarmál Herranætur hafa oft verið veikasti hlekkur starfseminnar. Það er eitthvað við munum bæta og breyta. Netherferð þarf að vera sterk. Einnig teljum við að meiri peningum megi ráðstafa í auglýsingar. Verkið á að vera fyrir alla, ekki bara MR-inga og þess vegna er mikilvægt að sem allra flestir séu meðvitaðir um sýninguna. Við treystum okkur fullkomfega til að stýra Herranótt á komandi skólaári og vonum að þú treystir okkur líka. Þess vegna sækjumst við eindregið eftir atkvæði þínu í komandi kosningum. LEONARDO DiHERRANÓTT Í HERRANÆTURSTJÓRN. Bkv. Leonardo DiHerranótt

Sælir kæru MR-ingar. Hvað er eiginlega þetta Vetur? Hef ég einhvern tímann séð það áður? Nei, líklega ekki. Hins vegar gæti það breyst ef þú kýst okkur. Hversu gaman væri að rifja upp Menntaskólann með fallegum myndum í fallegu blaði? Svar: mjög gaman. Kjóstu Vinavæðarann í Vetur og verum vinir með fallegar minningar.


18

Kosningar 2014

Bingó Siðlausir Plebbar Arnór Jóhannsson, 4.Z Benedikt Guðmundsson, 4.M Sigurður Jóhann Jóhannsson, 4.M Stefán Már Jónsson, 4.M Þórður Jónsson, 4.M Finnst þér skemmtilegt að hlæja? En gaman, líka okkur. En okkur finnst enn skemmtilegra að fá annað fólk til þess að hlæja. Við í Siðlausum Plebbum höfum mikinn metnað fyrir myndbandsgerð og gríni og þráum ekkert heitar en að ná kjöri, en það getum við ekki án þín (haha djók, hann Valli kann að hakka). En við viljum vinna á heiðarlegan hátt og við þurfum aðstoð þína. Það er okkar markmið að

gera frétta- og skemmtiþáttinn Bingó að umdeildu meistaraverki sem mun vekja athygli jafnt innan og utan veggja MR

og skapa jákvæða umfjöllun um skólann. Settu X við Siðlausa plebba ef þú vilt ógleymanlega og fyndna þætti í Bingó.

Guðmundur Orri er meðlimur auglýsinganefndar og er sérfræðingur í flestu sem tengist hljóðvinnslu sem er talsverður kostur í embættinu. Hann hefur líka þann sjaldgæfa eiginleika að geta verið fyndinn ef einhver segir honum skyndilega að vera fyndinn.   Guðrún Snorra sat tvö ár í skemmtinefnd og veit kann að skemmta lýðnum. Hún er líka sæt, skemmtileg og fyndin manneskja.

aðalhlutverki í Herranótt í fyrra og er einnig í Herranæturstjórn. Hún er algjört yndi og frábær stelpa líka.

Bingó Biggest Talent Friðrik Árni Halldórsson, 5.Y Gissur Atli Sigurðarson, 5.U Guðmundur Orri Pálsson, 5.M Guðrún Snorra Þórsdóttir, 5.Y Jenna Björk Guðmundsdóttir, 5.B Sindri Engilbertsson, 5.U Tómas Þórir Tómasson, 5.M Bingó framboðið okkar heitir Biggest Talent og meðlimir þess eru Friðrik Árni í 5.Z, Gissur Ati í 5.U, Guðmundur Orri í 5.M, Guðrún Snorra í 5.Z, Jenna Björk í 5.B, Sindri Engilbertsson, skiptinemi og Tómas Þórir í 5.M. Friðrik er best þekktur fyrir leik sinn í Herranótt núna í ár, en hann lék einmitt aðalpersónu leikritsins. Hann var einnig meðlimur 4.bekkjarráðs í fyrra. Hann er indæll ungur maður og afburðar góður leikari sem er fullkominn í þetta embætti. Það þarf nú varla að kynna Gissur Atla en fyrir þá sem vita ekki þá er hann í framtíðarstjórn og hefur unnið hörðum höndum við að gera félagslífið sem best í vetur. Hann er líka svona rosalega duglegur og flottur drengur.

Jenna hefur svipaða reynslu og Frikki varðandi leiklistinni en hún var í

Sindri er sú manneskja sem allir þekkja kannski ekki enda er hann í skiptinámi í Sviss. Þeir sem þekkja hann þó vita hversu mikill snillingur sá maður og ef þið kjósið okkur þá kynnast hversu mikill fagmaður hann er. Tómas er bæði meðlimur 5.bekkjarráðs og auglýsinganefndar. Hann er einstaklega málglaður, fyndinn og metnaðarfullur.


19

Kosningar 2014

Bingó Bocciafélagið Starkaður Hermann Ólafsson, 4.R Hlynur Hólm Hauksson, 3.G Hlynur Snær Andrason, 3.J Hugi Hólm Guðbjörnsson, 5.Y Jóhann Ragnarsson, 5.S Jón Tómas Jónsson, 5.U Vala Jóhannsdóttir Roff, 3.C Halló krakkar. Við í Starkaði erum að bjóða okkur fram í Bingó og við getum sko fullyrt það að við höfum allt til alls til að framreiða hina fínustu svínasúpu (haha fattiði svoneinsog þættirnir hah). Myndavélamenn (eða kamerukarlar eða einfaldlega upptökumenn, jafnvel tæknimenn) með meiru eru Hlynirnir okkar: Hlynur Snær, sem hefur verið við Rjómann kenndur og Hlynur Hólm sem hefur verið að stunda myndvinnslu síðan hann var polli. Leikarar og handritshöfundar með meiru eru Jón Tómas, Jónham Ragmarsson, Hugi Hólm og Hermann, sem búa yfir mikilli

reynslu af textasmíð fyrir tímarit Skólafélagsins (Menntaskólatíðindi), og hafa margsannað nú óumdeilda fyndni sína. Þeir munu sjá um að túlka þau hlutverk sem þeim eru fengin fyrir framan myndavélina. Auk þeirra búum við yfir Roffinu. Hún Vala Roff hefur sýnt ótrúlega leikhæfileika í myndum á borð við The Roff of Wall Street, A Roffwork Orange og Silence of the Roff, og síðast en ekki síðst Dr. Rofflove or: How I Learned to Stop Worrying and Roff the Bomb. Við

lögðum einnig í eitt svona myndskeið og svo nokkra sketsa, sem aðgengilegir eru á netinu, til að kynna okkur og sýna ykkur hvað í okkur býr. Ef þessi litla grein er ekki fullnægjandi sannfæring um ágæti okkar eru myndböndin okkar það án efa. Við erum handviss um að atkvæðið þitt verði í okkar hag í komandi kosningum. Hvert atkvæði skiptir máli svo endilega fylgdu nýranu og veldu þér þann sem þér þykir bestur. Kær kveðja, Starkaður

okkar; Adda vinnur á Rauða Torginu, Fríða klæðist gardínum, Karó er með stútfulla eggjastokka, Kjartan er Norðurlandameistari í kúri, Siggi sá einu sinni brjóst og Unnur er kitlin í efri góminum. Við ætlum okkur að gera bestu Bingó-þætti sem sést hafa norðan Suðurskautsins. Þeir munu vekja upp

tilfinningar á öllum skalanum. Gleði, sorg, reiði afbrýðissemi, greddu, áhyggjur og melankólíu. Þó aðallega greddu (við erum öll fokking heit (og kynferðislega virk)).

Bingó Fjósið flokkur Adda Guðrún , 5.A Fríða Þorkelsdóttir, 5.B Karólína Jóhannsdóttir, 4.A Kjartan Magnússon, 5.B Sigurður Bjartmar Magnússon, 4.M

Unnur Birna Backman, 3.B “Haha.” “Vó.” “Jeremías minn!” “MÁ ÞETTA?” “Oh my shit drápu þau hundinn í alvöru?” Þetta eru allt hlutir sem þið munuð hrópa upp yfir ykkur þegar þið sjáið þættina okkar á næsta ári. Just sayin. Við heitum Adda Guðrún, Fríða, Karó, McKjartan, Siggi Bjartmar og Unnur Birna og við viljum atkvæði þitt í komandi kosningum. Þannig er mál með vexti að við erum að bjóða okkur fram í Bingó. Ekki yatzee, ekki scrabble og ekki fokkin Monopoly. Bingó. Fyrir ykkur sem ekki þekkja til

Ég er með geggjaða hugmynd! Kjósið okkur, fjósið flokkur! JÁ!!


20

Kosningar 2014

Skemmtinefnd Fight Club Alma Kristín Ólafsdóttir, 4.M Andrea Urður Hafsteinsdóttir, 4.R Harpa Guðrún Hreinsdóttir, 4.M Nína Sigrún Kristjánsdóttir, 4.M Kæru MRingar! Þetta árið höfum við ákveðið að bjóða okkur fram í Skemmtinefnd Skólafélagsins. Félagslíf á menntaskólaárunum er eitt það mikilvægasta og þarf því duglega og hugmyndaríka einstaklinga til að skipuleggja skólaárið. Skemmtinefnd er stór hluti af því og teljum við okkur geta sinnt því starfi með sóma. Okkur langar

að gefa ykkur betra tækifæri til þess að hafa meiri áhrif á störf Skemmtinefndar. Við ætlum að gera okkar besta til þess að næsta skólaár verði ykkur ógleymanlegt. Gaman er að gleðja, ykkar partý-þörf að seðja. Með gleði í hjarta,

viljum við framtíð ykkar bjarta. Berjumst fyrir skemmtun, beilum á alla menntun. Við gerum þér glaðan dag, því það er okkar yndisfag. -Fight Club.

Skemmtinefnd Humps Anton Emil Albertsson, 3.A Egill Ástráðsson, 3.A Þóranna Dís Bender, 3.F Þórdís Kara Valsdóttir, 3.B Kæru samnemendur Við krakkarnir í Humps höfum ákveðið að sækjast eftir kjöri í Skemmtinefnd Skólafélagsins fyrir komandi skólaár. Við bjóðum okkur fram því að við höfum brennandi áhuga á störfum skemmtinefndar og við erum viss um að við gætum gert mjög góða hluti í Skemmtinefnd. Nefndin hefur unnið gott starf í gegnum tíðina og á seinasta ári teljum við hana hafa staðið sig afar vel. Okkar markmið eru þó ekki bara þau að halda góðu starfi nefndarinnar áfram heldur ætlum við okkur að fara fram úr stöðluðum hugmyndum um starf hennar og gera okkar ítrasta til þess að hún uppfylli ekki bara væntingar ykkar allra heldur geri mun betur. Okkur þykir gríðarlega mikilvægt að í Skólafélaginu séu jafnréttissjónarmið í hávegum höfð og ætlum við okkur að stuðla að því. Við heitum því að vinna að öllum okkar verkefnum með jafnrétti í huga. Í nefndinni er jafnt kynjahlutfall

og ætlum við þar með vonandi að þurrka út klisjukennda staðalímynd sem að einhverju leyti hefur kannski verið yfir skemmtinefnd. Einn af okkur sat í Skemmtinefnd á liðnu skólaári og teljum við að það muni nýtast okkur vel. Egill kynntist störfum nefndarinnar fullkomlega og sinnti gríðarlega fjölbreyttum verkefnum, ásamt því að kynnast hæfileikaríku og færu fólki og var reynslan mjög lærdómsrík. Á seinasti ári fékkst nefndin við nýtt hlutverk og er reynslan því mjög dýrmæt. Eitt af stærstu verkefnum nefndarinnar er Söngkeppni Skólafélagsins. Við skemmtum okkur konunglega á seinustu Söngkeppni og hefur Skólafélaginu tekist mjög vel að gera hana glæsilega. Alltaf er þó rými til framþróunar og ætlum við okkur að halda glæsilegustu Söngkeppni sem Skólafélagið hefur haldið og vinna

sem best eftir raunhæfum fjárhögum Skólafélagsins. Teljum við mjög mikilvægt í þeim efnum að gera mikið úr vikunni, svo að stemning byggist vel upp fyrir keppninni. Til þess að skapa þessa stemningu hyggjumst við gera mikið úr kynningarvinnu á keppninni. Einnig teljum við einstaklega mikilvægt að vel sé staðið að eftirmálum keppninnar og fögnuði. Við viljum vera í miklu sambandi við nemendur og lítum á starf Skemmtinefndar sem miðlun þeirra vilja. Við viljum halda uppteknum hætti og auka við beina aðkomu nemenda að skipulagningu stórra viðburða líkt og dansleikja, til að mynda með kosningu um listamenn sem koma fram á viðburðum Skólafélagsins. Böllin eru að sjálfsögðu stór hluti af starfi Skemmtinefndar og mikilvægur hluti af starfi Skólafélagsins. Busaball Skólafélagsins er einstakur viðburður og er ætlun okkar halda


21

Kosningar 2014 uppteknum hætti með það. Árshátíð Skólafélagsins var stórglæsileg sl. haust og er það okkar ætlun að gera betur. Hvað varðar önnur böll en Busaballið erum við opin fyrir því að kanna aðra möguleika fyrir húsnæði heldur en Gullhamra en teljum við mikilvægt að húsnæðiskostur sé almennilegur og að böllin líði ekki fyrir staðsetningu þeirra. Fullur vilji er hjá okkur fyrir því að kanna alla möguleika í því að halda Lokaball og munum við gera

okkar besta til þess að ná því framgengt náum við kjöri. Við erum mjög hlynnt þeirri þenslu sem orðið hefur á útgáfu Skólafélagsins. Við teljum frekari kynningu á félagslífinu í MR mikilvæga. Við erum mjög opin fyrir samstarfi við t.d. Bingó og Myndbandanefnd og höfum ýmsar hugmyndir um það hvernig má kynna Skólafélagið betur. Við í Humps gerum okkur fulla

grein fyrir gríðarlega veigamiklu hlutverki Skemmtinefndar. Við þekkjum starfið af eigin raun og erum öll búin reynslu og getu til þess að leysa störf nefndarinnar með stakri prýði. Því vonumst við innilega eftir þínum stuðningi í Skemmtinefnd Skólafélagsins 2014-2015.

hvaða prótein ég á að kaupa eða hvort það sé nóg að taka 150 í dedda. Svarið er einfalt ef þú kýst Skák og mát í íþróttaráð þá munum við svara öllum þínum spurningum. Ekki nóg með það þá munum við einnig henda í ruglað bölkprógram sem og köttprógram þegar

nýtt ár gengur í garð svo þú getir komið þér í besta form lífs þíns. Þetta klassíska mun einnig verða á sínum stað eins og íþróttavikan sem verður glæsilegri en ykkur gæti dreymt um og fótboltamótið og hver veit hvaða nýju haxkeppnum eða eventum við hendum inn.

íþróttaráðs verið að skipuleggja íþróttavikuna og MR-fótboltadeild, sem oftast höfðar einungis til ákveðins hóps innan skólans. Ein aðal stefnan okkar er að bæta við skemmtilegum viðburðum sem allir gætu tekið þátt í. Til dæmis má nefna bocciamót, golfmót, Tjarnarþríþraut og bubbleboltamót. Einnig viljum við efla íþróttavikuna sjálfa með fjölbreyttum viðburðum, góðri skipulagningu, magnaðri stemningu,

íþróttatebói og glæsilegum vinningum. Jafnframt ætlum við að gera MR-deildina að sýnilegri viðburði. Að lokum viljum við ýta undir þátttöku MR-inga í alls kyns skipulögðum íþróttakeppnum á móti öðrum framhaldsskólum.

Með bestu kveðju, Humps.

Íþróttaráð Skák og mát Benedikt Karlsson, 4.Y Hafdís Erla Gunnarsdóttir, 3.J Halldór Karlsson, 4.X Hans Adolf Linnet, 4.S Kristófer Óttar Úlfarsson, 4.S Sigríður María S Sigurðardóttir,3.D Jæja það er komið að því bölkseasonið er búið og köttseasonið er í fullum gangi og enn og aftur stöndum við Menntskælingar frammi fyrir stórri ákvörðun. Hverjum ætti ég að treysta til að hjálpa mér í gymminu á næsta ári hvern á ég að spurja ef ég er ekki viss

Íþróttaráð Sveitt Dóra Sóldís Ásmundardóttir, 4.Z Guðrún Höskuldsdóttir, 4.Z Gunnar Reynir Einarsson, 4.Z Kristinn Logi Auðunsson, 5.B Páll Ársæll Hafstað, 5.S Sigurður Þráinn Geirsson, 5.B Við erum Sveitt og ætlum að bjóða okkur fram í Íþróttaráð Skólafélagsins. Framboðið skipa Dóra Sóldís, Guðrún og Gunnar Reynir úr 4.Z, Kristinn Logi úr 5.B, Páll Ársæll Hafstað úr 5.S og Sigurður „Bokkía“ Þráinn úr 3.E, 4.X og 5.B. Markmið okkar er að skipuleggja fjölbreytta íþróttaviðburði sem allir geta tekið þátt í og haft gaman af. Undanfarin ár hefur meginhlutverk

Ef þið viljið eitt sveitt ár neglið X í SVEITT.


22

Kosningar 2014

Myndbandsnefnd Einhverjir Brynjar Ísak Arnarsson, 5.Y Eyþór Gísli Óskarsson, 5.Y Stefán Páll Sturluson, 5.Y Hæ. Hvernig hefur þú það? Jæja, það er gott að heyra. Við höfum það bara ágætt. Hvað heitir þú? Vá, en flott nafn! Við heitum Brynjar Ísak, Eyþór Gísli og Stefán Páll og förum í 6. bekk á næsta ári. Við ætlum að bjóða okkur saman fram í myndbandsnefnd Skólafélagsins. Okkur þætti afar vænt um það að fá þitt atkvæði. Ha? Af hverju ættiru að kjósa okkur? Nú, það eru margar ástæður fyrir því skal ég segja þér! Í fyrsta lagi höfum við alveg rosalega gaman af því að búa til myndbönd, auk þess sem við höfum reynsluna. „Hvaða

Félagsheimilisnefnd Kagólandsliðið Emil Sölvi Ágústsson, 5.U Gissur Atli Sigurðarson, 5.U Jóhann Ragnarsson, 5.S Jón Tómas Jónsson, 5.U Ólafur Kári Ragnarsson, 4.X Rannveig Dóra Baldursdóttir, 5.U Hópur sælkera leitar eftir eldhús- og afgreiðsluaðstöðu. Komið þið sæl kæru samnemendur. Við

reynslu hafiði eiginlega??“ spyrðu. Nú, til dæmis var Stefán í myndbandsnefnd Skóló þegar hann var í fjórða bekk og bjó þá til, að okkar mati, eitt flottasta árshátíðarmyndband sem sést hefur lengi! Einnig hafa Brynjar og Eyþór unnið saman í gerð gífurlega skemmtilegrar stuttmyndar sem sýnd var í þýskutíma á árinu. Þeir þóttu standa sig afar vel. Í

öðru lagi þá finnst okkur mjög gaman að búa til stuttmyndir og er þetta kærkomið tækifæri til þess. Þegar kemur að myndbandagerð þá höfum við því næga reynslu að baki og erum „gg peppaðir mar“ eins og þú myndir ef til vill orða það. Ef þú ert ekki enn viss hverja þú vilt kjósa, kjóstu þá bara Einhverja!

erum Kagólandsliðið. Hópur sælkera, matgæðinga og svo einn skipulagsperri. Í þrjú ár höfum við fylgst með Laugeyju, Rögnu, Margréti og mismunandi félagsheimilsnefndum vinna hörðum höndum við það að brauðfæða MRinga. Við höfum dáðst að þeim og þeirra vinnu en um leið hugsað með okkur “Við getum gert þetta og það betur”. Þess vegna bjóðum við okkur fram í félagsheimilisnefnd. Ólafur Kári er sælkeri sælkeranna, hann veit hvað hann vill og veit hvað þú vilt fá í mallakútinn. Hann fann upp á ýmsum klassískum réttum eins og t.d subwayinum og kartöflunni. Næsta sumar mun Gissur ferðast af landi brot og heimsækja land smørrebrauðanna. En þar mun hann fara í læri til smørrebrauðskonunnar Anne og læra

allt um smørrebrød. Það er vitneskja sem mun nýtast vel við kagólandsstörfin. Jón Tómas mun næsta haust hafa lokið tveggja ára starfsnámi hjá ónefndu samlokugerðarfyrirtæki. Hann veit sko hvernig á að smyrja samlokur. Emil er lærifaðir Jóa Fel, hann kenndi honum Jóa allt sem hann kann. Það var einmitt Emil sem lét reisa sturtu í bakaríinu hans Jóa. Rannveig kann að baka súkkulaðiköku, rúsínuköku, brownies, gulrótaköku, heilsuklatta, muffins, hjónabandssælu og vandræði. Jóhann er verkstjóri hópsins en hann hefur áður stjórnað ýmsum vel heppnuðum verkum m.a. byggingu heimsmeistaraleikvanginn í Katar. p.s. við lofum ekki að ekki hrækja í matinn þinn. Ást kagólandsliðið


23

Kosningar 2014

Myndbandsnefnd Triad Ingvar Þór Björnsson, 5.M Pjetur Stefánsson, 5.R Þórður Atlason Hæhæ. Við félagarnir Ingvar Þór, 5.M, Pjetur, 5.R og Þórður Atlason, skiptinemi í Rússlandi, bjóðum okkur fram í myndbandsnefnd skólafélagsins fyrir skólaárið 2014 – 2015. Við lofum bestu árshátíðarmynd sem þið hafið nokkrum tíman séð, auk magnaðra jóladagskrámyndbanda. Þá viljum við

einnig gera nefndina mun virkari en hún er í dag og birta myndbönd frá böllum, sjá um einhvers konar busahrekki og vera

virkir í því að festa alla helstu viðburði skólaársins á filmu! Kjósið rétt, kjósið Triad!

Quieridos compañeros, nosotros en Ingvar y muchas locas chicas quieremos editar Skinfaxi en el proximo año. Todos tenemos la misma intencion hacer Skinfaxi a una magazina estupenda. Nuesto prioritad es publicar la magazina en buen tiempo y ser organizados. Los

que mas quieremos hacer es:

Skólablaðið Skinfaxi Ingvar y muchas locas chicas Anna Lilja Ægisdóttir, 5.M Auður Gunnarsdóttir, 5.S Ingvar Þór Björnsson, 5.M Jóhanna Elísa Skúladóttir, 5.U Kristrún Lóa Guðmundsdóttir, 5.B Lea Jerman Plesec, 5.M Sara Margrét Daðadóttir, 5.M Kæru samnemendur, við í félaginu Ingvar og margar klikkaðar gellur erum að bjóða okkur fram í Skinfaxa næstkomandi ár. Við höfum öll það sama áhugamál að gera blaðið sem glæsilegast. Markmið okkar er að koma blaðinu út á settum tíma og halda okkur við skipulagsáætlun sem við myndum gera strax í lok þessa skólaárs. Eitt af því helst sem við viljum gera er: -hafa frumlega forsíðu -taka mikið af myndum yfir skólaárið af margvíslegum viðburðum -taka viðtöl við fjölbreitt fólk og auðvitað vera með puttann á púlsinum yfir allt skólaárið.

-paginas originales -tomar muchas fotos en eventos sobre el año -hablar con gente interesante y estar de acuerdo en todo siempre


24

Forseti Framtíðarinnar Árni Beinteinn Árnason, 5.X Kæru samnemendur og vinir. Fátt finnst mér betra en að eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Það að geta haft áhrif á að allir nemendur skólans geti átt frábærar og eftirminnilegar stundir á næsta skólaári er virkilega spennandi tækifæri. Það er ástæða þess að ég hef ákveðið að bjóða mig fram í Forseta Framtíðarinnar í komandi kosningum. Ég elska að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd og ef ég næ kjöri mundi ég halda áfram því góða starfi sem stjórn Framtíðarinnar hefur unnið undanfarin ár en auk þess gefa í. Og  gera frábært félagslíf ennþá betra. Ég veit að starfinu fylgir mikil vinna og ábyrgð og ég tilbúinn að sinna því af heilum hug - því ég trúi því að til að ná árangri verði maður að einbeita sér algjörlega að því að ná settu marki. Og þá getum við gert eitthvað stórkostlegt saman á næsta skólaári. Ég er drífandi og vinn vel undir álagi svo ég tel mig tilbúinn til að takast á við skipulagningu félagslífs Framtíðarinnar á næsta skólaári.  Ég þekki allar hliðar félagslífsins vel vegna þess að ég hef skipulagt og  tekið þátt í fjölbreyttum  verkefnum frá því ég hóf skólagöngu mína. Ég hef unnið náið með báðum stjórnum og þekki störf þeirra og skipulagningu viðburða vel. Ég hef meðal annars verið í ritstjórn Menntaskólatíðinda, formaður fjórðabekkjarráðs, tekið þátt

Kosningar 2014

í Herranótt og í ár var ég svo heppinn að vera meðlimur í ræðuliði skólans. Þess utan hef ég starfað við alls konar viðburðaskipulagningu  á öðrum vettvangi eins og með ungmennaráðum og Jafningjafræðslunni. Á síðasta skólaári var ég í skiptinámi í Bandaríkjunum og það var ótrúlega lærdómsrík og dýrmæt reynsla sem ég held að gæti nýst vel í embætti forsetans. Ég vil gera  félagslífið ferskt  og Framtíðin er einmitt kjörin til að einbeita sér að einstökum og skemmtilegum viðburðum í stað þess að reyna að vera eftirmynd Skólafélagsins. Þetta svigrúm sem Framtíðin hefur vil ég nýta til að láta alls kyns nýjungar verða að veruleika. Félagslífið okkar er ótrúlega fjölbreytt og öflugt og þar geta allir fundið sér eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Nái ég kjöri mun ég gera allt til að halda félagslífinu opnu  og vera opinn fyrir nýjum hugmyndum.  Svo vil ég að nemendur fái að vera virkir í ákvarðanatöku - til dæmis þegar kemur að því að ákveða hvernig er best að framkvæma hluti eins og árshátíðina. Ég er tilbúinn að framfylgja þeim ákvörðunum sem þið takið og ég mundi leggja mig allan fram til að verða við beiðnum nemenda nái ég kjöri næstkomandi föstudag. Ég vil  efla kynningarstarfsemi  fyrir

alla viðburði, auka gæði blaðanna og leggja sérstaka áherslu á myndbönd á næsta skólaári til dæmis með því að sjá til þess að myndbandsnefnd Framtíðarinnar sinni sínu starfi af krafti. Það væri gaman að gera kynningarmynd fyrir skólann sem mundi hvetja grunnskólanemendur til

að sækja um nám í MR. Eins og eflaust einhverjir vita hef ég virkilega gaman af því að gera myndbönd og hef verið svo heppinn í ár að fá tækifæri til að leikstýra og taka upp töluvert af myndböndum fyrir skólann. Því held ég að ég væri vel til þess fallinn að skipuleggja og stýra þessari framþróun hvað varðar myndbandsgerð. Við höfum ótrúlega marga hæfileikaríka nemendur í skólanum og ég vil virkja alla sem eru tilbúnir að taka þátt í skemmtilegum og krefjandi verkefnum næsta vetur. Og þá komum við einmitt að hugmynd sem ég er spenntur að hrinda í framkvæmd. Hæfileikakeppni Framtíðarinnar. Slík keppni mundi gefa nemendum tækifæri til að láta ljós sitt skína, og þá ekki bara þeim sem hafa áhuga á að syngja.  Það er líka mikilvægt að við látum rödd okkar heyrast og  tökum þátt í málefnalegri umræðu, til dæmis sem snertir styttingu framhaldsskólans.  Möguleikar næsta árs eru endalausir; höfum nýárspartý Framtíðarinnar, jafnvel flugeldasýningu Bætum Framtíðarinnar. miðasölufyrirkomulagið svo það þurfi ekki að bíða í röðum úti í kuldanum, sýnum viðburði á vegum félagsins eins og MORFÍs í beinni útsendingu á netinu, komum upp upplýsingaskjá nemenda og höfum lazertagmót eða keppni í bubble bolta! Ég vil láta verkin tala og hrinda hlutum í framkvæmd.  Svo mundi ég vilja standa fyrir glænýju balli sem Framtíðin gæti haldið, hugsanlega í upphafi árs.  Froðuball Framtíðarinnar! Slíku balli mætti koma í kring til dæmis í janúar þegar lítið er um aðra viðburði. Ég held að flott Froðuball gæti orðið frábær liður í félagslífi MR-inga. Ég veit að okkur eru  engin takmörk  sett og ef þið treystið mér til þess þá lofa ég að leggja mig allan fram og taka embættið mjög alvarlega. Ég færi strax í undurbúning og væri tilbúinn að nýta sumarið meira og minna allt í undirbúning næsta skólaárs.  Ég mun gera betri grein fyrir ýmsu sem ég hef nefnt hér fyrir ofan í vikunni svo endilega fylgist með og kynnið ykkur fleiri stefnumál.  Ég hvet ykkur til að kjósa af eigin sannfæringu þann frambjóðanda sem þið teljið best til þess að fallinn að leiða félagslíf Framtíðarinnar á næsta skólaári. Það væri mér mikill heiður að fá tækifæri til þess.  Takk kærlega fyrir að lesa.


25

Kosningar 2014 fyrir.

Forseti Framtíðarinnar Stefán Gunnlaugur Jónsson, 5.Z Kæru skóla systur og bræður, ég vil byrja á því að óska ykkur gleðilegrar kosingaviku í hvaða mynd sem hún birtist. Ég heiti Stefán Gunnlaugur Jónsson og ætla að bjóða mig fram til forseta Framtíðarinnar. Á líðandi skólaári hef ég fylgst grannt með starfsemi félagsins, tekið virkan þátt í viðburðum og unnið sem meðlimur í auglýsinganefnd þess. Starfið heillaði mig gjörsamlega og ég komst að því hversu brennandi áhuga ég hafði á félagslífi skólans. Ég hef kynnst ógrynni af frábæru fólki í gegnum Framtíðina og ég fæ þann heiður að kalla vini mína. Nú hef ég tækifæri til þess að gefa félaginu til baka. Markmiðið með framboði mínu er ekki einungis að gera næsta skólaár okkar ógleymanlegt heldur einnig hjálpa meðlimum að stofna til sterkra vinabanda sem gætu enst út ævina. Þvílík markmið eru auðvið hástemmd og vissulega hægari sögð en gerð. Ég hyggst því koma inn í stjórnina af óskertri einbeitingu og uppfullur af nýjum hugmyndum sem fá byggja ofan á frábært félag. Framtíðin hefur frekar frjálsar hendur þegar kemur að skipulagningu viðburða og skemmtana og á ekki að taka sig of alvarlega. Hún á ekki að þurfa að sitja aðgerðarlaus fyrri önnina heldur koma inn í nýtt skólaár af krafti. Næsta stjórn þarf að vera dugleg að framkvæma

nýjar hugmyndir og virkja félagsmeðlimi í ákvarðanatöku og verkefnavali. Keppnir eins og hæfileikaríkasti MRingurinn eða leiðinlegasti MR-ingurinn eru mjög skemmtilegar ef vel er staðið að auglýsingum. Mér þætti gaman að sjá viðburði eins og Go-kart og/eða Golfmót, páskaeggjaleit Framtíðarinnar, ratleik á vegum félagsins með fengilega vinninga. Í einu hádegishléi mætti halda kökukeppni þar hver sem er getur mætt með köku að heiman. Eftir að dómnefnd hefur kveðið upp úrskurð yrði eins konar köku-fiesta í kjallaranum okkar þar sem nemendum gefst kostur á að smakka kökur samnemenda sinna. Masa Nova er liður sem mér finnst spennandi og má endilega prófa sig áfram með frumlegum viðmælendum og skemmtilegum spyrlum. Að sama skapi má tala við nemendur sem eru færir á hljóðfæri og biðja þá um að spila fyrir skólasystkini sín í hádegishléum í Cösu, með þessu er hægt að skapa þægilega stemningu með lítilli fyrirhöfn. Skipulag er eitt, tvö og þrjú þegar halda á úti eins sterku félagslífi og er í skólanum og nauðsinlegt að hafa allt á hreinu fyrir komandi ár. Ég vil byrja á því strax í sumar að setja upp dagatal fyrir viðburði eins og núverandi stjórn gerið vel. Haldinn verður fundur með öllum undirfélögum þar sem tekin verður ákvörðun um þeirra hlutverk í félagslífinu á komandi skólaári. Stjórnin þarf einnig að vinna náið með auglýsinganefnd og virkja hana í að upplýsa nemendur um hverskyns starf sem Framtíðin stendur

Skráningarvikan verður að vera gríðarlega öflug og setja tóninn fyrir það sem koma skal. Ég vil koma þeim skilaboðum til nemenda að það borgi sig að vera í Framtíðinni, þ.e. afslættir á böll og í búðir, glaðningar, þátttaka í keppnum og fleira. Standa þarf fyrir öflugri kyningarherferð fyrir busa og viðburðum í Cösu á hverjum degi . Ég vil leggja mikla metnað minn í það að framkvæma keppnirnar Sólbjart og Ratatosk vel og ná að klára þær á tilskildum tíma. Þetta er mér mikið hjartansmál og það angrar mig þegar ekki er staðið nógu vel að þessum keppnum. Með því að setja niður dagsetningu á úrslitakeppninni í Sólbjarti strax má miða restina út frá henni. Hver Sólbjartskeppni fengi þriggja vikna frestunartíma þar sem liðin geta komið sér saman að dagsetningu, ekki mætti fara yfir þann frestunartíma. Öll svona skipulagning krefst mikils samstarfs milli allra málsaðila og vil ég beita mér sérstaklega fyrir þessu. Ég vil einnig sjá Ratatosk aftur og klára þá keppni á haustönn áður en Gettu betur liðið fer á fullt. Megavikurnar þurfa að koma sterkar inn með skemmtilegum viðburðum. Ofurbekkir eiga þá að fá að njóta góðs af góðri skráningu og meðlimir kynnast kostum þess að vera í félaginu. Það mætti hafa eina þema Megaviku sem endar svo á þema kvöldi á skemmtistað. Í einni Megavikunni gæti Framtíðin einnig staðið fyrir bingói með veglegum vinningum. Það ríkir mikið frelsi í gerð í Megaviknanna og mér þætti skemmtilegt að nota þær til að prófa eitthvað nýtt. Framtíðin er rík af mjög skemmtilegum og spennandi undirfélögum sem er mikilvægt að virkja. Eins og ég er búinn að taka fram þá vil ég funda með þeim öllum og setja upp áætlun til að fá sem fjölbreyttast félagslíf í skólann, það er með hjálp undirfélaganna sem við getum fært það á hærra plan. Mér þætti áhugavert að sjá samstarf milli undirfélaganna, þá mættu Róðrafélagið, gjörningafélagið og Myndbandanefnd Framtíðarinnar starfa saman eða skákfélagið og spilafélagið halda saman kvöldstund í Cösu. Árshátíð Framtíðarinnar er, eins og gefur að skilja, stærsti viðburður sem félagið stendur fyrir á árinu. Því er það ekki skrýtið að það á að setja mikið púður viðburði í árshátíðarvikunni. Ég stefni á að hafa árshátíðarþema þó skreyingarnar í Cösu verða með svipuðu


26 sniði og var í ár. Frekar ætti að eyða peningnum í að gera ballið sem veglegast og vikuna áhugaverða fyrir alla. Ef þemað er valið rétt má hafa viðburði vikunnar í anda þess og byggja þannig upp góða stemningu fyrir ballinu. Hefð hefur skapast fyrir því að Framtíðin gefi meðlimum glös í árshátíðarvikunni sem kostar ávallt vænan skilding. Í stað þess vil ég gefa nemendum skólans einhvern sameiginlegan glaðning sem færi niður í Cösu og væri afhjúpaður á opnun hennar á mánudeginum. Þetta gæti verið ísskápur, fótboltaspil, ný húsgögn eða eitthvað annað skemmtilegt. Gjöfin

Framtíðarstjórn Lea Jerman Plesec, 5.M Kæru samnemendur, ég heiti Lea Jerman Plesec og hef ég ákveðið að bjóða mig fram í Framtíðarstjórn fyrir komandi skólaár. Ég tel mig hafa góða skipulagshæfileika enda hefur líðandi skólaár einkennst af námi á náttúrufræðibraut 1 og að meðaltali tveimur handboltaæfingum á dag. Til að allt gangi sem best kemst ég ekki upp með neitt annað en að vera mjög skipulögð. Ég er einnig mjög ákveðin og allt sem ég tek mér fyrir hendur geri ég af fullum krafti. Síðastliðin þrjú ár hér í MR hafa einkennst af frábæru félagslífi sem ég hef tekið mikin þátt í. Þegar ég sótti um í MR var það helst félagslífið og námið sem aðskildu MR frá öðrum skólum. Sem meðlimur framtíðarstjórnar myndi ég viðhalda öllu því góða sem félagslíf MR hefur haft upp á að bjóða á liðnum árum og samhliða því bæta það sem bæta þarf. Fjöldri skráðra nemenda í

Kosningar 2014 væri þá ekki bara til þáveradi nemenda skólans heldur einnig komandi kynslóða. Það er eitt mál sem brennur svolítið á mér en það er umhverfisvitund nemenda. Ég vil beita mér fyrir stofnun nýs félags sem sæi um að efla fræðslu á sjálfbærni, mengun og umhirðu umhverfisins. Nemendur skólans eru duglegir að henda pappír, fernum, flöskum og dósum í almenna heimilissorptunnu en ég vil benda á að þetta er ekki rusl. Það væri mjög lítið mál að koma inn kössum eða tunnum undir endurvinnanlegt sorp sem má síðan taka út í enda hverrar viku. Ég mun koma inn í þetta embætti með

nýjar og ferskar hugmyndir og sinna því af öll mínu hjarta. Á þeim nótum er mitt helsta kosningaloforð að starfa sem embættismaður í ykkar þágu og leggja mig allan fram við að gera skólagöngu ykkar að ógleymanlegu tímabili. Ég hvet alla einlægt til þess að fylgja eigin sannfæringu og það væri mér sannur heiður að hljóta þitt atkvæði í komandi kosningum.

Framtíðinni hefur aukist mjög á síðustu árum og er það eitt að mínum helstu stefnumálum að halda þeirri útþennslu áfram. Með aukinni skráningu er einnig hægt að auka fríðindi skráðra nemenda og gera meira fyrir ofurbekki. Megavikur Farmtíðarinnar hafa verið stór þáttur í félagslífi skólans og alltaf mikið um að vera. Mig langar að halda þeirri hefð áfram og vera búin að ákveða dagsetningar fyrir þessar vikur þegar nýtt skólaár hefst. Megavikurnar langar mig að gera enn stærri, fá fræga leikara, söngvara, stjórnmálamenn og margt annað skemmtilegt fólk til að koma í hádeginu og einnig hafa happdrætti eða leiki í gangi sem myndu enda á föstudegi og annaðhvort einstaklingur eða bekkur fengju vegleg verðlaun. Í Megavikunum langar mig einnig að gera meira fyrir ofurbekki og vera alltaf með einhverja óvænta glaðninga. Framtíðin heldur tvö böll á ári, árshátíð og grímuball. Markmið mitt er að halda miðaverði í lágmarki án þess þó að það komi niður á gæðum ballsins eða Framtíðinni. Einnig vil ég bjóða meðlimum Framtíðarinnar upp á lægsta mögulega verðið hverju sinni, félagið á ekki að hagnast á miðakaupum nemenda og mun ég sjá til þess að slíkt gerist ekki. Árshátíðin er bæði stór og glæsileg en mig langar að stækka hana enn frekar og gera hana að viðburði sem yrði beðið eftir með tilhlökkun allt árið. Það sama má segja um markmið mín varðandi árshátíðarvikuna í heild. Ég vil sjá til þess að viðhalda atburðum þá vikuna til að gera allt sem glæsilegast. Tebó eru einnig mjög stór partur af félagslífi MR-inga. Markmið mitt er að halda tebó eftir hvern einasta viðburð á vegum Framtíðarinnar. Skemmtilegt

yrði að hafa stundum þema en ég myndi vilja hafa netkosningu um þau málefni þannig að alir nemendur gætu sagt sína skoðun á því. Á tebó-um vil ég einnig hafa það að markmiði að halda aðgönguverði í lágmarki. Annað af mínum helstu stefnumálum er að virkja undirfélög í Framtíðinni. Mér finnst of mörg félög hafa komist upp með það að halda fáa sem enga viðburði á þessu skólaári. Aðalhlutverk undirfélaga er að sjá til þess að nemendur geti sinnt áhugamálum sínum innan skólans. Viðburðir undirfélaga eru kjörið tækifæri fyrir fólk með sömu áhugamál að kynnast. Ég vil hjálpa félögunum að halda viðburði utan skólatíma og helst myndi ég vilja að stjórnin myndi hjálpa undirfélögunum við skipulagningu þessara viðburða strax í vor. Félagslíf okkar MR-inga er ekki kynnt nóg fyrir busum. Ég vil hafa markaðsnefndir aðgengilegar öllum nýnemum og reyna að fá undirfélög Framtíðarinnar til að taka inn busa til að hægt sé að kynna fyrir þeim starfsemi félaganna sem fyrst. Ég stefni að því að Loki Laufeyjarson verði gefinn út þrisvar á önn og vil að öll blöðin komi út á rafrænu formi.

Með von um bjarta framtíð Stefán Gunnlaugur Jónsson

Þetta er einungis lítið brot af því sem mig langar að gera sem meðlimur Framtíðarstjórnar. Ég mun leggja mig alla fram til að gera næstkomandi skólaár sem glæsilegast og vona að þú, kæri samnemandi, treystir mér fyrir því mikilvæga embætti sem þessi stjórn gegnir. Kær kveðja, Lea Jerman Plesec


27

Kosningar 2014

Framtíðarstjórn Tómas Þórir Tómasson, 5.M Sæl og blessuð, Tómas Þórir heiti ég og er í 5.M. Í þriðja og fjórða bekk var ég ekki virkasta manneskjan í félagslífinu en á þessu skólaári breyttist margt. Ég var kosinn bekkjarráðsmaður, í mínum að sjálfsögðu, og ákvað einnig að bjóða mig fram í auglýsinganefnd ásamt vel völdu fólki, á aðalfundi Framtíðarinnar

snemma þetta skólaár. Við hlutum talsverðan meirihluta og komust þar með í embættið. Sú reynsla sem ég hef öðlast við að sinna störfum mínum í þessum embættum hefur gefið mér töluverða reynslu varðandi ýmis mál sem tengjast félagslífi skólans á margan hátt. Sérstaklega þykir mér vert að minnast á það að ég þekki þá hlið að vera í einni af mörgum undirnefndum Framtíðarinnar og veit hvernig er að vera í þeirri stöðu, þar sem við, auglýsinganefnd, unnum náið með Framtíðarstjórn í vetur. Það gerir mér kleift að geta sinnt undirnefndunum með töluverðum skilningi á þeirra stöðu, sem ég myndi telja að væri mjög mikilvægt í samskiptum milli embættanna. Stefnumál mín eru ekki svo mörg og ekki svo flókin en þau er áhrifarík. Í fyrsta lagi finnst mér mjög leiðinlegt hvað hefur verið lítið um Ratatosk, sem er innan skóla spurningakeppni MR, undanfarin skólaár. Þegar ég var í þriðja bekk minnir mig að keppnin hafi farið fram sem pub-quiz á Rauða Ljóninu og ekki mikið af fólki hafi mætt, hvað þá yngri bekkingar eins og ég. Ég tel að Ratatoskur ætti miklu frekar að fara

fram líkt og Sólbjartur, þar sem tvö lið myndu keppa á móti hvoru öðru í útsláttarkeppni. Þá geta hvaða nemendur sem er tekið þátt og sumir aðilar myndu taka meiri þátt í félagslífinu. Í öðru lagi tel ég að þó atburðir eins Sólbjartur hafi farið yfirburðar vel fram í vetur þá er yfirleitt alltaf hægt að gera betur og það er hentugast fyrir alla ef umgjörðin á keppnunum er sem best. Í þriðja lagi er ég með eina tilraunahugmynd sem myndi bæta til muna umferð í hrinsgstiganum í Casa Nova. Hana þyrftu þó að bera undir margmiðlunarnefnd en ég er nokkuð viss um að hún myndi bæta líf flestra þeirra sem nota stigann ef mögulegt er að framkvæma hana. Ég er að sjálfsögðu með fleiri hugmyndir í kollinum en það sem þegar hefur komið myndi ég segja að væri það mikilvægasta. Nú vona ég að mér hafi tekist að sannfæra sem flesta um að kjósa mig eftir þessa lesningu, því ég tel mig vera rétta manninn til þess að bæta félagslíf skólans svo það er um að gera að hugsa sig vandlega um áður en þið kjósið.

má gott bæta. Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna mikið með stjórninni nú í vetur, bæði í gegnum Loka Laufeyjarson og MORFÍs. Ég fékk að fylgjast með því hvernig stjórnin starfaði og því tel ég mig búa yfir þeirri kunnáttu og hæfileikum sem nauðsynlegir eru þegar setið er í stjórn. Ég er skipulagður, samviskusamur, duglegur og á auðvelt með mannleg samskipti. En það sem mestu máli skiptir. Ég hef gífurlegan áhuga á starfi Framtíðarinnar.

framhald verði á því. Það er mjög mikilvægt að auglýsingastarf verði meira fyrir viðburði svo að fyrir þeim skapist meiri stemning. Meiri og betri umfjöllun um viðburði => Meira pepp => Betri mæting => Skemmtilegra. Undanfarin tvö ár hefur stemningin fyrir Sólbjarti ekki verið mjög mikil. Ég vil reyna að endurvekja áhuga nemenda á Sólbjarti og koma honum í fastari skorður. Ég vil að hengt verði upp Sólbjartstré í cösu, sem vantaði í ár og reyna að stuðla að því að fleiri vilji taka þátt. Sama gildir um Ratatosk sem var ekki einu sinni haldinn í ár að því er ég best veit. Tebóin í ár hafa verið frábær og vil ég halda áfram með þau og reyna að hafa þau sem oftast. Annars er þetta frekar einfalt. Ég vil virkja nemendur til þess að taka meiri þátt í félagslífinu og leggja áherslu á að allir viðburðir á vegum Framtíðarinnar séu vel kynntir og auglýstir innan skólans því án fólksins er ekkert félagslíf. Líkt og ég kom inn á áðan hef ég mikinn áhuga á Framtíðinni og vill leggja mitt af mörkum til að gera ykkar næsta ár sem best. Það verður ekki mögulegt fyrir mig nema með ykkar stuðningi. Því vonast ég til þess að þið hafið mig í huga er þið gangið til kosninga á föstudaginn.

Nú koma þessi klassísku kosningaloforð:

Framtíðarstjórn Leifur Þorbjarnarson, 4.Z Sælir MR-ingar. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar 2014-15. Ástæða þess að ég býð mig fram er að mig langar til að leggja mitt af mörkum til þess að gera félagslíf skólans á næsta ári jafnvel enn betra en það var í ár. Á þessu skólaári hefur stjórn Framtíðarinnar staðið sig með mikilli prýði, allir viðburðir heppnast vel og á fráfarandi stjórn þakkir skildar fyrir sitt mikla og góða starf. En lengi

Nái ég kjöri lofa ég því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að redda Basshunter á árshátíðina og hver veit nema að enginn annar en hin heimsþekkti DJ Þengill hiti upp fyrir hann. Það er markmið mitt að skráning í Framtíðina verði 100% næsta haust. Það náðist næstum því síðasta haust og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að allir verði meðlimir á næsta ári. MR-ví dagurinn hefði getað verið betri í ár. Ég vil reyna að virkja Róðrafélagið og fá Lé Pré til þess að gera það sem hann á að gera. Peppa. Skipt var um Lé Pré eftir áramót og árangurinn sást bersýnilega. Það var miklu meira pepp og fleiri nenntu að mæta á viðburðri. Góð mæting var á MORFÍs keppnir í vetur og mér finnst mjög mikilvægt að

Leifur Þorbjarnarson


28

Kosningar 2014 ársins. • Tebó. Tebóin eru með þeim mest áberandi viðburðum sem Framtíðin sér um og vil ég leggja enn meiri metnað og vinnu að þeim á næsta ári. Vil ég til dæmis að allur gróði sem fæst af tilteknu tebói fari beint í það næsta. Einnig langar mig að finna fleiri og fjölbreytari staði fyrir tebóin og jafnframt auglýsa tebóin meira og fyrr heldur en oft hefur verið gert þar sem að dæmi eru um að nemendur frétta hreinlega ekki af þeim fyrr en á síðustu stundu eða jafnvel daginn eftir.

Framtíðarstjórn Pjetur Stefánsson, 5.R Kæru MR-ingar. Ég heiti Pjetur Stefánsson og hef ég ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar skólaárið 2014-2015. Allt frá fyrsta skóladegi hef ég tekið virkan þátt í félagslífinu og reynt eftir bestu getu að mæta á alla þá viðburði sem hafa átt sér stað ásamt því taka þátt í öllu því sem í boði hefur verið, hef ég m.a. aðstoðað ritnefnd MT sem busi, var Blóraböggull Framtíðarinnar í fjórða bekk og er í myndbandanefnd Framtíðarinnar núna í fimmta bekk sem gerði MR-ví myndina ásamt Bingó núna fyrir jól. Ég hef stundað félagslífð af krafti undanfarin þrjú ár sem nemandi við MR og tel ég mig því hafa mjög góða reynslu af félagslífi skólans. MR er einstakur skóli vegna þeirra tveggja nemendafélaga sem eru innan skólans og eru þau tvö stór þáttur hvers vegna ég valdi að fara í MR eftir grunnskóla. Gæði félagslífsins fer eftir því hversu virk og skipulögð nemendafélögin. Í stjórnum þeirra þurfa meðlimir að vera skipulagðir, ábyrgir og metnaðarfullir og eru þessir kostir meðal þeirra eiginleika sem ég tel mig hafa. Ég tel mig vel hæfan í stjórn Framtíðarinnar þar sem ég hef áhuga á starfi hennar, er heiðarlegur í samskiptum mínum og ég vil sjá hlutina gerast. Ég hefði ekki boðið mig fram ef ég hefði ekki trú á sjálfum mér og þeim hlutum sem ég vil hrinda í framkvæmd.

Stefnumál mín: • Froðuball. Mig hefur alltaf langað til að skella mér á eitt gott froðuball en aldrei hefur neitt nemendafélag í neinum skóla boðið upp á svoleiðis skemmtun og er ég viss um það að ef Framtíðin myndi ríða á vaðið þá er enginn vafi að það yrði eitt vinsælasta og besta menntaskólaball

inn sem flest fyrirtæki til að heita á sem flesta nemendur. • Virkja samstarf hjá myndbanda- og auglýsinganefnd. Ef gott samstarf er á milli þessara nefnda tel ég að hægt sé að búa til frábærar auglýsingar fyrir böllin okkar og kynna betur fyrir nemendum annarra skóla heldur en að einungis hangi plaköt uppi á vegg niðri í Cösu.

• Sumartebó. Hver segir að tebó þurfi að vera á veturna? Muni ég ná kjöri myndi ég byrja sumarið á að plana eitt til tvö kvöld í sumar fyrir MR-sumartebó.

• Afslættir fyrir Framtíðarmeðlimi. Auk þessara gömlu góðu afslátta sem Framtíðin er oftast með langar mig að fá enn fleiri, betri og fjölbreyttari afslætti frá fyrirtækjum út um allan bæ. Nú þegar hef ég haft samband við nokkur fyrirtæki s.s. Sambíóin og Nova og hafa viðbrögðin verið fremur jákvæð.

• Sundlaugapartý. Þau sundlaugapartý sem hafa verið í gegnum mína skólagöngu hafa alltaf verið seint á haustin eða snemma á vorin í skítakulda og einkennast af léglegri stemningu. Þess vegna langar mig núna í sumar að hafa eitt risastórt sundlaugarpartý í frábæru veðri og með góðri stemningu. Gjarnan langar mig að vinna með Skólafélaginu og hafa mögulega sundlaugapartý samhliða sumarferðinni.

• Meiri aðgangur að stjórninni. Þessi þrjú ár sem nemandi menntaskólans hefur mér alltaf fundist eins og að einungis vinir stjórnarmeðlima eða embættismenn hafi greiðan aðgang að stjórnarmeðlimum. Vil ég bæta þetta og veita greiðan aðgang hverjum þeim sem vill koma og gagnrýna eða hrósa stjórninni eða jafnvel koma með uppástungur um hverju megi breyta og bæta.

• Róðrafélagið. Mig langar að virkja róðrafélagið enn betur heldur en gert hefur verið. Þessu er nánast ávallt lofað í kosningum en róðrafélagið hefur verið langtum minna áberandi síðan ég var busi. Vil ég að róðrafélagið hefjist strax handa í upphafi skólaárs við að kenna nýnemum gömlu MR-lögin ásamt því að semja ný og góð lög fyrir meðlimi Morfís-liðsins.

• Að lokum vil ég bæta ímynd skólans út á við og gera MR að eftirsóttasta menntaskóla landsins. Í gegnum tíðina hefur MR fengið á sig þann leiðinlega stimpil að einungis nördar geti komist að og hafa 10.bekkingar oft ákveðið fyrirfram að þau séu ekki nógu góð til sækja um skólasókn við MR. Þessu vil ég breyta. Langar mig t.d. að fara í skóla og kynna nemendum 10.bekkjar hvernig með skipulagi, metnaði og að ná að halda sér vakandi í tímum sé allt sem þurfi til að komast í gegnum MR.

• Á vorönn langar mig að bæta inn árgangsmóti þar sem að árgangarnir keppa sín á milli í hinum ýmsu keppnum, s.s. fótboltamóti, ræðukeppni, spurningakeppni, reipitogi og mörgu öðru. Að móti loknu væru að sjálfsögðu góðir vinningar fyrir sigurárganginn. Skólafélagið vs. Framtíðin vikan. Þessi vika er virkilega góð hugmynd sem hefur verið lítið áberandi og eiginlega ekkert gert í henni á minni skólagöngu og vil ég því breyta. • Loki. Undanfarin ár hefur Loki oft fallið í skuggan af MT. Vil ég gera Loka að miklu betra blaði heldur en MT og mun ég krefjast þess af ritnendum Loka að þær leggi sig alla fram til þess. • Góðgerðarvika. Frá því að ég byrjaði sem busi hafa góðgerðafélögin öll staðið sig með stakri prýði en mig langar til að gera góðgerðavikuna stærri, byggja upp meiri stemningu í kringum hana og reyna að fá

Ég hef trú á þessum stefnumálum mínum og með góðu skipulagi og réttri vinnu er mögulegt að framkvæma þau. Ég hef brennandi áhuga á að fá tækifæri til að framkvæma þessar hugmyndir mínar og sjá þær verða að veruleika. Ég veit að í gegnum tíðina hafa frambjóðendur boðið gull og græna skóga til að ná kjöri en ég er ekki að grínast með þessi kosningaloforð mín. Ef ég næ kjöri mun ég virkilega leggja mig allan fram við að gera næsta ár að eftirminnilegasta ári ykkar sem nemendur í MR. Ég vonast eftir stuðingi þínum í kosningunum og það yrði mér heiður að fá að sitja í Framtiðarstjórn á næsta ári fyrir þína hönd. Pjetur Stefánsson


29

Kosningar 2014

Framtíðarstjórn Anna Elísabet Jóhannsdóttir, 5.R Kæru samnemendur! Ég heiti Anna Elísabet Jóhannsdóttir og býð mig fram í framtíðarstjórn veturinn 2014 – 2015. Eins og flest ykkar vita er félagslífið í MR gríðarlega sterkt, skemmtilegt og fljölbreytt en það byggist að mörgu leyti upp á því að við eigum tvö nemendafélög. Framtíðin hefur heillað

Framtíðarstjórn Jónatan Sólon Magnússon, 5.X Kæri, lesandi. Ég vil vera þinn fulltrúi í Framtíðarstjórn. Þú spyrð þig eflaust hvers vegna þú ættir að veita mér það tækifæri. Þetta skólaár hef ég sinnt hinum ýmsu verkefnum samfara náminu en ég sit í fimmtubekkjaráði, sem skipuleggur meðal annars hina árlegu MRpeysusölu og útskriftarferðina, vinn sem kokkur á Icelandic Fish & Chips, kenni stoðtíma í stærðfræði, stefni að miðprófi í harmóníkuleik og núna í verkfallinu hef

mig allt frá því að ég var nýtolleraður busi og það hefur verið mjög gaman að fylgjast með störfum hennar í gegnum árin. Þetta hefur verið frábært skólaár og yrði ég kosin myndi leggja mig alla fram við það gera næsta skólaár enn skemmtilegra og viðburðaríkara. Eins og ég nefndi fyrir ofan að þá eru tvö nemendafélög í skólanum og þar með enn fleiri undirfélög. Þegar ég kynnti mér MR í lok grunnskóla var mikið talað um hversu stór kostur þetta væri varðandi félagslíf skólans og hvað það væri frábært að hafa svona mörg undirfélög. Það er vissulega mikill kostur en það eru hins vegar of mörg undirfélög sem blómstra ekki nógu vel yfir árið. Ég vil virkja starfsemi þeirra betur því það eru margir skemmtilegir möguleikar í boði. Það þýðir þá t.d. að funda með þeim í sumar eða snemma skólaársins, setja skýr markmið fyrir veturinn og vera í góðu sambandi við þau yfir allt skólaárið. Félögin eru að sjálfsögðu misstór og hafa mismikið af verkefnum yfir skólaárið en það er vel hægt að efla öll félögin. Ég vil t.d. gera meira úr góðgerðavikunni. Hún gekk vel í ár og góðgerðafélagið stóð sig með prýði en það væri afskaplega

gaman að geta safnað enn hærri upphæð en áður. Það eru til ótal skemmtilegar aðferðir til að safna enn meiri pening og t.d. gætum við haldið einn dag í vikunni þar sem vinum og vandamönnum væri frjálst að koma í skólann og taka þátt í góðgerðavikunni með okkur MR-ingum. Í ár var árshátíðarvikan með svolítið öðru sniði. Það var skorið niður í skreytingamálum og árshátíðardagskrá Framtíðarinnar var haldin í fyrsta skipti. Ég vil halda áfram með þessa hefð og þróa hana ásamt því að gefa okkur MR-ingum einhvern hlut/hluti, t.d. í Cösu í stað glasagjafa eða þess háttar. Ég hef verið í bæði skreytingar- og árshátíðarnefnd nokkrum sinnum áður og hef þar unnið mikið með stjórnum Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Ég veit fátt skemmtilegra en að skipuleggja viðburði og fleira í félagslífi skólans. Ég treysti mér til þess að sitja í stjórn Framtíðarinnar og ég myndi gera mitt allra besta í að gera skólaárið viðburðaríkt og skemmtilegt þar sem allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi.

ég verið að kenna samnemendum lesna stærðfræði í skólanum. MR-ingar eru dugnaðarforkar en með allri vinnunni er bráðnauðsynlegt að skemmta sér. Ég veit að persónulega verð ég aldrei ánægðari en þegar auglýstir eru viðburðir á vegum nemendafélaganna og er félagslífið í raun það sem heldur mér gangandi. MR hefur metnaðarfyllsta, skipulagðasta og því öflugasta félagslíf á landinu enda höfum við tvö frábær nemendafélög. Þetta þýðir þó ekki að við látum þar við sitja og vil ég taka virkan þátt í því að gera það enn betra. Á menntaskólagöngu minni hef ég sérstaklega laðast að Framtíðinni og öllu, sem hún ber í skauti sér, og er það einmitt ein höfuðástæða framboðs míns. Mér hefur alltaf þótt gaman að sinna krefjandi verkefnum og komast sem næst því að gera allt, sem ég tek mér fyrir hendur, hundrað prósent. Nái ég kjöri er ég algjörlega reiðubúinn til þess að setja Framtíðina í forgang, þá meðal annars með því að segja upp starfi mínu. Þetta ár fannst mér starf Framtíðinnar prýðilegt en þó er ávallt margt sem betur má fara. Því vil ég fá tækifæri til að hafa áhrif á hugmyndir og þeirra þróun með stjórn næsta árs í samráði við félaga Framtíðinnar og, komist ég í stjórn, heiti ég því að þjóna

Framtíðinni og hennar meðlimum eftir bestu getu og gera allt, sem í mínu valdi stendur, til að gera næsta skólaár að því peppaðasta í áraraðir. Ég ætla að beita mér fyrir eflingu Framtíðarinnar á öllum sviðum og vil ég sjá sem flesta MR-inga í Framtíðinni á næsta ári. Ég vil standa að sem flestum Tebóum, og sjá til þess að allir fái framlag sitt til baka og meira til. Ég vil og endurlífga Ratatosk, innanskólaspurningakeppnina okkar. Ég vil sjá Yggdrazil Zkáldzkaparfélagzinz blómstra, gjörninga í Cösu, gígantískar megavikur, spádóma, fílósófíu og leynimakk. Margt fleira mætti nefna en, að mínu mati, er mikilvægast af öllu er að vilji og óskir Framtíðarmeðlima séu hafðar í heiðri. Þann 4. apríl munu MR-ingar kjósa í öll helstu embætti nemendafélaga skólans. Þeir munu vafalaust velja þá sem hæfastir eru til að halda uppi mögnuðu fjöri fyrir þá á næstkomandi skólaári ásamt og með því að bera ábyrgð á fjármálum og sinna skyldum sínum samviskusamlega. Ég trúi því að ég sé þess verðugur að vera meðal þessa fólks og vona ég að þið séuð sama sinnis og kjósið mig í Framtíðarstjórn.

Anna E. Jóhannsdóttir, 5.R

Með kveðju og von um gott samstarf á næsta ári, Jónatan Sólon Magnússon.


30

Framtíðarstjórn Aðalbjörg Egilsdóttir, 4.Y Ég býð mig fram í Framtíðarstjórn því ég vil hlúa að og efla það frábæra starf sem Framtíðin vinnur. Á þessu skólaári hafa verið unnir verið fullt af góðum hlutum og það er ekki margt sem ég vil breyta en auðvitað er alltaf hægt að gera gott betra. Tebó í vetur hafa verið mjög vel sótt og þá sérstaklega þau sem voru eftir

Framtíðarstjórn Snærós Axelsdóttir, 4.S Halló kæru MR-ingar. Ég heiti Snærós Axelsdóttir og er að bjóða mig fram í Framtíðarstjórn. Nú ert þú að velta því fyrir þér hvern þú eigir að kjósa og getur þetta val verið flókið vegna þess að þú vilt velja rétt. Þú ert því líklegast að lesa þessar greinar til þess að komast nær ákvörðun þinni um hvern þú ætlar að kjósa. Því er mitt verk að koma mínum skilaboðum og markmiðum í gegn í þessari grein og þitt verkefni er aðeins það að lesa þau. Félagslíf okkar MR-inga er eitthvað

Kosningar 2014 áramót. Mér finnst hafa virkað vel að hafa þau á Gauknum og það væri gaman að hafa þau áfram þar, en svo er líka alltaf skemmtilegt að prófa nýja staði. Ég vil leggja upp með að hafa sem flest tebó og jafnvel með fjölbreyttu sniði, prófa skemmtileg þemu eins og t.d. 90‘s sem var í haust, hafa mismunandi plötusnúða og leyfa tónlistarmönnum innan skólans að spreyta sig þar. Mér finnst Sólbjartur alls ekki hafa verið nógu áberandi síðustu tvö ár og ekki hefur verið keppt í Ratatoski síðan ég byrjaði í MR, sem er ótrúlega mikil synd þar sem sú keppni er eflaust mjög skemmtileg. Því vil ég breyta. Hægt er að dagsetja allar viðureignirnar strax í byrjun skólaárs eða fyrr í samráði við Sólbjartsnefnd og raða svo liðum niður á þær eftir skráningu. Þá er auðveldara að auglýsa keppnirnar fyrr, líklegra að fleiri mæti á þær og að þær verði að veruleika. Árshátíðin í ár var mjög vel heppnuð og allt í sambandi við hana. Skreytingarnar í Cösu voru ekki flóknar en flottar sem mér finnst virka vel. Alla vikuna voru skemmtilegir viðburðir, árshátíðardagskráin tókst vel og fóru

flestir glaðir og sáttir í vetrarfrí eftir frábæra viku. Ég vil endilega gera þessa viku sem glæsilegasta þannig að allir geti notið sín og fundið eitthvað við sitt hæfi. Það væri gaman að gera árshátíðardagskrána að árlegum viðburði og reyna að gera hana enn flottari og skemmtilegri en hún var í ár, t.d. hafa þjóna sem ganga um með smárétti og drykki og auðvitað frábær atriði. Megavikur í ár hafa verið stórglæsilegar og skemmtilegar. Ég vil hafa allar megavikur sem flottastar og sjá til þess að Framtíðarmeðlimir sjái ekki eftir því að hafa skráð sig í félagið. Lifandi tónlist er alltaf skemmtileg, sem og uppistandarar, masa nova, sem hefur tekist frábærlega, og glaðningar fyrir ofurbekki. Ég stefni að því að fá sem flesta til þess að skrá sig í Framtíðina og ég veit að það er ekki hægt nema með sterkri stjórn og góðri skipulagningu skólaársins. Þess vegna býð ég mig fram. Ég vil og mun leggja mig alla fram í starf Framtíðarinnar og vonast því eftir stuðningi þínum, kæri samnemandi. Gerum skólaárið 2014 – 2015 ógleymanlegt.

sem við getum verið stolt af. Við erum án efa með eitt virkasta félagslíf framhaldsskóla hér á landi. Til að viðhalda þessu frábæra félagslífi þarf flott fólk í skipulagningu á því. Stjórnin á þó ekki að fara með öll völd. Allir nemendur skólans eiga að geta tekið virkan þátt í því að skipuleggja viðburði sem þeir munu sækja. Mig langar að bæta tengsl stjórnar og nemenda skólans, leyfa þeim að ákveða. Það gæti verið framkvæmt með hugmyndakössum, skoðanakönnunum eða bara málfundum. Ég kom í Menntaskólann í fyrra og vissi ég vel að það væru tvö starfandi nemendafélög við skólann. Þó heyrði ég alltaf mun meira um Skólafélagið. Ég veit ekki af hverju það var en það gæti verið vegna þess að út á við virðist Skólafélagið stærra. Það á alls ekki að vera svoleiðis. Framtíðin er félag með mikla sögu, það hefur starfað lengi við skólann og er eldri en Skólafélagið. Hún er einstök, en er þó farin að líkjast Skólafélaginu meira og meira. Ég vil halda Framtíðinni einstakri. Ég vil gera Framtíðina stærri, ég vil gera hana betri. Framtíðin er ekkert án undirfélaga sinna. Þau eru mörg og eru þau öll skemmtileg og mikilvæg. Ég sat í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar haustið 2013 og áttum

við í góðu samstarfi við Framtíðarstjórn. Þau sýndu áhuga á því sem við gerðum og veittu okkur fullan stuðning. Þau stóðu sig vel í samskiptum við undirfélögin og vil ég halda því áfram. Má þó efla mörg af þessum undirfélögum: - Le President er embætti sem ég vil sjá stærra. Hann eða hún ásamt Róðrafélaginu sjá um að halda uppi MR stoltinu. Í öðrum skólum er róðrafélagið með stærri embættunum því það gengnir svo mikilvægu starfi. Þau eru andlit skólaandans! Tökum MORFÍs vikurnar með trompi. Peppum alla í drasl, þetta eiga að vera keppnir sem sameina okkur í MRstoltinu. -Sólbjartsnefnd. Sólbjartur þetta árið átti sér stað en þó frekar treglega. Sólbjartur er skemmtileg keppni sem á að halda og þá sérstaklega því það hafa ótrúlegan áhuga á mælskukeppnum. Ég tel að með góðri skipulagningu og auglýsingum gæti þessi keppni orðið svo stór og flott. Sólbjartsnefnd sér líka um Ratatosk. Hún gæti verið svo flott, það er ekkert leyndarmál að þið kæru MR-ingar eruð fáránlega fróðir. Það eru svo margir MRingar sem eru hæfir í þessa keppni að það er fáránlegt að hún hafi ekki verið haldin


31

Kosningar 2014 með glæsibrag. -Auglýsinganefnd. Ekkert gerist og ekkert gengur ef ekkert er auglýst. Keyrum auglýsinganefnd í gang. Gerum stórar auglýsingar. Gerum meira úr

Framtíðarstjórn Lísbet Sigurðardóttir, 5.R Kæru MR-ingar! Nú fer frábæru og afar viðburðaríku skólaári að ljúka og ég held að við getum öll sammælst um að engum hafi þurft að leiðast þetta árið. Glæsilegir viðburðir voru haldnir á vegum nemendafélaganna sem stóðu sig með miklum sóma. Vel var staðið að flestum viðburðum ársins en ég er þó á þeirri skoðun að alltaf megi bæta um betur frá því sem fyrir er. Það er því af brennandi áhuga og ástríðu fyrir félagslífinu í MR sem ég ákveð að gefa kost á mér til Framtíðarstjórnar. Framtíðin er glæsilegt nemendafélag með spennandi starfsemi sem býður upp á fyrsta flokks viðburði. Því hef ég fengið að kynnast náið í samstarfi við framtíðarstjórn í gegnum störf mín fyrir Skrallfélagið, skemmtinefnd Framtíðarinnar, í vetur og hef ýmsar hugmyndir um hvernig hægt væri að gera enn betur í starfinu svo það henti sem flestum. Skráningar í Framtíðina eru mikilvægar til þess að slá hljómgrunninn fyrir starf vetrarins. Mikilvægt er að ná sem bestri skráningu með kynningum, sérstaklega fyrir nýnema. Það á að vera jafn sjálfsagt að vera í Framtíðinni eins og að vera í Skóló, því félögin standa hlutfallslega að jafnmörgum viðburðum. Mér finnst að það eigi að vera stór viðburður í lok megaviku fyrir framtíðarmeðlimi og ég

viðburðunum okkar. Hvernig gerum við meira úr viðburðunum? Jú með því að auglýsa þá betur. Er þetta brot af því sem mig langar að gera og mun framkvæma eftir minni

vil virkja nýnemana sem best, útskýra fyrir þeim starfsemi framtíðarinnar og hve mikilvægt það sé að allir skrái sig. Föstudagskvöld eru skemmtilegustu kvöld vikunnar. Sú gulrót sem allir bíða eftir þegar þeir þrauka tvöfalda latínu- eða lífefnafræðitíma eru tebóin okkar. Þá er rík ástæða til að bregða undir sig betri fætinum og halda á vit ævintýranna, án of mikillar fyrirhafnar. Ég vil beita mér fyrir því að reynum eftir fremsta megni að halda okkar tebó á föstudögum. Þematebó eru skemmtileg pæling, en það er þó vandmeðfarið að dressa sig upp sem pönkari og halda svo ferðinni áfram, gallaður upp eftir stífu þema. Það væri þó auðveldlega hægt að finna önnur aðdráttaröfl, t.d. hljómsveitir eða tónlistarþematebó án búninga. Við MR ingar erum svo heppnir að geta státað okkur af tveimur árshátíðum. Árshátíð Framtíðarinnar er í febrúarmánuði á vormisseri og flestir orðnir ballþyrstir um þann tíma. Það er oftast lítið um einbeitingu hjá nemendum í sjálfri árshátíðarvikunni og er það kjörið tilefni til þess að nýta vikuna sem best í skemmtilega viðburði. Árshátíðin var einstaklega vel heppnuð í ár að mínu mati þegar tilraun var gerð um að draga að einhverju leyti úr skreytingum í cösu og þótti mér það takast vel. Mér finnst að allt eigi að vera í hátíðarbúningi í árshátíðarvikunni og allir viðburðir ættu vera árshátíðartengdir, en mér þykir óþarfi að hafa sérstakt þema. Þess í stað ætti að setja Cösu í hátíðarbúning svo það fari ekki framhjá neinum að það sé árshátíðarvika. Ég vil einnig hafa fjölbreytta dagskrá alla vikuna sem allir geta notið og haft gaman að. Sólbjartur er innanskólaræðukeppni okkar MR-inga, þar sem nemendur mynda lið og keppa sín á milli um að verða besta ræðulið skólans. Þetta er kjörið tækifæri til að æfa framkomu, rökhugsun og samvinnu með öðrum. Ég vil fá Sólbjartstöflu í Cösu til að auka stemmingu. Ég vil hafa lokaviðureignina í ráðhúsinu og að sigurliðið hljóti vegleg verðlaun. Þá finnst mér mikilvægt að hvetja nýnema til þáttöku í Sólbjarti og nauðsynlegt að hafa úrval af efnum

bestu getu ef ég verð kosin. Að lokum vil ég þakka þér fyrir lesturinn og vonandi kom þessi grein þér skrefinu nær í ákvörðun þinni um við hvern þú ætlar að setja x-ið við :-)

sem kæmu til greina fyrir keppendur og negla þau niður með liðum sem fyrst. Morfísliðið er stolt Framtíðarinnar og stuðningur við liðið er mjög mikilvægur. Því þarf að efla mætingu á hverja keppni og skapa stemmingu fyrir viðureignum innan skólans í samstarfi við Róðrafélagið. Morfísnámskeið gætu einnig verið haldin yfir helgi og meira púður lagt í þau. Orator Minor, einstaklingsræðukeppni innan skólans, er ákaflega skemmtilegt fyrirbæri sem mér þykir ekki vera nógu mikið í sviðsljósinu. Mikill uppgangur er í þessari keppni hjá öðrum skólum, sbr. Mælskasti Menntskælingurinn sem var haldin í MH í vetur og MR sigraði. Hæglega væri hægt að setja upp Orator Minor keppnir eftir skóla í Megavikum og skapa meiri og betri stemmingu í kringum það. Einir allra frægustu andstæðingar þessa lands eru tveir af stærstu menntaskólunum, MR og ví. Í ár mættu allt of fáir úr MR, en kalt veðurfar setti þó strik í reikninginn.Það er mikilvægt að það sé ljóst hve mikill heiður liggur í því að keppa fyrir hönd MR á MR-ví deginum með því að halda flottar undankeppnir fyrir greinarnar í skólanum. Auðveldlega væri hægt að auka stemninguna í Hljómskálagarðinum með því að fá þjóðþekktan einstakling til að stýra keppnunum og jafnvel hafa tónlistaratriði. Klappliðsæfingar á vegum róðrafélagsins eiga einnig mjög vel við í MR-ví vikunni. Ég vil einnig vera ófeimin við nýjungar, eins og til dæmis að stofna leshring, hafa myndamaraþon í Cösu, og skoða alla möguleika á því að við nemendur fáum aðgang að sérstöku Framtíðar- og SkólafélagsAPPI. Þar væri hægt að skoða skólaskjáinn, símaskránna, komandi viðburði, afslætti og annað tengt nemendafélögunum. Mér er annt um að félagslíf MR-inga verði áfram með því besta sem völ er á og vil ég fá tækifæri til þess að láta gott af mér leiða í þágu Framtíðarinnar. Með von um að ég fái þinn stuðning, Lísbet Sigurðardóttir


32

Kosningar 2014

Framtíðarstjórn Tómas Viðar Sverrisson, 4.M Sæl, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Framtíðar komandi skólaárs, fyrst og fremst því að ég tel mig hafa getu og áhuga til þess að sinna því embætti og ábyrgðinni sem því fylgir. Undanfarin stjórn hefur staðið sig með miklu prýði

og ætla ég mér að halda áfram góðu starfi þeirra, með aukinni áherslu á að virkja undirfélög og markaðsmál, auk þess sem mig langar að gefa nemendum aukin tækifæri til þess að hafa áhrif á félagslífið í skólanum. Allra helst vil ég gera mitt besta til að gera komandi skólaár ykkur ógleymanlegt og enn betra en það liðna. Ég vona að ég hafi traust ykkar og að þið kjósið Tómas Viðar í Framtíðarstjórn.

Skákfélagið Guðmundur Kristinn Lee, 5.U

Skákfélagið Hugi Hólm Guðbjörnsson, 5.Y

Skákfélagið Jón Hlöðver Friðriksson , 5.S Við kunnum manganngin en kunnum ekki stafsetningu svo kjóstaðu okkur.

Heimspekifélagið Ekkert framboð barst kjörstjórn

Ljósmyndarar Framtíðarinnar Ekkert framboð barst kjörstjórn

Tímavörður Ekkert framboð barst kjörstjórn

Le pré

Umsjónarmaður fiskabúrs

Alex Kári Ívarsson, 5.Z

Kristjana Ósk Kristinsdóttir, 3.E

Fyrir þau ykkar sem ekki vita þá hef ég gegnt embætti Le Pré síðan um jólin. Mér hefur fundist það virkilega gaman og sækist því eftir því embætti aftur á næsta ári. Ég hef fengið mikla reynslu af stjórnun róðrafélagsins og mun á næsta ári efla það enn meira ef ég næ kjöri. Ég stefni á að gera allar keppnir ógleymanlega og virkja nemendur skólans til að styðja við liðin okkar. Undir minni stjórn mun róðrafélagið hvetja liðin okkar til dáða og rústa hinum skólunum. Áfram MR!

Vegna gríðarlegs áhuga á fiskum hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Fiskar eru merkileg dýr og er ég tilbúin að taka þá ábyrgð á mig að kynna menntskælinga fyrir þeim. Sérstakir fiskadagar munu verða haldnir þar sem fiskarnir verða til sýnis í Cösu, gullfiskanammi verður í boði og við horfum saman á “Leitin að Nemó”. Ég mun fúslega leyfa fólki að klappa fiskunum og jafnvel halda á þeim ef mér líst vel á viðkomandi. Allir fiskarnir munu eiga nafn og vera jafnir í lífinu.

Blóraböggull Aðalsteinn Dalmann Gylfason,4.Y


33

Kosningar 2014 Kvenfiskar munu hafa sömu réttindi og karlfiskar. Í fiskabúrinu verður lítið samfélag sem við í Menntaskólanum í Reykjavík getum tekið okkur til fyrirmyndar. Fiskarnir munu aðeins fá fínasta mat að borða og á föstudögum verður alltaf glaðningur á floti í búrinu svo sem rækja, brokkolí, ormur eða jafnvel hrogn. Ég mun með embættinu taka að mér að færa nemendum fregnir af fiskunum, öll dauðsföll, nýleg ástarsambönd og framhjáhöld munu ekki fara framhjá neinum. Eins og sést er ég mjög reynd fiskamanneskja og öllum fiskum sem ég hef átt hefur liðið vel. Meðmæli getur Andrea Urður Hafsteinsdóttir veitt.

Umsjónarmaður fiskabúrs Guðjón Bergmann Ágústsson,4.Z Ég á þetta fiskabúr.

Umsjónarmaður fiskabúrs

Zéra Zkáldzkaparfélagzinz

Þóra Lóa Pálsdóttir, 3.F

Oddur Snorrason, 5.B

Kæru samnemendur!

Kæru samnemendur, ég á mér draum um draum. Í draumnum dreymir mig að MR sé óvenju skrautlegur og á iði. Dúandi með vindinum. Eins og skólinn sé kominn í rosalega góðan fíling, bara farinn að dansa! Þegar ég vakna í draumnum finnst mér sem mér hafi borist tákn. Tákn sem segir mér að efla félagslíf skólans á einhvern hátt, hjálpa skólanum mínum að finna grúvið sitt. Nú er ég vakandi og mig langar að fylgja þessum draumi mínum eftir. Seinastu tveir Zérar stóðu sig ákaflega vel. Þeim tókst að koma stoðunum aftur undir félagið og nú langar mig til að halda því starfi áfram. Mig langar til að halda eins mikið af ljóðakvöldum og ljóðaslömmum og hægt er. Hugmyndin um open mic í Cösu hljómar líka mjög vel ef áhugi er fyrir því. Það væri líka gaman að reyna að skrifa á töfluna í Cösu á hverjum degi. Ég veit um helling af skrítnum og skondum tilvitnum og ég er viss um að þar sé ég ekki einn á ferð. Í ár var góð þáttaka í smásagnakeppni félagsins, en mætingin á verðlaunafhendinguna var frekar slöpp. Á næsta ári langar mig til að auglýsa keppnina, og aðra viðburði ársins, með óhefðbundnum hætti. T.d. með því að semja ljóð eða taka upp myndbönd sem tilkynningar fyrir viðburðina. Framhaldssagan var ekki mjög vinsæl í ár og því væri gaman að skipta henni út fyrir framhaldslimru eða álíka. Að lokum væri gaman að taka við myndum frá áhugasömum nemendum og velja eina úr hópnum til að prýða kápu Yggdrasils næsta árs. Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli, sagði skáldið. Og mér hefur alltaf verið sagt að ég hafi fjörugt ímyndunarafl. Leyfið mér að leiða ykkur í gegnum harðræði skriffinnskunnar og á braut velferðar! Allt er betra en að vera passíf, verum Oddíf!

Ég býð mig hér með fram sem umsjónarmann fiskabúrs. Ég tel þetta stórt og mikið ábyrgðar hlutverk sem krefst mikla hæfileika. Afhverju segi ég það? Nú, því þetta er eina embættið sem hefur vald á milli lífs og dauða! Þetta er áhættusamt embætti og aðeins smá mistök gætu leitt til fjöldamorðs! Fiskar eru stórmerkileg dýr, þau synda í sakleysi sínu daginn út og inn okkur til skemmtunar og skrauts. Því ber okkur skylda að halda þeim á lífi með því að gefa þeim hárréttan skammt af mat á hverjum degi og þrífa búr þeirra reglulega. Getiði ímyndað ykkur Nemó ef allir fiskarnir á tannlæknastofunni væru dauðir? Nei, það hélt ég ekki! Sjáum til þess að fiskarnir okkar lifi og kjósið mig, Þóru Lóu Pálsdóttur, sem umsjónarmann fiskabúrsins.

Þetta félag er ekki hipp og alls ekki kúl. Ég mun taka það í slipp og gera það old school. Ég mun hafa tökin hröð og binda nýjan hnút. Ég lofa að gefa út blöð sem koma aldrei út.

Zéra Zkáldzkaparfélagzinz Birgir Hauksson, 4.R Ég á þrjár litlar geitur, hvað ætlaru í því að gera? Ég mun gera margar breytur ef þú kýst mig í Zéra.

Ég er ljóðamaður löggiltur og ég lofa að vera spilltur. Ég er að bjóða mig fram en svo verður bara djamm. Ég mun allan tíman sofa og því ég þér lofa. Ég er kominn til að vera hinn himneski Zéra.


34

Kosningar 2014

Öll fyrirbæri heimsins eiga sér einhvers konar sögu. Í iði hversdagsleikans hættir okkur til að gleyma mikilvægi sagna í heiminum. Sumar þessara sagna eru sannar frásagnir en aðrar eru skáldaðar og hafa þær átt stóran þátt í því að móta mannkynið. Frá örófi alda hafa munnmælasögur gengið manna á milli. Í Grikklandi hinu forna voru sagðar

sögur af hinu þjóðsagnakennda eyríki Atlantis og sem betur fer ritaði einn mesti heimspekingur allra tíma þá munnmælasögu hjá sér. Ef Platon hefði ekki skrifað um Atlantis hefði heimurinn aldrei fengið að kynnast þessari stórbrotnu þjóð og menningu hennar og hún þurrkast út með kynslóðum fornaldar. En hver veit, kannski voru lýsingar Platons eintómur skáldskapur. Skáldskapur er mjög vítt hugtak og getur átt við um margt. Skáldskapur er einfaldlega öll þau verk sem mótuð eru úr upplýsingum sem standast ekki raunveruleikann. Skáldverk passa misvel í þessa fullyrðingu en þó hafa þau það öll sameiginlegt að eiga uppruna sinn í iðrum ímyndunaraflsins. Þegar unnið er að skáldskap þarf ekki annað en að opna hugann, sökkva sér í dýptir ímyndunaraflsins og byrja að skálda. Fræg er tilvitnun Einsteins um ímyndunaraflið og þekkinguna og hljóðar hún svo: „Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn.“ Það merkilega við skáldskapinn er það að það eru engar ákveðnar reglur. Menn geta skrifað um sjóræningja í fjársjóðsleit,

Frúardagur

Frúardagur

Talladega Nights

Kettlingar og þjóðarsorg

Egill Ástráðsson, 3.A

Andrea Urður Hafsteinsdóttir, 4.R

Jón Kristinn Einarsson, 4.A

Guðrún Brjánsdóttir, 5.A

Leifur Þorbjarnarson, 4.Z

Hólmfríður Sveinsdóttir, 5.A

Sigurður Darri Björnsson, 4.U

Jóhanna Embla Þorsteinsdóttir, 5.B

Viðar Þór Sigurðsson, 4.Z

Kristjana Ósk Kristinsdóttir, 3.E

Shake and bake.

Kæru MR-ingar,

Zéra Zkáldzkaparfélagzinz Orri Matthías Haraldsson, 5.R Kæru samnemendur.

geimverur, nornir og hvað sem er. Eina skilyrðið er að það sé ekki sannsögulegt að fullu. Zkáldzkaparfélagið er eitt elsta og virtasta undirfélag Framtíðarinnar. Zéra Zkáldzkaparfélagzinz er talsmaður skáldskapar í skólanum og hlutverk hans (og annarra stjórnarmeðlima) er að upplýsa nemendur Lærða skólans um mikilvægi skáldskapar og efla ritfærni þeirra. Ég hef setið í stjórn félagsins í tæp tvö ár og er því ýmsu kunnur. Það væri mér mikill heiður að gegna embætti Zéra Zkáldzkaparfélagzinz skólaárið 2014-2015 og vona ég að þið, ágætu Menntskælingar, kjósið þann einstakling sem þið teljið verðugan í þetta virta embætti. Að lokum læt ég eitt ljóð fylgja hér með sem vott um einlægni mína. Hugarflug á heimsmælikvarða Hér ligg ég í rúminu veikur, ég er víst með Búdapest. En brátt kemur Kíríbati, Þótt það virðist Portúgalið! - Orri Matthías Haraldsson

Leikfélagið Frúardagur hefur verið nær ósýnilegt undanfarin ár, en það gæti svo auðveldlega orðið ótrúlega skemmtilegur hluti af félagslífinu. Það gæti svo auðveldlega verið frábær vettvangur fyrir listsköpun á öllum sviðum, þar sem leikarar, útlitsdeild og aðrir hópar fengju sjálfir að ákveða áherslur og útlit sýningarinnar. Frúardagur er ekki bundinn af neinum hefðum eða væntingum og þess vegna er hægt að velja honum farveg gjörólíkan Herranótt og því sem einkennir leikhúslífið í skólanum. MR er yfirfullur af hugmyndaríku og skemmtilegu fólki sem þarf ekkert annað en vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Frúardagur getur verið sá vettvangur.


35

Kosningar 2014

Loki Laufeyjarson Meistaraflokkurinn Aron Freyr Kristjánsson, 3.F Sveinn Sigurðarson, 3.F Ágúst Aron Ómarsson, 3.F Sindri Snær Árnason, 3.F Kolbeinn Ari Arnórsson, 4.Z Halló, við í Meistaraflokknum erum 5 flottir strákar sem eru að bjóða sig fram í ritnefnd Loka Laufeyjarsonar. Þið ættuð að kjósa okkur útaf því að við erum meistarar.

Loki Laufeyjarson MIXX Brynjar Orri Briem, 4.S Guðrún Ýr Eyfjörð, 4.R María Ísabella Arnardóttir, 4.S Sonja Jóhannsdóttir, 4.S Stefán Már Jónsson, 4.M Unnur Birna Backman, 3.B Við erum MIXX og erum að bjóða okkur fram í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar. Okkur finnst gaman að mixa og á komandi skólaári langar okkur að mixa í Loka Laufeyjarsyni. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað það sé að mixa, en ekki örvænta! Kjósið Brynjar Orri Briem, Guðrún Ýr okkur og komist að því næsta vetur. Eyfjörð Jóhannesdóttir, María Ísabella

Spilafélagið Players

Arnardóttir, Sonja Jóhannsdóttir, Stefán Már Jónsson og Unnur Birna Backman.

undir nafninu Players. Við ætlum að halda helluð spilakvöld og pókerkvöld á næsta ári og ætlum að gera það OFT! Kýstu okkur kýstu rétt.

Bergmundur Thoroddsen, 3.E Ólafur Óskar Ómarsson, 3.E Tinna Reynisdóttir, 3.E Valtýr Örn Kjartansson, 3.G

Sólbjartsnefnd Ekkert framboð barst kjörstjórn

Myndbandanefnd Spilafélagið Spilítan býður sig fram í Spilafélag Framtíðarinnar árið 2014

Ekkert framboð barst kjörstjórn


36

Kosningar 2014

Auglýsinganefnd Properganda Björg Þorláksdóttir, 4.M Elín Þóra Helgadóttir, 4.T Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 4.T Kristborg Sóley Þráinsdóttir, 4.M Framtíðin er stórskemmtilegt og fjölbreytt nemendafélag. Undirfélög hennar og viðburðir eru fjölmörg og frábær og ber að gera sem mest úr þeim.

Við elskum Framtíðina (með stóru effi og með litlu) og okkur þykir hún eiga skilið fullt fullt af athygli. Við viljum halda félagslífinu opnu og áberandi með

myndböndum, plakötum og alls kyns áróðri.

skipuleggja kröftuga og afkastamikla Góðgerðaviku í haust og upplýsa nemendur vel um afrakstur vikunnar. Frambjóðendur hafa gengt ýmsum embættum innan skólans síðustu ár

(Herranæturstjórn, Fótmenntadeild, ljósmyndun á vegum framtíðarinnar o.fl) en einnig höfum við reynslu af sjálfboðastarfi á vegum Amnesty International.

Góðgerðafélagið Mynturnar Elín Fríða Óttarsdóttir, 5.Y Embla Jóhannesdóttir, 5.S Hulda Hrund Björnsdóttir, 5.M Kristín Björg Bergþórsdóttir, 5.X Sólveig Bjarnadóttir, 5.X Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, 5.X Þórdís Tryggvadóttir, 5.M Í framboð mæta Mynturnar, miklu vilja bjarga. Góðverk styðja stelpurnar og styrkja munu marga. Við erum góður vinkonuhópur úr 5. bekk sem vill bjóða sig fram í Góðgerfélag Framtíðarinnar. Við viljum láta gott af okkur leiða og hvetja aðra nemendur skólans til að gera slíkt hið sama. Við viljum

Gjörningafélagið Lenín V/377 Alexander Gunnar Kristjánsson, 4.Z

Magnús Jochum Pálsson, 3.E Valtýr Örn Kjartansson, 3.G Aldrei kaus ég. Bara Lenín.


37

Kosningar 2014

Spáfélagið Diskókeila

Gjörningafélagið Börn Iðunnar Elín Fríða Óttarsdóttir, 5.Y Friðrik Árni Halldórsson, 5.T Guðmundur Kristinn Lee, 5.U

Við erum hópur á klárum krökkum sem vilja krydda upp á hversdagsleikann og kæta lýðinn. Okkur langar að vekja Gjörningafélagið aftur til lífsins með stuttum leikþáttum í Cösu, “óvæntu” flash-mobi og öðrum prakkarastrikum. Ef þú vilt að næsta ár sé skemmtiegt og skondið þarft þú einungis að gefa okkur þitt atkvæði.

Hulda Hrund Björnsdóttir, 5.M

Eins og móðir okkar segir:

Rakel Björk Björnsdóttir, 5.U

“Ég dansa til að gleyma” –Iðunn Leósdóttir

Ari Hörður Friðbjarnarson, 4.A Björg Catherine Blöndal, 4.A Ísak Henningsson, 4.A Að vel íhuguðu máli höfum við ákveðið að bjóða okkur fram í Spáfélag Framtíðarinnar veturinn 2014-15. Við spáum því að næsta skólaár verði betra en nokkurt annað ár í sögu MR. Kjósið okkur og þið verðið ekki í vafa um framtíðina! xoxo Diskókeila

Spáfélagið Örlaganornirnar Bjarni Páll Linnet Runólfsson, 4.A Róbert Ingi Ragnarsson, 4.A Þorfinnur Pétursson, 4.A Þrír vitringar voru að gæta kinda sinna í uppsveitum Íslands þegar þúsundir engla birtust þeim. Englarnir sögðu vitringunum að vera óhræddir, þeir boðuðu aðeins fögnuð. Mikinn fögnuð. Þeir báru þær fréttir að þríburar hefðu fæðst á Kópaskeri, einn spámaður og tveir spekúlantar. Vitringarnir hlupu af stað upp í Löduna sína og fylgdu engum hraðatakmörkunum en það var allt í góðu þar sem að lögreglan starfar einungis á

fimmtudögum á Kópaskeri. Vitringarnir gáfu spámönnunum þrjár gjafir glópagull, ilmkerti og trjákvoðu(myrru).

Vitringarnir sáu til þess að drengirnir væru nefndir Bjarni, Róbert og Þorfinnur.


38

Kosningar 2014

Spáfélagið Spátríóið Bríet Ósk Magnúsdóttir, 5.S Kolfinna Álfdís Traustadóttir, 5.B Þorgerður Brá Traustadóttir, 5.B Kæru samnemendur, erum hér þrjár hressar stúlkur úr 5.bekk og ætlum við að gefa kost á okkur til framboðs í Spáfélag Framtíðarinnar næstkomandi skólaár 2014-2015. Vilt þú vita meira um framtíð þína? Hver veit nema við munum færa ykkur krassandi spádóma um komandi skólaár..... settu þá x við spátríóið. Xoxo

Spáfélagið Klingenboiz Birgir Hauksson, 4.R Garðar Kristjánsson, 4.B Þórarinn Árnason, 4.B Framtíð þín er í okkar höttum.

Forseti Vísindafélagsins Ekkert framboð barst kjörstjórn

Skrallfélagið Argintæta Andrea Gestsdóttir 5.A Kristrún Ragnarsdóttir, 5.B Sandra Smáradóttir, 5.B Sigurður Darri Björnsson, 4.U Argintæta er manneskja með úfið hár, og það er ekkert öðruvísi hjá okkur, hins vegar erum við hér komin til þess að TÆTA og TRYLLA skólaárið og hvar annars staðar eigum við heima en í

Skrallfélaginu? Ef þið kjósið Argintætur í Skrallfélagið 2014-2015 lofum við engu nema skemmtun, alla daga, allt árið! Hárið okkar er kannski tætt, en okkur er alveg sama því það er svo gaman.

Tryggið ykkur frábæra skemmtum næsta skólaárið, kjósið Argintætur í Skrallfélagið.


39

Kosningar 2014

Skrallfélagið FIESTA Halla Hauksdóttir, 3.B Hrafnhildur S Sigurjónsdóttir, 3.I Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 3.I Þórður Ingi Oddgeirsson, 3.A Þrír, tveir, einn... FIESTA! Við erum Margrét Ósk, Hrafnhildur Svala, Þórður Ingi og Halla og höfum ákveðið að bjóða okkur fram í Skrallfélag Framtíðarinnar skólaárið 2014-2015. Þar sem þetta er glænýtt félag Framtíðarinnar ætlum við okkur að byrja af krafti og leyfa þessu félagi að stækka og dafna í okkar umsjón. Hingað til hafa okkar fundir einkennst af mikilli gleði og samheldni. Við erum lík en á sama tíma afar ólík sem hópur. Þannig höfum við mismunandi hluti og hugmyndir

fram að færa sem tryggir fjölbreytileika félagslífsins. Við myndum sterka heild. Við viljum halda áfram að breyta og bæta núverandi viðburði Framtíðarinnar en einnig koma inn nýjum og spennandi viðburðum. Sem dæmi má nefna Hæfilekakeppni Framtíðarinnar. Hún yrði haldin með pompi og pragt fyrir áramót og opin fyrir alla nemendur skólans. Annað væri að bæta inn þemadögum sem tengdir væru

viðburðum yfir árið. Við leyfum okkur að dreyma stórt og ætlum að hrinda hlutum í framkvæmd. Við viljum vinna náið með undirfélögum beggja nemendafélaga. Þá sérstaklega Auglýsinganefnd og auka myndbandagerð. Við viljum hafa sterk sambönd við alla nemendur því einungis í samstarfi við   þá getur skólaárið orðið eitt stórt FIESTA!

Afþreyingarnefnd Perkele Már Guðmundur Lee, 5.U Jón Hlöðver Friðriksson, 5.S Jóhann Ragnarsson, 5.S Páll Ársæll Hafstað, 5.S Hugi Hólm Guðbjörnsson, 5.Y Enginn titill við erum sprækir drengir, listinn hefur lokað okkur í og við viljum gera allt til að koma myndböndum frommu á framfari. Við erum Hugi Pállí Gummi Jói og Jón,

gefum ykkur ferska sjón erum engin meðaljón. Við erum fimm drengir úr fimmtabekk að bjóða okkur fram í lúdó. Markmiðið okkar er að gefa út fyrsta lúdó þáttinn.

Við höfum reynslu að sækja út menntaskólatíðindum og myndbandanefnd framtíðarinnar. Við viljum að þú settir x við Perkele Má í lúdó

Hönnun og umbrot: Gunnar Birnir Ólafsson


Kosningar MR 2014  
Kosningar MR 2014  
Advertisement