Page 1

NÁNAR Á UU.IS

MENNING & MANNLÍF | BORGIR | AÐVENTUFERÐIR | LÚXUS SIGLINGAR | FRAMANDI SLÓÐIR | HREYFING & LÍFSSTÍLL


in! Verið velkom

ÚRVAL ÚTSÝN FERÐIN ÞÍN Í ÖRUGGUM HÖNDUM Ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn þarf vart að kynna fyrir þeim sem eitthvað hafa fylgst með íslenskum ferðamarkaði. Saga skrifstofunnar er samofin ferðalögum Íslendinga allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Í dag byggir ferðaskrifstofan svo sannarlega á þeirri reynslu og hefð sem safnast hefur saman í gegn um

árin. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar hefur dýrmæta reynslu í skipulagningu ferða um allan heim en skrifstofan hefur á að skipa einvala liði sem tekur vel á móti þér. Það er keppikefli okkar að bjóða upp á fjölbreytta og faglega þjónustu á öllum sviðum, því ferðin þín skiptir okkur miklu máli.

Þjónustusvið Úrvals Útsýnar

SÖLUSVIÐ

Ásdís Pétursdóttir asdisp@uu.is

Erla Valsdóttir erlav@uu.is

Valdís Jónsdóttir vally@uu.is

Jenný Ólafsdóttir jenny@uu.is

Aðalheiður Jónsdóttir heida@uu.is

FRAMLEIÐSLU- OG HÓPADEILD

ÚRVINNSLA

Ingibjörg Eysteinsd. ingibjorge@uu.is

Pálína Sigurðardóttir

Lára Birgisóttir lara@uu.is

Ása María Valdimarsdóttir asamaria@uu.is

palina@uu.is

Steinunn Tryggvadóttir steinunn@uu.is

Sigurdís Camas sigurdis@uu.is

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Dagný Gunnarsd. dagny@vuu.is 2 

Gígja Gylfadóttir gigja@vuu.is

Guðbjörg Auðunsd. gudbjorg@vuu.is

Hanna Alfreðsd. hanna@vuu.is

Kristín Kristjánsd. kristin@vuu.is

Olga Sigurðardóttir olga@vuu.is

Viktorija Janciute viktorija@vuu.is


Kæru farþegar Með stolti kynnir Úrval Útsýn sérferðabækling sinn fyrir árið 2014. Í bæklingnum er að finna fjölbreytt úrval sérferða af ýmsum toga auk borgarferða. Sérferðir okkar hafa notið einstaklega góðs orðstírs, enda leggjum við ríka áherslu á góðan aðbúnað, ekki of stóra hópa og fyrsta flokks fararstjórn. Sérferðirnar eru flokkaðar í undirflokka í samræmi við markmið; Menning og mannlíf, Hreyfing og lífstíll, Framandi slóðir og Lúxus siglingar. Þannig vonum við að hver og einn geti fundið ferð við sitt hæfi. Okkur væri ánægja að taka á móti ykkur í nýjum húsakynnum að Hlíðasmára 19 í Kópavogi en nánari upplýsingar má líka að finna á vefsíðu okkar www.uu.is Með ósk um gott ferðaár 2014. Margrét Helgadóttir framkvæmdastjóri

MENNING & MANNLÍF

BORGIR

AÐVENTUFERÐIR

síða 4

síða 8

síða 11

Skemmtilegar og fræðandi hópferðir um fegurstu slóðir Evrópu. Merkar menn­ ingar­­perlur, spennandi menningarvið­ burðir, einstök náttúrufegurð og nálægð við mannlífið. Góður aðbúnaður, sérfróðir fararstjórar, hæfilegar dagleiðir og ekki stórir hópar.

Mikið úrval af frábærum helgarferðum til skemmtilegustu borga Evrópu. Úrval Útsýn býður upp á helgarferðir til margra borga í Evrópu vor og haust. Í borgar­ ferðunum er boðið upp á góð hótel sem eru vel staðsett. Ferðirnar eru ýmist með eða án fararstjóra og boðið upp á stuttar ferðir til að kynnast staðháttum og menningu borganna. Einnig sérsniðnar ferðir fyrir hópa með eða án fararstjóra.

LÚXUS SIGLINGAR

FRAMANDI SLÓÐIR

HREYFING & LÍFSSTÍLL

síða 12

síða 15

síða 18

Royal Caribbean er eitt besta og virtasta skipafélag í heimi. Úrval Útsýn býður upp á ferðir með þessum frábæru skipum sem ekki eru bara stór heldur einnig glæsilega búin í alla staði, hvort sem er um að ræða aðbúnað eða þjónustu um borð.

Glæsilegar ævintýraferðir á framandi slóðir eins og Tæland, N-Ameríku, Madeira, Grænland og Ástralíu. Stór­ glæsilegar ferðir með þaulreyndum íslenskumælandi fararstjórum sem fylgja farþegum okkar. Takmarkaður fjöldi í hverja ferð.

Upplýsingar um hvað er innifalið í verði hverrar ferðar og nákvæm ferðatilhögun eru á www.uu.is. Nánari upplýsingar um áfangastaði, ferðir, gististaði og þjónustu Úrvals Útsýnar er að finna á www.uu.is. Í öllum hópferðum er miðað við lágmarksþátttöku; ferð getur fallið niður ef þátttaka næst ekki. Ferðaskilmála ÚÚ og SAF er einnig að finna á www.uu.is Allar upplýsingar í bæklingnum eru birtar með fyrirvara um prent- og myndvillur. Útgefandi: Úrval Útsýn. Ábyrgðarmaður: Margrét Helgadóttir

Aðventan er yndislegur tími í Þýskalandi og jólamarkaðarnir þar eru víðfrægir. Úrval Útsýn býður upp á aðventuferðir bæði til Berlínar og München. Kjörið að njóta undirbúnings jólanna í einstöku umhverfi ljósa og dýrðar í helgarferð til þessara fallegu borga.

Úrval Útsýn býður nú upp á úrval af ferðum fyrir fólk sem vill næra líkama og sál: Gönguferðir um Tenerife og Bretland. Dans og jóga á Albir í byrjun sumars. Það nýjasta er Ung á öllum aldri á Tenerife í vor. Allar þessar ferðir fyrir þá sem vilja hreyfa sig og njóta veður­blíðunnar í bland við afslöppun á fallegum stöðum.

Úrval Útsýn Hlíðasmára 19 Sími: 585 4000 Opið alla virka daga frá kl. 09:00 til 17:00   3


MENNING & MANNLÍF

4 


VORFERÐ TIL MIÐ-EVRÓPU 24. maí – 1. júní  Fararstjóri  Ása María Valdimarsdóttir

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

24.05.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 533

01.06.2014

München – Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

Maí er yndislegur tími í Mið-Evrópu. Ávaxtatré standa í blóma, garðar og hús skrýðast fegurstu blómum, kýrnar með bjöllurnar una sér vel á engjunum og rómantískur andi svífur yfir vötnum, fjöllum og bæjum. Í þessari fallegu og rómantísku vorferð bjóðum við upp á draumadvöl á fegurstu stöðum í Tírol í Austurríki og við hið fallega vatn Bodensee sem þrjú lönd liggja að, þ.e. Austurríki, Þýskaland og Sviss. Þarna verður dvalið á mjög góðum hótelum, þrjár til fjórar nætur í senn, og boðið upp á kynnisferðir, gönguferðir, og dekur eins og best verður á kosið. Síðasta deginum verður varið í München, höfuðborg Bæjaralands í Þýskalandi. Í ferðinni verður einnig farið til Innsbruck, í Swarovski kristalsheimana, á Tírólaskemmtun, á blómaeyjuna Mainau og ýmislegt fleira. Þægileg, fjölbreytt og falleg 8 daga ferð en aðeins 4 vinnudagar.

GARDAVATNIÐ

7. – 14. júní  Fararstjóri  Hlíf Ingibjörnsdóttir Gardavatnið er ein þekktasta perla Norður-Ítalíu. Í skjóli Alpanna í norðri og með Pó-sléttuna fyrir sunnan liggur þetta stærsta vatn Ítalíu, umvafið fallegri náttúru, ólífutrjám, vínviði og öðrum suðrænum gróðri og einstakri stemmningu. Að rölta meðfram vatninu, kitla bragðlaukana á góðu veitingahúsi eða skella sér í siglingu til einhverra af hinum fjölbreyttu og áhugaverðu staða í nágrenninu, eru aðeins örfáar ástæður fyrir því að fjöldi ferðamanna flykkist að Gardavatninu. Flogið verður til og frá Milano en þaðan er um tveggja klst. akstur á áfangastað. Gist verður í viku á mjög góðu 4* hóteli í bænum Garda við austanvert vatnið. Morgunverður alla daga, þrír kvöldverðir og kynnisferð til Milano innifalið í verði, en annars verða í boði siglingar á Gardavatni, gönguferðir og kynnisferðir, m.a. til Verona og Feneyja á milli þess sem fólk nýtur sumars og sólar í hótelgarðinum eða í líflegum bænum. Yndisleg ferð í alla staði!

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 592

07.06.2014

Keflavík – Milano

B: 16:50 / L: 22:40

Heimför

FI 593

14.06.2014

Milano – Keflavík

B: 23:40 / L: 01:55+1

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 592

14.06.2014

Keflavík – Milano

B: 16:50 / L: 22:40

Heimför

FI 593

21.06.2014

Milano – Keflavík

B: 23:40 / L: 01:55+1

ÍTALÍA HEILLAR

14. – 21. júní  Fararstjóri  Hlíf Ingibjörnsdóttir Þar sem Alpafjöllin teygja sig suður á Ítalíu liggja nokkur undurfögur stöðuvötn. Sum þeirra er stór, önnur minni, sum tilheyra alfarið Ítalíu, önnur eiga líka landamæri að Sviss. Í þessari fallegu ferð gefst einstakt tækifæri til að kynnast nánar þessu svæði á Norður-Ítalíu. Við norður-ítölsku vötnin er einstök stemning; víðast milt loftslag, suðrænn gróður og tignarleg Alpafjöllin í bakgrunn. Fallegir garðar og byggingar setja svip sinn á umhverfið og andrúmsloftið er rómantískt og ítalskt í senn og náttúran engu lík. Gist verður á notalegum ítölskum hótelum við hin undurfögru vötn Lago Maggiore og Comovatn, þrjár nætur á hvorum stað, og farið verður í siglingar og kynnisferðir, m.a. til Lugano og Orta við samnefnd vötn, en einnig til borgarinnar Milano. Flogið verður til og frá Milano og fyrstu nóttina gist í nágrenni flugvallar. Falleg og fjölbreytt 7 daga ferð um einstaka náttúru. Kynnisferðir og hálft fæði innifalið.

  5


SUMAR Í TÍRÓL

12. – 19. júlí  Fararstjóri  Gunnhildur Gunnarsdóttir

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

12.07.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 533

19.07.2014

München – Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

„Köttur, klukka, hreindýr, svín og endur, fyrir löngu...“ Þannig kynntu Stuðmenn söng dýranna í Tírol, endur fyrir löngu. En nú er öldin önnur og við hjá Úrval Útsýn tökum upp þráðinn og bjóðum ykkur og allri fjölskyldunni upp á góða sumardvöl í Tírol í Austurríki til að njóta fjallanna, engjanna, blómanna, loftsins og alls hins sem Alparnir og fólkið þar hafa uppá að bjóða. Þú þarft ekki endilega að vera í leðurbuxum eða í dirndl kjól, en okkur mun ekki undra þótt einhver komi heim með tírólahatt á höfði! Dvalið verður á góðu 4* Alpahóteli í hinum yndislega litla fjalla- og ólympíubæ Seefeld, sem er í 1100 m hæð skammt frá Innsbruck. Eldamennskan er úr sögunni í heila viku, því morg­un­ verður og fjölbreyttur kvöldverður er á hóteli og innifalið í verði. Á daginn er boði upp á skemmtilegar kynnisferðir eða göngu­ túra með fararstjóra, hægt að skella sér í sund, golf, hjól eða hvað sem er. Flogið til og frá München í Þýskalandi. Frábær og þægileg ferð sem hentar öllum.

SUMARTÓNAR MEÐ DIDDÚ 19. – 26. júlí  Fararstjóri  Sigrún Hjálmtýsdóttir

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

19.07.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 569

26.07.2014

Zürich – Keflavík

B: 14:00 / L: 15:50

Fyrstur kemur, fyrstur fær, því við eigum aðeins 25 sæti í þessa einstöku sumarferð til Ítalíu, Austurríkis og Þýskalands. Rómantíkin og fegurðin svífa yfir vötnum og fornum bæjum. Tónar meistaranna óma á hlýju sumarkvöldi í heimsfrægum útileikhúsum. Stemmningin er engu lík. Flogið verður til München og gist fyrstu nóttina í fjallabæ í Austurríki. Síðan gist í þrjár nætur í Verona á Ítalíu og þrjár í Lindau við Bodensee. Hápunktar ferðarinnar eru óviðjafnanlegir óperutónleikar, annars vegar í Arenunni í Verona (Aida) og hins vegar á sviði úti í vatninu við Bregens (Töfraflautan). Auk þess að njóta fræðslu og tónlistar, eru tónarnir í ægifögru landslaginu ekki síðri og tækifæri gefst til að njóta menningar, lista, matar og góðra veiga í góðra vina hópi. Flogið heim frá Zürich í Sviss. Sannkölluð sælkeraferð fyrir sál og líkama undir fararstjórn okkar ástkæru Diddú. Ath: Þessa ferð þarf að bóka snemma til að tryggja sér miða á tónleikana.

FEGURÐ AUSTURRÍKIS

31. júlí – 12. ágúst  Fararstjóri  Ása María Valdimarsdóttir Austurríki hefur oft verið nefnt sem eitt fallegasta land í heimi. Það liggur hvergi að sjó og er minna en Ísland, en náttúru­ fegurðin, fjölbreytnin, sagan, menningin, vingjarnlegt fólk og snyrtilegt umhverfi er meðal þess sem heillar flesta sem þangað koma. Í þessari einstöku ferð, sem sló rækilega í gegn í fyrra, verður farið um margar af þekktustu perlum landsins og skyggnst inn í söguna, mannlífið og náttúruna. Meðal annars mun saga hinnar fögru Elísabetar keisaraynju, öðru nafni Sisi, skipa veglegan sess í ferðalaginu. Hvort sem það er náttúru­fegurðin í Salzkammergut, Dónársigling, Vínarborg, Klagenfurt, Wörtersee eða Alparnir, allir staðir heilla, hver á sinn hátt og spor Sisi liggja víða. En þetta er ekki allt. Fjallaperlan Bled í Slóveníu og hin eina sanna München í Þýskalandi eru rétt handan landamæranna og verður farið þangað líka. Tólf daga draumaferð á fegursta tíma. Gist verður í 2 – 3 nætur á hverjum stað á góðum hótelum. 6 

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

31.07.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 533

12.08.2014

München – Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00


SPÁNARPERLUR

26. ágúst – 2. september  Fararstjóri  Ása Marin Hafsteinsdóttir

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

PF141

26.08.2014

Keflavík – Almeria

B: 06:00 / L: 12:50

Heimför

PF142

02.09.2014

Almeria – Keflavík

B: 13:50 / L: 16:40

Flestum dettur fyrst í hug sól og strönd þegar hugsað er um Spán, en landið hefur upp á svo margt annað að bjóða að „það hálfa væri hellingur”, eins og maðurinn sagði. Í þessari skemmtilegu og fræðandi vikuferð verða sóttar heim nokkrar perlur í suð-austur hluta landsins, og náttúra, saga, menning og matur munu gæla við öll skilningarvitin. Borgin Almeria við ströndina, fallegar sveitir og þorp í Las Alpujarras, hallirnar, garðarnir og menningin í Granada og borgin Valencia með hinni ótrúlegu nútímalegu byggingalist. En fjölmenningarlega hafnarborgin Cartagena, barokk bærinn Lorca, hinn sjarmerandi Mojácar og þjóðgarðurinn við Cabo de Gata koma einnig við sögu að ógleymdri flamenco sýningu, matar- og vínsmökkun og margt fleira. Flogið verður til og frá Almeria, gist á 3-4 stjörnu hótelum í 1-2 nætur í senn, og hálft fæði og allar ferðir inni­faldar í verði. Var þetta kannski ferðin, sem þú varst að bíða eftir?

FJALLADÝRÐ

13. – 20. september  Fararstjóri  Kirsten Rühl

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

13.09.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 533

20.09.2014

München – Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

September er yfirleitt fallegur mánuður í Mið-Evrópu. Tökum dæmi frá Austurríki: 5000 manna bær í 700 metra hæð, himininn blár, engjarnar grænar, fyrstu haustlitirnir fara að gera vart við sig, fjallahringurinn einstakur. Ný uppskera og ferskmeti á markaðinum, menn og dýr fara að undirbúa sig fyrir veturinn um leið og þeir þakka fyrir sumarið með ýmsum uppákomum. Hvernig líst þér á að dvelja í eina viku á svona stað? Gista á heimilislegu hóteli, vakna í morgunverðinn, bjóða vinalegum heimamönnum góðan daginn, rölta um, skoða, upplifa, setjast niður, bragða á sérréttum svæðisins? Kannski viltu líka setjast upp í rútu, strætó eða hestvagn og njóta dagsins og ævintýranna á annan hátt áður en kemur að kvöldverði á hóteli? Ef þetta er eitthvað fyrir þig og þína, þá býður Úrval Útsýn upp á ferð til þessa fallega bæjar, Abtenau í Austurríki, í september. Gist er á afar vinalegu hóteli í miðjum bænum, boðið verður upp á skipulagðar ferðir, meðal annars til Salzburg og í hið fræga Arnarhreiður. Flogið verður til og frá München í Þýskalandi. Útivist, slökun og vellíðan í fallegu umhverfi.

SALZBURG AÐ HAUSTI

16. – 21. október  Fararstjóri  Ása María Valdimarsdóttir Salzburg er hvort tveggja í senn nafn á fylki í Austurríki og einnig nafn á höfuðborg fylkisins. Borgin Salzburg er talin ein fallegasta borgin í Austurríki auk þess að vera merk menningarog tónlistarborg. Landið í kring er með eindæmum fagurt og fjölbreytt , fjöll, vötn og græn engi, svona eins og margir kannast við úr „Sound of Music”, enda er kvikmyndin að verulegu leyti tekin þarna upp. Úrval Útsýn býður upp á afar fallega fimm daga ferð um þetta fallega svæði í október, þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. Gist verður í tvær nætur í borginni Salzburg og tvær nætur í fjallabænum St. Johann im Pongau, og farið verður í kynnisferðir til Wolfgangsee, Hallstatt, í Arnarhreiðrið og ýmislegt fleira. Hæsti tindur Austurríkis, Großglockner (3798 m) kemur einnig við sögu áður en haldið er til München þar sem gist verður síðustu nóttina. Einstaklega skemmtileg, fjölbreytt og fræðandi ferð og mikið innifalið í verði.

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 532

13.09.2014

Keflavík – München

B: 07:20 / L: 13:05

Heimför

FI 533

20.09.2014

München – Keflavík

B: 14:05 / L: 16:00

  7


BORGIR DUBLIN

Vor  24. – 27. apríl  UPPSELT

Dublin, sem er höfuðborg Írska lýðveldisins, er með líflegri borgum Evrópu. Veitingahúsin, krárnar og nýtísku hótelin hafa lífgað uppá miðbæ Dublin svo um munar. Menning, listir, hefðir og saga laða til sín fólk á öllum aldri auk þess sem fjörugt mannlífið heillar. Borgin iðar af fjöri fyrir jafnt unga sem aldna og allir finna skemmtun og stemningu við sitt hæfi. Dublin hefur verið þekkt hjá Íslendingum sem verslunarborg og hefur það ekki breyst. Nóg er af verslunum í Dublin. Borgin er þægileg yfirferðar og stutt er á milli helstu verslunargatna sem eru beggja vegna við ána Liffey. Fyrir sunnan er helsta verslunar­ gatan Grafton Str. þar sem hægt er að finna ýmsar merkjavörur og sérverslanir. Fyrir norðan ána er svo Henry Str. og við hana standa ýmis minni vöruhús og verslunarmiðstöðvar. Verslunarmiðstöðin Dundrum Town Centre er gríðarlega flott og býður uppá óendanlega verslunarmöguleika.

8 

Haust 23. – 26. október 20. – 23. nóvember

Farastjóri  Helgi Daníelsson


EASTBOURNE Vor 2014

N ÝR

ÁF AN G

AS TA Ð

UR

Flogið er í morgunflugi með Wowair á London Gatwick. Lest gengur inn til Eastbourne á hálftíma fresti og tekur lestarferðin aðeins 45 mínútur. Eastbourne er fallegur strandbær sem hefur upp á ótal margt spennandi að bjóða. Í bænum búa um 87 þúsund manns. Eastbourne Pier er helsta einkenni bæjarins. Á bryggjunni er kaffihús, næturklúbbur, minjagripaverslun, ísbúð, tehús og leiktækjasalur. Dásamlegt er að ganga meðfram ströndinni á sólríkum dögum. Yndislegt er að eyða degi við Sovereign Höfnina. Þar eru útikaffihús, veitingastaðir, markaðir og verslanir. Miðbærinn iðar af lífi og menningu. Antík-, gjafa­ vöru- og listamannaverslanir eru í Little Chelsea hverfinu. Þegar kvölda tekur er tilvalið að setjast inn á einhvern af fjölmörgum veitingastöðum borgarinnar, kíkja á krár og nætur­klúbba. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara út fyrir borgina er tilvalið að eyða degi í National Downs Park eða Beachy Head.

BERLÍN Það er óhætt að segja að engin borg í Evrópu, og þótt víðar væri leitað, sé eins mörkuð af sögu tuttugustu aldarinnar og Berlín. Borgin, eins og hún er nú og hið sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir, hefur óhjákvæmilega mótast af skiptingu hennar í tvo gjörólíka heima um þrjátíu ára skeið. En Berlín hefur alltaf verið sérstök og haft mikla sérstöðu í hugum Þjóðverja, jafnt jákvæða sem neikvæða. Úrval Útsýn býður upp á helgarferðir til Berlínar í vor og haust. Fararstjórinn okkar Marie er fædd og uppalin í Austur-Berlín en hún var aðeins ellefu ára þegar múrinn féll. Marie bjó nálægt múrnum og hefur sýn á þessa sögulegu hluti sem við hin getum aðeins reynt að ímynda okkur. Kurfürstendamm eða „Kudamm“ er vinsælasta og aðal­ verslunar­gatan í Berlín. Þar eru margar fallegar verslanir og stór verslunarhús. Þar er að finna allar helstu verslanir eins og H&M, Zara, C&A, Mango og fjöldann allan af verslunahúsum, Europa Center, Innovation og KaDeWe. Alexanderplatz er sennilega eitt af þekktustu svæðum í Berlín og þar er einnig frábært að versla.

BARCELONA

Vor 27. – 30. mars 3. – 6. apríl 24. – 27. apríl  UPPSELT 1. – 4. maí

Haust 2. – 5. október 30. – 2. nóvember Fararstjóri  Marie Krüger

Haust 3. – 6. október 10. – 13. október 17. – 20. október Það er stíll yfir Barcelona sem margir telja fallegustu borg í Evrópu. Barcelona er heillandi heimsborg, iðandi af lífi og uppfull af menningu og listum, sögu og söfnum. Spánverjar hafa átt frábæra listamenn og þekktustu listasöfn Barcelona eru helguð Pablo Picasso og Joan Miró. Fallegar og sérstæðar byggingar arkitektsins Gaudís prýða borgina en þar ber hæst dómkirkjuna frægu La Sagrada Familia. Næturlífið í Barcelona spannar allt litrófið og er kröftugt og fjörmikið. Kaffihúsin og skemmtistaðirnir í miðbænum iða af lífi. Borg til að skoða, skemmta sér, snæða góðan mat og kaupa hátískuvörur á góðu verði. Borgin sem heillar Íslendinga ár eftir ár. Þig langar alltaf aftur til Barcelona.   9


LIVERPOOL

Vor  7. – 10. mars 21. – 24. mars

Haust 7. – 10. nóvember 14. – 17. nóvember

Fararstjóri Helgi Daníelsson

N

ÝR

ÁF AN

G

AS

TA Ð

UR

Helgarferð til Liverpool á Englandi sem býður upp á margt fleira en fótbolta. Liverpool hefur verið þekkt fyrir að vera Bítlaborgin, þar sem John Lennon og Paul McCartney ólust upp og byrjuðu tónlistarferilinn. Liverpool stendur við ánna Mersey og er ein mikilvægasta hafnarborg Bretlands. Státar Liverpool einnig af mikilli safna- og leikhúsmenningu, þeirri mestu í Bretlandi fyrir utan London, þannig að enginn þarf að láta sér leiðast. Einna frægast er Bítlasafnið. Boðið verður upp á ferðir á slóðir Bítlanna eins og æskustöðvarnar og götur og staði úr frægum lögum þeirra eins og Penny Lane. Verslun er einnig mikil í Liverpool. Í miðbænum er verslunarmiðstöðin Liverpool One með um 160 verslunum af öllum gerðum. Í Liverpool geta allir sinnt sínum áhugamálum hvort sem er fótbolti, listir eða verslun. Eytt síðan kvöldunum saman á einhverjum af þeim góðu veitingahúsum sem í boði eru. Helgarferð til Liverpool lofar góðu.

LISSABON 24. – 27. apríl

Lissabon er einstaklega heillandi borg byggð á hæðum við bakka Tagus fljóts, en sagt hefur verið að innsiglingin í borgina sé sú fegursta í heimi. Borgin var ein af höfuðmiðstöðvum landafundanna og suðupottur márískrar og evrópskrar menningar. Glæst minnismerki, gamlar byggingar, grænir skrúðgarðar og iðandi mannlíf einkenna borgina. Lissabon hefur yfir sér ólýsanlegan þokka þar sem minningar glæstrar fortíðar Portúgala kallast á við væntingar til framtíðar. Yfir borginni gnæfir glæsilegur kastali frá tímum Mára, reistur á einni af sjö hæðum Lissabon. Meðfram torgum og minnis­ merkjum iðandi stórborgarinnar liðast svo Tagus fljót til sjávar. Í Lissabon eru fjölbreyttir verslunarmöguleikar við allra hæfi. Þar er að finna verslunargötur og fjölda stórra verslunar­miðstöðva, ásamt fornmunaverslunum og öðrum sérverslunum. Þegar kvölda tekur er tilvalið að njóta gómsætrar matar­gerðarlistar Portúgala á einhverjum af mörgum veitingahúsum borgarinnar. 10 


AÐVENTUFERÐIR MÜNCHEN

Aðventa  27. – 30. nóvember

Fararstjóri  Soffía Halldórsdóttir Aðventuferðin til Þýskalands er engu lík. Úrval Útsýn býður upp á ferð til München á aðventunni. München er í Suður-Þýskalandi og höfuðstaður Bæjaralands (Bayern), sem er stærsta sambandsland Þýskalands. Jólamarkaðir í München eiga sér aldagamla hefð, elsti markaðurinn á Marienplatz sem er í miðborginni á rætur sínar að rekja allt til 15. aldar. Alla daga eru jólatónleikar á svölum ráðhússins í bænum svo eitthvað sé nefnt af öllu því sem er í boði í München á aðventunni. Fjöldinn allur af jólamörkuðum er um alla borg, þar sem auk jólaskrauts og handverksmuna er ýmislegt góðgæti til sölu. Ekki skemmir bjórhefð þeirra Münchenbúa sem eru einnig frægir fyrir pylsurnar sínar og ylmurinn af piparkökum og grilluðum hnetum fyllir borgina. Borgin er skreytt jólaljósum og skrauti og er eitt ævintýra jólaland. Fyrir utan jólamarkaði eru verslanir, verslunar­ miðstövar og markaðir víða í München.

BERLÍN

Aðventa 27. – 30. nóvember 4. – 7. desember

Fararstjóri  Marie Krüger

Glühwein og Lebkuchen spilla ekki fyrir þegar komið er á jólamarkaði í Berlín þar sem allt iðar af lífi. Torg full af yndislegum jólamörkuðum þar sem allt sem tilheyrir jólunum er til sölu í handverkskofunum. Jólamarkaðirnir í Berlín eru engu líkir. Í lok nóvember breytist Berlín í jólaborg. Jólaljós og skreytingar fylla götur og torg. Það er upplifun að sjá heimsborgina í jólabúningi. Skreytingarnar á aðal verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm, eru ótrúlegar og koma öllum í jólaskap svo ekki sé talað um Potsdamer- og Alexanderplatz. Verðlag er gott í borginni og vöruúrvalið gífurlegt og þar fyrir utan ríkir á þessum tíma einstök stemning hátíðarinnar sem er í nánd. Einnig er mikið úrval tónleika í kirkjum og tónlistarhúsum á þessum tíma, s.s. í Konzerthaus við Gendarmenmarkt og í Berlínar Fílharmoníunni.   11


LÚXUS SIGLINGAR VESTUR-KARÍBAHAF 

14. – 26. mars Fararstjóri  Lára Birgisdóttir

Á

RF

Ö TI

SÆ US

LA

12 

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI 689

14.03.2014

Keflavík - Orlando

B: 17:10 / L: 21:05

Heimför

FI 688

26.03.2014

Orlando - Keflavík

B: 19:00 / L: 06:10

Nú fer hver að verða síðastur að bóka í þessa siglingu. Eigum aðeins örfá sæti laus. Enn ein frábær sigling um hið yndisfagra Karíbahaf, Freedom of the Seas, eitt stærsta skemmtiferðaskip heims. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er golfhermir, 9-holu minigolfvöllur, heilsulind, skauta­svell, körfuboltavöllur, klifurveggur og bretta­ laug. Herbergin eru glæsileg og öll sameiginleg aðstaða um borð er í hæsta gæðaflokki. Val um dvöl í innri-klefa, ytri-klefa eða ytri klefa með svölum. Þegar siglt er um Vestur Karíbahaf með Freedom of the Seas er komið við á Labadee, Haiti. Jamaika, Grand Cayman og á Cosumel Mexico.


VESTUR-MIÐJARÐARHAF OG BARCELONA 

12. – 22. september

Úrval Útsýn kynnir enn eina frábæra siglingu um Miðjarðarhafið með Liberty of the Seas, sem er eitt stærsta skemmtiferðaskip heims. Um borð er fjöldi veitingastaða, bara og skemmtistaða. Þar er golf­ hermir, 9-holu golfvöllur, heilsulind, skautasvell, körfuboltavöllur og brettalaug. Flogið verður til Barcelona um miðjan dag 12. september, gist á glæsilegu 4ra stjörnu hóteli í miðborg Barcelona í tvær nætur fyrir siglingu. Um hádegi þann 14. sept er síðan haldið af stað með Liberty of the Seas frá höfninni í Barcelona. Fyrsta stopp er í Marseilles í Frakklandi og ævintýrin halda áfram í Nice, Flórens/ Písa, Róm og Napolí. Komið aftur til hafnar í Barcelona að morgni 21. september og farið beint í skoðunarferð um hina fögru og skemmtilegu borg. Gist eina nótt fyrir heimferð sem er að kvöldi 22. september. ATH: möguleiki er að framlengja um 4 nætur í Barcelona.

Dags.

Leið

Tími

Brottför

12.09.2014

Keflavík – Barcelona

B: 15:45 / L: 22:00

Heimför

22.09.2014

Barcelona – Keflavík

B: 23:00 / L: 01:25

AUSTUR-KARÍBAHAF OG ORLANDO 

17. – 29. október  Fararstjóri  Lára Birgisdóttir

Enn ein frábær skemmtun með lúxus skemmti­ferða­ skipi og viðkomu í Orlando ferð sem við hjá Úrval Útsýn bjóðum upp á. Flogið með Icelandair til Orlando. Gist er á hinu rómaða Florida Hotel & Conference Center sem er áfast verslunar­mið­ stöðinni Florida Mall. Freedom of the Seas siglir frá Canaveral höfn sem er í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð frá hótelinu. 7 dagar og nætur með endalausa skemmtun og þjónustu í hæsta gæðaflokki og listamenn halda uppi skemmtun og sýningum upp á hvern dag. Í þessari ferð er komið til hafnar á þremur yndislegum eyjum. Á fyrsta degi er farið í land á Cococay á Bahamas. Kokkar og þjónar frá skipinu fara í land og grilla og dekra við farþegana á meðan hægt er að njóta sólarinnar og þess sem strandlífið hefur upp á að bjóða. Einnig er komið við á St. Thomas og St. Marteen sem báðar eru skemmtilegar eyjar þó ólíkar séu.

Dags.

Leið

Tími

Brottför

17.10.2014

Keflavík – Orlando

B: 17:10 / L: 20:55

Heimför

29.10.2014

Orlando – Keflavík

B: 19:00 / L: 06:10

  13


VESTUR-KARÍBAHAF OG ORLANDO  31. október – 11. nóvember  Fararstjóri  Lára Birgisdóttir

Þessi frábæra siglingaleið hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum undanfarin ár. Siglt er frá Fort Lauderdale til Labadee sem er undurfagur tangi á Haiti í eigu skipafélagsins Royal Caribbean. Þar er strandpartí með öllu. Á drifhvítum ströndum þar sem starfsmenn skipsins grilla og bjóða upp á suðræna kokteila og halda uppi fjörinu. Innfæddir bjóða upp á vörur sínar á markaðinum. Næsta stopp er á Jamaika sem er ógleymanlegt ævintýri fyrir þá sem þangað koma og síðan litla friðsæla eyjan Cosumel í Mexico. Að auki eru þrír ógleyman­ legir dagar á þessu frábæra skipi, Allure of the Seas, sem er stærsta farþegaskip í heimi, sjósett 2010. Allure of the Seas er ótrúlegt í alla staði og hefur að geyma yfir 20 veitingastaði og bari. Auk þess er glæsilegt leikhús sem er sérstaklega hannað með loftfimleika í huga, skautasvell og vatnsleikhús þar sem listamenn á heimsmælikvarða leika listir sínar.

Dags.

Leið

Tími

Brottför

31.10.2014

Keflavík – Orlando

B: 17:10 / L: 21:05

Heimför

11.11.2014

Orlando – Keflavík

B: 18:00 / L: 06:10

SIGLINGAR Á EIGIN VEGUM Nú er hægt að bóka allar siglingar Royal Caribbean á heimasíðu Úrvals Útsýnar. Einnig getur þú kíkt í heimsókn og þjónustufulltrúi getur aðstoðað þig við að finna hina réttu siglingu, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða litla hópa sem kjósa að fara á eigin vegum. Einnig bjóðum við upp á þjónustu við að bóka flug, hótel og aðstoða við allt sem við á. Hafið samband við sérfræðinga okkar í Hlíðasmára 19 eða hringið í síma 585 4000.

Úrval Útsýn er með samning við Royal Caribbean Cruises, eitt stærsta skipafélag í heimi, og hafa hundruð Íslendinga upplifað drauminn. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir en einnig sjáum við um að bóka í sérferðir fyrir einstaklinga eða hópa.

Royal Caribbean Cruises er með 22 skip í sínum flota og er þeim skipt í 6 flokka eftir stærðum. Gert er út á fjölbreytta af­þrey­ingu og að fólk á öllum aldri geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi veitinga­staða og bara er um borð, sem bjóða upp á dýrindis gómgæti. Þjónustan um borð í skipum Royal Caribbean er 5 stjörnu þjónusta og einnig alltaf líf og fjör alls staðar. 14 

Skipafélagið Celebrity Cruises var stofnað 1989 með það í huga að bjóða siglingar í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði. „Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli“ er kjörorð skipafélagsins enda hugsað út í hvert smáatriði til að gera ferðina sem ánægjulegasta. Dekrað er við farþegana og gert er mikið úr hágæða mat og úrvals þjónustu. Celebrity siglingarnar gera ferðina þína ógleymanlega.

Azamara skipafélagið var stofnað 2007 og býður upp á lúxus ferðir á framandi staði en kjörorð þeirra er einmitt „þú munt elska það hvert við förum með þig“. Ferðirnar eru með öllu sem hugurinn girnist, framandi áfangastaðir og allt fæði og drykkir eru innifaldir í verði.


HREYFING & LÍFSSTÍLL UNG Á ÖLLUM ALDRI

6. – 13. mars  27. mars – 3. apríl   Fararstjóri  Guðrún Bergmann Drífðu þig með til Tenerife í eina viku til að endurmeta og móta það líf sem þú vilt lifa. Guðrún Bergmann fararstjóri hefur áratuga reynslu sem leiðbeinandi á hvers kyns sjálfsræktarnámskeiðum. Í þessari átta daga ferð hjálpar hún þér að endurmóta líf þitt, læra hvað þú getur gert betur þegar kemur að heilsunni, hvernig þú verndar og viðheldur húðinni sem best, nýtur meiri gleði og hamingju í lífinu og setur þér stefnu á það líf sem þú virkilega vilt lifa. Líkamsræktin gleymist ekki, því Guðrún hjálpar þér að liðka kroppinn og styrkja með jóga, dansi eða gönguferðum alla daga. Síðdegis er svo hægt að auka D-vítamín birgðir líkamans með því að „tana sig“ í sólinni eða skreppa í smá „shopping“, en hvort tveggja er nauðsynlegt í svona ferðum. Kvöldverður er innifalinn í huggulegheitum á hótelinu og hægt að eiga afslappaðar samverustundir. Mottóið er að vera ung á öllum aldri, sama á hvaða aldri við erum. Bókin Ung á öllum aldri fylgir sem kaupauki með ferðinni.

DANS & JÓGA

10. – 17. júní  Fararstjórar  Jói og Thea Sól og hiti, Zumba og jóga, hvíld og hreyfing, skemmtun og slökun. Allt þetta er í boði í Dans & Jóga ferðinni með Jóa og Theu til Albir. Markmiðið er að njóta lífsins í Zumba, jóga, slökun og góðum mat. Námskeiðið leiða hjónin Theodóra Sæmunds­ dóttir jógakennari og Jóhann Örn Ólafsson danskennari. Hjónin Jói og Thea starfrækja Dans & Jóga ( sem hét áður Danssmiðjan ) og hafa kennt pörum og einstaklingum að dansa í áraraðir. Á suðrænni sólarströnd á engin hreyfing betur við en Zumba sem byggist á salsa, merenge og fleiri suðrænum dönsum. Zumba tímarnir eru geggjuð brennsla og frábær skemmtun. Jóga með Theu er dásamleg leið til að öðlast styrk, kraft, vellíðan og slökun. Allir eru velkomnir í þessa ferð og þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Zumba og jóga áður eða ekki. Jói og Thea stjórna námskeiðinu þannig að allir fá hreyfingu, allir skemmta sér og allir njóta þess að slaka á í fallegu umhverfi, sól og hita.

  15


GÖNGUFERÐ Á TENERIFE 27. mars – 3. apríl

Frábær gönguferð um Tenerife, blómaeyjuna vinsælu í Kanaríeyjaklasanum. Kanaríeyjarnar eru 7 talsins og er Tenerife þeirra stærst. Landslagið á Tenerife er mikilfenglegt og býður upp á ógleyman­ legar gönguleiðir. Loftslagið á Tenerife er með eindæmum milt og lítill munur á hitastigi sumars og veturs. Ferðin hefst á norður hluta Tenerife og gengið út frá Puerto de la Cruz þar sem gist er fyrri hluta ferðarinnar. Einnig er gengið um suður hlutann og þá frá Playa de las Americas.

GÖNGUFERÐ UM WINDERMERE WAY 30. júní – 6. júlí

Windermere Way er stórfengleg gönguleið í kringum Lake Windermere, stærsta stöðuvatn Englands í hjarta Vatna­ héraðsins (e. Lake District). Vatnahéraðið er í fjalllendi í norðvestur Englandi og nýtur gríðarlegra vinsælda meðal ferðamanna og útivistafólks, enda af mörgum talið fegursta svæði landsins. Þar er að finna hæstu fjöll og stærstu og dýpstu vötn Englands. Windermere Way (73 km) gengnir á 4 dögum. Gist verður í 6 nætur á Belsfield Hóteli í Bowness. Hótelið er afar vel staðsett og hefur m.a. að geyma veitinga­ sal, bar, sundlaug og sauna.

GÖNGUFERÐ Í YORKSHIRE DALES — HERRIOT WAY 30. júlí – 6. ágúst

Yorkshire Dales er ákaflega fallegt landsvæði á Norður Englandi. Þar er að finna Herriot Way, 84 km hringlaga gönguleið, nefnd eftir dýralækninum James Herriot (1916 – 1995) sem bjó og starfaði í dölunum árum saman. Herriot er frægastur fyrir skáldsögur sem hann gaf út, sem byggðu á reynslu hans sem dýralæknis á svæðinu. Á árunum 1978–1990 voru síðan framleiddir gríðarlega vinsælir sjónvarpsþættir byggðir á sögum Herriot‘s (Dýrin mín stór og smá). Gengið er í 4 daga í sveitasælu um fallega dali, fell og lyngheiðar – huggulegir smábæir heimsóttir og sögulegar minjar skoðaðar. Að ganga Herriot Way er líklega besta leiðin til að upplifa þetta einstaka svæði.

16 


FRAMANDI SLÓÐIR MADEIRA 22. – 30. apríl

Besta eyja í Evrópu til að ferðast til 2013! Ekki amalegt fyrir hina fögru Madeira að hljóta þennan titil hjá World Travel Awards, í fyrra. Þess vegna er það Úrval Útsýn mikill heiður að geta boðið upp á 8 daga ferð til Madeira í apríl. Þessi undurfagra eyja í Atlantshafinu tilheyrir Portúgal og er oft kölluð Eyja hins eilífa vors eða Garðurinn fljótandi, sem segir mikið um veðurfarið og gróðursældina á eyjunni. Í raun er Madeira stærsta eyjan í eyjaklasa, en þó er hún aðeins um 740 km² að stærð. Þarna býr friðsamt og notalegt fólk, þarna fæddist t.d. Cristiano Ronaldo, sem var kosinn besti fótboltamaður heims 2013, margir kannst við Madeiravín og enn fleiri tengja eyjuna við fallegan gróður, landslag og gönguferðir. Í öllu falli er þarna allur aðbúnaður mjög góður, góðir gististaðir í boði og afar spennandi kynnisferðir, bæði til höfuðborgarinnar Funchal og um alla eyju. Flogið í beinu leiguflugi. Frábær ferð þar sem fólk getur sólað sig, slakað á, rölt um eða kynnst landinu í skemmtilegum kynnisferðum. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri!

  17


TÆLAN­D­

13. – 27. febrúar UPPSELT  14. – 29. apríl PÁSKAFERÐ  Fararstjóri  Halla Frímannsdóttir (Halla Himintungl)

Flug

Dags.

Leið

Tími

Brottför

FI306/ TG9651

14.04.2014

Keflavík – Bangkok

B: 07:35 / L: 05:50

Heimför

TG960/ FI307

29.04.2014

Bangkok – Keflavík

B: 01:10 / L: 15:30

GRAND CANYON

10. – 24. maí  Fararstjóri  Guðrún Bergmann Mögnuð ferð til fimm stórkostlegra og afar mismunandi þjóðgarða í NorðurAmeríku. Viðkoma er í skemmtana­ borginni Las Vegas, þar sem LOVE sýningin um Bítlana er á dagskrá og í Seattle, borginni við hafið. Mynda­vélarnar verða á lofti í þjóðgörðunum Death Valley (Nevada), Zion og Bryce Canyon (Utah), Glenn Canyon (Utah/Arizona) og Grand Canyon (Arizona). Gengið verður um og fylgst meðal annars með sólaruppkomu og sólarlagi á þessum undurfögru stöðum. Ekið um hina frægu Route 66. Ferð sem þú vilt ekki missa af.

SUMAR Á GRÆNLANDI Júní Fararstjóri  Guðrún Bergmann

Flogið frá Reykjavík til Narsarsuaq, þar sem skoðaðar eru minjarnar í Brattahlíð og siglt milli ísjakanna. Frá Narsarsuaq er flogið til Qaqortoq með þyrlu, þar sem bærinn, fiskmarkaðurinn og mannlífið er skoðað. 21. júní er þjóðhátíðardagur Grænlend­ inga og við tökum þátt í hátíðarhöldunum með heimamönnum. Frá Qaqortoq er siglt á ferju upp með ströndinni til Nuuk og tekur siglingin um hálfan annan sólarhring. Eftir skoðunarferð í Nuuk er flogið aftur til Reykjavíkur. Stefnum á fámenna ævintýraferð.

18 

Tæland er stórt, fjölbreytt og framandi og sífellt fleiri sækja landið heim. Sögurnar af gestrisnum heimamönnum, framandi siðum og venjum, einstöku landslagi, fallegum ströndum og líflegum borgum hljóma margar kunnuglega, en þetta er ekki allt. Heimamenn og þeir sem hafa dvalið í landinu í lengri tíma eins og fararstjórinn okkar, hafa frá ennþá fleiru að segja og luma á ýmsum staðreyndum, gullmolum og leyndum stöðum sem gaman verður að kynnast nánar. Í þessum fjölbreyttu og skemmtilegu ferðum Úrvals Útsýnar til Tælands kynnast gestir stórum hluta landsins frá ýmsum sjónarhornum. Höfuðborgin Bangkok, náttúruperlur í fjöllum norðursins, og dvöl við Hua Hin ströndina í lokin skapa grunninn, en fljótasiglingar, fíla­ búgarður, sigling á bambusfleka, heimsókn til fjallaættbálka, tælenskt handverksfólk, búddismi, te-rækt og margt margt fleira ber á góma. Flogið verður með Flugleiðum og Thai til og frá Bangkok í gegnum Stockholm. Frábær, fjölbreytt og ævintýraleg ferð.


ÁSTRALÍA – TASMANIA – NÝJA-SJÁLAND – DUBAI Haust  Fararstjóri  Guðrún Bergmann

Ótrúleg ævintýraferð til eyjanna hinum megin á hnettinum, Ástralíu og Tasmaníu, sem teljast heil heimsálfa, þaðan verður farið til nágrannalandsins Nýja-Sjálands. Á heimleiðinni er stoppað í 2 daga í Dubai. Í Ástralíu eru borgirnar Melbourne, Cairns og Sydney heimsóttar með tilheyrandi skoðunarferðum og ævintýrum. Í miðju landsins er farið til Alice Springs, King’s Canon og Ayers Rock. Frá Melbourne á suðurströndinni er farið yfir í þjóðgarðana í Tasmaníu, þar sem gera má ráð fyrir að sjá ýmis villt dýr sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Frá Ástralíu er haldið til til Queenstown á suðureyju NýjaSjálands. Þaðan liggur leiðin til Dunedin, þar sem finna má guleygðar mörgæsir og um hálendi eyjunnar að Takepo vatni og til Christhcurch. Flogið er frá Christchurch til Roturua á norðureyjunni, þar sem hverasvæði og Waitomo glitorma­ hellarnir eru skoðaðir. Dvöl á Nýja-Sjálandi lýkur í Auckland, sem er stærsta borgin á norðureyjunni. Á heimleið er flogið frá Auckland til Sydney og þaðan áfram til Dubai, þar sem dvalið verður í tvo daga með tilheyrandi hvíld og þeim ævintýrum, sem borgin býður uppá.

VIÐSKIPTAFERÐIR ÚÚ

Við finnum alltaf besta flugið Kröfur viðskiptavina okkar eru einfaldar, hvort sem þeir eru einstaklingar eða fyrirtæki. Þeir vilja þægindi, áreiðanleika og fljótustu leiðina héðan og þangað. Það er það sem við gerum. Fljótt, áreiðanlega og með sem minnstum tilkostnaði.

Viðskiptaferðir ÚÚ

24/7

HLÍÐASMÁRI 19 // TEL +354 585 4400 // FAX +354 585 4065

  19

www.vuu.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 67572 1/14

ANCHORAGE

ST. PETERSBURG HELSINKI VANCOUVER SEATTLE

STOCKHOLM TRONDHEIM

EDMONTON

ICELAND

OSLO GOTHENBURG COPENHAGEN BERGEN STAVANGER BILLUND HAMBURG FRANKFURT MUNICH AMSTERDAM ZURICH BRUSSELS GLASGOW MANCHESTER MILAN LONDON PARIS GENEVA HEATHROW & GATWICK

DENVER

BARCELONA

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

MADRID

TORONTO

WASHINGTON D.C.

BOSTON NEW YORK

HALIFAX

JFK & NEWARK

ORLANDO

HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA?

+ icelandair.is

Vertu með okkur

Sérferðabaeklingur 2014  
Advertisement